Tíminn - 08.10.1921, Page 1
2^fgtei£>sía
blaðstns er t)iá © u ð o, 11 r i yi
3ónssynt, ftoerfisijötu 34-
Síntt 286
V. ár.
II
Búsáhalda-
■ "í sýningin.
I. Jarðyrkjutæki.
Plógar. Á sýningunni var mesti
fjöldi plóga. 10 af þeim, sem álit-
legastir þóttu, voru teknir til rann-
sókna. Voru gerðar með þeim ítar-
legar tilraunir, rannsakað efni
þeirra og smíði og hvernig væri að
vinna með þeim. þeir plógar, sem
best reyndust, voru þessir:
1. 0 d d ur. Smíðaður af Kylling-
stad plógverksmiðjunni á Kleppi
á Jaðri í Noregi. þennan plóg tel-
ur nefndin bestan allra plóga til
plægingar í þýfi. Plógurinn er létt-
ur í drætti og veltir vel af sér, og
efni gott.
2. Langeskov 7 A. Danskur
plógur þótti einnig góður. þessir
tveir plógar þóttu bestir þeirra er
á sýningunni voru, en annars
reyndust hinir plógarnir flestir all-
góðir og nothæfir hér.
Tilraunir voru gerðar með einn
íslepskan plóg, smíðaðan af Sig-
urði S. Sigurðssyni járnsmið á Ak-
ureyri. Hann þótti einna léttastur
í drætti, en efni og smíði eigi eins
gott og í hinum plógunum. þá voru
á sýningunni nokkrir þýskir plóg-
ar, sem Sambandið hefir umboðs-
sölu á. Með þá voru eigi gerðar til-
raunir. það eru litlir og léttir og
ódýrir plógar, góðir til að plægja
garða með, en vart nógu sterkir
til að plægja óbrotið land.
Herfi. Af þeim var tiltölulega
færra en af plógum. Tilraunir voru
gerðar með finsk spaðaherfi, ame-
rikanskt diskherfi, acmi-herfi,
tindaherfi og fjaðraherfi. Af þess-
um herfum vinnur diskherfið best
seigan jarðveg, þarnæst kemur
spaðaherfið, sem telja má nærri
eins gott. Acmi-herfið er gagnlít-
ið, tindaherfið seinvirkt, en fjaðra-
herfið vinnur betur og getur ver-
íð vel nothæft ef um minni spildur
er að ræða, sem mylja þarf. Á sýn-
ingunni voru og akuryrkju- og
ávinsluherfi allmörg, en engar til-
raunir voru gerðar með þessi herfi.
Af ávinsluherfunum munu sænsku
herfin henta hér best, einkum ef
um mosavaxna jörð er að ræða.
þau bæði rispa jarðveginn og
mylja áburðinn.
Forardælur þýskar voru á sýn-
ingunni. þær eru léttar í notkun
og fljótvirkar, en efnisrírar og því
vart endingargóðar. Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga hefir um-
■boðssölu á þeim.
Steinsnari, smíðaður af Under-
haug á Jaðrinum í Noregi. Stein-
snari er áhald til þess að taka
upp stórt grjót, færa það úr stað
eða setja upp á sleða eða kerrur.
Hann er svo gei'ður, að þrjú tré 3
m. há ei‘u látin mynda trönur (þrí-
fót), í toppinn er hengd þreföld
talía og gegnum þær dreginn vír-
strengur; í öðrum enda hans hang-
ir járntöng, sem grípui' utan um
stein þann, sem taka á upp, hinn
endinn liggur utanum vinduás,
sem festur er milli tveggja fóta
steinsnarans. það er unnið þannig
með steinsnaranum, að hann er
settur yfir stein þann, sem taka á
upp, töngin látin grípa utan um
steininn og vinduásnumsnúið.Lyft-
ist þá steinninn upp. Með stein-
snaranum er hægt að lyfta 5000
kg. þungum steini. þá þurfa tveir
menn að vinna með honum. þetta
verkfæri var mikið notað við grjót-
upptöku í Gróðrarstöðinni í vor og
gafst vel.Hann er einkar hentugur
til þess að taka upp stórt grjót úr
túnum og holtum. Við garðhleðslu
úr stórgrýti er hann hentugur.
Steinsnarinn kostar um 200 krón-
ur, hann er lítt þektur hér áður, en
gæti verið til mikilla hagsmuna,
hentugt fyrir búnaðarfélög að eiga
hann.
II. Heyvinnutæki.
Sláttuvélar. Af þeim voru 7 teg-
undir á sýningunni, þar af tvær
sem ekki hafa verið reyndar hér
áður: ,,Lanz Wery“ og „Herba!‘.
Aftur vantaði á sýninguna eina
sláttuvélategund, sem allmikið hef-
ir verið notuð hér áður: „Mc. Cor-
mick“, hvorki verksmiðjan eða um-
boðsmenn hennar hér vildu sýna
þá greiðvikni að senda eina vél til
sýningarinnar, þótt þess væri
leitað.
Nákvæmar tilraunir voru gerð-
ar með sláttuvélarnar, sem sjá má
af skýrslu þeirri, sem prentuð verð
ui' í Búnaðarritinu. Umsögn dóm-
nefndar um hverja vél er þannig:
„L a n z W e r y“. Vél þessi er
stærri en hinar, sem reyndar voru,
venjuleg 2ja hesta vél með 4 V2
fets ljá. Vélin hefir aðeins gis-
fingraða greiðu, en slær þó furð-
anlega vel, mundi með þéttfingr-
aðri greiðu vafalaust eigi síður
nærslæg en hinar, en það er upp-
lýst fyrir nefndinni, að auðfengin
sé á þessa vél aukagreiða með
þeirri fingagerð, sem óskað er.
Vélin er mjög létt í drætti. Lyft-
ing á ljánum mjög góð. Afbragðs
hæg stjórn. Traust og vel smíðuð,
jafnvægi mjög gott. Hagkvæmlega
gerð í heild sinni, sérstaklega eftir-
tektavert við vélina eni hin skornu
tannhjól, sem taka hinum mikið
fram. Vélin er sérlega góð í gangi.
D e 1 m a. Vélin slær mjög vel,
en er þung í drætti. þess ber þó
að gæta, að vélin er miklu stærri
en hinar, sem hafa sömu greiðu-
lengd. Sporvídd hennar er t. d. 23
cm. meiri en á „Herkules" og 15
cm. meiri en á „Millwanke“, sem
ganga henni næst að þessu leyti.
Efnisþungi hennar er því meiri en
hinna, en aftur á móti er á það að
líta, að vélin þolir lengri greiðu og
gæti það verið hagkvæmt að setja
á hana 4 feta greiðu við slátt á út-
engi, þó hinar styttri væru notaðar
á tún.
Lyfting á greiðunni er góð og
hagkvæm, vélin yfirleitt hæg í
stjórn og meðferð. Viðtenging ljás-
ins við drifstöngina er sérlega hag-
kvæm og góð, og er hún sérkenni
„Deerings“-vélanna. Vélin er vel
traust, er í fullu jafnvægi við
vinnu, gerð hennar í heild sinni
hagkvæm.
M i 11 w a n k e. Vélin slær allvel,
en greiðunni er dálítið hætt við að
lyftast frá rót og slær því vélin
ekki eins jafnvel og ella mundi.
Beygjan á fingrinum, sem annars
eru mjög góðir, er full mikil, nær
of langt aftur á fingurinn. Vélin er
fremur létt í drætti. Lyfting á
greiðunni er góð. Mjög hæg í
stjórn. Léttbygð, en miður traust.
Jafnvægi ekki gott, framþungi
mikill. Annars hagkvæm að gerð.
Hentar ejnkum á tún og harðvelli.
í meðallagi hávær í gangi.
H e r k u 1 e s. Slær mjög vel, er
mjög létt í drætti. Lyfting á
greiðu ófullnægjandi. Nokkuð
ábótavant á stjórn, ljáleggjarinn
*
verkar ekki vel, breytmgm of gróf-
gerð. Vélin er að þessu leyti traust.
1 þó er viðtenging greiðunnar við
Reykjavlk, 8. október 1921
41. blað
Hlutafél. ,Yölundur‘, Eeykjavík
hefir nú fyrirliggjandi miklar birgðir af alls-
konar unnu og óunnu timbri til húsabygginga.
Tolltekjumar
eru
veðsettar.
Timburgæðin eru sérlega góð og selst timbrið í döusku lengdarmáli.
— Yerðið hvergi lægra. —
vélina ekki jafn traust sem á hin-
um vélunum yfirleitt, mun þó ekki
hætt við að brotna, en þolir ver
slit og hnjask á ógreiðu landi, og
hætt við að viðtengingin verði los-
araleg og greiðustefnan skekkist.
Jafnvægi er ekki gott á vélinni,
framþungi mikill, og vex með vax-
andi átaki. Sópfjölin gerir full-
mjótt spor, innri skór ýtir undir
sig heyi til tafar, en þetta er auð-
velt að laga. Vélin hentar best á
tún og harðlendi, miður hentug á
votengi, einkum ef ógreiðfært er.
H e r b a. Vél þessi hefir ekki
dráttarstöng, heldur kjálka fyrir
einn hest. Var hún því reynd með
dráttarstöng af annari vél. Slær
mjög fjarri, fremur létt í drætti.
Lyfting á greiðu viðunandi. Meðal-
lagi hæg stjórn. Fremur traust,
jafnvægi gott, gerðin annars lura-
leg og smíði gróft. Hávær í gangi.
W a 11 e r W o o d. Vélin slær
ekki vel, hefir þó góðan ljáhraða.
Hún er allþung í drætti. Lyfting á
greiðunni ófullnægjandi. Stirð í
stjórn, að flestu leyti traust. Jafn-
vægi ekki gott. Hjól er í staðinn
fyrir innri skó að nokkru leyti,
áfesting hjólsins liggur of lágt, ýt-
ir heyinu, hindrar vélina í slætti.
Smíði á vélinni grófgert og miður
vandað; hávær í gangi.
Rakstrartæki í sláttuvélar.
Heyskúffa, smíðuð af Hauk Ing-
jaldssyni, Garðshorni í Köldukinn.
Heyskúffa þessi er úr sléttu gal-
vaníseruðu járni; er hún fest aft-
an á greiðuna á sláttuvélinni, og er
ætlast til að hún safni heyinu.
Hrífa fylgir með til þess að raka
saman heyinu í skúffunni og úr
henni þ^gar hún er full. Er ætlast
til, að sá, sem vélinni stýrir, geti
gert þetta úr sæti sínu. þegar
skúffan er full, er heyinu rótað
með hrífunni út úr skúffunni vél-
armegin, en fyrir aftan vélina.
Liggur heyið þá í hrúgum á teign-
um, en hreinrakað á milli. Hentar
þessi aðferð einkum á snöggri
slægju og þar sem óhreint er í
rót. Heyskúffa þessi hefir verið
notuð allvíða nyrðra og láta allir
vel af henni, sem notað hafa. Hafa
nefndinni borist í hendur vottorð
frá mörgum merkum mönnum
nyrðra, og hrósa þeir allir skúff-
unni, og telja sér mikinn hag af
notkun hennar.
Skúffan þyngir að sjálfsögðu
vélina í drætti allverulega, og hún
hlýtur að tefja sláttinn talsvert,
nema því aðeins að sérstakur mað-
ur sé látinn ganga með vélinni og
annast að öllu leyti um skúffuna.
Enda þykir erfitt verk fyrir einn
mann að gera alt í senn, stýra
hestum og vél og sjá um skúffuna.
því varð eigi viðkomið, að reyna
skúffu þessa, enda ekki að flestu
leyti nauðsynlegt, mundi varla
hafa komið annað í ljós við þá til-
raun en það, sem þegar er staðfest
af reynslu margra manna. Aðeins
hefðu fengist upplýsingar um
dráttarþungann, sem hefði mátt
verða til bendingar við notkun
skúffunnar, og þeirra upplýsinga
verður væntanlega aflað síðar.
Skúffan er hæfilega stór, og hag-
kvæmlega og vel smíðuð, er hún
vafalaust gott og þarflegt áhald,
sem víða getur komið að góðum
notum.
Rakstrarvélai'. Með þær voru
einnig gerðar mjög ítarlegar til-
raunir. Tvær þeirra þóttu bestar.
Umsögn nefndarinnar um þær eru
þannig:
V i k i n g, frá Oluf Sörensen.
Dróg saman í garða furðuvel á svo
hráu heyi. Skildi eftir mjög litla
dreif. Rakaði í seinni umferð
dreifina hreint. Tæmingin var auð-
veld og vélin hæg í meðferð.
L a n z W e r y, frá Hugo Har-
tig, Stokkhólmi. Rakaði ekki vel í
fyrri umferð. Tindunum hætt við
að lyftast og skilja eftir. Rakaði
dreifina í seinni umferð mjög vel.
Tæming mjbg auðveld. Vélin sér-
lega hæg í notkun, traust og vel
gerð.
Snúningsvélar. Snúningsvél frá
Hugo Hartig í Stokkhólmi. Vél
þessi er af amerískri gerð (Mc.
Cormick), fjaðraðir forkar, sem
sparka upp heyinu afturundan sér
og hrista úr því. Vélin vann mjög
vel, er auðveld í meðferð og virtist
sæmilega traust. Má hiklaust telja
hana vel nothæfa á tún og harð-
lendi, þar sem vel er slétt. Nota
má hana einnig á engi, þar sem
svo er þurlent, að ekki er hætt við
að hesturinn troði heýÝðmiður í
vatn eða leir. Galli er það á veíinni,
að hey, sem fýkur á ásinn, sem
forkarnir eru festir á, bæði við
forkana sjálfa og ásendana út við
hjólin, festist á ásnum, snýst ut-
an um hann, þyngir þá dráttinn
og veldur töf. Úr þessu virðist
mega bæta með hentugum hlífum.
Gætir þessa ágalla sennilega meira
hér en alment erlendis, vegna þess
hve íslenska heyið er fíngerðara og
flest útlent hey.
Snúningsvél frá Black-
stone & Co. Ltd., Englandi. Vél
þessi er af nýrri gerð og ólík hinni
áðurnefndu. Henni er ætlað að
snúa heyinu í rifgarða. Getur hún
snúið 2 í'ifgörðum í senn, bæði
sitt til hvorrar hliðar, og báðum til
sömu hliðar, og sömuleiðis má láta
hana snúa frá báðum hliðum inn
að miðjunni á 1 rifgarð. Vélin
vann fremur liðlega, en hún legg-
ur of mikið á rifgarðinn, rifgarð-
arnir eru of stórir, og miklu stærri
en æskilegt er, til þess að heyið
þorni fljótt. þá virtist og nokkuð
vandhæfi á því að forkarnir gætu
telcið heyið hreint upp, hætt við að
skilja eftir dreif við rótina, eink-
um mundi hætt við þessu ef flekk-
irnir væru niðurbarðir af regni og
stormi. Tilraun sú sem gerð var
með vél þessa, er þó tæplega full-
nægjandi til þess að fylliega verði
dæmt um nothæfi hennar. Hefði
verið æskilegt, að hún hefði verið
reynd frekar á þurrara heyi. Vél-
in er allmargbrotin að gerð, og
fremur ótaust, hæpið að hún
mundi þola vel flutning, og yfir
höfuð ekki líkleg til að endast vel.
Dráttarátak var mælt fyrir báð-
ar þessar snúningsvélar, og reynd-
ist mjög svipað 45—65 kg. móti
brekku en 55 kg. undan brekku.
-----------------o----
1 skýrslu fjármálaráðherrans
um miljónalántökuna ensku er svo
að orði komist, að tolltekjurnar
séu sérstaklega sem trygging, en
þær séu ekki veðsettar. Tíminn
benti á, að orðalag þetta væri ein-
kennilegt og að í raun og veru
myndi hér vera bein veðsetning.
Nú eru komin ný gögn fram í
málinu, sem staðfesta það á hinn
greinilegasta hátt, að landsstjórn
íslands hefir orðið að beygja sig
dýpra fyrir lánveitendunum en
nokkur stjórn önnur í Norðurálf-
unni önnur en stjórn Tyrklands.
I enslca stórblaðinu „The Times“
frá 12. þ. m. eru lántökuskilmál-
arnir birtir.
þar segir svo um þetta atriði:
„The bonds will be a direct obli-
gation of the kingdom of Iceland
and will further be secured by a
specific charge on the customs re-
ceipts, which have not been pledg-
ed hither to. No further charge on
this receipts will be given ranking
in priority to, or pari passy, with
this charge, while any of this
bonds are outstanding".
Á íslensku hljóðar þetta svo:
„Skuldabréfin munu vera bein
skuldbinding á hendur konungs-
ríkinu íslandi og munu ennfremur
vera trygð með sérstakri kvöð á
tolltekjunum, sem hafa ekki verið
veðsettar hingað til. Engin önnur
kvöð á þessar tekjur mun verða
gefin, með meira gildi eða jöfnu
og þessi kvöð, meðan nokkur þess-
ara skuldabréfa eru útistandandi.“
þetta eru svo skýr orð að ekki
verður um vilst. Tolltekjurnar
„hafa ekki verið veðsettar hingað
til“. En meðan nokkur þessara
skuldabréfa eru útistandandi eru
þær nú svo ramléga veðsettar, að
ekki má leggja á þær meiri kvöð
eða jafna.
þessa frétt ber stórblaðið enska
út um heim allan. Hún er kórónan
á þær fregnir sem áður hafa bor-
ist út um fjármálaástandið á Is-
iandi. Hún sýnir öllum heiminum
það, hvað landsstjómin íslenska
hefir álitið rétt að láta ísland lúta
lágt.
Hafði landsstjórnin heimild til
þess að veðsetja tolltekj umar ?
Sérstaka heimild hafði hún enga.
þingið hefði aldrei veitt slíka
heimild. Sjálft stjórnarblaðið efast
um að stjórnin hafi haft slíka
heimild.
Hinu mun landslýðurinn svara:
hvort það hafi verið hyggilega
ráðið af landsstjórninni að bæta
því ofan á slíka lántöku að 'veð-
setja tolltekjurnar? Landslýðurinn
mun einróma svara því neitandi.
Ókjaralán og afarkosta átti ekki
að taka, allra síst nú.
það var hvort sem er búið að
fara svo illa með álit lálands. það
átti heldur að láta sverfa að okk-
ur alvarlega. það átti að þröngva
okkur til að nota sem mest lands-
ins eigin gæði. það átti ekki að
taka lán nema lítil skyndilán sem
alveg voru óhjákvæmileg til þess
að fyrirbyggja hungur og neyð.
Hallgrímur Kristinsson fram-
kvæmdarstjóri fór utan með Is-
landi í fyrradag.
-----o----