Tíminn - 28.05.1921, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.05.1921, Blaðsíða 2
66 T 1 M I N N t Sveínsson prófastur. an orðstír við heimsókn glímu- mannanna af Akranesi í vetui’. Síra Jón dó 22. þ. m. og hafði kent lasleika nokkru áður. Bana- meinið var hjartabilun. Fæddur var hann á Snærings- stöðum í Húnavatnssýslu 11. sept. 1858. Faðir hans var Sveinn bóndi þorleifsson, síðar á Ytri-Löngu- mýri, sonur þorleifs bónda þor- kelssonar hins auðga í Stóradal. Móðir hans var Sigríður Pálma- dóttir bónda á Sólheimum Jóns- sonar, systir þeirra tveggja nafn- frægu bændaskörunga, Jóns í Stóradal og Erlendar í Tungunesi. Var síra Jón þannig af öðrum og þriðja lið skyldur t. d. þeim Jóni Jónssyni, sem nú býr í Stóradal við forna sæmd, og Sigurði Guð- mundssyni magister. En þeir voru tvöfaldir tvímenningar síra Jón og þorleifur Jónsson póst- meistari í Reykjavík. Stúdentsprófi lauk síra Jón ár- ið 1882 og embættisprófi við prestaskólann 1884, hvorttveggja með góðri fyrstu einkunn. þá var hann um hríð skrifari hjá Áma Thorsteinsson landfógeta, en 1886 voru honum veittir Garðar á Akra- nesi og því prestakalli þjónaði hann til dauðadags. Var snemma á ári 1896 skipaður prófastur í Borgarfjarðai’prófastdæmi og hafði því nýlega gegnt því starfi í 25 ár. það var ánægjulegt að komast í náin kynni við síra Jón Sveinsson. Skörungur var hann að vísu ekki, hvorki í fasi né reynd. En hann var yfirburðamaður um prúð- mensku, grandvarleik og sam- viskusemi. Enginn embættismaður á íslandi mun hafa staðið honum framar um reglusemi og skyldu- rækni. Mannúð og mildi lýsti sér í öllum orðum hans og athöfnum. í fjölmenni dró hann sig alveg í hlé, en naut sín því betur í kyrlátum hóp fárra vina. Hann var maður allvíðlesinn og einkum vel að sér í íslenskum fræðum. Hann var prýði stéttar sinnar og varð því meir elskaður og virtur sem menn þektu hann betur. Kvæntur var síra Jón og er kona hans enn á lífi: Halldóra, dóttir Hallgríms Jónssonar alþm. í Guðrúnarkoti á Akranesi. þrjú eru böm þeirra: Margrét gift á Akranesi, Sigríður, gift Konráði Konráðssyni lækni hér í bænum og Hallgrímur, búfræðiskandídat frá Hvanneyri, sem dvalist hefir hjá föður sínum og gat sér best- ---o--- Bjargráð jarðyrkjumanna. L Bændur hafa vanist því og lært það síðustu árin að nota kraftfóð- ur, bæði til fóðurdrýginda og eink- um vegna fóðurskorts. Mikið af „stríðsgróða“ bændanna, og jafn- vel nokkuð af bústofninum, hefir gengið í þessi fóðurkaup, hjá mörgum hverjum, og aukið stór- kostlega útgjöld búanna. Á þenna hátt hefir bústofninum verið bjargað, og í kaupbæti hafa marg- ir fengið reynslu fyrir því, að okk- ar heimafengnu fóður notast bet- ur, ef kraftfóður er haft með því til fóðurbætis. Tvær höfuðorsakir liggja til þessara fóðurkaupa: harðindi vetur og sumar og rækt- unarleysi landsins. Hin fyrri or- sökin er óviðráðanleg, en úr hinni má bæta, með aukinni og bættri fóðurjurtaræktun. Landrýmið er nóg til þess og náttúruskilyrðin leyfa það, en það sem strandað hefir á, er það sem bændur sjálf- ir verða að leggja til ræktunarinn- ar: vinnukraft, verkfæri, og ekki síst áburð, þegar gert er ráð fyrir að frumskilyrðin: vilji og áhugi séu fyrir hendi. Fljótvirkasta og stórvirkasta bjargráðið til aukinnar fóðurrækt- ar má eflaust telja áveitumar, en þær eru ekki alstaðar mögulegar. Næst kemur túnræktin og fóður- rófnaræktin, og nóg eru túnstæð- in á hverju bygðu bóli. Til fram- kvæmdanna skortir tilfinnanlega hentug verkfæri og hóflega dýr- an vinnukraft, en til öruggari tryggingar um arðsemina vantar víða nægan og góðan áburð. Að vísu aflast um 2/3 hlutar heyjanna á óræktuðu landi, og ræktaða land- ið nýtur þess áburðar, sem safn- ast af því fóðri, svo að hér ætti ekki- að vera áburðarskortur. þó er alment kvartað um áburðarskort til aukinnar ræktunar og eflaust er ræktaða landið okkar í órækt af því að það fær of lítið af frjó- efnum í áburðinum. þessu veldur bæði hirðing eða réttara sagt van- hirðing búfjáráburðarins og lítil' Liftryggiugarfjel. Andvaka hl Kristianiu, Noreui. Venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur. í slandsdeildin: Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919. Ábyrgöarskjölin á íslensku. Varnarþing' í Reykjavík. lögjöldin lögð inn í Landsbankann. ,ANDVAKA‘ heflr frjálslegri tryggingarskilyrði og ákvæði en flest , önnur líftryggingarfélög. ,ANDVAKA‘ setur öllurn sömu iðgjöld! (Sjómenn t. d. greiða engin aukagjöld). ,ANDVAKA‘ veitir líftryggingar, er eigi geta glatast nje gengið úr gildi. ,ANDVAKA‘ veitir bindindismönnum sjerstök hlunnindi. Ættu því bindindismenn og bannvinir að skifta við það fjelag, er styður málstað þeirra. ,ANDVÖKU‘ má með fullum rjetti telja líftryggingarfjelag ungmenna- fjelaga, kennara og bænda í Noregi. Enda eru ýmsir stofnendur fjelagsins og stjórnendur og mikill fjöldi bestu starfsmanna þess úr þeim flokkum. ,ANDVAKA‘ veitir „örkumlatryggingar" gegn mjög vægu auka- gjaldi, og er því vel við hæfi alþýðumanna! Sjómenn og verkamenn, listamenn og íþróttamenn, iðnaðar- menn og kaupsýslumenn, rosknir menn og börn, bændur og búalið, karlar og konur hafa þegar líftrygt sig í „Andvöku“. Skólanemendur, sem láns þurfa sér til mentunar, geta tæj)- lega aflað sér betri tryggingar en góðrar lífsábyrgðar í „Andvöku“. Helgi Valtýssou, forstjóri íslandsdeildar. Ileima: Grund við Sauðagerði. Pósthólf 533, Reykjavík. A.V. Þeir sem panta tryggingar skriflega seridi forstjóra umsókn og 1 á t i getið aldurs sins. not hans fyrir gróðurinn, meðal annars vegna kaldrar veðráttu, með þar aí' leiðandi litlum hæg- fara og ófullkomnum efnabreyt- ingum — ófullkominnar ávinslu víða og svo af því að búfjáráburð- ur notast yfirleitt ver á graslendi en opnu landi, einkanlega á stöð- ugu graslendi með harða og þétta rót, eins og hér gerist. II. Undir þessum kringumstæðum er síðast voru nefndar, hefir í öðr- um löndum reynst betur að nota tilbúinn áburð, og án hans er nú fujlkomin og arðsöm jarðrækt tal- in ómöguleg, og eru þar þó betri skilyrði, bæði vegna loftslags og ræktunarhátta. það er því engin skynsamleg ástæða til að ímynda sér ;að tilbúinn áburður sé ekki hér á landi eins og annarsstaðar í raun og veru nauðsynlegur tiJ þess að auka og tryggja arðsemi garðræktarinnar, ekki aðeins á túnunum, heldur einnig; á áveitu- engjunum. Plönturnar hafa næringarþarfir alveg á tilsvarandi hátt og dýrin og krefjast þess að þeim sé *full- nægt. þær eru brjóstmylkingar jarðarinnar enn frekar en dýrin og jörðin sjálf elur önn fyrir flestum þörfum þeirra, þó ekki á þann hátt eða í þeim mæli venju- legast að fullnægt sé kröfum yrkj- andans til plantnanna, og þótt 'margt megi gera, s, s. með fram- ræslu, vinslu ýmiskonar og mörgu fleiru til þess að opna plöntunum aðgang að forðabúrum jarðarinn- ar, þó er þó víðast hvar, og þeg- ar til lengdar lætur, alstaðar á yrktu landi skortur á þremur nauðsynlegum næringarefnum í jarðveginum, þ. e. köfnunarefni, kalí og fosfórsýru. þessi efni kall- ast verðmæt næringarefni vegna kostnaðarins við að afla þeirra og veita gróðrinum þau, og það er fyrst og fremst þeirra vegna, að áburður er borinn á. f rotnaðri kúamykju má telja að sé um 1/2% af hvoru hinna fyr- nefndu efna en aðeins V3% of for- fórsýnmni, og í nýjum áburði hlutfallslega enn minna. Til sam- anburðar má geta þess, að í töðu má telja að sé um 1,6% af hvoru köfnunarefni og kalí, en af fosfór- sýru um 0,5%. Með hliðsjón af þessum tölum má gera jaínaðar- reikning við jörðina yfir þessi efni, en þá er þess að gæta að verðmæt efni húsdýraáburður not- ast ekki öll og er venjulega talið að á fyrsta ári, þ. e. árið þegar á- burðurinn er borinn á, notist af köfnunarefninu aðeins 45%, af kalíinu 80% og af fosfórsýrunni 70%. Að vísu notast svo nokkuð af afganginum næstu árin, en all- mikið tapast, einkum þar sem svo kallað efnatökuafl jarðvegar- ins er lítið, eins og einkum er í sendinni jörð. III. Af þessum ástæðum og fleiri hrekkur ekki húsdýraáburðurinn til að viðhalda frjósemi hins rækt- aða lands, og því síður til að auka hana, eða til þess að hægt sé að stækka ræktaða landið. Til þess að bæta úr þessu hafa menn grafið úr jörðu eða búið til sölt, sem í eru verðmæt næringarefni, venju- legast aðeins eitt af þeim í hverri tegund, og nota þau til áburðar. þessi sölt eru það sem kallast til- búinn áburður. Algengustu teg- undirhans eru chilisaltpétur með 15%, kalksaltpétur eða norskur saltpétur með 13% og brenni- steinssúrt ammoníak með 20% af köfnunarefni; superf osfat með 15—20% (venjulegast 18 eða 20 %) og tómasfosfat með 9—16% af fosfórsýru (venjulegast 13%-; kaninit með 12%, kalíáburður með 37% og klórkalíum með 50% kalí. Auk þess að margfalt meira er af verðmætum efnum í tilbúna á- burðinum en í búfjáráburði, þá notast efnin betur og eru fljótvirk- ari, sérstaklega í saltpétursteg- undunum og súperfosfatinu, en einnig í hinum áburðartegundun- um. Áburðurinn er fóður plantanna, og tilbúni áburðurinn er þeim sannkallað ki’aftfóður. það má segja að hann sé auðmelt kraft- fóður, sökum þess hve fljótvirkur hann er og notadrjúgur í saman- burði við búfjáráburð. Auk þess- ara kosta má telja tilbúnum áburði Framkvæmd bannlaganna. Ræða Áraa Jóhannssonar á skrúð- göngu-fundi templara arínan hvítasunnudag. Góðir templarar, konur og menn! Eg tel óþarft að halda hér lang- ar ræður, því að engum mun dylj- ast hvað okkur er innan brjósts. Allra síst munu menn vera í vafa um það, er Goodtemplarar fylkja svo vel liði, sem þeir hafa gert í dag, að þá er það þeirra hjartans áhugamál, sem þeir bera fyrir brjósti. Við erum hér hinir sömu, sem fyrir allmörgum árum hófum bar- áttuna til útrýmingar áfengis úr landinu. Og við erum sama sinnis enn í dag. Grundvallarskoðun okk- ar á nauðsyn og gagnsemi áfeng- isbannlaga er enn hin sama. Og stefnuskrá templara er með öllu óbreytt. það eru ein stórfeld ósannindi andstæðinga okkar, að templarar hafi breytt stefnuskrá sinni — breytt bindindisstarfsemi í bann- stefnu. þegar er fyrsta Goodtempl- arastúkan var stofnuð hér á landi, var stefnuskráin hin sama, sem hún er í dag: „Algjör útrýming allra áfengisvökva til diykkjar“. Annað mál er það, að templarar >) > 0 búnir að berjas. fyrir þess- ari stefnuskrá sinni fullan aldar- fjórðung og að fá bannlög staðfest á þeim grundvelli, þegar loks and- stæðingarnir vöknuðú við vondan lraum og sáu hvað gevsi hafði. það eru önnur stórfeld ósann- indi andstæðinganna, að áfengis- bannlögunum hafi verið þröngvað upp á þjóðina með ginningum. — Eg fullyrði að engin okkar lög hafi verið betur undirbúin, að því er það snertir að gjöra þjóðinní kunna stefnu þeirra og tilgang, eklci farið jafn hreinlega að þjóð- inn með nokkur önnur lög, eins og hannlögin. En það eru hin þriðju stórfeldu ósannindi andstæðinganna, að templarar hafi verið „einvaldir um að búa bannlögin til“ og þess- vegna séu þeim að kenna allir agn- úar á þeim og misfellur á fram- kvæmd þeirra. þetta er svo fávís- leg fjarstæða, að furðu gegnir — enda þótt andbanningar eigi hlut — að þeir skuli bera slíkt á borð. það er sem sé öllum kunnugt, að templarar hafa — því miður — aldrei verið í meiri hluta á alþingi. Og það var alþingi, en ekki templ- arar, er samdi og setti þau lög, sem önnur lög. Auðvitað reyndu templarar að beita áhrifum sínum í þá átt, að fá lögin sem best úr garði gerð — sem róttækust og á- kveðnust. En áhrif andstæðing- anna máttu sín meira. Og því fór sem fór. Lögin urðu málamynda- lög, festulaus og haldlaus; og því hafa þau reynst svo, sem nú er kunnugt orðið.’ þjóðin bað um bannlög, en hún fékk kák-lög. Ilenni voru gefnir steinar fyrir brauð. Ilún var beint svikin uln bannlög. Og enn hraklegri órétti var hún beitt: Hún var svikin um sjálf- sagða framkvæmd þeirra ómynd- ar-laga, sem henni vorú fengin. Umboðs- og framkvæmdarvald komu sér saman um að láta það heita svo, að' lögreglustjórum væri óheimilt að verja fé til fram- kvæmdar lögunum; slíkur kostn- aður yrði ekki endurgreiddur úr landssjóði. En vitanlega var þetta og er hið hróplegasta ranglæti og f j arstæða. Lögin höfðu verið samþykt fyr- irvaralaust. það var enginn var- nagli við þau festur, svo sem að þau skyldu koma til framkvæmda „þegar fé væri fyrir hendi“ til að standast framkvæmdakostnaðinn. Nei, það var engin slík klásúla á þau lögð. þess vegna átti þjóðin heimtingu á að þeim væri fullkom- lega framfylgt frá þeim degi er þau gengu í gildi. En með þeirri ráðstöfun, að neita um fé til framkvæmdanna, var auðvitað fyrir það girt, að lög- in gætu orðið að nokkru liði, jafn- vel hversu vendilega sem þau sjálf hefðu verið úr garði gerð. þegar í þetta óefni vai\ komið, var stofnað félag hér í bæ, er nefnt var ,,Bannvinafélag“. Voru í því bæði templarar og utanreglu- menn; því að það voru miklu fleiri en templarar, sem var ofboðið með aðförunum. þetta félag var auð- vitað stofnað til stuðnings bann- lögunum, en fékk litlu eða engu á- orkað gegn ofurvaldi áfengis- áfengisdýrkenda. — Af hálfu þessa félags var eg sendui' á fund þáverandi ráðherra til að leita álits hans um þessa ný- nefndu ráðstöfun gegn fram- kvæmd bannlaganna. Svar hans var skýlaust, þannig: að um leið og þjóðin óskaði bannlaga, hefði hún bundist þeirri skyldu, að bera allan kostnað, sem framkvæmd laganna hefði í för með sér. Auðvitað var þetta svar ráð- herrans hárrétt; enda var hann og er einn hinn allra snjallasti lög- fræðingur þessa lands. En eigi að síður fékst engu um þokað til leiðréttingar á framkvæpid lag- anna. Svo mikils máttu sín áhrif á- fengisdýrkenda, og svo mikill var sljóleiki þeirra, sem gæta eiga laga og réttar í þessu landi, að bannlögin voru með þessum hætti sama sem að engu gerð. þessi atferli leyfi eg mér fyrir hönd templara að mótmæla svo hátt og kröftuglega, sem eg hefi orku til. þjóðin á fulla heimtingu á því, fyrst og fremst að fá örugg‘ áfeng- isbannlög, og í annan stað að tregðulaust sé greitt úr landssjóði það fé, sem þarf til fullnægjandi framkvæmdar þeirra. Hafi til þess þurft sérstaka fjárveitingu, þá var alþingi auðvitað skylt að sam- þykkja hana um leið og ]>að srtti lcgin. Og við hljótum að krefjast þess, að það bæti nú úr þessari vanrækslu tregðulaust. Eg ætla mér ekki að elta ólar við andstæðingana hér á þessum stað, þó að margri furðulegri fjar- stæðunni sé þar að mótmæla; þær eru flestar marghraktar áður og niður kveðnar. En eg get ekki látið ógert að minna á það, hvernig þeir hafa — alla tíð síðan bannlögin voru sett — látið sér sæma að prédika bannlagabrot fyrir landslýðnum; hvernig þeir jafnt og stöðugt rafa reynt að æsa þjóðina gegn lögun- um, benda á hvemig fara skyldi kringum þau og brjóta þau.Hvern- ig þeir halda á lofti þvaðursögum um hverskonar siðspillingu í sam- bandi við bannlögin, bæði hér og erlendis, — hvernig þar sé farið að brjóta slík lög, og æsa menn til hins sama hér. — Og þessi iðja er látin óátalin af hálfu þeirra, er halda eiga uppi lögum og rétti í landinu. það er og alkunnugt, að and-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.