Tíminn - 26.02.1921, Qupperneq 2

Tíminn - 26.02.1921, Qupperneq 2
24 T 1 M I N N Aukafundur í Eimskipafélagi Vestfjarða H.f., yerður haldinn á Ísaíirði þann 7. apríl 1921. D&gskrá: 1. Tillaga stjórnarinnar, um breytingu á bráðabirgðaákvæðum stofnfundar. 2. önnur félagsmál sem upp kunna að verða borin. Skorað er á alla þá, sem lofað hafa blutafé, að hafa gi'eitt hluti sína fyrir fundinn. Aðgöngu-miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum, þrjá síð- ustu dagana fyrir fundinn, hjá ritara félagsins. Ísaíirði, 8. febr. 1921. Stjórnin. Fyrirspnrnir til Jóns þorlákssonar. I tilefni af framsöguræðu herra Jóns þorlákssonai’, sem prentuð er í Morgunblaðinu í dag, um skipun viðskiftanefndar, vil eg beina til hans eftirfarandi fyrirspumum: 1. Hvað á að gera við það hveiti og sykur, sem landsverslunin er nú búin að flytja inn í landið á á- byrgð ríkissjóðs, ef innflutnings- höftin eru nú þegar numin úr gildi? 2. Hvaðan vill hann taka pen- ingana til að greiða hveitið og sykurinn með, án þess að atvinnu- vogir landsmanna verði að borga? 3. Ilvaða áhrif hefir nýr inn- flutningur þeirra vörutegunda, sem nægar byrgðir eru til af í landinu, á bankamál og fjárhags- ástæður landsins, 25. febrúar 1921. Páll Jónsson, Einarsnesi. ------o------ Á við og dresS. Skólamál Seyðfirðinga. Karl Finnbogason hefir urn nokkur ár verið aðalkennari við barnaskólann á Seyðisfirði. En í suraar lagði skólanefnd kauptúns- ins a móti því, að hann fengi starf- ið veitt að nýju. Hann er hér um bil eini kennari á landinu, sem sviftur var starfi við breytinguna. þetta þykir merkilegt þeim sem vita, að Karl er afbragðs kennari, vel gefinn, óvanalega vel mentað- ur, talar vel, er skemtiíegur mað-, ur, sem hefir yndi af að kenna, er í einu orði sagt fæddur til að kenna. þennan mann hefir hið kennara- snauða íslenska ríki ekki neitt með ao gera! Karl Finnbogason hafði áður en hann kom til Seyðisfjarðar verið kennari bæði í þingeyjarsýslu og við tvo helstu skólana á Akureyri. það eru því fleiri tii vitnisburðar um kennarahæfileika hans, heldur en hin gagnmentaða, bindindis- elskandi verslunarstétt á Seyðis- firði. 1 skólanefnd kauptúnsins voru í fyrra eingöngu kaupmenn og verslunarmenn, og langsarar í landsmálum. Af tveim ástæðum höfðu þeir hom í síðu K. F. Hann var einn af aðalhvatamönnum til kaupfélagsstofnunar á Seyðisfirði í fyrra, og mun vera í stjóm fé- lagsins. 1 öðm lagi var hann lík- legastur til að keppa um þing- menskuna á Seyðisfirði við fram- bjóðendur milliliðanna. þessar ástæður munu hafa orðið nokkuð þungar á metunum hjá skólanefnd. En er bæjarbúar vissu um atferli nefndarinnar, að hún ætlaði að flæma góðan mann frá skólanum, risu þeir upp, og skor- uðu á landsstjórnina að veita K.F. embættið. Segja kunnugir menn að um V5 hlutar af foreldrum skólabarnanna hafi ritað undir þessa áskomn. Skylda mentamálastjómar var auðvitað að rannsaka málið. Átti að trúa skólanefnd eða foreldram barnanna? En stjómin lét ekki rannsaka. Hún virti að engu vitn- isburð foreldranna. Hún gleymdi meira að segja að hér var að ræða um mann, sem er fyrir margra hluta sakir óvanalega mikilhæfur maður. Hafi mentamálastjóminni verið ókunnugt um kennara- hæfileika K. F., þá sannar það að- eins það, sem marga gmnar, að mentamálavit núverandi menta- málastjórnar megi ekki minna vera. En bæjarbúar létu ekki hér við sitja. þeir feldu úr skólanefnd Seyðisfjarðar í vetur alla.þá, sem gengist höfðu fyrir þessari „ment- unarráðstöfun“ að flæma K. F. frá skólanum. Aðeins einn fékk að vera kyr af þeim gömlu, af því hann hafði komið sanngjarnlegast fram í vor sem leið. Hvað skyldi stjómin nú segja í sumar, þegar farið er að veita? Skyldi hún fara að fullkomna ofsóknarverk langs- ara frá í fyrra, Reynslan sker úr, en þessu máli mun haldið vakandi — öðrum til viðvörunar. Kaup- menn eru 'l3etri við búðarborðið en við uppeldisráðstafanir fyrir al- menning. Skólanefnd Reykjavíkur. Einn hinn merkasti atburður sem gerst hefir í Reykjavík árið sem leið, er það, að þar var kosin skólanefnd fyrir bæinn, sem er vaxin staríinu, betur en títt er hér á landi. Formaður í nefnd þessari er Sig. Guðmundsson meistari. Meðnefnd- armenn Gunnlaugur Claessen læknir, frú Laufey Vilhjálmsdótt- ir, þoiv. þorvarðarson prent- smiðjustjóri og Kra'bbe vitamála- stjóri. Skólinn hefir verið í niður- níðslu frá hálfu bæjarins. Kenslu- stofur vantar handa helmingi bamanna, svo að tvísetja verður í skólann. Ekkert bað í honum og mörgu öðm ábótavant. Nefndin af- réð að veita engin störf við skól- ann í fyrra. Hún barðist með oddi og egg fyrir því, að veitt yrði fé til baðsins, og tókst það, þó að K. Zimsen gerið alt til að spilla fyrir málinu. Nefndin hefir ennfremur bannað að nota skólann nema fyr- ir kenslu, en alls ekki til kosninga, sýninga eða annara slíkra hluta, sem aukið gátu sóttnæmi. Hún hefir ennfremur ráðið skólalækni, Guðm. Thóroddsen, til að athuga heilbrigði barnanna, mæla sjón og heym og raða innan bekkja eftir því. Ennfremur hefir nefndin sett tvo æfða kennara, Steingrím Ara- son og sr. Ólaf frá Hjarðarholti, til að rannsaka kensluna í skólan- um, prófa bömin og hjálpa til að flokka þau eftir gáfum og þekk- ingu. Að síðustu er nefndin ein- huga um að krefjast þess, að bygð- ur verði nýr barnaskóli, og það mál undirbúið eins og vera ber. Áhugi og skynsamlegar fram- kvæmdir þessarar skólanefndar eru alveg einstakar í sinni röð. þær ættu að geta verið mörgum slíkuili nefndum til eftirbreytni. M. Guðmundsson og kennara- stéttin. Fjármálaráðh. er spar- samur á eitt: Til uppeldis. þannig eru líka allir afturhaldsmenn. þeim er illa við kostnað til uppeld- ismála, bæði af þyí að þeir bera ekki skyn á andlegt verðmæti, og í öðra lagi kæra þeir sig ekki um að skerþa sjón og skilning borgar- anna. þeir kvnnu þá að sjá of mik- ið. M. Guðm. er í styrjöld við kennarana. Hann reiknar laun þeirra og dýrtíðamppbætur með þeim hætti, að málsólm stendur yfir um launaatriði, sem snertir allan þorra íslenskra barnakenn- ara. Páli Erlingssyni sundkenn- ara, sem búinn er að standa í 30 ár í misjöfnu veðri við að kenna sund í Laugunum, vill hann ekki borga dýrtíðaruppbót af smáupp- hæð, sem landið ver til sundkenslu handa öllum skólum í Rvík. Gamli maðurinn er nú að segja af sér. Landið kveður hann laglega fyrir að hafa kent mörg þúsund mönn- um eina hina þörfustu íþrótt, sem hægt er að stunda hér á landi. -------o------ Fjármálaráðherrann sendir Tímanum kalda kveðju í lok ræðu þeirrar, sem hann hélt, er hann lagði fram fjárlögin, og sem hann hefir fengið prentaða bæði í Morgunblaðinu og Lögréttu. Segir ráðherrann að Tíminn hafi borið sér á biýn „að hann hafi vanrækt að láta innheimta“ tekju- skattinn, 190 þús. kr„ sem um hefir verið rætt hér í blaðinu og telur ráðherrann þetta „helber ó- sannindi". Er auðséð af þessu að ráðherrann er hörundsárari en hentugt er manni í slíkri stöðu, og fer honum eins og taugaveiklaðri konu, sem margfaldar í huga sér þær móðganir, sem hún verður fyrir eða þykist verða fyrir. Eins og öllum lesendum Tímans er kunnugt, er þessu máli sem sé svo varið, að það eru „helber ósann- indi“, sem ráðherrann fer hér með. Tíminn gerði sem sé ekkert annað en spyrja um þetta mál. það var beint tekið fram að um þetta yrði ekkert fullyrt af blaðsins hálfu. Tíminn gerði ekkert annað en þá skyldu sína að standa á verði um gerðir fjármálastjórnarinnar og krefja svars almennings vegna, um mál sem þótti gransamlegt. ]’að starf mun Tíminn rækja hér eftir, eins og hingað til, hvort sem fjármálaráðherranum líkar betur eða ver, og þótt það liggi við að taugar ráðherrans geri úlfalda úr mýflugu. — Eftir þessi digra orð í’áðherrans um „helber ósannindi" sem Tíminn hafi flutt í þessu máli, búast allir við því framhaldi í ræðu ráðherrans, að þessir pen- ingar séu þegar goldnir, fyrir ötula framgöngu ráðherrans. En það er nú eitthvað annað. það kemur sem sé upp úr kafinu, að hvert orð sem Tíminn hefir sagt um málið, er bókstaflega satt. Peningarnir eru sem sé alls ekki fengnir og allur dugnaður ráðherrans er í því fólg- inn, að hann „sendi kröfuna skrif- stofustjóra stjórnarráðsins í Kaupmannahöfn til innheimtu“. Tíminn hefir hingað til látið sér nægja að spyrja í þessu máli, en nú leyfir hann sér að staðhæfa, að um vanrækslu hefir verið að ræða af hálfu ráðherrans. Síðan á manntalsþinginu síðastl. vor — alla þá mörgu mánuði — hefir hann ekki annað gert en að „senda kröfuna til innheimtu“. það var skylda hans að fylgja betur eftir. það var tvímælalaus skylda hans að gera það verslunarhús gjald- þrota, sem neitaði að greiða lög- mætan skatt af þeim gróða, þeim óverðskuldaða gróða, sem það hef- ir af því haft að versla með vörur íslenskra bænda. Iláðherranum mun vera það vel kunnugt, að allan þann langa tíma, sem liðinn er síðan á manntalsþingi í fyrra, hefir verslunarhús þetta haft rétt til þess að reka verslun við íslend- iiiga og hefir notað sér þann rétt, og liggur í augum uppi, hversu heilbrigt það er. — þessi orð ráð- heraans í garð Tímans era því ekkert annað en frumhlaup sem alls ekki er sæmandi manni, sem er í slíkri stöðu. — Síðast talar ráðherrann um „ósannindi“ og „níð“, sem um sig hafi staðið í Tímanum, og eru þau orð ráðherr- ans ekkert annað en órökstuddur sleggjudómur, og getur hann ekki fundið þeim stað. Hefir Tíminn fyllilega látið ráðherrann njóta sannmælis og mun gjöra það hér eftir sem hingað til. Mun Tíminn telja það skyldu sína að styðja það sem nýtilegt kann að koma frá ráðherranum (t. d. tóbakseinka- söluna) og öldungis eins spyma á móti hinu, sem fer í gagnstæða átt og yfirleitt vera á verði, þjóð- arinnar vegna, um þennan em- bættismann eins og aðra. Og sú skoðun Tímans hefir ekki breyst á þessum manni, að hann sé ekki á réttum stað þar sem hann er nú, heldra ætti hann að hverfa aftur að þeim störfum, sem hann hafði áður, þar sem hæfileikar hans nutu sín. það væri þjóðinni best og það væri honum sjálfum best. Fréttír. Tíðin hefir verið mjög umhleyp- ingasöm undanfarið, hvassviðri mikil en frost lítil. Vínarbörnin. Enn er að komast hreyfing á það mél. Jón Svein- björnsson, einkaritari konungs, fór til Vínarborgar til þess að rannsaka málið og flytur þá fregn að nú sé ekkert því til fyrirstöðu, að börnin geti komið hingað. Nefndin sem gekst fyrir töku bamanna, skorar því á þá, sem ætluðu að veita þeim viðtöku, að segja aftur til hvort þeir vilji nú standa við boð sín. Slys. Mann tók út af vélbát í Sandgerði 15. þ. m. og draknaði. I-Iét hann Sigurður þórðarson og var frá Selbúðum hér í bænum. Búnaðarritið, fyrsta hefti þessa árs, er nýútkomið; er í nýrri kápu og hefir þorsteinn þ. þorsteinsson skáld teiknað hana. Ljóst er það af hinum síðustu heftum ritsins, að líf og fjör mikið er að færast í Búnaðarfélagið, og vill Tíminn enn skora á alla bændur að ganga í félagið, sem kostar einar 10 krón- ur, og fá svo Búnaðarritið æfi- langt upp frá því. I þessu hefti er fyrst frumvarp til laga um eftir- lits- og fóðurbirgðafélög frá for- seta. H. J. Hólmjárn frá Vatns- leysu ritar um kalkþörf jarðvegar- ins íslenska út frá allmörgum jarðvegsrannsóknum, sem hann hefir framið, og eru þar umræður byrjaðar um mjög merkilegt mál, en þungskilin er greinin. Valtýr Stefánsson skýrir skemtilega og fróðlega frá áveitumælingum sín- um síðastl. sumar. Eggert V. Briem ritar um vélanotkun. Og loks ritar Sigurður ráðunautur Sigurðsson um hrossaræktarfélög- in og gefur skýrslu um starf sitt á liðnu ári. Má í þessu sambandi minna á grein Sigurðar í næstsíð- asta hefti Búnaðarritsins um hrossaræktina, sem ber það ljós- lega með sér, hversu mikið gott hefir leitt af hrossakynbótastarf- seminni undir leiðsögu Sigurðar. — Að norðan hefir Tímanum bor- ist fróðlegur og hvetjandi fyrir- lestur, eftir Einar J. Reynis, sem hann nefnir: „Hugleiðingar um framtíð landbúnaðarins“. Ifhrnvörufrumvarpi atvinnu- málaráðherrans, sem um var getið í síðasta blaði, vísaði efri deild til landbúnaðamefndar. Kemur vart til umræðu fyr en eftir hálfan mánuð. Jarðirnar Svartagil og Gjábakki í þingvalla- sveit fást til ábúðar í næstu far- dögum. Báðar góðar fjárjarðir. Uppl. gefur sóknarpresturinn á þingvöllum. Hugheilar þakkir til sveitunga og nágranna fyrir drengilega hjálp, er þeir sýndu okkur í veikindum og erfiðum kringumstæðum í vetur. Gunnlaugsstöðum í Stafholtstung- um 23. febrúar 1921. Jófríður Ásmundsdóttir. Jón p. Jónsson. skapa þessi listaverk og það er hin ríkasta hvatning til dáða, því að menn eram við líka. Og það vekur sérstaka gleði, að Islending- ur er hann, eins og við, hann sem fer með listaverkin með leik sínum og á þann hátt, að okkur er um megn að koma að gagnríni. Og er þá sárust sú tilfinning, hljóti að því að reka, að við getum ekki haldið honum heima, af því að við höfum ekki ráð á. En hver kann kann þá að meta það, að geta æ við og við notið slíkra stunda í dómkirkjunni ? Fossanefndir hafa báðar þing- deildir kosið: N. d. Bjarna frá Vogi, Svein Ólafsson, þorleif Jóns- son, Eirík Einarsson, Jón þorláks- son, Jakob Möller og Gísla Sveins- son. Er Sveinn formaður nefndar- innar og Eiríkur skrifari. Efri deild kaus: Guðmund Ólafsson, Guðmund Guðfinnsson, Guðjón Guðlaugsson, Hjört Snorrason og Sigurjón Friðjónsson. Guðmundur Friðjónsson skáld flutti fyrirlestur 22. þ. m. og nefndi efnið: Arfleifð kynkvíslar- innar og íheldni og ábyrgðartil- finningu gegn losarabrag aldar- farsins. Vitanlega skemtu menn sér vel við það að hlýða á margt hnyttilega sagt hjá skáldinu, en ekki fór vel á því, þar sem ræða átti um alvarlegt efni og ábyrgð- artilfinningu sérstaklega.að skáld- ið beinlínis hafði bannmálið að fíflskaparmálum. Oi'ð hans um það mál áttu ekkert skylt við á- byrgðartilfinningu, þau gátu ekki skilist öðru vísi en tilraun til að þóknast losabrag aldarfarsins og koma „losurunum“ til að hlægja. Afaróhagstætt útlit telja út- gerðarmenn um það að halda út botnvörpungunum. Er sagt að jafnvel liggi við borð að mörg skipanna verði dregin á land og það á sjálfri vetrarvertíðinni. Væntanlega gerir þing og stjóm eitthvað til þess að forða þeim voðalegu vandræðum. Björgun. Fregn hefir Tímanum borist um það, að björgunarskip- ið þór hafi bjargað mótorbát sem var orðinn aðfram kominn. Eitt dæmið er það enn um það, hversu ágætt starf það skip vinnur. Minningarhátíð um síra Matthí- as Jochumsson var haldin síðast- liðinn laugardag og fór ágætlega fram. Fluttu ræður: Eiríkur pró- fessor Briem, Sigurður prófessor Nordal og Einar H. Kvaran rithöf- undur, og kvæði voru sungin eftir Matthías. Látinn er á Stakkhamri í Mikla- holtshreppi Bjöm bóndi Jónsson, ungur efnisbóndi, bróðir Ríkharð- ar Jónssonar myndhöggvara. Banamein hans var heilabólga. Látinn er hér í bænum 24. þ. m. Sigurður Jónsson bókbindari og bókaf orleggj ari. Nefndir sérstakar hefir þingið skipað til þess að kynna sér versl- unarrekstur landsins og til þess að athuga peningamálin og banka- málin. -------o------ Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. ------o------ Slys. Að kvöldi dags, 22. þ. m. var vélbátur á leið frá Hnífsdal til ísafjarðar. Gerði aftakaveður og hvolfdi bátnum skamt frá Isa- firði. þrír menn druknuðu á bátn- um. Formaðurinn hét Guðmundur Lúðvík Guðmundsson. — Tveir menn druknuðu sama dag í Álfta- firði vestra. Lög um samvinnufélög munu verða lögð fyrir þingið von bráð- ara og eru árangur af starfi nefndar þeirrar, sem kosin var á síðasta aðalfundi Sambandsins. Páll Isólfsson. Enn einu sinni, 1 gærkvöldi, gafst bæjarbúum kost- ur á að heyra organleik Páls Is- ólfssonar, og þeir fyltu öll sætin í dómkirkjunni. Einn af allra frægustu tónsnillingum hefir sagt, að hljómlistin sé æðsta opin- berun Guðs. Munu margir gjalda því jákvæði. Páll ísólfsson lýkur upp heimum þeirrar opinberanar, þar eð hann leikur sumar hinar frægustu tónsmíðar snillinganna. En það er ekki einungis guðsþjón- usta, að hlýða á þetta, það vekur líka óumræðilega trú á manneðlið, þar eð mönnum hefir tekist að l

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.