Tíminn - 26.11.1921, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.11.1921, Blaðsíða 1
1 V. ár. Utan úr heimi Ðanmörk. Mesta vandamálið sem þar er á dagskrá er atvinnuleysið og kreppa sú, er iðnaðurinn er kominn í. Tal- ið er að atvinnulausir menn þar í landi séu meir en 50 þús. Ræður að likindum hve alvarlegt slíkt ástand er. Vegna hins lága gengis á pýskalandi og víðar, eru fluttar inn iðnaðarvörur þaðan til Dan- merkur við svo lágu verði að dönsku verksmiðjueigendurnir þykjast ekki geta selt sínar vörur við sama verði. Fjöldi verksmiðju- eigenda hefir því sagt verkamönn- um upp vinnu, sumpart lokað verksmiðjunum alveg, sumpart minkað framleiðsluna stórkostlega, Af þessu stafar atvinnuleysið. Heimta nú iðnrekendur að lagðir verði háir tollar á innfluttar iðn- aðarvörur, o. fl. gert, sem styðji hinn innlenda iðnað. Stjórnin danska viil ekki verða við þessum kröfum; er það einkum vinstri- manna flokkui’inn sem styður stjórnina í þessu efni. Iiefir einn leiðtogi vinstri manna ritað um málið í Berlingske Tidende og deil- ir mjög á forkólfa iðnaðarins. Hann minnir á það, að á stríðsár- unum sættu dönsku bændurnir sig við það að ríkið tók af þeim vör- urnar og galt fyrir mun lægra verð, en bauðst á frjálsum mark- aði. Bændurnir lögðu það þá á sig að standa undir þjóðarbúinu og fæða landsbúa. En undir eins og þyngist fyrir fæti verksmiðjueig- endanna, reki þeir verkamennina á dyr, loki verksmiðjunum og heimti hjálp frá ríkissjóði. Á und- anförnum árum hafi hlutafélögin sem eigi verksmiðjumar greitt ó- hemjulegan gróða til hluthafanna, sumar yfir 100% ár eftir ár. Fari illa á því að sömu stofnanir loki þegar móti blæs. Hefði verið rétt- ara að safna á góðu árunum, til vondu áranna. — Af hálfu dönsku stjórnarinnar hefir Kragh innan- ríkisráðherra borið fram nýtt laga- frumvarp, sem á að miða að því að draga úr atvinnuleysinu. Frum- varp þetta hefir mætt hinni mestu mótstöðu af liálfu jafnaðarmanna. Efndu þeir til mótmælafundar og sltrúðgöngu á'fund þingsins.. Milli 10 og 20 þús. manns tóku þátt í skrúðgöngunni. Sendu nefnd á fund ráðherrans og þingflokkanna. Fór alt skipulega fram, enda lýsti ráðherrann því yfir að hann væri fús til að leita samvinnu og sam- komulags. Noregur. Við kosningarnar norsku, 24. f. m., var þátttaka miklu almennari en nokkru sinni áður. Víða notuðu meir en 80% kosningarrétt sinn. Kosningalögunum hafði og verið mikið breytt. Kosið í stórum kjör- dæmum, í stað einmenningskjör- dæma víðast áður og hlutfallskosn- ingar. Vinstri manna flokkurinn beið enn mikinn ósigur. Fyrir fá- um árum hafði sá flokkur einn yfirgnæfandi meiri hluta í þing- inu. það sem einkum olli nú ósigri flokksins var það, að bændafélagið Landmandsforbundet, kom fram sem sérstakur pólitiskur flokkur og tók einkum atkvæði frá vinstri- mönnum. En megin hluti þessa bændaflokks eru gamlir vinstri- menn. pingmenn eru alls 150. Er taliS víst að a. m. k. 85 muni fylgja því að ekki verði látið undan ki’öf- um Spánverja. — Á stríðsárunum varð sú stefna rík á Norðurlönd- um, að öll þrjú ríkin stæðu sem fastast saman út á við. Var stofn- að til ýmislegrar samvinnu og sam- eiginlegir fundir tíðir af hálfu konunga og ráðherra landanna. Á síðustu tíð hefir aftur dregið úr samvinnunni. Eru það ehxkum Norðmenn sem vilja slíta samvinn- unni. Telja að hlutur sinn hafi ver- ið fyrir borð borinn. Og deilan sem síðast er risin, milli Noregs og Danmerkur um Grænland, mun enn verða til þess að spilla sam- vinnu. Résturnar í Reykjavílc. I. Fyrir á að giska fjórum vikum síðan kom Ólafur Friðriksson rit- stjóri úr Rússlandsför. Hann hafði með sér ungan svein, sem hann hafði tekið að sér. Nokkru eftir að pilturinn var kominn hingað fór Ólafur með hann til augnlæknis. Lýsti augnlæknirinn yfir því, að lokinni rannsókn, að pilturinn hefði augnsjúkdóm, sem nefndur er „trachoma“. Sjúkdómur þessi er algengur í austurhluta Norðurálfunnar og veldur þar miklu tjóni. 1 öðrum löndum álfunnar og þar sem hrein- læti er gott, er hann viðráðanleg- ur og sjúklingar ekki einangi-aðir. En hér á íslandi hefir sjukdómur- inn ekki þekst fyr. Sjúkdómur- inn er smitandi, þó ekki bráðsmit- andi. Augnlæknirinn og landlæknir lögðu nú til að piltinum yrði vísað úr landi. Fór þá Ólafur til stjórn- arinnar og beiddist þess að*piltin- um yrði lagður lífeyrir, 1200 kr. á ári í þrjú ár. Stjórnin vildi ekki ganga að því en bauð piltinum 1000 kr. styrk úr ríkissjóði og að gangast auk þess fyrir einhverj- um samskotum. Að þeim kostum vildi Ólafur ekki ganga. Landsstjórnin úrskurðaði nú að pilturinn skyldi fara utan með Botníu, sem átti að leggja af stað á föstudaginn í síðastliðinni viku. Var lögregluliðinu falið að sjá um framkvæmd á því. Upp úr hádegi á föstudaginn kemur lögreglan á heimili Ólafs til þess að sækja piltinn. Voru þar þá fyrir nokkrir kúnningjar Ólafs Friðrikssonar og margt áhorfenda. Fanst pilturinn ekki í fyrstu, en er hann fanst, tók lögreglan hann með sér út. Hófust þá áflog og talsverðar ryskingar milli lög- regluliðsins og ýmissa manna er þar voru staddir. Urðu þau leiks- lok, að pilturinn var tekinn af lög- reglunni og fór hánn aftur inn í húsið. Eftir þessa atburði var farið að þæfa málið og leita um sættir. Komu þá fram þau boð frá lands- stjórninni að nú skyldi hún ganga að boðum þeim, sem Ólafur gerði í fyrstu, um styrk til piltsins, færi hann utan. En Ólafur hafnaði nú öllum sættum og vildi ekki annað heyra en að pilturinn væri kyr. Er það skemst af að segja að lögreglan gerði ekki aðra alvarlega tilraun til að koma fram vilja sín- um, en hvarf heim við svo búið. Botnía fór, en pilturinn ekki. Eins og vænta mátti varð af þessu mikill gnýr í bænum. og fer nú þrem sögum fram samhliða. Ýmsir ungir menn í bænum, einkum verslunarmenn og íþrótta- Reykjavík, 26. nóvember 1921 menn, stofnuðu sjálfboðalið, í því skyni að aðstoða lögregluna. Varð það brátt fjölmennur flokkur. Var flokkurinn æfður og honum skip- að í .liðsveitir. Flokkurinn neitaði að starfa unair forystu lögreglu- stjóra. Ilvarf því landsstjórnin að því ráði að skipa sérstakan lög- reglustjóra. Varð fyrir því lcjöri Jóhann Jónsson skipstjóri á björg- unarskipinu þór. Ólafur Friðriksson hafði hias- vegar vörð á heimili sínu. Óvíst er hve þeir menn voru margir í fyrstu. I þriðja lagi tók fulltrúaráð verkalýðsfélaganna að sér að reyna að miðla málum. Af hálfu þess áttu kjörnir menn tal bæði við landsstjórnina og Ólaf Friðriksson. Hefir verið greinilega sagt frá þeim miðlunartillögum. Lands- stjórnin gekk að miðlunartillögun- um, en Ólafur Friðriksson hafnaði þeim skilyrðislaust. Ilann vildi enga miðlun á öðrum grundvelli en þeim að pilturinn yrði kyr. Á þriðjudagskvöldið samþykti full- trúaráð félaganna, með öllum at- kvæðum gegn atkvæði Ólafs Frið- rikssonar, eftirfarandi yfirlýsingu: „Sambandsstjórn Alþýðusam- bands íslands lýsir því yfir, að hún telur brottvísunarmál rúss- neska drengsins eihkamál Ólafs Friðrikssonar, en eigi flokksmál“. þessi yfirlýsing mun hafa borist í hendur landsstjómarinnar á mið- vikudagsmorguninn. En á miðvikudaginn var ráðin að- förin að Ólafi, um að ná piltinum og að handtaka þá menn sem fremst höfðu staðið í því, að veita lögreglunni viðnám. I sjálfboðaliðssveitinni voru nú 400—500 menn. Stjórnin hafði leigt Iðnaðarmannahúsið sem aðal- stöðvar liðsins. Góðtemplarahúsið var og haft til taks ef á þyrfti að halda. Verðir voru settir aðfara- nótt miðvikudagsins, víða um bæ, um stj órnarráðiö, Islandsbanka, bústað forsætisráðherra og víðar. Umferð var bönnuð á einstaka stað. Upp úr hádegi á miðvikudaginn var síðan greitt til atlögu. Tveir f jölmennir flokkar gengu sín hvoru megin að heimili Ólafs Friðriks- sonar. Nokkrir af liðsmönnunum voru vopnaðir með byssum og aðr- ir með bareflum. Húsið var lokað. Ilinn nýi lögreglustjóri krafðist inngöngu og bað þá er væru inni fyrir að hugsa sig um áður en þeir veittu viðnám. Var því ekki svarað. Lét hann þá brjóta upp húsið og var gengið inn. En fyrirstaða var sem engin inni. Menn þeir er þar voru fyrir voru teknir höndum og fluttir í hegningarhúsið. Rússneski pilturinn var fluttur á franska spítalann, og fór kona Ólafs Frið- rikssonar með honum. í húsinu voru alls handteknir 22 menn. Síð- ar um daginn voru 6 menn hand- teknir í viðbót. Af þessum 28 mönnum voru 9 látnir lausir fljót- lega. Flestir veru menn þessir mjög ungir. Eins og nærri má geta var mikill mannfjöldi staddur við atlöguna og seinna um daginn í kring um hegningarhúsið. En það var full- komin kyrð og alvara sem ríkti hjá fólkinu. Hvergi varð vart við hinn minsta óróa. Sterkan vörð hélt sjálfboðaliðið víða um bæinn síðari hluta dags- ins og um nóttina. Kvikmyndahús- in voru lokuð og engir fundir háð- ir. Vörður var enn haldinn á fimtudaginn og aðfaranótt föstu- dags. Á föstudagsmorgun var birt tilkynning frá hinum nýja lög- í’eglustjóra að nú væri „úr gildi numin skipun sú, sem borgarar bæjarins hafa fengið um að aðstoða lögreglu Reykjavíkur". Jafnframt væri búið að loka „bráðabirgðaskrifstofunni“ í Iðn- aðarmannahúsinu. Svo er málum komið þegar þetta er skrifað. II. það sem mönnum um land alt mun verða mesta undrunarefnið í fyrstu er það, að svo mikið mál skuli hafa getað hafist af svo litlu. það sem í milli ber í upphafi er ekki „princip" atriði. þá er viður- kent af báðum að pilturinn verði að fara. Ágreiningurinn er þá ekki um annað en það, hve mikið fé ríkissjóður eigi að leggja með piltinum. þar eð svo mjótt var í milli virtist vera hægt að brúa. En út af þessum litla ágreining sprettur ofbeldi gegn lögreglu bæj- arins og þvínæst það, að nokkur hundruð menn ganga í liðssveit, nýr lögreglustjóri er skipaður o. s. frv. Framkoma Ólafs Friðrikssonar er óverjandi. þegar læknavöld landsins hafa lagt það til að reynt sé að firra landið smitandi sjúk- dómi, stjórn landsins hefir felt úr- skurð um það að flytja skuli úr landi þann aðkomumann sem sjúk- dóminn hefir og lögreglan kemur til að framkvæma það, þá má það ekki líðast, að efla til mótspymu. þjóðfélagið íslenska grundvallast á þeirri meginreglu að yfirvöldin fái að gera skyldu sína. Mál þetta var að öllu leyti þannig vaxið að það var nauðsyn að lögreglan kæmi fram vilja sínum. Framkoma stjórnarinnar er að einu leyti mjög hæpin. E f t i r það að búið var að veita lögreglunni fulla mótstöðu og taka af henni drenginn, komu boð stjómarinnar um að ganga n ú að fyrri kröfum Ólafs. Eins og máli var þá komið, var ekki nóg að það tækist að pilt- urinn færi af landi burt. þáð þurfti a u k þ e s s a. m. k. að koma alveg skýlaus viðurkenning á því að brot hafði verið framið gegn lögreglu landsins. Að þessu hnigu þau fáu orð, sem féllu um málið í síðasta blaði Tímans. Og á þeim grundvelli munu hinar síð- ari sáttaumleitanir hafa verið gerðar. Óhætt er að fullyrða, að slíkir atburðir sem þessir hefðu hvergi getað borið við á íslandi annars- staðar en í Reykjavík. það er nú öllum ljóst orðið að það er mikil nauðsyn á að hafa öfluga lögreglu hér í bænum, sem nýtur bæði virð- ingar og trausts bæjarbúa. það er ljóst nú að lögreglan var ekki nógu öflug og einbeitt. það er mjög alvarlegt atriði að það tókst í bili að veita lögreglunni fult við- nám. það er mjög leitt afspurnar að það var ekki fyr en á fimta degi að framkvæmdur var vilji hinna íslensku valdhafa. það er nauðsyn að búa svo um hnútana ,að slíkt komi ekki fyrir aftur. Og það á að gera með nægilega öflugu opinberu lögregluliði. Allir gætnir menn munu sjá hitt — ekki síst meginþorri íbúa íslands utan Reykjavíkur — að það getur verið mjög hættuleg braut að hverfa að því ráði að safna liði meðal borgaranna, að gera ráð fyrir þeim möguleika að jafnvel þurfi að kveða upp og æfa 48. blað vopnaða liðsveit meðal borgar- anna. það væri ekki hættulegt út um sveitir landsins. það væri yfirleitt ekki hættulegt neinsstaðar annars- staðar á Islandi en í Reykjavík. En í Reykjavík er hættulegt að hverfa að því ráði. Hér hafa mynd- ast í bænum svo harðandstæðir flokkar, að ekki verður fyrir það synjað, að tilefni geti gefist til al- varlegs áreksturs. það er eitthvert æðsta starf hinnar íslensku lands- stjómar að koma í veg fyrir að þau tilefni geti gefist í höfuðstaðn- um sem leiði til alvarlegra tíðinda fyrir þjóðina í heild sinni. þar sem ástæðurnar eru þannig, er mikil hætta á því, ef gripið er til þess ráðs að kveða saman lið boi’garaima, að annarhvor þessara andstæðu flokka finni ástæðu til að álíta — ef til vill að ástæðu- lausu, eða ástæðulitlu — að safn- aðinum sé beint gegn sér, og grípi þá til þess óyndisúrræðis að hefja safnað á móti. Fara þeir nærri um, sem einhverntíma hafa kynst þeim hita, sem gosið getur upp í bæjum, að undir slíkum kringum- stæðum lætur þorri manna meir stjórnast af tilfinningum sínum og lausafregnum, en skynsemi og rólegri íhugun. Út af liðssveit þeirri sem stofn- uð var hér í bænum, mátti greini- lega heyra ummæli í þá átt, af hálfu blaðs Alþýðuflokksins, dag- inn eftir áð atlagan var gerð og flokksstjórnin hafði tekið við blaðinu, að flokkui’inn teldi liðs- safnaðinum beint gegn sér og var haft við orð að gera þá hið sama á móti, ef flokkurinn yrði ekki lagður niður. Landsstjórn Islands verður að eiga það víst að eiga í Reykjavík nægilega einbeitta og öfluga opin- bera lögreglu. það er nauðsyn að til sé í landinu nægilega öflugur pólitiskur flokkur sem geti skipað landsstjórn sem geti gengið í milli hinna harðandstæðu flokka bæjarins. Tortíming landsins blasir við ef upp rísa í Reykjavík tveir andstæð- ir vopnaðir flokkar. Við fáum þá íslendingar sama ástandið og var milli stórvelda Norðurálfunnar fyrir heimsstyrjöldina. Vopnaður friður er ekkert annað en undir- búningur styrjaldar. það að vopn- in væru til og andstæðir flokkar sem bæru þau, væri um leið vissa fyrir því að vopnin verða notuð — þegar sá neisti kemur sem kveik- ir í sprengiefninu. það hefir einu sinni gengið Sturlungaöld yfir þetta land. það er sama fólkið sem býr í landinu og bjó þá. þessir síðustu atburðir sýna að til eru í höfuðstaðnum þeir neistar sem hugsanlegt er að vei’ði að miklu báli, ef ógæfa og mistök mega ráða. Hvernig á að stjórna þessu fólki ? það á ekki að stjórna því með hervaldi. það er vissasti vegurinn til glötunar. þó ekki væri annað þá risi landið alls ekki undir því fjár- hagslega. það á ekki að gefa hin- um andstæðu flokkum höfuðstað- arins tækifæri eða leyfi til að vopnast. Allur þorri landsbúa — allur þorri Reykjavíkurbúa meir að segja — stendur á milli þessara mestu andstæða. Sá hópur á að skipa landsstjórn sem stjóruai’ landinu með réttlæti, sanngirni og festu. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.