Tíminn - 26.02.1921, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.02.1921, Blaðsíða 1
V. ár. Reykjavík, 26. febrúar 1921. I. Tímanum endist ekki rúm til þess nema smátt og smátt að geta um hin mörgu frumvörp, sem stjórnin hefir lagt fyrir þingið, og taka afstöðu til þeirra. Hér verður getið tveggja einkasölufi*umvarpa. Hið fyrra fjallar um einkasölu rikissjóðs á lyfjum. Hefir land- læknir samið frumvarpið og ritað um það athugasemdir, en lands- stjórnin fallist á það og flytur. Efnið er mjög óbrotið. Lands- stjórninni veitt einkaleyfi til inn- flutnings á lyfjum, umbúðum er til heyra og hjúkrunargögnum og sker sjálf úr hvað til telst. Vörur þessar selur hún lyfsölum og lækn- um, er rétt hafa til lyfjasölu, og ekki öðrum. Fé sem til þessa þarf má stjórnin taka að láni. Hún skipar mann, með lyfsalaprófi, sem veiti versluninni forstöðu og hefir um leið eftirlit með lyfjabúð- unum, og tvo menn til endurskoð- unar. Reglur verða settar um vörubirgðir lyfsala, sem þá verði til. Álagning á þessar vörur megi ekki vera meiri en 50%, en lág- marksálagning er ekki ákveðin. Ágóðinn af þessari verslun á að fara í ríkisjóð. — ' Tíminn fer ekki dult með það, að honum eru það mikil vonbrigði, hvernig frumvarp þetta er flutt. Sé að því ráði horfið, að ríkið taki lyfjaverslunina í sínar hend- ur, verður það að vera með þann tilgang fyrir augum fyrst og fremst, að sjá urn að lyfin verði ódýrari. Munu þeir vera fáir sem ekki undirskrifa þau orð Jóns Gauta Péturssonar, í grein hans um lyfjaverslunina (Tíminn II. árg. bls. 75), að það verður að „teljast hinn allra ómannúðlegasti skattur að hafa lyf javerðið hærra en svo sem minst má verða“. En sú hugsun vakir alls ekki fyrir stjórninni og landlækni með frum- varpinu, að lyfin verði ódýrari. þvert á móti er gefið undir fótinn um alt að 50% álagningu og gefin von um beinar tekjur af verslun- inni í ríkissjóð. þessari hugsun, að skattleggja sjúkdóma, verður Tíminn að vera algerlega mótfall- inn. það er þó gefið í skyn, að lyfin muni ekki þurfa að verða dýrari með þessu fyrirkomulagi, þrátt fyrir milda álagningu og mikinn gróða ríkissj'óðs. þetta getur ekki staðist nema með því einu móti,að álagning lyfsalanna nú á lyfin sé gífurlega há. En hver ræður álagn- ingu lyfsalanna? það gerir land- læknir, eða það á landlæknir að gera. Ilann á að setja taxta á lyf- in og er þar með beinlínis skipað- ur vörður almennings gagnvart lyfsölunum. Eins og nú er ástatt, hefir landlæknir það því í hendi sér að sjá um að lyf séu ekki seld of dýni verði. Hann á því að sjá um það, að þessi mikli gróði, sem hann telur að ríkið geti haft af lyfjaheildsölu, án þess að lyfja- verð hækki, lendi hjá sjúklingun- um, í lækkuðu lyfjaverði, en ekki í vasa lyfsalanna. það er embættis- skylda landlæknis að sjá um þetta. Ilversvegna gerir hann það ekki? ' Af athugasemdum um annað frumvarp verður það ljóst, hvem- ig landlæknir gætir réttar almenn- ings í þessu efni. Fjármálaráð- herrann getur þess sem sé að spíritus concentratus — sem not- aður er íflest lyf, — kosti nú, kom- inn í hús, að meðtöldum tolli 6 kr. (literinn), en muni seldur úr lyfjabúðunum til almennings á 15—16 kr. þetta eru orðrétt um- mæli fjármálaráðherranns. Land- læknirinn bregst alveg embættis- skyldu sinni þar eð hann fyrir- byggir ekki slíka okurálagningu með taxtanum. Tíminn verður að álíta, að tak- markið: að sjúklingar fái ódýr lyf, eigi alveg eins að geta náðst með því skipulagi sem nú er, og með slíkri heildsölu einkasölu ríkisins. 1 báðum tilfellunum þarf að setja lyfjabúðunum taxta. Sé það ekki framkvæmt nú, eru engar líkur til þess fremur að það verði þá fram- kvæmt. Vitanlega getur Tíminn ekki litið á þetta mál nema frá leik- mannssjónarmiði, en honum virð- ist hér vera um ofureinfalt mál að ræða að þessu leyti. Alt öðru máli væri að gegna væri farið fram á að einkasala rík- isins væri bæði í heildsölu og smá- sölu, þannig að lyfsalarnir yrðu beint embættismenn ríkisins. Á þeim grundvelli ritaði Jón Gauti Pétursson um málið í áðumefndri grein. Á þeim grundvelli virðist tilgangurinn og geta best náðst um að tryggja almenningi ódýr lyf. Á þeim grundvelli var bent á einkasölu á lyfjum sem möguleika í samþykt þingvallafundar 1919. En annars mun Tíminn ekki taka afstöðu til þess máls nú, því að honum er það vel ljóst, um hve vandasama verslun er hér að ræða og hve mikið er í húfi um hana. Tíminn álítur það því ekki rétt að þetta frumvarp nái fram að ganga, þar eð: það stefnir ekki í þá átt, sem einkasala á lyfjum á að stefna, þ. e. að lækka lyfjaverð- ið, veitir ekki meiri tryggingu en núverandi skipulag um lágt lyfja- verð, en leggur þó ríkinu mikinn vanda á herðar. II. Hitt frumvai-pið er um einka- sölu á tóbaki og áfengi. Var þessa frumvarps getið í 1. tbl. Tímans þ. á., en einungis laus- lega, því að þá ríkti bann gegn því að ræða frumvarpið, enda hafði Tíminn ekki getað fengið að sjá það. En það er skemst af að segja, að þar sem þá var jafnvel búist við því versta, þá hefir það alt ræst, En þar sem þá var vonast eftir að einhverjar málsbætur væru fyrir hendi, þá finnast þær ekki þótt leitað sé með logandi ljósi. Er þetta því verra, þar eð það verður ef til vill til þess að skaða það í frumvarpinu, sem gott er, sem er einkasalan á tóbaki. það er sem sé deginum ljósara af frumvarpinu, að fjármálaráð- herrann skipar áfenginu, sem ná- lega ekki er flutt til íslands nema til lyfja, alveg við hliðina á tóbak- inu, sem nautnavöru, sem landið eigi að gera sér að sérstökum tekjustofni. Hann gerir ráð fyrir 75—100% álagningu á áfengið, og það eftir að það er komið í hús og búið að greiða af því toll. Og hann gerir ráð fyrir alt að því hálfrar miljónar króna gróða af þessari verslun ríkissjóði til handa. þetta er að lögfesta misnotkun lyfjabúða og lækna á lyfjaáfeng- inu. þetta er nákvæmlega sama sljórnarstefna og ef það réttarfar væri hafið, að ríkið legði toll á þýfi þjófanna, í stað þess að refsa þeim, og viðurkendi þannig þjófn- að sem lögverndaðan atvinnuveg. þetta frumvarp fjármálaráð- herrans er hnefahögg framan í alla bannmenn landsins. það er ef til vill allra versta til- ræðið sem bannhugsjóninni hefir verið veitt hér á landi. það er skylda bannmannanna á alþingi að strádrepa þannan lið frumvai'psins, og Tíminn þykist þess öldungis viss, að það verði gert. Kemur það úr hörðustu átt að maður, sem situr í landsstjórninni skuli veita slíkt tilræði. Alt annað mál er það, að semja sérstök lög um einkasölu ríkisins á áfengi. Væri það reist á alt annari grundvallarhugsun. Ekki þeirri að lögfesta misnotkunina og gera hana að tekjugrein. Heldur þeirri að koma við miklu betra eftirliti af ríkisins hálfu með innflutningn- um og úthlutuninni, til þess að koma í veg fyrir misnotkunina og leggja ekki toll á þá sem njóta eiga, því að það eiga nálega ekki að vera aðrir en þeir, sem um sár- ast eiga að binda í þjóðfélaginu — s j úklingarnir. ------o----- Mentamálanefndin. i. það er alkunnugt, að lands- stjómin skipaði þá Guðmund Finnbogason og Sigurð Sívertsen háskólakennara til að rannsaka að- alskólalandsinsog gera tillögur um endurbætur á þeim. Álit þeirra um Mentaskólann og tillögur hefir nú verið lagt fyrir Alþingi, og álit um Kennaraskólann er á leiðinni. Nefndin valdi þá starfsaðferð, að taka fyrst Mentaskólann, þá Kennaraskólann og ljúka við hvorn um sig, og mun það tilætl- un hennar að taka þannig hvern skólann af öðrum þar til öllum er lokið. Mæltist stjómin til að Menta- og Kennaraskóla yrði lok- ið fyrir Alþingi, er nú situr, og virðist hún ætlast til, að lög um báða skólana verði afgreidd nú þegar. Er það harla einkennilegt, þar sem álitin koma fyrst fram nú í þingbyrjun. Á síðari árum hefir að vísu tíðkast sú aðferð, að mál- um, sem miklu skifta, er rutt inn á Alþingi, síðan era þau afgreidd þaðan í flaustri, og dynja svo yfir þjóðina eins og þruma úr heið- skíru lofti. þessu má ekki vera ó- mótmælt. þingfrjáls þjóð hefir rétt til að ræða mál sín áður en þau eru gerð að lögum. Er það þingregla, að tvær umræður standi um hvert mál eftir að nefnd hefir undirbúið það, og má ekki minna vera en þjóðin hafi sama rétt um öll aðalmál. Nefnd er ekki sama og dómstóll. Stjómin hefir skipað þá háskóla- kennarana í mentamálanefnd til að búa skólamál undir umræður þings og þjóðar, en ekki gert þá að nein- um hæstarétti í mentamálum. Eg þykist vita, að Alþingi muni líta svo á, og fresta öllum fullnaðará- k\7örðunum um þessi mál að svo stöddu. En annað er verra: starfsaðferð nefndarinnar. Hún hefir tekið tvo skóla út úr og stagað í helstu göt- in á reglugerðum þeirra, í stað þess að gera álit um það, hvemig skólamálum landsins í heild sinni skuli skipað, hvaða skólar skuli vera í landinu, hvert sé verksvið þeirra hvers um sig, og samband sín á milli. Hún hefir lagst undir höfuð að gera nokkuð heildaryfir- lit. það er henni engin afsökun, að stjómin heimtaði álit um tvo skól- ana fyrir þetta þing. Hún gat gert yfirlit fyrir því, og treystist hún ekki að skila af sér Menta- og Kennaraskóla að auki á tilteknum tíma, gat hún svarað stjórninni, að hún hefði þá aðferð er hún sæi réttasta eða léti af störfum að öðram kosti. það er ekki hægt að taka skól- ana hvem af öðram eins og rollur til rúnings fyrirhyggjulaust. Skól- ar landsins era ekki óskildar,sjálf- stæðar stofnanir, er séu sjálfum sér nógar og þurfi hvorki að líta á til hægri né vinstri. þeir eiga að grípa hver inn í annan eins og ein sveitin liggur upp að annari. það mega hvergi vera svo breiðar gjár á milli skyldra skóla, að ekki verði stokkið á milli. það verður að byrja á að marka fyrir götum og gangstígum. Ef það er látið undir höfuð leggjast, er hætt við að skól- um verði líkt skipað 1 landinu og húsum í Grjótaþorpinu. það yrði vandrataður mentavegurinn svo- kallaður um króka og krákustíga innan um homskakka húskofa. það yrði oft að fara sama vegar- spottann tvisvar til að ná áfanga- stað og jafnan komist styttra en mátt hefði með betra skipulagi. þetta er augljóst um Mentaskól- ann; hann þarf vitanlega að standa í nánu sambandi við aðra skóla landsins, þó ekki sé nauðsyn- legt að stokkið verði á milli fyrir- hafnarlaust. Foreldrar austan- lands og norðan hafa fæstir efni á að senda sonu sína til Reykjavík- ur fyrir fermingaraldur. Ferðir eru örðugar og dvölin þar dýrari en á nokkram öðram stað á land- inu. Og síst ákveða allir um ferm- ingaraldur framtíð sína. Inntöku- skilyrði við Kennaraskóla er ekki hægt að fastsetja fyr en ákveðið er um námssvið bama- og ungl- ingaskóla, og burtfararskilyrði er ekki hægt að setja fyr en gengið hefir verið frá reglugerðum þeirra skóla, er kennaraefnunum er ætl- að að starfa við. Nefndin hefir því ekki byrjað á réttum enda. Mér er næst að halda að réttast hefði verið að fela henni það starf eitt, sem hún hefir lagst undir höfuð að vinna: að gera til- lögur um skólaskipun í landinu og frumdrætti að reglugerðum skól- anna. Hinir æðri skólar ættu að hafa svo mikla sjálfstjórn, að kennuram þeirra sé ætlað að semja reglugerð þeirra þegar búið er að draga frumdrættina. Hver er sínum hnútum kunnastur. Og þá hefðu ekki tillögur mentamála- nefndar kafnað í aukaatriðum eins og raun er á orðin. Nefndin hefir haft ranga aðferð í rannsókn sinni. Undirbúningur málsins af hennar hálfu er alsend- is ófullnægjandi, eins og síðar mun sýnt nánar. þjóðin hefir engan frest fengið enn til að ræða menta- málin á grundvelli nefndarálitsins. það er því óhugsandi að málið verði afgreitt af Alþingi að svo stöddu. Ásgeir Ásgeirsson. ■o Öllum mun í fersku minni sorg- arfregnin sem barst frá Staðar- felli hinn 2. okt. síðastl., er fernt af heimilisfólkinu draknaði og þar á meðal einkasonur Staðarfells- hjónanna, Gestur Magnússon og fóstursonur þeirra, Magnús Guð- finnsson. Nú berst þaðan önnur fregn, um það, hversu þau merkishjónin snúast við harminum, sem var að þeim kveðinn og hversu þau ætla að halda á lofti minningu þessara ástvina sinna. Magnús bóndi Friðriksson á Staðarfelli er kominn til bæjarins fyrir nokkrum dögum. Getur Tím- inn nú flutt þá fregn, þótt ekki sé enn fullgengið frá því sem gera þarf í sambandi við hana, að þau hjónin hafa ákveðiS að gefa rík- inu í vor eignarjörð sína Staðar- fell, með öllum húsum og mann- virkjum, til skólajarðar fyrir hinn væntanlega kvennaskóla við Breiðafjörð, í minningargjöf um þessa syni sína. Tuttugu og fjögur ár eru liðin síðan frú Herdís Benediktsen gaf 8. blað íina miklu dánargjöf í minningu Ingileifar dóttur sinnar. Mun sá sjóður nú orðinn um það bil 100 þús. kr. Hefði stríðið ekki komið, hefði vafalítið verið reynt að koma skólanum á fót á síðastliðnu ári, á 100 ára afmæli frú Herdísar. Hef- ir um það verið töluvert deilt, hvar skólinn ætti að standa. Nú er ekk- ert lengur til fyrirstöðu að skólinn hefji starf sitt. Nú er staðurinn fenginn, sennilega alheppilegasti staðurinn sem unt var að fá. Og það er eins og einhver hulin hendi forsjónarinnar standi á bak við þessa atburði. Staðarfell var ætt- arheimili Brynjólfs, manns frú Herdísar. þaðan er féð komið í Herdísarsjóðinn. Nú gefa núver- andi Staðarfellshjón óðalið handa skólanum, og það svo stórum bætt eftir hinn mjög myndarlega bú- skap Magnúsar og konu hans. I 1. tbl. Tímans þ. á. er Staðar- felli lýst af nákunnugum manni, og vísast hér til þess. En nokkru skal þó hér bætt við, um að sýna hversu vel jörðin er fallin til skóla- seturs. Aðflutningar eru þangað, afar- hægir, þar eð ekki er nema tveggja klukkutíma mótorbátsferð úr Stykkishólmi og heim í tún á Stað- arfelli, og höfn er þar ágæt. þá er skógur þar hár og víðáttumikill, sem þarf að grysja og mótak ágætt. Enn má geta þess, að þar er mörg matarholan, í sjó og eyj- um, sem kemur sér vel fyrir skóla- bú. Túnið er ágætt og grasgefið og gott til útgræðslu, og má reka hvort sem heldur vill stórt kúabú eða fjárbú. Staðurinn liggur eins vel fyrir miðjum Breiðafirði og orðið getur. Og loks má á það minna, hversu það er mikils virði að taka þarna við hinu stóra og ágæta íbúðarhúsi úr steini, sem Magnús refir reist, og ekki yrði nú reist nýtt undir 80 þús. kr., og yf- irleitt að taka við húsum og jörð- inni í fyrirmyndar frágangi eftir góðan búmann. Magnús gerir ríkinu ennfremur kost á því, að fá til kaups, við sanngjörnu virðingarverði nálega allan búpening sem hann á á Stað- arfelli og öll áhöld til búsins bæði til lands og sjávar, sem öll eru í fyrirmyndarstandi. Loks væntir hann þess, að meðan þau hjón lifa, þá njóti þau styrktarfjár, og kjósa þau helst að mega búa um sig til dvalar heima á Staðarfelli. — Mun svo mörgum fara, er hann fær fregn þessa, að hún verði honum eins og sólskinsblett- ur í heiði, í öllum þeim örðugleik- um og erfiðu tíðindum, sem steðja að þjóð og einstaklingum á þess- um tímum. Magnús Friðriksson hafði reist sér göfugan minnisvarða með sín- um framúrskarandi atorkusama búskap, með sínum miklu handa- verkum á Staðarfelli. En enn meiri og göfugri minnisvarða reisa þau sér, Staðarfellshjón, og sonum sínum, með þessari gjöf, sem verða mun æskulýðnum við hinn fagra Breiðafjörð, hinum ungu húsmæðrum sérstaklega, til mikill- ar menningar og blessunar. Væntir Tíminn þess, að lands- stjóm og þing finni virðulega og vel viðeigandi aðferð um að þakka hjónunum af íslands hálfu. ------o------ Madama Langsum. Hneikslanleg sambúð. Allir gengu af A B C í eina rekkju saman. llneikslismál er sagt það sé, — en sjá menn hver er daman? ------o-------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.