Tíminn - 19.02.1921, Qupperneq 3
T 1 M I N N
21
Líftryggingarfél. Andvaka h.f.
Kristianiu, Noregi.
Venjulegar líftryggingar, barnatryggingar
og lífrentur.
ZslandsdeildixL:
Löggilt af Stjórnarráði íslands í desember 1919.
Abyrg’ðarskj ölin á íslensku. Varnarþing- í Reykjavík.
Iðg'jöldin lögð inn í Landsbankann.
,ANDVAKA‘ hefir frjálslegri tryggingarsldlyrði og ákvæði en flest
önnur líftryggingarfélög.
,ANDVAKA‘ setur öllum sömu iðgjöld! (Sjómenn t. d. greiða engin
aukagjöld).
,ANDVAKA‘ veitir líftryggingar, er eigi geta glatast né gengið úr
gildi.
,ANDVAKA‘ veitir bindindismönnum sérstök hlunnindi. Ættu því
bindindismenn og bannvinir að skifta við það félag, er
styður málstað þeirra.
,ANDVÖKU‘ má með fullum rétti telja líftryggingarfélag ungmenna-
félaga, kennara og bænda í Noregi. Enda eru ýmsir
stofnendur félagsins og stjórnendur og mikill fjöldi
bestu starfsmanna þess úr þeim flokkum.
,ANDVAKA‘ veitir „örkumlatryggingar“ gegn mjög vægu auka-
gjaldi, og er því vel við hæfi alþýðumanna!
Sjómenn og verkamenn, listamenn og íþróttamenn, iðnaðarmenn
og kaupsýslumenn, rosknir menn og börn, bændur og búalið, karlar
og konur hat'a þegar líftrygt sig í „Andvöku".
Skólanemendur, sem láns þurfa sér til mentunar, geta tæp-
lega aflað sér betri tryggingar en góðrar lífsábyrgðar í „Andvöku“.
Helg'i Valtýsson,
(Porstjóri Islandsdeildar).
Heima: Grund við Sauðagerði. Pósthólf 533, Reykjavík.
ast neinn fræðari í þessu efni. Að
eins ef verða mætti að því yrði
meira sint af þeim, sem til þess
eru færir.
í þessu sambandi get eg ekki
annað en minst á, að það er þjóð-
inni til lítils sóma að sýna upp-
fyndingamanninum enga viður-
kenningu meðan enn er tími til.
Hann hefir reyndar engra launa
beiðst og aldrei gert sér uppfynd-
ingu sína að féþúfu, sem þó hefði
verið innanhandar. En þetta ætti
að fremur að vera ástæða til að
gleyma honum ekki.
Mér þykir líklegt að þingmenn
Skagfirðinga muni eitthvaðhreyfa
slíku á þessu þingi. Sýslunefnd
Skagafjarðarsýslu hefir falið þeim
það. Er ótrúlegt annað en að það
fái þar hinar bestu undirtektir.
Kr. Linnet.
-----—o-------
Frá útlöndum.
— Á árunum 1915—19 hafa ver-
ið seldar alls rúml. 100,000 jarðir í
Noregi, og var verð þeirra saman-
lagt 1 miljarður og 100 miljónir
króna. Að meðaltali hafa jarðirnar
þrefaldast í verði að krónutali á
þessum árum.
— Frakkar eru enn sárgramir
Englendingum yfir því að þeir
vilja sýna þjóðverjum alt of
mikla linkind og vitanlega verður
þeim bandamönnunum margt að
ágreiningsefni, því að á mörgum
sviðuni mætast gagnstæðir hags-
munir landanna, en afstaðan til
pjóðverja er aðalatriðið. Fyrir
stjórnarskiftin nýafstöðnu kröfð-
ust frönsku blöðin þess t. d. af
Leygues forsætisráðherra, „að
hann talaði frönsku við Lloyd Ge-
orge“. Og þegar Briand fór að
mynda hið nýja ráðuneyti, kröfð-
ust blöðin þess, „að hann tæki
ekki Lloyd George fyrir. utanrík-
isráðherra". Sterkur flokkur í
franska þinginu krefstþess, að
þjóðverjar verði alveg vægðar-
laust látnir sæta öllum kröfum
friðarsamninganna og ef þeir geti
ekki staðið við þær, þá séu þegar
ný lönd tekin af þeim í pant.
— Sá siður tíðkast nú í mjög
mörgum löndum, að skipa nefndir
til þess að koma fram með tillögur
um sparnað í hinum ýmsu grein-
uf í rekstri þjóðarbúsins. Af því
tæi má nefna það dæmi, að nefnd
í Danmörku kemur fram með til-
lögur um 8 miljóna króna sparn-
að á ári í rekstri póstmálanna þar
í landi.
— Nánari fregnir eru nú komn-
ar um tilraunir franska læknisins
Calmette, um að verja kýr, með
bólusetningu, gegn berklaveiki.
Tilraunaskeiðið var 34 mánuðir.
Voru fimm berklaveikar kýr sett-
ar saman í fjós og að baki þeim 10
kvígur. Voru berklagerlar frá
veiku kúnum æ látnir berast í fóð-
ur kvíganna. Sex af kvígunum
voru nú bólusettar við byrjun til-
raunanna en fjórar alls ekki.
Skömmu síðar var lifandi, smit-
andi berklagerlum sprautað inn í
allar bólusettu kvígurnar. þetta
var þvínæst endurtekið tvisvar,
með tólf mánaða millibili, með
fjórar af bólusettu kvígunum, að
þær voru á ný bólusettar og
skömmu síðar sprautað í þær
berklagerlum, en tvær voru ekki
bólusettar aftur, en fengu í sig
gerlana. þvínæst var öllum kvígun-
um slátrað. Leiddi rannsókn það í
ljós, að af fjórum kvígunum sem
ekki voru bólusettar, höfðu þrjár
berklaveiki á mjög háu stigi. Kvíg-
umar tvær sem ekki voru bólu-
settar nema einu sinni, höfðu víða
mikla berklabólgu. En á hinum
fjórum, sem bólusettar höfðu ver-
ið þrisvar, vottaði ekki einu sinni
fyrir því, að þær hefðu smitast,
þrátt fyrir allar tilraunirnar að
smita þær. Telur læknirinn þetta
sönnun þess, að bólusetningin
veiti fullkomna vörn gegn smitun.
— Calmette varð fyrst frægur
fyrir það, að hann fann upp bólu-
efni við biti eiturslanga.
— Einn af flotaforingjunum
ensku, Sir Percy Scott, hefir áður
ritað og ritar nú enn um það í
stórblöðin ensku að flotinn sé orð-
inn sáralítils eða einskis virði.
Vörn Englands verði eftirleiðis
öll komin undir neðansjávarbátum
og flugvélum, og eigi landið að
hegða sér eftir því. Hann minnir
á það, að neðansjávarbátarnir
þýsku söktu herskipum sem sam-
tals báru 90 þús. smálestir. Enn-
fremur segir hann, að ef þýska-
landskeisari hefði bygt neðansjáv-
arbáta fyrir allar miljónirnar sem
hann notaði til að byggja herskip,
þá myndu nú hallir Englandskon-
ungs vera sumarhallir þýskalands-
keisara.
— Uppreistar hefir orðið vart
meðal bændanna á Indlandi. Und-
irróðri Bolchewicka er um kent.
— það er nú fullyrt, í aðalblaði
þýsku jafnaðarmannanna, að þá
er þýska keisarastjórnin sendi þá
Lenin og félaga hans til Rúss-
lands, til þess að koma þar bylt-
ingunni af stað, þá hafi hún um
leið borgað þeim meir en 50 milj-
ónir gullmarka.
— Mikið umtal hefir orðið á Eng-
landi út af sjóonistunni við
strendur Jótlands, einu stóru sjó-
orustunni, sem háð var í stríðinu,
og stærstu sjóorustunni sem háð
hefir verið í heiminum. Jellicoe
var þá æðsti flotaforingi Englend-
inga og hafa mörg blaðanna ensku
legið honum á hálsi fyrir það, að
hann hafi farið of varlega og hafi
þjóðverjar þar af leiðandi komist
betur af í orustunni en þurft hefði
að vera. Skjöl öll og gögn, sem
snerta orustuna, hafa nú verið
gefin út og kemur sérfræðingum
saman um, að Jellicoe hafi gert
alveg réttar skipanir, og yfirleitt
hafi það verið mikil gæfa fyrir
England að slíkur maður sem
Jellicoe var fyrir flotastjórninni.
— De Valera, forseti lýðveldis-
ins írska, hefir ferðast víða um
Bandaríkin, til þess að tala máli
lands síns. Er það ljóst merki um
afstöðu Bandaríkjanna til þessara
mála, að De Valera var gerður
heiðursborgari í New York. Ný-
lega er De Valera kominn á land á
Irland, þrátt fyrir tilraunir Eng-
lendinga að hindra það.
— þrátt fyrir það þótt Frakkar
og Englendingar líti mjög óhýru
auga til Konstantíns Grikkjakon-
ungs, hafa þeir ekki kallað heim
sendiherra sína frá Aþenuborg. En
svo er þó fyrir mælt, að sendiherr-
arnir hafi engin mök við konung.
þá er konungur kom heim, reyndi
hann að friðmælast með vinarorð-
um í garð Bandamanna og vöm
um framkomu sína í stríðinu. Enn-
fremur sendi hann orður til sendi-
herra Englendinga og Frakka, en
sendiherramir neituðu að taka á
móti orðunum.
— Bolchewickastjórnin á í harðri
sennu við bænduma rússnesku.
Matvælaskortur er mikill í bæjun-
am og handa hemum, en bændur
vilja ekki láta kornið af hendi.
Hefir stjórnin látið vopnaðar her-
sveitir fara um sveitirnar og taka
kornið af bændum.
— Dómur er fallinn í hinu
margumtalaða máli milli forlags-
ins sem á endurminningar Bis-
marcks og Vilhjálms keisara fyr-
verandi. Féll dómurinn keisara í
vil og endurminningamar fást
ekki birtar, þar eð keisarinn er
talinn eiga rithöfundarrétt bréf-
anna sem í bókinni em. Dómnum
hefir verið áfrýjað til æðri dóm-
stóls.
— Eldgos mikið varð í Japan
skifti á jafnháu verðmæti. Um
gróða af slíkum skiftum getur því
aðeins verið að ræða, að það sem
keypt er, verði selt aftur fyrir
hærra verð, og að það sem selt er,
hafi verið keypt áður fyrir lægra
verð.
Að tala um gróða á kaupum á
lífsnauðsynjum til eigin eyðslu, er
jafn fráleitt og ef því væri haldið
fram, að kaupmaðurinn græði á
þeim vömm, sem| hann etur úr
sjálfs síns hendi.
En meðan kaupmenn verða að
viðurkenna, að þeir græði ekkert
á eigin neyslu, en alt á því sem
aðrir neyta og þeir selja öðrum,
er ekki hægt að halda því fram
með neinum hugsanlegum rökum,
að samvinnumenn græði á þeim
vörum, sem þeir neyta úr sjálfs
síns hendi.
Kaupfélagið, sem heild, er alveg
sömu skilyrðum bundið og kaup-
maðurinn sem fjölskyldumaðir.
Kaupfélögin geta eingöngu grætt
á þeim vörum, sem þau selja utan-
félagsmönnum, alveg á sama hátt
og kaupamðurinn græðir eingöngu
á vörum, sem hann selur viðskifta-
mönnum sínum. Með öðrum orð-
um: viðskiftin þurfa að fara út
fyrir eigin neyslu kaupfélagsins
(félagsmanna) og kaupmannsins,
til þess að um gróða geti verið að
ræða.
Að halda því fram, að sala á eig-
in framleiðslu sé gróði, er álíka
skynsamlegt og að reyna að telja
mönnum trú um, að það sé gróði
að skifta 10 tíu króna seðlum fyrir
einn hundrað kr. seðil. Salan, sem
sjálfstæður verknaður, myndar
hvorki nýtt verðmæti, né heldur
eykur það verðmæti, sem fyrir er.
Framleiðslan stóð í sínu fulla
markaðsverði á þeim tíma sem hún
var seld, og framleiðandinn því
engu ríkari á augnablikinu, sem
salan fór fram. Ábatinn, sem af
framleiðslunni verður, fer því ein-
göngu eftir framleiðslukostnaðin-
um og markaðsverðinu, en salan,
sem sjálfstæður verknaður, hefir
hinsvegar hreinan kostnað í för
með sér, og á því að réttu lagi að
leggjast við framleiðslukostnað-
inn.
Hverjum sanngjörnum manni er
því ljóst, að kaupfélögin eru ekki
sambærileg við verslanir einstakra
manna, hlutafélög eða önnur
gróðafyrirtæki. — Eðli og lífsskil-
yrði svo ólík og að ýmsu leyti
gagnstæð. Gróðafyrirtækin eru
rekin með sjálfstæða arðsvon fyr-
ir augum, til þess að ávaxta viss-
ar fjárhæðir (hluti), eigendunum
til tekjuauka. þeirra verksvið er
að kaupa og selja í gróðaskyni,
framleiða o. s. frv.
Slík viðskifti eru gerð til þess að
græða á öðrum, og eiga ekkert
skylt við starfsemi kaupfélaganna,
sem eingöngu er í því fólgin að
spara eigin efni.
Til þess að um gróða af viðskift-
um geti verið að tala, þurfa kaup
og sala að haldast í hendur um
sama hlutinn. En slík viðskifti eru
verslun.*) þau ná út .fyrir —
*) þö1 teinhver' selji; það j^ehf
hann hefir upphaflega keypt til
standa fyrir utan — eigin neyslu
og framleiðslu eigendanna, og eiga
því ekki samleið með viðskiftum
kaupfélaganna, sem eru bundin
við hvorttveggja.
það sem kaupfélögin selja
(framleiðsla) hafa þau aldrei
keypt, heldur eingöngu tekið í um-
boðssölu, og það sem þau kaupa
(erlendar vörur) selja þau ekki,
heldur afhenda innan sinna vé-
banda fyrir kostnaðarverð.
Af því sem sagt hefir verið,
verður ljóst, að alt verðmæti, sem
kaupfélögin ráða yfir, er sameigin-
leg eign allra félagsmanna. þetta
verðmæti er framleiðsla, daglaun,
árslaun og önnur fyrirvinna, sem
eigin notkunar, er ekki hægt að
nefna slíka sölu verslun. því síður
er það verslun, þótt einhver selji
það sem hann hefir sjálfur fram-
leitt, svo sem t. d. þegar bændur
selja afurðir jarða sinna, eða iðn-
aðarmenn iðnað sinn. Engu frem-
ur er hægt að nefna það verslun,
þótt einhver skifti vörum milli
granna sinna og góðkunningja, ef
hver greiðir þann kostnað, sem
honum ber, eða þegar kaupfélag
skiftir vörum (sem það hefir sjálft
keypt) milli félagsmanna sinna.
Á sama hátt er það ekki versl-
un, þótt hlutur, sem hefir verið
keyptur, sé seldur aftur, eins og
t. d. þegar bændur selja tunnur
um kjöt, sekki um ull o. s. frv.
I-Iluturinn er þá fólginn í sölu, sem
ekki getur nefnst verslun, og er
skoðaður sem aukaatriði (Access-
orium).
félagsmenn „leggja inn“ í félögin.
það er ennfremur ljóst, að alt
þetta verðmæti er myndað af ein-
staklingum (félagsmönnum) án
þess kaupfélögin eigi nokkum
þátt í þeirri myndun. Með öðrum
orðum: Alt verðmæti, sem kaup-
félögin hafa með höndum, er
skattað með persónuskatti á hvern
einasta félagsmann. þessvegna
verður skatturinn tvöfaldur, ef
þetta sama verðmæti er skattað
aftur með sérstökum skatti á
kaupfélögin.
þeir sem hafa haldið fram skatt-
skyldu kaupfélaganna, hafa vitn-
að í þá sjóði, sem félagsmenn hafa
myndað til tryggingar viðskiftun-
um í framtíðinni, og í þann hagn-
að, sem félögin hafa af verslun
utanfélagsmanna.
Um sjóðina er það að segja, að
þeir era myndaðir af einhverjum
ákveðnum hluta hins sparaða kaup
mannsgróða, í þeim tilgangi að
komast yfir sem ódýrast veltufé
fyrir félögin. Fær hver félagsmað-
ur að minsta kosti bankainnláns-
vexti af innieign sinni í aðalsjóði
félagsins. Aðrir sjóðir eru í raun
og veru gjafasjóðir, félagsskapn-
um til tryggingar, til að auka
þekkingu á samvinnumálum o. s.
frv.
þessir sjóðir eru auðvitað ekki
skattskyldir frekar en aðrir sjóð-
ir, sem stofnaðir eru með almenn-
ings heill fyrir augum. Ennfremur
má minna á það, að flestir spari-
sjóðir landsins era skattfrjálsir,
að ógleymdum Islandsbanka, sem
rétt um áramótin, og fylgdu
snarpir jarðskjálftakippir. Log-
andi hraunið olli miklum skóga-
brunum og er talið að fjöldi fólks
hafi farist.
— Ljóst dæmi um ástandið sem
ríkir á írlandi, er eftirfarandi
saga: Á annan í jólum var dans-
leikur haldinn í smábæ einum í
héraði sem lýst er í hemaðar-
ástand. Sumir af dansgestunum
voru vopnaðir. Undir morgun kom
þar aðvífandi herflokkur Englend-
inga og hófu dansgestirnir skot-
hríð á herliðið. Var þegar einn
hermannanna drepinn. Hermenn-
irnir hófu nú skothríð á móti,
drápu 5 menn og tóku höndum
138 af dansgestunum. Verða þeir
ekki látnir lausir fyr en rannsókn
er um garð gengin.
— Bandaríkjastjómin leggur
það til, að víggirða Panamaskurð-
inn ramlega gegn árásum bæði af
landi, sjó og lofti.
— Einhverjar vonir gera menn
sér um það, að Harding, hinn
væntanlegi Bandaríkjaforsetimuni
vilja stuðla að því, að minka her-
búnaðinn. Lýsir hann því yfir, í
blaðagrein, að flotaaukning Banda-
ríkjanna eigi eingöngu að miða að
því, að veita næga vemd hinum
vaxandi verslunarflota. Hinsvegar
er talið mjög óvíst, að Japanar
verði fúsir á að minka herbúnað
sinn.
— Kolaframleiðslan vex jafnt
og þétt á Englandi. Síðustu viku
liðins árs voru framleiddar 100
þús. smálestir fleiri en nokkra
aðra viku áður. Sambúðin milli
verkamanna og námueigenda er
betri en áður, enda hafa laun
verkamanna þegar hækkað að
mun vegna hinnar auknu fram-
leiðslu.
— Um alla Norðurálfuna klofna
jafnaðarmannaflokkamir í tvent,
um afstöðuna til Bolchewickanna
rússnesku. Yfirleitt eru þeir flokk-
arnir fámennari, sem hallast að
Bolchewickum.
— Látinn er nýlega Bethmann
Hollweg, er var ríkiskanslari á
þýskalandi í byrjun stríðsins og
lengst af á stríðsárunum, maður-
inn sem varð að taka á sig ábyrgð-
ina gagnvart þjóðinni á gjörðum
keisara og hers. Eru öll blöðin
sammála um það, að hann hafi
verið um margt góður maður og
gegn, en mörg þeirra kenna hon-
um um allar hörmungarnar 1914—
1918.
— Spánn hefir um langa hríð
verið eitt þeirra landa í Norður-
álfunni, sem hefir átt við miklar
stjórnleysingjaóeyrðir að stríða.
Andstæðurnar era og miklar þar
í landi, því að á hinu leytinu er
hin afar-þröngsýna katólska
klerkastétt, sem hefir mikið vald
á hugum manna. Stjórnleysingj-
hefir umráð yfir c. 20.000.000.00
kr. af sparifé landsmanna, án þess
að greiða fyrir það einn eyri í
skatt!
Er því beinlínis rangt að skatt-
leggja þá spariskildinga, sem af
frjálsum vilja eru lagðir í sjóði
kaupfélaganna, meðan aðrir sjóð-
ir fá að vera í friði, enda þótt þeir
hafi engu meiri tilverurétt. Virð-
ist þurfa einhverja sérstaka teg-
und af sanngirni í skattamálum,
til að halda slíku fram.
En á hinn bóginn koma sjóðir
kaupfélaganna óbeinlínis til greina
þegar farið er að meta „efni og
ástæður“ þeirra gjaldenda, sem
eiga inni í slíkum sjóðum. það er
því hinn mesti misskilningur, að
ætla, að það fé, sem safnast fyrir
í sjóðum kaupfélaganna, komist
frekar undan „sköttum og álög-
um“ en annað sparifé í öðrum
skyldum sjóðum.
Hvað arðinn snertir, sem skap-
ast af verslun utanfélagsmanna,
þá era allir samvinnumenn á einu
máli um, að af honum eiga kaup-
félögin að greiða skatt. Hann er
myndaður á sama hátt og gróði
kaupmannsins. Annars skal það
tekið fram, að kaupfélögin hafa
aldrei sókst eftir slíkum arði, held-
ur er hann til orðinn vegna þess
að félögin hafa ekki getað komist
hjá því, að liðsinna utanfélags-
mönnum.
Arðurinn af verslun utanfélags-
manna á því ekkert skylt við
stefnu kaupfélaganna í verslunar-
málum, og hefir beinlínis verið
þyrnir í augum ýmsra samvinnu-