Tíminn - 08.04.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.04.1922, Blaðsíða 4
54 T 1 M I N N — Ritstjóri aðalblaðs fylgis- manna Venizelosar á Grikklandi hefir nýlega verið myrtur. — Wilson, Bandaríkjaforseti fyrverandi, er nú að rita ehdur- minningar sínar. Er búist við að þær komi út í árslokin. Heilsa hans er sögð mjög veik, en and- legir kraftar óbrotnir. — Bandaríkin lögðu til allmik- ið setulið í Rínarlöndunum eftir friðarsamningana. Nú hefir Bandaríkjastjórnin borið fram kröfu um 996 gullmarka greiðslu, sem sé kostnaðurinn við herinn. Hefir krafa þessi valdið hinni megnustu gremju og vandræðum hjá Bandamönnum, því að hún kollvarpar öllum áætlunum um skiftinguna á skaðabótagreiðsl- um þjóðverja. En þjóðverjar kýma að. — Verkföll mikil hafa staðið yfir í Suður-Afríku. Hafa orðið róstur miklar þeim samíara. Hafa verkfallsmenn ráðist á lögreglu og herliðssveitir og töluvert mann- fall orðið á báða bóga. Hefir lög- reglan jafnvel kastað sprerigikúl- um á verkfallsmenn úr flugvél- um. — Bæði Bandaríkin og England draga nú mjög úr hsrbúnaði og kostnaði vie\ hermannahaldið. í Bandaríkjunum eru herútgjoldin 116 miljónum dollara lægri í ár en í fyrra. Englendingar fækka hermönnum í landhemum um 50 þús. og í flotanum um 20 þúsund. — Hinir miklu erfiðleikar Eng- - lendinga á Indlandi stafa af því að Hindúarnir og Múhameðstrúar- menn hafa sameinast á móti Eng- lendingum. þangað til styrjöldin hófst voru Múhameðstrúarmenn á Indlandi yfirleitt hlyntir Eng- lendingum. En eftir það að Tyrk- ir gengu í stríðið á móti Englend- ingum og einkum eftir það að hag Tyrkja var svo mjög þröngvað í friðarsamningunum, snérust þeir á móti. Er það nú orðin almenn trú þeirra, að stefna Englendinga sé sú að útrýma trú Múhameðs. Múhameðsmennirnir á Indlandi eru Englendingum miklu hættu- legri andstæðingar en Hindúar. Gandhi, foringi Hindúa, er frem- ur trúarleiðtogi en stjórnmála- maður. Honum er það mjög and- stætt að láta koma til blóðsúthell- inga. Uppreist hans er fyrst og fremst fólgin t. d. í að neita að greiða skatta, fara í herþjónustu og yfirleitt að gegna borgaraleg- um skyldum. Og Hindúarnir trúa á hann og fylgja honum blind- andi. En Múhameðstrúarmennirn- ir hika hvergi við að berjast og eru hinir harðvítugustu viðureign- ar. þeir eiga foringja sem eru slungnir stjórnmálamenn. Ástæður og ályktanír. in. Niðurlag. 11. Garðar Gíslason segir að kaup- menn séu drýgstir að greiða skatta til almennra þarfa. Aths. En hvaðan kemur þeim íé sitt? Úr vösum almennings, enda áð- ur játað af höf. að féð komi þaðan, þar sem skýrt er frá hversvegna út- gerðarmenn vilja versla sjálfir til að missa ekki „arðinn" af framleiðslu sinni. ' 12. Höf. segir, að gengi kaupmanna hér á landi „sé komið undir samúð og skilningi þjóðarinnar —-------og hve mikil vernd og aðstoð stéttinni er veitt". 13. Hr. G. G. telur í neðanmáls- grein „ekki verslun" landsverslun eða verslun studda með sérlögum (kaup- félög þar sem þau ekki borga tvö- faldan skatt). Samt biður hann um „samúð" þjóðfélagsins kaupmönnum til handa, og vernd og aðstoð þjóð- félagsins. Sýnist hann eiga erfitt með að Verja liugmyndir sínar um frjálsa samkepni, svo mikið langar hann i skjól frá hálfu löggjafarinn- ar. Munurinn á skoðun hans og t. d. M. Kr. er aðeins sá, að hinn síðar- nefndi vill að landið reki verslun til að auka almenna hagsœld. Hr. G. G. vill „vernd og aðstoð" landsins og „samúð" fátæklinganna, svo að kaupmenn græði sem mest. Útgerð- armenn eiga að versla beint, en eru friðhelgir, af því þeir verða þá eins- konar kaupmenn. 14. „Að henni (þ. e. kaupmanna- verslun) sækja nú' hrafnar eins og gemlingar í feni". Aths. Heldur óskáldlega til orða tekið um jafnyfirlætismikla stétt og íslenska kaupmenn. Betur hefði átt við líkingin: Hænuungi i polli. þeir sprikla og arga. Gemlíngur í pytti er hreyfingarlaus og sagnafár. 15. Höf. segir að skifting íslendinga í samkepnis-samvinnu og sameignar- menn sé hvergi til neraa í dálkum Tímans. Aths. En hann hrekur ekki þessa kenningu með einu orði, og játar í sömu málsgreininni, að það sé öllum ijóst að menn séu nú farnir að skipa sér í flokka eftir verslunarskoðunum. því neitar höf. þvi, sem öllum er ljóst? 16. Höf. segir að þing og stjórn hafi Iagt marga og mikla steina í götu kaupmanna hér, og að fra hálfu þessara aðila liafi lítið verið gert til að „styðja verslunarstéttina". Aths. Undarlegur þessi þráláti jarm- ur um stuðning til handa stétt, sem byggir tilverurétt sinn á því, að rík- isvaldið megi ekki blanda sér i versl- unarmalTh, ekki „styðja" kaupfélög og ekki einu sinni landsverslun. Höf. gleymist að geta þess, að stjórn J. M. lét hann (G. G.) hafa meðmæli landsins, þegar hann fór út til að útvega sér vöruslatta þann, sem kom fyrir nokkru. Munu slík meðmœli ekki lítils virði, hverjum þeim, er stendur í innkaupum. Og sama stjórn neitaði Einari Kvaran um leyfi til að koma fram fyrir landsins hönd í London í vetur. Er mikið vanþakk- læti af hálfu höf. að þakka ekki op- inberlega þennan „stuðning" og „sam- úð" Jóns Magnússonar. 17. Höf. segir uto landsverslun styrjaldarinnar: „Hefði þjóðinni orð- ið það gæfuríkara að aldrei hefði landsverslunin komið til sögunnar". Aths. Já, kaupmönnum hefði orðið það meiri gæfa. þeir hefðu auðgast enn meira, til að fleygja svo þeim stórgróða í stríðslokin í fánýtar spekúlationir með síld og togara. Skyldi kaupmannastéttin aldrei geta skilið að hún er ekki dómhæf um landsverslun? 18. „Sambandið" annar steinninn sem stjórnarvöldin hafa skapað i götu kaupmanna. Aths. íslenskir bændur hafa skap- að kaupfélögin og Sambandið með frjálsum samtökum. Sama þörfin rak þá til sjálfbjargar eins og hina stóru útgerðarmenn, sem höf. fyrirgefur sjálfstæðan verslunarrekstur. Sam vinnulögin veita ísl. samvinnufél. ekki meiri rétt, en slík fyrirtæki hafa í öllum grannlöndunum, .og er þar álitinn sjálfsagður, nema af kaup- mönnum. 19. Höf. segir að Tíminn vilji nú útrétta kaupmönnum bróðurhönd í samvinnu móti útlendum kaupmönn- um. En kaupmenn muni neita Verslun útléndu kaupmannanna sé betri en verslun sambandsfélaganna. Aths. Af þessu sést, að ísl. kaup- mannastéttin skoðar sig í bræðra- bandi með útlendingum sem. versla hér og flytja ágóðann úr landi. Rík- ið á að styrkja og styðja hr. G. G. og hans stéttarbræður, eyðileggja kaupfélögin þeirra vegna með marg- földum sköttum, leggja landsverslun niður .þeirra vegna, opna faðminn móti Standard Oil þeirra vegna. En samt ætlar höf. að leggja blessun sína líka yfir þá selstöðukaupmenn, sem eru svo náðugir að flytja versl- unaragóðann til Khafnar og Edin- borgar. Hér verður látið staðar numið, en í grein hr. G. G. er margt fleira jafn gáfulega sagt og þjóðæknislega, eins og það sem hér er til tekið. Hr. G. G. mun vera æðsti maður í stjórn kaup- mannafélagsins. Ef hinir óbreyttu dátar í félaginu standa andlega að Skattalög Magnúsar Guðmundssonar. Með því að Tímanum er kunnugt um að mikil missmíði eru á skattalöggjöf þeirri, sem Magnús Guðmundsson undirbjó og kom í'gegn- um þingið i 'fyrra og nú er að koma til framkvæmdar, vill Tímirm biðja sem allra íiesta þá menn, sem sjá kosti og galla á lögum þess- um, eins og þau snerta þá, og breytinga möguleika tilbóta, að senda Tímanum rökstudd bréf um þetta efni. Á grundvelli þeirra umsagna mun blaðið beitast fyrir umbót á lögum þessum. Eins mikið af þessum aðsendu tillögum og unt er, mun verða birt hér í blaðinu, til að vekja eftirtekt á málinu og umræður því viðvíkjandi. öll bréf um þetta efni skulu send ritstjóra Tímans. baki formanni sínum, þá getur mað- ur óttast að hin dapurlega líking höf. um gemlingana í pyttinum muni rætast a ókomnum árum, þótt vol og víl höf., þrábeiðni um hjálp þjóð- félagsins, daður við erlent verslunar- magn, blindni gagnvart sjálfbjargar- viðleitni borgaranna i verslunarefn- um, alt þetta eru úrkynjunarmerki, sem 'spá litlu góðu um framtíðina, nema ef höf. mannár sig betur upp, og hættir þóttablöndnu volæði því, sem fyllir grein hans. J. J. Steinolíuverslunin. iii. Niðurlag. Eins og aður er sagt, hafði Fiski- félagið og einstakir kaupmenn reynt að halda uppi samkepni við Standard Oil, en gefist upp. Skorti fjárafla og aðstöðu, sem von var, þar sem fiski- mannastéttin stóð dreifð „að baki þeim, en ameríski hringurinn grimmefldur á móti, með töluvert af íslenskum áhrifamönnum á landi til stuðnings. þegar allir aðrir höfðu gefist upp, og heimildarlögin um ríkisverslun voru ekkert nema dauður bókstafur, gerðu forustumenn landsverslunar Magnús Kristjánsson og Héðinn Valdi- marsson ýmsar ráðstafanir sem borið hafa hinn liesta árangur. þeir komust i samband við hið mikla ensk-pers- neska félag sem Bretastjórn hefir hönd í bagga með til að tryggja enska ríkinu olíu. Á það félag olíu- lindir miklar í Asíu sunnanverðri, en mikinn skipastól til flutninga, hreins- unarstöðvar í Englandi og útibú um landið alt. Félag þetta er svo vold- ugt og sterkt, að ekki þarf að óttast að það lendi undir skildi Standard Oil. Er það metnaður Breta, að láta ekki frændur sína vestan hafs kúga sig að þarflausu. Eíns og fyr er á drepið, hefir lands- verslunih árið sem leið flutt til landsins allmikið af olíu frá þessu félagi og kept við „hringinn" með góðum árangri. Steinolíuverðið hefir siðan lækkað hér um bil um helm- ing, og hringurinn jafnaðarlega ver- ið 10—15 kr. ofan við landsverslun með verð hverrar tunnu. Má af því sjá að „íslenska" félagið mundi seint hafa lækkað verðið til muna, ótil- neytt. Aðgerð landsverslunar hefir þannig, í þessu eina máli, beint og óbeint sparað landsbúum mörg hundruð þúsund krónur, ef ekki miljónir. Fiskifélagið viðurkendi þetta nú í vetur sem réttmætt var. þakkaði aðalfundur þess landsversl- un drengilega hjálp í Steinolíumálinu fyrir hönd sjómanna og útvegs- manna. En svo leiðinlega vildi til, að hið sama fiskiþing kaus, líklega fyrir tilviljun, Jón nokkurn Berg- sveinsson frá Akureyri fyrir for- mann. Hefir sá maður, síðan þing- inu sleit, með fáeinum kaupmönnum í Rvík, þvælt um steinolíumálið í Mbl. Vanþakkað landsverslun allar sínar aðgerðir, og barið sér á brjóst eins og þeir menn geta einir gert, sem unna mejr ísenska steinolíufélag- inu en fjárhagssjálfstæði ílands. Besta sönnunin fyrir því að lands- verslunin hefir verið bjargvætturinn í þessum efnum, er það, að „hring- urinn" hefir verið mikið hærri, og nauðugur fylgst með i lækkunum. Hinsvegaf hafa kaupmenn þeir, sem. mest vanþakka landsverslun olíu- kaupin, ekkert gert landinu til bjarg- ar árið sem leið, á þessu sviði. Ef þeir hefðu haft betri tilboð en lands- verslun, þá var þeim opin leið að sigra í samkepninni. Skorti 'á er- lendum gjaldeyri vefður heldur ekki borið við, því að útvegsmenn, sem mest þurftu olíunnar með, höfðu ein- mitt andvirði fisksins á að ganga er- lendis. Sú staðreynd, að þessir menn gerðu ekkert til að bæta steinolíu- verslunina, meðan : landsverslun lagði grundvöll að fullkomlega «þjóð- legu sjálfstæðri verslun með þessa vörutegund, ætti að gera þessa menn varkára að minnast nokkuð á van- mátt sinn opinberlega. Nú er einsýnt hvert stefna ber. Landið á þegar á þessu ári að taka í sínar hendur alla verslun með steinolíu hér á landi, og gefa þjón- um ameriska „hringsins" tækifæri til að ávaxta sparipeninga sína á skemtilegri hátt en hingað til. Lands- verslun er byrjuð að brjóta einokun- arfjöturinn af íslenskum útvegs- mönnum. því fyr sem sá fjötur er slitinn með öllu, því betur fyrir land og þjóð. J. J. Fréttír. pmgsályktunartillögu flutti Jón Baldvinsson um það að skora á stjórnina að höfða skaðabótamál gegn Islandsbanka vegna þess að ráðstafanir hans hefðu spilt láns- .trausti landsins. Hélt hann því fram í ræðu sinni að hið lága gengi íslensku krónunnar og ó- kjörin við enska lánið stöfuðu.að mestu leyti af Islandsbanka. Til- lagan var feld með öllum atkvæð- um gegn atkvæði Jóns eins. Mun tillagan, sumpart a. m. k., fram komin vegna dóms sem nýlega er fallinn í máli sem íslandsbanki höfðaði gegn ritstjóra Alþýðu- blaðsins. Taldi bankinn að um- mæli blaðsins hefðu veikt bank- ann og aukið vandræði hans og krafðist að fá hálfa miljón króna í skaðabætur. Dómurinn féll á þá leið að ritstjórinn var dæmdur í 20 þús. kr. skaðabætur auk máls- kostnaðar. þykir mörgum dómur- inn harður, því að a. m. k. að efni til hefir margt af því sann- ast eftirá, sem ritstjórinn sagði um ástand bankans. Spánarmálið. Samningur Spán- verja og Norðmanna er enn fram- lengdur um mánuð. Halda Norð- menn fast við bannið. Frumvarpinu um sameining Árness og Rangárvallasýslu vís- aði neðri deild til stjórnarinnar. Prestskosning. Síra þorsteinn Kristjánsson á Breiðabólsstað á Skógarströnd hefir verið kosinn prestur í Sauðlauksdal. Rangárþingi, 22. mars 1922. Veðrátta hin besta upp á síðkast-' ið, blíðviðri og frostleysur, úr- komulítið. En 3. þ. m. var þó ofsa- veður á austan, er gerði allmikið tjón. í Vallatúni og Efrahóli und- ir Eyjafjöllum braut heyhlöður í spón, og á Garðsauka í Hvolhreppi stóra heyhlöðu með skúrum til beggja hliða; víða rauf þök á'hús- um. Róðrarskip Sæmundar odd- vita Ólafssonar á Lágafelli í Land- eyjum fauk og brotnaði í spón. Ekki hefir gefið á sjó fyr en nú um helgina; var þá róið undir Eyjafjöllum og í Landeyjum og aflaðist vel í 1—2 daga, en nú er tekið frá aftur um gæftirnar. I Vestmannaeyjum er mokafli á kaupir háu verði Jónas H. Jónsson Bárubúsinu í Reykjavík Sími 327 færi, línu og í net. Gera togarar minna tjón á miðum og veiðar- færum, síðan þór kom til Eyj- anna. Mátti áður oft sjá þá í hóp- um undir sandi, jafnvel svo tug- um skifti, en nú er sú sjón fátíð. þykir jafnvel við bregða ef þór fer til Rvíkur snögga ferð, að þá gerast togarar nærgöngulir, en hypja sig burtu er hann kemur aftur. Góður gestur heimsótti samvinnumenn hér í þessum mán- uði, að tilhlutun Samb. ísl. sam- vinnufélaga; var það Benedikt GísJason bóndi frá Egilsstöðum í Vopnafirði. Hann hélt fundi í sveitum og flutti erindi um hag þjóðarinnar, framtíðarhorfur og viðskiftamál. Var gerður góður rómur að máli hans. Er hin mesta nauðsyn að vér bændur getum fylgst með um dagskrár- mál þjóðarinnar, og eigum vér að vísu góðan hauk í horni um það, þar sem Tíminn er. En lifandi orð góðs ræðumanns nær oft bet- ur tökum á- mönnum en blaða- greinar, og á fundum vekjast upp spurningar og athuganir, sem sofa heima í fásinninu; má margt gott leiða af ferðum slíkra manna sem Benedikt er. Góðar eru kosninga- fréttirnar úr þingeyjar- og V.- Skaftafellssýslu. Bjarmar fyrir þeim degi, þegar öll þjóðin geng- ur að kosningum með vakandi á- huga, festu og drengskap. Reynir nú á samtökin og samviskusem- ina í sumar við landkjörið. Góðir og nýtir menn með ákveðnar skoðanir, ¦ þurfa að komast á þing. Liðléttingar og lausakaup- menn eiga að hverfa þaðan. Frumvarpið um að leggja niður prófessorsembættið í hagnýtri sálarfræði, var felt þegar við fyrstu umræðu í efri deild. Sameining Dala- og Stranda- sýslu hefir verið samþykt í neðri deild og er nú í efri deild. „Fylla" er á leiðinni frá Dan- mörku til þess að takast á hend- ur strandvarnirnar. Síra Björn porláksson á Dverga- steini er staddur í bænum. Munu menn veita sérstaka athygli grein hans um Spánarmálið sem birtist hér í blaðínu í dag. Hann ber með réttu heitið: faðir bann- laganna. Slys það vildi til hér í bænum á þriðjudaginn var, að fimm ára gamall piltur varð undir flutn- ingabifreið og dó hann stuttu síðar. Orðabálkur. megðulaus (megðulausari, megðulausastur), 1., þreklaus. Suðursv. kerlingarreið (-ar, -ar eða -ir?), kvk., mjög hæð reið. Eyf. Suðsv. snoðlíkur (stigbreytist ekki?), 1., áþekkur, sviplíkur. Suðursv. handfeldur (handfeldari, hand- feldastur), 1., sem mjög þarf að hafa á hendi: barnið er mjög handfelt. Suðursv. verja: verja e-ð eins og votan sekk, verja e-ð mjög vandlega. Fljótshlíð. Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson Laufási.____________Simi 91. Prentsmiðjan Acta,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.