Tíminn - 04.06.1921, Side 2

Tíminn - 04.06.1921, Side 2
70 T 1 M I N N inn, sem þeir náðu til. Samt mun- aði aðeins 10—15 atkvæðum. Litlu síðar var Karl einn af hvatamönn- um þess að stofnað var Kaupfélag Austfjarða, sem er í miklum upp- gangi. þetta mun hafa þótt dauða- synd, og ef til vill enn meiri en vinsældir hans í stjórnmálum. þegar allar kennarastöður losn- uðu í fyrravor, voru eingöngu kaupmannasinnar í bæjarsjórn. Mæltu þeir móti Karli. Báru helst við að hann væri ekki fullkominn bindindismaður.Var þá settur, vet- urinn sem leið, myndaimaður, og mikill templari. En þá fór með hann eins og Halldór Jónasson, að ekki var algerða bindindið bétra. Er þessi ásökun skrípaleikur einn, í munni andstæðinga Karls, því að þeir halda út blaði til að vinna móti banninu. Og um bindindis- starfsemi þeirra munu fæst orð hafa minsta ábyrgð. Einkennilegt er það og, að andbanningarnir á Seyðisfirði ofsækja Karl fyrir að vera ekki bannmaður. En Bjöm á Dvergasteini, prestur þorpsins, mesti bannmaður landsins, ef það orð mætti hafa um nokkurn sér- stakan mann,hefir jafnan verið vildarvinur Karls og stuðnings- maður í opinberum málum. Sjást best á þessu heilindin frá hálfu seyðfirsku broddanna. pegar víst var að skólanefnd lagði móti Karli í fyrra, sendu um 80% for- eldra og aðstandenda barna í þorp- inu áskorun til stjórnarinnar um að veita Karli. Sést af því hvað bæjarbúar vildu. Stjómin skeytti því engu. En við kosningar í vet- ur hreinsuðu bæjarbúar fyrir sín- um dyrum og skiftu því nær alveg um skólanefnd. Einn hinn fallni engill, búðarloka úr þorpinu, tók fram opinberlega á prenti í vetur ásakanir sínar gegn skólastjóm Karls. En nú hafa þau orð verið dæmd dauð og ómerk af dómaran- um á Seyðisfirði. þannig hefir alt mistekist fyrir andstæðingum Karls. Aðeins eftir að vita hvort stjórnin vill halda þessari pólitisku og verslunarlegu ofsókn áfram. Kaupgjaldsmálið. Bændur austanfjalls og víðar á landinu hafa í vetur unnið að því að koma á samræmi um kaup fyr- ir sumarvinnu. Gert er ráð fyrir að gjalda eftir „gömlu lagi“, þ. e. eftir því hvernig landafurðir selj- ast. Hafa verið haldnir fundir við þjórsárbrú oftar en einu sinni, og ei' talsvert unnið að málinu. Hug- mynd forgöngumannanna er sú, að gera starfsfólkið, sem vinnur að framleiðslunni, að „hluthöfum“, ef svo mætti að orði kveða. Tap og ágóði skiftist á báða, eftir því hvernig framleiðslan gengur og selst. þetta er þýðingarmikið spor á vandasömum vegi. Ástand- ið eins og það er nú er að koma öllum á kaldan klaka, bæði bænd- um og verkamönnum. þetta er ef til vill þýðingarmesta málið fyrir framtíð þjóðarinnar. Tilraun Sunnlendinga er fyrsta sporið í áttina.. Mun vikið að þessu oftar hér í blaðinu. Fasteignabankinn. Meh. naumindum komst hann gegnum efri deild. Afturhaldslið þingsins gerði sitt ti! að eyða mál- inu. í neðri deild Jón þorláksson, Jón Auðunn, Sigurður Stefánsson. í efri deild B, Kr., Steinsen, Sig. Kvaran o. fl. B. Kr. var framsögu- maður í efri deild sinna manna. Vildi fyrst drepa bankann með rökstuddri dagskrá. þar næst taka af honum hlunnindi þau, sem land- ið leggur til í fyrstu. En mistækist þetta, voru þar að auki 15—20 brtt., sem gerðu frv. alt að vit- leysu, ef fram hefðu gengið. Sig. Eggerz varði frumvarpið, með tveimur prýðisgóðum ræðum, sannaði að till. B. Kr. og hans nóta voru flest allar til skaða, en hinar óþarfar. Guðjón Guð- laugsson vildi engán fasteigna- banka, af því að hann ætti frum- kvæði að Ræktunarsjóðinum, sem gerði svo mikið gagn. Sást að Guð- jóni er nú mjög tekið að hnigna, því að fasteignabankinn getur unnið margfalt meira gagn en hinn litli, kyrstæði Ræktunarsjóð- ur. þar að auki misminnir hann um upptökin, því að Ól. Briem á þann heiður skilið fremur en nokk- ur annar. Atkvæðagreiðslan var aðdáanleg. Allar till. B. Kr. strá- drepnar með 8 : 6. það voru fram- sóknarmennirnir allir. Ennfremur Eggerz, Karl E., Sigurj. Friðjóns- son og landlæknir. B. Kr. undi illa ósigri sínum. Sá að nú myndi hin dauða veðdeild, sem jafnan hefir verið vanskapningur, um- breytast í starfhæfa stofnun, bygða á kröfum og þekkingu sam- tíðarinnar. En sorglegt er til þess að vita, að til skuli vera þeir þing- menn, sem vilja hindra jarða- og húsabætur í landinu, með því að vinna á móti að hér sé sæmileg peningastofnun til að greiða fyrir þeim málum. „Vatnajökulsvegur“. Stjórnin heldur áfram því stór- virki. Hefir hún nú byrjað að „varða“ veginn og eru komin tvö fyrstu leiðarmerkin. B. Kr. valinn til að rannsaka bankann fyrir stjórnarinnar hönd. Næst er Egg- ert Claessen settur þar banka- stjóri, vitanlega tilætlunin að hann verði til frambúðar. það hlýtur að vera mikið gleðiefni fyr- ir Hið íslenska steinolíufélag og fleiri slík þjóðþrifafyrirtæki, að fá E. Cl. til að stýra þessu strand- aða skipi einmitt nú, þegar verið er að bjarga fyrirtækinu yfir á herðar almennings. Hann mun vera meir eða minna riðinn við mörg helstu gróðafélög í bænum. Um fordæmi samvinnulaganna. Sambandinu mega allir ísl. sam- vinnumenn þakka undirbúning þessa mikla nauðsynjamáls. Hefir það vandað undirbúninginn svo vel, að íslensku samvinnulögin eru á undan samskonar löggjöf í öðr- um löndum. Er það af því að Sam- bandið hefir látið bræða saman besta innlenda og erlenda reynslu. Frá Svíum er fengið nokkuð af hinum almennu ákvæðum. Frá Bretum að hafa skattskylduákvæð- in í samvinnulögunum sjálfum, þó að þingið spilti því að nokkru. Sömuleiðis er frá Bretum sú ný- lunda að leysa útsvarsmál félag- anna með húsaskatti. Úr danskri löggjöf var fordæmi fyrir því að leggja ekki á félög eins og Slátur- félagið, fyrir sölu innanlands, nema ef keypt var af utanfélags- mönnum. Frá Norðmönnum sú á- gæta regla að leyfa félögunum skifti við utanfélagsmenn, en láta telja fram ágóða af þeirri versl- un sérstaklega, og skatta eins og kaupmannagróða. Af heimafeng- inni reynslu má telja nauðsyn sam- ábyrgðarinnar. Ákvæðið um stofn- stjóð, sem upprunalega er komið fram í Dalafélaginu, sem Torfi í Ólafsdal stóð fyrir, hefir verið tekið upp í helstu samvinnufélög- unum, en verður nú lögboðið í öll- um félögum. Deildaskipunin _er frá Kaupfélagi þingeyinga. Hug- myndin um óskiftilegan varasjóð frá Austur-Húnvetningum. Frá Kaupfélagi Eyfirðinga hin ströngu skilyrði um meðferð varasjóðs o. m. fl. Gildi íslensku samvinnulag- anna liggur í því að þar er steypt í eina heild og samræmi hinum bestu fyrirmyndum, sem reynsla samvinnumanna hér á landi og er- lendis hefir skapað. Á galla þá, sem loða við samvinnulögin fyrir meðferðina í þinginu, verður síðar minst. Líndal og Dagur. Bjöm Líndal byi'jaði árás sína með því að Landsverslun væri ó- þörf, síðan stríðinu létti. En Dag- ur sannaði að einmitt síðan hefir viðskiftastyrjöldin aukist, og ver- ið meiri þörf almennra ráðstafaná. B. L. bar á stjórn Sís og Lands- verslunar að eigingjarnar hvatir lægu á bak við þær félagsfram- kvæmdir. Rök gat hann engin fært Sími 646. Síiniiefhi: SLEIPNIR Reiðtýgi, erfiðis- og lystivagns- aktýgi og allt tilh.; tjöld, vagna- og flskyflrbreiðslur, keyrsluteppi o. fl. Ýmsai’ járnvörur, s.s. ístöð, beislisstangir, taumalásar, keyri og nýsílfursstangir, mjög vand- aðar. — Áreiðanlega stærsta, fjölbreyttasta, besta ög ódýrasta úrval á öllu landinu. — Stærri og smærri viðgerðir á aktýgjum og reiðtýgjum afgreiddar með mjög stuttum fyrirvara. Fyrsta flokks efni og vinua. Pautanir afgreiddar livert á land sem er. ImébiMí Sltóverslun Hafnarstræli 15 Selur landsins bestu gúmmí- stígvél, fyrir fulloröna og börn — ásamt allskonar leðurskó- fatnaði, fyrir lægst verð. Greið og ábyggileg viðskifti. 1 Söðlasmíðabúðin Sleípnír. Eggert Kristjánsson. innyrl iim i«imim ui .ym ^ii l^j Jrd______J______ Frá og með 4. júní næstk. verður skrifstofum vorum, Tjarnargötu 33, lokað á laugardögum k:l. 1 e. Ii. Afgreiðslan á Amt- Martha Sahls Fag'skole for Husholdning, Helenevej 1 A., Kbh. V. Husholdningskursus — med eller uden Pension — beg. Sept'., Jan. og April. — Program sendes. Frekari vitneskju um skólann veitir Guðlaug Sigurðardóttir l’rá Ivaldaðarnesi. mannsstíg verður opin til ld. 5 e. h. Hiö íslenska steinolíuhlutafélag. Sími 214. . Rafmagnsstöð Taugaveiki hefir verið á Álftá á Mýrum og eru tveir menn dánir úr henni. Ekki hefir veikin breiðst út þaðan enn, nema í eitt hús í Borg- arnesi, gistihús Kristjáns Jóns- sonar. er til sölu nú þegar með öllu tilliéyrandi, sem sé: „Tuxhamu hráolíu- mótor að stæi'ð 14—17 likr. með vátnsinnsprautingu og kælivatns- pumpu. Einnig Dynamo maskjna 65 volta 146 ampér Accumulator 145 ampér tímar, skiftiborð með öllu tilheyrandi. Rafstöð þessi er tæplega ársgömul, og selst nú með tækil’ærisverði. Allar upplýsingar l’ást hjá undirrituðum. H.f. Nýja Bíó. Bjarni Jónsson. Ágæt fóðursíld til sölu! Með Sterling fékk eg frá Siglufírði 2000 tunnur af ágætis síld, þar sem meiri parturinn er sorteraður í haust s. I. og ætlað fyrir amerískan markað; síldin var metin að nýju, pakkað í 100 kg. pr. tunnu og talið í þær. Tunnurnar eru vel bentar og í góðu standi; verður síldin geymd hér í Reykjavík á góðum stað, vel varin íyrir hita. — Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni í »LiverpooI«. Th. Thorsteinsson. Taugaveikin og mjólkin. í nýútkomnu Læknablaði farast héraðslækni í Rvík orð meðal ann- ars á þessa leið: „Síðan í sept. 1920 hafa um 50 sjúklingar með taugaveiki legið á Farsóttahúsinu, — margir mjög þungt haldnir. Síðasta taugaveik- isfaraldrið kom um miðjan apríl- mánuð þ. á„ og mátti þar komast fyrir uppruna veikinnar: Kona ein sýklaberi, sem fékst við mjólkur- sölu. Alls hafa sýkst 11 manns frá þessum stað, beinlínis og óbeinlín- is. Allir lagst þungt. 2 dáið. Bólu- sett voru allmörg heimili gegn taugaveiki.“ Stefán Jónsson læknir ritar og grein í Vísi um hið sama og segir að taugaveikisfaraldur geti þá og þegar geisað um bæinn, vei'ði mjólkin ekki gerilsneydd. Ber bæjarstjórn Reykjavíkur ábyrgð- ina á því. þeir mjólkurframleið- endur, sem eru í Mjólkurfélaginu, hafa gert sitt ítrasta til þess að bæta úr þeim vandræðum. fyrir þessu. Veittist Degi létt að sýna fram á vinnubragðamun hjá yfirstjórn kaupfélaganna, sem lyft hefði heilum héruðum og land- inu öllu, með starfsemi sinni, en B. L„ sem varljj, hefði sloppið ó- meiddur frá litlu starfi í þágu þess opinbera, og annars byrjað starf- semi sína með skuldheimtu og málaþjarki fáum til gagns. ** ---Q-- Fréttír. Skurðpáll. Nýtt áhald með því nafni hefir Eggert V. Briem, verk- færaráðunautur Búnaðarfélagsins fundið upp, til þess að grafa skurði. Er verkfæri þetta furðu- lega fljótvirkt og handhægt. Mun gefast tækifæri til að geta þess nánar í sambandi við verkfærasýn- inguna. Lögrétta sem út kom sama dag og þorsteinn Gíslason hóf rit- stjórn sína við Morgunblaðið, læt- ur ekki svo lítið að segja frá þeim tíðindum. Hvað veldur? Báðir sigruðu. Skrafdrjúgt verður mönnum um úrslitin á þinginu og falla dóm- amir misjafnt um það, eins og gengur, hvorir hafi orðið ofan á. Sumir festa mest augun á því að stjórnin skyldi áfram fá að hanga við völdin, þar eð það var öllum vitanlegt, að hún var í minni hluta, bæði í þingbyrjun og þing- lok og um mitt þingið. Stjórnin þ. e. Jón Magnússon hefir sigrað, segja þessir menn. Aðrir festa augun á því hvem- ig málunum reiddi af í þinginu. Morgunblaðið er búið að marg- tönnlast á því hversu stóra sigra Tíminn hafi unnið í málunum og beðið mikinn ósigur um stjórnina. Tíminn og menn þeir sem að hon- um standa, hafi verið aðal-aðilinn móti stjórninni. Og í málunum hafi þeir menn unnið fræga sigra. Fyrst og fremst má benda á sam- vinnufrumvarpið, því næst er landbúnaðarbankinn, þá lands- verslunin — öll þessi mál gengu í gegn þvert á móti vilja sterkustu stjórnarmannanna. Loks er banka- málið. Tillaga Tímans varð þar al- veg ofan á, þótt stjórnin kallaði það að leggja veg norður Vatna- jökul. Hitt tókst stjórninni að vísu að spilla framkvæmd þess máls stórkostlega. Hvorii' sigruðu þá? Tíminn kom öllum sínum mestu áhugamálum fram. Hann hefir sigrað og unir vel við að því leyti. En Jón Magnússon hefir líka sigrað, því að hann kom líka sínu áhugamáli fram — að fá að sitja. Ilann á sem sé ekki nema eitt á- hugamál, það að fá að taka á móti kónginum og fá að sitja til þess. Honum tókst það. Ergó: Báðir hafa sigrað. Tíminn gleðst yfir sínum sigr- um og efast ekki um góðar afleið- ingar af þeim, þjóðinni til handa. Jón Magnússon gleðst vafalaust líka af sínum sigri — hverjar sem afleiðingarnar vei'ða fyrir þjóð- ina af stjórnarfari hans. En vafa- laust er það einsdæmi í sögu þjóð- anna, að maður skipi æðsta stjórn- arsæti sérstaklega með tilliti til þess að taka á móti gesti. Nýlátinn er hér í bænum Jón Alberts gullsmiður, sonum Alberts fyii’um bónda á Stóruvöllum. Hann var ungur maður og nýkom- irm úr utanför til mentunar í iðn sinni; prýðilega efnilegur maður og er að honum hin mesta eftirsjá. Frá Canada eru þeir nýlega komnir Árni Eggertsson og Ás- mundur Jóhannsson. Ætla að sitja aðalfund Eimskipafélagsins af hálfu Vestur-fslendinga. Sam ferða þeim að vestan var Ingólf- ur hreppstjóri Guðmundsson frá Breiðabólsstöðum í Reykholtsdal, sem fór vestur í haust í kynnis- för. Rafmagnsstjói'i hér í bænum er orðinn Steingrímur Jónsson verk- fræðingur. Eggert Claessen málaflutnings- maðui' er skipaður bankastjóri við íslandsbanka í stað Sighvats Bjarnasonar sem hefir sagt því starfi lausu vegna heilsubrests. Hafísfregnir hafa borist að norð- an, en hvergi er hann landfastur enn. Skipstjón. Víst þykir það að þil- skipið Dýri frá þingeyri muni hafa farist. Hefir ekkert til þess spurst lengi og björgunarskipið þór leitaði þess árangurslaust í þrjá sólarhringa. Leiðar prentvillur voru í síðasta blaði Tímans í ræðu Árna Jó- hannssonar, sem höfundur og les- endur eru beðnir velvirðingar á. í fjórða dálki stendur: „þessi at- ferli“ f. „þessu atferli“. í fimta d.: „rafa“ f. „hafa“ og í sjöunda d.: „staðhæfingar“ f. „staðfestingar“. Danskt dagblað kemur út hér í bænum meðan konungur stendur við. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.