Tíminn - 21.05.1921, Síða 1

Tíminn - 21.05.1921, Síða 1
V. ár. Þingslitin. Við þingslitin í dag fengust ekki nema 17 þingmenn til þess að kjósa þá menn til þess að rannsaka hag íslandsbanka, sem stjórnin heimtaði kosna, en 22 þingmenn skiluðu auðum atkvæða- seðlurn. Hafði stjórnarliðið áður brotið allar þingræðisreglur með því að neita um það að með hlut- bundnum kosningum yrði kosin þingnefnd til rannsóknarinnar. Með því framferði tók stjórnin á sig aíla ábyrgð málsins og neitaði nokkurri samvinnu. Kröftugri mótmæli af þings hálfu hefir eng- in stjórn nokkru sinni fengið. Verður nánar sagt frá hinum end- anlegu afdrifum þingmálanna í næsta blaði. ---o-- Mjólkurmálið hefir löngum ver- ið vandræðamál fyrir Reykjavík, síðan bærinn fór að stækka. Ann- arsvegar stafa vandræðin af því hve land er ófrjótt og hrjóstrugt í kring um bæinn. Afleiðingin af því er sú, að mjólkin sem til bæj- arins berst, er alt of lítil og hlýt- ur að vera tiltölulega dýr. Hins- vegar eru þau vandræði sem æ eru samfara mjólk, sem ekki er geril- sneydd: að af henni getur stafað sýkingarhætta. Sú hætta er mun meiri hér en annarsstaðar og staf- ar af því hve aðflutningar að bæn- um eru erfiðir og húsakynnum á- bótavant, bæði fjósunum og bæjar- húsum, þar sem mjólkin er geymd uns hún fer af heimilinu. Eftirliti um mjólkina: fitumagn hennar og að hún sé hrein og að öllu leyti ógölluð, verður og ekki komið við nema í sambandi við gerilsneyð- ingu. Iiér verður nú ekki vikið nema að annari hlið þessa máls, hinni síðamefndu. Nokkru eftir að inflúensudrep- sóttin gekk hér í bænum kom upp skæð taugaveiki. Læknar bæjarins þóttust vissir um það að veikin stafaði a. m. k. að einhverju leyti af sýktri mjólk. Héraðslæknirinn kom þá að máli við stjórn Mjólk- uríélags Reykjavíkur um það hversu mikil nauðsyn það væri fyrir bæinn að farið væri að geril- sneyða mjólkina, hvatti fastlega til þess og taldi nálega lífsnauð- syn fyrir bæinn. Til þess að ráða sem fyrst bót á þessu fékk félags- stjórnin léð gerilsneyðingaráhöld frá mjólkurskólanum á Hvítárvöll- um og kom þeirn fyrir með tölu- verðum kostnaði. En áhöldin reyndust með öllu óhæf. þá var horfið að því ráði, í sam- ráði við héraðslækni og heilbrigð- isfulltrúa bæjarins, að félagið kæmi sér upp fullkominni geril- sneyðingarstöð, þar sem full- komnu eftirliti mætti koma við um mjólkina að öllu leyti, enda ætti þá félagið víst að bærinn gerði þær ráðstafanir á móti, sem nauðsynlegar væru til þess að lagt yrði út í fyrirtækið, og sem að verður síðar vikið. Félaginu gekk það eitt til í þessu efni að verða við réttmæt- um kröfum heilbrigðisvalda bæj- arins. M j ólkurf ramleiðendurnir vildu gera sína skyldu um að mjólkin væri bæði heilnæm og góð. Vegna almenningsheillar tóku þeir á herðar sér þær miklu fjárhagsbyrðar sem þessu voru samfara. Félagið keypti nú hús, einungis í því skyni að koma þar upp geril- sneyðingu á mjólk. það keypti á- höld sem til þess þarf og voru þau öll af nýjustu og fullkomnustu gerð. það þurfti að leggja mikið í kostnað til þess að breyta húsinu og koma áhöldunum fyrir. Fjár- hagsbyrðar þær, sem félagið hefir orðið að bindast í þessu skyni eru nú orðnar um 100,000 krónur. það gekk seint að útvega áhöld- in og breyta húsinu. 1 síðastliðn- um nóvembermánuði var þó það komið sem nauðsynlegt var til þess að geta byrjað. Og þá sneri félagið sér aftur til heilbrigðis- nefndar bæjarins og bæjarsjórnar um þær ráðstafanir sem gera þurfti af þeirra aðilja hálfu, og um hafði verið talað áður. það liggur í augum uppi að ger- ilsneydd mjólk hlýtur að vera ei- lítið dýrari en önnur mjólk. því er svo varið um allar mikilvægar framfarir, að þær kosta eitthvað fé. I öllum siðuðum borgum Norð- urálfunnar mun svo vera fyrir mælt að ekki megi selja mjólk nema hún sé gerilsneydd, eða framleidd undir sérstöku eftirliti (,,barnamjólk“). það var þetta sem félagið hafði farið fram á og fór nú fram á við heilbrigðisnefnd og bæjarstjórn að ákveðið væri í reglugerð, að ekki mætti selja í bænum eftirleiðis nema annað- hvort gerilsneydda mjólk eða „barnamjólk“ og þó sætti félagið sig við þá undantekningu, að þeir bæjarmenn sem ættu tvær kýr, eða færri, þyrftu ekki að hlíta þessari kvöð. það liggur ennfremur í augum uppi að án slíks reglugjörðará- kvæðis er félaginu það ókleift að leggja út í það að gerilsneyða mjólk. Bæjarbúar eru óvanir ger- ilsneyddri mjólk. Hún er eilítið öðruvísi á bragðið. Vaninn er rík- ur herra. í annan stað verður líter- inn af gerilsneyddri mjólk fáein- um aurum dýrari. Dæmið liggur nú ljóst fyrir: sé á boðstólum bæði gerilsneydd mjólk og ógeril- sneydd mjólk og gerilsneydda mjólkin dýrari og menn henni ó- vanir, þá kaupa menn fremur ó- dýru mjólkina. þegar ofmikil mjólk er í bænum, situr félagið uppi með sína gerilsneyddu mjólk óselda og fjárhagsbyrðarnar af því að hafa komið á fót stofnun til almenningsheilla. Mjólkurfram- leiðendurnir sem eru utan félags- ins, sem notið hafa alls hins góða af félaginu, án þess að takast nokkrar byrðar á herðar — þeir selja sína ógerilsneyddu mjólk. Félagið hlýtur að leysast sundur og menn að stökkva úr því unn- vörpum. Má vera að einhvemtíma, þeg- ar taugaveiki geysar um bæinn og drepur nægilega marga til þess að opna augun á fólkinu fyrir nauð- syninni að hafa gerilsneydda mjólk, að þá vilji það gjaman kaupa hana fremur — en þá er fé- lagið löngu farið á höfuðið og bú- Reykjavik, 21. maí 1921 ið að koma áhöldunum í peninga utanlands. — Beiðni félagsins um þetta reglu- gjörðarákvæði var því eins rétt- mæt og sjálfsögð og hugsast get- ur, enda því aðeins lagt út í fyrir- tækið, og jafnframt var félagið fúst til þess að bindast því að ger- ilsneyða mjólk fyrir hvern sem væri, fyrir sama verð og það kost- aði félagið sjálft, þannig að það var með öllu útilokað að félagið væri að skapa sér nokkurt einræð- isvald yfir mjólk sem til bæjarins flyttist. — það mun hafa verið nokkmm vikum fyrir jól sem félagið ritaði bæjarstjórn um þetta og bæjar- stjórn fól það heilbrigðisnefnd og heilbrigðisfulltrúa. Héraðslæknir, lögreglustjóri og Gunnlaugur Claessen læknir (sem líka er í bæjarstjórn), skipa heilbrigðis- nefnd. Nefndin tók málinu vel og samdi reglugjörðina og lagði fyrir bæjarstjórn. Bæjarstjórn var af- arlengi að þæfa málið og loks í fyrrakvöld afgreiddi hún það. Ilún feldi reglugjörðina með rök- studdri dagskrá og skipaði nefnd til þess að athuga mjólkumiálið og koma með tillögur um hvort bærinn ætti ekki að koma sér upp gerilsneyðingarstöð. Eitt ein- asta atkvæði var á móti þessari stórfurðulegu ráðstöfun bæjar- stjórnar, atkvæði heilbrigðisfull- trúans. — Hefir að vísu margt stórfurðu- legt komið fyrir á þessu landi og í þessum bæ, en fátt mun jafnast á'við þessa framkomu bæjarsjórn- ar Reykjavíkur. Fyrir áeggjan heilbrigðisvalda bæjarins kemur Mjólkurfélag Reykjavíkur upp fullkominni ger- ilsneyðingarstöð á rnjólk, ein- göngu í því skyni að vinna verk til almenningsheilla, sem héraðs- læknir bæjarins telur bænum ná- lega Iífsnauðsyn. Félagið setur sig í nálega 100,000 kr. skuld til þess að vinna þetta verk. Heilbrigðis- fulltrúi og heilbrigðisnefnd með héraðslækni í broddi fylkingar, telja það sjálfsagt að gera umtal- aðar nauðsynlegar ráðstafanir af bæjarins hálfu til þess að þetta geti orðið. Bæjarstjórn fellir það með öllum atkvæðum gegn einu. Afleiðingarnar eru þær, að ekki getur orðið úr því að mjólk verði gerilsneydd, fyr en þá ef bærinn einliverntíma lætur gera það. því að fyrir félaginu blasii' ekki ann- að en gjaldþrot og upplausn, leggi það út í það að gerilsneyða mjólk upp á þessar spýtur. það virðist ekki geta gripið til annars ráðs en þess að senda öll áhöldin til út- landa og koma þeim þar í pen- inga og selja aftur hús sitt með afföllum. Launin sem hið fátæka félag fær fyrir það að hafa farið að kröfum heilbrigðisvalda bæjarins, bundist fjárhagslegum byrðum um 100,000 kr. og sýnt fulla við- leitni um að leysa mikið vandræða- mál fyrir bæinn, eru þau, að skað- ast urn nokkra tugi þúsunda króna á öllu saman og korna engu í fram- kvæmd. Hér skal nú látið staðar numið, þótt mýmörg séu þau atriði- sem vert væri um að ræða í þessu máli. „Tíminn“ hefir aldrei ætlað mik- ið í'úm til þess að ræða bæjarmál Reykjavíkur og mun ekki gera fyrst um sinn. En mér fanst þetta mál þannig vaxið að því yrði að skjóta undir dómstól alþjóðar. Tr. þ. »Þór«. Nú fer „þór“ héðan til Reykja- víkur í kvöld til þess að leggjast í lægi eftir 4(4 mánaðar landhelgis- gæslu og björgunarstarf við Eyj- arnar. Hér er hans ekki bein þörf leng- ur að þessu sinni, og er leitt til þess að vita að aðrir fá nú ekki að njóta hans í sumar og í haust. Víða er hans brýn þörf á þeim tímum engu eða litlu síður en hér á vetrai-vertíðinni. En hér mun ekki tjá um að sak- ast. þingið sem heild er ráðþrota og ráðvilt í landhelgisgæslu ríkis- ins og björgunarmálum, eins og í svo mörgu öðru. þeir þar skilja það ekki eða vilja ekki skilja það sumir hverjir, hve óútreiknanleg- ur hagnaður, beint og óbeint, er að slíku skipi sem „þór“. Og ves- lings ráðherrarnir, þeir hafa spilt fyrir „þór“ eftir mætti. En þeir eru þróttlausir og lamaðir af sí- feldu stauti og striti við það mikil- væga starf að halda í völdin — svona alveg upp á líf og dauða. þeir hafa því ekki, þrátt fyrir við- leitnina, getað hamlað því að „þór“ fengi nokkum styrk. En viðleitni hafa þeir haft til þess, með gæðingum sínum þótt fáir séu, og er hjá þessum mönnum viljann að vii’ða. Fjárhagurinn er sagður þröng- ur — ríkissjóður uppétinn og ör- litlar tekjur í vændum, — en em- bætti stofnuð og sýslanir eins og vant er, eða meira, „alt í grænum sjó“. Fjármálaráðherra hefir að vísu reiknað út tekjuskattinn, og náð þar í 1 miljón á pappírinn. Hvort hún fæst er enn óvitað, en þó litl- ar líkur til þess að svo verði, og það því fremur sem sá atvinnu- vegur er minna studdur er gefur ríkissjóði mestar tekjur, en það er s j ávarútvegurinn. Reynsla manna hér í vetur hef- ir nú áþreifanlega sannað það sem þeir reyndar vissu áður, að „þór“ er hér alveg ómissandi. Hann hef- ir bjargað bátum í óveðrum, og varið landhelgina, svo að það yrði ekki betur gert þótt herskip væri á sveimi umhverfis Eyjarnar. Fyrri hluta netavertíðarinnar fiskaðist hvergi nema „undir sandi“, sem kallað er, þar sem botnvörpungarnir hafa mest fisk- að í mörg ár óáreittir, fast upp undir landi. En nú gátu þeir ekki verið þar vegna „þórs“, og menn fiskuðu þar í næði. Svo þegar á leið og fiskur kom á Bankann, en það er utan landhelgis, þá var „þór“ þar á miðunum nótt sem dag og bægði botnuvörpungunum frá því svæði er net Eyjamanna lágu á. — þannig mundi mega hafa það víðar hér við land. Menn megá ekki til þess hugsa að missa „þór“, og verður hér því talsverðrar gremju vart til þeirra er mest standa á móti hæfilegum styrk til útgerðar á honum í vet- ur og framvegis. Gætir þessa einna mest til forsætisráðherrans, og þykir þeim, er áður báru eitt- hvert traust til hans, sem gamals sýslumanns hér og þingmanns Eyjaskeggja í mörg ár, að hann hafi illa gefist. Aðrir bjuggust ekki við miklu úr þeirri átt, og þykir þeim hér hafa farið að lík- indum. þann 13. þ. m. fór „þór“ til Austfjarða og austur á Seyðis- fjörð með um 150 sjómenn héð- 21. blað an, eða mestan hluta þeirra Aust- firðinga, er hér voru. Hann kom aftur í morgun eftir tæpan 3(4 sólarhring. Líklega hefði „Suður- land“, brjóstmylkingur stjórnar- innar, ekki farið svona skjóta ferð til Austfjarða. það fékk samt 125 þúsund króna styrk eða meira úr ríkissjóði fyrra ár, þarflítið skip og ófært til ferða nema á tjörnum og fjarðarbotnum eftir þeirri reynslu er hér varð í fyrra. Og hefði „þór“ ekki verið, þá hefðu þessir 150 menn orðið að bíða „Sterlings“, er nú liggur í Reykjavík og bíður eftir þing- mönnum, örfáum þó. Skyldi nú þessi ráðstöfun lands- stjórnarinnar hafa verið til hagn- aðar, rétt álitið, að um 150 vinn- andi og hraustir menn væru hér atvinnulausir í nær hálfan mán- uð meðan „Sterling" bíður eftir 5—6 þingmönnum Margir ætla að það hefði verið betra að láta „Sterling“ halda áætlun og flytja fólkið austur á réttum tíma, svo það gæti tekið til vinnu sinnar heima hjá sér, en að láta skipið bíða eftir þessum fáu mönnum, er mátt hefði senda heim við tæki- færi. En hér var það „þór“ sem hjálpaði, og bætti með því þessa vanhyggju stjórnarinnar; — það má til margs bregða honum. Hann fór þessa för eftir ósk þeirra er elcki vildu bíða Sterlings. Eg bið „Tímann" fyrir þessar línur. Hann hefir, mest þeirra blaða er eg hefi séð, mælt með B j örgunarf élagi Vestmannaeyj a, og sýnt glöggan skilning á þessu máli. Eyjabúar eru þeim þakklát- ir er þetta mál styðja og þeir treysta blöðum landsins öllum yf- irleitt til þess að mæla með því og skýra það fyrir þjóðinni, hve nauðsynlegt það er að efla land- helgisgæsluna kringum alt land- ið, og um leið að bjarga sjómönn- um þá er háska ber að höndum. En það verður ekki gert með öðru móti en því, að ríkissjóður leggi fram fé til björgunar- og eftirlits- skipa. Vestmannaeyjum 16. maí 1921. Gunnar Ólafsson. ----o---- Vorsókn íemplara. Síðustu árin tvö hefir færst nýtt líf og áhugi í Templararegl- una. Hófst sú alda á Vesturlandi, einkum að forgöngu Ilelga banka- stjóra Sveinssonar á ísafirði, og á vetrinum sem nú er nýliðinn hefir meira fjör verið í starfsemi Regl- unnar hér í bænum en verið hefir alla tíð síðan bannlögin voru sam- þykt. Og það benda öll merki til þess, að hafin sé eindregin við- reisnaröld innan Reglunnar og muni starf hennar næsta vetur verða enn meira en var í vetur. Ástæðan til þessarar vakningar er fyrst og fremst sú, að bindind- is- og bannvinir þola nú ekki leng- ur mátið: vanrækslusyndir lands- stjórnar, yfirvalda og lækna um að framkvæma hina miklu siðferð- ishugsjón sem kept er að með vín- bannslögunum. Vilja þeir enn leggja mikið í sölumar um að ná því marki og endurreisa því fé- lagsskap sinn. Á annan í hvítasunnu auglýstu templarar höfuðborginni þennan vilja sinn. Tveim stundum eftir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.