Tíminn - 31.12.1921, Síða 1
V. ár.
Reykjavík, 31. desember 1921
53. blað
Anglýsing.
Vegna ákvæða laga nr. 40, 27. júní 1921, um einkasölu á tóbaki,.
sem koma í gildi 1. janúar 1922, er hérmeð skorað á alla hér í bæn-
um, sem versla með tóbak (þar með taldir vindlar og vkidlingar) að
senda Landsversluninni í síðasta lagi 6. janúar næstkomandi sundur-
liðaða skrá yíir birgðir sínar með tilgreindu útsöluverði.
Jafnframt er skorað á þá, sem hafá tóbak til heildsölu, að senda
nefndri verslun fyrir sama tíma lægsta tilboð um sölu á birgðunum,
svo að ákvörðun geti orðið um það tekin, hvort tóbakseinkasalan kaupi
þær eftir samningi, eða hvort þær skuli teknar eignarnámi eða gjald
lagt á þær til ríkissjóðs samkvæmt 5. gr. nefndra laga.
Ennfremur tilkv rnist, að frá næstu áramótum selur Landsversl-
unin, sem hefur á 'hendi tóbakseinkasöluna, kaupfélögum og kaup-
mönnum tóbak, vidnla og vindlinga.
Pjármáladeild stjórnarráðsins,
27. des, 1921.
M. Crudmundsson,
Sigurður Sigurðsson
ftr.
Á þorláksmessu tilkynti at-
vinnumálaráðherrann forseta Bún-
aðarfélags íslands:
að Jón þorláksson aiþingismað-
ur hefði verið ráðinn forstöðu-
maður Eióaáveitunnar til tveggja
næstu ára með 15 — fimtán —
þúsund kfóna launum á ári.
Tíminn hefir alveg nýlega sagt
frá hinum mjög merku tillögum
Búnaðarfélags íslands um Flóa-
áveituna. þær tillögur hafa verið
ræddar eystra bæði á fundi Flóa-
áveitustjórnarinnar og á almenn-
um fundi, og hlotið einróma fylgi.
Á fundi áveitustjórnarinnar 6.
þ. m. bar forseti félagsins fram
það tilboð að íélagið tæki að sér
yfirumsjón með framkvæmd
verksins. Atvinnumálaráðherrann
var sjálfur á fundinum. Hann
hefir ekki einu sinni virt tilboð-
ið svars. Hann hefir ekki einu
sinni látið svo lítið að spyrjast
fyrir um hvað Búnaðarfélagið
hefði til brunns að bera um að
gera slíkt tilboð.
Hver er þá munurinn á því að
fela Búnaðarféiaginu yfirumsjón
Flóaáveitunnar og Jóni þorláks-
syni?
Búnaðarfélag Islands er opinber
stofnun, sem hefir í þjónustu
sinni sérfræðinga á öllum sviðum
búnaðannálefna, launaða menn af
opinberu fé, opinbera starfsmenn
þjóðfélagsins.
það hefir í þjónustu sinni hinn
eina íslending, Valtý Stefánsson
áveituverkfræðing, sem lokið hef-
ir hinu mesta prófi í áveitufræð-
um.
það hefir og í þjónustu sinni
Sigurð Sigurðsson ráðunaut,
mann sem kunnugri er en allir
aðrir búnaðarhögum eystra, sem
mest innlendra manna hefir feng-
ist við áveitumælingar.
það hefir þá menn í þjónustu
sinni, sem mesta reynslu og þekk-
ingu hafa til að gefa ráð og bend-
ingar um ótalmargt sem bráð-
nauðsynlegt er að gera í sambandi
við framkvæmd áveitunnar: um
sléttun landsins, um löggjöf í sam
bandi við áveituna, um að undir-
búa bændurna til þess að geta
stækkað búin og yfirleitt hagnýtt
sér áveituna, til þess að þeir geti
risið undir hinum mikla kostnaði.
Búnaðarfélagið hafði loks að-
stöðu til að fá erlendis frá hina
allra bestu aðstoð um fraín-
kvæmdina. það hafði fengið tilboð
um þýskan áveituverkfræðing
með ágætum kjörum. það hafði
fengið loforð um aðstoð frá
Heiðafélaginu danska, sem fram-
kvæmt hefir allar mestu áveitur í
Danmörku. Frá því kom sá mað-
ur, Thalbitzer áveituverkfræðing-
ur, sem mælt hefir aðalmæling-
arnar í Flóanum.
það er því ekki eitt, heldur alt,
sem sýnir að það var alveg sjálf-
sagt að fela Búnaðarfélaginu for-
stjórn verksins.
Ilvað hefir Jón þorláksson aft-
ur á móti til brunns að bera?
Hann hefir alls enga sérþekk-
ingu á áveitum.
Hann hefir alls enga séi’þekk-
ingu um búnaðarháttu og nauð-
synlega búnaðarlöggjöf í sam-
bandi við áveituna.
Sérþekking hans er á alt öðru
sviði. Hann hefir fengist við vega-
lagningar og húsasmíðar. Hann
er genginn úr þjónustu ríkisins.
liann rekur verslun með timbur,
járn og sement. Hann er eins og
hver annar prívat-maður sem
bjargar sér eins og best gengur.
það verður yfirleitt ekki bent
á neitt sem Jón þorláksson hafi
haft til brunns að bera. Nema
menn vilji þá benda á það að
hann er sá alþingismaður sem
mun eiga einna mesta sök á því
að landsstjórnin fékk að hanga
við völd á síðasta þingi. Hafa
margir giskað á að við það tæki-
færi hafi stjórnin gefið honum
loforð um forstöðu Flóaáveitunn-
ar. það loforð hafi atvinnumála-
ráðherrann nú verið látinn enda.
Ekki verður það tíundað, þótt
liann hafi við þriðja mann unn-
ið að því að búa áveitulögin þann-
ig út að mögulegt væri að gera
áveituna að gróðafyrirtæki ein-
staks manns.
Með þessari hörmulegu ráðstöf-
un hefir atvinnumálaráðherrann
lagt 30 — þrjátíu — þúsund
króna skatt á bændurna í Flóan-
um. það mun vera um 200 króna
skattur á hvern bónda í Flóanum.
Búnaðarfélagið hafði aðstöðu
til þess að hafa yfirumsjónina
bændunum algerlega að kostnað-
arlausu. þjóðfélagið launar starfs-
menn þess hvort sem er.
það þarf enginn að halda að
nokkur maður sparist við það að
Jón þoriáksson hafi foi’stöðuna
að nafninu. — Alla sérþekkingu
þarf að sækja að eins fyrir því. —
En þessi 30 — þrjátíu — þús-
und króna laun Jóns þorláksson-
ar eru vitanlega ekki aðalatriði í
þessu máli.
Aðalatriðin eru tvö:
Að með þessari ráðstöfun er
þessari stærstu jarðræktarfram-
kvæmd íslendinga teflt í hina
sorglegustu tvísýnu, þar sem for-
staðan er veitt þeim manni sem
elckert hefir til brunns að bera
um framkvæmdina.
Liggur þá nærri að spyrja hvort
eina vörnin sé ekki sú að þingið
láti fresta framkvæmdinni þessi
tvö ár sem launatími Jóns þor-
lákssonar stendur yfir. Og vænt-
anlega láta Flóabændur eitthvað
til sín heyra um það.
Að þessi ráðstöfun er vottur
um að stjórnin íslenska er komin
út á þá braut sem sagt er að
einkum tíðkist í ríkjum Suður-
Ameríku. Að láta stjórnarathafn-
irnar fyrst og fremst snúast um
að hlynna að gæðingum sínum.
•Að verðlauna þá inenn sem veita
stjórninni pólitiskt fylgi. —
Má nú segja með Grími Thom-
sen:
„Magnast ólaga afl“.
Margfaldan dauðadóm hefir
sllk landsstjórn kveðið að sjálfri
sér. .
það er óhugsandi annað en að
henni verði hrundið.
íslenska þjóðin sættir sig ekki
við Suður-Ameríku-siðferði í
stj órnmálunum.
Hin þunga undiralda heilbrigðs
almenningsálits á íslandi mun á
næsta þingi
„búka flytja og flök“
óhæfustu stjórnarinnar sem setið
hefir á fslandi.
----o----
Látinn er á heilsuhæli suður í
Tyrol Ágúst stúdent, sonur 01-
geirs Friðgeirssonar kaupmanns.
Ættarnafn. Friðrik Iljartarson
kennari á Suðureyri í Súganda-
firði og bræður hans, hafa tekið
sér ættarnafnið: Hjartar.
Afurðasalan.
Atvinnurekendur bæði til lands
og sjávar hafa verið að tapa síð-
ustu missirin. íslenskar afurðir
hafa fallið í verði og verið mjög
tregseljanlegar. Hinsvegar hefir
framleiðslukostnaðurinn ekki
minkað að sama skapi. Afleiðing-
in er þessvegna auðsæ. Skuldir
hafa myndast, ekki einungis hjá
mönnum sem farið hafa ógæti-
lega, heldur líka hjá þeim sem
eingöngu hafa keypt brýnustu
nauðsynjar. Skal hér minst á
sumar landbúnaðarvörurnar, og
ástæður til verðfallsins.
Aðalútflutningsvörur og gjald-
eyrir bænda er ull, saltkjöt og
gærur. Verðfallið hefir komið
hart niður á öllum þes'sUm vör-
um. Tökum fyrst ull og gærur.
það eru hráefni til iðnaðar, hvor-
ugt í mjög miklu áliti erlendis,
síst ullin. Vegna loftslagsins er
hún grófari og óþjálli en ull af
fé, sem lifir í mildara loftslagi.
Islensk ull er þessvegna aldrei eft-
irsótt vara, og ýfirleitt notuð
mest í grófgerða dúka og teppi.
Sauðskinnin eru betri að tiltölu,
þykja meðal annars allgóð í
sterka hanska. En nú í nærfelt
tvö ár hafa flest mestu iðnaðar-
löndin, Bandaríkin, England o. s.
frv., stórkostlega dregið saman
seglin um alla iðnaðarstarfsemi.
Verðfallið var byrjað. Miklar vör-
ur voru til. þeim var hrúgað á
markaðinn. þær féllu. Verksmiðj-
um var lokað og miljónir manna,
sem áður voru vanar að vinna
og framleiða, sátu nú atvinnu-
lausar og auðum höndum. Síðan
kom gengismunurinn til. Mörg af
stríðslöndunum í Mið- og Austur-
Evrópu, sem höfðu mjög fallna
peninga, gátu ekkert keypt af
framleiðslu landa, sem höfðu hátt
gengi. Við þetta þrengdist mark-
aðurinn enn meir. þegar svo var
komið voru hráefnin ekki keypt,
eða þá sárlágu verði. Iðnaðurinn
og heimsverslunin var í kaldakoli.
Undir þessum -kringumstæðum
hlaut að fara sem fór. fslensku
hráefnin, ull og gærur, sem altaf
voru lítið eftirsótt, jafnvel meðan
heimurinn vann og keypt', urðu
nú nær óseljanleg, nema við
miklu lægra verði, heldui en ís-
lendingar voru vanir frá stríðs-
árunum. Og það sem verst er.
þessar vörur hljóta að verða í of
lágu verði fyrir framleiðendur
hér fyrst um sinn, þar til iðnað-
ur og verslun stóru landanna
kemst í lag aftur.
Um kjötmarkaðinn gildir nokk-
uð hið sama. Markaður fyrir ís-
lenslct saltkjöt er hvergi nema í
Noregi og Danmörku. Hann er
þessvegna mjög takmarkaður. I
báðum þessu’m löndum keppa við
Islendinga saltað kjöt og uxakjöt
frá Ameríku, kjöt sem er fram-
leitt með minni tilkostnaði en
hægd er hér á landi, og sem get-
ur þessvegna verið mikið ódýr-
ara. Eftir að farmgjöíd lækkuðu,
stríðsvátrygging féll niður og
samgöngur urðu greiðari fór að
"berast meira af þessu kjöti á
markaðinn á Norðurlöndum, og
um leið lækkaði kjötverðið af eðli-
legum ástæðum. þá hafa bæði
Danir og Norðmenn fjölgað bú-
peningi eftir stríðið, en þurkatíð
í Noregi síðastliðið sumar olli því
að meira var slátrað en venju-
lega, síðastliðið haust. þar að auki
var vitanlega alment verðfall á
vörum í þessum löndum sem öðr-
um, og hlaut þá að koma líka nið-
ur á útflutningsvörum íslendinga.
I haust leit samt framan af
þolanlega út með söluna á salt-
kjöti, eftir því sem um var að
gera. Samband íslenskra sam-
vinnufélaga er stærsti kjötútflytj-
andinn, hefir eitthvað yfir helm-
ing af útflutta kjötinu. Hitt er
skift í smá „partí“ milli ýmsra ís-
lenskra og útlendra kaupmanna,
sem engan félagsskap hafa sín á
milli. Sambandið hefir fengið svo
mikla reynslu og þekkingu á
markaðnum, að það er aldrei í
neinum verulegum vafa um, hve
hátt má spenna bogann. Sást það
best 1919 þegar sumir útflytjend-
ur héldu að alt væri að hækka, og
fóru mikið of hátt með kjötið,
gátu svo ekki selt og sátu uppi
með allmikið, þegar eftirspurnin
var þrotin, en Sambandið seldi þá
alt sitt kjöt áfallalaust. þegar
fundið er hámarkið seint á sumr-
in eða tímanlega á haustin, er um
að gera sökum þess hve markað-
urinn er þröngur, að bjóða út
hæfilega mikið, fullnægja þörf-
inni, en ekki meira. Með því einu
móti er hægt að koma öllu kjöt-
inu í þolanlegt verð. Og þetta
myndi takast hvert ár, ef Sam-
bandið hefði til umráða alt ís-
lenskt saltkjöt sem út er flutt.
I haust gekk eins og vant er all-
sæmilega með söluna framan af.
Sambandið lét á markaðinn eins
og tekið var á móti, og hafði á
allskömmum tíma selt meir en
helminginn af sínum byrgðum.
Kaupmenn höfðu selt í líkum
hlutföllum smáslatta sína, sumir
alveg, en aðrir áttu eftir, og eiga
enn meira og minna af sínu kjöti.
þegar búið var að selja rúm-
lega helminginn af kjötfram-
leiðslu þessa árs, lokaðist markað-
urinn að mestu, og verðið féll.
Ollu því að sumu leyti innflutn-
ingar uxakjöts frá Ameríku og í
Noregi innflutningur lifandi pen-
ings frá Svíþjóð. þar við bættist
skipulagsleysið á markaðinum.
Smáslattar kaupmanna og kaup-
félaga utan sambandsins voru
boðnir fram of ört og hver í kapp
við annan.
Við það skapaðist sú trú, að
framboðið væri mikið, en fáir að
kaupa. Var þá ekki til neins að
gera ilt verra, með því að hrúga
á markaðinn vöru, sem neytendur
sáu að var að falla, og vildu ekki
kaupa. það hefir þessvegna enn
ræst gamla sagan. Sundrung Is-
lendinga hefir orðið þeim að falli.
Skipulagsleysið á framboðinu frá
kaupmönnum og kaupfélögum ut-
an Sambandsins hefir stórspilt
kjötsölunni. Og þetta er ekki í
fyrsta sinni, heldur svo að segja
endurtekin reynsla fyrri ára.
þessvegna er svo langt frá, að
þeir sem pukrað hafa með kjöt-
ið hver í sínu horni, hafi ástæðu
til að vera hreyknir af framkomu
sinni. Aðstaðan er einmitt þver-
öfug. þeir hafa með sundrung og
fljótfærni skaðað bæði sjálfa sig
og aðra. Er eklci annað sýnilegt,
en að á næstu árum verði að
grípa. til annara ráða en hingað
til, ef bjarga á við sölu sumra
helstu íslensku afurðanna.
I næstu blöðum Tímans verður
vikið að þessu efni nánar, og kom-
ið að öðrum atriðum, t. d. því,
hversvegna einstaka kaupmenn
hafa borgað hærra verð fyrir
suraar íslenskar afurðir, heldur
en þær hafa selst fyrir. Er þar
tvent til. Fyrst það, að kaup-
menn, sem versla með glingur og
óþarfa hafa lagt svo mikið á þær
vörur, að þeir hafa staðið sig við
að yfirborga einstöku slatta af ís-
lenskum vörum. í öðru lagi hafa
sumar útlendu verslanirnar, sem
helst keppa við kaupfélögin, borg-
að nokkrar kjöttunnur eða ullar-
poka hærra verði heldur en þær
bjuggust við og gátu selt, ein-
göngu í því skyni að villa fáfróð-
um og skammsýnum mönnum
sýn, og reyna að spilla fyrir
sjálfbjargarsamtökum bænda. En
nieir um það síðar. X.
----o-----
Bæjarstjórn hefir nýlega geng-
ið frá fjárhagsáætlun bæjarins
fyrir næsta ár. Veltur á rúmri
hálfri þriðju miljón króna. Gert
er ráð fyrir að vatnsveitan, gas-
stöðin, rafmagnsveitan og bað-
húsið beri sig. Gert er ráð fyrir
að löggæslan kosti nálega 84 þús.
kr. Var samþykt að fjölga lög-
regluþjónum þannig að þeir yrðu
19. Heilbrigðisráðstafanir kosta
nálega 177 þús. kr., fátækrafram-
færsla nálega 310 þús. kr., barna-
skólinn nálega 130 þús. kr. Hæsti
tekjuliðurinn eru aukaútsvörin
sem áætluð eru um 1230 þús. kr.