Tíminn - 05.11.1921, Blaðsíða 1
V. ár.
Utan úr heimi
Friðþjófur Nansen og Rússar.
Friðþjófur Nansen varð sextug-
ur alveg nýlega. Hans var þá
minst í fjölmörgum blöðum og lof-
inu á hann hlaðið, Hann var tal-
inn einn hinn merkasti sonur Norð-
urlanda núlifandi. En Nansen lét
sér fátt um finnast. Hann hefir
tekist það mikla starf á hendur að
reyna að útvega mat handa 20—30
miljónum manna á Rússlandi, sem
svelta og sem áreiðanlega deyja úr
hungri fáist ekki hjálp. Hér er um
svo mikið mál að ræða, segir Nan-
sen, að ríkin verða að hjálpa til,
hjálpfýsi einstakra manna nægir
ekki. En hann fær ríkin ekki til
að hefjast handa.
Hann hefir farið til Moskva og
gert samning við stjóm Rúss-
lands, og h a n n álítur að sá samn-
ingur sé tryggur. Og Nansen þekk-
ir þetur til en nokkur annar. því
að það var hann sem hafði yfirum-
sjón með öllum herfangaflutningi
frá Rússlandi og þá stóð Rússa-
stjórn að öllu leyti við gerða samn-
inga. Ríkin heimta tryggingar fyr-
ir því að hjálpin veitist þeim sem
þurfa. „En rússnesku stjórninni
mun ekki síður um það ant, en
þeim sem hjálpina veita vestan úr
Evrópu, að rússneska þjóðin líði
ekki undir lok“, segir Nansen. —
pegar Nansen hafði knúð á dyr
ríkjanna vestur í álfunni og feng-
ið afsvar, kom hann á fund pjóða-
bandalagsins í Genéve og flutti
þar mikla ræðu og áhrifaríka.
Hann hélt því fram afdráttarlaust,
að það sem ylli því að ríkin fengj-
ust ekki til að hjálpa væri grunur-
inn um það að hjálpin myndi
verða til þess að tryggja stjórn
Rússa í sessi. „pessi ótti“, sagði
Nansen, „stafar sumpart af þeim
lygafregnum sem fluttar hafa ver-
ið um það að rússneska stjórnin
leggi undir sig alt sem flutt er til
Rússlands, sumpart af óvináttu
við ráðstjórnina“. „En“, segir
hann ennfremur, „það á fremur
við á Rússlandi, en í nokkru öðru
landi, að það er ómögulegt að veita
hjálp til fólksins framhjá stjórn-
inni. Og, eg held ekki, að það muni
styrkja ráðstjórnina að rússneska
þjóðin fái að vita að vestur í Ev-
rópu býr fólk sem fúst er að
hjálpa rússnesku þjóðinni í sultin-
um“.
„En setjum nú svo að það styrki
ráðstjórnina. Hver er það þá, sem
dirfist að segja, að fremur eigi að
láta 20 miljónir manna deyja úr
hungri en að hjálpa ráðstjórn-
inni“.
petta er aðalatriðið í málaflutn-
ingi Nansens. Að öll þessi orð, með
eða móti ráðstjórninni, vegi svo
lítið á móti hinu. Hann bendir á,
að í Canada sé nóg korn afgangs
til góðrar hjálpar. Og ekki vanti
skipin til að flytja. Hann lauk máli
sínu svo: „Er það hugsanlegt að
Norðurálfan sitji hjá róleg, án
þess að lata sækja fæðuna og
bjarga fólkinu. Mér finst það vera
óhugsandi. Eg treysti því, að
Norðurálfan neyði stjórnirnar til
að taka nýja ákvörðun“.
pessi orð ber Nansen á vörun-
um á sextugsafmæli sínu. Hann
hefir að engu fagurgala blaðanna.
Hamingjuóskin sem hann sækist
eítir er sú, að hann fái stuðning
um þá áskorun sem hann ber fram
daglega fyrir þjóðir og stjórnir
N orðurálf unnar.
Reykjavík, 5. nóvember 1921
Sparnaðarnefnd.
i.
Sá er les útlendu blöðin, t d.
þau dönsku um þessar mundir og
lengi undanfarið, rekur sig altaf
við og við á umræður um tillögur
sparnaðarnefndanna.
pað fór eins fyrir nágrönnum
okkar og okkur að á stríðsárunum
var stofnað til ýmislegs sem nú er
óþarft orðið. Allra mest bar á em-
bættis- og starfsmannafjölgun við
opinber störf, langar leiðir úr hófi
fram. Og margvíslegur rekstur op-
inberra stofnana var orðinn alt of
dýr og sumpart óþarfur.
Stjórnmálamennirnir sáu að eitt
helsta ráðið til að rétta við fjárhag
ríkjanna, var það, að lækka hin
föstu, árlegu útgjöld ríkissjóðsins.
Til þess að geta gert það voru
sparnaðarnefndirnar skipaðar. Á-
rangurinn af starfsemi þeirra hef-
ir víða orðið ágætur. Tillögur
þeirra um starfsmanna- og em-
bættismannafækkun hafa margar
náð fram að ganga. Sá árlegi
sparnaður sem framkvæmd þess-
ara tillaga hefir í för með sér,
skiftir, í Danmörku t. d., mörgum
miljónum króna.
II.
Tíminn bar fram þá tillögu fyr-
ir síðasta þing að horfið yrði að
hinu sama ráði hér og benti á
dæmin ytra, sem þá voru kunn.
Tillagan fékk engan byr hjá
stjórn og þingi. pað var alveg hið
gagnstæða sem varð ofan á.
Landsstjórnin lét bjóða sér fjár-
aukalög og f járlög sem hefðu sæmt
ríki sem hafði yfirfljótanlega pen-
inga. Landsstjórnin brást alger-
lega sinni æðstu skyldu um fjár-
málastjórnina sem er sú: að krefj-
ast þess af þinginu, að samræmi sé
milli fjárveitinganna og afkomu
þjóðarinnar.
/ Landsstjómarinnar æðsta mark-
mið er að hanga við völdin og um
mörg atriði beint herti hún á
eyðslugáleysi þingsins.
Og síðan hefir stjórnin ekki
dregið úr, heldur bætt við embætti
og starfsmannafjöldann.
Síðan hefir stjórnin kastað út
hundruðum þúsunda króna í tild-
ursfagnað við konungsmóttöku,
gestunum síst að skapi.
Síðan hefir stjórnin rasað út í
miljónalántöku með hinum ægileg-
ustu ókjörum, veðsett tolltekjur
landsins, borgað hundrúð þúsunda
króna til íslenskra og erlendra
milligöngumanna um lántökuna og
bundið þjóðinni hina ægilegustu
fjárhagsbyrði um mörg ár.
pessu miljónalánsfé ver stjórn-
in fyrst og fremst til þess að láta
útlendan banka borga þær „spekú-
latíónsskuldir“, sem hafa safnast
fyrir hjá honum. Gamlar og nýjar
skuldir. Andvirði glyssins og
tískuvefnaðarins sem ljómar nú í
mörgum búðagluggunum hér í
bænuin, sem verið er enn að flytja
inn nálega með hverju skipi. And-
virði súkkulaðsins sem stjórnin
gefur nú sérstökum mönnum leyfi
til að flytja inn.
Loks hefii’ stjórnin horft á það
þegjandi og aðgerðalaus, að sá at-
vinnuvegur landsins, sem mesta
skatta hefir goldið ríkinu, er ná-
lega stöðvaður og atvinnuleysið er
meira en nokkru sinni. Meginið af
árinu hafa flestir togaramir legið
bundnir við hafnargarðinn.
1 Af hálfu hinnar íslensku ríkis-
stjórnar, sem þetta mál kemur
meira við en nokkrum öðrum aðila,
hefir ekkert verið gert til að láta
atvinnuveginn ekki stöðvast.
Ætli þeir séu enn margir, þeir
sem virða fyrir sér þessa stjórnar-
athafnabeðju, sem bera Tímanum
ábyrgðarleysi á brýn fyrir það, að
hann vildi a. m. k. láta reyna það
að mynda hæfari stjórn á síðasta
þingi ?
III.
pað býst enginn við því, að
stjórnin geri neitt til umbóta, hér
eftir fremur en hingað til.
En er þá einhver von um að
þingið geri það?
Saga landsins, síðan þingi lauk
síðast, er svo alvarleg, að það fer
varla hjá því, að mikill hluti þing-
manna sjái, að eitthvað alvarlegt
verður að'gera.
Ókjaralántakan hlýtur að vekja
þingmennina til alvarlegrar um-
hugsunar.
Undirstaðan undir alvarlegri til-
raun til f járhagslegi-ai' viðreisnar
íslands, hlýtur að vera sú, að færa
hin árlegu föstu útgjöld ríkisins
svo mikið niður, að atvinnuvegirn-
ir geti borið byrðarnai’, og þeirri
háskalegu stefnu sé endanlega lok-
ið, að taka ókjaralán á lán ofan.
Vegna þessara ótíðinda sem
gerst hafa þetta ár, hefir Tíminn
fremur von um það, að þingið
skipi sparnaðarnefnd til þess að
rífa mikið af þeim ofviðum sem
núverandi stjórn og undanfarandi
þing, hafa reist yfir þjóðina •—
nefnd sem miskunnarlaust taki
fyrir hvern einstakan lið hinnar
opinberu starfrækslu og færi þá
niður svo mjög sem hægt er.
Og það er nú á kjósendanna
valdi að gefa þingmönnunum hið
mesta aðhald um að þetta sé gert.
Kjósendur landsins eiga nú að
krefjast þess, bæði hver einstakur'
og á fundum, að þingmennirnir
hVerfi að þessu ráði þegar á þing
kemur.
Hitt aðalatriðið er vitanlega það
að skipuð sé ný landsstjórn sem
hafi bæði vilja og getu til þess að
stýra landinu á heilbrigðum
grundvelli.
----o——
Ostagerðin í pingeyjarsýslu sið-
astliðið sumar gekk lakar en búist
var við. Fötur til mjólkurflutnings
komu 2 vikum seinna en von var
á og varð það til þess að nokkrir
gengu frá á síðustu stundu. Inflú-
ensan lagði framkvæmdastjórann,
Jón A. Guðmundsson, í rúmið.
Varð það til þess að eitthvað lít-
ilsháttar af ostinum varð 2. flokks
vara. prátt fyrir þessar misfellur
eru pingeyingar ánægðir með til-
raunina og munu hugsa til að fær-
ast í aukana framvegis. Osturinn
er talinn ágætur, en sala ekki um
garð gengin og því ekki hægt um
það að segja, hversu arðsamt fyr-
irtækið reynist eða arðvænlegt í
framtíðinni. Alls voru búnir til
ostar úr 30 þús. lítrum mjólkur í
stað 50 þús., sem áætlað var. Alls
voru ostagerðarbú á 3 stöðum,
Laxamýri, Narfastöðum og Landa-
mótsseli, en geymslustaðir á
Breiðumýri og Laxamýri.
Látin er á heimili sínu, Torfa-
stöðum í Vopnafirði Björg hús-
freyja Halldórsdóttir, kona Hall-
dórs bónda Stefánssonar. Voru
þau hjón nýlega flutt þangað frá
Hamborg í Fljótsdal. Björg sáluga
var dóttir hins alkunna bónda
Halldórs á Skriðuklaustri.
45. blað
Hvað heimta
Spánverjar?
Tvent er einkennilegast í hinni
hörðu deilu okkar íslendinga við
Spánverja:
1. Að landsstjórnin skuli leyfa
blaði sínu slíka framkomu í mál-
inu. Hefir nú enn í síðustu blöðum
Morgunblaðsins verið sunginn eft-
væntingarsöngurinn eftir spönsku
vínunum.
2. Að landsstjórnin skuli sem
allra vandlegast loka fyrir það, að
þeir sem berjast fyrir íslenska mál
staðnum, fái fullar upplýsingar
um það, hvað það er og hversu víð-
tækt sem Spánverjar heimta af
okkur. petta „pukur“ landsstjóm-
arinnar með þetta, eins og annað,
er Tímanúm enn óskiljanlegra,
vegna þess, að það er víst að utan-
ríkisstjórnin danska hefir viljað
láta almenning á íslandi fá fullar
og nánar fregnir um málið. — Eða
á að líta á hvorttveggja sem staf-
andi af hinu sama: að stjómin
lætur blaðið hegða sér þannig og
að hún neitar Islendingum um
fulla vitneskju. —
En það eru fleiri leiðir til.
Norska stjórnin telur það skyldu
sína að verja ágengni við Noreg.
Norska stjórnin hefir birt kröfur
Spánverja. Tekur Tíminn þær eft-
ir einu Kristj aníublaðinu:
1. Norðmenn eiga að heimila
Spánverjum að flytja inn 500 þús-
und lítra af sterkum vínum.
2. Norðmenn verða að gefa
tryggingu fyrir því, að sala þess-
ara vína vei'ði á engan hátt heft
og ef ríkið hafi einkasölu, þá skuli
útsölustaðirnir vera hafðir sem
víðast.
3. Spánverjar krefjast þess um
þau vín sín, sem ekki ná 14% á-
fengisstyrkleika, að mega blanda
þau með spíritus.
4. Loks krefjast Spánverjar
mestu tollhlunninda fyrir allar
spánskar vörur sem flytjast til
Noregs, en aðeins sumar norskar
vörur eiga að njóta sömu hlunn-
inda á Spáni. —
petta eru aðalkröfurnar til
Norðmanna. Fullyrt verður ekki
um það, en það er sennilegt, að
það séu svipaðar kröfur sem gerð-
ar era til okkar.
Ætli stjómarblaðið haldi því nú
enn fram, að ekki sé um kúgun að
ræða í innanlandsmálum okkar?
Ef Spánverjar heimta að segja
fyrir um það, að vínið þeirra sé
selt sem víðast?
Ef þeir heimta að fá að blanda
með spíritus „léttu vínin“?
Eru þau eins nauðsynleg og
heilnæm „léttu vínin“, eftir að
Spánverjar eru búnir að drýgja
þau með spíritus?
pó að þeir sem berjast fyrir ís-
lenska málstaðnum hafi ekki feng-
ið að vita um kröfur Spánverja, þá
virðist Ijóst að Morgunblaðið hafi
um þær vitað.Ummæli þess 5.þ.m.
benda hiklaust í áttina. pau eru
í svo nánu samræmi við þessar
kröfur. Blaðið mælir svo sterk-
lega með því að „frjáls verslun"
sé með spönsku vínin, þ. e. frjáls
verslun fyrir Spánverja, sem
allra greiðastur vegur fyrir Spán-
verja til að hella ofan í okkur
„léttu vínunum“, blönduðum með
spíritus.
Ætli þess verði ekki krafist næst
að hver einasti íslendingur verði
að drekka vissa lítratölu af þess-
um „heilnæmu“ spönsku vínum, til
þess að hver einstaklingur geti
náð þessari háleitu fullkomnun
sem Morgunblaðið telur því sam-
fara að drekka spönsk vín?
--o--
Búsáhalda-
sýui íiiiin.
Beina- og fiskúrgangskvarnir
voru tvær á sýningunni og sýndi
Stefán B. Jónsson, kaupmaður í
Reykjavík, kvarnir þessar. Önnur
þeirra er til þess að mala í bein,
ain einkum fyrir þorskhausa.
Kvarnirnar gætu einkum komið
að notum í sjávarþorpum, þar
sem fiskúrgangur er notaður til
fóðurs, því það er mikill vinnu-
léttir að geta malað fiskbein í
kvörnum.
Tilbúinn áburðui', sýnishorn af
honum voru frá tveim verslunar-
húsum: Dansk Gödningskompagni
og Norgessaltpeter. Sýningin var
einkar fróðleg. pað voru sýnishorn
af allskonar tilbúnum áburðarteg-
undum og skýringar á því, hvernig
þær eru tilbúnar. pá voru þar hlut-
fallsmyndir af tilraunum um
notkun áburðarefna og ýmsir smá-
ritiingar um notkun og þýðingu til-
búinna áburðarefna, og fékk hver
sem vildi þessa smáritliga ókeyp-
is. pessi sýning var gott dæmi
-þess, hve mikið alment er gert er-
lendis til þess að skýra notkun ým-
issa hluta og fá menn til þess að
notfæra sér þetta eða hitt. Alt það,
sem gert er í þessa átt, er ef til
vill eigi bygt á heilbrigðum grund-
velli, en það má með sanni segja
um tilbúinn áburð, að það er notk-
un hans aðallega að þakka, að ný-
yrkja og jarðrækt hafa tekið svo
skjótum framförum, sem raun er
á orðin, í nágrannalöndunum og
víðar. Vér erum í þessu efni enn
á frumstigi, en eigum vér að yrkja
land vort, þá verður það eigi gert
á annan hátt en með notkun tilbú-
inna áburðarefna, og þessvegna er
nauðsynlegt að vér öflum oss sem
mestrar þekkingar á þeim sem
fyrst.
Sandgræðslan sýndi ýmislegt,
sem að sandgræðslu laut, og hafði
sandgræðsluvörður Gunnlaugur
Kristmundsson undirbúið þá sýn-
ingu; var hann sá eini af starfs-
mönnum Búnaðarfélagsins, er gaf
þannig lagaða skýringu á starfi
sínu og er það þakkarvert, því
slíkt er til mikilla leiðbeininga fyr-
ir almenning.
Á þessari sýningu voru nokkur
kort yfir sandgræðslusvæði, þurk-
aðar melplöntur (en þær eru aðal-
lega ræktaðar á söndunum) á
ýmsu þroskastigi og sást hin ein-
kennilega rótargreining og vöxtur
melgrassins mjög ljóslega. pá vora
þar ýms verkfæri, sem höfð eru
við sandgræðslu og reiðingur
(melja), sem búinn er til af mel-
rótum, og fleira.
Dúnhreinsunarvélai- voru þrjár
á sýningunni, tvær smíðaðar eftir
fyrirmynd Guðmundar Davíðs-
sonar á Hraunum í Skagafirði, og
ein smíðuð af Antóníusi Björns-
syni að Hoffelli, gerólík hinum fyr-
töldu. Vélar Guðmundar þóttu
betri. pessar dánhreinsunarvélar
eru íslensk uppgötvun og hefir
hepnast að gera þær svo vel úr
garði, að að þeim er mikill vinnu-
^parnaður.