Tíminn - 15.04.1922, Síða 2

Tíminn - 15.04.1922, Síða 2
56 T 1 M I N N Til kaupfélaga! H.f. Smjöplikisgepdin i Reykjavik er stofnuð í þeim tilgangi, að koma liér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði livað gæði og verð snertir. Eíiið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. Fiskimjöl. Þeir, sem hafa í hyggju að kaupa fiskimjölið frá verksmiðjunni í Vestmannaeyjum, hvort heldur er til kraftfóðurs eða áburðar geri svo vel að senda mér pantanir sínar sem fyrst. Mjölið hafa ýmsir hér reynt og gefist ágætlega. G. J. Johnsen. Bafijósastöð til sölu. Notaða rafijósastöð höfum við til sölu fyrir mjög lágt verð. Stöðin var notuð á heilsuhælinu á Vífilsstöðum. Disil-Mótor 15 hestafla. Dynamo 110 volta, 9 kilowatt. Rafgeymar 180 amper-stunda. Mæliborð með mælitækjum — Olíukassar o. fl. Stöðina höfum við sjálfir tekið niður og pakkað mjög vandlega, og eru allar vélarnar tilbúnar t;l burtflutnings livenær sem er. H.f. Rafmf. Hiti & Ljós Laugaveg 20 B Sími 830 Símnefni: „Hiti, Reykjavíku hálfu síður 1 sporum B, sem „hefir á sér yfirskyn guðhræðslunnar, en afneitar hennar krafti", og eg býst við að allir „trúbræður" mínir séu mér þar sammála. Annars sýnir spurningin hvað sr. J. K. er sorglega ókunnugur sannkristnum mönnum, að hann skuli ekki vita þetta áður. Aðalágreiningurinn milli kristindóms og guðspekisstefnu er auðvitað ekki um slíkt, heldur um Jesúm Krist frá Nazaret, eins og eg hefi áður bent á. Sr. J. K. játar sjálf- ur að guðspekisnemar trúi því, að „skaparinn hafi margsinnis sent mönnum frelsara og muni gera það margoft enn“, — en kristindómurinn trúir því og er á því bygður, að Jesús Kristur sé eini frelsarinn. — Er undarlegt að greindir menn og lærðir skuli ekki geta séð, að hér er um tvær andstæðar grundvallarskoð- anir að ræða, svo að þessar tvær „stefnur", guðspekisstefnan og krist- indómurinn, hljóta að lenda í „beinni andstöðu" hvor gegn annari, sé báð- um full alvara. Sé kristnum mönnum borin á brýn „hjálpræðiseinokun" út af þvi, þá er að snúa sér til Jesú Krists með það. Hann sagði: „Eg er vegurinn, sann- leikurinn og lífið, enginn kemur tii föðurins nema fyrir mig.“ Annars get eg bætt því við, til að varna misskilningi, að eg vona og trúi að ö 11 u m mönnum verði veitt, fyr eða síðar, tækifæri til að ráða það við sig, hvort þeir vilji ger- ast lærisveinar Jesú Krists og þiggja hjálpræði lians — eða hafna honum, og ákveði þeir með því sjálfir eilífð- ar örlög sín. Eg kann enga þá rök- fræði, sem veiti heimild til að kalla það „trúarhroka" eða „hjálpræðis- einokun". Hver maður, sem i fullri alvöru hefir gerst lærisvein Jesú Krists, er sannkristinn maður og á nú þegar frelsara, en með því er ekki neitað að aðrir geti komið seinna og eign- ast sama frelsarann, ef þeir vilja. Eg nefndi í síðustu grein minni að trú- artilfinningum og trúarstefnu sann- kristins manns væri vel lýst í sálm- unum: „Eg gleðst af þvi eg Guðs- son á“, „Með Jesúm byrja eg“ og „Ó, þá náð að eiga Jesúm". — En segið mér nú, sr. Jakob Krist- insson, „skýrt og glögt": Geta guð- spekisnemar, sem þér þekkið, sung- ið þá sálma i fullri einlægni með kristnum mönnum? Eg vildi óska að svo væri. Guð gefi yður og öllum „trúbræðr- um“ yðar gleðilega páskahátíð. Ekki skal standa á bróðurlegu handtaki frá mér, hvenær sem einhver yðar vill syngja með mér lofsöngva hin- um upprisna konungi páskanna, mannkynsfreisaranum eina, Jesú Kristi. Sigurbjöm Á. Gíslason. -----c----- Frá útlöndum. Alveg nýlega fékk Lloyd Ge- orge enn traustsyfirlýsingu í enska þinginu og var hún sam- þykt með 372 atkv. gegn 94. — Konungssinnar á Ungverja- landi hafa lýst yfir því, að kon- ungsstjóm sé aftur komin á í landinu og hafa tekið til konungs Ottó, son hins nýlátna Karls keis- ara. Ungverska stjórnin spyrnir fast á móti. — Sögur hafa gengið um það að Lenin væri veikur af krabba- meini. Er það nú borið til baka, en sagt að hann sé bilaður af of mikilli áreynslu. — Poincaré forsætisráðherra Frakka hefir nýlega fengið sam- þykta traustsyfirlýsingu með 484 atkv. gegn 78. — Afarlangvinnar vinnudeilur hafa verið háðar í Danmörku. 1 sumum smákauptúnum hafa orð- ið róstur. Eru nú góðar horfur á að saman gangi. — Suður-lrar og Ulsterbúar hafa nú undirritað fullkomnar sættir. — Sorgarguðsþjónusta var hald in í Vínarborg til minningar um Karl keisara. Að henni lokinni var Ottó syni hans ámað langra lífdaga og tók fjöldi fólks þátt í því. Hefir hjarta Karls verið skor ið úr brjósti hans og á að flytja það til Austurríkis. —- Genúaráðstefnan, sem eink- um á að fjalla um fjárhagslega viðreisn Norðurálfunnar.er nýlega sett. Rétt fyrir ráðstefnuna sendu Englendingar áleiðis þangað 30 poka fulla af stjómarpósti. Var öllum þessum pósti rænt af járn- brautarlest á leiðinni um Frakk- land. — Enn er nýtt atriði komið fram sem eykur á sundrangina milli Frakka og Englendinga. Hefir enska stjórnin nýlega til- kynt að hún vilji fá rentur af herlánunum sem hún lánaði Frökkum á stríðsárunum. Vekur krafa þessi hinn mesta óhug á Frakklandi, enda er svo talið í skeytum, að ársvextir þessara lána séu 14 miljarðar gullfranka. — Flugslys mikið varð nýlega miðja vegu milli Parísar og Lun- dúna. Reglubundnar flugferðir eru milli borganna. Rákust tvær vélar á í þoku. Biðu sex menn bana. Er þetta fyrsta flugslysið sem komið hefir fyrir síðan ferðir þessar hófust. — De Valera íraforingi færist mjög í aukana um andstöðu gegn samningnum við Englendinga. Hótar hann bráðabirgðastjórninni írsku fullum fjandskap og nýjum ófriði eins og áður var, ef samn- ingurinn verði samþyktur. — þegar á fyrsta fundi Genúa- ráðstefnunnar urðu harðar deilur milli franska ráðherrans Barthou og Tschitscherins utanríkisráð herra rússnesku stjórnarinnar. Féllu svo þung orð þeirra í milli að fundarstjóri tók af þeim orðið. ----o---- Fréttir, Baðlyf jagerð. Landbúnaðar- neí'nd flytur þingsályktunartil- lögu um að skora á stjórnina að athuga hvort ekki megi stofna til inplendrar baðlyfjagerðar. Benti á um leið að Reykjavíkur Apótek hefir búið til baðlyf sem reynst hefir vel. Mun það ætlun nefndarinnar að stofnað sé til nýrrar allsherjarherferðar gegn kláðanum. Bannlagadeilur á Seyðisfirði. Mjög einkennilegar fréttir hafa borist í símskeyti til eins dag- blaðsins frá Seyðisfirði. Hafi templarar bréflega kvartað und- an framkvæmd á eftirliti með bannlögunum, en bæjarfógeti tek- ið það óstint upp. Harðnaði deil- an uns bæjarfógeti kallaði alla fullorðna templara fyrir lögreglu- rétt hinn 1. þ. m. Æðsti templar stúkunnar, Sigurður Baldvinsson póstmeistari hafi þá ílutt rök- studda ádeiluræðu um banngæsl- una og líkur um bannlagabrot ýmsra borgara. Síðan hafi borist kærur á hendur sérstakra manna. Heimilisiðnaðarútsala. Hingað er von á stóru skemti- ferðaskipi seint í júnímánuði, með mikinn fjölda farþega. frá Ame- ríku. Heimilisiðnaðarfélag íslands hefir í hyggju að hafa dálitla út- sölu hér í bænum á íslenskum heimilisiðnaði o. fl. fyrir þessa gesti meðan þeir dvelja hér. peir er kynnu að vilja koma einhverju í þessa útsölu, gætu komið því í hendur formanns, ungfrú Fríðu Proppé, Vonarstræti 1, en fjarbú- andi menn geri það þá í gegnum einhvern umboðsmann sinn hér á staðnum, sem afhendi formanni það og taki við því aftur eða and- virði þess. —• Varað er við því, að setja óaðgengilegt verð á þá hluti, sem látnir verða í útsöl- una. — Félagið bætir 10% við verðið, tekur það álag fyrir söl- una á þvi er selst, en að öðru leyti eru allir munir teknir í útsöluna eigendunum að kostnaðarlausu. Stjómin í félaginu æskir þess, að önnur blöð skýri frá þessu sömuleiðis. Sameining Dala- og Snæfells- nessýslu var feld í efri deild. Ásgrímur Jónsson hefir opna málvei-kasýningu þessa dagana. Látinn er á heimili sínu, Hala í Rangárvallasýslu, þórður bóndi Guðmundsson, fyrrum alþingis- maður. Verður hans nánar getið. Skákþing þessa árs er nýlega afstaðið. Varð Stefán ólafsson skákkonungur Islands 1. flokks,- eins og í fyrra. Skákkonungur 2. flokks varð Bjarni Pálsson. Gengismálið. Viðskiftanefndin flutti frumvarp um skipun nefnd- ar, sem annaðist gengisskráningu á íslenskri mynt.Frumvarpinu var vísað til stjórnarinnar. Aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga hefst í Sambandshús- inu 28. þ. m. Látinn er á Sauðarkróki ung- frú Sigríður dóttir Hálfdánar pró- fasts Guðjónssonar. ----o---- Orðabálkur. I rauðrtiagi (-a, -ar), kk., silung- ur, sem er orðinn rauður á kvið af því að hafa lengi legið í ósöltu vatni. Nes. haustbirtingur (-s, -ar), kk., silungur, sem gengur bjartur úr í sjó í ár eða læki seint á haustin. Nes. Suðursv. silungur: þriggja stykkja sil- ungur, silungur, sem er skerandi í þrjú stykki í soð (um 1 pd. að þyngd) ; f jögra stykkja silungur, silungur, sem er skerandi í fjög- ur stykki í sóð (um 2 pd.). Nes. nettækur (stigbreytist varla), 1., silungur, sem er það stór, að hann smýgur aðeins ekki gegnum venjulegan netmöskva = þriggja stykkja silungur. Nes. Suðursv. síekja (-u, vantar flt. ?), kvk., stöðug og langær vinna. Nes. (alg.). Suðursv. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. Komandi ár. AfurSasalan (frh.). Til að skilja það, liversvegna útflutningur lifandi sauðfjár til Englands er æskilegur fyrir íslendinga, frem- ur en útflutningur á söltu, kældu, frystu og niðursoðnu kjöti, verður að taka til greina séreinkenni hins enska kjötmarkaðar. Eins og öllum er kunnugt, lifir meginþorri ensku þjóðarinnar af námugrefti, iðnaði, verslun og siglingum. Fólksfjöldinn er afarmikill i samanburði við stærð lands- ins. Auk þess sem London er stærst allra borga í heimi, er í landinu norðvestan til, þar sem námurnar eru mest- ar, svo að segja hver stórborgin við aðra. Áður en iðnað- arborgir þessar mynduðust á síðari fduta 18. aldar, var England bændaland. Landið var vel ræktað, eftir því sem þá var títt, og þéttbýlt af sjálfstæðri bændastétt svo að segja hvarvetna í landinu. En þegar stóriðnaður hófst í landinu eftir 1750, breyttist þetta gersamlega. Gufu- vélin var fundin. Vélanotkun hófst fyrir alvöru. Kola- og járnnámur voru unnar með mætti gufu og véla, en veik mannshöndin stýrði voldugum öflum náttúrunnar. Að sama skapi breyttist öll dúkagerð. Kambar og rokkar og handvefstóiar hurfu úr sögunni, en hraðvirkar vélar tóku við. Sumar slíkar vélar vinna nú mörg hundruð manna- dagsverk á einum degi. Frá því um miðja 18. öld og þar til eftir 1850, að fleiri þjóðir komu til sögunnar sem keppi- nautar Breta í stóriðnaðinum, má segja að þeir hafi verið einir um hituna, hafi unnið koi, járn, smíðað vél- ar, ofið fataefni handa flestum þjóðum heimsins. Borga- myndun og stóriðnaður Englands eyðilagði bændastétt og ræktun landsins. Býlin lögðust í eyði og veggirnir hrundu. Akuryrkja liætti. Stórefnamenn borganna keyptu þessar mannlausu lencíur og gerðu þær að beitilandi. Hinar nýmynduðu mannmörgu borgir þurftu mikið af nýju kjöti. Sauðíjárrækt, þar sem féð gekk að mestu leyti sjálfala allan ársins hring, varð arðsamur atvinnu- vegur fyrir þá, sem höfðu efni á að eiga þessi beitilönd og hagnýta sér liinn mikla og sívaxandi markað í iðnað- arbæjunum. Alt fram til þessa dags hefir ekki tekist að skapa aftur enska bændastétt, þótt nokkur viðleitni hafi verið, einkum eftir að heimsstríðinu lauk. Gamla aðstaðan er því að miklu leyti óbreytt í þessu efni. Ríkir landeigend- ur iiafa fjölda sauðfjár, sem alið er að mestu upp á úti- gangi. petta heimafengna kjöt er í hæstu verði af allri slikri vöru i Englandi. Ber þar tvent til. Féð hefir verið bætt með kýnbótum og lagað . eftir kröfum neytenda. í öðru lagi ketnur kjötið algerlega nýtt á markaðinn, með engu geymslubragði, eða keim eftir langan flutning. peir sem geta slátrað vænu fé í Englandi, njóta þessa mark- aðar, besta kjötmarkaðar 1 heimi. Fyrir utan þessa úrvalsvöru, að dómi Breta, l'lytst árlega inn í landið ógrynni af kældu, frystu og niður- soðnu kjöti frá hinum sólríku, ódýru sléttulöndum í ÁStralíu, Argentínu, Bandaríkjunum og Kanada. í augum Breta er slíkt kjöt annars flokks vara, og selst tiltölu- lega fremur lágu verði. Slíkt kjöt er framleitt undir afar- heppilegum skilyrðum fyrir ódýra framleiðslu. Löndin frjó og ódýr. Lítill eða enginn vetur. Lítill vinnukostn- aðru við framleiðsluna. Hægt að slátra á öllum tímum árs með heppilegum vinnusparandi tækjum við geymslu og flutning til fjarlægra landa. íslendingar framleiða nú kjötið undir miklu erfiðari skilyrðum en bæði Bretar og nýlendubúar, þeir sem nú hefir verið minst á, en hafa samt lakari, og einkum þrengri markað. Afleiðingin hlýtur að koma fram í erfið- um lífskjörum þeirra, sem þennan atvinnuveg stunda hér á landi. Og þau kjör geta tæplega breyst til batnaðar, nema breytt sé að nokkru um framleiðslu og meðferð afurðanna. Ef íslendingar stunda á komandi árum aðallega nautpeningsrækt i hinum frjósamari láglendum landsins, og hafa þar smjörbú og ostagerð úr kúamjólk, eins og Svisslendingar, Hollendingar, Danir o. m. fl. þjóðir, batnar aðstaða þeirra bænda, sem búa í háfjallasveitun- um, þar sem áveitum verður treglega við komið, og erfitt um túnrækt. par verður sauðfjárræktin aðalatvinnu- vcgur, oins og hingað til. Takist að opna aftur innflutn- ing sauöa til Englands, og til þess eru miklar líkur, eins og siðar mun sýnt verða, fer ágætlega saman gráðaosta- gerð og sauðaeign. Eftir þeirri litlu reynslu sem fengin er, virðast náttúruskilyrðin hér á landi heppileg fyrir þessa tegund af ostagerð, en varan hinsvegar auðseld og í tiltölulega háu verði. Séu fráfærur, fer vel saman að hafa sauði. 1 stað dilkakjötsins, sem nú er aðalsöluvara bænda, en torseljanlegt erlendis, kæmu tvær úrvalsvörur: Gráðaostur, með heimsmarkaðinn allan opinn, og sauð- ir, fluttir lifandi til Englands, en kjötið getui' þar notið þeirrar einstæðu „inónópól"-aðstöðu, sem enskir bændur hafa nú í þessu efni. Af þvi að ísland er hart land með óbliða náttúru, þar sem hver starfandi maður þarf mikið til viðurhalds lifsins, er ekki unt að reka þjóðarbúskapinn sæmilega, nema þvi aðeins að framleiðslan liafi vissan og öruggan markað erlendis. -----0----- !

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.