Tíminn - 28.05.1921, Page 1

Tíminn - 28.05.1921, Page 1
V. ár. Reykjavík, 28. maí 1921 Tvö úrræði í viðskiftamálum. I. Fjárkreppan hefir kent Islend-. ingum ýmislegt sem nauðsynlegt er að vita, t. d. hverja þýðingu fyrirkomulag fslandsbanka hefir fyrir þjóðina, áhrif fjárhættu- atvinnureksturs o. fl. þá hefir neyðin sýnt ótvíræðlega hversu veltufjárfrek íslensk verslun er, og hvernig veltufjárskorturinn hefir um margar aldir og fram á þennan dag gert fslendinga fjár- hagslega háða útlendingum. Hefir sú hlið málsins verið skýrð hér i blaðinu fyrir nokkrum mánuðum. Hér skal í fyrstu aöeins minst á tvö atriði. Fyrst þá alþektu stað- reynd að íslenskar afurðir eru yf- irleitt ekki fyrsta heldur annars og þriðja ffokks varningur. Og í öðru lagi að allar íslenskar afurð- ir hafa mjög takmarkaðan mark- að erlendis, og venjulega seint og erfitt að fá þær seldar. Afleiðing- in er auðsæ. Framleiðsla landsins er torseld, og ekki í miklu áliti yf- irleitt. Andvirði hennar verður minna heldur en fyrir auðselda vöru, sem er í miklu áliti. þjóðin verður fátæk, af því að tekjumar eru litlar, en þarfir miklar, í erfiðu landi með óblíða náttúru. Athugum stuttlega helstu út- flutningsvörurnar: Saltfisk, síld, saltkjöt, ull. þrjár fyrstu tegund- irnar eru söltuð matvæli Engin söltuð matartegund hefir alheims- markað. Krafa best menta íolks- ins í flestum löndum er að hafa nýmeti, ekki saltaðar, gamlar fæðutegundir. Saltfiskurinn ís- lenski hefir að vísu mjög gott orð á sér. En við nýja fiskinn getur' hann ekki kept, um vissa stór- borgamarkaðinn í ríku i ðnaðar- löndunum. Öllu ver er ástatt með saltkjötið, þrátt fyrir bætta verk- un og söluaðferð á síðustu árum. Og ullin er sökum veðráttunnar hér á landi gróf og miður hæf í fína dúka, heldur en ull sem vex á skepnum í mildu eða heitu lofts- lagi. Aðstaðan er á móti íslending- um. í baráttunni við fátæktina og skuldirnar þarf að taka allar á- stæður til greina, ef sæmilega á að fara. * Frá almennu sjónarmiði er be.r- sýnilegt að þjóðin þarf að keppa að því að framleiða góðar og auð- seldar vörur. Við framleiðsluna þarf að hafa í huga hvað hægt er að selja vel og selja fljótt. Eins og nú stendur á er kjöt fremur tor- selt og borgar ekki vel framleiðslu- kostnaðinn. Andvirði kjötsins kemur ekki í hendur framleiðend- anna fyr en seinast á árinu, eða eftir áramót. þeir sem vinna að framleiðslunni verða að lifa á lán- um meginhluta ársins. Fyrir versl- un landsins er þetta drepandi ó- holt. Frá sjónarmiði þjóðarbús- ins væri heppilegra að breyta nokkru af kjötframleiðslunni í auðseldari vörur: smjör, osta, egg, flesk. þessar vörutegundir gætu allar verið eftirsóttar, auðvelt að breyta þeim í peninga um leið og þær kæmu á markaðinn. Og land- ið þyrfti minna að skulda út á við, ef framleiðslan væri fiölbreyttari, og sala gerðist á öllum tímum árs. þessa breytingu, og aðrar meiri af sama tæi þarf að rannsaka af þeim mönnum, sem vit hafa og á- huga á þessum málum. Verkefnið er að „strita með viti“ til að gera þjóðinni auðveldara að njóta sín í landinu. II. Fyrri þátturinn laut að breyttri og bættri framleiðslu. Hér skal stuttlega vikið að verslunarhlið- inni. Samvinnulögin nýsamþyktu eru líkleg til að marka spor í verslun- arsögu landsins. Ekki eins og Mbl. heldur fr'am, af því að þau veiti félögunum sérréttindi, því að réttindin eru ekki önnur en þau, sem leiða af eðli málsins að félög- in starfa að almenningsheill. þýð- ing samvinnulaganna er aðallega fólgi í því, að þau samræma og sameina dreifða krafta, og gera þá starfhæfari, en ella. Eftir fáein ár verða öll samvinnufyrirtæki hér á landi samstarfandi, bæði inn á við og út á við. þegar starfað er á sama grundvelli og með sömu aðferðum, getur leiðin varla orð- ið nema ein. þetta er ósegjanlega mikils virði hér á landi, þar sem byrðam- ar eru þungar en fáir til að bera. Samstarf landsmanna að hinum erfiðu verkefnum, það eitt og ekk- ert ánnað, getur gert þjóðinni fært að taka þátt í kapphlaupi lífsbar- áttunnar við stærri þjóðir, sem að mörgu leyti eru betur settar. En þegar meginþorri lands- manna hefir sameinast undir einu merki, þó er aðeins komið upp á fyrsta þrepið. Næst er að hefja samstarf við aðrar þjóðir, öllum aðilum til menningar og hagsbóta. Ef fara ætti þessa leið, yrðu ís- lensk” samvinnufélögin að ganga í alþjóðabandalag samvinnu- manna um allan heim og taka þátt í störfum þess eftir því sem máttur og aðstaða leyfa. Alþjóðasamband þetta liefir nú starfað í rúman aldarfjórðung. Höfuðaðsetur þess er í London. I því eru því nær allar samvinnu- heildsölur í Evrópu og margar úr öðrum heimsálfum.. Lítið hefir verið um Samband þetta skrifað á íslensku. Fyrst mun þess getið í grein eftir Pétur Jónsson á Gaut- löndum í Tímariti kaupfélaganna tveim árum eftir af alþjóðabanda- lagið var stofnað. Fram að þessu hefir samvinnan hér á landi haft nóg verkefni heima fyrir. En á síð- ustu árum hefir skipulagi félag- anna fleygt svo fram, að nú er nokkru nær að auka við verkefn- in. Hagnaðurinn við slíkt sam- starf yrði sennilega aðallega fyr- ir þá minni og veikari, einkum í fjárhagslegum efnum. En vel mætti svo fara, og það væri gleði- legt fyrir minstu smáþjóðina, að hún yrði að einhverju leyti veit- andi, ekki að öllu leyti þiggjandi. Alþjóðabandalagið er nú komið á það stig, að mjög skamt verður þess að bíða, að sett verði á stofp alþjóðaheildsala og alþjóðabanki í London fyrir samvinnufélög allra landa, ;au sem vinna vilja þar með. pað þarf skami að leita fyr- irsjáanlegra hlunninda fyrir ís- lensk vörukaupafélög, við að vera þar þátttakandi. Alheimsheildsal- an keypti fyrir miljarða, þar sem við þyrftum í mesta lagi hundruð þúsunda. Smábóndinn, embættis- maðurinn og þurrabúðarmaður- inn á íslandi fengi varning á heimsmarkaðinum með sömu kjör- um og stærstu „hringar" fá nú, þótt almenningur njóti lítils af því. Danir, Svíar og Norðmenn, þ. e. samvinnuheildsölur þessara landa hafa nú í nokkur ár haft með sér slíkan félagsskap til inn- kaupa, einkum á varningi frá öðr- um heimsálfum, og gefist vel. Er það lítil byrjun alþjóðaheildsöl- unnar. En fyrir íslendinga myndi samt mestur fjárhagshagnaður að því- lílcu samstarfi með öðrum þjóðum vera fólginn í auknum tækifærum til að selja islenskar afurðir. Og það er gott, því að þess er mest þörf. Lausleg dæmi í þá átt má drepa á hér. Samvinnufélögin sænsku selja í smásölu afannikið af íslenskri síld. Yfirmaður heild- sölunnar í Stokkhólmi viðurkendi síðastliðið sumar við þann sem þetta ritar, að Svíum þætti síld héðan betri en önnur síld. En margfaldur braskarahringur er milli framleiðenda hér og neyt- enda í Svíþjóð. Af því stafa mis- tökin. Merkur íslendingur, sem dvaldi í Genf í vetur hitti þar einn af forkólfum samvinnufélaganna á Ítalíu, sem vildi komast í sam- band við íslensku samvinnufélög- in eða landsverslun hér um kaup á fiski. þetta sýnir möguleikana, en heldur ekki meira, sem varla er von um órannsakað mál. Síðastliðið sumar dvaldi maður, sem var í þjónustu Sambandsins, nokkra stund í Englandi. Ilann veitti eftirtekt ketverðinu þar. Kælt ket var um einn shilling pundið, enda aðflutt frá öðrum' löndum. Nýtt ket af heimafé ný- slátruðu tæpa þrjá shillings. Svona eru hlutföllin þar í landi. Ríka og efnaða fólkið kaupir að- eins nýtt ket, og borgar það vel. En nýtt ket í Englandi geta engir haft á boðstólum nema Bretar sjálfir — og íslendingar, ef hægt er að koma á aftur innflutningi á lifandi sauðfé. það er nálega eini vegurinn til að bæta ketmarkað- inn fyrir Islendinga, að slátra sauðfénu í Englandi. Framleiðslu- kostnaður þessarar vöru er afar- mikifl hér á landi, sökum óblíðu náttúrunnar. Hvort sem við sölt- um ketið, kælum það eða sjóðum niður, geta bændur í sólríkum löndum: Ástralíu, Argentínu og Bandaríkjunum kept við okkur og selt ódýrara, af því þeir hafa betri skilyrði. En lifandi sauðfé getur engin þjóð flutt til Englands, nema íslendingar. Takist það, njótum við ,,monopols“-markaðar, sem getur bætt fyrir íslenskum framleiðendum nokkuð af aðstöðu- .erfiðleikuni þeim, sem veðráttan veldur. Nú er innflutningur bannaður, meðfram sakir hinna fáu auð- manna, sem eiga mest af bújörð- um í Bretlandi. þegar minst var á þetta atriði við einn af forstjór- um ensku heildsölunnar, mælti hann: „Gangið í alþjóðabandalag- ið. Hittið ritara þess, Mr. May í London. Hann mun greiða götu yðar í þessum efnum“. Lengra er málinu ekki komið. En ef íslensk- ir samvinnumenn ætla að taka þátt í alþjóðasamstarfinu, og njóta þeirra hlunninda, er því fýlgja, þá er fyrsta sporið að Sambandið gangi í bandalagið, og að það láti fulltrúa sína hefja kynningu við samskonar félög með öðrum þjóðum. þá þyrfti að skrifa í samvinnublöð og tímarit er- lendra þjóða um framþróun og einkenni samvinnunnar hér . á landi. Mikla þýðingu gæti haft að fá gesti frá erlendum samvinnufé- lögum á aðalfundi íslenska Sam- bandsins. Mætti það furðulegt heita, ef ísland ynni ekki mikið við slíka kynningu. T. d. má benda á það, að ensku samvinnu- félögin og bandamenn þeirra í enskum stjórnmálum, eru svo öfl- ug, að varla geta liðið nema nokk- ur missiri þar til þau hafa ítök í stjóm landsins. Myndi það þá auð- sótt mál, að fá afnumdar hinar ó- eðlilegu hömlur á innflutningi héð- an, ef það mál hefði verið skyn- samlega flutt af hálfu íslenskra samvinnumanna. Aðalatriði þessa máls eru tvö: 1. Að haga þjóðarbúskapnum svo, eftir því sem kringum- stæður leyfa, að leggja stund á að fá fjölbreytilegar og auð- seldar afurðir. 2. Að íslenskir samvinnumenn búi sig undir að taka þátt í al- þjóða starfsemi með samherj- um í öðrum löndum. Auka kynningu og samstörf við aðr- ar þjóðir. Skilja að í því sé mest fremd og gæfa. J. J. o I. Honum féllu þannig orð, einum ráðherranna, þá er það var við hann rætt að ísland næði undir sig yfirráðum Islandsbanka: „það mætti eins vel fara að leggja veg norður Vatnajökul“. Slík endemisfjarstæða þótti það í þeim herbúðum, að Island næði undir sig aðalpeningabúðinni. • Og það eru ekki nema nokkrar vikur síðan þetta var mælt. það var meiri hluti stjómarinn- ar sem svo hugsaði; fjármálaráð- herrann einn þorði að hugsa til þess að landið keypti bankann við sannvirði — og sýnir Tíminn það enn, að hann segir bæði lof og last um þann mann. Síðan hefir landsstjómin enn einu sinni orðið að ganga undir ok þing- og þjóðarviljans, álíka fús og köttur etur heitan graut. Og þeir tóku það ráð ráðherramir að fjármálaráðherrann skyldi hafa orð fyrir stjórninni. Formaður bankaráðsins, forsætisráðherrann, mælti ekki orð. Bankamálaráð- herrann mælti ekki orð. þeir voru löglega afsakaðir, því að það var verið að kúga þá. Ilið óbrotgjarna innsigli Salómons var límt á var- ir þeirra. þingið ákvað að leggja veginn „norður Vatnajökul“, það ætlar sér að ná aðalpeningabúðinni und- ir íslensk yfirráð. Samningamál er það vitanlega við bankann og verður þar af leiðandi ekki fullráð- ið fyr en eftir hluthafafund bank- ans. En bankinn á einskis annars úrkosta. Hann fær enga hjálp af landsins hálfu að öðrum kosti. Án þeirrar hjálpar getur hann ekki staðið. þegar Islandsbanki er kominn undir íslensk yfirráð, hafa Islend- ingar það alveg í hendi sér að skipa bankamálunum, seðlaútgáfu- réttinum o. s. frv. eftir eigin vild. Um þetta aðalati-iði í lausn þingsins á bankamálunum er Tím- inn ánægður. II. En á hinu ríður afarmikið: hvemig framkvæmd er sú rann- 22. blað sókn á bankanum sem fram á að fara og yfirleitt hvernig haldið er á rétti Islands gagnvart hinum er- lendu hluthöfum. Bankalögin nýju gera ráð fyrir að fimm menn rannsaki og meti verð hlutabréfanna: hluthafar bankans eiga að kjósa tvo, hæsti- réttur einn og alþingi tvo með ó- hlutbundnum kosningum. Hér er ekki vel um búið. Sú rannsókn sem ísland lætur fremja um bankann, kemur hinum er- lendu hluthöfum ekkert við. þeir geta framkvæmt sína rannsókn fyrir sig. Sveinn Ólafsson bar fram í neðri deild þá breytingartillögu að rannsóknina ættu þrír menn að framkvænta, kosnir af alþingi með hlutfallskosningu. Átta þingmenn úr Framsóknar- flokknum báru fram tillögu um það í sameinuðu alþingi, að rann- sóknina ættu þrír ntenn að fram- kvæma kosnir af alþingi með hlut- fallskosningu. Nefnd þessi átti ennfremur að vera í ráðum með landsstjórninni um lántöku, ráð- stöfun lánsfjárins og fleira. Landsstjórnin lagði hið mesta kapp á að drepa þessar tillögur báðar. IJenni tókst það með harð- fylgi. Hún fékk jafnvel einn af til- lögumönnum til þess að greiða at- kvæði á móti sinni eigin tillögu. þetta var ofbeldi af hálfu stjómarinnar og fylgismanna hennar: að neita um hlutfalls- kosningu til þess starfa sem þýð- ingarmestur var allra. Vörnin af hálfu tillögumanna og þeirra sem tillögunum greiddu at- kvæði gat ekki verið nema ein. þeir skiluðu auðum seðlum við kosning mannanna. Stjórnarliðið hafði neitað þeim um eðlilega hlut- töku í kosningunni, neitað þeim um að bera ábyrgð að sínu leyti á rannsókninni. þar af leiðandi hlutu þeir að láta alla ábyrgðina lenda á stjórninni um kosning mannanna. Stjórnin lét kjósa þá: Björn Kristjánsson alþm. og þorstein þorsteinsson hagstofusjóra. Ann- ar þeirra fékk 17 hinn 15 atkvæði, en 22 atkvæðaseðlar voru auðir. þetta er eftirtektaverð kosning. Hún sýnir það að í raun og veru er stjðrnin í ótvíræðum minni hluta. Meiri hluti þingsins mót- mælir gjörræði stjórnarinnar í þessu máli og vill ekki bera ábyrgð á mönnum þeim sem hún lætur kjósa. þeir eru kosnir af minni hluta þingsins, Bjöm og þorsteinn, og algerlega af stjórnarinnar náð. Landsstjórnin ber alla ábyrgð- ina á því að svo illa hefir til tek- ist. Hún hefir beitt ofbeldi við þingið. Jóm Magnússon og leifar Heima- stjórnarflokksins bera ábyrgðina á því að fela B. Kr. slíka rann- sókn. KaldaiJ kveðju getur þing ekki gefið stjórn, en meiiJhlutamót- mæli um leið og þingi er slitið. Framkvæmd bankamálsins hef- ir landsstjórnin spilt stórkostlega. Alþjóð Islands ber ekki traust til þeirra manna sem minni hlutinn kaus á alþingi, eftir skipun stjóm- arinnar. Meiri hluti alþingis hefir gefið þeirn og stjórninni van- traustsyfirlýsingu um framkvæmd þýðingarmesta máls þjóðarinnar. ■----o----

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.