Tíminn - 11.02.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.02.1922, Blaðsíða 2
22 T I M I N N hafa slíkar rannsóknarstöðvar nema á 4-—5 stöðum á öllu land- inu. Hygg þær þurfi að vera tals- vert fleiri. En best að láta reynsl- una skera úr því. --o--- ,Ferðamenska‘ Off samvinmitögm. IV. Tilefni þess, að Lárus gerir aðsúg að einstökum samvinnumönnum, og sig að málpípu fyrir töluvert af dylgj- um og ósannindum milliliðanna um Sambandið og störf þess, er sú, að í sumar benti Tíminn á, að Jón Magn- ússon hefði brotið anda og tilgang launalaganna með því að setja þenn- an pilt á mikið hærri laun heldur en lög mæla nú fyrir um hámark em- bættislauna. þetta var talið sérstak- lega athugavert, þar sem annað starf- ið („utanríkismálin") væri alóþarft og engin heimiid fyrir í fjárlögum. Lárus svaraði þegar í stað með ill- indum, en varð þó að játa, að laun fyrir þessi tvö embætti, hjá Jóni M. og föður hans, væru hærri en hæstu embættislaun. Taldi hann þó ekki þar óbeinar tekjur sem hann getur haft af bæjarfógetaembættinu. Astæðan til að Tíminn vítti þessa ráðsmensku stjórnarinnar var ekki aðallega það, að þessi þúsund, sem Lárus .fékk fram yfir hámark launa, væru óbæri- leg byrði fyrir landið, heldur hitt, að með þessu væri farið kring um launalögin, og skapað fordæmi. í stað þess að landið ætti að borga nauð- svnlegum starfsmönnum ein sæmileg laun og fá alt starfsaflið fyrir, þá væri nú svo komið, að starfsmenn- irnir seldu sig í smápörtum, sumpart landinu, og sumpart öðrum, t. d. kaupmönnum, að eins til að geta skrúfað landssjóð til að borga meir en lögmælt laun fyrir eins manns verk. Brátt sýndi sig að Lárus vildi haía meiri tekjur heldur en þessi tvö yfirborguðu embætti veittu, og réði sig í þjónustu kaupmannafélags- ins. Mun hann eiga að vera lögráðu- nautui' kaupmanna, enda bjóða þeir upp á slíka aðstoð í umburðarbréfum sinum. Ennfremur lítur út fyrir, að hann eigi að segja i Mbl. um sam- vinnu og samvinnumenn sumt af því sem annars er vant að livísla yfir búðarboi'ðin, og hvorki kaupmenn sjálfir né faslir starfsmenn við blað- ið vilja bera ábyrgð á, hvort sem þessi liður starfsins er nefndur i er- indisbréfi eða látinn liggja milli lín- anna. En ekki sýnist þessi siðasti partur af starfi Lárusar fai-a vel sam- an við diplomatisku störfin, og hlut- leysi dómaraembættisins. þetta er hin alvarlega hlið máls- ins. Hitt er kýmnishliðin. Með vissri aðferð, sem Lárus hefir fundið upp til að reikna út kaup annara manna, mýndi hans'eigin reikningur lita út á þessa leið. Embættin eru þrjú, og ekki mögur. I. „Utanríkismálin“. 1. Kaup, eftir eigin játn- ingu...................kr. 3,000,00 2. Húsaleiga fyrir % af Stjórnarráðinu .. .. — 5,500,00 (Minna hæfir varla svo virðulegri deild. Kvist- urinn á húsinu einn kostaði undir umsjón J. M. 90 þús. Er því húsið lágt virt á 200 þús.) 3. Hiti,ljós og ræsting á þessum liluta hússins — 5,500,00 (Hér farið eftir áætlun um hita og ljós hjá bæjarfógeta í fjárlög- um 1922.) 4. Kostnaður við hesta- liald sem leiðir af „re- presentationum" út á við....................— 100,000,00 (a. Bletturinn kring um stjórnarráðið.sem fram- leiðir hey handa þess- um „diplomatisku“ liestum. h. Beitiland á Arnar- hólstúni á tveim stöð- um, báðum megin við lóð Sambandsins. Eft- ir því sem stjórnin hef- ir selt slikar lóðir,mun mega virða þessa þrjá bletti á eina miljón. I sumar spurði Árni Egg- ertsson „háttsetta per- sónu“ í stjórnarráðinu (ekki þó alveg eins hátt uppi og Lárus), hvort hann gæti fengið að koma á bak þess- um klárum. því var neitað. Sagt að hest- arnir þyrftu jafnan að vera til taks, ef ein- hverjir af danska varð- skipinu „Fylla" vildu koma í land og vera svo litillátir að hrúka þá. það er þessvegna enginn vafi á, að áður- nefnd liross lieyra í orðsins fylsta og besta skilningi dndir „utan- ríkismálin", sem i tíð Lárusar verða varla mikið annað en snún- ingar af þessu tægi við þá Dani,sem gera land- inu þann sóma að koma liingað. Stofn- kostnaður við hesta- haldið er látinn ótal- inn hér). II. Bæjarfógetaembættið. 1. Kaup eftir eigin játn- ingu . .. kr. 8,544,00 2. Hálf húsaleiga, ljós og liiti samkv. fjár- lögum 1922 .. . . .. — 3,000,00 3. Tekjur af uppboðum og innheimtu, áætlað í hluta Lárusar . . .. — 12,000,00 (Hin stórkostlegu upp- boð á konungsmót- tökugripunum féllu í embættistíð Lárusar, meðan faðir lians vár í Dánmörku. Er þcssi liður vafalaust fremur lágur en hár. Fleiri ó- vissar tekjur fljóta af embættinu, en þeim er slept hér.) III. þjónusta hjá kaupmönnum. 1. Kaup...................kr. 9,000,00 (þetta er að vísu áætl- un, en styðst bæði við það hversu sömu menn borguðu fyrrum Georg Ólafssyni, og kaup Lár- usar frá landinu, sem fyr er nefnt.) 2. Húsaleiga fyrir skrif- stofu kaupmanna í Eimskipafél.húsinu .. — 3,900,00 3. Ljós, hiti etc........•— 3,000,00 (Síðasti liðuyinn er settur hér, til var- .. úðar, lægri í hlutfalli við húsaleigu, heldur en gert er ráð fyrir á skrifstofu Jóh. Jóh. samkvæmt núgildandi fjárlögum. Getur þar varla verið að ofhátt sé reiknað.) Samtals hefir pilturinn þannig i árskaup kr. 148.444, ef öll embættin eru talin, og bygt á grundvelli þeim; soin „utanríiv’.sfáðber • «rm“ heíir sjálfur reist. Sé gert ráð fyrir að Lárus unni sér hvíldar frá störfum 5 daga á ári, en vinni 360 daga fyrir ættjörðina, sem „diplomat" í þágu róttvísinnar i dómarasætinu, og í þjónustu kaupmanna í kaupþinginu og við Mbl. (að frátaldri vísindaiðju sinni, sem hann hefir líka minst á sjálfur), þá verður dagkaup hans lið- ugar 300 kr. þeim sem' kynnu að telja þetta nokkuð mikið kaup, má benda á, að eftir framtali Lárusar á vinnubrögðum hans i sumar, hlýtur hann að sofa óvanaloga lítið, eða jafnvel alls ekki neitt, síðan störf hans hjá kaupmönnum töku að auk- ast. Eins og allir sjá, er reikningur þessi tvöfaldur. Hinn gamli reikningur Tímans, þar sem Lárus hefir í bein- ar tekjur fyrir tvö embætti í lands- ins þjónustu 2000 kr. meira en biskup, landlæknir og aðrir af helstu starfsmönnum landsins. þar að auki gat hann gengið í þjónustu kaup- manna, og hafði þar með sýnt, að vinnuaflið var ekki alt notað fyrir tvö fyrstu embættin. Síðari reikning- urinn er gerður til að sanna Lárusi, og þeiin sem sent hafa hann í þenn- an sparnaðarlciðangur, livernig laun Imns myndu líta út í landsreikning- um, ef liús og lóðir sem tilheyra starfi hans, dragast inn í kaupmála hans. Frh. ----o--- Frá Canada. 23. des. 1921. Tíðin í sumar sem leið var mjög mislynd hér. Fyrst framan af sumri voru óvenjumiklir hitar, vöxtur á grasi og ökrum var því orðinn víða í besta lagi, þar sem nógur raki var í jarðveginum. En þar sem þurlendast er í suður- hluta Vesturfylkjanna skrælnaði jörðin upp. Um ágústbyrjun brá til votveðráttu; tafði það mjög fyrir heyskap, svo honum var ekki lokið sumstaðar, þar sem mest er griparækt, fyr en í októ- berlok og hey víða ekki sem best hirt. þetta hafði líka ill áhrif á kornræktina. Kornið varð seint fullþroska, 'og svo töfðu rigning- ar bæði kornslátt og’ þreskingu, og kornið, bæði hveiti og annað, var ekki af bestu tegund. Ifausttíðin síðan í október hefir vei'ið góð. Snjófall lítið, og oft frostlítið, þó komu nokkur frost snemma í nóv- ember, svo ís lagði á vötn. Verslun og viðskifti eru í lak- asta lagi. Allar bændavörur fall- ið í vei'ði, svo margar þeirra eru ekki nema helmingur að verði við það sem var í fyrra, auk heldur ef borið er saman við verðið á stríðsárunum. það jók verðfallið að mun, að Bandaríkin settu há- an toll á bændavörur héðan, sem seldar eru suðui'. 30% á naut- gripi, 85% á hveiti o. fl. Hveitið var dollar 1,80 þegar byrjað var að selja það í haust, en er nú rúman dollar (bushelið). Upp- skeran varð í meðallagi í hejld sinni. Búðarvörur enn í háu verði flestar, þó ýmsar af þeim hafi lækkað í verði, t. d. sykur og hveiti. Nú hefðuð þið íslendingarnir heima þurft að eiga stórt flutn- ingaskip, þó ekki hefði verið nema eitt, og kaupa ómalað hveiti héðan og flytja beina leið heim, og líka hefðuð þið þurft að eiga hveitimylnu, er knúð væri áfram með rafmagni, til að mala hveit- ið. það hefði verið ykkur sparn- aður, sem líklega hefði numið milj ónum. pó hveitið væri ekki í besta lagi nú, munduð þið hafá fengið úr því betra hveitimjöl, en sam- sull það af hveitimjöli, er þið fá- ið nú gegnum marga milliliði. Mér finst það eitt af nauðsynleg- ustu framtíðarmálum ykkar, að koma í framkvæmd beinum flutn- ingi á hveiti héðan og mölun á því heima. Hér er alt viðskiftalíf dautt og dofið; að ekki hafa orðið ■ fleiri gjaldþrot en orðið er, kemur af því, að hér í Manitoba a. m. k. eru enn í gildi hin svonefndu „Moratorium“-lög (skuldgreiðslu- frestur), og svo sjá auðfélögin, sem alt viðskiftalífið liafa í hendi sér, að ekki er til neins að beita nauðungarsölu til að ná inn skuldum. Peningaþröng er meiri en nokkurntíma hefir verið nú um 20 ár eða lengur. Hér fóru fram ríkiskosningar 6. desember eftir þriggja mánaða hai'ðsótt kosningastríð. Margt var sagt og ritað á þessum þrem mán- uðum og mun það besta, sem hægt er að segja um ræður þær og rit, vera eins og segir í gömlu íslensku stökunni: „Sumt var gaman, sumt var þarft, sumt vér ekki um tölum“. Fjórir flokkar börðust um völdin, núverandi stjórn (Conser- vativ), Liberalflokkurinn, Bænda- flokkurinn og verkamenn, og auk þess hér í Manitoba einhver klofningur úr Liberalflokknum, sem nefndur var Knottsflokkur, eftir manni nokknmi í Winnipeg, sem var íorustumaður flokksins. í þeim flokki bauð sig fram landi okkar, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Allir í þeim flokki fengu svo illa útreið, að þeir töpuðu kosninga- veði sínu. Mundu margir íslend- ingar hér hafa óskað Dr. Sig. Júl. betri félagsskapar í kosningabar- áttunni, því mörgum er hlýtt til hans sem prívatmanns. þingsæt- in eru 235, og urðu leikslokin þau að Liberalar fengu 116 sæti, bænd ur 65 (höfðu áður 9 sæti), stjórn- in 51, verkamenn 2, 1 óháður. Bændur unnu öll þingsætin í Man. Sask. og Alberta, nema 5 (Lib. 2, verkam. 2, stjórnin 1). 11 ráð- herrar stjórnarinnar féllu, þar á meðal Meighon stjórnarformað- ur, í uppeldisbygð sinni. Var það bóndi, sem réði niðurlögum hans. Harry Leader að nafni. þótti það vel af sér vikið, og mun eins dæmi í sögu Canada, að stjórnar- formaðui' falli fyrir bónda. I 5 fylkjum fékk stjórnin ekkert sæti. Var það Quibeck (65 sæti öll Liberal), Nowa Scotia (16) og Prince Edvard Island 4, Manitoba (15). Meighon leggur því niður völd, en við tekur Mc Kensie King, for- ingi Liberala. Hann vantar 2 atkv. til að hafa meiri hluta á þingi. Ekki er enn írétt hingað, hverja hann kveður til ráðherra- flgnar. Síðustu blöð segja hann sæki eftir sambandi við Bænda- flokkinn, sem hefir flest sæti af andstæðingum hans. Misjafnir dómar eru um kosn- ingaúrslitin, eins og oft vill verða. En eitt er auðséð af þessum úr- slitum. Jljóðin, alþýðan, er að vakna og lætur ekki bjóða sér alt. Bændur koma nú í fyrsta sinn fram við ríkiskosningar, sem or- ganiseraður flokkur, og gerðu dá- lítið betur en sjöfalda atkvæða- tölu sína í þinginu. „Geri Björn bróðir betur!“ Jón Jónsson frá Sleðbrjót. Orðabálkur. hæll: h&fa hratt á hæli, hafa hraðan á, flýta sér: hefir þú mjög hratt á hæli? eg hefi hratt á liæli. Suðursv. hanki, hængur, fyrirstaða: það geíur orðið hanki á því. Suðursv. sjálískylda: viija liafa e-ð með sjálfskylau, þykjast eigá heimt- ingu á e-u, án nokkurrar hliðsjón- ar af því, hvoi't maður á tilkall til þess eða ekki: hann (hún) vill hafa þetta með sjálfskyldu. Suð- ursv. næsta (-u, vantar flt.), kvk., næstu, síðustu tímar: það hafa ekki verið seldar hér jarðir upp á næstuna. Suðursv. upp: upp á = á (um tíma) : það hafa ekki verið seldar hér jarðir upp á næstuna = .......... á síðustu tímum. Suðursv. upp: upp á = til (um tíma) : geyma e-ð upp á páskinn, hvíta- sunnuna, morgundaginn = geyma e-ð til ...... Miðf. páski, kk., kvað að eins vera til í þolf. eint. með greini: geyma e-ð upp á páskinn. Miðf. léni (-s, -i), kl., viðarvöndull, sem stungið er framan undir við- arbagga á skógarhrossi, milli baggans og reiðingsins (utan á klyfberafjölina), til þess að ekki „liggi ofan í“ á hrossinu, og lurk- ar, sem standa út úr bagganum meiði ekki bógana eða hálsinn á því. Suðursv. léna (-aði, -að), áls. ? setja léni á hross. Suðursv. legutagl (-s, -tögl), kl., sá hluti reiptagls, sem næst er silanum (um J/2—1 faðm á lengd). Suðsv. laghorn (-s, -horn) (frb. lakk- horn), kl., hornflaga innanfótar á framfótum hross ofan við knjá- liðina. Nes. Árness. ? hófþorn = laghorn. Árness. ? kúía, höfuð, haus: fá kúluna kemda, fá duglega ráðningu í orði eða verki: þýskaland hefir oft fengið kúluna kembda hjá Frökkum. Árness. ----o-- Fréttir. Gísli Sveinsson þingmaður Vestur-Skaftfellinga hefir afsalað sér þingmensku sökum heilsu- brests. Framboðsfrestur er til 25. þ. m., en kosning á að fara fram 15. mars. Talið er víst að Lárus bóndi Helgason í Kirkjubæ muni bjóða sig fram, og lítill vafi á að hann verði kosinn. Kveðjuathöfn á að fara fram í alþingishúsinu á mánudaginn kemur, áður en lík Péturs Jóns- sonar ráðherra verður flutt á skipsfjöl. Síra Sigurður Stefáns- son á að flytja ræðu. Sigurðui' Vilhjálmsson kaupfé- lagsstjóri á Seyðisfirði er staddur í bænum. Fer aftur austur með Goðafossi. Pétur Gautur. Fyrir alllöngu síðan var gefin út þýðing Einars Benediktssonar á þessu fræga leik riti Henriks Ibsens. En upplagið var ekki nema 30 eintök. Nú hefir Einar endurskoðað þýðinguna og Sigurður Ki’istjánsson gefur út í annað sinn. Verður þessa stór- merka rits síðar getið. Dansleikir eru bannaðii' í bæn- um, því að grunur Jeikur á að inflúensan sé komin í nokkur hús. Bruni. Aðfaranótt laugardags síðastl. brann hús Magnúsar , kaupmanns Stefánssonar á Blöndu- ósi. Iíannes Jónsson frá Undirfelli, sláturhússt j óri Austur-Húnvetn- inga kom til bæjarins með Goða- fossi. Dánarfregn. Frétt sú berst frá Seyðisfirði að blaðið „Austurland“ sé hætt að koma út. Farið hefir fé betra. ■Leikfélagið. Sem betur fer varð það ráðið að Leikfélagið hóf að leika á ný. Var fyrst leikið í fyrradag leikritið Kinnarhvolssyst ur, sem áður hefir verið sýnt. Frú Stefanía leikur þar hlutverk sem talið er að hafa farið henni einna langbest úr hendi. Dánarfregn. Síðastl. sunnudag andaðist á sjúkrahúsi hér í bæ Jón þórðarson frá Hjörsey, bfóðir Péturs þórðarsonar alþingis- manns. Fyrirlestur um andamyndir hef- ir próf. Haraldur Níelsson flutt nokkrum sinnum nú að undan- förnu og sýnt skuggamyndir, og altaf fyrir troðfullu húsi, enda er fyrirlesturinn saminn og fluttur með hinni alkunnu snild höfund- arins og myndirnar furðuglögg- ar. Allir hugsandi menn, sem á fyrirlesturinn hlusta, hljóta að taka undir með höf. að hér er um afarmerkileg fyrirbrigði að ræða, sem krefja áframhaldandi rann- sókna. Höf. fullyrðir ekkert sjálf- ur um orsakir fyrirbrigðanna. Hann getur þess, sem eitt sér er afarmerkilegt, að vísindamönnum hafi tekist að taka ljósmyndir af hugsunum. Ef til vill er hægt að hugsa sér sumar þær myndir, er höf. sýndi, fram komnar á þann hátt, en ekki allar. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.