Tíminn - 27.08.1921, Síða 1
Reykjavík, 27. ágúst 1921
Alþýduskólixin
á» Mvasimistang'Æ
byrjar i. nóvember og starfar 6 mánuði. Aðgöngu fá bæði. piltar og
stúlkur, allsstaðar að meðan rúm leyfir.
Inntökuslkilyrði:
Að vera vel læs og skrifandi, þekkja 4 höfuðgreinir reikningsins í
heilum tölum og metrakerfi. Hafa ófiekkað mannorð og engan næman
sjúkdóm.
Nemendur liafa heimavist ef þeir vilja og matarfélag. Alt, sem þar að
lýtur, verður undir búið fyrir þá. Helmingur áætlaðs kostnaðs greiðist í
byrjun skólaársins, en ábyrgð gefin fyrir greiðslu hins.
Skólinn veitir kenslu í öllum almennum námsgreinum, sem kendar eru
á alþýðuskólum og lætur sér ant um framfarir nemenda.
Umsóknir sendist fyrir 5. október.
Undirritaður gefur nánari upplýsingar.
Hvammstanga 18. ágúst 1921.
Asgek Mag'is.'ússon
skólastj óri
Sesta sögnbébiu
er Æfintýri eftir Jack London,. víðlesnasta söguskáld
nútímans. Bóldn er 213 síður, prentuð á ágætan pappír með mynd höf-
undarins, og kostíér að elllS ^ kl?«, sé hún pöntuð fyrir 1. okt-
óber þ. á. Eftir það kostar hún 6 kr. Send gegn póstkröfu. _L.
Áfgreiösla Alþýðnblaðsins, Reykjavík.
Morgunblaðið tilkynnir það í
gær — vafalaust í umboði lands-
stjórnarinnar:
„að samningar þeir um lántöku
í Englandi, sem verið hafa á döf-
inni í Englandi um tíma, séu full-
gerðir, eða hér um bil, og er lánið
nálægt 10 milj. kr.“
Um danska lánið, sem stjórn Is-
landsbanka talaði um, segir blað-
ið aftur á móti ekkert. Almenning-
ur á íslandi fær sennilega ekkert
um það að vita, hvort þar er búið
að taka, eða verður bráðum tekið,
annað miljónalán. Stjómin álítur
sennilega að enga varði um það,
aðra en stórlaxana við Morgun-
blaðið.
Eftir fyrri ummælum stjómar-
blaðsins eiga svo þessar 10 milj.
kr. að mestu leyti að felast hinum
erlenda hluthafabanka. það á að
verja þeim til þess að borga þær
skuldir, sem útlendir og innlendir
kaupsýslumenn hafa látið safnast
fyrir í íslandsbanka í „yfirfærslu“-
vandræðum hans. pessar skuldir
eru þar með komnar yfir á herð-
ar íslenskrar alþjóðar.
Tíu miljónir króna, eru 100 kr.
á hvert einasta nef á íslandi. —
Eins atriðis verður enn að geta
í sambandi við þessa lántöku.
Síðustu dagana hefir sterling-
pundið enska verið að hríðfalla, en
danska krónan að stíga. Og alt út-
lit er fyrir að áfram stefni í sömu
áttina.
Samkvæmt skeyti í gær jafn-
gilti enskt pund þá kr. 21,65 dönsk-
um.
En fvrir rúmum mánuði, hinn
18. júlí, jafngilti enskt sterling-
pund kr. 23,65 dönskum.
Aðalhagurinn af því að taka
enskt lán, fremur en danskt lán,
var talinn sá, að gengið væri svo
hátt á enskum peningum.
Landsstjómin ætlar, eins og alt-
af, að vera seinheppileg í fram-
kvæmdum sínum. Henni virðist
ætla að hepnast það prýðilega að
draga ensku lántökuna þangað til
gengið er orðið mjög lækkað á
enskum peningum.
það lsetur nærri, eftir núverandi
gengi, að 10 milj. króna lán sam-
svari hálfri miljón enskra punda.
Nú skal þó gert ráð fyrir — sem
vitanlega er þó alveg óvíst — að
stjórninni hepnist að fá lánið áð-
ur en pundið fellur enn meir.
í dönskum krónum er þó lánsupp-
hæðin einni miljón króna lægri,
en ef lánið hefði verið tekið 18.
júlí.
það er dálagleg fúlga það. —
þess gerist engin þörf að fjöl-
yrða um alla ráðsmensku lands-
stjórnarinnar — og forsætisráð-
herrans sérstaklega.— í þessu lán-
tökumáli. Almenningurinn á Is-
landi er svo vel þroskaður að hann
kann til fulls að dæma um það.
En það má koma því að, í þessu
sambandi, sem greindur og gætinn
maður sagði nýlega við ritstjóra
Tímans:
„Aldrei hefir Islandi verið eins
illa stjórnað og nú, alla tíð síðan
það fékk fjárforræði árið 1874.“
pessi orð munu töluð út úr
hjarta mikils þorra íslendinga nú.
Ætli þeim fari ekki að vefjast
tunga um tönn, mönnunum sem
voru að ásaka Tímann um ábyrgð-
arleysi, fyrir að leggja það til um
þingtímann síðasta, að það væri a.
m. k. reynt að mynda hæfari
landsstjórn,
Ætli þeim verði ekki fátt um
svör, þingmönnunum, sem bera á-
byrgð á þessu stjómarfari,
Ilvoru megin er ábyrgðarleysið ?
þeirra sem endilega vilja þetta
stjórnarfar og ekkert annað?
Eða þeirra sem vildu a. m. k.
láta reyna að fá eitthvað betra?
Almenningurinn er skyldugur að
spyrja þingmennina, sem nú dvelj-
ast flestir heima, hversvegna þeir
hafi endilega viljað halda í þessa
landsstjórn og þetta stjórnarfar.
þingmennirnir eru skyldugir að
gefa greið svör.
----0----
Spánartollurmn.
Mikið gleðiefni er það öllum
þorra Islendinga, hversu fregnirn-
ar sem berast utan yfir pollinn eru
eindregið í vil okkur, í viðleitni
okkar að verjast kjúgunartilraun
Spánverja.
Frá Noregi og Spáni.
1. Fregnirnar staðfesta það full-
komlega að stjómarskiftin síðustu
í Noregi stöfuðu beinlínis af því
að þinginu þótti gamla stjórnin
norska ekki nógu ákveðin gegn
kröfu Spánverja. Eitt aðalblað
Dana, Berlingske Tidende, sem er
mj ög ákveðið andbanningablað,
segir frá því að sú flokkasamvinna
sem steypti norsku stjórninni, hafi
fyrst og fremst verið gerð vegna
bannsins. Norska stjórnin sem nú
situr, er beint skipuð með það fyrir
augum að halda fast við bannið
og láta ekki undan kröfu Spán-
verja-
2. það virðist heldur ekki mikil
ástæða til fyrir Norðmenn að láta
undan, því að það er nú upplýst,
bæði af norskum og spönskum
fregnum, að þótt hái tollurinn gildi
í orði kveðnu á norskum fiski sem
ílyst til Spánai', þá hefir hann alls
ekki verið krafinn. þessi hái toll-
ur snertir alls ekki norska fiskinn.
Spánslca stjórnin virðist alveg
hafa gugnað í málinu. Ástæðan til
þess mun vera hin tvöfalda mót-
staða: frá Islendingum og Norð-
mönnum annarsvegar og frá al-
menningi á Spáni hinsvegar.
3. það eru komnar nánari fregn-
ir frá Spáni. Mótþróinn á móti
fisktollinum er enn meiri en menn
hafa vitað um hingað til. Allur
verkamannaflokkurinn er á móti
tollinum og styðst fast við almenn-
ingsálitið. Mikið af frjálslyndu
þingmönnunum' sömuleiðis. Jafn-
vel einn greifi, úr hægrimanna-
flokknum, hafði áfelt stjórnina í
þingræðu fyrir fisktollinn. — það
eru vínframleiðendui-nir sem vilja
fá tollinn. Og á bak við þá standa
andbanningarnir víðsvegar um
heim. Sterkur grunur liggur á því
að andbanningar einhverjir í Nor-
egi hafi róið á bak við, til skamm-
ar og skaða fyrir land sitt. Ekki
hefir sú alda enn verið rakin til
andbanninga hér. Væri betur að
sá grunur reyndist ástæðulaus.'
4. Vegna þessarar megnu and-
stöðu gegn fisktollinum á Spáni
hefir spánska stjórnin neyðst til að
lýsa því yfir á spánska þinginu að
tollhækkunin væri aðeins bráða-
birgða neyðarúrræði og fisktollur-
inn væri settur einungis til þess
að seinja um hann. þetta tekur af
öll tvímæli. Andbanningum og vín-
framleiðendum hefir tekist það í
bili að tefla spönsku stjórninni
fram. Mótstaða íslands og Noregs
annars vegar og almennings á
Spáni hinsvegar, neyðir hana til
að draga inn seglin.
Heima á íslandi.
Lítum á framkomu Morgun-
blaðsins í þessu Ijósi.
1 gær birtist enn í blaðinu löng
grein um málið, sem að nokkru
leyti er persónulegar skammir um
ritstjóra Tímans, að nokkru leyti
eindregin áskorun um að láta und-
an kröfum Spánverja.
Af greininni er það tvímælalaust
augljóst að blaðinu gengur ekkert
annað til en það að fá vín flutt
aftur inn í landið.
Blaðið talar fjálglega um það
hversu það væri mikil bót á bann-
lögunum ef léttu vínin væru flutt
inn. Já, við þekkjum söguna um
skottlausu tófuna, sem stakk upp
á því við hinar að þær skyldu
stýfa af sér skottin. Morgunblaðs-
mennirnir vilja öllu fónia fyrir
þau eigin þægindi sín, að fá þessi
vín að drekka.
Blaðið talar um að léttu vínin
(upp í 12 eða 14 gráður) séu „að
allra dómi óskaðleg“. þessi um-
mæli eru jafngömul bindindis-
starfseminni á íslandi, af vín-
drykkj uvörunum.
Sterku drykkirnir „geta verið
skaðlegir“, segir blaðið. Mikill vís-
dómur er það.
Morgunblaðinu gengur ekkert
annað til en það að koma bannlög-
unum fyrir kattarnef, og byrja á
léttu vínunum.
Og það ofan í þær fréttir sem
nú berast frá Noregi og Spáni.
Ef við íslendingar beygjum okk-
ur undir spönsku kúgunina undir
þessum kringumstæðum, þá fer
vart hjá því að svar Norðmanna
verði hár tollur á íslenskt saltkjöt.
En Morgunblaðinu er alveg
sama bæði um sjálfstæði landsins
og afkomu landbúnaðarins, ef þeir
menn sem að því standa einungis
fá vín að drekka.
----o----
Samgöngurnar
milli Reykjavíkur og Borgarness.
Síðan póstferðum var farið að
haga þannig, að póstur norður og
vestur var fluttur sjóleiðis til
Borgarness, hafa verið fastar á-
ætlunarferðir með hann. Annaðist
þær gufubáturinn Ingólfur um all-
langt skeið, en er hann bilaði, tók
sá bátur við þeim, sem enn er og
heitir Skjöldur. Er hann svo lítill
að mikið vantar til að hann full-
nægi flutningaþörfinni milli stað-
anna. Ennþá f jær er hann þó þvi
að nægja sem farþegaskip, eins og
öllum er ljóst, sem með honum
hafa farið. Skýli hefir bátur þessi
fyrir 10—15 manns, en þyrfti að
geta komið um 100 manns undir
þiljur í flestum ferðum, og mundi
þó ekki vera nóg, því oft eru með
honum mikið á annað hundrað far-
þegar. það þarf ekki að lýsa líðan
manna í ferðum með þessum bát.
Allflestir verða að standa uppi á
þilfari, og ekki er hugsað svo lítið
um þægindi sem það, að fólkið
geti sett sig niður á leiðinni.
þegar Skjöldur byrjaði þessar
férðir var litið svo á, að lands-
stjórnin hefði út úr neyð fallist á
að hafa hann, en einungis um
stundarsakir. En nú lítur svo út
að hann eigi að verða framtíðar-
milliferðaskip, og það með sam-
þykki og tilætlun Alþingis, því að
eftir fráfall hins fyrra eiganda,
Elíasai’ Stefánssonar útgerðar-
manns, er báturinn keyptur af
Eimskipafélagi Suðurlands bein-
línis til þessara ferða, en skip það,
sem þetta félag kvaðst kaupa til
Faxaflóaferða — Suðurland — er
látið sigla með stórkostlegum
styrk úr landssjóði á aðra staði.
Auk þess sem að frhman er getið
um Skjöld, hefir mönnum komið
mjög illa hve áætlunarferðimar
hafa verið fáar, aðeins jafnmarg-
ar og landpóstaferðirnar. Auka-
ferðir koma ekki að notum fyrir
almenning, því um þær vita ekki
nema örfáir menn, helst þeir, sem
á símastöðvum búa, og það með
engum eða litlum fyrirvara.
35. blað
þegar eigendaskii'ti uiðu í vetur
á Skildi, gerðu menn sér vonir um
að áætlunarferðir yrðu liaganlegri
og fleiri en veiið hcfðu í tíð Elías-
ar Stefánssonar. Menn þóttust
geta vænst þess, þar eð í stjóm
félagsins var maður, sem átti að
vera nákunnugur högum og þörf-
um héraðsins, þ. e. kaupfélags-
stjóri Sigurður Runólfsson, og sem
hefði átt að vera ljósir þeir ann-
markar, sem voru á ferðunum
undanfarin ár.
þessar vonir hafa mjög brugð-
ist, áætlunarferðirnar eru jafnfá-
ar og áður, — einungis póstferðir.
Ferðir þær, sem auglýstar eru með
1—2 daga fyrirvara í dagblöðun-
um í Reykjavík, eru menn utan
lteykjavíkur litlu eða engu bættari
fyrir, og því ekki hægt að telja
þær með.
Ilinir nýju eigendur hafa ekki
einungis skelt skolleyrunum við
bættum samgöngum, heldur hafa
þeir leyft sér að breyta áætlunar-
ferðunum fyrirvaralítið eða sama
sem fyrirvaralaust,þeir hafa þann-
ig í þrjú skifti 1 vor og sumar lát-
ið skipið fara til Reykjavíkur aft-
úr sama dag og það kom, að á-
stæðulausu eða ástæðulitlu, að því
er virðist, nú síðast 13. þ. m. að
sögn vegna þess, að fáeinir prent-
arar í'Reykjavík höfðu óskað eftir
að fá skipið til Viðeyjai’ daginn
eftir.
þetta hefir komið og kemur sér
mjög illa. Menn hafa fram á þann
tíma sem eigendaskiftin urðu mátt
fullkomlega treysta því, að skipið
færi ekki á undan áætlun sinni, og
þeir miða því ferðalög sín við það;
lialda oft áfram síðustu nóttina til
að ná skipinu. Og þessu á að vera
óhætt að treysta; breytingar slík-
ar, sem að ofan getur, eru óafsak-
anlegur hi'inglandah áttur, og fæst-
:T leyfa sér gagnvart almenningi.
þeir menn, sem ekki kunna að
meta hve mikilsvert er að hafa á-
reiðanlegar skipaferðir í samræmi
við gerðar áætlanir, mega alls ekki
hafa ráð yfir samgöngutækjum.
Annað atriði viðvíkjandi Skildi
þarf að víta, og það er hve dýrt
er að fara og flytja með honum.
Meðan hann var í eign Elíasar, var
litið svo á, að fargjöld og farm-
gjöld öll væni óhæfilega há, jafn-
vel svo há, að skipið væri ekki not-
andi þessvegna, enda virtist t. d.
forstjóri kaupfélagsins oft forðast
að flytja með því nema sem allra
minst og ekki varð hjá komist. —
þá kostaði kolatonnið 300 kr. og
þai’ yfir, og allur annar kostnaður
geysimikill. Nú kcsta kolin ekki
nema 120 kr. tonnið, og kaup hef-
ir lækkað, en þrátt fyrir þessa af-
armiklu lækkun á kolum og eflaust
mikla lækkun á öðru, eru flutn-
ingsgjöld og fargjöld enn engu
lægri en meðan alt var í hæsta
verði. — Almenningur spyr hvern-
ig þessu víki við. það er kunnugt,
að Eimskipafélag Islands hefir
lækkað farmgjöld verulega fyrir
löngu, og sama er um Sameinaða-
félagið. Mönnum er því óskiljan-
legt, að gjöld þessi geti ekki lækk-
að með þessu skipi líka, og því
meiri ástæða sýnist til lækkunar,
þegar þess er gætt, að núverandi
eigendur fengu skipið með mjög
vægu verði og að það nýtur styrks
úr landssjóði til ferðanna, sem
nemur 20 þús. kr. á ári.
það virðist nauðsyn bera tií, að
lagðar séu einhverjar hömlur á,
hve há gjöld megi heimta fyrir
flutning á vörum og mönnum með
skipum þeim, er styrks njóta af