Tíminn - 14.05.1921, Page 1

Tíminn - 14.05.1921, Page 1
V V. ár. Abyrgðin. Út af kröfu þeirri sem fram hefir komið, meðal annars hér í blaðinu, að stjórnin segði af sér og gæfi þinginu tækifæri til að reyna það a. m. k. að mynda starf- hæfa stjórn — hefií mikið verið talað bæði um ábyrgðartilfinn- ingu og ábyrgðarleysi. þau hafa ekki verið í vafa um það hjónaleysin, Lögrétta og Morgunblaðið, sem hafa gefið sig í það verk að ausa hið sökkvandi skip stjórnarinnar, að sín megin væri ábyrgðartilfinningin, en hjá Tímanum væri ábyrgðarleysið. Úrskurðar skal nú um þetta leit- að, með því að líta á tvent það, sem mestu skiftir nú um afkomu þjóðarinnar. Bankamálin eru einhver allra þýðingarmestu málin sem nú krefjast úrlausnar þings og stjómar. Undir lausn þeirra er það hvað allra mest komið, að losa landið úr viðskifta- kreppunni, að rétta við atvinnu- vegina. Góð samvinna þings og stjórnar er grundvallaratriði um að leysa þau mál. Tíminn vildi láta skipa nýja stjórn með sérstöku tilliti til þess- ara mála, ópólitiska stjóra, utan og ofan við reipdrátt flokkanna, stjórn sem ekki þyrfti að taka til- lit tii neins um að leysa málin annars en þess sem landinu væri gagnsamlegt, stjóm sem hefði ein- urð til þess að halda fast á rétti ísiands gagnvart ei'lendum auð- mönnum. Hjónaleysin, Lögrétta og Morg- unblaðið, vilja láta núverandi stjórn fara áfram með yfirstjórn bankamálanna — þá stjórn sem ekkert fann annað til úrræða í vandræðunum árið sem leið, en að leyfa Islandsbanka að gefa út nýj- ar miljónir króna af ótrygðum seðlum, stjórn sem gjörsamiega vanrækti að undirbúa málið undir alþingi, stjórn sem algerlega að- gerðalaus hefir horft á vandræð- in aukast með hverjum degi, stjórn sem ekki hefir haft einurð til þess að halda fram rétti íslands gagnvart erlendum auðmönnum. Formaður þessarar stjórnar, sem í heftni er hinn leiðandi kraftur, er um leið æðsti maður Islands- banka, og þar með sá maður sem ábyrgðin hvílir mest á um það hvernig komið er með bankann — honum vilja hjónaleysin fela það starf áfram og engum öðrum. Hin ótvíræðasta traustyfirlýs- ing á bankamálastjóm landsins á hinu liðn^i vandræðaári, er það sem hjónaleysin vilja gefa stjórn- inni, með því að fela henni það á ný að stjórna þeim. Jákvætt sam- þykki um að allar hörmungamar hafi verið sjálfsagðar og óhjá- kvæmilegar. þessvegna sé nú best fyrir séð, með því að láta stjórn- ina áfram stýra bankamálunum eftir þessari góðu stefnu sem hún sigldi eftir á hinu minnisstæða ári í sögu f jármála og bankamála íslands, árinu 1920. „Mikil er trú ykkar“, Lögrétta og Morgunblað, á afrekum stjóm- arinnar. Lítil er trú ykkar um hitt, er þið haldið að Island eigi enga hæfari menn til þess að fara með þessi miklu vandamál. „Mikil er trú ykkar“, að fela þeim manninum, og engum öðr- um, að gæta réttar íslands gagn- vart erlendum auðmönnum — manninum sem um var kveðið: „eriendra gjörir flesta bón“. Veiti alþjóð íslands úrskurðinn um það, hvoru megin ábyrgðartil- finningin er og hvoru megin á- byrgðarleysið. Lögrétta og Morgunblaðið vilja byg'gja á afrekum stjómarinnar árið 1920 og engum öðrum vilja þau fela stjórn bankamálanna ís- lensku. Tíminn vildi a. m. k. reyna það að fá aðra menn til þess, menn sem stæðu utan og ofan við þing- flokkana, menn sem gætu unnið með þinginu, menn sem skipaðir væru með sérstöku tilliti til þess að bjarga landinu úr yfirvofandi neyð. Fjárlögin. Tíminn er búinn að margbenda á þetta alveg einstaka ráðdeildar- leysi sem. lýsir sér í afgreiðslu stjórnar og’ þings á fjárlögunum og’ aukafjárlögunum. Ofan á hinn mikla tekjuhalla yfirstandandi árs á fjárlögum er bætt 1% miljón kr. á aukafjárlögum og loks er það öllum vitanlegt að engar tekjuá- ætlanir munu standast. Vegna að- flutningaleysis og fjárkreppu verða tekjurnar eklci nema til þess að gera lítið brot af því sem áætl- að var. Afgreiðslan á fjárlögum næsta árs er ekki stórum betri. þetta ætti að vera mönnum ærið áhyggjuefni og hvatningar um að breyta til og öllum þorra íslend- inga er það svo í raun og veru. En stjórninni virðist öldungis á sama standa. Sumpart er hún meðsek, sumpart, a. m. k. formað- ur stjórnarinnar, meir en meðsek um þessa ráðdeildarlitlu fjármála- stefnu. Stjórnin hreyfir hvorki hönd né fót um að stöðva fallið undan brekkunni, ofan í hyldýpi gj aldþrotsins. Aðhaldið í þessu efni á að koma frá stjóm landsins, og eins og þingið er skipað getur það ekki komið annarsstaðar að en frá stjórn landsins. það er bein skylda stjórnarinnar að setja þinginu stólinn fyrir dymar og krefjast ráðdeildamieiri fj ármálastefnu. þá kröfu hefir Tíminn borið fram til stjórnarinnar, en hefir, eins og oftar, talað fyrir daufum eyrum. Og önnur aðalhugsunin sem fyrir Tímanum vakti, er hann vildi a. m. k. láta reýna það að fá nýja landsstjórn, var þessi, að fá stjórn sein bæði hefði vilja og að- stöðu til þess að beita sér í þing- inu um að reka ráðdeildarfulla f jármálapólitík. Og veiti menn því sérstaka at- hygli sem nú verður sagt: Afstaða núvei-andi stjórnar er slík, að jafnvel þótt hún, eða meiri hluti hennar, hefði vilja til þess að beita sér gagnvart þinginu um að reka ráðdeildarfulla fjármála- pólitík, þá gæti hún það ekki. Stjórnarinnar æðsta boðorð er það að fá að fara með völdin á- fram hvað sem það kostar, þótt hún viti fullvel um hug þingsins til sín. þetta gerir stjórnina háða dutlungum hvers einasta þessara heilu og hálfu stuðningsmanna sinna. þetta gerir stjórnina svo háða og ósjálfbjarga, að frá henni ereinkis að vænta um að bæta um ráðdeildarleysi þingsins. Aðstað- q.n er sú að stjórnin verður að elta þingið í stað þess að geta sett því stólinn fyrir dyrnar. þarna er fólgin meginástæðan þess að íslenska ríkið er nú eins og stjórnlaust skip í stórsjó, ekk- Reykjavík, 14. maí 1921 Aðalfundur ‘ 3restafélags íslands verður haldinn föstudaginn 24. júní. Dagskrá fundarins: 1. Skýrt frá framkvæmdum og hag félagsins. 2. Prestafjelagsritið. 3. Kirkjumál á alþingi. 4. Onnur mál er fram verða borin. 20. blað ið tillöguna, en alls ekki til þess að skaða aðra atvinnuvegi, er einn- ig kunna að eiga rétt á sér.“ -----o----- A víð og dreif. Félagsstjórnin. Bóksalar. »Sex s ö ng 1 ö é«: Loftur Guðmundsson. Fást hjá oss undirrituðum. Ennfremur höfum vér í næsta mánuði mm ,Onnur sex sönglög* eftir sama liöfund. Villielm Hansen Musik-Forlag, Gothersgade 9—11 Köbenhavn. Ostagerðarnemar geta komist að námi í Þingeyjarsýslu í sumar. Upplýsingar hjá Jóni Á. Guðmundssyni, sem fyrst um sinn verður til heimilis í Gróðrar- stöðinni í Reykjavík. Mysuostur .Tón Á. Guðmundsson ostagerðarmaður hefir umboð fyrir eina bestu ostaverksmiðjuna í Noregi. Sérstaklega má mæla með mysuosti. Borgun að eins inn í banka hér. ert vald er til sem geti forðað því að því sé stefnt út í hyldýpi gjald- þrotsins. þessu skipulagi vilja þau halda við hjónaleysin: Lögi'étta og Morgunblaðið. Sama feigðarflan- ið áfram, aðhaldsleysið, ábyrgðar- leysið. Reynslan á árinu 1920, sem tækifæri mun verða til að rifja upp betur, er svo glæsileg, að hjónaleysin vilja fela sömu stjórn- inni með að fara og engum öðrum. Veiti alþjóð fslands úrskurðinn um livom megin ábyrgðartilfinn- ingin el* og hvoru megin ábyrgð- arleysið. — Æði margt i'leira gæti það ver- ið sem forsendur gæti verið úr- skurðarins og gefst væntanlega margt tækifæri til að ræða það á árinu sem í Könd fer. Væri betur að þau kiknuðu ekki í öxlum hjónaleysin undan ábyrgð- inni sem á þeim hvílir um að styðja landsstjórnina. Væri betur að stjórnin reyndist betur en nokkrum er leyfilegt að vonast eftir. En hingað til hefir reynslan ver- ið ólýgnust. -----o---- Forvextir eru nú loks farnir að lækka í bönkum nágrannaþjóð- anna. þannir hefir þjóðbankinn danski lækkað vextina úr 7% nið- ur í 6i/2%- Vonlegt er að vextir fari þá bráðlega að lækka í bönk- unum hér, því að þungt hvíla þeir nú á almenningi. Sjöttugsafmæli átti Indriði Ein- arsson 30. f. m. Sama dag kom, út nýtt leikrit eftir hann sem heitir „Dansinn í Hruna“. Kvað það vera sögulegs efnis. Vaxtakjör. Eiríkur Einarsson alþm. flytur eftirfarandi tillögu til þingsálykt- unar: „Neðri deild alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að hlut- ast til um það, að bankarnir veiti lán til landbúnaðarþarfa, og þá sérstaklega fasteignatryggingar- lán, með lægri vöxtum og þjálli kjörum að öðru leyti en unt er til annara aðgerða, svo sem kaup- staðabygginga, sjávarútvegs í stærri stýl, verslunar, annara á- hættufyrirtækja og ,spekulationa‘. Jafnframt sé þess gætt, að bænd- um verði engan veginn gert erfið- ara fyrir um lánsútvegun, þótt vaxtakjör þeirra og önnur lántöku- skilyrði verði bætt“. „Ástæður fyrir tillögunni eru í rauninni óþarfar. Með henni er reynt að fá bætt úr bersýnilegri ó- sanngirni, er nú á sér stað, að láta bændur, er að mestu leyti bjóða öruggar og góðar trygging- ar fyrir lánum sínum, sæta sömu kjörum og t. d. „síldarspekulanta“ og ti'ollaraútgerðarfélög, er festa fé bankanna með vafasömum tryggingum, og meira en það, sumir hverjir. þá verður og að gæta þess, að bændastétt landsins á nú við þá erfiðleika að búa, að síst veitir af, að hún njóti sanngjamrar að- hlynningar, jafnframt því er hún verður nú fyrir margskonar í- þyngingum. það verður því fljótt að færast til leiðréttingar, þegar þeim atvinnuvegi, sem hamingja þjóðarinnar er mest komin undir, er misboðið. 1 þessum tilgangi hefi eg sam- Verslunaideilan á Akureyri. Siðan um áramót í vetur hefir staðið látlaus deila í blöðunum á Akureyri um versiunarmál lands- ins. Björn Líndal, sá hinn sami sem skrifaði píslarsögu sína eftir fall í Eyjafirði við síðustu kosn- ingar, hefir gengið fram fyrir fylkingar kaupmanna og ráðist með mikill grimd á móti kaupfé- lögunum, Sambandinu og Lands- versluninni. Á móti hafa tekið Jónas þorbergsson ritstjóri Dags, og þeir Friðjónssynir Erlingur kaupfélagsstjóri og Halldór, rit- stjóri Verkamannsins.Sókn Björns og kaupmanna snerist brátt í vörn. Dagur tók fyrir hverja stað- hæfing og falsröksemd Björns eft- ir aðra, rakti þær sundur með kaldri ró, lið fyrir lið, og sannaði áþreifanlega, að alt hjal millilið- anna var tómt moldviðri og blekk- ingar. Síðar verður hér í blaðinu minst eitthvað nánar á þessa' deilu. En fulla hugmynd um ósig- ur Björns geta menn ekki fengið nema með því að kynna sér norð- anblöðin frá síðustu mánuðum. Stjórnin biður að lofa sér að vera. J. M. fæst með engu móti til að biðja þingið um traust. Veit að hann gæti alls ekki fengið slíka yfirlýsingu. Við neðri deild treyst- ir hann sér ekki neitt. Veit að álit- ið stendur ekki djúpt. Við efri deild reyndi hann að komast að auðveldum samningum. Kom þar einn morgunn, og spyr svo að segja upp úr eins manns hljóði, hvort deildin vilji að stjómin segi af sér þá straks. Meiri hlutinn kvað nei við því. Sig. Eggerz vildi að málið væri athugað og rætt. En það þorði stjómin ekki. Að hennar undirlagi voru umræður bannaðar. J. M. veit hvemig máls- staður hans er, að fæst orð hafa minsta ábyrgð. Hitt er alveg ein- stakt í sögu landsins, að málstað- ur nokkurrar stjórnar hafi verið svo illur, að hún hafi þurft að grípa til örþrifaráða til að hindra að alþingi ræddi um gerðir hennar. Kaupmenn og tvöfaldi skatturinn. Sumir kaupmenn hafa gerst stúrnir yfir framgangi samvinnu- laganna, og telja sér bana búinn, ef svo verði haldið áfram stefn- unni. Má því búast við harðri sókn af hálfu þeirra til að fá á næstu þingum rifið niður, það sem nú var bygt upp. Georg ólafsson, skrifari kaupmannaráðsins, hefir í Mbl. hafið þessa nýju hríð. Munu hans tillögur gagnrýndar áður lang-t líður. En nú skiftir mestu að allur almenningur fái ljósa hugmynd um hvað áunnist hefir með samvinnulögunum. Hvað enn þarf að vinna. Hvað andstæð- igamir hafa í hyggju, og hvað læra má af sögu málsins, einkum hin síðustu ár. Georg Ólafsson hefir játað hreinskilnislega, að framgangur samvinnufrumvarps- ins sé stórsigur fyrir Tímann. Er það alveg rétt að þvi leyti, að slíkt mál hefði alls ekki unnist svo sem raun er á orðin, nema með öflug- um blaðakosti, þó að margir aðrir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.