Tíminn - 19.03.1921, Page 4
34
T í M I N N
HMhgsMu
Skóverslun , Halnarsíræti 15
Selur landsins bestu gúmmí-
stígvél, fyrir fullorðna og börn
— ásamt allskonar leðurskó-
fatnaði, fyrir lægst verð.
öreið og ábyggileg viðskifti.
skattskyld eins og hvert annað
arðbært fyrirtæki. Er byrjað á
fyrstu og stærstu deilunni sem var
út af útsvörum lögðum á K. p., og
sagan rakin alt til þessa dags, að
fjöldi af kaupfélögum er kominn
í deiluna. — Hafi höf. þökk fyrir
ritgerð þessa. Mun ekki af veita,
að reynt sé að gera löggjöfum
þjóðarinnar skiljanlegt, hvemig
löggjöf sú er í reyndinni, sem
hollustu bjargráð þjóðarinnar eiga
undir að búa. Og eftir að hafa les-
ið ritgerð þessa, hlýtur mönnum
að skiljast, að lög þau, sem gilda
um samvinnufélög í þessum efn-
um eru bæði í eðli og framkvæmd
ranglát og ósamkvæm.
H. Á.
-----o----
Kveðjusöngur.
(Hallgrímur ísaksson, Húsavík, f. 30.
apríl 1898, d. 24. jan. 1921.)
Hvert blóm af ljóssins lindum drekkur
og lyftist himni mót.
Hvert fræ, er djúpt í foldu sekkur,
má festa nýja rót.
Hver sál að hreinni sælu leitar.
liver sál á lindir tærar, bjarfar, heitar,
er allar streyma £ það haf,
sem eilíf vonin manni gaf.
þú unga sál með sælu drauma,
ert svifin í þann geim,
er leiðir alla æfistrauma
um eilíf djúpin heim.
Við fómum bænum, fórnum tárum,
uns friður grær í hjartans opnu sárum
og breiðist um þinn æskudag,
sem aftanfró og sorgmilt lag.
En fyr en grói sáru sárin,
þau svíða og blæða heitt,
og fyr en söknuð svæfi tárin,
fær sorgin mörgu breytt.
En fagrar minjar fölna eigi
þó falli blóm og halli jarðardegi.
Við byrgjum okkar bjarta svein,
en bjartar skín hans minning hrein.
* * *
þig vefur mjöll, um vindar syngja,
þá vorið kemur heim,
og blómsturklukkur bláar hringja
í blíðan sumargeim.
þín gröf skal hlýjum höndum varin,
þitt hreina nafn við bernskustöðva
arinn.
Við þökkum yndi, sól og söng,
þó sumargleðin væri ei löng.
Hulda.
í Húsavík í þingeyjarsýslu lést hinn
24. jan. síðastl. ungur maður, Hall-
grímur fsaksson að nafni, ættaður úr
Kelduhverfi. Hið snögga fráfall hans
vakti almenna sorg í þorpinu og sýsl-
unni. Hann hafði verið starfsmaður
Kaupfélags þingeyinga frá bernsku,
alþektur að dugnaði og lipurð, góðum
gáfum gæddur og sýndi vaskleik og
drenglyndi í hvívetna. Hann var mjög
hneigður fyrir söng, hafði fagra rödd,
og lék vel á hljóðfæri, þó eigi hefði
hann miknn tíma til að stunda þá
list. — þorpsbúar sýndu það á ýmsan
hátt, að þeir tóku innilegan þátt í sorg
fósturforeldra hans og ættmenna. K.
þ. stofnaði styrktarsjóð fyrir starfs-
menn sína og skyldi stofnféð vera
dánargjöf, er bæri nafn hins unga
nýlátna efnismanns, er hafði varið
sínum góðu kröftum í þarfir félagsins
frá barnæsku, verið hugsjón samvinn-
unnar trúr og ákveðið að helga henni
æfistarfa sinn. if
Frumvarpinu um samvinnufélög
hefir verið vísað til allsherjar-
nefndar efri deildar.
Æðrí heímar.
Svo nefnist bók ein, nýlega út
komin á kostnað Steindórs Gunn-
arssonar. Er hún eftir hinn nafn-
kunna, enska dulfræðing, C. W.
Leadbeater biskup, og hefir Sig.
Kristófer Pétursson annast þýð-
inguna.
það er alt annað en vandalaust
verk að þýða aðra eins bók og
þessa. þegar eg las hana fyrir
nokkrum árum síðan, kom mér í
hug hve afar örðugt hlyti að vera
að snúa henni á íslensku. J>ar var
svo mikill fjöldi nafna, sem mér
fanst engin íslensk heiti samsvara.
Samt er nú þessi bók komin á ís-
lensku. 0g þegar tekið er tillit til
allra örðugleika, sem við var að
etja, er málið á henni furðulega
eðlilegt og gott. Og því meir finn-
ur maður til þess, að bókin er alls
ekki laus við prentvillur, sumar að
vísu leiðréttar, en sumar ekki. En
þótt nokkur leiðindi séu að þeim,
eru þær varla svo, að menn geti
ekki lesið í málið.
Flestum mun þykja „Æðri
heimar" ærið nýstárleg bók. Hún
er lýsingarágrip af tilverustigum
þeim, er taka við eftir líkamsdauð-
ann. Gefst mönnum þar kostur á
að kynnast því, hvemig æfður og
þroskaður dulfræðingur skýrir frá
lífinu hinummegin.
Eókinni er skift í kafla, smærri
og stærri og er fyrir þá sök miklu
skemtilegri aflestrar. Fyrst er
inngangur. pá er kafli um starf-
sviðin í geðheimum, og þvínæst
all-langt mál um íbúa þeirra. Er
þeim kafla aðallega skift í þrent:
1. Mannlegar verur, 2. Aðrar ver-
ur, 3. Gerfiverur. Kennir þar
margra grasa, eins og þessar fyrir-
sagnir benda til:
Menn með dulrænum hæfileik-
um — Miðlungsmenn — Sjálfs-
morðingjar — Menn sem deyja
skyndilega — Afturgöngur og ver-
úlfar — Fjölkyngismenn — Nátt-
úruandar — Tívar.
Síðasti kaflinn nefnist Fyrir-
brigði. þar í er þetta meðal ann-
ars:
Vofur í kirkjugörðum — Svipir
deyjandi manna — Reimleikar —
Ættarfylgjur — Klukknahring-
ingar — Grjótkast — Huldufólk
— Andar — Framsæi og böl-
skygni — Ákvæða þulur — Spjald-
skrift — Frumefnabreytingar o.fl.
Ganga má að því vísu, að skift-
ar verði skoðanir manna um bók
þessa. þegar „Draumar“ Her-
manns Jónassonar komu út héma
um árið, sagði ritdómari einn, að
þeir bæru að minsta kosti vott um
það, að höfundur þeirra væri gott
skáld. Eg geri ráð fyrir að sumir
þeirra, sem lesa „Æðri heima“,
hugsi eitthvað svipað þessum rit-
dómara. þeir munu líta á lýsingar
bókarinnar eins og bláberan heila-
spuna höfundarins, og er ekkert
við því að gera. Eigi að síður
hygg eg að þeir hafi gaman af að
lesa hana og kannist við að sumar
skýringanna þar séu sennilegar.
En ef lýsingamar skyldu nú vera
réttar í öllum aðalatriðum — og
sumir em ekki í efa um að svo
muni vera — þá er ekki lítill feng-
ur í að fá þama fræðslu um hversu
til hagar í heiminum hinum meg-
in grafar.
J. K.
----o——
Á víð og dreíf.
Gagnfræðaskólinn nyrðra.
Ef framkvæmd er breyting sú,
sem gert er ráð fyrir í mentamála-
frumvarpi Jóns Magnússonar,
verður lítið úr gagnfræðaskólan-
um nyrðra. Hann yrði þá líklega
einskonar viðbót ofan á bama-
skóla Akureyra. En það var ekki
tilgangurinn, þegar landið reisti
handa skólanum stærsta og besta
skólahúsið, sem til er hér á landi,
með rúmgóðum heimavistum og á-
gætum útbúnaði fyrir sameigin-
legt mötuneyti skólapilta. pá var
ætlast til að gagnfræðaskólirin yrði
þýðingarmikill liður í mentakerfi
landsins. Síðan hann var reistur,
hafa margir efnilegir menn, sem
vildu brjótast gegn um embætta-
nám, notið hinnar góðu aðstöðu
skólans. Nú á þetta ekki lengur að
verða. Piltar, sem ekki geta byrjað
nám fyr en þeir geta unnið fyrir
sér, verða hér eftir að koma til
Reykjavíkur til að byrja á hinu
langa og dýra námi, sem að lokum
gefur lítið fé í aðra hönd. Náms-
kostnaðurinn í Reykjavík getur
orðið alt að helmingi meiri hvern
vetur, að ótöldum húsnæðisskort-
inum. Ereytingin myndi þannig af
efnahagsástæðum útiloka flesta
efnilega en fátæka pilta á Austur-
og Norðurlandi frá embættanámi.
Eftir það legði höfuðstaðurinn
þjóðinni til embættis- og fræði-
mannastéttina.
Enn mætti bæta við niðurlæg-
ingu skólans. Ef settur væri í sæti
Stefáns Stefánssonar lélegur kenn-
ari og í engu áliti sem skólamað-
ur, myndi álit skólans fjara út
með öllu. Kennarar þeir, sem nú
halda skólanum mest uppi, leita
burtu, og stærsta skólahús lands-
ins standa autt og yfirgefið, eins
og varanlegt minnismerki um
mentamálaástandið um 1920.
Samvinnufélögin og bankarnir.
Á þingmálafundi í þorpi einu á
Austfjörðum, byrjaði presturinn í
sveitinni að deila á annan bankann
í landinu fyrir það að hlynna of
mikið að bændum og kaupfélögum.
Kaupmenn og þeirra lið á staðnum
fylgdi presti, eða hann þeim. pá
risu upp margir útgerðarmenn og
sögðu að útibú bankans á Austur-
landi hefði verið besta stoð þeirra.
Að lokum var það sannað, að skoð-
un klerks væri hin mesta fjar-
stæða. Svo fjarri færi því, að
bændur og samvinnumenn hefðu
yfirtök um lánveitingar, að í lán
þeim til handa hefði umrætt úti-
bú veitt um 12—15% af veltufé
sínu. Hin 85—88% hafa þá geng-
ið til kaupmanna og útvegsmanna.
Ekki er ólíklegt að klerk hafi sett
hljóðan, er hann sá að þessi varð
niðurstaðan.
Vínið á JJingvöllum.
Mbl. tilkynnir nýlega, að stjórn-
ir. hafi veitt Guðm. Davíðssyni
umsjónarmanni á þingvöllum of-
anígjöf fyrir að hafa tekið vín-
birgðir af heildsala úr Rvík, sem
var þar á ferð, með fylgdarmanni,
sem valt af hestinum og svaf við
veginn, hjá vínbirgðum kaup-
manns. þetta mál þarf athugunar
við. Væntanlega skrökvar Mbl.
einhverju um úrslit málsins. En
dómsmálaráðherrann mun þó
þurfa að gera hér hreint fyrir sín-
um dyrum, áður en bannmenn
skiljast við málið.
Pósthúsvandræðin.
Pósthúsinu á ekki úr að aka
með ávísanir til útlanda. I sumar
brást íslandsbanki því, og miljóna-
ávísunin lá óinnleyst margar vik-
ur. Danir hlupu þá undir bagga,
og mátti pósthúsið skulda erlendis
alt að 3 miljónum kr. Viðskifta-
nefnd trúði pósthúsinu fyrir að
ráðstafa þessu, en bauð að sami
maður mætti ekki flytja út nema
100 kr. á viku. En eftir mánuð eða
sex vikur var eitthvað um helm-
ingurinn af upphæðinni notaður.
Einstaka kaupmenn höfðu undir
lánuðum nöfnum flutt út tugi þús-
unda. Leyfið var þá tekið af póst-
meistara, að ráða fyrir ávísunum.
En þjóðin á heimtingu á fullum
skýringum á þessari framkomu
póststjórnar, svo og því, hvort
nokkuð er hæft í því, að póst-
stjórnin fái hundraðshlut af ávís-
unum til útlanda.
----o----
Ásgrímur Jónsson málari efnir
til málverkasýningar í páskavik-
unni.
Tillaga allsherjarnefndar neðri
deildar um að vísa til sýslunefnda
berklaveikisfrumvarpinu, var feld.
Er því sennilegt að málið nái fram
að ganga í þinginu.
Aðallundur
Búnaðarfél. Islands
Hann var haldinn í Iðnaðar-
mannahúsinu þriðjudaginn 8. þ.
mán.
Gjaldkeri Einar Helgason las
upp reikninga félagsins fyrir árið
1920. Höfðu þeir verið endurskoð-
aðir án athugasemda.
Aðaltekjur félagsins eru þessar:
Ríkissjóðstillag 180,000 kr.,dýrtíð-
aruppbót úr ríkissjóði 25,000 kr.,
tekjur af gróðrarstöðinni í Rvík
kr.4341,50, vextir af eign kr.
2712.58. Tekjurnar samtals kr.
217,368,23.
Pá gaf forseti slcýrslu um starf-
semi félagsins á árinu, og stýrði
frá hvemig fénu hefði verið var-
ið. Er hér drepið á helstu atriðin:
Búnaðarsamböndin hafa verið
styrkt með 42,000 kr. Útgáfa Bún-
aðarritsins hefir kostað nær 6000
kr. Skrifstofukostnaður, hiti og
ljós 5400. Til viðhalds húsinu og
endurbótum á því hefir nokkru fé
verið varið. Félagið hefir látið
kaupa bækur fyrir 1400 kr. og
talsvert af ýmsum verkfærum. Til
náms við Landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn hafa tveir piltar
fengið styrk. þrír piltar hafa verið
styrktir til þess að kynna sér
verkfæranotkun erlendis. 11 piltar
hafa notið styrks við verklegt nám
ytra. Einn maður hefir verið
styrktur til þess að fara utan og
kynna sér tilraunir með fóðrun bú-
penings. Annar hefir verið styrkt-
ur til þess að kynnasér notkun raf-
magns til jarðyrkju. þriðji naut
styrks til þess að ferðast um land-
ið og kynna sér' möguleika fyrir
fiskiklaki. þá hafa tvær konur not-
ið styrks, önnur til undirbúnings
þess að taka að sér forstöðu vænt-
anlegs húsmæðraskóla á Norður-
landi. Hin til þess að kynna sér er-
lendis meðferð og sölu mjólkur. —
Einn ráðunautur félagsins hefir
verið styrktur til hrosaræktar-
náms í 'Danmörku. Aðrir ráðu-
nautar félagsins hafa einnig notið
styrks til þess að kynna sér ýmis-
legt sem að búnaði lýtur. Ýms
ræktunarfyrirtæki hafa notið lít-
ilsháttar styrks. 31 nautgripaf
ræktarfélag og 4 sauðfjárræktar-
bú hafa verið styrkt.
Valtýr Stefánsson var ráðinn í
ársbyrjun til þess að standa fyrir
öllum mælingum og framkvæmd-
um vatnsveitinga og dvaldi hann
hér mikinn hluta árs í þeim til-
ga/igi.
Metúsalem Stefánsson hefir
staðið fyrir tilraunum með rækt-
un fóðurjurta. Aðaltilraunirnar
hafa hingað til verið gerðar með
ýmsar grastegundir.íslensku gras-
fræi hefir verið safnað bæði sunn-
anlands og norðan. Auk þess hef-
verið reyndar úrvalskynbætur með
nokkrar grastegundir.
Ragnar Ásgeirsson hefir staðið
fyrir garðyrkjunni!
Sigurður Sigurðsson, Lúðvík
Jónsson og Teódór Ambjarnarson
hafa annast um hrossa- og naut-
peningsræktina og verið á hrúta-
sýningum.
Ráðningaskrifstofu var komið á
fót í samvinnu við Fiskifélagið,
starfaði hún frá 1. mars til júní-
loka. .
Að tilhlutun Búnaðrfélagsins
ferðuðust 10 sunnlenskir bændur
um Norðurland. pá útvegaði félag-
ið 10 dönskum bændasonum veru-
staði síðastl. sumar og styrkti
ferð þeirra.
Félagið hefir á þessu ári látið
gefa út bók um áburð.
Tvö stórmál hefir félagið haft
með höndum. Annað er stofnun
eftirlits- og fóðurbirgðafélaga. Og
hitt er búsáhaldasýningin, sem
ráðgert er að haldin verði í sum-
ar. Hefir þegar verið varið all-
miklu fé til þess að undirbúa sýn-
ingarsvæði í Gróðrarstöðinni.
Eftir að forseti hafði gefið þessa
skýrslu, talaði hann nokkrum
eggjunarorðum til íslenskra
bænda og íslenskra æskumanna.
Þakkarávarp.
Eg undirritaður vil hér með votta
hið fylsta þakklæti mitt, þeim Síðu-
mönnum og Fljótshverfingum, sem
með frábærri alúð og góðsemi veittu
mér drengilega hjálp á síðastliðnu
sumri, til að ná vélabát mínum
„Jenny“ út aí Fossfjörum. Hafði bát-
inn rekið þar upp í sunnanstórviðri
og aftaka brimi í ágústmánuði 1919.
A eg þessum góðu mönnum að
þakka, að eg beið ekki af þessu meira
tjón en varð, því báturinn var ekki
trygður á því svæði, þar sem hann
lenti upp. Og lítið um góðar undir-
tektir hjá „Bátaábyrgðarfélagi Eski-
fjarðar og Reyðarfjarðar", sem bátur-
inn var trygður í, um að bæta mér
skaðann að nokkru. Eg vildi því
freista að ná bátnum út af söndunum.
En hér var ekki hægt um vik. Bát-
inn þurfti að færa 230 faðma yfir
sandinn, til sjávar. Hefði mér að
sjálfsögðu verið það með öllu ókleift,
ef eg hefði ekki notið drengskapar og
hjálpfýsi nefndra manna. Vorannir
stóðu yfir er við tókum bátinn út og
5—7 kit. ferð að fara frá bygðu bóli
og á vettvang, og þó vildi enginn
þeirra manna, er að þessu unnu, taka
nokkuð fyrir sitt erfiði.
Væri of langt að telja upp nöfn
þeirra manna, er hér áttu hlut að
máli. Mér mun æ minnisstætt, hve
mannúðlega þeir tóku þátt í kjörum
mínum, er eg var svo mjög þurfandi
liðsinnis góðra drengja, og síst mun
eg gleyma hinni frábæru góðvild og
gestrisni, er eg átti að fagna hjá Jóni
bónda Jónssyni á Teigingalæk. Bið eg
góðan guð að launa þeim margfald-
lega hjálp þeirra og drengskap.
Hrúteyri Reyðarfirði, 25. jan. 1921.
Valdór Bóasson.
Kvað hann umbótamöguleikana á
sviði búnaðarins aldrei hafa verið
meiri en nú. þegar Danir voru að
rækta Jótlandsheiðar, urðu þeir
að nota hest- og mannafl, annað
þektist ekki þá. þegar Norðmenn
ræktuðu Jaðarinn, urðu þeir að
nota járnkall og mölbrjót. En nú
getum við notað vinnuvélar og
sprengiefni til sama starfa.
Hann talaði hörðum orðum um
reipdráttinn milli atvinnuvega og
stétta. Kvað hann landinu aldrei
myndi vegna vel fyr en atvinnu-
vegimir styddu hver annan í sam-
eiginlegri ósk um að vinna fyrir
land og lýð.
Allmiklar umræður urðu á fund-
inum um þá lagabreyting búnað-
arþings, að eftirleiðis yrðu allir
fulltrúar kosnir af búnaðarsam-
böndunum. Vildi aðalfundur ekki
afsala sér rétti til fulltrúakosning-
ar.
Fulltrúar á búnaðarþing voru
kosnir Eggert Briem frá Viðey og
Halldór Vilhjálmsson skólastjóri
á Hvanneyri.
----o----
Viðskiftahöftm. Nefnd sú í
þinginu, sem hefir verslunarmálin
til íhugunar, hefir komið fram með
álit sitt. Er það skemst af að
segja, að fullkomin stefnubreyting
á að verða í þessu efni, og verð-
ur ekki annað séð en að stjórnin
hafi samþykt þessa breytingu.
Viðskiftanefndina á að leggja nið-
ur. Bráðabirgðalög og reglugerð
stjómarinnar um viðskiftahöml-
urnar ei^a að ganga úr gildi. I
stað þess mun gert ráð fyrir að
banna einstakar vömtegundir,
sem öllum kemur saman um að ó-
þarfar séu, og eftirlit mun eiga að
vera áfram með póstávísunum til
útlanda.
JJjófnaður var framinn nýlega
hér í bæunm á gistihúsinu Fjall-
konan. Var stolið 700 kr. af drukn-
um manni. Rannsókn leiddi það í
ljós, að Páll Jónsson trúboði var
valdur að þjófnaðinum.
Ritstjóri:
Tryggvi pórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.