Tíminn - 26.11.1921, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.11.1921, Blaðsíða 3
T I M I N N 141 á Mýrum fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. Upplýsingar hjá r Bjarna Asgeirssyni, Reykjum í Mosfellssveit. vetrarflugferðum milli Lundúna og Parísar. Sex sinnum í viku verða fastákveðnar ferðir frá hvorri borginni. — Sendiherra páfans í Sviss hefir afhent Friðþjófi Nansen hálfa miljón líra að gjöf frá páfa- stólnum til Rússlands. — í síðustu sex mánuði hefir lögreglan á Frakklandi kepst við að hafa hendur í hári á fjölmennu þjófafélagi. Var félagsskapur sá mjög stór og lagði það einkum fyr- ir sig að stela gimsteinum og dýr- um gull og silfurgripum. Afai-- mörg innbrot höfðu verið framin í París og víðar. Komst það upp, þegar þjófarnir loks náðust að þeir voru að setja á stofn stórar búðir í Suður-Ameríku, til þess að koma þýfinu í peninga. — Franska skáldið Anatole France hefir fengið bókmentaverð- laun Nóbels. þýskur prófessor í Berlín, Nernst, hefir fengið verð- laun fyrir efnafræðisrannsóknir. — Síðan skattarnir hækkuðu svo gífurlega á þýskalandi hafa ýmsir þýskir auðmenn reynt að smygla út úr landinu bæði fé og fjármunum. Nýlega stöðvuðu landamæraverðirnir þýsku járn- brautarlest, sem var á leið norður til Danmerkur. Fanst þar í mikið af gulistöngum sem átti að smygla úr landi. Er talið að gullið sé um það bii 25 miljóna gullmarka virði. Ekki er kunnugt orðið um eigand- ann. — Óeyrðir miklar hafa orðið í Rúðuborg í sambandi við flokks- þing franskra þj óðernissinna sem þar hefir verið háð. Hafa jafnað- armanna og kommúnistaflokkarn- ir mótmælt framkomu þjóðernis- sinna. Öil vinna hefir verið lögð niður við járnbrautir og síma. — Frakkar taka mjög fjarri þeim tillögum sem fram hafa kom- ið á Englandi að gefa alt eða eitt- hvað eftir af hernaðarskaðabótun- um. — Afvopnunarfundur Hardings Bandaríkjaforseta var settur í Washington 11. þ. m. eins og á- formað var. Iiefir af honum frést um tillögu Bandaríkjanna um það að minka vígbúnaðinn á sjó. Eftir þeim tillögum eiga þrjú stærstu flotaveldin, England, Bandaríkin og Japan, eftir þrjá næstu mánuði að eiga flota sem hér segir: Eng- land 22 skip, samtals 604,450 smá- lestir, Bandaríkin 18 skip, samtals 500,650 smálestir og Japan 10 skip, samtals 298,700 smálestir. Verða Englendingar þá að afvopna og rífa herskip sem bera 583,375 smálestir, Bandaríkin 845,740 smá- lestir og eru þar í 10 herskip ný- smíðuð og Japan 448,281 smálest. Ilefir miljónamæringurinn og frið- arvinurinn Ford boðist til að kaupa alla herskipaflotana til þess að smíða úr þeim bifreiðar og j arðyrk j uverkf æri. — Kínverjar krefjast þess á Washingtonfundinum að Japanar verði sviftir öllum forréttindum í Kína. þeir krefjast þess og að fá að ganga í bandalag Englendinga og Japana. Hafa Frakkar lýst þvi yfir að þeir séu fúsir til að afsala öllum þeim sén’éttindum sem þeir hafi í Kína, ef Englendingar og Japanar geri það og. þá hafa og Englendingar lýst því yfir að þeir séu fúsir til að afsala sínum rétt- indum í Kína. Út af þessu mun það komið að erendreki Japans hef ir viðurkent að nú væri bandalagið milli Englands og Japans dauða- dæmt. Munu afleiðingarnar verða þær að gulu kynþættirnir í Asíu muni í kyrþey ganga í örugt bandalag móti Englandi og Bandaríkj unum. — Hinn mikli iðnaðarkóngur þýskalands, Hugo Stinnes, er ný- kominn til Lundúna. -Vekur það hina mestu athygli, sem vonlegt er. Fer það mjög leynt hver muni vera tilgangur fararinnar en gisk- að er á, að á bak við liggi miklar ráðagerðir um að endurreisa fjár- hag þjóðanna. Muni ef til vill verða stofnað samband milli Eng- lands, Bandaríkjanna og þýska- lands um að nota auðsuppsprettur Rússlands. — Briand, ráðuneytisforseti á Frakklandi, hefir sent þá orðsend- ingu til Washingtonfundarins að Frakkar þurfi æ að hafa vígbúið lið vegna hins sívakandi hernaðar- anda á þýskalandi. Balfour, sem er aðalfulltrúi Englands á fundin- um, og ítölsku sendimennirnir, styðja mál Briands. —- Armeníumenn hafa sent ut- anríkismálaráðuneyti Breta áskor- un um hjálp til hinna kristnu íbúa í Kilikíu í Litlu-Asíu. — Alvarlegar óeyrðir hafa orðið í Ulsterhéraðinu á Norður-Irlandi. Vilja Ulsterbúar ekki undir nein- um kringumstæðum ganga að því að Irland verði sjálfstætt ríki og slíti sambandinu við England. Ilafa allar sáttaumleitanir milli Sinn-Feina og Ulsterbúa orðið á- rangurslausar. — þýska stjórnin er að reyna að fá lán í London til hernaðar- skaðabótagreiðslanna, ----o----- Á víð og dreíf. Samvinnumentun. Kaupmannablaðið á Akureyri vill láta svifta samvinnumenn þeim opinbera styrk, sem þeir fá til að útbreiða þekkingu á sam- vinnumálum. Er beint tekið fram, að þetta eigi að gera til að kaup- mannaskólinn geti fengið meiri styrk af landsfé. Ástæður munu vera tvær fyrir þessu. Kaupmanna- stéttin á erfitt með að halda sínum skóla uppi. Skólinn missir húsnæði, sem hann lengi hefir haft, næsta ár, eða að það verður dýrara. þetta mun landið eiga að borga. Samvinnumenn hafa ekki talið eft- ir styrkinn til kaupmannaskólans. Hafa viljað unna keppinautunum jafnréttis. En haldi flokkur fram því máli til streitu, að ekki megi styrkja samvinnumentun líka, þá fer auðvitað svo, að kaupmenn missa áður en langt líða þann styrk, er þeir nú hafa. Verður þá hvor stefnan að sjá fyrir mentun sinna manna, og er ekkert við það að athuga. En hitt væri óverjandi, að styrkja milliliðina til að geta orðið sem flestir og dýrastir fyrir þjóðina, en vanrækja uppeldi þeirra maxma, sem vinna að því, að hver maður sem vill njóti sann- virðis í kaupum og sölum. I öllum nálægum löndum er mikið gert til að efla samvinnumentun,og enginn er þar svo heimskur, að fela kaup- rnönnum þá hlið uppeldisins. I Englandi njóta um 50—60 þús. manna árlega samvinnumentunar í námsskeiðum og skólum félag- anna. I Milano er stór skóli fyrir ítali. I Hamborg fyrir þjóðverja. 1 París er einn hinn merkasti hag- fræðingur nútímans, Ch. Gide, prófessor í samvinnufræðum. Dan- ir, Svíar og Finnar hafa hver sinn samvinnuskóla fyrir starfsmenn sína. Enska samvinnuheildsalan í Manchester gefur nú árlega af tekjuafgangi sínum um 200 þús. krónur til byggingar samvinnuhá- skóla þar í landi. Er gert ráð fyr- ir að hann verði í raun og veru al- þjóðastofnun. íslenskir kaupmenn og þjónar þeirra ættu að kynna sér málið eitthvað, áður en þeir byrja að fleipra um hluti, sem þeir hafa ekki vit á enn sem komið er. Kaupfélögin austanfjalls. Nokkru eftir aldamótin síðustu voru stofnuð austanfjalls tvö kaupfélög, Hekla og Ingólfur. Bæði voni alimikið blendingur af sam- vinnu- og hlutafélagi. Einkum var Ingólfur mjög ólíkur verulegu samvinnufélagi. Hvorugt þeirra hefir fyrir þessar sakir getað tek- ið þátt í myndun íslensku sam- vinnuheildsölunnar, þar sem bygt var á hinum alviðurkenda grund- velli Rochdale-frumherj anna. Nú í fyrra voru samþykt lög bæði um hlutafélög og samvinnufélög. Hvert félag, sem hefir viðskifti með höndum, verður nú að fylkja sér á annan hvorn flokkinn, ef það á að tryggja réttarstöðu sína. Áðurnefnd félög eystra hafa skip- að sameiginlega nefnd, til að und- irbúa lagabreytingar og samruna. Talið er líklegt að hallast verði að hlutafélagsforminu, af því að á- hrtf frá andstæðingum samvinnu- unnar í Reykjavík komi þar til greina. Mikið er unnið við að öll vafafélög verða nú að sýna lit, hvort þau eru samkepnis- eða sam- lijálpar-megin. Gengið. Gjaldeyrisskorturinn er orðinn tilfinnanlegur. Bak við tjöldin er komið íslenskt gengi, þótt ekki sé viðurkent opinberlega. Margir eru hræddir við, að íslensk króna verði mjög lág, ef slíku fer fram til lengdar. Er varla nema eitt ráð til að verjast slíku hruni. það er and- virði allrar íslenskrar vöru komi í hendur nefndar, sem ræður yfir innfiutningi. Mætti þá halda gjald- eyrinum til að borga nauðsynjar, en óþarfa varnigur fengist ekki borgaður, og helst ekki innfluttur. Yrði svo að standa þar til fjárhag- ur landsins væri kominn á réttan kjöl aftur. En slík nefnd yrði að vera alveg óháð kaupmannavald- inu, með því að þeirra hagsmunir koma í bága við hagsmuni alþjóð- ar. það er þessvegna ómögulogt að núverandi landsstjórn geti komið þessu máli í framkvæmd. Hinsveg- ar er óvíst að til séu í þingínu nógu margir menn, sem hafa að- stöðu til að styðja óháða stjórn. Hljóta þá gjaldeyrisvandræðin að fara versnandi næsta ár. Ofdýr þekking. Mbl. var hér á dögunum eitt- hvað að vorkenna Sambandinu kostnað, sem það hefir haft við að láta safna erlendu gögnunum í deilunni um tvöfalda skattinn. þessi umhyggja kaupmanna er samt óþörf. Erindrekar Sambands- ins eru ékki eins dýrir og erind- rekar landsins. T. d. eyddi sendi- maður Sambandsins, sem dvaldi þrjá mánuði í fjórum löndum við rannsókn skattamálsins, 20% minna heldur en Jóh. Jóh. þm. Seyðfirðinga fær fyrir að skreppa til Khafnar á nokkurra klukku- tíma fund, og koma heim aftur, og ekki nema lítið eitt meira heldur en einn af þingmönnum kaupmanna- flokksinstók nýverið fyrir að koma til Rvíkur austan fyrh’ Fúlalæk, og heim aftur. Líklega stafar þessi kostnaðarmunur á sendimönnum kaupfélaganna og „legátum“ stjórnarinnar, af þvi, að hinir fyrnefndu þurfa minna fyrir hin „ágætu spönsku vín“, sem Mbl. vill veita yfir landið. Ef Mbl. lang- ar í fleiri reikninga tii samanburð- ar, má minna á það, sem Lögrétta sagði fyrrum um „ferðamanninn“, er hún nefndi svo. Og síst munu skynbærir samvinnumenn sjá eft- ir hinum litla kostnaði við undir- búning skattamálsins. Nú er feng- inn friður í 40 ára þrálátri deilu um skattamálið. Réttur félaganna er trygður svo, að erfitt mun að svifta þau þeirri lögvernd, sem fengin er. Fremur von um að inn- an skamms megi fullkomna sam- vinnulögin, svo að íslensk sam- vinna gjaldi ekki ranglátra laga, eins og hingað til. -----o---- Ágengnin yið landssjóð. Herra ritstjóri. Úr þvi að þér hafið fundið ástæðu til þess í grein með þessari fyrirsögn i síðasta blaði Timans, að benda mér og öðrum á það, að eg sýni landssjóði ágengni, býst eg við því, að yður sé það meir en ljúft, að eg skýri ofurlítið nánar frá því, hvernig þessari ágengni minni er varið, og það því fremur, sem sumt í grein yðar hefir orðast svo, að það má skiljast á annan og stund- um á verri veg en þér eflaust ætlist til. það er rétt, að eg hefi full laun sem forstöðumaður löggildingarstofunnar, orðnar þungbærar. Um allmörg komandi ár sýnist vonlít- ið að þjóðfélagið geti gert nokkuð vemlegt fyrir einstakl- ingana, ef fylgt er sömu stefnu og hingað til. Og stærstu stéttirnar, hændur og sjómenn, sýnast heldur ekki hafa, frá sama sjónarmiði, mikils að vænta um einstaklings- úrræði á næstu árum. Slæmu húsakynnin, húskuldinn, raf- magnfeleysið, verkvélaskorturinn, bóka- og fræðslutækja- leysið — alt þetta sýnist óumflýjanleg fylgja fortíðarinnar inn á næstu áfanga ókominna ára. Hruni efnahagsins hefir orðið samfara svipuð breyting i andlegum efnum. Meðan þjóðin og einstaklingarnir trúðu mest á gullöldina, óx sjálfstilfinningin eftir þvi sem hækk- aði í sjóðunum. Mest har á þessum fjánnunahroka í þeim sem skyndilega höfðu auðgast á bralli eða hlutabréfum i togurunum. Sumir fengu peningaþóttann enn ódýrari — upp á væntanlegan gróða. Að sama skapi kulnuðu flestar hugsjónir, sem ekki voru tengdar við fjárhagslegan gróða eða gróðavonir. En Adam var ekki lengi í Paradis, né íslendingarnir i Aladíns-höll miljónagróðans. Og með tapinu hefir komið deyfð og drungi. Ekki sú stæling, sem getur fylgt miskunn- arlausum ósigri, eins og þegár góður málstaður er borinn ofurliði um stund. Deyfð yfirstandandi tíma er skyldara hugsanaþoku þeirri, sem iylgir liorfinni atvinnu. Fjár- gróðatakmarkið hefir fjarlægst, er nú komið langt í burtu eins og loftsjón á eyðimörku. Islendingurinn er aftur orð- inn arilaus á fjármálavísu. það eru ekki einungis 600 kúg- unarárin, sem skilja eftir litinn arf. Gullöld stríðsins hefir lolcið á sama hátt. í þriðja sinn byrja íslendingar að leggja undirstöðu að framtíðar heimkynninu. III. Colosseum. Á blómaöld Rómverja bygðu tveir feðgar, sem báru keisaranafn, stærsta leikhús, sem nokkurn tíma hefir verið reist. það er hið hcimsíræga Colosseum. Rústir þess bera onnþá höfuðið hátt, eftir 18 aldir og meir en 1000 ára van- rækslu. Byggingin er næstum hringmynduð, með hækkandi sætum alt í kring. í miðjunni var leiksviðið, hér um bil hálf önnur vallardagslátta að stærð. Helmingurinn af ís- lensku þjóðinni hefði nokkurhveginn fylt öll sæti í þessu volduga leikhúsi, en heldur ekki meira. Svo margir voru þeir, sem skemta þurfti i Róm hinni fornu, að ekki veitti af slikri risahöll. Sú gleði, sem menn sóttu í Colosseum, var að horfa á dýr og menn berjast. Dýr á móti dýri, maður á móti manni, dýr á móti manni. Menn komu til að sjá bardaga, sjá menn tætta í sundur af grimmum villidýrum, eða dýr og menn falla blóðug niður fyrir spjótalögum og sverðseggj- um. Gleðin var i því fólgin að horfa á sársauka. Hamingja áhorfendanna var komin undir því, að fórnardýrin og her- leiddu þrælarnir liðu sem hræðilegastar kvalir. Dauðastun- urnar á leiksviðinu bergmáluðu sem fagnaðaróp frá áhorf- endapöllunum. Rómverska þjóðin var þyrst í þessa skemt- un. Fyrstu þrjá mánuðina eftir að leikhúsið var fullgert, var cin samfeld blóðhátíð. Á þeim stutta tíma voru fimm, þúsund viliidýr og fjöldi hertekinna manna drepið á leilc- sviðinu í Colosseum — til að auka gleðina í hugum fólks- ins i höfuðborg heimsins. Nútímamönnum ofbýður slík grimd. þeim finst, að þessir sigurvegarar heimsins hafi verið ótamin villidýr. Ef til viR er þetta rétt. þrefalt lengri tími heldur en bygð hefir verið á íslandi, er liðinn siðan lifið tók að fjara út í Róma- borg. Leikhúsið mikla var lagt í eyði. Sigurþjóðin mikla varð að þrælum liraustra en ómentaðra aðkomumanna. Margt og mikið hefir breyst síðan Rómverjar skópu sér glaðar stundir við kvalir og blóðstraum á Colosseum. Að- eins eitt hefir ekki breyst til muna. það er hjarta manns- ins. Enn situr grimdin í hásætinu. Eins dauði er annars líf. Jurtirnar berjast um sólarljósið og fótfestu í gróður- moldinni. Dýrin berjast hvert við annað um ætið og bit- liagann. Og mennirnir berjast um öll hin sýnilegu gæði veraldarinnar, um gróðurmoldina, jurtirnar, dýrin, málm- ana, kolin, olíuna og markaðinn i framandi löndum. Ein- staklingar, þjóðir og kynþættir hafa gert jörðina alla að stórkostlegu Colosseum. Samkcpnin hefir drotnað í heim- inum. þessvegna liggur veröldin nú í sárum. Mannkynið getur tekið undir með hinni særðu lietju: „Tvenn mér átta svíða sár, senn er máttur þrotinn." Á gullöld btyrjaldartímans settu íslendingar samkepn- ina í göfugasta sæti á insta bekk. Hún var drotning lands- ins. Allir vildu græða mikið, og lögðu út í kapphlaupið i glaðri von um sigur. Hjú og húsbændur í sveit, útgerðar- menn og verkamenn við sjó, bændur og kaupstaðarfólk, embættismenn og framleiðendur, allir háðu stríð um auðinn. En leikslokin hafa orðið á annan veg. Sigurlaunin áttu að vera guR og gróði. í stað þess urðu þau helbert tap. Samkepnin hefir engum sjálpað. Hún hefir gert jarð- irnar svo dýrar, að erfitt er að yrkja þær. Hún hefir hækk- að húsin i verði, svo að þau eru of dýr að búa í þeim. Hún hefir hækkað vinnu erfiðismannanna, svo að þeir eru of dýrir til að byggja hús, vegi og brýr, eða til að rækta jörð- ina. Hún hefir liækkað kaup starfsmanna landsins svo mjög, að þjóðfélagið rís ekki undir öðrum byrðum. Hún hefir eyðilagt sildar- og fiskkaupmennina, sem hafa ætlað að ieika hver á annan og fallið í sömu gröf. þessvegna er nú svo komið, sem komið er. þjóðin hélt sig vera ríka, en en orðin fátæk. Hún taldi sig vera frjálsa, en er orðin ófrjáls fyrir skuldir. Hún ætlaði að vinna glæsilcga sigra, en hefir beðið mikla ósigra. Gullið hefir breyst í ösku. Sjó- menn og verkamenn hafa ekki atvinnu. Skip útgerðar- manna liggja inni á höfnum yfir sumarið. Bændur minka búin af þvi að þeir hafa ekki efni á að fæða eða gjalda verkafólki kaup. Verslunarfólki er sagt upp atvinnu, af því að kaupgeta manna minkar. Skuldir landsmanna við út- lönd eru orðnar óhemju miklar. Aðalbankinn hefir ekki annast grciðslur erlendis i hérumbil hálft annað ár. Út- lendingar halda að landið og fjálmálastofnanir þess séu nærri gjaldþroti. Lánstraustið er komið svo, að þjóðin verð- ur að sætta sig við að vera í fjármálaefnum sett á bekk með óreiðuþjóðum. r * 1 Island hefir verið leikhús í rómverskum stíl. Sam- kepni og sundrung hafa verið óheillanornir landsmanna frá elstu tímum. þeirra vegna hafa íslendingar tvisvar sinnum glatað arfi sínum. Og ef ekki er stefnt inn á nýja vegi, lilýtur framtíðin að geyma þjóðinni sömu vandkvæði. ------o------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.