Tíminn - 13.08.1921, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.08.1921, Blaðsíða 2
98 T 1 M I N N Jarðyrkjuáhöld til sölu. Nokkur ágætis jarðyrkjuáhöld, er voru á búsáhaldasýningunni, eru til sölu. Þar á meðal eru: Plógar, heifi (margar teg.), raðhreins- arar, sláttuvélar, rakstrarvélar, vagnar, sleðar, steingálgi (sem lyftir 5 smál.), og ýms handverkfæri. Allar upplýsingar um verð á verkfærunum, og livar þau eru að fá, gefur Búnaðarfélag íslaiids. Nokkrír stórír fjórhjólaðír vagnar, eru tíl sölu, mjög ódýrt. Vagnarnir eru mjög sterkir, með fjöðrum og niðurhlaupsútbúnaði. Búnaðarfélag íslands. Tvö griðarstór TJÖLD eru voru notuð á búsáhaldasýningunni í sumar, eru til sölu. Þau eru úr ágætis efni, og væru mjög hentug fyrir samkomur til sveita. Semja ber við Búnaðarfélag ísiands. Lántakan enn. 1 Morgunblaðinu birtist nýlega viðtal við stjórn tslandsbanka. þar sem blað stjórnarinnar á í hlut og þar sem engin leiðrétting hefir komið á viðtalinu, virðist mega byggja á því að það sé á- reiðanlegt. Af viðtalinu má ráða eftirfar- andi atriði: 1. Að landsstjórnin er orðin full- ráðin í því að taka margra miljóna króna lán í Danmörku upp á á- byrgð hins íslenska ríkis og að landsstjómin er fullráðin í því að taka líka margra miljóna króna lán í Englandi upp á ábyrgð hins íslenska ríkis. 2. Að þessar lántökur muni fara fram mjög bráðlega (og eru ef til vill nú farnar fram). 3. Að landsstjórnin muni ætla að afhenda íslandsbanka meginið og ef til vill alt þetta lánsfé. Til þess að ekki verði um vilst skulu orð blaðsins hér nákvæmlega birt: „íslandsbanki býst við því á hverri stundu að hin fyrirhuguðu lán í Englandi og Danmörku kom- ist í lag og að mikill hluti láns- fjárins verði yfirtekinn af bank- anum“ (þ. e. af íslandsbanka). Morgunblaðið 5. ágúst. þessi tíðindi munu berast um Island eins og eldur í sinu. Hverjar eru afleiðingamar af því, að það á að láta íslandsbanka fá í hendur þessi miljónalán? Afleiðingamar eru þær og hljóta að vera þær, að þessum miljóna- lánum verður ekki varið til við- reisnar hinum íslensku atvinnu- vegum, til framkvsémda sem þegar gefa skjótan og vísan arð, heldur fyrst og fremst til viðreisnar hinni erlendu peningabúð íslandsbanka, til þess að hjálpa ísladsbanka að „yfirfæra“ þær miljónir króna sem safnast hafa fyrir hjá honum, til þess að borga skuldir, einkum til danskra kaupsýslumanna, sem hafa látið að miklu leyti óþarfar vörur fljóta yfir þetta land á und- anförnum árum. Afleiðingarnar em þær, að ís- lenska ríkið tekur yfir á sínar herðar ábyrgðina fyrir þær skuld- ir sem þessir innlendu og erlendu kaupsýslumenn hafa stofnað! Á þeim víxlum stendur eftirleiðis hver einasti íslendingur: bóndi, sjómaður og verkamaður, í stað kaupsýslumannanna áður. Allri áhættunni við þessar sam- ansöfnuðu skuldir í Islandsbanka er jafnframt, með einu penna- striki, létt af hinum erlendu hlut- höfum íslandsbanka og komið yfir á hið íslenska ríki. Alþingi kvað svo á að ísland ætti að ná fullkomnum yfirráðum yfir fslandsbanka. En áður en landið. legði fram hlutafé í bank- ann og áður en iandið bindi bagga sína við bankann, átti að fara fram nákvæm rannsókn á hag bankans. Landsstjórnin fékk því ráðið að sáralítil trygging fékst um að sú rannsókn færi fram svo að nokk- ur trygging sé að og meiri hluti þings mótmælti nefndarkosning- unni. Og síðan hefir ekkert um þessa rannsókn frést, fremur en hún væri alls ekki til. það hefir ekki einu sinni frést að búið væri að skipa í nefndina þá menn, sem aðr- ir aðilar en alþingi átti að skipa. það virðist því með öllu óhætt að fullyrða að alls engin rannsókn hafi farið fram um hag bankans. Og það bólar alls ekki á neinni slíkri rannsókn. Landsstjórnin gerir það því í fullu heimildarleysi alþingis að af- henda íslandsbanka þessi miljóna- lán, eins og nú á stendur. Nálega allir þingmenn Fram- sóknarflokksins og nokkrir aðrir, báru fram þá tillögu í sameinuðu Alþingi, að skipuð yrði sérstök nefnd, sem hefði mikið vald um það með landsstjórninni, hvemig þessu miljónaláni yrði varið. Landsstjórnin lagði afarmikið kapp á að drepa þá tillögu og henni tókst það. Nú er það ljóst hversvegna hún gerði það. það var þá þegar ásetningur stjórnar- innar að fela íslandsbanka að fara með þetta lánsfé. — það munu margir vilja efa þessa frásögn. En orð Islands- banka og stjórnarblaðsins eru svo skýr að vart getur verið um að villast. — En um slíka stjórnarráðstöfun verður ekki kveðinn nema einn dómur: Sú stjórn sem fremur slíkar ráð- stafanir virðist meta meir hags- muni sárfárra erlendra hluthafa íslandsbanka og sárfárra erlendra og innlendra kaupsýslumanna, en hag almennings á íslandi. Hvað segja íslenskir kjósendur um aðrar eins ráðstafanir? Fer þeim ekki að volgna undir rifjum, er svo er haldið á stjórn landsins? Verða þær ekki enn háværari kröfurnar um þingrof og nýjar kosningar, til þess að fá nýtt þing sem steypi af stóli hinni nú- verandi landsstjórn? Ætli þeir séu enn margir sem furða sig á því að Tíminn vildi á síðasta þingi a. m. k. láta royna það að fá hæfari landsstjórn? Ætli þeir séu margir enn sem ásaka Tímann um ábyrgðarleysi fyrir þá kröfu? Ætli þeir séu enn margir sem á- líta að ábyrgðartilfinningin sé meiri hjá Morgunblaðsliðinu og stjórnarliðinu, sem ber hina sið- ferðislegu ábyrgð á öllum þeim stjórnarathöfnum sem nú dynja yfir þetta land? Spyr sá sem ekki veit! ----o---- Um tímatal. Rannsóknir um tímatalsákvarð- anirnar í hinum fornu ritum hafa verið eitt af erfiðustu viðfangsefn- um sagnfræðinganna. þVí að vit- anlega var því eins varið um tíma- talsákvarðanirnar, eins og alt ann- að, að til þess þurfti ákaflega lang- an tíma og reynslu, að menn kæm- ust að fastri og alviðurkendri nið- urstöðu. Um langan aldur var það því svo, að sinn var siður í landi hvoru, um tímatalsákvarðanir. það er viðfangsefni sagnfræðinga seinni tíma að finna, hvaða tíma- tal þessi eða þessi fomi rithöf- undur hefir notað, og árfæra við- burði fornaldanna eftir því. Viðfangsefni hinna íslensku sagnfræðinga og fræðimanna hafa verið svo mörg og margvísleg, að engum hefir enn unnist tími til að rannsaka sérstaklega tímatals- ákvarðanir okkar eigin forfeðra. Skiftir vitanlega mestu um bestu söguritin. Sagnfræðingarnir og allur þorri íslendinga hefir geng- ið út frá því eins og alveg sjálf- sögðu að hér væri um ekkert vafa- atriði að ræða. Tímatalsákvarðan- irnar væru blátt áfram hinar sömu og nú tíðkast. Hér í bænum hefir dvalist í sumar ungur maður, sem hefir sökt sér niður í rannsóknir um tímatal forfeðra okkar. Hann heit- ir Barði Guðmundsson, sonur Guð- mundar bónda Guðmundssonar á þúfnavöllum í Hörgárdal. þessar rannsóknir Barða hafa valdið því að hann ber fram alveg nýjar skoðanir í þessu efni. Ritstjóri Tímans hefir átt kost á að kynn- ast þessum nýju kenningum eilít- ið, og mun marga fýsa að heyra um þær. Barði bendir á það fyrst og fremst, að þar sem ruglingurinn var áður svo mikill um öll lönd um tímatalsákvarðanir, þá sé al- veg rangt að ganga út frá því fyr- irfram, að íslendingar hafi, t. d. á 12. og 13. öld lagt til grundvall- ar hið júlíanska áratal, sem nú er notað. Norskir vísindamenn hafi og látið þá skoðun í ljós að það sé ekki fyr en seint á.15. öld, sem ó- hætt sé að treysta því í norskum ritum, að það tímatal sé notað. Barði leiðir nú rök að því að elsta íslenska tímatalið sé tunglaldar- tímatal og byrji þá árið með sept- ember og endi með ágúst. Hann bendir á að í-Eddukvæðunum heit- ir tunglið „ártali“ og að Ari fróði endar Islendingabók sína með því að taka það fram að aldamót hafi verið tveim vetrum eftir það ár sem hann síðast talar um, en þá endar einmitt hin 59. tunglöld e. Kr. b. þó að kirkjan kæmi með sitt tímatal, þá muni hitt þó ná- lega undantekningarlaust tíðkast í söguritunum á 12. og 13. öld, að árið hefjist með september. Færir Barði fram mörg atriði fyrir þess- ari skoðun, sem oflangt yrði upp að telja. — En öllum er ljóst að það hefir næsta mikil áhrif um tímatalsákvarðanirnar, reynist þessi skoðun rétt. í sambandi við þessa rannsókn hefir Barði athugað sérstaklega um vetratalið forna. Fræðimenn hafa lítt rannsakað þetta atriði, en allur þorrinn gengið út frá því sem sjálfsögðu að þegar tal^ð væri um „vetur“ sem tímatalsákvörðun, þá þýddi það nðkvæmlega sama og ár. Barði kemst að annari niður- stöðu, eftir rannsókn sína: að í helstu og bestu fornritunum hafi orðið vetur ætíð árstíðar en ekki ársmerkingu. Fyrir því færir hann fjölmörg rök, einkum með saman- burði bestu söguritanna. Og hefir þetta og áhrif á ýmsar árasetn- ingar. Við fljóta athugun er ekki hægt að mynda sér fasta skoðun um þessar nýju skoðanir Barða, en mikla vinnu hefir hann lagt í rannsóknir sínar. Væntanlega verð ur þess ekki langt að bíða að hann komi þeim fyrir almenningssjónir og munu þá mörg augu líta á. Er það næsta merkilegt að tvítugur maður skuli hafa lagt út í svo erfiða sögulega rannsókn. -----o---- Vanrækt vandamál þings og þjóðar. Eg var fyrir nokkru suður í IÍraunum; eg var að svipast eftir hellum. Mér hefir verið sagt, að mjög nýlega hefði verið skorað á alla unga menn að gefa nánar gæt- ur að, hvort ekki sæust hellar ó- rannsakaðir eða merkilegar holur. Reyndar hafði þessi áskorun ekki verið send út af sjálfri ríkisstjóm- inni, en samt af einum af æðri em- bættismönnum ríkisins. þótt ef til vill í fljótu bragði að sumum kunni að virðast að það geti naumast þótt furða, þótt hell- ar og jarðholur finnist í jafn hraunrunnu landi og íslandi, þá er það aðeins af því, að þeir hafa ekki athugað málið nógu alvarlega. þetta .er mikið velferðarmál og nær til allrar þjóðarinnar. það þarf að gefa því miklu meiri gaum, þótt auðvitað áhugi sé mik- ill hjá einstaka manni. Eg fann hellir sem eg hefi hvergi getað fundið lýsingu á eða myndir af. Eg hefi reyndar ekki getað náð í sjálfan fornmenjavörð- inn, svo það er hugsanlegt að hann hafi fengið lýsingu á þessum helli. Mér var sagt að fornmenj avörður- inn væri farinn norður í Kjal- hraun og svo þaðan í Ódáðahraun að leita að hellum. Hellirinn sem eg fann er 1268 metra í loftlínu norðaustur af austasta húsinu í Hafnarfirði. Við op hellisins voru 35 lambaspörð gömul, en ekkert inni. í hellis- munnanum var gamall og hvítur lærleggur, annaðhvort úr hesti eða manni. Verður sendur Guðbr. til rannsóknar eða á Forngripa- safnið. Hellirinn er 6 metrar og 78 centimetrar að lengd. Hæðin er 89(4 centimetrar þar sem hún er mest, en 12 cm. þar sem hellirinn er lægstur. Breiddin var innan við opið 67% cm., en í miðjum helli 99, og mjókkar svo jafnt og lík- ist nokkuð mjórri enda á spóa- eggi. Liturinn dökkleitur, harður viðkomu. Nafn hefi eg ekki enn gefið hellinum. það þyrfti að velja sérstaka nefnd er annaðist um að smekkleg og þjóðleg nöfn væru valin. Stjórnin ætti að útnefna einn mann, hæstiréttur annan og háskólinn þann þriðja, og ætti sá að vera formaður. Mér finst næst- um því velferð þessarar þjóðar krefjast þess, að stjórnin setti þeg- ar á stofn sjálfstætt embætti með svipuðum launum og skrifstofu- stjórinn í utanríkisskrifstofunni. það er sagt að hann fái ekki full 12 þúsund krónur um árið. Ekki er hægt að leggja það í fommenja- vörðinn, nóg hefir hann samt. það mun líka sannast, að það munu finnast margir hellar og holur og getur bókfærsla og skrif orðið mik- il við það. Skrifstofufyrirkomu- lag gæti verið svipað og nú er á veðurathugunarstöðinni, ef það væri þá ekki betra að bæta einni nýrri skrifstofu við í stjórnarráð- inu. þingið mundi líka fljótt, eftir tillögum stjórnarinnar, hlaupa undir bagga og láta forstöðu- manninn fá aðstoðarmann líkt og húsameistara ríkisins núna á aukafjárlögunum,, þegar það sýndi sig að það var ofraun einum manni að vera húsameistari í líku árferði og nú. Embættisnafnið ætti að vera: „ríkishellarannsókn- Grammofónplðtur fyrir nálar og demanta. Stórt úrval fyrirliggjandi af Dansplötum, Kórplötum, Orkesterplötum o. s. frv. Verðskrá ókeypis. Plöturnar sendast gegn eftirkröfu um land alt. Minsta sending 3 plötur. Kr. 10,00 eiga að fylgja pöntuninni. Hitt sendist í eftirkröfu. Nálaöskjur á kr. 2,25 með 200 nálum. Condornálar á 3,25 askjari. Tungstylnálar, sem nota má 50—100 sinnum, 4 stykki kr. 1.50, Eemantsnálar kr. 2,50. Ilalda heilt ár, en cru aðeins fyrir demantsplötur. Hljóðfærahús Reykjavíkur. Símnefni Hljóðfærahús. Harmonikur Einfaldar: 1. flokks með 2 bössum á kr. 40.00, ög með 4 bössum kr. 45.00. Tvöfaldar: 1. fl. á kr. 75.00, 85.00, 100.00 og 150.00. þrefaldar: fullkomnasta fáanleg teg- und kr. 265.00, 285.00 og 325.00. Scndar gegn eftirkröfu. Óskað er eftir að nokkur bluti upphæðarinnar fyígi pöntuninni. Hljóðfærahús Reykjavíkur. Símnefni: Hljóðfærahús. ari og vörður“. Svo ætti lands- stjórnin að veita verðlaun fyrir hvern nýjan helli, þótt ekki væri meira en 200—500 krónur. Auk þess ættu slíkir menn að verða riddarar af fálkaorðunni og yfir- maðurinn stórkrossriddari. þá myndi þessu þjóðþifamáli miða áfram. Stefnir Árnason. -----o---- Bannlagabrot varð uppvíst ný- lega í Borgarnesi. Kom þangað saltskúta beina leið frá Spáni og lét skipstjóri innsigla dálítið af á- fengi. Daginn eftir þótti bera á því að menn kæmu frá borði með nesti og leiddi það til þess að lög- reglustjóri var beðinn að rannsaka máljð. Leiddi sú rannsókn í ljós að tveir íslendingar: Einar Einars- son spítalaráðsmanns Markússon- ar í Laugarnesi og þórður Pálsson héraðslæknir höfðu flutt áfengi í land úr skipinu. Voru þeir sekt- aðir um 200 kr. hvor og vínið gert upptækt hjá þeim. þeir sem selt höfðu vínið voru bryti skipsins, einn hásetinn og skipstjóri. Voru tveir hinir fyrnefndu sektaðii' um 200 kr. hvor, en skipstjóri um 500 kr. Var síðan gerð rannsókn í skipinu og kom þá í ljós að í því var áfengi sem ekki hafði verið gefið upp til innsiglunar og var það gert upptækt. — þykir þetta tíðindum sæta og vera óhæfa mik- il að héraðslæknirinn skyldi hugsa til að klófesta áfengi á þennan hátt og skarta illa á tengdasyni Bjöms Jónssonar ráðherra. • ' '-.■•■■■ \.v-' ' -i Björgun. Björgunarskipinu Geir hepnaðist það nýlega að ná á flot aftur skonnortu sem strandaði síð- astliðinn vetur á Meðallandsfjör- um. Skonnortan hafði kastast langt upp fyrir sjávarmál og tókst að ná henni lítt skemdri. Mun þetta vera í fyrsta skifti sem það tekst að bjarga skipi sem strandað hefir á ströndunum sunn- anlands. Landsíminn. Fjórar stöðvar hafa verið opnaðar á leiðinni frá Blönduósi til Kálfshamarsvíkur. Látinn er í Kristjaníu Magnús þorsteinsson, verslunarmaður, bróðir Ölafs verkfræðings. Orðsending til Gests Árnesinga- yfirvalds, Morgunblaðsins og landsstjórnarinnar, verður að bíða næsta blaðs. -----o---- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.