Tíminn - 19.03.1921, Blaðsíða 2
32
T I M I N N
Samvinnuskólinn
1921-1922
Inxi.tö]k;-u.slk;ilyrði:
Nemendur, sem hafa í hyggju að vera í Samvinnuskólanum veturinn
1921—22 verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði við inntökupróf:
1. Skrifa læsilega rithönd. Geta gert nokkurn veginn skipulega ritgerð um
fengið efni. Hafa numið málfræði Halldórs Briem; síðustu útgáfuna.
2. Hafa lesið Kenslubók í íslandssögu, eftir Jón J. Aðils, en í mannkyns-
sögu kenslubók eftir Pál Melsteð eða eftir Þorleif H. Bjarnason.
3. Hafa numið Landafræði Karls Finnbogasonar.
4. Hafa lesið, undir handleiðslu kennara, bæði heftin af Kenslubók í dönsku,
eftir Jón Ófeigsson, og Enskunámsbók Geirs Zoega. Hafa gert skriflegu
æfingarnar í þessum kenslubókum.
5. Vera leiknir í að reikna brot og tugabrot.
6- Hver nemandi verður að hafa fjárhaldsmann, búsettan í Reykjavík eða
þar í grend, sem stjórn skólans tekur gildan.
Aths. Það er mjög óráðlegt, að hugsa til að sækja skólann, nema
fyrir þá, sem eru vissir um að uppfylla þessi skilyrði. Reykjavík er nú
orðin of dýr staður til að stunda þar það, sem nema má hvar sem er
annarsstaðar á landinu. Inntöku í skólann fá konur jafnt sem karlar. Þeir,
sem ekki kæra sig um að taka verslunarpróf, fá kenslu í bókmentasögu
og félagsfræði, í stað þess sem þeir fella niður í námsgreinum sem lúta
að verslun. — Kenslugjald er nú 100 kr. fyrir hvern nemanda.
Reykjavík 20. nóv. 1920.
Jónas Jónsson.
Eftirmæli.
Milli jóla og nýárs í vetur and-
aðist hér í Reykjavík ekkja á átt-
ræðisaldri, pórdís Ámundadóttir,
sem fyrrum hafði um fjórðung
aldar staðið meðal hinna fremstu
í húsfreyjuflokki átthaga sinna í
Ámessýslu, svo sem hún átti kyn
til. Hún var fædd á Sandlæk í
Gnúpverjahreppi 12. febr. 1847.
þar bjuggu þá foreldrar hennar,
Ámundi, sonur Guðmundar bónda
Björnssonar á Syðra-Langholti, og
Guðrúnar Ámundadóttur smiðs,
systur Halldórs prófasts á Mel-
stað, og Guðríður Guðmundsdótt-
ir Loftssonar Freysteinssonar.
Höfgu þeir feðgar búið á Sandlæk
hver eftir annan, og verið landset-
ar biskupsstólsins í Skálholti, þar
til er Guðmundur keypti jörðina
er stólseignimar voru seldar um
aldamótin 1800. Freysteinn var
sonur Rögnvalds bónda í Auðs-
holti í Biskupstungum, og höfðu
forfeður hans búið þar hver fram
af öðrum um langan aldur og ver-
ið gildir bændur og gerðarmenn.
þórdís ólst upp á Sandlæk. Vom
þau systkinin alls átta, sem upp
komust, og þótti mannvænlegur
systkinahópur, enda reyndist svo.
Hefir þar hagleikur og aðrir bú-
mannskostir gengið í ætt. þegar
Ámundi bóndi lést, tók Guðmund-
ur, eldri sonur hans, við jörðinni,
og kvæntist, en misti konu sína
eftir stutta sambúð.Var þórdís þá
fyrir framan hjá bróður sínum
þangað til hann kvæntist aftur.
þótti hún þá sýna, að hún var
þeim starfa vel vaxin, enda glæsi-
legur kvennkostur að fleira en því,
fríð sýnum, látprúð og sköruleg,
vel verki farin og einkar vel látin.
Vorið 1874 fór hún vistferlum
að Vatnsleysu í Biskupstungum og
giftist litlu síðar Gísla Matthías-
syni, er þar hafði verið mörg ár
fyrir búi hjá Margréti Bjamadótt-
ur, ekkju eftir Guðmund bónda
Einarsson, og fengið almennings-
orð fyrir, hve vel hann hefði stað-
ið í þeirri stöðu. Gísli var fæddur
26. sept. 1835 í Miðfelli í Hruna-
mannahreppi. Matthías bóndi, fað-
ir hans, var sonur Gísla, bónda á
Sóleyjarbakka, Jónssonar bónda í
Bræðratungu, Guðmundssonar,
bónda á Kópsvatni, er í brösum
átti við þórð prest í Reykjadal.
Ilöfðu þeir langfeðgar verið merk-
isbændur þar í Hreppum hvora-
tveggja, frá því fyrir siðaskifti
(Sýslum.æf. IV. 225). Margrét
húsfreyja átti einn son á lífi, Ein-
ar Guðmundsson. Var hann þar á
Vatnsleysu hjá móður sinni. Hann
Flutningsræða
Sigurjóns alþnt. Friðjónssonar við
1. umræðu frumvarps til laga um
samvinufélög.
Mér hefir hlotnast sá óverð-
skuldaði heiður að vera fyrsti
flutningsmaður að frumvarpi til
laga um samvinnufélög. Eg segi
óverðskuldaði vegna þess, að eg
hefi ekki verið neinn meiri háttar
forgöngumaður í samvinnuhreyf-
ingunni, og þó einkum vegna þess,
að eg finn ekki mátt hjá mér til að
flytja þetta erindi samvinnufélag-
anna eins og eg gjarnan vildi. Frá
sjónarmiði samvinnumanna er hér
um hreyfingu að ræða, sem stefnir
að gjörbreytingu á þjóðfélagslegu
lífi og skipulagi, og þó á fomum
og — að hennar áliti — traustum
grundvelli. Samvinnuhreyfingin er
í sínu insta eðli jafnaðarhreyfing.
Af þrem kjörorðum stjórnbylting-
arinnar frönsku: frelsi, jafnrétti,
bróðerni, eru það einkum jafnrétt-
ið og bróðemið sem hún leggur á-
herslu á. Til þessa era meðal ann-
ars þau sögulegu rök, að í frelsis-
hugsjónina hljóp nokkurs konar
ofvöxtur á 19. öldinni, að sumu
leyti fyrir áhrif frá þjóðmegunar-
fræðikenningum A. Smiths og lífs-
þróunarkenningum Ch. Darvins og
hans fylgifiska, ofvöxtur, sem
var 6 árum yngri en Gísli, og vora
þeir virktavinir og mjög sam-
rýmdir. Við fráfall móður sinnar
kaus Einar heldur að byggja Gísla
jörðina, föðurleifð sína, og dvelja
á heimili þeirra hjóna, en að setj-
ast þar sjálfur að búi, þó að efn-
in væru nóg til þess. það var líka
sannast að segja, að ekki afþokk-
aðist búskapurinn á Vatnsleysu
þó að þau tækju við. Vitur rffaður,
sem vel kunni mann að sjá, sagði
um föður Gísla: „Slíka vildi eg
flesta bændur kjósa sem Matthías
í Miðfelli“. Mun margur hafa
hugsað líkt um Gísla og heimili
þeirra hjóna. Gísli var karlmann-
legur maður og ásjálegur; enginn
léttúðarmaður og frásneiddur allri
óreglu og drykkjuskap, sem þá
brann þó helst til víða við þar í
sveit. En glettinn gat hann verið
og kíminn, og stilti þó jafnan vel
í hóf. Hann var stillilegur í fram-
göngu og fór að engu óðslega, en
reyndur að dugnaði hvar sem á
þurfti að taka. Hann var friðsam-
ur og óáleitinn við aðra, en eitt-
hvað var í svipnum er sagði, að
þar væri maður fyrir, sem ekki
mundi verða að vatni þó að á hann
væri leitað í orði eða verki. Um
alt var hann dyggur maður og trú-
lyndur, traustur eins og sker.
Hann var búmaður mikill í göml-
um stíl, stjórnsamur, gjörhugull
og reglufastur, hagsýnn og fyrir-
hyggjusamur. Var jafnan gnótt í
búi á Vatnsleysu alls þess er hafa
þurfti, og fymingar miklar að
fornum búhölda sið. En það var
enginn búrabragur á heimilinu
fyrir því. Innanbæjar var stjóm
húsfreyjunnar engu síðri en hús-
bóndans utan bæjar, og hvar sem
þórdís var, fylgdi henni kurteisin
og snyrtimenskan. Fór það hjá
henni ágætlega saman við gamlan
búkonubrag og breiddi svo við-
kunnanlegan sveitaþokka yfir
þetta búmannlega heimili, þar sem
flest alt var heimaunnið, sem fyr-
ir augun bar. Einar Guðmundsson
átti og sinn þátt í því að prýða
heimilið; hann var bókavinur og
fróðleiksmaður, tryggur við gamla
siði og góða, en líka gjarn á nýj-
an fróðleik; því var þar meiri
bókakostur og fleira lesið en al-
ment gerðist þá.
Vatnsleysa er í miðri sveit,
þingstaður hreppsins og annar
næsti bær við réttimar; er því oft
mannkvæmt, bæði af innansveitar-
mönnum og utanhéraðs; hefir þar
löngum verið vel veitt og ríkmann-
lega; brast það eigi heldur í þeirra
tíð, Gísla og þórdísar. Tvíbýli hef-
ir nú verið á Vatnsleysu í meir en
100 ár samfleytt. Sambýlismaður
margir góðir menn hafa óttast og
sem hefir nú að lokum — að
margra áliti — átt mjög mikinn
þátt í því, að leiða hina stórkost-
legu hemaðarógæfu síðustu tíma
yfir svo að segja allar þjóðir. Sam-
vinnuhreyfingin er þannig í aðra
röndina hreyfing á móti auðvaldi
og hverskonar yfirgangi, þ. e.
jafnréttis- og varnarhreyfing, sem
lítur á auðsöfn einstaklinga í stór-
um stýl sem einskonar rán og á
slíka auðsafnendur sem einskonar
stigamenn á viðskiftaleiðum al-
mennings, er noti sérstakar að-
stöður eða aðstöðuhagræði og yfir-
tök til að skapa sjálfum sér óhóf-
leg laun, eða draga sér á annan
hátt óhóflega mikið af almennu
verðmæti, öðram til féflettingar
og niðurdreps. En í aðra röndina
er samvinnuhreyfingin sam-
h j á 1 p a r hreyfing, og þá sér-
staklega gagnvart þeim, sem erfitt
eiga. Hún setur sam h j á 1 p i n a
sem lífskraft upp á móti sam-
kepninni og yfir hana, og um
leið bróðemishugsjónina yfir
frelsishugsjónina. Að því leyti
sem samvinnuhreyfingin er jafn-
réttis- og j afnaðarhreyfing,vill hún
koma á jöfnuði á kjöram manna,
ekki þannig, að einn miðli öðrum,
hinn ríki hinum fátæka, sem hún
skoðar aðeinssembót á gamalt fat,
heldur með því að tryggja hverj-
þeirra hjóna var Halldór Halldórs-
son, fjáraflamaður mikill og auð-
ugastur bænda þar í sveit, og þótt
lengra væri leitað. Ekki gat hjá
því farið, að þröngt væri um tvö
svo stór bú á einni jörð, ekki
stærri, og mundi það víða hafa
orðið misklíðarefni, en ekki bar á
því milli þessara heimila. þar fór
alt í bróðerni, og bjó þó hvor að
sínu. Bændumir áttu að vísu til
kapp og metnað, en hvorugur
reyndi að sýna hinum ágang né ó-
bilgirni, og aðstoð og hvers konar
greiðvikni jafnan til reiðu, ef
nokkurs þurfti við. Hefir Vatns-
leysa að fleira en einu verið far-
sældarjörð; þar hefir í manna
minnum einlægt verið gnótt í búi
og gott sambýli. það orð fylgdi
líka þórdísi frá foreldrahúsum, að
hún kæmi hvarvetna fram til
góðs. — Sennilega hafa þó land-
þrengslin valdið því, að þau hjón
fluttu búferlum frá Vatnsleysu að
Felli vorið 1888. Bjuggu þau þar
með sömu sæmd í 11 ár. þá var
heilsan tekin að bila og bragðu
þau þá búi og fluttust suður til
Reykjavíkur. þótti sveitungum
þeirra mikill sviftir í að sjá þeim
á bak. Upp frá því hnignaði heilsu
Gísla óðum, þar til hann andaðist
eftir langa legu vorið 1902. Bar
um einum fullan ávöxt iðju sinnar,
svo sem fremst má verða. Hún
byggir þannig meðal annars á frið-
helgi eignarréttarins, en skorðar
hann (þ. e. eignarréttinn) við á-
vöxt eigin iðju á nokkuð annan
hátt en almennast er. þar sem nú
annar meginþáttur samvinnu-
hreyfingarinnar stefnir að því, að
tryggja réttindi einstaklinga gegn
yfirgangi annara, sem einatt er
gerður í skjóli misskilinnar frels-
ishugsjónar, er henni eðlilega fjar-
lægt að ganga vísvitandi á réttindi
annara. Að svo kann að virðast
sumum mönnum í fljótu bragði,
um ýmsar kenningar hennar, t. d.
um skattamál, er því og hlýtur að
vera annaðhvort vegna þess, að
verkamenn hreyfingarinnar mis-
skilji hennar insta eðli og útfærslu
þess, ellegar vegna þess, að mót-
stöðumennirnir hafa ekki áttað sig
á hvert stefnt er. Getur hvort-
tveggja eðlilega komið fyrir, en
hið síðarnefnda ,þó að líkindum
fremur og oftar, vegna þess, að
skilningsleysi á stefnunni sé þó
yfirleitt meira þeim megin.—Sam-
hjálparþáttur samvinnuhreyfing-
arinnar kemur eðlilega strax
að nokkru leyti fram í hinni sam-
eiginlegu vörn gegn yfirgangi. En
skýrast kemur hann fram í sam-
ábyrgðinni. það stafar því af gjör-
samlegum skilningsskorti á dýpstu
hann þjáningar sínar og horfði
móti dauða sínum eins og hann
hafði lifað, „æðralaus og jafnhug-
aður“.
þórdís dvaldist hér í Reykjavík
eftir lát bónda síns, með Guð-
mundi syni þeirra, er um það leyti
hafði lokið trésmíðanámi og
kvæntist. Undi hún vel hag sínum,
skemti sér við sína gömlu sveita-
iðju, tóvinnuna, og sonarbömin
sín. þar var og með henni systur-
dóttir hennar, Anna Ólafsdóttir,
er hún hafði alið upp sem dóttur
sína. Oft höfðu vandalaus böm
verið á heimili hennar, meðan hún
bjó, lengri tíma eða skemri, og var
hún við þau öll eins og hún ætti
þau sjálf. Hún var hjartanlega
barngóð, gat varla séð svo ung-
barn, að hún léti ekki vel að því.
þórdís andaðist eftir stutta legu
í lungnabólgu á fimta dag jóla.
Tvö eru á lífi böm þeirra hjóna,
Guðmundur trésmiður, sem fyr er
nefndur, kvæntur Margréti Gísla-
dóttur, og Margrét, gift Jóni
Ágúst Jónssyni,- bónda á Vatns-
leysu í Biskupstungum. Skipar
hún þannig sama húsfreyjusess-
inn sem þær höfðu á undan henni
móðir hennar og nafna, sem hún
heitir eftir, móðir Einars Guð-
mundssonar, sem fyr er getið, og
rótum samvinnuhreyfingarinnar,
þegar henni er ráðlagt að nema
samábyrgðina úr gildi, eins og ný-
lega hefir verið gert af merkum
manni á Norðurlandi, þó því verði
raunar ekki neitað, að í sam-
ábyrgðinni er fólginn vegur til
einskonar yfirgangs, vegur ó-
menskunnar í einni eða annari
mynd, vegur til að liggja upp á
öðrum, sem kallað er, vegur til að
lifa yfir efni fram um lengri eða
skemri tíma, á ábyrgð og stundum
að lokum á kostnað annara. En
samvinnuhreyfingin hefir svo
mikla trú á lífskrafti sínum, að
hún treystir því, að þessa veiklun
geti hún yfirstigið, og þessa trú
byggir hún meðal annars á vexti
sínum alt til þessa dags. Hún lítur
á sjálfa sig sem nýgræðing á vor-
degi, nýgræðing, sem þegar er van-
inn svo, að mótblástur og áfelli
verða honum ekki að bana, eins og
nýgræðing, sem þrátt fyrir mót-
blástur og áfelli hefir þó aðal-
strauma vorsins á sínu bandi,
strauma hlýinda, trúar og vonar
um nýja og betri tíma.
Að svo mæltu vil eg leggja til að
þessu máli verði vísað til allsherj-
arnefndar.
----0-----
eru þeir nú báðir heimamenn hjá
henni, hann og Halldór, einkason-
ur sambýlismanns foreldra henn-
ar. þetta fólk virðist ekki fljótt til
flaumslita, hvorki við foma vini
né föðurtúnin.
M.
---0---,
O. J. Havsteen
á Þingvöllum.
Eins og menn mun reka minni
til, gerðist á þingvöllum í sumar
sögulegur hemaður milli heildsala
O. J. Havstein og umsjónarmanns
ríkisins á þingvöllum, Guðmundar
kennara Davíðsonar.
Ástæðan var sú, að heildsalinn
var þarna drukkinn og hafði með-
ferðis töluvert af vínföngum.
Fylgdarmaður heildsalans og sam-
ferðamenn voru í sama ástandi
sem hann sjálfur, og var öll ferð
þeirra hin óálitlegasta eftir lýs-
ingunum. Umsjónarmaðurinn gat
ekki horft á þetta óskaplega fram-
ferði aðgerðarlaus, sem von var
til. það var aðalskylda hans að
halda reglu á staðnum — fyrst og
fremst að verja þingvöll fyrir
drykkjulátum slíkra gesta sem
þessara. Vínflöskur heildsalans
stóðu upp úr töskunni á einum
klámum og mátti sjá það, hver
sem hafði augun opin. Umsjónar-
maðurinn tók flöskumar undir
sína varðveislu, og gaf um þetta
skýrslu til umbjóðanda síns. En
heildsalinn varð uppvægur sem
vænta mátti, og símaði til sýslu-
mannsins Guðmundar Eggerz, sem
eins og menn vita er fyrirmynd
allra yfirvalda í þessu landi (eða
var). Sýslumaðurinn, sem staddur
var á Kolviðarhóli (því hann var
sjaldan heima), brá við skjótt og
fór í bifreið ásamt marskálki sín-
um Birni kaupmanni Gíslasyni á
vettvang. Segir fátt af aðgerðum
sýslumanns í málinu, eins og
vænta mátti. þar varð sýslumaður,
sem kunnugir geta getið nærri, að
litlu gagni. En heildsalanum voru
afhentar flöskumar, er það þótti
upplýst, að maðurinn væri svo
sjúkur, að hann mætti ekki án
þeirra vera — þær voru fengnar
að læknisforskrift. Um samferða-
menn heildsalans virðist ekki upp-
lýst undir rekstri þessa máls,
hvort þeir hafi verið svo sjúkir
líka, að nauðsyn bæri til að þeir
lægju dauðadrakknir uppi um
heiðar að næturlagi, eftir sömu
læknisforskrift. Um þetta atriði
er heldur ekkert upplýst, hvað
sýslumann eða marskálk hans
snertir.
Skið!ktjo_oiiMt.
þótt grasræktin eðliega sé höfð
í mestum metum hjá oss íslend-
ingum, megum við þó með -engu
móti vanrækja skógræktina og
garðræktina, svo feykna mikla
þýðingu hafa þær, bæði beinlínis
og óbeinlínis, fyrir land vort og
Þjóð.
þorv. Thoroddsen telur skóg-
lendi íslands 8 fermílur, og er þá
tæplega Va% af landinu skógi
ldætt. Ekkert land í Evrópu er
jafn sárfátækt af skógi. Sýnir þó
reynsla, bæði fyrri og seinni alda,
að skógur getur lifað hér góðu
lífi.
Mikið af þeim skógi, sem eftir
er, er í óbygðum, ella væri hann
löngu farinn veg allrar veraldar,
þannig höfum við búið við feg-
ursta gróður lands vors.Heil hérað
eru gersamlega eydd af skógi, og
íbúarnir hafa aldrei séð hríslu.
þvílíkt hörmungarástand, og þó
hörmulegast af því, að menn virð-
ast nokkurn veginn vel við það
una.
það hefir Ijóslega sýnt sig í öll-
um þeim löndum eða héraðum,
sem eytt hafa skógum sínum meir
en góðu hófi gegndi, að veðurlag-
ið hefir spilst, skógarnir tempra
skyndileg veðrabrigði, vætur og