Tíminn - 22.10.1921, Page 3

Tíminn - 22.10.1921, Page 3
T 1 M I N N 125 Englandi, yfir Mið-Evrópu, til Mesópótamíu, Indlands, Kína og Japan. þaðan norður að Berings- sundi og til Kanada og loks frá austurströnd Kanada yfir Atlants- hafið til Englands. — Enskir fjármálamenn og iðn- aðarforkólfar hafa átt fund mik- inn um horfurnar fyrir verslun og iðnaði Englands. Kom öllum sam- an um, að það hve sterlingpundið stendur hátt, sé til hins mesta tjóns fyrir verslunina og iðnaðinn. Sé það aðalatriði um að auka út- flutninginn að pundið lækki. — Viðreisnarráðherrar J>jóð- verja og Frakka, Rathenau og Loncheus, hafa setið á ráðstefnum um viðskiftasamning milli land- anna. Hefir náðst fult samkomu- lag, og er það talinn stórmerkur atburður. Virðist svo sem þeim tíð- indum sé yfirleitt vel fagnað í báð- um löndunum. Eitt aðalblað Frakka segir meðal annars, að þetta sé í fyrsta sinn sem viðleitni þýsks manns fái lof í Frakklandi, síðan stríðið hófst. — Tyrkir eru nú hættir að reka flótta Grikkja í Litlu-Asíu. Hafa Grikkir eyðilagt allar járnbrautir á svæði því, sem þeir hafa orðið að yfirgefa. — Ófriðlegar horfur eru enn í Austurríki og Ungverjalandi. Ný- lega hefir borist fregn frá Vín um það að Tyrolbúar hugsi til að segja skilið við Austurríki, vilji lýsi yfir sjálfstæði sínu og gera samband við Bayern. Konungs- sinnar á Ungverjalandi hafi það í sinni að koma Habsborgarættinni aftur til valda hjá sér og helst í Austurríki líka. — Friðþjófur Nansen hefir gengið mjög fram í því að reyna að útvega rússnesku stjóminni lán í vesturlöndum álfunnar, til matvælakaupa og til þess yfirleitt að létta vandræðunum í Rússlandi. Nýjustu fregnir herma, að tilraun- ir þessar hafi engan árangur borið. — Hin nýja samninganefnd Ira er komin til Lundúna. Var tekið með kostum og kynjum af vinum íra. Síðan hefir lítið frést af samn- ingunum og eru menn vondaufir um árangur. — Branting hefir myndað hina nýju stjórn í Svíþjóð. — Lausafregnir ganga um það að Englendingar ætli að vinna að því að þjóðverjum verði gefnar upp allar hemaðarskaðabæturnar, að því undanskildu sem þarf til þess að endurreisa Norður-Frakk- land. — Skæð deila er háð milli Aust- urríkis og Ungverjalands um hætti þjóðfélagsins, sem meiri hl. stefnan boði, hve haldlaus með öllu kenningin um almenningseign á vatni er vegna hugvitslegrar notkunar þess á síðari árum, — hve ósamræmileg kenningin um jafnaðarskifti á vatninu milli landsmanna er við séreignar og jafnvel auðvaldsstefnu þá, sem höfundar kenningarinnar virðast aðhyllast þegar um önnur verð- mæti er að ræða en vatnið og tor- færurnar sem á því era, að koma slíkum skiftum í framkvæmd, sem í raun og vera ætti þá að leiða til samskonar skifta annara verð- mæta hjá öllum, er meira hafa undir hendi en augnabliksþörfin heimtar. J>að er með öllu augljóst, að inn í vatnamálið eru frá hendi meiri hlutans komnar þær öfgar og rök- villur, sem eigi má líðast að tefji það eða trufli lengur. J>ær eru bún- ar að kosta ríkissjóð marga tugi þúsunda, eigi aðeins í gagnslaus- um tíma, sem milliþinganefndin varð að eyða í þrætur um þetta og fánýt ritgjörðabákn meiri hlutans, heldur einnig í töfum þeim öllum og traflun á störfum þriggja und- anfarinna þinga, sem þær hafa valdið. En auk þess er viðbúið, að athugun og meðferð málsins verði meira af handahófi, er óheilindi og tvídrægni vaða uppi og verða aðal- viðfangsefni þeirra, sem málið Burgenland. Samkvæmt friðar- samningunum á héraðið að sam- einast Austurríki en Ungverjar vilja ekki láta laust. Hafa ná- grannarnir reynt að miðla málum, en ekki tekist enn. — Afskaplegar óeyrðir hafa orð- ið í Vínarborg út af dýrtíðinni. Vegna hins mikla gengisfalls á austurrískum krónum hafa kaup- menn verið tregir til að selja mat- vörur nema fyrir erlendan gjald- eyri. — J>jóðabandalagið kveður upp þann úrskurð að Efri-Sclesíu skuli skift milli J>jóðverja og Pólverja. Nánari fregnir ókomnar um skift- inguna. En svo er að heyra sem Frakkar séu allánægðir en J>jóð- verjar eru sárgramir. — Gunaris, forsætisráðherra Grikklands, er farinn í ferðalag til höfuðborgar Bandamanna til þess að leita samvinnu og aðstoðar þeirra í viðureigninni við Tyrki. — Rússneska stjómin hefir stofnað ríkisbanka til þess að greiða fyrir framförum í búnaði og iðnaði og annast alþjóðleg bankaviðskifti. Stofnféð er 2000 miljarðar rúbla. Einhverntíma hefði það þótt laglegur skildingur. En rússnesk pappírsrúbla er ekki mikils virði nú. ----o--- Eítirmælí. 30. apríl þ. á. andaðist merkis- konan Guðbjörg Aradóttir, kona Guðmundar hreppstjóra Auðuns- sonar á Skálpastöðum í Lunda- reykjadal. Hún var fædd að Hálsum í Skorradal 20. júlí 1867. Foreldrar hennar voru Ari Jónsson ' og Kristín Runólfsdóttir, sem bjuggu lengi á Syðstufossum í Andakíl. Voru þau hjón alkunn hér í Borg- arfirði og víðar fyrir framúrskar- andi gestrisni og mikinn myndar- brag og talin meðal fremsta bændafólks hér um slóðir. Böm þeirra, sem nú eru á lífi, eru: Run- ólfur bóndi á Hálsum, Guðrún saumakona í Reykjavík og Salvör gift fyrv. bónda og vegavinnu- stjóra Gísla Ambjarnarsyni á Syðstufossum. Guðbjörg sáluga ólst upp hjá foreldrum sínum og naut hins besta uppeldis. Hún gift- ist eftirlifandi manni sínum 23. október 1893 og byrjuðu þau bú- skap á Vatnshömrum í Andakíl og bjuggu þar 7 ár, síðan 1 ár á Skáney í Reykholtsdal. En vorið 1902 fluttust þau að Skálpastöð- vilja afgreiða löglega og undir- hyggjulaust. Almenningur verður hér að taka í taumana og heimta af fulltrúum sínum á þingmála- fundum, að þeir hætti allri hálf- velgju í málinu og samneyti við lögvillu meiri hlutans. Allur al- menningur veit, að stefna minni hlutans er lögleg og rétt, fullkom- lega samkvæm hinum forna lands- rétti, sem sameiginlegur er öllum Norðurlöndum í þessu efni og all- ar Norðurlandaþjóðir hafa virt. Enga refjalögfræði þarf til að skýra eða skilja hin fornu lög eða nýju um þetta efni, þau tala engu líkingamáli. Hinsvegar er það heigulsháttur, ef þingmenn eða aðrir hafa eigi hug til að halda fram stefnu minni hlutans, af því að nokkrir menn á háhillu þjóðfé- lagsins standa að meiri hluta stefn- unni, enda er það víst, að hvorki verður hún oss til sæmdar eða gagns. Málið verður og á að ganga fram eftir þeirri stefnu, sem minni hlutinn fylgir og hefir fylgt, og með henni er borgið hagsmun- um ríkis og almennings engu mið- ur en eftir hinni, en með þeim mikla mun , að löglega er með farið. X. ----o----- um og höfðu þá keypt þá jörð. Höfðu því búið þar nærri 19 ár er hún andaðist. Heimili þeirra hjóna var jafnan í fremstu röð um framkvæmdir og reglusemi og átti hún sinn mikil- væga þátt í því að gera það sem fullkomnast, því hún var ágæt hús- móðir, dugleg, stjórnsöm og á- hugasöm, þrátt fyrir fremur veika heilsu oftlega. J>eim hjónum varð 5 bama auð- ið. Eitt þeirra dó ungt, en 4 eru á lífi: Ari búfræðingur frá bænda- skólanum á Hvanneyri, Guðrún, Kristín og þorsteinn. Hafa þau öll notið mentunar á alþýðuskólun- um á Hvítárbakka, Hjarðarholti og Núpi. Börnum sínum var Guð- björg sáluga ástrík móðir og var einkar umhugað um velferð þeirra á allan hátt. Eru þau öll vel upp al- in og mannvænleg. Fósturbarni þeirra hjóna sýndi hún einnig sama ástríki og umhyggju sem sínum eigin börnum. J>ess er einn- ig vert að geta, að Guðgjörg sál- uga lærði ljósmóðurfræði hjá Schierbeck landlækni og tók próf í þeirri gi-ein með góðum vitnis- burði 1886. Var hún ljósmóðir í Reykholtsdal 4 ár og í Andakíls- hreppi 7 ár og lánaðist vel það starf. Guðbjörg sáluga var gædd góð- um hæfileikum og leysti af hendi þýðingarmikið æfistarf. Hún var góð kona með næma tilfinningu fyrir kjörum annara og einlæga löngun til þess að láta jafnan gott af sér leiða. Hún var gestrisin, hjálpsöm og vinföst. Tilfinning hennar fyrir þeim sem bágt áttu náði einnig til skepnanna og mátti hún þar ekkert aumt sjá. Velvild hennar til skepnanna og um- hyggja fyrir þeim var miklu meiri en alment er. I stuttu máli var Guðbjörg sáluga til sæmdar stöðu sinni og á margan hátt til upp- byggingar og fyrirmyndar. Bana- lega hennar var löng og oft þung- bær. En hún var einlæglega trú- uð kona og bar sjúkdóm sinn með frábærri stillingu og hugprýði í óbifanlegu trausti til guðs og frelsarans. Og í öllum þrautum dauðastríðsins talaði hún ekkert æðruorð, heldur reyndi að hug- hreysta þá, er hjá henni voru. þetta megnar trúin þar sem hún er sönn og lifandi. pessarar konu er sárt saknað eigi aðeins af vanda- mönnum hennar, heldur einnig af öllum þeim, sem þektu hana rétt og kunnu að meta mannkosti hennar. Blessuð sé minning hennar. 27. o'úní 1921. S. J. -----o----- 'gSorgin eiCtfa cfttT JbgCC f ain« „Eg veit það, Brúnó! En eg fer samt“. Brúnó reyndi að hrista af sér þok- una sem var yfir hugsuninni. „þér — þér eigið þó ekki við það, að láta liafa yður að skotspæni?" „Jú, eg á einmitt við það, Brúnó!“ Brúnó fór að hlæja. „Nú — þá ætti sjálfur Satan! — En þér fáið ekki að fara. — Fyr læt eg hengja míg---------!“ „þú ert fullur, Brúnó! Farðu strax að hátta!" það brá fyrir leiftri i hinum sljóu augum Brúnós og hrygð hans snerist nú í reiði. „Fara að hátta! Nei — vitið þér hvað eg vildi gera við yður nú og þangað til á morgun? Að slá — slá yður á magann og stinga y ð u r svo í rúrnið!" Og svo rétti Brúnó úr sér og gekk teinréttur út úr dyrunum. — Um kvöldið kom Felice inn til Bon- ellí baróns meðan hann var að borða kvöldverðinn. Ilann flutti bréf frá Rómu. það hljóðaði svo: „þessar linur aðeins til að láta yður vita að eg ætla að verða á fundinum annað kvöld. Ef hermennirnir skjóta á fólkið, þá vitið þér að þeir skjóta á mig“. það brá fyrir innilegu brosi á hinu kalda andliti barónsins: „Hún ei' dásamleg! þetta er einstök kona! það er þess vert að berjast um hana til siðasta andartaks". Síðan bað hann Felice að hringja á lögreglustjórann og senda þegar eftir Minghellí. V. Dimm ský grúfðu yfir borginni dag- inn eftir. Kaldur vindur þaut í fjöll- unum og þrumuhljóðið heyrðist álengdar. En það kom fyrir ekki þótt veðrið væri vont. Frá því snemnia um morguninn var ótölulegur fólksfjöldi á Piazza Navona. það var altaf verið að spyrja eftir Davíð Rossí og af öllu torginu störðu menn á glugga hans. En Garibaldistanum gamla var skip- að að segja að Rossí væri ekki heima. Fréttirnar komu jafnt og þétt um það sem við bar. það væri búið að raða fallbyssum á Piazza del Populo! Her- mannafylkingarnar stæðu kring um Colosseum! Herlið væri í öllum göt- um! — En það kærði sig enginn um það. „Hann veit hvað hann fer“, sögðu vinir Rossís og þeir voru ekki hræddir Hóparnir þéttust þegar leið á dag- inn. Tötralegur, hungraður og ægileg- ur múgurinn fyiti torgin. þegar fór að skyggja fóru kaupmennirnir að setja lilera fyrir búðargluggana og afloka búðunum. Riddaraliðssveitir fóru eft- ir aðalgötunum og léku konungssöng- inn á lúðra. En á Piazza Navona stóðu menn svo þétt saman sem unt var, til þess að halda á sér hita, og allir störðu upp í glugga Rossís. En leiðtoginn sjálfur, sem alt fólkið leit upp til, var einmana og beygður. I-Iann sá greinilega hvað það var hættulegt að framkvæma þá hugsjón sem hann hafði barist fyrir. Markinið iians hafði verið það, að yfirbuga kúg- unina og rangsleitnina, með hinurn andlegu vopnum mentaðs manns. En nú sá hann uppreistarhættuna og blóðsúthellingar. Eitt högg, orðakast á götuhorni, gat valdið hinni voðaleg- ustu ógæfu. það var eins og ógurleg- ur orustuvöllur lægi þaninn út fyrir i'raman hann. Enginn gat séð leiks- lokin fyrir. þegar hann mintist hins minsta óhapps, risu hárin á höfði hans. Ilonum hafði ekki orðið svefnsamt um nóttina. Hugurinn flaug til Rómu þegar hann vaknaði. Ást hennar var honum í svo fersku minni og fegurð hennar svo töfrandi. Honum varð það óbærileg hugsun að missa hana. Nú gat við honum blasað hin æðsta sæla lífsins. En öllu var þvi lokið, ef dags- verkið í dag mistækist. Ofbeldið sem baróninn hafði beitt hana varð honum skelfileg tilhugsun. Hann sá £að í anda, að væri hann fallinn frá, myndi hún lenda á valdi barónsins. Hann myndi kvélja hana, freista hennar, ofsækja hana uns viljaþrelc liennar væri lamað ög hún yrði að láta undan. Hann stökk fram úr rúminu, þvi að honum fanst eitthvað hafa sprungið inni í höfðinu. Honum var það fylli- lega íjóst, hvað hann hafði gjört, og hann ætlaði sér að halda áfram hvað sem í skærist. En hann m á 11 i ekki og gat ekki hugsað um afleiðing- arnar. Elena kom með kaffið. Hún horfði á hann mildum augum og það var eins og henni lægi mikið á hjarta. En þegar hún talaði, var það um smá- muni: Brúnó væri farinn til vinnu sinnar og hefði haft höfuðverk. Jósef litli hefði verið mjög óþekkur, svo hún hefði neyðst til að flengja hann. — það væru altaf að koma boð um að fá að tala við Rossi. „Segið að eg vildi gjarnan eiga iull- komið næði“, svarði Rossí. Og Elena þagnaði og fór út hljóðlega. Allan fyrri hluta dagsins var Rossi að ganga frá eigum sínum. Eins og maður sem leggur af stað í langa og hættuiega íerð. Hann leit yfir bréf sín og brendi flest. það var homun niest áreynsla að brenna bréf Rónu:. Ilann las þau yfir, eins og hann vildi festa sér hvert orð i m'.nni. Lolis skrifaði hann bréf til Rómu og stakk því í vasa sinn. Hann ætlaði að lcggja það í póstkassa á leiðinni. Loks skrifaði hann erfðaskrá sína. Eftir morgunverðinn kailaði Rossi á Jósef litla. Elena kom með hann. „Jósef hefir verið óþekkur, Davíð frændi", sagði hún. „Hann heimtar að fá fínu fötin sem Donna Róma sendi honum. Hann segist vilja fara út að ganga, því að nú sé afmælisdagurinn sinn". „Sjö ára gamall maður má ekki gráta!" En svo kom Jósef og hvíslaði í eyru Rossís og þá komu fínu fötin rétt á eftir. „En Jósef verður að lofa því að fara elcki út“. Jósef nuddaði augun og tautaði eitt- hvað sem fullorðna fólkið hélt vera já. En drengurinn gat ekki unnið bug á þunglyndi Rossis. „þú horfir ekki á mig! því horfir þú ekki á mig, Davið frændi?" sagði drengurinn hvað eftir annað. Brúnó kom heim kl. 4. „Nú er eg ekki fullur“, sagði hann, „en ef þeir skjóta á okkur i kvöld, skulu þeir hitta mig fyrir“. það var nú kominn timi til að leggja af stað. Allir fylgdu þeim Rossí og Brúnó til dyra. „Verið þið sæl“, sagði Rossí. „Eg þakka ykkur alla ástúð og Guð blessi ykkur öll. Gætið vel að Jósef litla. Kystu mig Jósef! Einu sinni til! í sið- asta sinn! Verið öll sæl!“ „Verið sælir, Davið frændi og pabbi", kallaði Jósef litli ofan stigann. það var síðasta röddin sem þeir heyrðu. — Piazza del Populo sýndist helmingi stærra en venjulega. Mannfjöldinn var svo ógurlega mikill. Brúnó ruddi leiðina fyrir sig og Rossí. þeir námu staðai' við steinsúluna á miðju torg- inu. þar var fyrir stórskotaliðsflokkur með falibyssu. En mannfjöldinn rað- aði sér í skrúðgönguna án þess að skifta sér neitt af hermönnunum. þeg- ar kirkjuklukkurnar hófu að hringja, við sólarlag, liófst gangan. Brúnó gekk í fararbroddi. Hann hélt á fána og var á hann letrað: „Lýðveldi mannanna" og neðar: „Gef oss í dag vort daglegt brauð“. Fánar voru síðan um alla fylkinguna. Voru ýmist letr- aðar á þá bænir úr „Faðir vor“, eða nöfn þeirra félaga, sem fylgdu. Rossí a tlaði að ganga næstur á eftir Brúnó. En vinir hans slógu hring um hann. Enginn konungur liefir átt tryggari lífvörð. það var eins og allir hefðu komið sér saman um að hætta allri verslun og starfi á götunum. Áhorfendumir stóðu i þéttum röðum fram með hús- unum, í gluggum og á svölum. Fót- gönguliðssveit hafði fylkt sér á gang- stéttirnar beggja megin götunnar. Riflar hermannanna voru á báðar hliðar skrúðgöngunni. Altaf bættust fleiri og fleiri í hóp- inn. Ilópur þingmanna stóð á Piazza Colonna og horfði á. þegar skrúðgang- an nálgaðist, urðu þeir snortnir af hrifningunni og slógust í hópinn. Á Piazza Venezia var stór hópur ungra stúdenta. þeir slógust líka með í för- ina. I fyrstu gengu fjórir saman í fylkingunni. það urðu átta og farar- broddurinn hafði gengið óraveg áður en þeir síðustu fóru af stað. Hljóð- færasláttur var enginn og enginn söng- ur. En stundum hófu þeir lófatak er fremstir gengu og dundu þá við skell- irnir hjá hinum ógurlega nmnnfjölda, eins og skothríð. Fremur öllum borgum öðrum er Rómaborg, borg skrúðganganna. Páf- ar, kardínálar og biskupar, klæddir purpura og gulli hafa háð þar skrúð- göngur sínar. Iíonungar og hershöfð- ingjar hafa háð þar sigurfarir sínar með sldnandi vopnum. En slíka sjón sem þessa hafði Borgin eilífa aldrei séð áður. Hópurinn kom nú inn á Rómverska torgið — burt úr hinni lifandi borg nútíðarinnar, inn í hina dauðu borg fornaldarinnar, inn í kyrðina og rúst- irnar. þar sem í haugum liggja brotn- ar súlur og hruninn múr, þar sem i rústum eru gosbrunnar og gamlar vatnsleiðslur, alt liggur þar í dyngj- um cftir jarðskjálfta og byltingar fyrri alda. Og þaðan lá leiðin undir boga Titusar til Colosseum, þar sem fundurinn átti að vera.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.