Tíminn - 28.05.1921, Síða 4

Tíminn - 28.05.1921, Síða 4
68 T í M I N N Klæðaverksmiðjan „Álafoss“ og Sápuverksmiðjan „Seros" vilja benda mönnum á eftirfarandi heil- ræði er hver lslendingur á að hafa hugföst: Sparið landinu óþarfan erlendan gjald- eyri með því að kaupa og nota íslenskar vörur. Sparið landinu óþörf erlend vinnulaun með því að kaupa og nota íslenskar vörur. Sparið landinu óþörf flutningsgjöld með því að kaupa og nota íslenskar vörur. Eflið og aukið vinnuna í landinu ineð því að kaupa og nota íslenskar vörur. Eflið sjáifstæði hins íslenska ríkis með því að kaupa og nota íslenskar vörur. Verslið við þá kaupmenn og þau kaup- félög er selja íslenskar vörur. r lii llllll Rafstöð tíl sölu. Sökum þess að Rafstöð Reykjavílcur tekur til starfa innan skamms, viljum vér selja vora ágætu og fullkomnu rafstöð. M ó t o r i n n er 12 h.a. tvígengis-hráolíumótor, mjög sparneytinn. Dynamo 110/150 volt (jafnstraums) 58/43 Amp. 6400 Watts, með mótstöðu. GLeymir- i n n er 60 Cellur, 81 Ampertími. Geyminum fylgir tré-„stativ“ undir Cellurnar. M a r m a, r a t a f 1 a n er með 15 slökkvururm, ásamt aðal- slökkvurum, 2 Ampermetrum, Voltmeter, Voltmeter-skifti, hleðslu- mæli og öð,ru er tilheyrir. Stöðin hefir verið notuð ca. 1 ár og reynst ágætlega. — Verður sennilega tilbúin til afhendingar eigi síða,r en í ágúst n. k. Verðið er mjög lágt. — Lysthafendur skrifi eða sími sem fyrst til Prentsmíðjunnar Acta, Mjóstræti 6, Reykjavík. — Pósthólf 552. — Talsími 948. Frá Landsbankanum. Landsbankanum berast iðulega til innheimtu frá útlöndum víxlar og ávísanir á einstaka menn og firmu hér á landi, án þess að greið- endur hafi sarnið áður við bankann um greiðslurnar. Til þess að komist verði hjá óþörfum óþægindum, tilkynnist hér. með, að Landsbankinn mun tafarlaust endursenda slíkar innheimtur, nema hlutaðeigendur haíi fyrirfram samið við bankann um greiðslu þeirra. Reykjavík, 27. maí 1921. Landsbanki Islands. Saltílskstollurinn á Spáni. Verslunarsamningurinn milli Danmerkur — af hálfu íslands — og Spánar gekk úr gildi 20. mars síðastliðinn og mun hafa staðið í fimm ár. þriggja mánaða frestur var gefinn til þess að endumýja samninginn og munu samningar nú standa yfir og á að ljúka þeim fyrir 20. júní næstkomandi. það ræður að líkindum að það skiftir ísland afarmiklu hvernig þessir samningar takast, þar eð Spánn er það land sem kaupir langsamlega mest af fiski okkar. þessi fimm ár sem samningur- inn stóð var innflutningstollur á íslenskum saltfiski til Spánar 24 pesetar á 100 kg. í krónutali er þetta dálítið mishátt, eftir gengi spönsku myntarinnar, en mun láta nærri nú að sé um 30 kr. á skippundið. Spánverjar eru nú að endur- skoða skattalöggjöf sína. Er því vitanlega eins varið þar í.landi sem annarsstaðar, að ríkið þarfn- ast þess mjþg að auka tekjur sín- ar. Hækkun á saltfisktollinum hefir því mjög komið til umræðu. Samkvæmt skeytum sem hing- að hafa borist frá utanríkisráðu- neytinu í Kaupmannahöfn hafa Spánverjar nú hækkað tollinn á ís- lenskum saltfiski um 50%, úr 24 pesetum, í 86 peseta fyrir 100 kg. Hækkun þessi gildir til 20. júní, þ. e. þangað til hinn nýi samning- ur á að ganga í gildi. Norskur saltfiskur hefir hingað til verið tollaður eins og íslenskur. En samkvæmt þeim fregnum sem borist hafa, hefir tollurinn á norska saltfiskinum verið hækkað- ur miklu meira, þ. e. úr 24 peset- um í 72 peseta fyrir 100 kg. Með öðrum orðum: tollurinn sé helm- ingi hærri á norskum en íslensk- um saltfiski. Lítur og svo út sem fullkomið tollstríð sé hafið milli Noregs og Spánar. Aðalatriðið fyrir okkur í þessu máli er vitanleba ekki þessi bráða- 'birgðahækkun til 20. júní, heldur hitt, hvernig fara muni um end- anlega samninga milli Spánverja og Norðmanna, sem eru aðalkeppi- nautar okkar á spánska markaðin- um, og hvernig fara muni um hina endanlegu samninga milli okkar og Spáverja hinn 20. júní. Um það verður ekkert sagt með vissu, en hitt mun óhætt að segja, að fyrirfram er engin ástæða til að óttast óbilgirni af hálfu Spán- verja í okkar garð. Hafa þau orð fallir af kunnugra manna hálfu sem nýlega hafa verið á Spáni. Og einkum síðari árin hefir ís- lenskur salsfiskur vaxið mjög í á- liti á Spáni og er nú viðurkendur besta varan, vara sem Spánverjar megi alls ekki án vera. Ætti því að vera hin besta von um það, áð þeim stjórnarvöldum sem semja af íslands hálfu, tak- ist að komast að heppilegum samn- ingum fyrir báða málsaðila. ----o---- Fréttir. Prestskosning. Halldór Kolbeins cand. theol., sonur síra Eyjólfs heitins Kolbeins á Melstað, hefir verið kosinn prestur í Flatey á Breiðafirði með 133 atkvæðum og var kosningin lögmæt. Halldór er einkum kunnur af ágætri starf- semi fyrir bindindis og bannmálið. Flutningsgjöldin. Eimskipafélag íslands landssjóðsskipin og síð- ast Sameinaða félagið hafa aug- lýst lækkun flutningsgjalda um 10% milli íslands og Kaupmanna- hafnar og 20% milli íslands og Skotlands. tír sáttmálasjóði hefir háskóla- ráðið veitt þessar fjárhæðir: 2500 kr. til útgáfu 2. bindis af riti dr. Páls E. Ólasonar: Menn og mentir siðaskiftingaaldarinnar; 2000 kr. til Guðm. G. Bárðarsonar til jarð- fræðirannsókna; 1000 kr. til út- gáfu frumnorænnar málfræði eft- ir Alexander Jóhannesson; 1200 kr. til vísindafélagsins til útgáfu rits eftir Guðm. G. Bárðarson um fornar sævarmenjar; 1000 kr. til próf. Guðm. Hannessonar til utan- farar til þess að kynna sér aðferð- ir við mannamælingar; 500 kr. til Jóh. Sigfússonar skólakennara til þess að safna til íslenskrar skóla- sögu. — Utanfararstyrk fengu þessir kandídatar: Láms. Jóhann- esson cand. juris., Kjartan Ólafs- son og Helgi Skúlason cand. med., Hálfdán J. Helgason og Sigurjón Árnason cand. theol. Látinn er á Akureyri Valdimar Thorarensen málaflutningsmaður. Kosningar í þinglokin fóru á þessa leið: Framkvæmdastjóri Söfnunarsjóðs íslands síra Vilhj. Briem og gæslustjóri Kl. Jónsson fyrv. landritari. Endurskoðunar- menn landsreikninganna endur- kosnir: síra Kristinn Daníelsson, Jörandur Brynjólfsson og Matth. Ólafsson. Verðlaunanefnd gjafa- sjóðs Jóns Sigurðssonar: Jón þor- kelsson, Sigurður Nordal og Hann- es þorsteinsson. Yfirskoðunar- maður Landsbankans: Guðjón Guðlaugsson og bankaráðsmaður íslandsbanka Bjarni Jónsson frá Vogi, báðir endurkosnir. Forseti þjóðvinafélagsins var kosinn Páll E. Ólason, þar eð Benedikt Sveins- son skoraðist undan endurkosn- ingu. þingstörfin. 1 þinglokin lásu for- setar yfirlit yfir þingstörfin. 1 neðri deild voru haldnir 77 fundir og 133 mál hafði deildin til með- ferðar, 106 lagafrumvöi’p, 25 þingsályktunartillögur og 2 fyrir- spurnir. í efri deild voru haldnir 79 fundir og 97 mál hafði deildin til meðferðar, 88 frumvörp og 9 þingsályktunartillögur. f samein- uðu alþingi voru haldnir fjórir fundir. Alls voru lögð fyrir þing- ið 49 stj órnarfrumvörp og 64 þing- mannafrumvörp, alls 113 og varð 71 þeirra að lögum, 35 stjórnar- frv. og 36 þingmannafrv. þrem frv. var vísað frá með rökstuddri dagskrá, en 11 stjórnfrv. og 18 þingmannafrv. urðu ekki útrædd. Merkust hinna óútræddu mála eru vatnamálin og mentamálin. — þingið er næstlengsta þing sem háð hefir verið, stóð í 96 daga. Fjármálaráðherra sleit þinginu, þar eð forsætisráðherra var þá farinn utan. þingmenn fóru flestir úr bæn- um daginn eftir þingslit. Sigurgeir Friðriksson bóndi á Skógarseli í Suður-þingeyjarsýslu kom úr utanför nýlega, stóð stutt við í bænum og hvarf heim á leið með þingmönnum. Hann hefir dvalist lengst af í Kaupmanna- höfn í vetur, stundað þar nám við nýstofnaðan bókavarðaskóla, og lolcið með ágætu lofi. Embætti. ísafjarðarsýsla er aug- lýst laus og er umsóknarfrestur til 1. júlí. — I Kálfholtsprestakalli fór kosning á þá leið að síra Tryggvi Kvaran á Mælifelli fékk 83 atkvæði, en 94 vildu heldur hlíta þjónustu nágrannapresta. Er því prestakallið auglýst á ný. Morgunblaðið og Lögrétta, Full- yrt er nú að það sé satt að þor- steinn Gíslason gangi á mála hjá Morgunblaðseigendunum og geri við þá félagsbú um að taka Lög- réttu með. Inflúensan.* Á þriðja hundrað manns lá í einu á Séýðisfirði er veikin var útbreiddust, en nú er hún mjög rénuð og hefir ekki reynst skæð. • -----o---- Sálmabókín | Passínsálmar Lækkað verð: Sálmabókin gylt í sniðum .... áður kr. 22,00 nix kr. 18,00 Sama ................. — — 15,00 — — 12,00 * Passíusálmar í skinnbandi: gyltir í sniðum.... — — 12,00 — — 10,00 sömu í shirtingsbandi . . . . — — 7,50 — — 5,00 Verð þetta gildir frá 1. jiiní 1921. Ódýrarí útgáfur af Sálmabók og Passíusálmum verða gefnar út bráðlega, eða þegar um hægist. r Isafoldarprentsmiðja h.f. Bóksalar. »Sex sönglö g«: Loftur Guðmundsson. Fást hjá oss undirrituðum. Ennfremur höfum vér í • næsta mánuði eftir sama höfund. Vilhelm Hansen Musik-Forlag, Gothersgade 9—11 Köbenhavn. Reiðtýgi, erflðis- og lystivagns- aktýgi og allt tilh.; tjöld, vagna- og fiskyfirbreiðslur, keyrsluteppi o. fl. Ýmsar járnvörur, s.s. ístöð, beislisstangir, taumalásar, keyri 0g nýsilfursstangir, mjög vand- .aðar. — Áreiðanlega stærsta, fjölbreyttasta, besta og ódýrasta úrval á öllu landinu. — Stærri og smærri viðgerðir á aktýgjum og reiðtýgjum afgreiddar með mjög stuttum fyrirvara. Fyrsta fiokks efni og vinna. Pantanir afgreiddar hvert á íand sem er. Söðlasmíðabúðin S1 e i p n i r. Eggert Kristjánsson. Ágæt fóðursíld til sölu! Með Sterling fékk eg frá Siglufirði 2000 tunnur af ágætis síld, þar sem meiri parturinn er sorteraður í haust s. 1. og ætlað fyrir amerískan markað; síldin var metin að nýju, pakkað í ,,.100 kg. pr. tunnu og talið í þær. Tunnurnar eru vel bentar og í góðu standi; verður síldin geymd hér í Reykjavík á góðum stað, vel varin fyrir hita. — Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni í »Líverpool«. Th. Thorsteinsson. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. ■ ■ Onnur sex sönglög' ic!eaer ■ Lcffm* i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.