Tíminn - 11.06.1921, Síða 3
T I M I N N
73
ur á hverju ári að bíða umsagnar
sýsluneínda. Koma þau svör vit-
anlega oft ekki fyr en langt er
komið fram á útmánuði. Slík bið
getur orðið til stórtjóns, því að
markaðsástæður í hvert sinn ráða
því í hvert sinn hvenær best er að
undirbúa sölu erlendis og gera
bindandi samninga. Ýmsum þing-
mönnum var bent á þetta, en það
var ekki tekið til greina. Sýslu-
nefndir geta ennfremur bundið
samþykki sitt allskonar ósamrým-
anlegum skilyrðum, og þarf varla
að efa að þar mundi nóg um reip-
drátt milli héraða og fjórðunga. •
III.
Við lokameðferð málsins í þing-.
inu breyttist ekki til batnaðar.
þórarinn Jónsson þingmaður Hún-
vetninga skemti þinginu með
kýmilegum sögum um meri sem
liefði tapast úr stóði landsjóðs,
og lent í mörg æfintýri. þótti þór-
arinn heldur vaxa af framgöngu
sinni í þessu máli, en landstjórnin
þakkaði honum ekki frammistöð-
una í það sinn.
Við sömu umræðu og síðar kom
það til uniræðu milli Norðlending'a
og Sunnlendinga, hvort fjórðung-
arnir hefðu borið jafnan hlut frá
borði um hrossaverðið. Kom þar
tvent til greina. Fyrst að hrossun-
um var skipað út frá Reykjavík og
varð þess vegna meiri kostnaður
innanlands við norðlensku hest-
ana. í öðru lagi var því haldið
fram að taxtinn hefði í fram-
kvæmdinni orðið eilítið lægri hjá
þeim markaðshaldara, sem keypti
á Suðurlandi, heldur en stéttar-
bræðrum hans fyrir norðan og
vestan. Á.móti þessu var það tal-
ið að markaðir hefðu orðið síðar á
Suðurlandi heldur en nyrðra, og
hefði orðið að gera við því. Gunn-
ar Sigurðsson hafði mest oi'ð fyr-
ír Sunnlendingum í þessu máli.
Um einkasöluna sjálfa var hann
langtum víðsýnni en landbúnaðar-
nefndin. Kostnaðamiuninn innan-
lands lét hann og óátalinn, sem
vonleg-t var, þar sem um lands-
skipulag var að ræða. En hann
vildi að Sunnlendingum væri bætt-
ur sá mismunur ei' honum þótti
sannað, að verið hefði á taxtan-
um. Bar hann fram þrjár tillögur
þar að lútandi. Tvær þær sem
lengra gengu voru feldar, en
þrauta varatillagan samþykt, um
smá uppbót úr varasjóði hrossa-
sölunnar. Með þessu lauk skiftum
þingsins af hrossasölumálinu.
IV.
Nú er því ekki að neita, að frá-
gangur þingsins á mahnu er þann-
ig að varla verður lengi við unað.
Bæði heimildarlögin sjálf og
þingsályktunartillagan gera fram-
kvæmdina svo flókna, óvissa og
skilorði bundna, að tæplega er
hugsanlegt að nokkur landsstjórn
reyni að framkvæma verslun með
hesta á þessum grundvelli. þá er
aðeins um tvær leiðir að ræða:
1. Einkasölu með bættu fyrir-
komulagi.
2. Að Sambandið taki hrossa-
verslunina í sínar hendur fyrir þá
bændur, sem versla í einhverri af
deildum þess.
Sé farin fyrri leiðin, þarf einka-
salan að vera lögboðin skilyrðis-
laust, svo að hægt sé að gera ráð-
stafanir í tæka tíð. En af ýmsum
orsökum er gott bæði fyrir rnálið
og stjórnina, að þótt einkasala sé
í orði, þá komi málið lítt undir af-
skifti landsstjórnarinnar sjálfrar.
í stað þess færi föst, ópólitisk
nefnd með framkvæmd málsins
frá ári til árs, meðan þingið heim-
ilaði einkasölu.
Nefndin gæti verið kosin þann-
ig að Búnaðarfélag íslands til-
nefndi einn af þremur mönnunum,
Sambandið annan og landsstjórn-
in hinn, þriðja. þessi nefnd gæti
annaðhvort sjálf staðið fyrir söl-
unni, eða valið til þess ákveðinn
mann, sem framkvæmdi verkið
undir eftirliti og samkvæmt fyrir-
mælum nefndarinnar.
En þyki þessi leið ekki fær,
vei’ður hitt þrautaúrræðið.að Sam-
bandið komi skipulagi á sölu
hrossanna. í fyrstu myndi allmik-
ið af hrossum vera í höndum
spekúlanta eins og enn á sér stað
með nokkurn hluta af öðrum fram-
leiðsluvarningi sveitanna. Verðið
myndi lækka í fyrstu fyrir klofn-
inginn. En áður langt liði myndi
samvinnufélögunum takast að fá
sama sem einkasölu með hrossin,
og ná takmarkinu betur og örugg-
legar eftir þeim veginum, þó að
hann sé dálítið lengri og erfiðari
í byrjun.
Enn hefir ekki frést hvort
verða muni úr einkasölu í ár eða
ekki. En ef ráða mætti af líkum,
er sennilegast, að heimildarlögin
verði ekki notuð. þáu eru misstig-
ið spor. Og ef það er skaði fyrir
þjóðina, þá verður, því miður, að
játa það, að fulltrúar hennar á
þingi eiga sök á því.
Sk. Kv.
■o
áramót það sem ofborgað hefir verið
á árinu. þetta er svo margskýrt í blöð-
um samvinnumanna, að óþarft virðist
að ræða það frekar.
J. J. L. viðurkennir réttilega, að það
sé rangt að leggja skatt eða útsvar á
veltu verslananna, af því að það legg-
ist þjsigst á þær vcrslanir, sein selja
með minstum liagnaði. Einnig heldur
hann því fram, að kaupfélag eða pönt-
unarfélag, sem ekki safnar sjóðum og
ekki leggur á vörurnar nema fyrir
kostnaði, eigi hvorki að greiða skatt
né útsvar.
En þegar svona langt er gengið,
cr skattgrundvöllurinn enginn orðinn
annar en formsatriði i starfrœkslu fé-
laganna, eins og Jónas Jónssoir hefir
margsinnis sýnt fram á í Tímariti
samvinnufélaganna og í Tímanum.
Kaupfélag, sem selur félagsmönnum
sínum vörur án þess að leggja á þær
nema fyrir lcostnaði, á ekki að greiða
skatt. Sama kaupfélagið, sem selur
sömu mönnunum sömu vörurnar á
sama staðnum, en sem áætlar verðið
ríflega í bili og gerir svo reikningana
til fulls upp um áramót, það á að
greiða skatt. Starfsemin er þó sú
sama, gróðinn af versluninni sá sami
og lendii' í sama vasanum að árinu
loknu. Félagið nýtur og sömu hlunn-
inda í kaupstaðnum. Mismunurinn
liggur í bókfærslunni og með því að
breyta tii um bókfærslmra, getur slíkt
félag skotið sér undan skattinum,
eins og J. J. L. minnist á að sum fé-
lög liafi gert. þessvegna hvílir skatt-
urinn beinlinis á sjálfri bókfærsíunni,
cn ekki á neinum eðlilegum skatt-
grundvelli, ekki á eignum félagsins,
ekki á verslunarhagnaðinum og ekki
á starfrækslu félagsins á staðnum.
Enn skýrar kærai þetta. fram, ef á-
góðanum væri skift milli félagsmanna
áður en reikningunum væri lokið um
áramót. þá yrðu tekjur félagsins ekki
fóignar í öðru en þvi, sem rynni í sam-
eiginiegan sjóð — varasjóðinn — en
úthlutaður ágóði félagsmanna kæmi
þá fram i reikningunum eins og upp-
bót sú eða prósentur, er kaupmenn
gefa viðskiftamönnum sínum á við-
skiftin yfir árið. ‘J. J. L. spyr hver
greiði skatt af úthlutuðum ágóða
kaupfélaganna, ef félagið geri það
ekki sjálft, þar sem menn séu ekki
„flokkaðir" við niðurjöfnun eftir því,
hvort þeir versli við kaupmenn eða
kaupfélög. Eg spyr aftur á móti: Hver
hefir greitt skatt af viðskiftauppbót
þeirri, er kaupmenn liafa gefið við-
skiftamönnum sínum að undanförnu
á mcðan kaupfélögin hafa greitt skatt
af ágóða þeim, er þau hafa úthlutað
til félagsmanna sinna? Hefir kaup-
maðurinn gert það? Nei. Átti hann að
gera það? Nei, auðvitað ekki, því að
það eru ekki hans tekjur, heldur við-
skiftamannsins, sem fékk uppbótina.
Og eg spyr enn: Hvenær hefir það
heyrst, að menn væru flokkaðir við
niðurjöfnun eftir því, hvort eða hve
mikla uppbót kaupmaðurinn hefir gef-
ið hverjum einum? Viðskiftamennirn-
ir njóta þó ekki allir sömú náðar hjá
kaupmönnunum, því að sumir fá enga
uppbót, en aðrir fá liana riíiega.
Auðvitað á að skattleggja alt slílct,
en ekki sérstaklega, heldur í heildar-
tekjum hvers einstaklings. Við verð-
um að gæta þess að það hefir fleira
áhrif á niðurstöðu viðskiftanna en
uppbótin ein. Vöruverðið sjálft er
ekki minna um vert, eftir því hvar og
hvenær varan er keypt. Við verðum
lika að gæta þess, að viðskiftin við
kaupfélagið eða kaupmanninn eru
'§ðorgtn etítfa
efttt
$>aCí gatne
Fingur Rómu kreistu handlegg
hans í krampa og hún hvíslaði:
„Bíðið! Leyfið mér að safna
kröftum augnablik“.
Augu hennar flöktu um stof-
una, eins og hún vænti heimsókn-
ar úr andanna heimi.
„Nú er eg betri! Haldið áfram!“
Aftur heyrðist suðið og þvínæst
greinileg röddin:
„Sonur minn! Eg hélt loforðið,
sem eg gaf þér, þá er eg fór burt
úr Lundúnum, en þú fékst aldrei
bréfið sem eg skrifaði þér. það
stóð í því hver eg væri og hvers-
vegna eg gengi undir öðru nafni.
En sú saga er of löng og ég verð
að tala stutt. Eg er Prosperó Vol-
onna. Faðir minn var hinn síðasti
fursti er bar það nafn. Yfirvöldin
og njósnarar þeirra eru þau einu
sem þekkja mig undir nafninu
Rossellí læknir. Enginn á Eng-
landi veit að eg er Volonna, eng-
inn, nerna blessað, elskaða barnið
rnitt, vesalings Róma mín.“
Hún tók þéttara um handlegg
Rossís og henni sortnaði fyrir aug-
um.
„Eg hefi frétt það smátt og
smátt, hér í gröfinni sem eg lifi í,
sem borið hefir við síðan eg fór í
útlegð. Svikabréfið, sem kallaði
mig til Ítalíu, og tældi mig í gildru
lögreglunnar, það hafði sá maður
skrifað sem nú á góss mitt og eign-
ir. Hann fékk það að launum fyrir
svikin!“
„Baróninn!”
Rossí hafði látið grammófóninn
stöðvast.
'„Getið þér þolað að hlusta?“
Hún var eldrauð í andliti, en
það var einbeitni í röddinni, er
hún svaraði:
„Haldið áfram!“
þegar aftur heyrðist til raddar-
innar skalf hún eilítið.
„Hvort það var ótti, eða ein-
hver önnur hvöt, sem því olli, að
hann tók dótturina að sér, eftir að
hafa svikið föðurinn, það veit al-
faðir einn, sem rannsakar hjörtun.
Til Englands fór hann til þess að
leita hennar. Hann fann hana út-
rekna á götuna, því að fólkið sem
eg hafði beðið fyrir hana, hafði
svikið loforð sín við mig. Hann
lokaði munninum á því, með því að
múti því til að láta jarða einhverja
vesæla ókunna stúlku undir nafni
minnar elskuðu dóttur.“
Hönd Rómu skalf og tók í hönd
ekki nema nokkur hluti af viðskiftum
mannsins. Bóndinn hefir líka mikil
viðskifti önnur, t. d. við hjú sín, og
kaupgjaldið hefir ekki síður áhrif á
hinar endanlegu tekjur búsins en
verslunarviðskiftin. það sem einn
bóndinn þarf að greiða umfram ann-
an i hærra kaupgjald fyrir jafnan
vinnukraft, <©etur auðveldlega numið
talsvert meiru en útlilutuðum ágóða
i kaupfélaginu eða viðskiftauppbót
kaupmannsins. Ennfremur verður við
að gæta þess, að viðskiftin eru ekki
nema einn liðurinn í framleiðslunni.
Innri rekstur búsins, eða hvaða at-
vinnu sém er, er ekki þýðingarminni,
og hinar endanlegu skattskyldu tekj-
ur mannsins fást ekki fyr en þetta
alt er komið saman i eina heild í nið-
urstöðíhni af ölluni atvinnurelcstrin-
um út á við og inn á við. þessa heild-
arniðurstöðu eiga niðurjöfnunarnefnd-
irnar að reyna að meta. Vitaskuld er
það erfiðleikum bundið og verkið
þess vegna ófullkomið, en að svo
miklu leyti sem ágóðinn af verslun
mannsins við kaupfélagið hefir nokk-
ur áhrif á tekjur hans og efnahagsá-
stæður, kemur ágóðinn beinlínis fram
við mat niðurjöfnunarnefndarinnar á
gjaldþoli mannsins með alveg sömu
nákvæmninni eins og árangurinn af
öllum öðrum viðskiftum mannsins,
eins og lika ágóði annars manns af
viðskiftum hans við kaupmanninn og
alla aðra kemur fram á sama hátt.
Sérskattur á úthlutaðan ágóða, án
tillits til heildartekna þess, sem ágóð-
ann fær, er því í sjálfu sér ranglátur,
og hefir auk þess þær rökréttu afleið-
ingar, að það verður að teygja slcatta-
málin að ýmsu öðru leyti lengra og
lengra inn í liið mikla völundarliús
viðskiftalifsins, sem enginn ratar um
Rossís. Hún var ísköld. Röddin
varð æ veikari:
„Hún er nú í Róm og ber nú það
nafn sem var nafn mitt. Henni
getur staðið hætta, já, jafnvel
smán, af því umhverfi sem hún
lifir í. Maðurinn, sem sveik föður-
inn, getur og svikið dótturina.
Taktu hana frá honum! Hjálpaðu
henni! það er bæn deyjandi
manns!“
„Davíð!“ sagði röddin og varð
enn veikari, „þá er þetta kemur
þér í hendur, þá verð eg til grafar
genginn. I hinni miklu sorg minni
kvelur mig ægilegur grunur.------
þú mátt ekki misvirða bæn mína.
Og hvað sem þú afræður, þá vertu
mildur við bam mitt! Mig dreymir
hana á hverri nóttu og hjarta mitt
berst til hennar á vængjum ástar-
innar........ í Guðsfriði, sonur
minn. Dauðinn nálgast. Guð veri
með þér í starfi þínu! Hann hjálpi
þér til að framkvæma það sem mér
mistókst. Og afmái dauðinn ekki
minninguna um þá, sem við látum
eftir á jörðunni, þá mátt þú vera
viss um að þú átt hjálpar- og árn-
aðarmann á himni. í Guðsfriði!"
Röddin þagnaði. Suðið hætti í
áhaldinu. það var eins og ósýni-
legur skuggi liði um í herberginu
og hyrfi. það var hætt að rigna
og ómurinn af vagnskröltinu barst
inn.Róma hafði slept hendi Rossís
Hún sat álút og horfði í gaupnir
sér.
„Hvað er langt síðan þér fenguð
þessi boð“, sagði hún.
„Eg fékk þau sama kvöldið og
þér komuð hingað í fyrsta sinn“.
„Og þá er ég bað yður að koma
og heimsækja mig og sitja fyrir
myndinni — þá mintust þér bæn-
ar föður míns.“
„Já.“
„þér hafið vitað þetta um bar-
óninn í heilan mánuð og ekki sagt
neitt. Hversvegna þögðuð þér?“
„þér hefðuð ekki trúað mér —
ekki strax að minsta kosti.“
„En síðar?“
„þá var önnur ástæða til þess.“
„Kom hún mér við?“
„Já.“
„Og nú?“
„Nú, þegar við verðum að skilja
— nú hlutuð þér að fá að vita hver
hann er!“
„En ef þér hefðuð vitað það, að
hann hefði allan tímann unnið að
því að steypa yður í glötun------“
„það hefði engu breytt!“
Hún reisti höfuðið og það brá
fyrir leiftri, nálega tryltu leiftri í
augum hennar. En reiðiorð komu
engin fram á varir hennar. Hún
brosti, um leið og hún spurði-:
til fulls, og því er best að halda skatta-
málunum sem mest utan við.
Að hinu leytinu er það sjálfsagt, að
það á að kappkosta að gcra framtál
einstaklinganna á tekjum sínum og
eignum sem allra nákvæmast og á-
reiðanlegast, svo að niðurjöfnun
skatta og útsvara verði sem réttust.
Enn er eitt í þessu máli, sem J. J.
L. liefir alveg hlaupið yfir og ekki
minst á, en það er skattprósentan.
Kaupfélög hafa að undanförnu borið
jafnháa skattprósentu eins og kaup-
menn með sömu tekjum, en það ætti
þó að liggja í augum uppi, að þar sem
stighækkandi tekjuskattur er viður-
kendur sem réttmætur, eiga tekjur,
sem mörg hundruð fátækir menn
taka í félagi af sjálfum sér, að skatt-
leggjast með lægri prósentu en jafn-
háar tekjur, sem einn maður fær frá
öðrum mönnum til viðbótar við mikl-
ar eignir. Hin rétta skattprósenta
næst því heldur ekki nema því aðeins
að þessar tekjur eins og allar aðrar
tekjur, séu skattlagðar lijá hverjum
einstökum, en ekki hjá heildinni.
Hversu veikur skattamálagrundvöll-
ur J. J. L. er, sést ef til vill ljósast á
dæmi því, er liann tekur, og hljóðar
svo:
„Eg sel ær í fardögum 1920, segjum
50, og læt manninn borga mér þær
strax með 100 kr. ána eða 5000 kr., en
eg lofa honum, að ef ær lækka í far-
dögum 1921, ofan fyrir eitthvert lág-
mark, t. d. 80 kr., þá skuli eg borga
honum til baka 20 kr. fyrir ána, eða
1000 kr. Og svo skulum við gera ráð
fyrir að eg þurfi að borga þessar lOOð
kr. í fardögum 1921. En hver átti að
borga útsvar og skatt í ríkissjóð af
þeim yfir árið 1920—21? Var það mað-
urinn sem borgaði þær, eða var það
„Ætlið þér þá að koma á morg-
un, Davíð? Má eg reiða mig á.að
þér komið ? Eg gleymi því aldrei ef
þér bregðist mér. En þér komið,
þér komið?“
Svo sneri hún sér við snögglega,
eins og hún væri hrædd um að fara
að gráta, og skundaði út úr stof-
unni.
„Nú fær maður þessi aldrei
vald yfir henni,“ hugsaði hann. Og
svo kveikti hann á lampa sínum og
fór að vinna. Og nóttin kom yfir
hann.
XVIII.
Brúnó kom inn, morguninn eftir,
áður en Rossí var kominn á fætur.
Hann var í æstu skapi.
„Ætlið þér að fara á sýninguna
hjá Donnu Rómu í dag?“
„Hví ekki það?“
„Hafið þér séð myndina?“
„Ekki nákvæmlega.#
„pað er eins með mig. Hún gætti
hennar vandlega. Hún lokaði á
hverju einasta kvöldi og lét annan
steypa en mig. En eg sá myndina í
byrjun, og eg veit af hverjum hún
er.“
„Jæja, hvað er það þá, Brúnó?“
„þér verðið afar reiour þegar eg
segi það.“
„Haldið þér það?. Af hverjum er
hún þá?“
„Júdasi! Hún er af honum, hr.
Rossí! þér eigið að vera Júdas í
gosbrunninum hennar.“
„Og hvað þá!“
„Hvað þá! — En það er af-
skræmd mynd, svívirðileg háð-
mynd. Og þér sátuð þarna í fjóra
langa daga án þess að taka eftir
því hvað það var sem hún bjó til.
Einskær illmenskan hefir henni
gengið til. Eg gleymi öllu, þegar eg
minnist þess, öllu sem þér hafið
sagt og eg hata þetta kvendi af
insta hjartans grunni. Nú ætlar
hún að sýna þessa andstyggilegu
mynd og þér ætlið að fara þangað,
til þess að hún geti verulega náð
sér niðri á yður. Góði hr. Rossí!
Farið þangað ekki! Hlustið á ráð
mitt, vesalingsins og farið ekki“.
„Brúnó“, svaraði Rossí. „Eg vil
segja. yður það í eitt skifti fyrir
öll, til þess að þér skiljið mig. Má
vera að Donna Róma hafi notað
andlit mitt til þess að búa Júdas
til. Eg neita því ekki, þar eð þér
segið það. En þótt hún hefði not-
að mig til þess að afmynda sjálf-
an Satan, þá myndi eg samt
treysta henni, eins og áður“.
„þér viljið gera það?“
„Já, og hinn lifandi Guð er mér
vottur þess. En verið nu svo góð-
ur og farið og látið hana í friði“.
eg, sem liafði þær með höndum yfir
árið og hafði af þeim vexti og allar
tekjur. Úr þessu hygg cg að liver heil-
vita maður lcysi á einn veg.“
það sem fyrst og fremst er athuga-
vert við þetta dæmi er það, að samn-
ingarnir eru í sjálfu sér fjarstæða,
sem engum tveim heilvita mönnum
gæti komið til hugar að gera sin á
milli. Samningarnir eru gerðir fyrir-
fram og verðið á ánum auðvitað aðal-
lega miðað við væntanlegar tekjur af
þeim á sama árinu. þó að ær lækk-
uðu i verði ári eftir að samningarnir
voru gerðir, gátu þær þessyegna vel
iiafa borgað þá verðlækkun með af-
urðum sínum á árinu. Undir þeim
kringumstæðum mundi seljandi bein-
línis tapa sinum 1000 kr. vegna ó-
liyggilegra sölusamninga, og hverjum
mundi koma til hugar að slcattleggja
tapið? Bæði verðin gátu verið sann-
virði ánna, livort á sínum tíma.
Ef skatturinn hefir eingöngu átt að
greiðast af tekjunum af þessum 1000
kr., á dæmið auk þess ekki við, því
að þá svara þessar 1000 kr. alls ekki
til hins skattskylda ágóða kaupfélag-
anna. En ef skatturinn á líka að greið-
ast af þessum 1000 kr., eins og orðalag-
ið ber með sér, hefir maðurinn ekki
nóg upp í skuldina nema með því að
taka af öðrum eignum sínum. Hér er
nefnilega blandað saman eign manns-
ins og því sem eignin gefur af sér.
þessar 1000 kr. eru hluti af stofnfé
mannsins en ekki árstekjur lians, og
í þessu dæmi gátu árstekjur seljand-
ans að visu orðið meiri en kaupand-
ans, en þær gátu lika alveg eins orð-
ið minni, og þær gátu líka verið jafn-
ar. ])að fór alveg eftir afrakstri hvorr-
ar eignarinnar yfir árið. þessar 1000
kr. standa því ekki í beinu sambandi