Tíminn - 16.07.1921, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.07.1921, Blaðsíða 2
86 T 1 M I N N A við og dreíf. Hver fær stríðsgróðann? Á stríðsárunum var að mynd- ast hjer byrjandi auður. Kaup- menn og útgerðarmenn, húsa- braskarar og allskonar mangarar töldu eigur sínar í tugum þúsunda, hundruðum og jafnvel miljónum. En mest af þessu er fjarað út, horfið svo að varla sést þess nokk- ur staður. Miljónir af íslensku verðmæti fór í síld, sem seldist fyrir lítið og ekki neitt, eftirtekja tveggja sumra. Miljónir hafa aft- ur farið í tapi íiskhringsins. Afar- mikið af útvegsgróðanum hefir týnst á þennan hátt. þá komu skipakaupin. Fiskhhringurinn átti tvö skip í smíðum, en varð að hætta við þau og misti hálfa aðra miljón. Eimskipafélagið lét smíða Goðafoss, vandað skip og gott, en sem verður 1—V/z miljón of dýrt þegár það fer að keppa við eldri skipastól. þá koma togararnir, keyptir á 700 þúsund hver. Nú ekki meira virði en 200 þús. í mesta lagi, óg líklega minna. Á tíu slíkum togurum hverfa 5 miljónir í sjóinn. þá koma kaupmennirn- ir, sem tapa á ábyrgðum og vöru- leiíum, sem lækka, mjög háum upphæðum, auk þess sem margir þeirra hafa verið bundnir í fisk- og síldarspekulationum. Landið má segja um stríðsgróðann: Drott- inn gaf og drottinn tók. ísland er nú vei' statt en nokkru sinni áður síðan um aldamót. Mörgum manni sýnist ólíklegt, að komist verði hjá stórkostlegu hruni, jafngálaus- lega eins og farið hefir verið með fé landsins bæði af þeim einstakl- ingum, sem mest höfðu milli handa og þá ekki síður lands- stjórninni. Bankavextir. Á þinginu í vetur bar Eiríkur Einarsson fram það nýmæli, að skora á stjórn landsins að hlutast til um, að bankarnir gerðu mun á vöxtum af vel trygðum lánum til ræktunar og brasklánum til útvegs og verslunar. þetta var auðskilið mál. Banka- vextir hér á landi hafa verið og eru enn mjög háir. Af hverju? þeir þurfa að vera svo háir til þess að bankarnir geti staðist ó- höpp þau, sem þeir verða fyrir af bröskurunum (sbr. íslandsbanka og fiskhringinn). Skilamennirnir sem skifta við bankana verða að bera áhættu-,,premíuna“ fyrir glæframennina. Og þar sem minst vanhöld verða á ræktunarlánunum og þeirra þó mest nauðsyn, þá er eðlilegt, að þar sé gerður munur- inn. Öll sanngirni mælti með því, að vel væri tekið í nýjung E. E. En það var öðru nær. Fjármála- ráðherrann varð hinn æfasti og sýndi með því hug sinn til sveit- anna. Stjórin og fylgifiskar henn- ar greiddu atkvæði móti tillögunni. Ilún féll. En slíkar nýjungar er erfitt að kæfa, og mun málið sennilega verða tekið til meðferðar aftur, hvort sem braskaraflokkn- um líkar betur eða ver. Samvinnublöðin. Aðalfundur Sambandsins skor- aði fastlega á alla framkvæmdar- stjóra sambandsdeildanna að inn- lieimta fyrir samvinnublöðin Tíni- ann og Dag, hjá félagsmönnum liver í sinni deild. þetta er heppileg tillaga og báðum aðilum til hags- bóta, blöðunum og kaupendunum. Engin blöð borgast jafnvel hér á landi og samvinnublöðin. En eins og póstmálum og samgöngum er háttað hér á landi, þá er næsta erfitt fyrir kaupendur blaða að vera fullkomnir skilamenn, þ. e. að koma smápeningasendingum gegnum póst til blaðanna. En fyr- ir kaupfélögin er þessi innheimta þvínær útlátalaus. þau taka þá að sér í þessu tilfelli það verk, sem póststofur myndu gera í landi sem hefði betra póstskipulag. Sum stærstu kaupfélögin hafa innheimt þannig fyrir Tímann á undanföm- um árum, t. d. Kaupfélag Eyfirð- inga mörg þúsund krónur á ári, og kaupfélagsstjórinn tjáði þeim, sem þetta ritar á Sambandsfund- inum, að hann myndi ekki eftir einu einasta tilfelli þar sem þessi innheimta hefði orðið félaginu til óþæginda. Líkt stendur á í mörg- um kaupfélögum, er gert hafa hið 'sama. Breytingin með ályktun Sambandsfundar er sú, að nú verð- ur þvínær öll innheimta samvinnu- blaðanna gerð gegnum kaupfélög- in, því að langmestur hluti kaup- endanna eru samvinnumenn. Nýjar kröfur um tvöfaldan skatt. Daginn áður en samvinnulögin gengu í gildi (14. júlí), fekk Sam- bandið smáræðis reikning frá landinu um að því bæri að greiða um 50 þús. krónur í tekju- og gróðaskatt fyrir 1919! Auðvitað er þetta tóm vitleysa og á engum rétti bygð. En söm er gerðin fyr- ir að skattamál félaganna yrði tek- ir því. Og erfitt mundi samvinnu- félögunum hafa orðið að starfa ef Sambandið hefði ekki gengist fyr- ið fyrir á þingi. Vafalaust verður þetta dómstólamál. Sést best hve fráleitar slíkar skattkröfur eru á hendur Sambandinu ef þess er gætt, að tekjuafgangi Sambands- ins fyrir-1919 er fyrir löngu skift milli félaganna og þau hafa aftur skift til félagsmanna, sem eru hin- ir réttu eigendur. Ef Sambandið ætti nú að gjalda tekjuskatt fyrir 1919 (af tekjum sem aldrei voru neinar, þar sem Sambandið er ekkert nema allsherjar pöntunar- félag), þá yrði að leggja þessi 50 þús. kr. sem aukaskatt á viðskifti félagsmanna það ár, sem dómur félli, ofan á útsvör félaganna, út- svar Sambandsins og tekju- og gróðaskatt fyrir það ár. Er hér miðað við hið gamla ástand, eins og það var þar til samvinnufélög- in komu í gildi. Ekki útflutningsvara. Til að skilja hversvegna bónd- inn á Sandi vill gera stétt sinni og áhugarpálum hennar það tjón, sem veikir kraftar leyfa, með því að vinna móti stefnu samvinnu- manna í landsmálum, verður að geta um lítið atvik sem getur hafa hjálpað kaupmannasinnum til að ná valdi yfir þessum manni. Litlu eftir að G. Fr. kom í bæinn í vetur varð það uppvíst að hann sótti það allfast að fá að verða sendur til Ameríku í slóð síra Kjartans Helgasonar. Var Tíminn meðal annars spurður að því hvort rétt væri að styðja að því að útvega fé til slíkrar farar. þessari málaleitun var eytt frá hálfu blaðsins. Að vísu mundi margur hafa unnað manninum að sjá siðu annara þjóða. Og meðan hann var yngri hefði slík ferð getað að ein- hverju leyti bætt úr þröngsýni hans og fráleitum hugmyndum um eigin gildi. En nú var það of seint. I öðru lagi var aðstaða Tímans þannig, að hann gat aldrei v'erið með að senda nema myndarlegan og vel mentan mann sem fulltrúa vestur. Hann hafði jafnan tekið svari Vestmanna, barist móti 5 ára búsetuskilyrðinu þeirra vegna, eyðilágt Fáfni og átt þátt í stofn- un þjóðræknisfélagsins „íslend- ingur“ og því að fé fékst í hina glæsilegu vesturíör sr. Kjartans. Vestmenn hafa fundið þetta og segja kunnugir menn að Tíminn sé keyptur og lesinn af Vestur- íslendingum meira en öll önnur stjórnmálablöð til samans, af þeim sem gefin eru út hér á landi. Vegna Guðm. var ef til vill misk- unnsamt að hlynna að slíkri ferð, en vegna Vestur-íslendinga var sjálfsagt að vinna á móti henni. það var þá orðið lýðum ljóst, að Guðm. nýtur sín best í „fásinninu" heima fyrir. Hann er ekki útflutn- ingsvara. Hann hefir sjálfur játað í vetur að hann hafi skrifað langar greinar um menn og mál móti betri vitund. Slík sviksemi í and- legum efnum er hegningarverð. Slíkum manni er eiginlega aldrei hægt að trúa. Fleiri dómar hans hafa verið eftir því. Fyrir fáum árum heiðraði hann þjóð sína með því, að gefa ótvírætt í skyn, að íslenskar stúlkur væru að siðgæði á borð við dreggjar stórborganna (Flati lófinn). Ógætni hans í orð- um er svo hastarleg, að ef honum hefði orðið að óskum sínum í stjórnmálaefnum, hefði orðið að stytta nokkrum af bestu mönnum í ætt hans aldur með rottueitri. þegar þar við bætist að manni þessum er svo hnignað, að áheyr- endur koma aðallega til að horfa og hlusta á hann eins og „clown“, þá verður það öllum einsætt, að liann er ekki útflutningsvara.Jafn- vel þó að landssjóður hefði verið að sligast undir sínum eigin þunga, sem ekki var í vetur, þá gat aldrei verið ástæða til að gera Guðm. á Sandi að andlegum „le- gáta“ hjá löndum í Vesturheimi. ** -----o---- ^Öorgm eifífa ejilt gáctIT gatne Furstafrúin stóð við hliðina á bárón- ■inum og umlaði í lienni um að eklci mætti taka of mikið tillit til dutlunga listamannanna. Baróninn svaraði lienni með köldu brosi. Ilann nálgað- ist Rómu, rétti henni myndina og sagði: „Eg þa-kka yður þessa mjög merki- legu dagsstund." Allir horfðu á liann og hver og einn lagði orðin út á sinn veg. því næst flýttu menn sér að kveðja. Róma var æst að sjá, en hún svaraði kveðjunum með sérstakri hæversku. Hún var að kvcðja þennan lióp til fidis. það var sigurbros á vörum hennar. Gestirnir reyndu að láta eins og ekkert væri, en framkoma hennar sýndi það greini- lega, að hún var að vísa þeim á dyr. Hún skelti hurðinni hart aftui' þá er þeir voru allir farnir. En um leið og hún snéri sér að Davíð Rossí, sem stóð við hlið henni, kom grátur yfir hana og hún kastaði sér á hnén fyrir fætur honum. XX. „Davíð!“ kallaði hún. „Gjörið þetta ekki! Standið á fætur!“ sagði liann í bænarróm. I-Iugsanirnar byltust i liuga lians. Meðan hann stóð og hlustaði á Rómu hafði liann skolfið, meir en nokkru sinni áður i baráttu hans. Nú var hann einn með henni og hjartað ætl- aði að springa.í brjósti hans. „Hefi jeg ekki unnið nóg“, kallaði hún. „þér hædduð mig af því að jeg væri rík, en nú er eg jafnfátæk og þér. Ilver cyrir sem eg hafði kom frá baróninum. þaðan fæ eg ekki fleiri gjafii'. Iig er og liefi altaf verið skuld- ug. þannig minti velgjörðamaður minn mig á ósjálfstæði mitt og gjaf- mildi sina. Nú verð eg að selja alt sem eg á til þess að borga skuldir mín- ar“. „Róma!“ stamaði hann, en hún tók fram í fyrir lionum og tárin streymdu niður kinnar honnar. „Hús og húsgögn, gjafir, vagna, hesta, alt, alt missi eg og á ekkcrt eft- ii;. En hvað um það? þér sögðuð að konan léti sér annast um þægindi, ríkidæmi og allsnægtir. Mundi það ^ara? Eruð þér ekki enn ánægður með ekki vera annað sem okkur er kær- mig?“ „Róma! Talið ekki þannig. Eg get ekki þolað það.“ En hún lilustaði ekki á hann. „þér hædduð mig af því að eg væri kona. Og konan getur ekki verið sann- ur vinur, cða fórnað sér. Við gctum ekki verið annað en leilcfang og dægra- stytting fyrir karlmennina. I-Ialdið þér að eg vilji einungis vera ástmey manns míns? Nei, eg vil vera eigin- kona lians. Lifa lífi hans hvernig sem það verður, bera með honum gott og ilt.“ „I guðanna bænum, Róma!" liað hann, en hún leyfði honum ekki að tala. ^,þér liædduð mig með því að tala um þær hættur sem biðu yðar, eins og lconan væri manninum fótakefli. Haldið þér að eg ætlist til að maður- inn minn lifi í leti? Léti hann sér næ^ja slíkt, væri liann ekki maðurinn sem eg elska, og eg myndi fyrirlíta hann og fara frá honum.“ „Róma!“ „Og svo hædduð þér mig mcð því að dauðinn vofði yfir yður. Eg mundi þá standa eftir einmana. En það skal aldrei verða. Aldrei! Haldið þér að kona rnuni geta lifað þann mann sem hún elskar eins og eg elska yð- ur? — Nú liefi eg sagt. það. Hæðni yðar hefir æst mig til þess. — Dauð- inn vofir yfir yður, en ekki vegna þess að þér hafið hreytt illa, heldur einungis vogna þcss að þér oruð föð- ur mínum trúr. Jtcssvegna liefi eg rétt til þess að líða dauðann með yð- ur og eg vil ekki lifa yður látinn." „Láti eg nú undan“, hugsaði hann, „þá er úti um mig“. Og liann krcpti liendurnar á baki sér, til þcss að þurfa ekki að taka hana í fang sér. „Róma!“ sagði hann lágt, „þér haf- ið brotið loforð yðar.“ „Eg skcyti því engu! Eg skal brjóta tíu þúsund loforð. Eg játa ]>að að cg hefi dregið yður á tálar. Eg lét svo sem eg léti undan, en það var alls ekki ætlun mín. Eg vildi, að þér sæuð sjálfur, hversu eg varpaði öllu frá mér, til þess að þér hefðuð enga af- sökun. Nú hafið þér horft á það, og nú — nú skuluð þér scgja livað þér viljið gjöra.“ „Róma!“ sagði hann og hann hríð- skalf allur. „Frá því og sá yður fyrst hafa búið í mér tveir menn. Annar vildi gera alt til að vcrnda yður gcgn heiminum og gogn sjálfri yður, en hinn — hann óskaði að þér létuð öll þcssi ráð eins og vind um eyrun þjóta-. Gæti eg trúað þvi, að þér vitið livað þér eruð að gjöra, að þér þekkið hættuna og þau örlög, sem þér viljið taka þátt í ■— cn það er óhugsandi." „Davíð“, kallaði liún, „þér elskið mig. Eg hlyti að finna það, ef svo væri ekki. En eg er hugrakkari en þér ...“ „Leyfið mér að fara! Eg get ekki lengur haft taum á sjálfum mér!“ „Eg er hugrakkari en þér, því að eg hefi kastað öllu frá mér, rckið alla vini mína frá mér og brotið allar brýr að baki. Eg hefi verið fífldjörf og smánað þá alla yðar vegna — eg sem ekki er annað en kona — en þér, karlmaðurinn eruð hræddur, já hrædd- ur — þér eruð ragur — já eg segi það, þé eruð ragur! Æ, nei, nei, nei, livað er það sem cg segi .... Davíð Leóne!" Og í ástríðu iðrunarinnar vatt hún örmum um háls honum. Grafkyr hafði liann staðið í' þessu óumræðilega sálarstríði. Og nú fann hann það að hann gat ekki lengur spyrnt á móti. „Kondu þá — kondu þá í faðm minn“, kallaði hann og hann hreiddi út liendurnar um leið og hún kastaði sér til hans. „Elskar þú mig?“ „Já af öllu hjarta! Og þú?“ »lá, jjí, já!“ I-Iann þrýsti hcnni að brjósti sér og kysti hana með ákefð. Ástin scm hann hafði barist við losnaði nú úr læðingi — eins og á í vorleysingu, sem sprongir af sér isana. Og hin unga lcona, scm hafði barist svo djarflega fyrir ást sinni rétt áður, nú varð hún alt í einu máttvana og föl, þegar hún hafði sigrað. -----O----- Undii'lægjuliugsunaxháttui'. J>að er vitanlega Morgunblaðið og dilkar þess í. og L. sem verða umtalsefnið undir slíkri yfir- skrift. Tvö dæmi koma því til sönnunar í þetta sinn: 1. það er stutt liðið síðan dönsku blöðin birtu hin niðrandi ummæli um ísland, í sambandi við lántök-' una. Island ætti alt sitt líf undir Dönum. Alveg ósæmileg skilyrði voru tilskilin. það væri ástæða til að hugsa eitt og annað um sjálf- stæði ísland. Jafnvel talað um að skipa fyrir um innanlandsstjórn. — Morgunblaðið og I. og L. birtu -þessi ummæli dönsku blaðanna al- veg athugasemdalaust. Tíminn bar fram rökstudd mótmæli og furðaði sig á að Morgunblaðið og F ræðsluhérað Mosvallahrepps er laust til um- sóknar. . I. ög L. gerðu það ekki líka. þá lýsti Morgunblaðið því beinlínis yfir að það hefði ekkert haft við ummæli dönsku blaðanna að at- huga. Liggur nærri að segja að Morgunblaðinu hafi þótt ummæl- in sjálfsögð og réttmæt. 2. Nú standa yfir umræðurnar um tilraun Spánverja til þess að kúga okkur íslendinga til þess að afnema bannlögin. Öll blöðin, nema Morgunblaðið og dilkar þess í. og L., eru sammála um það að um beina þvingunartilraun er að ræða. Sá sem er meiri máttar ætl- ar beinlínis að kúga þann sem veikari er, og það í mannúðar og siðferðismáli. „það er alveg rangt að tala um þvingun af hálfu Spán- vex-ja“, segir Morgunblaðið. „Bæði Norðmenn og íslendingar skera úr þessu máli, hvorir um sig, alveg ó- háðir og með fullum sjálfsákvöi'ð- unarrétti“. Ileyr á endemi! Ilvern- ig er því varið þegar ræninginn setur skammbyssukj aftinn fyrir enni ferðamannsins og segir: „Peningana eða lífið?“ Ferðamað- urinn hefir „fullan sjálfsákvörðun- arrétt“ til þess að „skera úr þessu máli.“ — „Hann kemur mér æ í hug, er eg' heyri góðs manns getið“, sagði Jón biskup helgi um ísleif biskup. „Morgunblaðið og I. L. koma mér æ í hug' eftirleiðis, er eg heyri tal- að um undirlægjuhugsunarhátt“. Sláttur er víðast byrjaður hér slóðir. Túnin stórum mun betri en í -fyrra, hafa furðanlega náð sér eftir kalskemdirnar í fyrra. 75 ára verður Eiríkur prófessor Briem á morgun. Hefir Tíminn ný- lega minst þess mæta manns í öðru sambandi. Verður honum haldið samsæti af vinum hans á morgun. þorleifur JI. Bjarnason yfirkennari hefir ritað mjög fróð- lega æfisögu hans í nýjasta hefti af Skírni. Spánarsamningurinn. Ekkert hefir enn frést nánar um hann. Stjórnin verst allra frétta. Vest- mannaeyingar hafa samþykt á- skorun um afnám bannlaganna. Annarsstaðar að hafa ekki komið áskoranir. Góöur gestur dvelst nú í bænum á vegum Dansk-íslenska félagsins, doktor Vilhelm Andersen prófessor í fagurfræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Flytur hann fyr- irlestra einkum um bókmentir Dana á síðari öldum. Hann er nafnkunnur rithöfundur og frábær snillingur í upplestri skáldrita. Hann talar og íslensku allvel. Er það verulega góður fengur fyrir bæinn að fá slíkan gest. Embætti. Umsækjendur um bankastjórastöðuna við Lands- bankann eru þessir: Benedikt Sveinsson, Snæbjörn Arnljótsson, Jón Dúason, Georg Ólafsson, Jens Waage og Richard Torfason. — Um ísafjarðarsýslu sækja þessir: Oddur Gíslason, Kr. Linnet, Páll Jónsson, Bogi Brynjólfsson og Maiánó Ilafstein. Fjárkláði hefir geisað í neðri hluta Árnessýslu mjög magnaður. Hefir dýralæknir farið austur og gert ýmsar ráðstafanir til lækn-' inga og varna. Um Akranesprestakall sækja: Árni Sigurðsson cand. theol., síra Einar Thorlacíus í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd og síra þorsteinn Bi'iem á Mosfelli í Grímsnesi. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.