Tíminn - 25.03.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.03.1922, Blaðsíða 2
44 T í M I N N Prestsembætti Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík er laust. Pöst árslaun er 5000 krónur án dýrtíðaruppbótar. Veitist frá 1. september þ. ár. Umsóknarfrestur til 7. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar gefa, formaður safnaðarins Arni Jónsson kaupm., Laugaveg 37 og gjaldkeri safnaðarins Arinbjörn Sveinbjarnarson bóksali, Laugaveg 41. — Umsóknir stýlist til Prí- kirkjusafnaðarins en sendist formanni. — Reykjavík, 24. mars 1922. Safnaðarstjórnin. Dr. Jón biskup Helgason hefir birt nokkur orð eftir sjálfan sig um „spíritismann" og fylgifiska hans. En sökum þess að eg er einn af þeim, er tilheyra þessari „óhæfu“-hjörð, sem kend er við spíritistisku hreyfinguna, vil eg leyfa mér að koma hér fram með almenna athugasemd við þessi ummæli biskupsins, sem hér er um að ræða. Biskupinn hefir orðið fyrir því óláni, að hið danska „Kristilega Dagblað“ var ekki betur að sér en það, að það hélt, að Hallgrímur Sveinsson væri enn biskup á ís- landi; en á Hallgrím biskup hafði próf. Har. Níelsson minst í erindi sínu í Kaupmannahöfn. En það varð til þess, að einhver norsk heimatrúboðsblöð höfðu fengið þá hugmynd, að biskup landsins væri spíritisti. Biskup Jón Helgason var þó hvergi nefndur, né heldur stóð „núverandi“ í nokkru blaði. það lítur því ekki út fyrir, að það hafi verið beinlínis knýjandi nauð- syn fyrir dr. J. H. að ráðast svona óþyrmilega á spíritismann fyrir þessa sök. Sr. H. N. átti enga sök á misskilningi, sem kom því til leiðar, að dr. J. H. hélt að átt væri við sig. Og það er efasamt, hvort það heíir ekki verið hið sama, er kom biskupnum til þess að ráðast þannig á spíritismann, og J>or- geiri, er hann hjó manninn: hann lá svo vel við högginu. það virð- ist hefði verið nóg fyrir biskup- inn að gefa ákveðna yfirlýsingu um, að hann hefði aldrei verið spíritisti, og leiðrétta þennan raunalega(!) misskilning þessara „kristilegu“ blaða. En í stað þess ræðst hann mjög geyst gegn spíritismanum og á þá menn, er fylgja honum og fást við spíritis- tiskar rannsóknir, svo að þáð er því nær sem orð Tacitusar gamla eigi hér við, þar sem segir: ca- lumnans res et homines.*) Biskupinn segir, að spíritisminn sé ógeðslegt fyrirbrigði. Og það er sem hann þykist þurfa að gera verulega gangskör að því að þvo sig hreinan, og meira að segja alveg tárhreinan af öllu grómi þessa „ógeðslega fyrirbrigðis“. Og hér er ekki um neinn Pjlatusar- þvott að ræða, það er enginn láta- lætisþvottur. Hér fylgir auðsjáan- lega hugur máli. Og dr. J. H. segist vera mót- fallinn öllu því „fargani, sem *) þ. e. berandi íalskar ákærur á menn og málefni. fylgjendur hans (þ. e. spiritism- ans) hafa í frammi“; — undar- lega að orði komist, að hafa farg- an í frammi, og veit eg naumast hvernig menn fara að hafa farg- an í frammi svona alment. Aftur á móti var til dæmis sagt um drepsóttina síðustu, að hún hafi verið mannskðeð hér í Rvík, en fargan fyrir land alt, og um haf- ísinn er sagt, að hann valdi oft felli og hörmungum á Norður- landi, en sé hreinasta fargan fyr- ir þjóðina í heild sinni. Og eftir þessu ætti „athæfi“ okkar spiri- tista að hafa viðlíka afleiðingar og hallæri og drepsóttir. Hygg eg rétt að kalla „Uvæsen“ óhæfu. Hefði það verið nægilega sterkt hnjóðsyrði, og velviðunandi fyrir biskupinn, að láta það úti, fyrir ekki stærri sakir. Eða er herra biskupinn að reyna að brenni- merkja okkur spíritista svona rækilega, af því að hann álítur oss hreint og beint „homines tur- pes“,*) er saurgi hof og hörga, eins og sumir rithöfundamir latnesku nefndu hina „svo kölluðu kristnu". Hins vegar hefi eg hvergi rek- ið mig á, að biskupinum hafi mis- líkað þótt dr. Skat Hoffmeyer lýsti því yfir á prédikunarstóli hér í dómkirkjunni í Rvík, að djöfullinn gæti hafa skapað heim- inn, hann væri ekki glæsilegri en það. Eg hefi oft sagt, og segi það enn, að eg hefi aldrei heyrt jafn- stórkostlegt guðlast. þessi lærði guðfræðingur kom hingað fyrir tilstilli biskups, hefi eg heyrt, og var veitt til þess nokkurt fé úr landssjóði, en eftir hvaða heimild- um veit eg eigi. Og nú nýlega hefi eg rekið mig á einstaklega hjart- næman þakkarpistil frá biskupi til dönsku kirkjunnar fyrir sending þessa guðfræðidoktors hingað. „Mikið skal til mikils vinna“. Biskupinn segir, að hann telji spíritismann „trúarbragða-líki“. það er eins og biskupinn hafi ver- ið að hugsa um smjörlíki, þegar hann var að setja þetta á pappír- inn. Annars er samlíkingin ekki svo illa til fundin, því að eins og allir vita, er margt smjörlíkið betra og hollara en misjafnlega „handtérað" smjör. Og það er sem dr. J. H. hafi fundið þetta á sér og þess vegna setur hann til vonar og vara orðið „fátæklegt“, til þess að skemma vöruna nokk- uð; hann kallar þetta ekki „vont“ trúarbragðalíki (sbr. „vont smjör- líki“), en það er auðsýnilegt, að þetta á að vera eitthvað valið af verri endanum. Vera má að þetta *) þ. e. svívirðilega menn. eigi að skiljast svo, að spíritism- inn sé einhver skurðgoðadýrkun, en þó jafnframt einhver hin fá- vísasta. það er þó ekki svo að skilja, að eg álíti að spíritisminn sé mér átrúnaðar- eða trúar- bragða-„suiTogat“. Hann er mér ákveðið þekkingaratriði í náttúru- vísindum, af því að eg er sjálfur sannfærður af eigin reynslu og annara um aðalatriði spíritism- ans. þá segir biskupinn, að boðskap- ur spíritismans „að handan“ sé „auðvirðilegt hjal“ og einskis nýtt, þeim sem alast við kirkju- trúna. Hitt er þó víst, að til eru tugir þúsunda — og þar á meðal fjöldi af prestum, og líklega ein- hverjir biskupar, sem eru, að því er virðist, alveg eins miklir Kristsdýrkendur og biskupinn hérna, en álíta að boðskapurinn sé hvorki auðvirðilegur né einskis nýtur. — Biskupinn sagði hérna um árið í líkræðu, að það hefði aldrei borist „nokkur ómur til vor af ókunna landinu". Og þegar hann sagði þetta, var hann auð- sjáanlega þeirrar skoðunar, að allar sagnir um „ómana" frá Kristi og öðrum, er hafa birst, væru ósannar. því að það er ekki hugsanlegt, að biskupinn hefði á þessari sorgarstundu reynt að tala þvert um huga sinn. því að jafnvel þótt sagt sé, að til sé „heilög lygi“, þá er lítt hugsan- legt, að þeim, sem stóðu umhverf- is þá kistu, hafi verið veruleg huggun í því að heyra þessa yfir- lýsingu af vörum biskupsins. En er það ekki heldur til að rýra hug- mynd manna um áreiðanleik sögu- ritaranna, er hafa skýrt frá upp- risu Krists, ef það eru alt stað- lausir stafir, að Kristur hafi lát- ið „óma“ berast frá sér yfir dauðadjúpið. Eg skal taka það fraih, að mér stendur alveg á sama um þetta atriði, þó að eg álíti, að það geti verið rétt. það gerir hvorki að veikja né styrkja mína sannfæringu, en eg áleit, að þessar sagnir mundu hafa allmik- ið gildi í augum klerkastéttarinn- ar. Mig rámar í, að eg hafi ein- hverstaðar séð: „Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er trú yðar ónýt“. það hefir að öllum líkindum þótt gott meðal „rétt-trúnaðar- mannanna“ í Noregi, að fá svona breitt ólarfar yfir þvert andlit spíritismans, bæði um innihald, aðferðir og mennina sjálfa. þetta minnir mig á skopmynd eina, er eg sá í „Simplisissimus“ hérna um árið. Myndin sýndi son þáver- andi þýskalandskeisara. Hann stóð afskaplega spertur við lík- neski Bismarks gamla og spýtir á það. Bismark gamli var þess verðugur, að sonur keisarans hrækti á líkneskið. Vér spíritistar eigum ef til vill að skoða þessi ummæli dr. J. H. sem eins konar „Simplisissimi sputum",*) og megum vér þá líklega vel við una. — En mér finst, að fyrst setning- in hans dr. Skats Hoffmeyers, er lýsir yfir tröllatrú á snilli djöfuls- ins, fékk engar ákúrur af hálfu biskupsins, og fyrst hann er svo eindreginn í því að hafa frásagn- ir ritningarinnar að engu um „ómana“, er borist hafa yfir dauðadjúpið, þá hefði hann ekki átt að hneykslast svo mjög á oss spíritistunum né yfirleitt á spír- itismanum. Biskupinn er ekki svo sem að hika við að kveða dóm upp yfir hinum mörgu og merku vísindamönnum, er hafa fengist árum saman við hinar vísindalegu rannsóknir spíritismans. Og eru þeir orðnir býsna margir, og með- al þeirra er að sama skapi mann- val. Erfí augum biskups er árang- urinn af rannsóknunum „hrein- asti hégómi“, og sannanirnar hel- bert skrum. það er að ýmsu leyti gott, að biskupinn er svona fjandsamlegur í garð spíritismans. Hræsnismoll- an þyrfti að minka, og það er helst von um að hún hverfi smám saman úr sögunni, þegar reynt er *) Sputum = hráki. að sparka svona óþyrmilega í menn og málefni. það getur orð- ið til þess að menn fara að beita sér fyrir einhverri umbótastarf- semi í kirkjumálunum. Er ekki kominn tími til þess, að menn fari að koma sér saman um, hvað eigi að gera í aðskilnaði ríkis og kirkju? Ætlar þjóðin ár frá ári að kasta ógrynni fjár í kirkjum- ar? Hefir hún ráð á því í fátækt sinni að bera kirkjuna á bakinu, á sama hátt og hún gerir nú, þeg- ar hún ætlar að sligast undir skuldabyrðinni ? því að hvað fær hún svo í aðra hönd? Hvað gerir kirkjan fyrir þjóðina? Að því er séð verður þarf að vinda bráðan bug að því að skilja ríkið og kirkjuna. Og eg er að vona, að nú- verandi biskup geti orðið óbein- línis að liði í því þarfaverki, ef hann reynist nægilega fjandsam- legur hinum nýrri hræringum. það er því vonandi, að hann reyn- ist nú nægilega stefnufastur í þessum efnum, því að það hlýtur að verða til þess að koma skiln- aðarverkinu auðveldlegar í fram- kvæmd. Mig hefir ávalt grunað, að meinleysi biskups við spíritism- ann í hinu svokallaða hirðisbréfi hafi engin einlægni verið. Nú er gríman fallin, og það er gott. þórður Sveinsson. ---o---- Austan Hellísheíðar. Veturinn 1912—13 ferðaðist eg fyrst um Suðurland, austan Hell- isheiðar, en síðast í des. 1921. Með því að athuga ástæðurnar þar, þá og nú, virðist mér að framfarir séu litlar og afturför sýnileg á mörgum sviðum. Efnahagsferill manna mun lak- ari nú, skuldir meiri og meira um brask. Ungmennafélögin hafa í mörgu slept tökum, Sláturfélag Suður- lands tapað fylgi og smjörbúin lagst niður að telja má. Sveita- verslanir hafa orðið til á nokkr- um stöðum, sem einkum versla með óþarfa glingur, er þær selja rándýru verði. Jafnvel mun það vera til, að verslað sé með brenslu- spritt til drykkjar, og vín er á sumum stöðum haft um hönd. þetta, sem nú er talið,bendir alt til afturfarar. En til framfara verður helst tekið fram: Sam- vinna í kaupskap aukist nokkuð, og nokkru miðað fram í jarðyrkju og búpeningsrækt. þó hafa naut- griparæktarfélög lítíð glæðst. Komandi ár. Samgöngur (frh.). Reynslan sýnir, að þegar komin er akhraut yfir hér- að, bæta bændurnir í sveitum þeim, sem næstar ligga, við nýjum akfærum vegum. þannig má nú komast um mikinn hluta Ámes- og Rangárvaliasýslna á bílfærum vegum, sem héruðin og einstakir bændur liafa kostað að miklu eða öllu leyti. Og nær því öll þungavara í þess- um héruðum er nú flutt á hestvögnum. þannig ger- breyta akvegirnir lifnaðarháttum bænda og atvinnulifi. Ailar ferðir máf gera á skemmri tíma og með minni kostnaði en fyr. Bifreiðar koma i stað hesta, einkum tii langferða. Eftir því sem vegakerfið batnar hér á landi, er sennilegt að hér fari eins og víða í Bandaríkj- unum og Kanada, að flestir bændur eigi bifreið, til lang- ferðalaga um sveitina og í kaupstaðinn. Fyrir nokkrum árum ritaði Jón Jónsson bóndi i Stóra- dal grein í Tímann, þar sem hann sýndi fram á, hversu hægast verði að koma akvegum um sveitina í viðunan- legt horf. Hreppavegafyiirkomuiagið gamla er alt of hæg- fara. Eitt dagsverk frá hálfu hvers fullvinnandi manns í sveitinni er eins og dropi í hyldýpisgjá, ekki síst þegar mannsorkan ein og skóflan, en engar verkvélar, glíma við vegleysurnar. Jón í Stóradal heldur því fram, að þingið verði að gera heimildarlög, þar sem ákveðinn meiri hluti búenda, er komist geta af með sameiginlegan vég, eða vegálmu, geta gert vegbyggingarfélag, og látið minni hlutann taka þátt í fyrirtækinu. þetta er fullkomlega í sapiræmi við áveitulögin. Áreiðanlega hefði aldrei verið ráðist í að veita á Flóann, ef neikvæði eins eða nokkurra af bænd- unum þar hefði getað stöðvað verkið. Samkvæmt kenn- ingu Jóns í Stóradal verða sveitavegirnir eftir dölum landsins bygðir af slíkum félögum. Aliir bændur i daln- um verða með þegar hæfilega stór méiri hluti vill byrja verkið. Kostnaðinn bera jarðimar, eftir stærð og legu, þ. e. eftir því sem telja má að þær batni og aukist að verðgildi við vegalagninguna. Annars mun öllum hugsandi mönnum nú vera orðið það ljóst, að sæmilegir akvegir hér á landi verða ekki iagðir í fyrirsjáanlegri framtið, nema vélaorka komi að miklu leyti í stað mannsorku við vinnuna. Hingað til hafa verið fullkomin steinaldarvinnubrögð við vegagerð- ina. Leigðir menn, oft mjög áhugalausir, við vinnuna. Engin samningsvinna, svo að dugnaður, áhugi og verk- lag fengi að njóta sín. Stundum ekki hraðar unnið en það, að 2—3 rekum er kastað á mínútu. Jafnvel dæmi til, að ekki hafi einu sinni verið notaðar hjólbörur, hvað þá önnur vinnusparandi tæki, við að flytja hnausa í vegbrúnir. I stað þess hafa verkamennirnir verið látnir bera hnausana í fanginu. þetta eru steinaldarvinnubrögð. Vegagerð á íslandi getur aldrei orðið viðunandi, nema með því, að vélar vinni mörg af þyngstu tökunum. það sem þúfnabanirm og skui'ðgröfur gera við þýfðu túnin og áveiturnar, verða nýtisku moksturs- og mulnings- vélar að gera fyrir vegina. Sennilega verður engin veru-' leg umbót í þessu efni fyrir forgöngu hinna eiginlegu sérfræðinga. Áhugasamir, ráðsnjallir og duglegir ungir menn verða að brjótast í að nema vegagerð erlendis, í Noregi, Ameríku og þýskalandi. Sjá og nema hinar bestu búnaðaraðferðir, og hversu verkvélum má beita. Laga síðan hina útlendu reynslu eftir íslenskum staðháttum. Ef til vill skilst betur, hverja þýðingu vélavinnan hefir í þessu sainbandi, þegar þess er gætt, að engin verkleg framkvæmd kemst nokkurn tíma á hátt stig, meðan mannshöndin ein, með litlum og lélegum áhöld- um, glímir við náttúruna. Gufan og rafmagnið. hafa þúsundfaldan mátt á við veikan mannslíkamann. þeir einir, sem láta náttúruöflin vinna, geta sigrað nátt- úruna. Ekkert nema gott skipulag og hagnýting fjár og krafta getur gert íslendingum unt að fá viðunandi sam- göngur. Fyrst þarf að stækka Eimskipafélagið, leggja inn í það landssjóðsskipin, bæta við það góðu mann- fiutningaskipi til strandferða og hæfilega mörgum flóa- bátum. Jafnframt því fær þingið meiri hluta ráð í félag- inu. Mannflutningar í lest hverfa úr sögunni. Hraðferð- ir kring um landið verða farnar á öllum tímum árs. Margföldu farmgjöldin, sem íbúar útkjáikahéraðanna eiga nú við að búa, hverfa úr sögunni. Landpóstar einu sinni á mánuði, hætta, en í stað þeirra koma póstflutn- ingar frá 12—15 aðalhöfnum einu sinni í viku, eða því sem næst.*) Járnbraut kæmi frá Reykjavik austur yfir Suðurláglendið, sem um leið gæti tekið móti innflutn- ingi úr öðrum héruðum, eftir því sem lífsskilyrðin breytt- ust til betra vegar. Samtímis væri unnið að þvi að tengja Reykjavík við Stykkishólm og Reyðarfjörð með akfærum vegi norðan um land, með hliðarálmum eftir hverjum dal. Til að koma því þrekvirki á, án þess að lagning veganna og viðhald yrði þjóðinni ofurefli, mætti til að nota hinar bestu vinnusparandi vélar, sem kostur væri á að fá, og nema vegagerð af þeim þjóðum, sem lengst eru komnar í þeim efnum. Samkvæmt reynslu annara þjóða mætti gera ráð fyrir, að flutningar að sumarlagi um helstu undirlendin, að frátöldu Suðurlandi, yrðu með bifreiðum. Sömuleiðis allmikið af ferðalögum innan héraðs. þó að allir þessir hlutir fengjust, yrðu samgöngur é íslandi meir hægfara og ófullkomnari en í nokkru öðru landi i Evrópu. En þjóðin er fámenn og landið stórt og erfitt yfirferðar. Og tillögur þær, sem hér er lýst, eru nokkurn veginn það fylsta, sem núlifandi kynslóð ís- iendinga getur búist við að unt verði að gera að veruleika. *) Kunnugur maður í Skaftafellssýslum hefir bent mér á, að sennilega mætti koma pósti milli lands og skips í Skaftafellssýslum, í einskonar brimbát, ef farið væri að nota sjóleiðina aðallega til póstflutninga. Tæk- ist það greiðlega, væri afarmikill ávinningur við að geta sett póst í land á 3—4 stöðum í Skaftafellssýslum í liverri hringferð strandferðaskipanna. Höf. -----0-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.