Tíminn - 16.07.1921, Side 1

Tíminn - 16.07.1921, Side 1
► \ V. ár. Reykjavik, 16. júlí 1921 29. blað ]?að fór svo fyrir þeim sem þetta ritar, að hann komst ekki .á Heimilisiðnaðarsýninguna fyr en rétt áður en hún var úti. En sann- aði það, sem margir höfðu haft á orði, að af því marga merkilega og ánægjulega sem sjá mátti í höfuð- staðnum um þessar mundir, þá var ánægjulegast að sjá Heimilis- iðnaðarsýninguna. Sýningin var til hins fylsta sóma bæði fyrir það fólk sem Heimilisiðnaðarfélagið fól að sjá um hana, en einkanlega fyrir hina íslensku kvennþjóð. pví að þótt karlmennirnir hefðu lagt dálítið til af munum, þá var kvennavinnan langsamlega yfirgnæfandi. Sýningannunirnir voru hátt á öðru þúsundi. þeir fyltu fimm stórar skólastofur í Iðnskólanum og þeim var mjög smekklega rað- að, að svo miklu leyti sem hægt var, því að rúmið var alt of lítið. Múnirnir voru hvaðanæfa að af landinu. það er aðdáanlegt hvað hluttakan var almenn, þegar þess er gætt, hve undirbúningur var lít- ill og samgöngur erfiðar. það er blátt áfram skemtilestur að lesa yfir sýningarskrána og athuga hvað kom úr hverjum stað af land- inu. það er þáttur úr sögu íslands sem þar má lesa, ekki sá ómerki- legasti. það er og ekki síður gam- an að þekkja nöfn og handbragð bestu og ötulustu handiðnakvenn- anna íslensku — en t. d. skáldanna og listamannanna. þær eiga líka að vera hafðar í hávegum. Manni varð svo innilega hlýtt á heimilisiðnaðarsýningunni. Fyrst og fremst af umhugsuninni um * allar þær iðnu hendur sem unnið höfðu þessa mörgu og fallegu gripi. Mest uhnið, sennilega, í í- gripum, milli þess að verið var að sinna börnum og búverkum, sumt á vökunni í sveit, í næðinu og rónni, sem allir þrá sem reynt hafa. í annan stað af umhugsun- inni um alla þá hýbýlaprýði, miklu ánægjulegri, miklu þjóðlegri og farsælli hýbýlaprýði, en þetta útlenda skran, gripir og' húsmunir, sem svo fátt er við sem er elsku- legt, sem ekki getur fest rætur og á ekki að festa rætur nema að litlu á heimilum okkar. I þriðja lagi af þeim hlýindum sem beinlínis fylgja vel gerðu prjónlesi og vefn- aði. — Alt var þetta mjög ánægjulegt. En þó var það enn eitt, sem var langánægjulegast: það var að sjá það þarna á sýn- ingunni, svo að ekki varð um vilst, það var að þreifa á því með sín- um eigin höndum hversu marga góða hluti má búa til með íslensk- um höndum og góðum áhöldum og úr íslensku efni. Hluti sem við er- um að flytja inn fyrir tugi og hundruð þúsunda króna árlega, gat að líta þar, miklu betri og traustari og fegurri, unna hér heima, úr íslensku efni. Sá boðskapur hefir aldrei átt meira erindi til okkar íslendinga en einmitt nú. Við flytjum út langsamlega mest af ullinni olckar óunninni. Við fáum svo lítið verð fyrir hana, að við, nærri því að segja, gefum hapa. Við flytjum inn prjóna og vefnaðarvörur fyrir hundruð þús- unda króna á ári. Útlendu vinn- una borgum við þannig, að láta á að giska 20—30 ullarpund áslensk fyrir hvert eitt ullarpund útlent sem við fáum. þessa vinnu eigum við að vinna sjáif-ir. þetta búskap- arlag er óðs manns æði. Heimilisiðnaðarsýningin er bú- in að sýna það svart á hvítu, hafi einhver ekki séð það áður, að þetta getum við gert. það er okkur leik- ur að gjöra það, ef við bara fáum forystu til að gera það, ef við bara viljum. Heimilisiðnaðaríelagið hefir unn- ið mikið og gott starf með því að glæða áhuga manna í þessu efni. það hefir gjört það sem það gat best gjört, er það stofnaði til sýn- ingarinnar. En til þess að skjótar og veru- legar framfarir verði í því efni, að við íslendingar breytum því stórhættulega búskaparlagi að kaupa ullina unna frá útlöndum fyrir 20—30 sinnum hærra verð en við fáum fyrir okkar óunnu ull — til þess þarf annar aðili og á- hrifameiri en Iieimilisiðnaðarfé- lagið að leggja hönd á plóginn og taka við forystunni. Til þess höfum við ráðherra Is- lendingar að þeir séu forystu- menn um að bæta úr svo alvarlegu atvinnumáli þjóðai'imiar. þeirra skylda er það, að finna ráð til þess að íslenska þjóðin búi ekki svo ó- skynsamlega. þeir hafa það bein- línis í hendi sér að gera þetta. Ef nokkur dugur er í þeim, ef þeir hafa nokkurn alvarlegan vilja á því að vera það sem þeir eiga að vera, það sem þjóðin á heimting á að þeir séu — þá láta þeir nú stóra framför verða í þessu efni og það með skjótri svipan. því að: hendurnar eru til, áhöld- in eru sumpart til eða er hægt að fá, þeltking og kunnátta er til og el’nið er til. Og hundruðum þús- unda króna er kastað í sjóinn ár- lega með óhentugu búskaparlagi. það vantar ekkert annað en for- ystu landsstjórnarinnar. Ilversu þýðingarmikið væri það, e f ísland ætti sæmilega lands- stjórn? þó ekki væri nema um þetta eina málefni. Ilvenær verður það? t Astrir Misilir á Húsatelli. Á tólftu öld var staður settur á Húsafelli í Borgarfirði með sam- þykki Klængs biskups þorsteins- sonar. Síðan var Húsafell um margar aldir efsta prestakall í Borgarfirði, enda var þá mikil bygð fyrir framan Húsafell. Annexíur Húsafellsprests voru í Kalmanstungu og Stóra-Ási í Ilálsasveit. Nú er þar mjög um skift. Árið 1812 var Húsáfells- prestakall lagt niður og kirkjurn- ar um leið á Húsafelli og Kalmans- tungu. Bygðin var eydd fyrir framan. Nú er Húsafell efsti bær í Borgarfjarðarsýslu. En jörðin er enn fræg: fyrir skóginn, landgæð- in og veðursæld og fyrir það að þar hefir nú í marga mannsaldra búið framúrskarandi myndarlegt fólk. Árið 1757 flutti Snorri prestur Björnsson hinn gamli að Húsafelli og’ er hann einn hinn frægasti Ilúsafellspresta. Hann var fræði- Kveimaskóliim á, BlÖ3idn6s£ starfar eins og a.ð undanförnu. Kensla byrjar 15. október og stendur til 14. maí. Inntökuskilyrði á skólann eru þessi: a. Að umsækjandi sé ekki yngri en 14 ára, undanþágu má þó veita, ef sérstök atvik mæla með. b. Að hann hafi engan næman sjúkdóm. c. Að hann hafi vottorð um góða hegðun. d. Að helmingur af skólagjaldi og fæðisgjaldi sé greitt við inntöku, og ábyrgð sett fyrir eftirstöðvum. e. Að umsækjandi sanni með vottorði, að hann ha.fi t.cldð fullnaðar- próf, samkv. fræðslulögunum, ella gangi undir inntökupróf þegar liann kemur í skólann. Skólagjald er 75 krónur yfir námstímann. Pæðisgjald var síðastliðið ár um 70 kr. á mánuði fyrir hvern nemanda, en fyrir næsta skólaár er enn þá óákveðið um fæðisgjaldið, en jafnan heflr það verið sctt svo lágt sem unt er. Ef nemendur vilja, geta þeir haft matárfélag og verður alt undirbúið til þess. Skólinn leg’gur námsmeyjum til rúmstæði með dýnum og púðum. Annan sængurfatnaö verða þær að leggja sér til; Umsóknir um inntöku á skólann sendist fonnanni skölastjórnar- innar, yljnri. Þórarni Jónssyni á Iljaltabakka, fyrir miðjan sept. n. k. maður mikill og kallaður galdra- maður, skáld allgott og frægur af karlmensku og kröftum. Ætt lians hefir æ síðan búið á Ilúsafelli og er mjög víða í Borgarfirði. Sonur hans var Jakob smiður á Húsa- felli. Jakob átti mesta fjölda barna, en þorsteinn hét hinn yngsti þeirra- og bjó á Ilúsafelli eftir föður sinn og dó 1868. Synir hans eru: Björn bóndi í Bæ, Jakob á Ilreðavatni og Kristleifur á Stóra-Kroppi. En það var Ástríður dóttir hans sem tók við Húsafell- inu og giftist þorsteini bónda Magnússyni, einum hinna alkunnu Vilmundarstaðabræðra. Ástríður þorsteinsdóttir var fædd árið 1847 á Ilúsafelli og ól þar allan aldur sinn. Móðir henn- ar var Ingibjörg Jónsdóttir er dó á Húsafelli í árslok 1Q05- hátt á ní- ræðisaldri. í N. kbl. I, 14. tbl. rit- aði faðir minn um Ingibjörgu með- al annars á þessa leið: „það er svo um einstakar manneskjur, að um þær leikur svo hlýr og glaður kærleiksblær, að allir vermast við, og Ingibjörg heitin var ein af þeim“. Orð þessi eiga engu síður við hina nýlátnu dóttur hennar, Ást- ríði á Húsafelli. það koma margir að Iiúsaíelli. Hver einasti gestur sem þangað kom hlaut að verm- ast við þá innilegu alúð sem þeir nutu hjá húsfreyjunni, og þá heil- brigðu glaðværð sem fylgdi henni hvar sem hún fór. Röskleika, dugn- að og skörungsskap bar hún í fasi sínu. Leika það ekki allar eftir henni að mjalta ærnar alt sumar- ið fram á áttræðisaldur. Sannköll- uð fyrirmyndarkona var hún bæði í sjón og reynd. „Sárfáar getur slíkar konur, og er mikil landsbót að þeim og ljúft að minnast." Banamein Ástríðar var lungna- bólga. Iiún dó -27. f. m. og var jörðuð í Stóra-Ási. „það var eins og sveitin væri að fylgja drotn- ingu sinni til grafar“, sagði mér Áiákunnugur maður sem var við- staddur. Sjö lifa börn þeirra Ástríðar og þorsteins á Húsafelli: Fjórar dæt- ur állar giftar og þrír synir: Síra Magnús á Patreksfirði, Páll bóndi á Steindórsstöðum og þorsteinn, sem nú býr á Ilúsafelli. Tr. p. ---------------o----- Frá Möndum. Ilorfir vænlegar en nokkru sinni áður um sættir milli íra og Englendinga. De Valera Islands- forseti og þrír aðrir leiðtogar Ira hafa látið til leiðast að fara til Lundúna, til þess að vera þar á sáttafundi. Fyr geta ekki sættir orðið en hlutaðeigendur hafa skap til að tala saman. De Valera hefir þó álitið rétt að vara Ira við því aö gera sér of glæsilegar vonir, því að friðarfundir hafi óft farið út um þúfur. — Róstur eru enn miklar á Irlandi, sérstaklega í Ulsterhéraði sem er nyrsta hér- aðið. — Tveir merkir danskir stjórn- málamenn eru nýlega látnir. Ann- ar er Sigurd Berg. Hann var son- ur Christians Berg, hins fræga leiðtoga vinstrimannanna. Sigurd Berg vai- einn af helstu blaðaút- gefendum í Danmörku og stóð jafnan fast við hlið J. C. Christen- sens. Voru þeir báðir í ráðuneyt- inu með Albertí og flæktust í það mál. Var Berg dæmdur í sektir og var þá utanþings um hríð á eftir. þegar vinstimenn tóku aftur við stjórninni í fyrra varð hann inn- anríkisráðherra. — Ilinn er María Lassen, ekkja W. Lassens, eins mesta stjórnmálamanns Dana upp úr aldamótunum. María Las- sen tók að sér, eftir dauða manns síns, að stjórna einú aðalblaði vinstrimannanna, og sópaði mjög að henni. Engin dönsk kona hefir haft jafnmikil afskifti af stjórn- málum á síðari árum. Vinsæl varð hún ekki, en allir hlutu að dáðst að dugnaði hennar og einbeitni. — Einn ensku ráðherranna gat þess nýlega í ræðu, að það væri ætlun Englendinga að stofna stórt Arabaríki úr Mesópótamíu og Arabíu og hefja Arabaþjóðina á ný til vegs og gengis. Ef það væri vilji Araba að Feical pasha, sem verið hefir foringi þeirra, yrði stjórnari þess ríkis, þá myndu Englendingar ekkert hafa við það að athuga. En vitanlega á þetta nýja Arabaríki að vera „undir vernd“ Englendinga. — Horfur eru sagðar á því að kornuppskeran verði í þetta sinn mun betri en hún hefir verið í mörg ár undanfarin á þýskalandi. Auk þess sem þetta verður vitan- lega til þess að hagur bænda batn- ar, þá mun ríkið sjálft og geta sparað 'stórfé þessa vegna. Vegna kornvandræðanna hefir ríkið und- anfarið greitt mörg hundruð mil- jónir marka í verðlaun fyrir það korn sem fyrst kom á markaðinn, og ekki minni fjárhæð til þess að halda kornverðinu lágu. — Stórþjóðirnar leggja mikið kapp á að koma á verslunarsam- böndum við Rússland. Mest er verslunin orðin milli Rússlands og þýskalands. Um miðjan júní komu miklar vörusendingar til Berlínar frá Rússlandi. Voru það einkum allskonar skinnavörur, hör og hampur og í Ríga liggur mikið af timbri sem á að flytja til þýska- lands. Einn ensku ráðherranna hefir skýrt frá því í parlamentinu að von bráðar fari ensk sendinefnd til Rússlands þeirra erinda að auka verslunarviðskiftin. Loks leggur Bandaríkjastjórnin alt kapp á að auka verslun sína við Rússland og sendir erendreka þangað í því skyni. — I París var nýlega haldinn aðalfundur hlutafélagsins sem á Súes-skurðinn. Höfðu 4009 skip farið um skurðinn á árinu 1920 og er það töluvert meira en verið hef- ir undanfarin ár, en mun minna en var t. d. árið 1913. Eftirtekta- verðast er það að japönsku og ameríkönsku skipin eru miklu fleiri en áður voru. — Meðan kolaverkfallið enska stóð yfir var töluvert flutt af kol- um til Englands frá Belgíu og Frakklandi. Á einni viku voru t. d. fiutt 60 þús. smálestir af kolum frá Frakklandi til Englands. En ]?að voru ekki frönsk kol, heldur þýsk, sem þjóðverjar verða að gjalda Frökkum upp í hernaðar- skaðabætur. — Samanbui’ður á því, hvað það kostaði að halda úti skipi sem er 2100 smálestir, fyrir stríð og nú, er á þessa leið: Dagleg útgjöld þá áætluð 190 kr., nú 900 kr. Kaup skipverja á mánuði þá kr. 1600, nú kr. 8200, auk stríðstryggingar og eftirlauna. Fæði, fyrir mann á dag, þá kr. 1—1,50, nú kr. 4,50. Borg- un aukavinnu á skipi þá kr. 0,33— 0,55 á tíma, nú kr. 2—2,50. Kola- verð á Englandi þá 10—12 shill- ings smálestin, nú 60—70 sh. Vá- tryggingargjöld öll fimm eða sex- földuð. — þjóðverjar leggja mjög hart á sig um að koma sér aftur upp verslunarflota, og hafa um margt betri aðstöðu en t. d. Englending- ar. Kol og járn er að mun ódýrara á þýskalandi en í Englandi, verka- kaup lægi’a og meiri áhugi og vilji hjá verkamönnum að vinna, og vinnutíminn lengri. Ensku skipa- smiðirnir þykjast jafnvel hafa beig af skipasmíðum þjóðverja. —. Talað er um alt að því helm- ings verðlækkun á skipum frá því sem var í ársbyrjun 1920. Verð- lækkunin stafar fyrst og fremst af því hve skipin hafa nú lítið að flytja vegna fjárkreppunnar sem ríkir um heim allan, viðskiftahaft- anna og sparnaðarins. En það er búist við því, að þau hækki aftur í verði, þá er flutningsþörfin vex aftur. Sem stendur hefir mesti fjöldi skipa verið dreginn á land í öllum helstu verslunarborgum Norðurálfunnar. Og yfirleitt er talið að langt sé síðan eins litlar siglingar hafi verið um höfin og nú. -----o——

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.