Tíminn - 18.06.1921, Qupperneq 2

Tíminn - 18.06.1921, Qupperneq 2
76 T í M I N N Hafsíld veidd frá Siglufirði og aðgreind og útbúin með 100 kíló í hverri tunnu, handa Ameríku, en vegna þess að hún náði aldrei að komast þangað með s.s. .Lagarfossi í vetur, verður hún seld hér til skepnufóðurs. Henni hefir verið haldið við með pæklun, og er öll í vel bentum tunnum. — Síld þessi verður seld fyrir mjög lágt verð, flutt á skip hér á höfninni. Ennfremur fæst vanaleg úrgangssíld fyrir enn þá lægra verð. Upplýsingar á skrifstofu P. J. Thorsteinssonar, Hafnarstræti 15. Fr.. Segir hann þá meðal annars: „það er ekki rétt að Guðmundur Friðjónsson sé alveg ómentaður maður.------Samt sem áður er það alveg rétt, að hann hefði gott af því ef hann gæti aflað sér meiri mentunar“. p. G. hefir ekki órað fyrir því, er hann ritaði þetta, að sá „ekki alveg ómentaði" G. Fr. yrði eitt af helstu átrúnaðargoð- unum. 2. Áskorun til p. G. 1 hinni sömu grein segir p. G. eftirfarandi orð um ritstjóra Tímans: „Aftur á móti vildi hann (þ. e. Tr. p.) nú fyrir skömmu fá í' atvinnumála- ráðherrasessinn mann,sem Tíminn elti með þrálátum og illvígum á- sökunum fyrir fáum missirum“. þessi ummæli p. G. lýsi eg full- komlega tilhæfulaus ósannindi. Eg lýsi því yfir afdráttarlaust, til þess að hnekkja þessum ósannind- um sem Lögrétta og Morgunbl. hafa margtuggið, að eg hefi ekki einu sinni látið það í ljós við einn einasta mann, að eg óskaði, eða væri því fylgjandi, að einhver sá maður yrði atvinnumálaráðherra, eða yfirleitt yrði ráðherra, sem Tíminn hefir „elt með þrálátum og illvígum ásökunum,‘, eins og p. G. kemst að orði. Eg skora á p. G. að birta nafn þess manns sem hann á við með ummælum þessum, til þess að mér gefist tækifæri til að mótmæla þeim enn kröftugleg- ar. 3. p. G. og Bjarni frá Vogi. Loks gerir p. G. sér mikinn mat úr því, að Bjarni frá Vogi hafi verið end- urkosínn í bankaráð Islandsbanka „með atkv. allra þeirra manna, sem næst standa Tímanum“. Bros- legt er að sjá þessi orð í Morgun- blaðinu og sannanlega ósönn eru þau að sumu leyti a. m. k. Bjarni mun hafa verið kosinn með rúm- um 20 atkv., en næsti maður fékk 7 atkv., að Því er mig minnir. Ein- hverntíma sagði Morgunbl. að 1 — einn — maður fylgdi Tímanum í þinginu. Annars er mér með öllu ókunnugt um hverjir þeir eru þessir rúmlega tuttugu. En hitt er mér kunnugt ,að a. m. k. sumir þeir menn „sem næst standa Tím- anum“ skiluðu auðum seðlum við kosningu bankaráðsins, þar eð þeir gátu ekki komið því fram, sem þeir vildu, að bankaráðspen- ingunum væri varið til einhvers þarfa fyrirtækis. þessvegna er mér óhætt að telja ummælin ó- sannifidi. 4. p. G. og Sig. Eggerz. I þessari viku verður Morgunblaðinu það enn á að fara með-bein ósannindi. það segir að Sig. Eggerz sé orð- in meðritstjóri Tímans og hafi rit- að greinina um lántökuna í síð- asta blaði Tímans. Eg lýsi þetta gjörsamlega tilhæfulaus ósann- indi. Síðan eg tók við ritstjórn Tímans hefir þar ekki birst ein einasta grein eftir hann í Tíman- um. Eg get bætt því við, að síðan skeytin fóru að birtast um lántök- una, hefi eg ekki talað eitt einasta orð við Sig. Eggerz. Tr. p. ----o--- Fréttir. Konungur og fylgdarlið hans lagði af stað í gær frá Kaup- mannahöfn. Dagana 20.—23. júní verður dvalið í Færeyjum. Fundahöld verða óvenjulega mikil í bænum síðari hluta þessa mánaðar. Kennarafundur er byrj- aður. Búnaðarþing verður sett þann 25. Sambandsfundur sam- vinufélaganna verður settur þann 27. þá er Stórstúkuþing og aðalfundur Eimskipafélags Is- lands. Jafnhliða eru allar sýning- arnar. Má búast við að tafsamt og erfitt verði að koma öllu því í verk sem koma þarf, þar eð kónungs- koman ber og upp á hina sömu daga. Öll skip sem til bæjarins koma nú, bæði frá útlöndum og víðsveg- ar að af landinu, eru hlaðin fólki, sem er að sækja fundina, sýning- arar og konugskomuna. Botnía kom frá útlöndum mið- vikudag síðastl. með fjölda far- þega, þar á meðal marga útlend- inga. Forsætisráðherra var og með í förinni. Ekki hefir neitt frést um hin endanlegu úrslit lán- tökunnar, og fréttist ef til vill ekki fyr en „gjöfin“ kemur sem dönsku blöðin töluðu um. Mörg svín gat að líta á hafnar- bakkanum, morguninn eftir að Botnía kom. Sennilega verður þeim ekki langra lífdaga auðið hér á landi, því að giskað er á að þau muni eiga að prýða matborð- in við konungskomuna. Lagarfoss fór til útlanda í fyrra- dag. Skipið var sem alveg óhlað- ið. Meðal farþega var Hallgrímur Hallgrímsson magister. Ætlar hann að dveljast í Kaupmanna- höfn í sumar við ritstörf. Berlínarbörn. Að forgöngu Bjarna Jónssonar frá Vogi og landlæknis var efnt til skemtana til ágóða fyrir fátæk og þurfandi börn í Berlín. Gróðrarstöðin. Miklar breyting- ar er búið að gera þar, til undir- undirbúnings verkfærasýningunni. Grýtta stykkið, sem var í suð- austurhorni landsins, beint niður undan Kenaraskólanum, hefir alt verið rutt og sléttað og verður þar sýningarsvæðið. Verður svæðið þvínæst tekið til ræktunar. Mun einkum eiga að auka þar til mik- illa muna ræktun á gulrófnafræi. Minnisvarða hafa Templarar reist á leiði Áma Gíslasonar letur- grafara. Var Árni einn hinn allra ötulasti starfsmaður Reglunnar á fyrri árum hennar. Laxveiði er sögð góð í ánum í Borgarfirði, og hefir mikið borist til bæjarins af laxi. Skipstjóraskifti eru að verða á skipum landssjóðs og Eimskipafé- lagsins. Einar Stefánsson, sem er skipstjóri á Sterling, tekur við hinum nýja Goðafossi, en þórólf- ur Bech tekur við Sterling. Jón Eiríksson, sem um stund var á Lagarfossi, tekur við Villemoes, en Júlíus Júliníusson tekur við. Lagarfossi.. Tímarit þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi, II. ár, er nýlega komið hingað. Eins og í fyrra er ritið prýðilega vandað að frágangi og ,.efni. Vesturheims- skáldin leggja til bæði ljóð og sög- ur og auk þess eru í. ritinu veru- lega efnismiklar og góðar greinar t. d. eftir Halldór Iiermannsson prófessor, síra Kjartan Helgason, Guðm. Árnason, síra Rögnvald Pétursson, Jón Jónsson frá Sleð- brjót o. fl. — Ársæll Ámason hef- ir aðalútsölu ritsins hér á landi. Vill Tíminn mjög hvetja menn til að eignast ritið og báða árgang- ana. „Syrpa“ heitir tímarit sem Ól- afur S. Thorgeirsson hefir gefið út í Winnipeg síðustu 10 árin. Mun ekki ofsagt að sé skemtileg- asta og fjölbreyttasta tímaritið sem nú er gefið út á íslei\sku í seinni tíð. Hafa oft verið í því af- bragðsgóðar sögur. Er þess þó sér- staklega getið nú annars hlutar vegna. Við og við áður og nú sér- staklega í þeim heftum sem út komu á árinu sem leið, hafa birst í Í3yipu ritgerðir um íslenska ætt- fræði, eftir mann sem skýlir sér undir dularnafninu Steinn Dorfi, en kunnugir munu vita hver er. Fjalla greinarnar einkum um ætta- rannsóknir á því tímabili í sögu Islands sem langminst hefir verið rannsakað, frá lokum Sturlunga- aldar til siðaskifta, og eru rann- sóknirnar langmest bygðar á Fombréfasafninu. Greinar þessar eru stórkostlega merkilegar. þær bera vott um alveg einstaka-hæfi- leika og elju höfundar til ætta- rannsókna. Um fjölmörg atriði hefir höf. kastað alveg nýju ljósi. Greinar þessar og rannsóknir eru til óumræðilegs stuðnings fyrir þá sem rannsaka vilja sögu Islands á þessum öldum. Slíkur maður sem höf. þessara greina ætti sem allra fyrst að verða starfsmaður á öðru hvoru safninu hér heima. Hann getur ekki notið sín til fulls vestra, þar eð hann getur þar ekki náð til allra þeirra heimilda sem nauðsynlegar eru. En svo ágætii hæfileikar á þessu sviði, verða að fá að njóta sín. Próf við háskólann hafa þessir tekið: Heimspekispróf: Gunnl. Indriðason, Sigurður þórðarson, Stefán Pétursson og Sveinbj. Sig urjónsson með ágætiseinkunn; Árni Ó. Ámason, Björn Gunn laugsson, Garðar þorsteinsson, Hermann Jónasson, Jóhannes Jónsson, Jón Hallvarðsson, Jón J. Skagan, Kristinn Guðmundsson, Kristján Jakobsson, Pétur H. Jónsson og þórður Eyjólfsson með I. einkunn. Eiríkur Björnsson, Ól- afur Ólafsson stud. med., Thyra Lange og þorsteinn Jóhannesson fengu II. einkunn betri og Ólafur Ólafsson og Sveinn Gunnarsson II. einkunn lakari. — Efnafræðispróf hafa þessir læknanemar tekið: Björn Gunnlaugsson, Eiríkur Björnsson, Jóhannes Jónsson, Ól- afur Ólafsson, Pétur Jónsson og Sveinn Gunnarsson, — Embættis- prófi í guðfræði hafa lokið: Bjöm O. Björnsson og Friðrik Friðriks- son. — Embættisprófi í lögfræði hefir lokið Símon þórðarson frá Hól. Embætti. þorsteinn þorsteins- son frá Arnbjarnarlæk, sem um hríð hefir þjónað Dalasýslu' hefir nú fengið veiting-u fyrir sýslunni. Hann sest að á Staðarfelli og tek- ur þar við búsforráðum. Er þá vel fyrir séð. — Jón Bjamason frá Steinnesi hefir fengið veitingu fyrir Borgarfjarðarlæknishéraði. Endurreistur er hann nú veislu- skálinn sunnan við Iðnaðarmanna- húsið, sem byrjað var að reisa í fyrra, en var aftur rifinn. Verður vafalaust rifinn í annað sinn er konungskoman er um garð gengin. Morgunblaðið, og Lögrétta og ísafold vafalaust líka, í kjölfar þess, leggja blessun sína yfir gjörðir forsætisráðherra í lántöku- málinu og hneikslast mjög á grein Tímans í síðasta tölublaði. Liggur og við að farið sé að verja um- mæli dönsku blaðanna'um Island. „Meiðandi ummæli um land okkar eru engin“ í dönsku blöðunum út af lántökunni, segir Morgunblað- ið. Alt- annað er eftir því. Kemur þetta engum á óvart úr þeirri átt. Morgunbl. og embættismennirn- ir. I sama blaði hneikslast Morg- unblaðið mjög á ummælum Tím- ans í næstsíðasta blaði um embætt- ismennina. það slær á þá strengi að gera hlutaðeigendur að píslar- vottum. það talar um „þrotlaust strit“ embættismannanna, „gegn sultarlaunum“, um „harmasögu“ þeirra við „seigdrepandi kjör“ o. s. frv. það segir að Tíminn þekki marga dugandi embættismenn. Vitanlega. En Tíminn þekkir líka marga ónytjunga í embættum, reglulega landsómaga og suma sem eru verra en það, lögbrjóta o. s. frv. Aðalatriðið er ekki þetta, held- ur hitt: að embættismennirnir eru til fyrir landið, en landið ekki fyr- ir embættismennina. Laun em- bættismanna verða að miðast við getu landsins. Sem stendur er kostnaðurinn við embættismenn- ina gjörsamlega að sliga lands- sjóðinn, en síðasta alþingi gekk inn á þá braut sem orðið getur til að auka þann kostnað að miklum mun. það þýðir ekki að benda á að þessi og þessi embættismaður verði í vandræðum, borgi landið honum ekki tvöföld laun. Af tvennu illu er betra að hann sé í vandræðum, en að landið sé í vandræðum. Fordæmið um tvö- föld laun þriggja embættismanna á einu ári getur dregið á eftir sér tíföld útgjöld árlega. þetta er það sem skilur Morgunblaðið og Tím- ann. Tíminn vill fyrst og fremst hugsa um hag landsins og sníða „embættismannastakkinn“ eftir efnum. Morgunblaðið hugsar fyrst og fremst um embættis- mennina, en síður um hitt, hvern- ig landið eigi að geta risið undir þeim. Skotfélag er nýlega stofnað hér í bænum. Stofnendur eru um 80. Síra Friðrik Friðriksson er ný- lega farinn utan og situr ýmsa kirkjufundi. Síra Jakob Kristinsson og þor- bergur þórðarson málfræðingur eru nýlega farnir utan og ætla að sækja Guðspekisfund sem halda á í París. Allsherjar íþróttamót hófst á í- þróttavellinum í gær og stendur til 20. þ. m. Hófst skrúðganga á Austurvelli stundu eftir hádegi og var fyrst gengið að legstað Jóns Sigurðssonar, ræða flutt þar og lagður sveigur á leiðið. Síðan var gengið suður á íþróttavöll, mótið sett af formanni Iþrótta- sambands íslands, ræður fluttar fyrir minni konungs, Islands og Noregs og þá hófust íþróttirnar. Verður frá þeim sagt síðar. Kepp- endur muriu vera fleiri en nokkru sinni áður, en það sem einkum prýðir mótið að þessu sinni er það, að hópur úrvals íþróttamanna norskra sækir mótið. Eru þeir 16 og eru félagsmenn í besta leikfim- isfélagi Norðmanna í Kristjaníu. Er kennari þeirra með þeim og heitir Sverre Gröner. Komu þeir beint frá Noregi með Sirius. Björgun. Aðfaranótt 15. þ. m. datt maður út af einni bryggj- unni við höfnina og var nálega druknaður. Bar þar að einn nætur- varðanna, Guðbjörn Hansson. Kastaði hann sér til sunds og fékk bjargað manninum á síðustu stundu. Bannlagabrot. Um miðja vikuna framkvæmdi lögreglan húsrann- sókn hjá tveim mönnum hér í bæn- um, sem grunaðir voru um ólög- lega vínsölu. Fanst vín hjá þeim Þakkarávarp Kærar þakkir færi eg þeim, sem heiðruðu útför konunnar minnar sál., Magnes 8. Jónsdóttur, með návist sinni. Einnig þakka eg þeim mörgu sem í’éttu okkur drengilega hjálpar- hönd í hennar löngu veikindum, bæði með rausnarlegum peninga-gjöfum og margyíslegri annari hjálp, og var eins og allir, sem til náðu, keptust við að létta byrðina. Nöfn hirði eg ekki um að greina, en bið guð að launa þeim öllum af ríkdómi sinnar náðar þegar þeim mest á liggur. Hraunsási 20. maí 1921, Sigurður Bjarnason. Hvít lambskínn kaupir hæsta verði Jónas H. Jónsson, Bárunni Reykjavík. Sími 327. P. O. Box 231. ItT-ý- loóls:. Byltingin í Rússlandi eftir Stefán Pétursson stud. jur. Greinileg frásögn um bylting- una í Rússlandi, tildrög hennar og ástand þar, er hún hefir skapað. Verð: 5 kr. Fæst send út um land gegn póst- kröfu. Skrifið til Guðgeirs Jóns- sonar bókbindara, Hverfisgötu 34, Reykjavík. báðum. Annar þeirra heitir Helgi Jósefsson en hinn Björn Halldórs- son. Flug til íslands. Talið er full- ráðið að danskir flugmenn úr sjó- liði Dana, ætli að fljúga hingað til lands í sumar. Var danskur sjó- liðsforingi á ferðinni hér í vor til þess að rannsaka lendingarstaði. Var búist við að lent yrði á Aust- urlandi, enda er þangað styst leið. Fjallvegir. Eins og í fyrra, er nú aftur flokkur að fara af stað til umbóta á fjallvegunum. Verð- ur fyrst tekið fyrir að ryðja og varða Kjalveg, það sem eftir er af leiðinni frá Hvítá og norður að Mælifelli: þvínæst á að endurbæta leiðina frá Arnarvatni mikla og suður að Kalmanstungu. Verður það þriggja manna flokkur sem vinnur. Halldór Jónasson frá Hrauntúni hefir verkstjórnina eins og áður. Er gott til þess að vita að vegamálastjóri hefir góð- an hug á að láta vinna þetta verk. Mannalát. Látin er nýlega á heimili sínu, Skálpastöðum í Lundareykjadal, Guðbjörg hús- freyja Aradóttir, kona Guðmund- ar hreppstjóra Auðunnssonar; merk kona og vel látin. — Enn- fremur er nýlega látinn Einar bóndi Hjálmsson í Munaðarnesi í Mýrasýslu. Var hann bróðir Jóns bónda í pingnesi og þeirra góð- kunnu þingnessystkina. Ræktun Fossvogs. Búnaðarfélag íslands hefir farið fram á það við bæjarstjórn að fá land í Fossvogi til tilraunaræktar. Hefir fast- eignanefnd komið fram með til- lögur um að bærinn láni félaginu 10 hektara land í Fossvogi. Á fé- lagið að skila því fullgrónu og í tryggilegri rækt í september 1923 og á þá að meta ræktunarástand þess. Á bæjarsjóður að greiða fé- laginu 800 kr. fyrir hvern hektara af fullræktuðu landi. Er félaginu heimilað að taka þara úr fjörunni fyrir landi bæjarins til áburðar á landið. Bæjarstjórn á að sjá um að landið sé varið. — Máli þessu mun ekki vera endanlega til lykta ráðið. Málmleit. Bæjarstjórn hefir veitt félagi einstakra manna léyfi til málmleitar í landi bæjarins. Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.