Tíminn - 17.12.1921, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.12.1921, Blaðsíða 1
V. ár. Reykjavík, 17. desember 1921 51. blað Hvað á að gera? Dag-blöðunum hefir orðið skraf- drjúgt um gengismálið undanfar- ið. Hefir jafnframt verið vikið að því hvaða leiðar ætti að fara út úr núverandi vandræðaástandi. Hefir lítið verið að græða á mörg- um þeim skrifum. En um síðustu helgi birtist gi’ein í „Vísi“ eftir Magnús Kjaran verslunarstjóra, sem þess er verð að henni sé mik- ill gaumur gefinn. Fyrri iiluti greinarinnar fjallar um gengismálið. Leiðir höf. ýms rök að því, að þótt einstakir menn kynnu að græða á því að opinbert gengi kæmi á íslenska krónu, þá geti stórtjón hlotist af því fyi'ir al- menning og að við höfum ekki ráð á því að eiga slíkt á hættu. Mun Tíminn að sinni leiða hjá sér þá hlið málsins. En síðan víkur höf. að því hvaða leiðar séu út úr vandræðunum. Nefnir hann fyrst lántöku þ. e. eingöngu til þess að greiða þær smáskuldir sem nú valda miklu um að veikja tiltrú okkar erlendis og fella krónuna í verði, bak við tjöldin. í öðru lagi nefnir hann efling at- vinnuveganna og víkur þar sér- staklega að togaraútgerðinni.Skip- in séu nú svo dýr að engin von sé um að þau borgi sig. Landið hafi gengið í ábyrgð fyrir nokknim hluta af verði sumra skipanna, þar af leiðandi geti það haft hönd í bagga með um rekstur þeirra. Gæti nú komið til mála að landið léti sameina öll þau félög undir eina stjórn, til þess að spara reksturskostnað. Verði að strika hlutaféð út sem gersamlega tapað og semja við skuldheimtumenn- ina. Síðan eigi að ganga svo frá að alt fé sem inn kemur fyrir afurð- irnar, gangi í gegn um bankana til þess að þeir verði færir um yfir- færslur fyrir nauðsynjavörur og komið verði í veg fyrir baktjalda- braskið með erlendan gjaldeyri. Loks víkur hann að þriðju leið- inni. þjóðin verði að spara, skil- yrðislaust að neita sér um allan er- lendan varning sem hægt er að vera án, og það án tillits til þess hvort einhverjir einstaklingar geti veitt sér eða ekki. Til þess að geta gert þetta sé ekki nema ein leið: algert innflutningsbann á öllu sem ekki eru lífsnauðsynjar. þjóðinni muni ekki treystandi til að gera þetta af sjálfsdáðum. Og í þessu efni megi ekkert kák og engar undanþágur eiga sér stað. Við rannsókn verslunarskýrslanna hef ir höf. áætlað að spara mætti með þessu móti alt að 10 milj. króna á ári — þ. e. alt mikla ríkissjóðs- lánið. Gerir hann því ráð fyrir að ekki þyrfti að framfylgja þessu nema í tvö ár til þess að koma okk- ur úr mestu vandræðunum. Tímanum er það mikið gleðiefni að geta sagt frá þessum tillögum eins hins best metna manns versl- unarstéttarinnar í Reykjavík. All- ur þorri gætinna manna íslenskra mun sameinast um aðalefni þeirra. það eru ekki nema tveir mánuð- ir þangað til þingið kemur saman. Menn vilja trúa þvi, og verða að trúa því, að alvaran sé nú orðin svo mikil í þingmönnunum, að nægilega sterk samtök fáist til þess að hrinda af höndum sér þeirri fálmkendu, stefnulausu og stórhættulegu stjórnmálastefnu, sem nú ríkir í algleymingi og hefja fjárhagsviðreisn landsins á heil- brigðum grundvelli. I nánu sam- bandi við framanskráðar tillögur má draga aðalatriðin saman í fjóra stefnuskrárliði: 1. Miskunnarlaus sparnaður í hinu opinbera húshaldi. Niður- skurður óþarfra embætta og sýsl- ana. Hæfileg laun starfsmanna. Afnám þess að laúna sama manni tvisvar og þrisvar. 2. öruggur stuðningur við at- vinnuvegina. Framleiðslunni hald- ið áfram sem mest. Heilbrigðu skipulagi komið á togaraútgerð- ina. 3. Strangt eftirlit með útflutn- ingi framleiðsluvaranna, þannig að útilokað sé braskið með erlend- an gjaldeyri og gjaldeyririnn verði allur notaður til þess að kaupa nauðsynjar og annast greiðslur fyrir landið. 4. Ströng löggjöf um bann á inn- flutningi annara en bráðnauðsyn- legra vara — og engar undanþág- ur. Og undirstöðuatríði er ný lands- stjórn, einbeitt og samtaka. -----o—=— Forsætisráðherrann átti erindi út fyrir pollinn. Slóðin hans er eins og á halastjörnu. það glitrar þar á stórkrossana og riddarakross- ana. Tuttugu og átta menn, lang- flestir innlendir, hafa orðið fyrir þessu að fá kross hinnar íslensku orðu Jóns Magnússonar. Hér er alt í kalda koli innan- lands. Fjárkreppa, atvinnuleysi, fátækt, jafnvel skortur fyrir dyr- um. Liggur við að segja megi um forsætisráðherrann síðustu árin tvö, hið sama og sagt var um Atla IJúnakonung: þar sem hann fór um, þar var eftir sviðið land. Mun- urinn er aðeins sá, að í rústaslóð forsætisráðherrans glitrar á þetta fánýta glingur, sem hann lætur almenninginn borga með sveita sínum — orðurnar, sem hann hengir á þá gæðinga sína suma sem hafa hjálpað honum til að breyta íslandi í „ógróna jörð“. Eins og þegar smiðurinn falsar vöru sína með því að setja þunna gyllingarhúð á fánýtan málm og selur síðan sem gull — eins fer forsætisráðherra íslands að er hann varpar á stjórn sína þessum orðuljóma, þegar alt er komið í rústir. það var ekki hugsun hinnar ís- lensku þjóðar, er hún fékk full- veldi, að það yrði fyrst og fremst notað til að koma á slíku tildri, sem ekkert erindi á annað í land- ið en að ala upp snápskap, undir- lægjuhátt og hégómagirni. Fordæmt verður það einróma af hinni íslensku þjóð að nota full- veldisdaginn til slíkra verka. Burt — burt með þann ráðu- neytisforseta sem stjórnar þannig að landið legst í rústir, en sáir í kringum sig slíkum fánýtum. það skartar ekki nú á íslensku þjóðinni að berast mikið á og leika sér. Næsta alþingi verður að sinna þeirri alþjóðarkröfu að farið sé að dæmi hins mæta manns Georgs Washingtons og orðufárið skorið niður. það minsta sem hægt er að una við er það, að það verði með lög- um bannað að veita orðurnar inn- lendum mönnum. En nái hvorugt af þessu fram að gánga, verður að reyna þríðju leiðina: Að leggja háan toll á þess- ar orður. Mætti t. d. stinga upp á 200 kr. árlegum toll á riddarana, 400 kr. á stórriddara og 600 ki’. á stórkrossi’iddarana. Tíðkast það mjög í öðrum lönd- um að slíkur skattur sé lagður á tignaxmei’ki. þjóðin íslenska mun una því stói’illa að borga tugi þús- unda króna fyrir þetta glingur. Verði krossaregnið jafnþétt og verið hefir yrði þetta dálagleg fúlga. En þá yrði sennilega að leyfa þeim að skila aftur sem vildu. -----o---- og berklaiögiii nýju eftir G. Bjömson landlækni. „Ómögulegt!“ „þetta er ómögu- legt!“ „það er ógexningur!“ — þetta eru vana viðkvæðin hér á landi, þegar um stór nýmæli er að ræða, sem kostnaður fylgir og eru möi’gum ei’fiðleikum bundin. Eg gæti nefnt mörg dæmi, en drep að- eins á tvö: landssímann og lands- verslunina. Landsíminn var einu simxi talinn lífsháski fyrir þjóð- ina — en nú er reynslan fengin, og öllum orðið ljóst, að landsíminn er einn okkar mesti heillagripur. Fyr- ir fáum árum var það talið flónsku næst að minnast á landsverslun. En neyðin kennir — stríðið kendi okkur það, að landsverslun getur orðið þjóðinni mesta heillaþúfa. Okkar nýju lög um einkasölu á tó- baki og lögin um einkasölu á áfengi enx e k k i einokun, heldur einkasala i’íkinu til handa: Lög- skorðuð landsvei’slun, og þar mun fleira á eftir fax-a. Líkt má nú segja um berklalög- in nýju. Eg hefi greinilega oi’ðið þess vai’, þó leynt fari, að margur maðurinn telur þau meira eða minna ómöguleg, ógei’leg, ófram- kvæmanleg, pappírsgagn, þjóðinni um megn kostnaðarins vegna. En það er trúa mín, að reyndin verði alt önnur. Eg læt þannig ummælt af því, að nú kem eg að 13. grein lag- anna. En þar ei’u þau fyrirmæli, sem að líkum vex’ða einna ei’fiðust viðfangs, þegar til framkvæmd- anna kemur. Greinin hljóðar svo: 13. gr. Nú sýkist maður af smitandi berklum á lieimili, þar sem börn eru, og skal þá tafarlaust koma sjúklingn- um í bui'tu, nema héraðslæknir eða læknir heimilisins ásamt héraðslækni telji ástæður þannig, að börnunum geti engin smitunarhætta staðið af sjúklingnum. Ef ekki er unt að koma sjúklingn- um burt, þá skal taka börnin af heim- ilinu. Skyldir eru sýslumenn, bæjarfóget- ar, hreppstjórar, svo og sveitarstjórn- ir og heilbrigðisnefndir, ef til eru, að aðstoða héraðslækna og sjá um fram- kvæmdir á fyrirskipunum þeirra, ef þeir æskja þess. Nú vilja þeir, sem hlut eiga að máli, ekki hlýða fyrirskipunum héraðslækn- is, og kv.eður hann þá sér til aðstoðar eitthvert ofangreindra stjórnarvalda, er annast um að sjúklingurinn, ef hann er innan 16 ára, sé tafarlaust tekinn af heiinilinu, ella bömin, jafn- vel þótt það mæti mótspyrnu af hálfu heimilismanna. En ekki skal héraðs- læknir fyrirskipa þesskonar ráðstafan- ir, nema liann telji mikla hættu á, að böi’nin verði fyrir smitun, enda hafi til þess samþykki lilutaðeigandi sveit- arstjórnar eða bæjarstjórnar, og legg- ur hann ætíð þær ráðstafanir undir úrskurð heilbrigðisstjórnar ríkisins, hvort standa skuli til frambúðar. Allur ferða- og flutningskostnaður, sem leiða kann af framkvæmdum valdboðs þessa, greiðist úr ríkissjóði. Urn 13. gr. Héi’ ei’ vitanlega átt við börn „sem ekki énx fulh’a 14 ára“ (sbr. 10. gr.). Megum aldrei gleyma því, að á þeim aldri er berklasmithættan langmest, því meiri sem börnin ei’u yngri. Aðalefni greinarinnar er þetta: Ef einhver fær smitandi berkla og börn eru á heimilinu, þá er annað- hvort, að sjúklingurinn verður að fara burtu, eða þá böi’nin — og er vitanlega hér átt við þau börn, sem hafa ekki sjálf ágenga (,,aktiva“) berkla. pó geta læknar veitt undanþágu fi’á þessai-i ki’öfu (1. málsgr.), ef þeir telja það hættulaust fyrir börnin, en slíkt getur vel átt sér stað á i’úmgóðum heimilum, ef sj úklingurinn býr sér, er varfær- inn og varast alla umgengni við böi’nin. Hér er liugsað fyrir mótþróa — að hann geti átt sér stað, og þess- vegna leyft að taka sjúklinginn bui4;u með valdboði, ef hann er innan 16 ái’a, en ella börnin. Með lægni og lipurð ætti að mega kom- ast hjá því, að þui’fa nokkru sinni að beita þessu örþi’ifaráði. það er enginn efi á því, að þessi grein og 10. gi’. hljóta að baka sveitastjói’num og bæjarstjói’num mjög mikla erfiðleika, einkanlega fyrst um sinn, meðan við eigum ekki nógu möi'g sj úki’ahúsrúm handa berklasjúklingum, engin barnahæli (í kaupstöðum), og eng- in „bai*na-heimili“ í sveitum, til að fóstra heilbrigð börn, sem koma þai’f fyrir, og þar á meðal nú oft og tíðum heilbrigð börn af berkla- heimilum, en svo vil eg nefna þau heimili, þar sem einhver dvelur og hefir s m i t a n d i bei’kla. Eg get ekki stilt mig um að nefna eitt erfiðleikadæmi: Norður í Bæjarhx’eppi er nýfundinn sjúkl- ingur, sem hefir lung-natæx’ingu og er líka geðveikur. Hefi tvívegis talað við sýslumann á Borðeyri. Hann segir ógerlegt að koma sjúklingnum fyrir þar í sveit, og það skil eg vel. En hér eru öll sund lokuð, nema eitt: Kleppshælið, sem einlægt er fleytifult. Ekkert alment sjúkrahús og ekkert heilsuhæli getur tekið bi’jálað fólk á sína arma; það er talið, verður jafn ógerlegt hér á landi, sem í öðrum löndum. Geðveikin vei’ður að ráða: Allir geðsjúkir menn verða að fara á geðveikrahæli, eins þó þeir gangi með einhverja aði'a viðloðandi sjúkdóma. Meinið er þá hér, að geðveikrahælið okkar er langt of lítið, en stækkun þess hefir strandað undanfarin ár á fjái’þröng ríkisins. Eg veit að geðveikralæknirinn okkar hefir ljósan skilning á þess- um vandi’æðum þarna í Bæjai’- hreppi, því hann hefir lofað að gera sitt ýtrasta til þess, að geta tekið við sjúklingnum eftir ára- mótin. ----o----- Tímiim og' íslandsbanki Utan af landi heyi’ast einstöku raddir sem eru bergmál af grein þeirri í kaupmannamálgagninu, sem álitið er að Jón Magnússon hafi ski-ifað í sumar. Var þar gert alt til að flækja málið, bera blak af stjórn bankans og framferði hluthafanna, og jafnframt reynt að ófrægja Tímann og Framsókn- arflokkinn fyrir afskifti af málinu. þessari grein var rækilega hrund- ið í Tímanum í sumai’, og með til- vitnunum í þingtíðindin sannað, að höf. fór með blekkingar og þjóðhættuleg ósannindi. Málið liggur þannig ljóst fyrir þeim, sem reynt hafa að fylgjast með. En vegna hinna, sem ekki hafa átt þess kost, vei’ða endurtekin nokk- ur aðalati’iði. 1. Braskarar og nokkrir embætt- ismenn komu íslandsbanka á í fyi’stu. Afhentu útlendum spekú- löirtum aðalpeningavaldið, seðlana, mestalt sparisjóðsfé, opinbera sjóði. Ætluðu að leggja Lands- bankann niður til að þóknast hin- um erlendu peningamönnum. Réði hending ein að það var ekki gei’t. Framkoma þeirra íslendinga, sem unnu að þessu máli, er það vei’sta og ódi’engilegasta, sem saga ís- lands getur um síðan á Sturlunga- öld. Nöfn þeirra manna eiga og munu geymast til viðvörunar eft- ii’komandi kynslóðum. 2. Bankinn hélt áfram að vera stórhættulegt vald í landinu. Hum- bugs-bankaráð leit eftir af hálfu landsins. Best sást hver viðbjóðs- leg spilling stafaði af valdi hlut- liafanna, þegar þingið varð að setja lög um að opinberir sjóðir skyldu vera geymdir í Landsbank- anum. Hluthafarnir áttu svo marga vini í þinginu, að þessi lög fengust naumlega samþykt. En sú staðreynd, að opinberir sjóðir v o r u því nær allir geymdir í út- lenda bankanum, sýndi að margir embættismenn voru flatir fyi’ir hlutlxöfunum, eins og stofnendur bankans og málsvarar í þinginu. 3. Loks kom stöðvun bankans vorið 1920. Um haustið sýndi eg fram á í Tímanum, hver hætta væri að eign útlendinga í bankan- um, og hversu alt skipulagið væri gei’samlega rotið. Eini vegurinn væri að taka bankann, gera meiri hluta af hlutabi’éfunum að þjóð- eign. þessar tillögur fengu alment fylgi hjá öllum sæmilegum mönn- um, nálega hvar sem var á land- inu. Jafnframt sýndi eg fram á leið til að taka bankann, hvað sem hluthafarnir segðu. þingið þyrfti ekki nema að gera seðlana innleys- anlega. þann sama dag yi’ðu hlut- hafarnir að gefast upp og selja þjóðinni sjálfdæmi. Enginn gat mótmælt að þessi leið var sjálfs- vöi’n almennings móti glapráðum hluthafanna og stjórn þeii’ra á fjármálum íslands. 4. þingið kom saman. Stjórnin var gei’samlega á bandi hluthaf- anna og bersýnilega áttu hluthaf- arnir góða hauka í hoi’ni þar sem ýmsir þingmenn voi’u. Alt lenti í ráðaleysi og fálmi. Stjói’nin þvæld- ist fyrir eins og di’usla. Ómögulegt var að láta hluthafana kenna afls- munar, nema stjói’n landsins beitti sér fyrir. Aðeins eitt hafðist upp úr „rannsókn“ þingsins, að bank- inn hlyti að tapa stórfé á ýmsum bröskurum, möi’g hundruð þús-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.