Tíminn - 19.02.1921, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.02.1921, Blaðsíða 1
V. ár. Reykjavík, 19. febrúar 1921. 7. blað V Einkasala á rúgi og hveiti. Stjómarfrumvörpin sem leggj- ast fyrir þingið að þessu sinni, eru óvenjulega mörg. Einna fnestri deilu mun það frumvarpið valda, sem1 atvinnumálaráðherrann flyt- ur, um „heimild fyrir ríkisstjóm- ina til þess að taka einkasölu á kornvörum“. það kvisaðist, meðan kosninga- hríðin stóð yfir í Reykjavík, að slíkt frumvarp mundi vera á leið- inni, og úr því var óðara gert eitt hið mesta kosningaveður. Hótan- irnar og ásakanirnar dundu á ráð- herrum fyrir að dirfast að fitja upp á slíku gjörræði. það er vafa- laust, að þessari mótspymu verð- ur haldið áfram í þinginu. Ekki ó- sennilegt að einmitt um þetta frumvarp standi höfuðorustan um afstöðu þingsins til stefnu stjóm- arinnar yfirleitt í verslunarmálun- um. Með öðrum orðum, að úrslit þessa máls geti beinlínis markað það, hver afstaða þingsins verður og þarafleiðandi eftir hvaða megin stefnu landinu verði stjórnað á næstunni. Tíminn álítur því sérstaka á- stæðu til að rökræða þetta mál ít- arlega og lýsa afstöðu sinni til þess. Landsverslun — frjáls verslun. Málið sem langmest var um deilt í kosningabardaganum í Reykja- vík var: lJidverslun eða frjáls verslun. Annarsvegar í þeirri deilu stóðu jafnaðarmennirnir, sem yf- irleitt vilja alveg afnema frjálsa verslun og koma á landsverslun með allar vörur. Hinsvegar allir borgaraflokkarnir sem að þrem listunum stóðu, sem allir voru sammála um að hafa alls enga landsverslun, en frjálsa verslun á öllu. Út frá þessu sjónarmiði var „einokun“ stjórnarinnar á komi — sem kölluð var — dæmd, þar eð litið var á hana eingöngu frá því sjónarmiði, að hún væri brot á grundvallarreglunni um frjálsa verslun. þetta er kórvillan sem borgara- legu dagblöðin gerðu sig sek í, ef til vill óviljandi, ef til vill viljandi. því að sannleikurinn er sá, að meginástæðurnar fyrir því, að landið taki að sér einkasölu á korni, koma alls ekki nærri þessu stóra deilumáli um landsyerslun eða frjálsa verslun. Meir að segja: þeir menn, sem yfirleitt eru alger- lega fylgjandi frjálsri verslun, geta samt verið fylgjandi einka- sölu á kornmat á íslandi, vegna hinna sérstöku ástæða sem hér eru fyrir hendi. Væru þessar sérstöku ástæður ekki fyrir hendi, væri eingöngu litið á málið frá því sjónarmiði, hvort æskilegri sé landsverslun eða frjáls verslun, þá myndu menn þessir hiklaust vera á móti einka- sölu á kornmat. 1 þeim hóp myndu samvinnumennimir íslensku þá vera með tölu, því samvinnuversl- unin er reist á grundvelli frjálsrar verslunar. Trygging landbúnaðarins. Alla stund síðan viðreisn Islands hófst, og viðreisn landbúnaðarins íslenska sérstaklega, hefir forystu- mönnunum á því sviði verið það ljóst, að stærsta hættan sem yfir atvinnuveginum hefir vofað, er í'ellirinn. Allar umbætur aðrar voru í rauninni þýðingarlausar, gæti þetta altaf vofað yfir, að eitt harðavoriðstráfélli allur peningur. Meðan þessi ógurlegi skuggi hvíldi yfir, gat þessi undirstöðuatvinnu- vegur þjóðarinnar talist fjár- hættuspil. Óslitin saga þjóðarinn- ar, frá hinum fyrsta vetri er skepnur voru settar á vetur á ís- landi, og alt til hins síðasta harða vetrar, er áminning í þessu efni. Allir hafa þeir, með tölu, bestu og ötulustu forystumenn bænd- anna íslensku þreytt huga sinn um að finna ráð gegn þessari hættu. I tíma og ótíma hafa þeir rætt um það og ritað, einslega, á mann- fundum, í blöð og tíníarit. Væri farið að telja þá menn upp, gæti að líta nöfn margra hinna bestu sona þessa lands. Tvímælalaust er það, að þeim hefir orðið mikið ágengt. Fellis- hættan er nú orðin minni en hún var, fyrst og fremst vegna meiri skilnings, þekkingar, menningar og mannúðar bændastéttarinnar. það er sá góði árangur af starfi þessara manna. Og ljósasta sönn- unin þessa eru afdrifin síðastliðið vor. En þó er langt frá því að fellis- hættan sé hjá liðin. því að þótt hún sé að einu leytinu, eins og sagt var, fjær en áður, þá er hún aftur að öðru leytinu, orðin meir yfir- vofandi en áður, vegna þeirra at- burða, sem orðið hafa á allra síð- ustu árum. Hverskonar harðindi og ótíð, vetur og sumar, hafa upp á síð- kastið krept að landbúnaðinum. Afar óhagstæð verslun, erfiðleik- ar að fá verkafólk og alt of hátt kaupgjald, gera erfiðleikana af völdum náttúrunnar margfalda. Alt þetta hefir dregið og dregur stórkostlega úr viðnámsþrótt bænda. þetta færir fellishættuna að mun nær bæjardyrum hvers einasta bónda á Islandi. þessvegna er það, einmitt nú, meir aðkallandi en nokkru sinni, að tekið sé til hinna alvarlegustu ráða um að Hyggja atvinnuveg- inn, um að finna ráð við hinni yfir- vofandi fellishættu. Reynslan er nú búin að sýna að „almennasta og handhægasta bak- tryggingin sem bændur hafa haft í mjög hörðum vorum, hefir ver- ið kornvöruforði sá, sem þeir hafa, að vetrarlaginu birgt upp heimili sín með, til manneldis fram á sum- arið, aðallega rúgmjölið“ — eins og stendur í greinargerð frum- varps stjórnarinnar. Með öðrum orðum: Kornvörubirgðirnar eru eina almenna tryggingin, sem til er, um að verjast fellishættunni í hörðum vorum. Alt annað sem reynt hefir verið, hefir ékki komið að fullum notum. þarna er komið að aðalatriðinu: Vörnin við fellishættunni er sú, að ávalt séu til, í öllum héröðum landsins, nægar kornvörubirgðir. Einstaklingarnir hafa ekki bol- magn til þess, hver í sínu horni, að eignast og liggja með þær birgðir frá ári til árs. það er held- ur ekki hægt að ætlast til þess, að kaupmenn og kaupfélög, enn sem komið er, færist svo mikið í fang 'um land alt. Eina almenna ráðið, sem til er, y, til þess að ná takmarkinu, að þessu leyti, um að minka stórkostlega fellishættuna, er því það, að ríkið taki á sig þann vanda, að hafa trygginguna íkornvörubirgðunum. þetta er aðaltilgangurinn með frumvarpi atvinnumálaráðherrans um einkasölu á kornvörum. það er velferðarmál landbúnaðarins ís- lenska, sem hér er á dagskrá, en ekki deilumál um frjálsa verslun eða landsverslun. Út frá þessu sjónarmiði eiga menn að taka afstöðu til þessa frumvarps. Er það svo mikils um vert að tryggja landbúnaðinn íslenska gegn fellishættunni, að rétt sé að grípa til þessa ráðs ? Er þetta rétt og gott ráð, meðal annara vitanlega, um að ná þessu takmarki ? þessar tvær spurningar eru að- alatriði í málinu. Tíminn svarar þessum spurning- um báðum játandi, og er því frum- varpinu hiklaust fylgjandi. Aukaatriðin. þetta sem nú hefir nefnt verið, er það atriðið í málinu, sem eitt veldur því, að farið er af stað með það og eitt er nægilegt um að afla því fylgis meðal alls þorra ís- lenskra bænda og landbúnaðar- vina. En það má fleiri atriði nefna í þessu sambandi,sem mjög styrkja "málið og sem eru næsta þýðingar- mikil, þótt aukaatriði séu í þessu sambandi. Skal þriggja þeirra stuttlega getið. 1. það ætti að vera nokkum- veginn víst, að betra verð fengist yfirleitt á kornvörunni með því móti að hún væri öll keypt í einu lagi. það sem mestu ætti að geta munað er það, að þá mundi það vera vel framkvæmanlegt að fá heila farmana beint frá kornlönd- unum — rúg frá Eystrasaltslönd- unum og hveiti frá Ameríku. Hafa menn oft um þetta rætt, en fáar íslenskar verslanir hafa bolmagn til slíks. En ótalið verður það fé, sem runnið hefir í vasa komkaup- mannanna dönsku fyrir að flytja til Kaupmannahafnar og geyma þar, komið sem átt hefir að fara til Islands. 2. Enn stærra atriði er það, að sjá um að korngæðin væru miklu betri en verið hafa. Vísast í því efni til greinar eftir Halldór skólastjóra á Hvanneyri í III. árg. Tímans. Sýndi hann þar ljóslega, og vitnaði meðal annars til merk- asta fóðurfræðings heimsins, um hversu gífurlega mikil svik getur verið að ræða í mjölvöruverslun- inni. Getur það skift hundruðum þúsunda króna, sem íslenska þjóð- in er svikin um árlega, með skemdi'i og svikinni vöru. Vitan- lega er það tilgangurinn með frumvarpinu að leggja hina mestu áherslu á þetta atriði. 3. Mölun innanlands á kominu er ein besta vörnin gegn svikinni vöru, auk þess sem það er mjög æskilegt, að vinna þá vinnu í land- inu sjálfu. það er sjálfgefið, að samhliða einkasölu á korni yrði komið á mölun. Nú stendur ein- mitt svo á, að Reykjavík er að koma sér upp rafmagnsstöð. Ligg- ur það beint við að reisa þar kom- mylluna og mala við raforku. Hlýt- ur manni að detta það í hug, að mala mætti aðallega þann tíma sólarhrings og þann tíma árs, sem bærinn þarf á litlum krafti að halda til ljósa. Kornúrgangurinn, sem til fellur við mölunina, er af- bragðsgott skepnufóður. Er það þannig ekki eitt, heldur alt, sem að því styður, að kept sé að því sem fyrst að mala komið innan- lands. Hafi atvinnumálaráðherrann þökk fyrir að hafa flutt þetta ný- mæli inn á þingið. það ber vott um umhyggju hans fyrir landbún- aðinum íslenska, framsýni hans og vilja að vera sannur forystu- maður þessa atvinnuvegar. það má vel vera að það takist, með því að vekja upp „einokun- ar“-grýluna, að drepa þetta mál á þessu þingi. En þá er barist með röngum vopnum, því að hér er um landbúnaðarmál að ræða fyrst og fremst, en ekki verslunarmál. En málið er ekki úr sögunni, þótt svo kunni að takast til í þetta sinn að það falli. það er eitt af framtíðarmálum landbúnaðarvin- anna íslensku og það skal samt fram og það áður en langt líður. En um alt land munu íslenskir bændur festa auga á því, hverjir það verða, og út frá hvaða for- sendum þeir gera það, mennirnir Annað óskabarn -- Landspítalinn. Fordæmi Vestur-'íslendinga liíi! Áskorun til hluthafa Eimskipafélagsins og allrar þjóðarinnar. öllum mun enn í fersku minni hin drengilega þátttaka Vestur- íslendinga í stofnun Eimskipafé- lags íslands. En um hitt hefir ver- ið hljóðara, að á síðasta aðalfundi félagsins færði fulltrúi þeirra, Árni Eggertsson, landsspítala- sjóðnum að gjöf mörg þúsund krónur í hlutabréfum og arðmið- um Eimskipafélagsins, með hlýrri kveðju frá frændum og vinum vestan hafs. Eg efast ekki um, að viðtakend- ur hafi þakkað hina höfðinglegu gjöf með mörgum vel völdum orð- um. En það er ekki nóg. það hug- arfar, er sendir slíka gjöf, verður öll þjóðin að þakka, ekki með orð- um, heldur með því, að láta það hita okkur um hjartaræturnar og vekja okkur til þeirrar eftir- breytni, að sýna sjálfir fegurstu hugsjónum okkar eigin ættjarðar ekki minni ræktarsemi en frændur okkar í fjarlægðinni. Fylgir ekki gjöfinni hugskeyti til allra hluthafa Eimskipafélags- ins hér heima, að stíga á stokk og strengja þess heit, að styðja lands- spítalasjóðinn með arðmiðum sín- um í félaginu, alt þar til að mesta og stærsta þjóðfélagshugsjón okk- ar er komin í framkvæmd og landsspítali fslands blasir full- gjörður sem stærsta og vegleg- asta hús þjóðarinnar, — annað óskabarn fslánds, frumburður ís- lenskra kvenna, hafinn til eilífðar yfir eigingirni og flokkadrátt, sameiginlegur lifandi kærleikur allrar þjóðarinnar íklæddur holdi verklegra framkvæmda. Hluthafar Eimskipafélagsins! Gefið landsspítalasjóðnum arð- miða ykkar í félaginu. Allir íslendingar, menn og kon- ur! Styðjið landsspítalasjóðinn effir mætti. Látum eina hugsjón fæða aðra af sér! Áfram með landsspítala fslands! 3. febr. 1921. Páll Jónsson Einarsnesi. sem ekki vilja stuðla að því, að losa landbúnaðinn íslenska úr læð- ingi felhshættunnar. --T---O----- Þinghorfur. í framsóknarflokknum voru í fyiTa sjö menn: þorleifur Jóns- son, Sveinn Ólafsson, þorsteinn M. Jónsson, Einar Árnason, Jón Sig- urðsson, Guðmundur Ólafsson og Sigurður Jónsson. Auk þess voru austanþingmennirnir fjórir í kosn- ingabandalagi við flokkinn, þeir: Eiríkur Einarsson, þorleifur Guð- mundsson, Gunnar Sigurðsson og Guðmundur Guðfinnsson. f langsumflokknum, eða „utan- flokkabandalaginu“ voru tíu menn: Sveinn Björnsson, Jakob Möller, Björn Kristjánsson, Einar þorgilsson, Gísli Sveinsson, Magn- ús Guðmundsson, Magnús Péturs- son, Sigurður Stefánsson, Jón A. Jónsson og Ólafur Proppé. f heimastjómarflokknum, sem að vísu aldrei hélt flokksfundi í fyrra, voru níu menn: Jóhannes Jóhannesson, Pétur Jónsson, Magnús Kristjánsson, Stefán Stefánsson, þórarinn Jónsson (að nafni til), Halldór Steinssen, Guð- mundur Björnsson, Guðjón Guð- laugsson og Sigurjón Friðjónsson. Auk þess voru tveir menn í kosn- ingabandalagi við flokkinn, þeir: Sigurður H. Kvaran og Bjöm Hallsson. í þversummannaflokknum voru loks átta menn: Karl Einarsson, Benedikt Sveinsson, Hákon Krist- ófersson, Bjarni Jónsson, Pétur þórðarson, Pétur Ottesen, Sigurð- ur Eggers og Hjörtur Snorrason. Breytingarnar sem þegar eru orðnar, eru þessar: Austanþingmennirnir allir fjór- iF hafa gengið inn í framsóknar- flokkinn. Sömuleiðis tveir heima- stjómarmenn fyrverandi, þeir: Magnús Kristjánsson og Stefán Stefánsson. þá er Björn Hallsson genginn í kosningabandalag við flokkinn. Fastir flokksmenn eru því 13. Talið er ennfremur að Sig- urjón Friðjónsson muni eiga að reiknast með framsóknarflokkn- um, þótt ekki sé formelga genginn inn. Eru þá taldir 15 þingmenn. Langsumflokkurinn misti eitt sæti, þar sem Sveinn Bjömsson sagði af sér. Magnús Jónsson er dæmdur til að ganga í flokkinn í staðinn, og hefðu margir óskað honum annars hlutskiftis. þákjósa þeir báðir með langsummönnum Jón þorláksson og Jón Baldvins- son. Loks er þórarinn Jónsson nú endanlega kominn á þann bás. Kusu þeir hann í nefndirnar langsummennirnir. Alls eru þá langsummenn 13 talsins. I heimastjórnarflokknum er orð- ið stærst skarð fyrir skildi. Tveir þingmenn gengu yfir í framsókn- arflokkinn, eins og sagt var, og Björn á Rangá í kosningabanda- lag við hann. þórarinn farinn í langsum. Og loks er fullyrt að Halldór Steinssen sé genginn í þversum. Eftir eru þá ekki nema 4 menn í heimastjómarflokknum og sá fimti í kosningabandalagi við þá — Sig. Kvaran. í aðaldeild þingsins er Pétur Jónsson ráð- herra einn eftir heimastjórnar- manna. Kátlegust af öllum þessum tíð- indum eru þau, að allir þrír ný- kosnu Reykj avíkur-þingmennirnir skuli lenda með tölu hjá langsum- mönnum. þeir höfðu borist á bana- spjótum í meir en fjórar vikur, bæði í ræðu og riti, staðhæft að sú hyldýpisgjá væri staðfest þeirra í milli í skoðunum og lenda svo all- ir í þeim víða faðmi langsaranna — allir fulltrúar dagblaðanna — Morgunblaðsins, Vísis og Alþýðu- blaðsins. Síra Sigurður í Vigur hafði sagt um þetta góða fyndni. Hann var spurður um það, hvaða band það væri sem bindi þá sam- an hjá langsum fjandmennina fyr- verandi þrjá, af A, B og C-listun- um. Hann taldi það mundi vera: „Band kærleikans“. Eru fáar myndir ljósari en þessi, um á- standið á „kærleiksheimilinu“ langsummanna. Engu verður hér um það spáð, hver afstaða þingsins muni verða til stjórnarinnar, eða væntanlegr- ar stjórnar. Glundroðinn hefir aldrei verið eins mikill og nú. Er það þó margra hyggja að hægt verði látið um það mál núna rétt fyrsta kastið, en muni draga til höfuðorustu þá er verslunar- frumvörp stjómarinnar koma til umræðu. En það hygst Tíminn geta full- yrt, að þótt Pétur Jónsson at- vinnumálaráðherra sé nú orðinn einn síns liðs í flokki í neðri deild, þá muni hann eiga að fagna ör- uggustu fylgi ráðherranna. ------o------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.