Tíminn - 08.10.1921, Blaðsíða 2
118
T 1 M I N N
\T crdlag
frá því í dag á eftirtöldum vörum er þanuig:
Rúgmjöl kr. 50,00 pr. 100 kg.
Do. — ‘25,25 pr. 50 kg.
Haframjöl kr. 37,00 pr. 112 lbs.
Bestu húsakol (Prime Lothian Steam) kr. 80,00 pr. tonn.
Do.--- — — — kr. 12,80 pr. skippund.
Steinolía „White May“ kr. 51,00 pr. 100 kg. nettó.
„Royal Standard“ kr. 48,00 pr. 100 kg. nettó.
Olíutunnan tóm aukreitis kr. 6,00.
Yörurnar heimfluttar eða afhentar í skip við bryggju 1 Reykjavík.
Reykjavík 5. október 1921.
Landsverslunin
Áskoran.
Samkvæmt lögum nr. 72, 27. júní 1921, er hér með skorað á alla
þá, er telja sig eiga hlutbundin réttindi yíir fasteignum í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu, — þar á meðal réttindi yfir húsum, sem standa
kunna á landi annars manns eða lóð, — svo og réttindi yfir skipum,
sjálfvörsluveði í lausafé eða önnur réttindi, sem þinglýsa þarf og bók-
uð eru í afsals- og veðmálabækur, að tilkynna þau innan 18 mánaða
frá útkomudegi þess eintaks Lögbirtingablaðsins, sem fiytur áskorun
þessa í fyrsta skifti, hér á skrifstofunni og skila hingað skjölum þeim,
sem heimila réttindin, enda hafi þau skjöl ekki verið afhent á skrif-
stofu sýslunnar eftir 12. nóv. 1920.
Sönnun fyrir eignarrétti skal færa með afsalsbréfi eða öðrum skjöl-
um, sem í stað þess koma eða vottorði sýslumanns um það, að eignin
sé vitanleg eign aðilja. Sé hvorugra þessara gagna ikostur, er aðilja
rétt að leita eignardóms að eigninni. #
Takmörkuð hlutbundin rjettindi yfir fasteign skal sanna með frum-
riti skjals þess, sem réttindin eru skráð á, ef grundvallarreglur tilslc.
9. febr. 1798 og laga nr. 18, 4. nóv. 1887, 7. gr., taka til þess. Ef
réttindin hafa verið skráð á skjal annars eðlis, má sanna þau með
staðfestu eftirriti, en sé skjalið glatað, er rétt að leita ógildingardóms.
Jafnframt er skorað á alla þá, sem liafa í vörslum sínum gildandi
skrár eða önnur gildandi gögn, þar sem ákveðin eru landamerki milli
jarða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, að skila þeim á skrifstofu sýsl-
unnar innan 18 mánaða frestsins, sem áður er nefndur.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 16. júlí 1921.
G. Björasson.
Fréttir.
Páll J. Ólafson D. D. S.
tannlæknir
Pósthússtrœti nr. 7. — Herbergi nr. 39.
Sími 501. — P. 0. Box 551.
Reykjavik.
Kau p lækkun
„Alþýðublaðið“ er farið að
leggja það í vana sinn að hreyta
mjög óviðeigandi skömmum í sam-
vinnufélögin.
I vor sem leið birti blaðið árás
á Kaupfélag þingeyinga. Sigurður
S. Bjarklind kaupfélagsstjóri
sýndi það, með grein hér í blaðinu,
hve sú árás var gersamlega
ástæðulaus.
Á miðvikudaginn var birtir
blaðið samskonar árás á Kaupfé-
lag Eyfirðinga. Orð blaðsins eru
þessi:
„Hefir félagið gert sér það til
skammar, að greiða að mun lægri
verkalaun við sláturhúsið en í
íyrra“.
„Til skammar" hefði það verið,
ef Kaupfélag Eyfirðinga hefði nú i
haust greitt jafnhátt verkakaup
og alment tíðkaðist í fyrra sumar
og haust. pað er alviðurkent af
öllum, nema Alþýðublaðinu, að í
fyrra var verkakaup alt of hátt.
Atvinnuvegir landsins þoldu alls
ekki kaupgjaldið eins og það var
þá.
Vitanlegt er það Alþýðublaðinu,
eigi síður en öðrum, að í sumar
hafa verkalaun verið „að mun
lægri“ en í fyrra. það er því alveg
sjálfsagt að kaupfélagið greiði „að
mun lægri verkalaun við sláturhús-
ið en í fyrra“.
Framleiðsluvörur landsins hafa
fallið stórkostlega í verði. Að-
keyptar vörur hafa sömuleiðis
fallið í verði að mun. Afleiðingin
hlýtur að vera og á að vera lækk-
un verkakaupsins.
Fyrir afkomu þjóðarinnar er
það höfuð nauðsyn, að verkalaun-
in lækki. Ekki einungis laun ó-
breyttra verkamanna, heldur laun
allra vinnuþyggjenda, ekki síst
laun opinberra starfsmanna ríkis-
ins. Framleiðandinn fær minna
fyrir vinnu sína. það er nú hægt
að framfleyta lífinu fyrir minna
fé en áður. þar af leiðandi á kaup-
ið að lækka.
Á undanfömum árum hefir bæði
íslenska ríkið og mikill fjöldi ís-
lenskra einstaklinga lifað um efni
fram. þetta á ekki síður við um
marga óbreytta verkamenn. Nú
kreppir ógurlega að. Ókjaralántak-
an er augljósasta merkið. Nú verð-
ur bæði ríkið og einstaklingar að
hætta því gáleysi að lifa um efni
fram. Allir verða að sætta sig við
minna en áður. Alstaðar verða
kröfurnar að lækka. pað á við um
verkamennina eins og aðra.
Alþýðublaðið vinnur óþarft
verk, það vinnur hættulegt verk,
þá er það skeytir engu öðru en
því að krefjast þess að ein stétt
þurfi ekki að lækka kaupkröfur
sínar. Kröfur þær, sem blaðið hef-
ir oft borið fram í því efni, hafa
verið næsta ósanngjarnar og ó-
eðlilegar.
Alþýðublaðið vinnur beinlínis
alþýðu manna hið mesta ógagn
ef það fer að leggja samvinnufé-
lögip íslensku í einelti. Alþýða
manna á Islandi á ekki von á
neinni óbilgirni af hálfu samvinnu-
stefnunnar og forkólfa hennar hér
á landi. þvert á móti.
Aðvörun. Óvarlegt er það af
mönnum að trúa frásögn Morgun-
blaðsins um sögulega viðburði.
Morgunblaðið sagði frá því á mið-
vikudaginn var að þá væru liðin
150 ár síðan Hólastóll var lagður
niður. Skakkar ekki nema einum
mannsaldri. — En þó er hitt enn
óvarlegra að trúa því sem Morgun-
blaðið segir um þá atburði sem nú
eru að gerast.
----o----
ÞorvaldurThoroddsen
Hann andaðist í Kaupmanna-
höfn 28. f. m. Hafði verið heilsu-
laus og alveg frá verki síðan hann
fékk snert af heilablóðfalli, sem
um var getið á þeim tíma í blöð-
unum. Hann var fæddur 6. júní
1855 í Flatey á Breiðafyrði, elst-
ur fjögra sona Jóns skálds og
sýslumanns Thóroddssens, stú-
dent tvítugur og las síðan nátt-
úrufræði við Hafnarháskóla. Var
kennari við Möðruvallaskólann
1880—1884 og við latínuskólann
til 1895. Síðan dvaldist hann
lengst af í Kaupmannahöfn við
ritstörf. Kvæntur var hann þóru
dóttur Péturs biskups, eignuðust
þau eina dóttur, og dóu þær mæðg-
ur báðar á undan þorvaldi.
þorvaldur var einhver hinn mik-
ilvirkasti rithöfundur sem Island
hefir eignast og er kunnur um
heim allan fyrir rit sín. Bar hvort-
tveggja til: að hann hafði af-
bragðs góða aðstöðu, þar eð hann
var svo vel efnum búinn að hann
gat helgað krafta sína óskerta rit-
störfunum, og í annan stað hafði
hann undirbúið sig svo vel, verið
svo verkhygginn um að safna sam-
an þeim fróðleik sem hann síðar
notaði í fræðirit sín. Frá því á
unga aldri hafði hann nákvæmlega
safnað og raðað niður fróðleiks-
forða sínum, sem þannig var hon-
um æ handbær. því aðeins gat
hann afkastað svo ótrúlega miklu.
Stýll hans og frásögn var bæði lip-
ur og skemtileg. Er það vafalaust
að fáir íslenskir rithöfundar hafa
verið vinsælli en hann af alþýðu
manna. Og fáir hafa miðlað henni
meiri fróðleiks.
Hin miklu ritstörf sem liggja
eftir þorvald Thóroddsen snerust
aðallega um tvent: náttúrufræði
íslands og sögu. Um rit hans um
náttúrufræði íslands og vísinda-
rannsóknir hans í því efni skal hér
alls ekki dæmt. Um sögurit hans
gildir það að þau eru fremur al-
þýðleg en vísindaleg. það er of-
mælt, að hann væri á því sviði
„víðfrægasti vísindamaður þessa
lands“. Hann er í því efni líkari
Jóni Espólín en t. d. Jóni Sigurðs-
syni. Fnimlegar rannsóknir liggja
ekki eftir hann á því sviði. Hann
var fremur fróðleikssafnari en vís-
indamaður.
íslenska þjóðin mun æ minnast
hans sem eins hins mesta fræðara,
eins sinna frægu sona, sem unnu
mikið að því að auka þekkingu
hennar um eðli lands og sögu og
báru þá þekkingu fram fyrir fræði-
menn annara þjóða.
-----o----
Kosningar eru nýlega um garð
gengnar í Svíþjóð. Kusu konur nú
í fyrsta sinni og var því kosninga^
þátttaka miklu meiri en nokkru
sinni áður. Fóru kosningarnar
þannig að jafnaðarmönnum jókst
stórum fylgi. Fengu þeir 93 þing-
sæti og um 640 þús. atkvæði.
Hægri mennirnir fengu 62 þing-
sæti og 454 þús. atkvæði. Frjáls-
lyndi flokkurinn 41 þingsæti og
332 þús. atkvæði. Bændaflokkur-
inn 21 þingsæti og 185 þús. at-
kvæði. Loks fengu hinir róttækari
jafnaðarmenn og kommúnistar
samtals 13 þingsæti og 127 þús.
atkvæði. Sænska stjómin núver-
andi hefir lagt niður völdin. þótt
j afnaðarmennirnir sameinaðir ráði
ekki yfir meiri hluta í þinginu, er
búist við því að mynduð verði
hrein jafnaðarmannastjórn, með
stuðningi frjálslynda flokksins.
Verði þá Hjalmar Branting að
sjálfsögðu forsætisráðherra.
— I Noregi eiga kosningar að
fara fram 24. þ. m. Er búist við
því að kosningabaráttan verði sér-
staklega hörð, því að hún snýst
aðallega um það, hvort Norðmenn
eigi að láta undan kúgun Spán-
verja um afnám bannsins.
— Á þýskalandi er aftur komin
meiri kyrð á ólgu þá er varð út af
morði Erzbergers. Er talið víst að
morðið hafi beinlínis orðið til þess
að þoka betur saman öllum frjáls-
lyndum mönnum ríkisins og vin-
um lýðveldisins. Sitji þýska stjóm-
in fastari í völdum en áður. Telst
svo til að þeir skifti orðið tugum
þeir leiðtogar hinna frjálslyndu
manna á þýskalandi sem aftur-
haldsliðið hefir látið myrða.
— Á fjárhagsárinu 1920—21
hefir orðið 106 miljón króna tekju-
halli hjá ríkissjóði Dana.
— Um allan heim eru þýskar
iðnaðarvörur að vinna sér markað
á ný. Nálega alstaðar er kvai’tað
undan því að innlend framleiðsla
geti ekki kept við vörurnar sem
fluttar eru inn frá þýskalandi.
Veldur hvortveggja: að þjóðverj-
ar standa öðrum framar að dugn-
aði og hagsýni, og hitt, að gengi
er svo lágt á þýskum peningum.
Jafnvel suður í Ástralíu er stjórn-
in að reisa háa tollmúra til þess að
vernda innlendu járnvörufram-
leiðsluna gegn samkepni þýsku
varanna. Og á sumum stöðum á
Englandi hefir vinna stöðvast í
kolanámunum vegna þess að ekki
borgar sig að vinna þær.
— Enn á ný eru samningar
hafnir milli íra og Englendinga.
Hefir Lloyd George boðið Irum að
senda nýja fulltrúa til samninga
og þeir samþykt.
— Ameríkumenn hafa í hótun-
um um að neyða Englendinga og
Japana til að takmarka vígbúnað-
inn og mun einkum eiga við víg-
búnað á sjó. Að öðrum kosti muni
þeir hefja svo harða viðskiftasam-
kepni að úr skeri.
— Grikkir eru enn á stöðugu
undanhaldi undan Tyrkjum í Litlu-
Asíu.
Nýjar bækur. Tvær nýjar bækur
hefir Sigurður Kristjánsson bók-
sali sent á markaðinn. önnur er
ný ljóðabók eftir Einar Benedikts-
son og heitir: Vogar. Er áþekk að
stærð og Hrannir. Munu það æ
þykja mikil og góð tíðindi er ný
ljóðabók kemur frá þeim höfundi.
Mörg ný kvæði eru í bókinni sem
ekki hafa birst áður í blöðum og
tímaritum. — Hin bókin er sex
sögur eftir Guðmund Friðjónsson
og heita Sólhvörf. — Verður þess-
ara bóka nánar getið.
✓
Skólarnir eru nú flestir teknir
til starfa. Yfirleitt mun aðsókn að
þeim heldur minni en áður, vegna
hins erfiða árferðis. Að Mentaskól-
anum er aðsóknin aftur á móti
meiri en nokkru sinni áður og er
það ekki óblandið gleðiefni.
Um landráðamálið hefir fátt
nýtt heyrst. Samkvæmt símskeyti
til blaðanna hefir Guðbrandur
Jónsson ritað grein í „Politiken“
og beint því hiklaust að Jóni Dúa-
syni að hafa komið orðróminum af
stað ytra í hefndarskyni fyrir það
að Guðbr. hafi í sumar veist að
Jóni í erindi sem hann flutti hér
í bænum. því hafði Jón neitað, eins
og áður hefir verið frá skýrt. Ann-
ars getur sjálfsagt orðið erfitt að
grafast fyrir um hver hafi sett
blaðamennina af stað í Svíþjóð,
eða Danmörku, því að margir hafa
hlotið að vita nokkuð um þetta
mál, þar eð það hafði komið fyrir
þingið, og auk þess skýrir ritstjóri
Lögréttu svo frá að Jón Dúason
hafi skrifað sér um málið og beðið
að birta ákæruskjalið í Lögréttu.
Morgunblaðinu datt það samt í
hug að bendla Jónas Jónsson skóla-
stjóra við birtingu þessara frétta,
af því að það vissi að hann var ut-
anlands. Blaðið tók þó þá tjlgátu
aftur þegar það fékk að vita að
Jónas hafði alls ekki til Norður-
landa komið í utanförinni, en frétt
söguna suður á Ítalíu.
Berklavarnir. Stjórnin hefir fal-
ið Guðmundi Björnssyni landlækni
að undirbúa þær ráðstafanir sem
gera þarf til framkvæmda á
berklavarnalöggjöfinni sem sam-
þykt var á síðasta þingi. Hefir
hann til þess sex mánaða orlof úr
embætti sínu. Guðmundur Hannes-
son prófessor gegnir landlæknis-
embættinu á meðan á eigin ábyrgð.
— Er það næsta íhugunarvert, er
landlæknisembættið losnar, hvort
eigi megi sameina það öðru pró-
fessorsembættinu í læknisfræði við
háskólann.
Frú Annie Leifs kona Jóns Leifs
píanóleikara hélt síðustu hljóm-
leika sína á mánudagskvöldið var
við góða aðsókn og orðstýr. Hafa
þau hjón látið mikið til sín taka í
sumar. Jón Leifs hefir vakið mikl-
ar umræður um stofnun tónlistar-
skóla og tónlistalíf hér í bænum.
Fóru þau hjón utan með íslandi í
fyrrakvöld.
Slys. Tvö slys vildu til hér í bæn-
um á þriðjúdaginn var. Ungur
maður, Einar að nafni, sonur
Stefáns læknis í Vík í Mýrdal, var
að vinnu við lagning rafmagns-
þráða. Stóð hann upp í staur og
mun hafa komið við vírinn og feng
ið rafmagnshögg. Féll hann aftur
á bak en hékk fastur við staurinn
í „símaskónum". Er talið líklegt
að hann hafi dáið þegar af raf-
magnshögginu. — Inn í Sláturhúsi
hljóp skot úr byssu í steinvegginn
og þaðan í bak á manni og milli
rifja honum inn í kviðinn. Var
hann lagður inn. á Landakots-
spítala og mun von um að hann
fái bata. Maður þessi heitir Gunn-
ar Finnbogason og er frá Útskála-
hamri í Kjós.
„Tvflemban“. Tvílembunafnið
hefir verið að festast við Morgun-
blaðið, með dilkana tvo: ísafold og
Lögréttu. En nú tilkynnir þor-
steinn Gíslason það hátíðlega að
annar dilkurinn verði ekki settur
á lengur en til nýárs. Sennilega
þykir honum heldur vænna um að
það er Lögrétta sem á að fá að
lifa en ísafold að deyja — endan-
lega. Svo er gefið fyrirheit um
það, að Lögrétta og Morgunblað-
ið muni nú flytja mönnum „heil-
brigðar skoðanir“ á Jnnanlands-
málum og að þau muni „halda uppi
frjálslyndi og víðsýni í öllum
greinum“. — Hvað ætli þeir verði
margir sem geta lesið þetta án
þess að brosa?
Fyrir hérumbil 22 árum síðan
fór maður að nafni Guðmundur
Ólafsson frá Eyrarbakka til Ame-
ríku. Ef maður þessi skyldi eiga
hér föður, móður, systkini eða
aðra nákomna ættingja á lífi, eru
þeir vinsamlegast beðnir að segja
til sín, sem allra fyrst, til Sig. Sig-
urz & Co„ Reykjavík.
Landsíminn. Skýrsla um störf
landsímans árið sem leið er ný-
lcomin út. Bættust fjórar nýjar
stöðvar við á því ári. Tekjur sím-
ans urðu nálega 1 milj. og 100 þús.
kr„ en gjöldin um 880 þús. kr. En
bæjarsíminn í Reykjavík bar sig
illa, gjöldin 40 þús. kr. rfam yfir
tekjur. Innanlandssímtölum og
skeytum hefir fækkað, en tekjurn-
ar af þeim þó vaxið vegna hækk-
unarinnar. Við útlönd hafa síma-
viðskiftin mjög vaxið. Um það bil
helmingur útlendu símskeytanna
er við Danmörku.
----o----
Ritstjóri:
Tryggvi þórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.