Tíminn - 27.08.1921, Síða 2

Tíminn - 27.08.1921, Síða 2
104 T í M I N N í Saurhæjarhreppi í Dalasýslu er til 'sölu og ábúðar í fardögum 1922. íbúðarhús er á jörðinni úr timbri, tvílyft og járnvarið. Stærð 18X12. Samstæðu fjárhús tvenn yíir 300 íjár og hlöður við, alt með járnþökum. Fjós yfir 10 nautgripi ásamt hlöðu, með járnþökum. Jörðinni fylgja miklar eyjar, varp og selveiði haust og vor. Girðingar um tún og heimaengjar. Töðufall af túninu 300 hestburðir, öðrum girðingum 100, útheysskapur 1000 hesta. Lysthafendur snúi sér til eigenda jarðarinnar Finns Jónssonar og Magnúsar Haildórssonar i Fagradal. Ný skilvinda. Universalskilvindan, er sterk, einföld og ódýr. Nægilega afkastamikil fyrir hvert meðalheimili, skilur 50 lítra á klukkutíma. Hverri vél fylgja öll nauðsynleg áhöld og leiðarvísir um notkun og hirðingu. , Vélin verður send, hverjum sem óskar, gegn eftirkröfu, svo fljótt, sem við verður komið, beint frá verksmiðjunni, eða aðalumboðsmanni hennar fyrir Island: Birni Guðmundssyni, Reykjavík, Sími 866. opinberu fé, því sumstaðar getur einstakt skip eða einstakir menn náð með honum nokkurskonar einkaleyfi eða einokun á sérstöku svæði og einveldi á þessu sviði er hættulegt og má ekki verða til með atbeina landsstjórnar. Menn kvarta að vonum tmdan háu vöru- verði, dýrri vinnu o. s. frv. Mikill flutningskostnaður á vörum og ill samgöngutæki, * sem er lélega stjómað, er ein af helstu ástæðun- um fyrir dýrtíðinni í landinu. 16. ágúst 1921. Kári. ---0--- Samsæti. í síðastliðnum fardögum lét síra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu af prest- skap, eftir að hafa þjónað Auðkúlu- prestakalli i 35 ár, eða síðan vorið 1880; áður var hann prestur á Bergs- stöðum, vígðist þangað 1876. í tileíni af því komu margir af sveit- ungum lians saman á Auðkúlu 14. júní síðastl. Hafði þar verið stofnað til samsætis til þess að sýna síra Stefáni dálítinn viðurkenningar- og þakklætisvott fyrir langt og sérlega vel unnið starf í þágu safnaðar og sveitar. Var honum og konu hans, frú þóru Jónsdóttur, færð að gjöf mjög vönduð stundaklukka með áletruðum silfurskildi. Sainsætið fór að öllu leyti vel fram. Voru þar haldnar ræður, sungið, dansað og skemt sér á annan hátt, á milli þess er fólk neytti ágætra veit- inga, er séð liafði verið fyrir af for- stöðumönnum samsætisins. Ræður héldu þessir: Jóhann Guðmundsson bóndi í Holti setti samsætið, Jón Pálmason bóndi á Ytri-Löngumýri hélt aðalræðuna til heiðursgestanna, Guð- mann Helgason bóndi á Snærings- stöðum bauð nýkomna prestinn, síra Björn Stefánsson, velkominn, síra Björn mælti fyrir minni sveitarinnar, en þorsteinn kennari Sölvason fyrir minni klerka og kristindóms. Ileiðurs- gesturinn hélt þar og ræður. Kvæði flutti Jóhann í Holti, er ort hafði Gísli skáld Ólafsson frá Eiríksstöðum. Vcður var allgott um daginn, að visu vestanskúrir allrosalegar framan af deginum, en hiti á milli, og síðari part dagsins gerði sólskin og ágætt veður. Var þá fólk mikið úti við og skernti sér við söng og ræðuhöld og þá ógleym- anlegu náttúrufegurð, er blasir við einum og sérhverjum, er að Auðkúlu koma sólríkan júnídag. Oskaði þess margur og vonaði, að eins og ltvöld- ið það var fagurt, eins mætti æfikvöld okkar fráfarandi prests verða. Síra Stefán hefir verið mjög vinsæll meðal safnaða sinna. Ber margt til þess; fyi-st og fremst er hánn án efa einn með snjöllustu prestum landsins, sérlega skemtilegur að kynnast hon- um utan heimilis og innan, svo lijart- sýnn, að leitun mun á slikum og á- hugamaður um öll framfaramál; hefir líka haft miklum störfum að gegna fyrir sveit sína og hefir reynst þar sem annarsstaðar drjúgur til liappa. þá hefir unga fólkið ekki síður átt hauk í horni þar sem hann cr, því æskunn- ar mál hefir hann jafnan stutt með ráðum og dáð, enda rnun sjaldgæft að hitta jafngamlan mann með jafnunga sál. Eiga vel við liann orð skáldsins: „Fögur sál er ávait ung, undir silfur- hærum". Auðkúlu hefir sr. Stcfán setið með prýði, bygt þar snoturt steinhús, girt túnið og sléttað mikið. þegar nú sr. Stefán, eftir langan starfsdag tekur sér hvíld, er óhætt að fullyrða, að þar lætur af störfum einn með allra þjóðnýtustu mönnum, enda fylgja lionum hugheilar þakkir frá svcitungum hans fyrir miklu og marg- víslegu störfin, og vönhlýjar óskir um að æfikvöld hans verði friðsælt og gott. Samsætisgestur. -----0----- Minnisbók bænda. Einar Gunn- arsson gefur hana út. Lítið kver með almanaki 1922 og mörgum fróðleik og smágreinum, sem eru ágætar og þarfar. 'gðorgtu etfífa ■fttc |baCr f ain« 11. Róma gekk inn í svefnstofu sína er baróninn var farinn. Ilún var sárkvíð- in, þótt svo virtist sem hún væri ró- leg og hugrökk. Hún hafði aldrei áð- ur skilið hætluna til íulls sem vofði yfir Rossi. Var það skylda hennar að segja Rossí frá því, livað henni liafði verið í hug, þá er hún hóf kynninguna við hann. þá fyrst hefði hún fast undir fótum. þá fyrst var hún fullkomlega hreinskilin gagnvart ást hans og trausti. En hversvegna ætti hún að skrifta? það væri grimdarlegt að fara að segja honum það nú. En það óx upp af fræinu sem hún haíði sáð. það gat þroskast hvenær sem var og eyðilagt lifið sem henni vai; kærara en sitt eigið lif. Svo var þó Guði fyrir þakkandi að óvinir hans gátu ekki hremt liann án hennar að- stoðar. En ef til vill mundi það verða reynt að þröngva henni til að tala, fengi hún ekki aðstoð laganna. Hún skyldi fá liana eins fljótt og unt væri. þá er hún væri orðin eiginkona Daviðs llossí gætu engin ítölsk lög kúgað hana til að bera vitni gegn eiginmanni sínum. En ef Rossí, einhverra hluta vegna, mundi vilja frcsta brúðkaupinu? Hvernig ætti hún að útskýra honum hæt.tuna? Að þau yrðu að giftast áður en þingi sliti, þvi að annars yrði hon- um kastað í fangelsi með hennar hjálp? Hvernig ætti hún að fara að því að segja: „Eg var Dalíla. Eg ætl- aði að svíkja þig, og það or úti um þig, ef þú gengur ekki að eiga mig.“ það var liðið langt fram á dag er barið var að dyrum. það var Brúnó sem kominn var og var spariklæddur. Og Jósef litli var með honum. „Bréf frát honum", sagði Brúnó. það var frá Rossí. Róma tók bréfið, án þess að segja eitt einasta orð, án þess að heilsa þeim Brúnó og Jósef, og skundaði inn í svefnherbergið. Hún kom aftur aö vörmu spori og var þá gjörbreytt. Andlitið Ijómaði af fögn- uði. Lífsgleði og kátínuna bar hún ut- an á sér. „Alt er ágætt", sagði hún; „segið lir. Rossí að eg vonist til að fá að sjá hann bráðlega — nei — sogið það ekki — segið honum, að þar eð hann hafi svo mikið að gera, skuli liann ekki tefja sig á að heimsækja mig. — Segið lionum livað sem þér viljið. — Og loksins* hafið þér tekið Jósef litla með!“ „Já. Ilann hefir ekki látið mig í friði alla tíð síðan þér lofuðuð því að hanri ætti að vera dyravörður hjá yð- ur, þegar liann væri orðin stór.“ Drengurinn hafði falið sig að balti föður sínum. „Heyrðu", sagði Róma, „nú er verið að spila úti! Við skulum líta á það.“ Ilún greip í hendina á drengnum, dansaði með hann um gólfið og setti hann svo upp á skrifborðið sitt og sýndi honum út á torgið. Ilún sýndi honum alt og útskýrði og svo sneri hún honum við og sagði lionum að líta í kring um sig i herberginu. „Hvaða mynd er þarna i lioTninu?" spurði hún. „það er Davíð frændi.“ „þú ert ágætur drengur." -----o----- Ekki kúgun. Morgunblaðið vill enn ekki við- urkenna að um kúgunartilraun sé að ræða af hendi Spánverja við okkur. Kúgaðir menn eru yfirleitt gjarnir á að neita því að þeir hafi verið kúgaðir. þessvegna má blað,- ið ómögulega heyra um samlíking- una við kúgunartilraun Dana á þjóðfundinum. það var kúgunar- tilraun, segir Morgunblaðið, en þetta ekki. En hinir andlegu for- feður Morgunblaðsins, háyfirvöld- in reykvísku, töldu framkomu Dana á pjóðfundinum alls ekki kúgunartilraun. þvert á móti. þau sögðust vera að „efla hið sanna gagn fósturjarðarinnar“, með því að reyna að hjálpa Dönum til þess að kúga íslendinga. — Samlíking- in er alveg' fullkomin. Andlegi skyldleikinn milli Morgunblaðsins og háyfirvaldanna frá 1851, getur ekki verið fullkomnaii. Alveg óvart ratast Morgunblaðinu satt á munn í dag, að nokkru leyti. það býr til þá fyndni að Tíminn hafi haft tilbúnar þrjár skammagrein- ar um stjórnina: eina, ef lánið yrði tekið í Danmörku, aðra ef það yrði tekið á Englandi og þriðju ef ekkert lán yrði tekið. Morgunblaðinu er það sem sé kunnugt, að stjórnin er búin að fara svo ólánlega með lántökumál- ið að hún hlýtur að fá þunga dóma fyrir.. Blaðið veit það enn fremur að stjórninni er það sér- staklega tamt að gera alt illa, svo að hún hlýtur að leysa þetta mál illa. Hverja af þremur leiðunum sem hún færi mundi henni takast illa. — • það er sagt að það séu helst annaðhvort börn eða fullir menn sem segi óvart satt. Senni- lega er það fremur barnaskapur sem veldur þessari slysni Morgun- blaðsins. Morgunblaðið. Mikla ánægju hefir Morgunblað- ið veitt ritstj. Tímans þessa viku. það hefir varið óvenjulega mörg- um dálkum í persónulegar skamm- ir um hann. það er verulega á- nægjulegt að fá persónulegar skammir, þegar þær koma í Morg- unblaðinu. Hitt er altaf dálítið al- varlegra ef langt hlé verður á aur- kasti úr þeirri átt. þá er ástæða til að óttast að vanrækt hafi ver- ið að vinna að einhverju sem er til þjóðþrifa. En vitanlegá dettur eng- um í hug að svara ærumeiðingum frá Morgunblaðinu. Greinin í síðasta blaði um bú- skapinn á Vífilsstöðum gefur Morgunblaðinu fyrst og fremst til- efni til skamma um ritstjórann og auk þess til mikils lofs um forsæt- isráðherrann. Fyr má nú vera stjórnarfylgið og „áttaníossa“- skapurinn. Blaðið vill eigna Jóni Magnússyni allar framkvæmdirnar á Vífilsstöðum. það er stjórnar- blað í lagi þetta. Allur dugnaður einstakra starfsmanna landsins er Jóni Magnússyni að þakka, segir Morgunblaðið. En þá er líka allur ódugnaður embættismannanna honum að kenna. Hvoru megin hallast þá á? þessi skammagrein Mbl. bendir á enn nánara samband milli blaðs- ins og stjómarráðsins, en gert hefir verið ráð fyrir hingað til. það er svo ótrúlegt að ritstjórar blaðsins færu að reiðast sérstak- lega út af grein um dugnað þor- leifs á Vífilsstöðum. Eða að þeir hefðu sérstaka löngun til að eigna forsætisráðherranum alt. það eru margir sem halda að ritstjórnar- skrifstofurnar séu tvær hjá blað- inu, og önnur sé upp í stjórnarráði. Að hún hafi verið samin þar þessi skammagrein — og lofgrein — og ýmsar fleiri. — Önnur löng skammagi’ein er út af Spánarsamningunum. Skömm- unum verður ekki svarað, en að efni hennar er vikið á öðrum stað í blaðinu og verður betur enn. það er enn fleira sem bendir til að sú grein sé samin á æðri ritstjórnar- skrifstofunni. það sé sjálfur hinn nýi utanríkismálastjóri ríkisins og eiukaritari forsætisráðherrans sem hafi skrifað greinina, Fer þá skör- in að færast upp í bekkinn ef blaða- greinar stjómarblaðsins gegn hagsmunum Islands eru beinlínis stýlaðar á hinni nýju skrifstofu utanríkismálanna. Morgunblaðinu er afarilla við að sjá nafn Jóns Sigurðssonar og annara góðra manna frá liðnum tímum, nefnt í sambandi við kúg- unartilraun Spánverja. þetta kem- ur engum á óvart. Iláyfirvöldun- um reykvísku, á‘ öldinni sem leið, var líka afarilla við nafn Jóns Sig- urðssonar og „annara góðra manna“ sem við nú köllum. þeir voru ekki kallaðir „góðir menn“ á þeim tíma hjá háyfirvöldúnum reykvísku. „Góðu mennimir“ þá, voru þeir taldir, sem fengu kross- ana, brugðust landi sínu og létu útlendu kúgarana teyma sig. — Lof háyfirvaldanna þá, um ein- hvern mann, mundi nú talið blett- ur á manninum. Skilur Morgun- blaðið það þá væntanlega hvers- vegna ritstj. Tímans er það sér- stök ánægja að fá skammir — frá Morgunblaðinu. „Fyrir landið mitt!“ þrið.ja stórskammagrein Morgun- blaðsins í þessari viku urn ritstj. Tím- ans lcom í morgun. Undir henni stond- ur fult nafn hins nýja utanríkis- emhættismanns og „einkaritara" for- sætisráðlierrans, sem hann titlar sjálf- an sig. — Fyrirsögn greinarinnar er „Osannindi hrakin“,en mun vera prent villa og eiga að vera „Sannleikurinn staðfestur". Höf. þykist vera að mót- inæla því sem Tírninn sagði um laun þau er liann fengi úr ríkissjóði. Sagði Tíminn í siðasta hlaði að þau væru tæpar 12000 kr. Nú játar liöf. að laun sin lijá hæjarfógeta séu 712 kr. á mán- uði. 712 kr. X 12 er 8544 kr. á ári. Utanríkis- og einkaritaralaunin séu 3000 kr. Ilvorttveggja er borgað beina leið úr landssjóði. Er samanlagt Odýrt íóður. ' Sjálfrunnið þoiskalýsi 82 krón- ur fatið að meðtöldum umbúðum. Síld frá fyrra ári 13 krónur tunnan. Ný síld (frá þessu ári) 16 krón- ur tunnan, 25 krónur fatið. Búnaðarfélög og aðrir, sem kaupa í eirlu 50 tunnur og meira, fá afslátt frá ofangreindu verði. Hí. Hrogn cfe Lýsi, Reykjavík. Símar 422 og 262 (Bræðslan). Símnefni Óskar. 11544 kr. Eru það þá ósannindi sem Timinn segir, að launin séu tæpar 12 þús. kr.? Úr því sker almenningur- inn. En þessi laun eru tveim þús. kr. hærri en hámark embættismanna- launa á launalögunum. Höf. telur upp ótal margar stöður sem sér hafi boðist. það er vitanlega fróðlegt að lieyra. Konungdómur eða ráðhcrra yfir Islandi er að vísu ekki nefndur í upptalningunni, en alt að þvi. þessi upptalning á að sýna það að höf. hafi sýnt óumræðilega sjálfs- fórn og ættjarðarást, er hann hafnaði þeim fríðindum, en gerði sig ánægð- an með þessi „mögru“ embætti sem liann hefir nú. „þettif gerði eg fyrir landið mitt! var haft eftir öðrum manni. Hin ástæðan til þessarar sjálfsfórnar er sú mikla „virðing og traust", sem höf. ber til Jóns Magnús- sonar. þar er lcomið að því sem stjórnar- maðurinn giskaði á i siðasta tbl. Tím- ans — „skjaldborginni" sem slíkir einhcrjar sem höf. muni slá um lands- stjórnina og forsætisráðlierrann sér- staklega. — Annars verður ckki fjölyrt um þessa ritsmíð að sinni. Hún er svo ein- kennilega barnaleg að það er merki- lcgt að hún skuli eiga að heita „póli- tiskt innlegg". það hefði verið miklu heppilegra fyrir höf. að liretta sér ekki út á víg- völlinn. það er alveg misskilningur hjá honum að Tíminn hafi viljað láta „náðarsólina skína“ á liann. Tím- anum er nákvæmlega sama um hvoru megin hr. L. J. liggur og liefii' hvorki lagt til hans ilt né gott. það sem Timinn vildi víta var það að forsætisráðherrann tekur sig til og stofnar nýtt og alveg óþarft embætti. því að hvorki lir. L. J. né Morgun- blaðið geta sannfært almenning á ís- landi um það að nú hafi forsætisráð- herrann alt í einu þurft á „einkarit- ara“ að lialda eða að þörf hafi verið að stofna nýtt embætti í utanríkis- málunum. Tíminn getur gjarna játað það að hann hefði óskað lir. L. J. betra hlut- skifti en þetta sem hann nú liofir hlotið, sem hlýtur að livíla eins og skuggi yfir framtið lians. — En um það er hann ekki einn i ráðum. Jón Leifs píanóleikari, sonur þorleifs Jónssonar póstmeistara, og kona hans, héldu hljómleik hér í bænum í síðustu viku og gátu sér góðan orðstýr. Hefir Jón dvalist í þýskalandi undanfarið við nám. Jón er áhugamaður hinn mesti um aukna söngment hér í bænum og hefir ritað um það allmikið í dagblöðin. Nýja bók sendir Guðmundur Gamalíelsson enn á markaðinn. Er það þýðing spakmælasafns eftir hinn mikla kínverska speking Lao- Tse. pýðingin gerð af Jakobi Jóh. Smára og Yngva bróður hans. 1 eftirmála er rækilega sagt frá bókmentum Kínverja og kenning- um Lao-Tse. — Verður bók þessi sennilega vinsæl. LögjafnaSarnefndin situr að starfi í Kaupmannahöfn. -----o----- Ritstjóri: Tryggvi pórhalissoíi I/aufási. Sími 91. Prentsmiðjau Acta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.