Tíminn - 14.01.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.01.1922, Blaðsíða 4
8 T 1 M I N N Samband íslenskra Samvinnufélaga Vatnsafliö vinnur dag og nótt. Klæðaverksmiðjan Laugaveg 30 Sími 404 ReyJcjavik 14. janúar 1922 Island r »Alafoss« Símnefni: »Álafoss«. hefir fyrirlyggjandi og útvegar kaupfélögum alls konar landbúnaðarverkfæri Sláttuvélar, Milwaukee Rakstrarvélar, Milwaukee Snúningsvélar, Milwaukee Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1921. Grarðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, Hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Vagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval. o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýning- unni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við Búnaðar- félag Islands, sem einnig gefur upplýsingar um þau. við hvað kaupfélögin borga starfs- fólki sinu, heldur en samvinnumönn- um hvað Fiskhringurinn og Steinolíu- félagið borga mikið blaðamönnum sínum. pað er einkamál aðstandenda. En öllum íslendingum kemur við starfsmannahald landsins, því að þeir borga kostnaðinn, jafnt óþarf- an sem þarfan. En til að gera Mbl. nokkur skil, skal þvi enn boðinn samanburður. Mbl. safnar þá áreiðanlegum skýrsl- um um starfsmannafjölda og kaup við þœr U-500 kaupmannaverslanii', sem eru í Rvík. Ennfr.emur um gróða eigendanna. Til stuðnings Mbl. má geta þess, að sumir af eigendum þess liafa á undanförnum árum gefið upp til skatts 300 þús. kr. hreinar tekjur. Og um eitt firma, sem á í Mbl., er talið að það hafi borgað starfsmanni (ekki forstjóra) yfir tuttugu þúsund króna árslaun. Síðan skal Tíminn leggja fram skýrslu til samanburðar yíir starfskostnað við ýms samvinnu- fyrirtæki, t. d. Sambandið. það kaup- ir inn og selur afurðir fyrir því nær helming íslendinga. þá getui' allur landslýðui' skorið úr, livort meira kostar landið, allur kaupmannaskar- inn, eða starfsmenn samvinnufélag- anna. Sonur Vigurklerks. Fjánnálaráðherra hefir tjáð Tíman- um, að ekki væri um bitling að tala, þótt hann hefði bætt S. S. úr Vigur við í fjármáladeildina. Skrifstofu- stjóri sinn befði verið veikur í heilt ár, og bann sjálfur orðið að vera skrifstofustjóri og fulltrúi. þessi at- hugasemd minnir á alt starfsmanna- hald stjórnarráðsins og ekki síst þcss- arar deildar. Fyrir nokkrum árum voru miklu færri starfsmenn í þess- ari deild, og þó hafði hún þá Lands- hagsskýrslurnar i ofanálag. Nú hefir Hagstofan þær og annað ekki með miklu mannahaldi og 00 þús. kr. árskostnaði. Ekkert fyrirtæki nema landið myndi velja sér starfsmenn eins og stjórnarráðið gerir, t. d. að taka þangað menn sem hafa reynst ófærir til að gegna stöðum út um land, eða hafa lögfræðing í venju- legu skrifaraembætti. Og það verður alls ekki séð, að stjórnarráðið hafi þurít Sigurðar yngra í Vigur við, fremur en utanríkismálin sonar Jó- hannesar. Stjóminni mun ganga ei'fitt að fá þjóðina til að trúa að þess^jm mönnum hafi þurft að bæta við, nema af því þeir voru synir þingmanna, sem studdu núverandi Stjóm. ** -----0---- Skiir ð Ifkisiiilyii. Gbmufélagið irniann sýndi giinmr á þriðjudagskvoldið var. Allur ágóði þeirrar skemtunar riinn í hússj'óð féhigsins. En tí- undi hluti af „brúttó ‘ tekjunum rann í bæjarsjóð Reykjavíkur. Frá 1. jan. er lögleiddur skemt- anaskattur í Reykjavík, sem lát- inn er koma þannig niður á þeim mönnum sem eru að vinna að aukinni líkamsmentun í höfuð- staðnum. pað er fyllilega réttmætt og sjálfsagt, að leggja skatt á þær skemtanir sem reknar eru í gróðaskyni fyrir einstaka menn. Hitt er jafnmikil fásinna að leggja skatt á skemtanir sem reknar eru annaðhvort í góðgerð- arskyni, eða til þess að afla fjár til almenningsheilla. Um að bæta og auka líkams- mentun hér í bænum er , það hin mesta nauðsyn að íþróttamenn- irnir eignist hús. Landið í heild sinni mundi hafa af því hið mesta gagn. A. m. k. þrjú af félögum ungu mannanna í bænum hafa verið að safna fé í þessu skyni í mörg ár. Verður það að sjálf- sögðu alt lagt saman á sínum tíma. Aðaltekjulindin er vitanlega sú að félagsmenn sýna íþróttir sínar opinberlega og selja aðgang. þeir fórna fé og fyrirhöfn og tíma til þess að koma í fram- kvæmd þjóðnýtu verki. peir ættu að fá fulla viðurkenn- ingu af hálfu valdhafa bæjarins. peir ættu að fá opinberáfi styrk til þessa. En í þess stað tekur bærinn 10 af 100 af „brúttó“ tekj- unum. Höfuðstaður íslands álítur sér það sæmilegt að leggja skatt á óeigingjarna starfsemi sem rekin er að þjóðnýtu starfi. Og landsstjórn íslands álítur sér það skylt að gjalda jákvæði við slíkri skattlagningu. Sá er þetta skrifar getur ekki látið hjá líða að taka eindregið undir þau mótmæli sem íþrótta- mennirnir hafa borið fram á móti þessu í blaði sínu. — Glímusýningin fór vel fram. Níu menn glímdu íslenska glímu. Að spara það erlenda. Nota það innlenda, er einasta ráðið til þess að r.jetta af verzlunarhalla i Islands. Notið þvi fataefni úr „Alafoss“-Dúk. Heiðraði Tierra. Vér viljum eigi láta ónotað það tœkifœri á hinu nýja ári að bjóða yður gleðilegt ár og óska yður alls hins besta á hinu komandi ári. Vér viljum versla við yður á þessu ári og þeim komandi, vér vitum að þér þurfið þess með er vér búum til, og eru það þá fyrst góð og sterk fatae fn i bœði i erfiðis og spanföt, svo höfum vér sokka, teppi, trefia o. fi. Vér viljum vinna fyrir yður þessar vörur ef þér send- ið oss ull, en vér getum selt yður þœr tilbúnar. Sem yður er kunnugt er það vort áhugamál að útbreiða og auka iðnaðinn hér á landi úr islenskum efnum, og viljum vér fá yður, konu, böm og alt yðar heimilisfólk i lið með oss. Vér vonum að hugtak yðar sé: Notið íslenskar vörur. Kaupið ekki annað en íslenskar vörur ef þær eru til. Spyrjið um þœr fyrst af öllu þar sem þér verslið. Með því hjálpið þér til að koma ull yðar í hátt verð. Ef þér hafiið eigi fóst viðskifti við oss, þá reynið nú þegar. Sendið umboðsmanni vorum eða okkur góða vorull eða sendið oss kr. 61. 75 þá fáið þér sent pr. póst ágœtt alullarfataefni 3. 25 mtr. dökkleitt, brúnleitt, gráleitt fataefni. Nú hafa umboðsmenn fengið þessi sýnishorn ásamt fieirum, ef þér náið fijótlega til hans, þá er það gott, annars skuluð þér senda oss fyrirspurnir. Vér viljum fci yður sem starfandi viðskiftamann vorn. Með því gerið þér oss og yður sjálfum og afkomendum yðar mest gagn. Til þess lifum vér: Útrýma sem fyrst öllum þeim vörum er vér sjálfir getum framleitt. Verum samtaka í því að lyfta þjóð vorri úr feni erlendrar framleiðslu. Verum oss sjálfir nógir. Pantið þvi nú þegar hjá oss fataefni. Virðingarfylst '' Klæðavevksmiðjan „Álafoss“ pt. Reykjavík. Einungis einn af þeim hafði áð- ur glímt opinberlega. þrír þeirra voru ungir piltar og er það góð- ur siður að láta unglinga glíma með. Glíman var ekki kappglíma. Var því minna um snerpu og tilþrif. En glíman var og fallegri en oft er á kappglímu. þó var þess ekki að dyljast að yfirleitt voru glímu- mennirnir alt of bragðafáir. Vilja sumir kenna það glímubeltunum. þau valdi, að sumum brögðum verði nálega ekki beitt. En efni- legir voru glímumennirnir allir og framkoman yfirleitt í besta lagi. Guðmundur Kr. Guðmunds- son stýrði íslensku glímunni. þá sýndu sex menn gríska glímu. Hefir hún ekki verið sýnd í bænum síðustu 11 árin. þykir mörgum sú glíma ljót, þegar glímt er af fylsta kappi. því var ekki til að dreifa í þetta sinn. þetta var ekki kappglíma, heldur sýning íþróttarinnar. Framkoma íþróttamannanna var óvenjulega góð. ——-o--- Orðsending til Alþýðublaðsins. það er einkennileg umhyggja og eftirtekt sem „AIþýðublaðið“ er tekið að veita okkur Ilúsvík- ingum, og nú síðast kemur í ljós í 201. tölublaði 2. sept., þar sem sögð er sú frétt, að rafmagnsvél okkar hafi bilað, svo að við sitj- um í myrkri. það er að vísu ekk- ert við það að athuga, að blaðið getur um þennan atburð, þótt hann sýnist lítið snerta verka- hring blaðsins eða Reykvíkinga. En hitt er einkennilegt, að blað- inu þykir nauðsynlegt að bæta því við, að bilunina muni mega kenna klaufaskap, og að vélina verði að sendá til útlanda til þess að fá viðgerð á henni. Reynslan varð nú samt sú, að eftir rúman sólarhring var raf- magnsvélin jafngóð og áður, og betri þó, því bilunin orsakaðist af ótraustum frágangi, sem nú er traustlegar gengið frá, og það án nokkurrar hjálpar frá dýrum sér- fræðingum. Meðaumkun Alþbl. með , okkur Húsvíkingum fyrir klaufaskap og aulahátt er því með öllu óþörf, og við afbiðjum hreint og beint allan slettirekuskap blaðsins um málefni okkar, og ó- sannan söguburð. Blaðið hefir líka nóg verkefni nær sér, að bera fram volgur og hjálparbæn- ir volaðra Reykvíkinga. Okkur Húsvíkingum er engin þægð í lið- sinni blaðsins í þeim efnum. Húsvíkingur. ---o---- Fréttir. Úr Austur-Skaftafellssýslu. Snjó óvenjumikinn gerði í októberlok og var haglaust víðast til 12. nóv. en þá tók upp snjóinn; síðan ágæt jörð og mild veður. Lungnabólga stingur sér niður hér og hvar í sumar og haust. Nýlátinn er Gísli Jónsson fyr hreppstjóri og bóndi á Hólmi á Mýrum, tengda- faðir Ilalldórs Eyjólfssonar bónda þar. Samgöngur eru hér hinar verstu. Suðurland átti að fara nokkrar ferðir, en hefir reynst miður áreiðanlegt og komið á öðrum tíma en vænta mátti. Mesta nauðsyn á betri ferðum frá Austfjörðum. Lántaka stjórnar- innar hvarvetna talin ráðleysa og dekur stjórnarinnar við íslands- banka óverjandi. Nauðsyn ber til að eftirlit væri um alla afurða- sölu, en núverandi stjórn er full- komlega vantreyst að koma gjald- eyrisvandræðunum í sæmilegt horf. Bæjarstjórnarkosningarnar hér í bænum eiga að fara fram laug- ardaginn 28. þ. m. Talið er víst að ekki muni koma fram nema tveir listar. Annar af hálfu jafn- aðarmanna og verði Héðinn Valdimarsson skrifstofustjóri efst ur á honum. Hinn af hálfu borg- ara og verði Pétur Magnússon lögfræðingur þar efstur. Látin er hér í bænum frú Ásta Pálína Pálsdóttir kona Eyjólf-s þorkelssonar úrsmiðs. Bæjarstjórnkosningar fóru fram í Hafnarfirði í vikunni. Átti að Páll J. Ólafson D. D. S. tannlæknir Pósthússtræti nr. 7. — Herbergi nr. 39. Sími 501. — P. 0. Box 551. Reykjavík. kjósa tvo fulltrúa. Listi jafnaðar- manna fékk 243 atkvæði og lá við borð að hann fengi báða menn sína kosna. Næsti listinn fékk 122 atkvæði. Úr hor. Einar Jochumsson kvað: I Tímanum las eg trúið mér, tuttugustu á vorri öld: ísafold í heimi hér hordauð varð á gamlárskvöld. Kappskák var háð nýlega milli taflfélags Reykjav.íkur og Akur- eyrar. Teflt eins og áður að nóttu til um síma. Fóru svo leikar að jafntefli varð. Voru tefld átta töfl. Unnust tvær skákar á hvora hlið en fjórar urðu jafntefli. Leikurinn stóð yfir frá 8 um kvöldið til kl. 9 um morguninn. Bæjarstjórnarkosningar eru ný- afstaðnar bæði á ísafirði og Seyð- isfirði. Voru kosnir þrír fulltrúar á hvorum stað. Unnu jafnaðar- menn báðar kosningarnar og komu tveim mönnum að á báðum stöðum.Atkvæðamunur var mikill. Bankamálin^ hafa nú verið tek- in undan atvinnumálaráðherran- um og sett undir fjármálaráðherr- ann. Inflúensan er nú farin að geysa aftur í flestum nágrannalöndun- um. Er hún sögð miklu vægari en hún var. Landlæknir hefir gert einhverjar varnarráðstafanir. Forsætisráðherra er sagður á ferð í Englandi. „Öður einyrkjans“ hin nýja ljóðabók Stefáns frá Ilvítadal er nýkomin út. Ritst.jóri: Tryggvi þórhalisson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. (

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.