Tíminn - 20.05.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.05.1922, Blaðsíða 1
©jaíbfeti og afgret&slumaour tTimans er Stgurgeir ^txbtiís^on, Sambanös&ústnu, HeYfjatnf. ^fetsibsía C t m a n s er t Sambanösbúsinu. (Dptn oagiega 8—\2 f. b. Sími <*96- VI. ár. Reykjavík 20. maí 1922 20. blað Ræða Magnúsar J. Kristjánssonar um Landsverslun í Sameinuðu Alþingi 25. apríl 1922. Eg geri'ráð fyrir,'jað flestum þyki .mál þetta snerta migjnokkuð og þessvegna sé eigi'undarlegt þó eg óski að segja nokkur~prð. Eg verð þá að byrja á því að láta þá skoðun mína í ljós, að mér finst hér sé verið að leika, eg vil ekki segja skrípaleik, heldur gam- anleik, því það ætti 'að vera öll- um ljóst,: að þær tillögur, sem hér er um að ræða myndu eigi, hver þeirra~sem samþykt yrði, hafa nein veruleg áhrif á rekstur verslunar- innar, sem er samkvæmt þings- ályktunartillögu minni frá síðasta þingi. Því segi eg, leiðist mér þóf þetta, og skal eg því reyna að lengja ekki umræðurnar um skör fram. Þá skal eg fyrst taka það fram, að -mér finst álit< meirihlutans all- mjög litað af ósanngirni og það sé alls ekki laust við hlutdrægni. En eg býst við, að þar um hafi aðeins einn eða tveir nefndarmanna ráð- ið mestu. Er þar lögð mikil áhersla á, að reyna að telja þinginu trú nm, að útistandandi skuldir versl- unarinnar séu mjög vafasamar. Eg verð að líta svo á, að þó aldrei nema að tölur þær, sem meirihlut- inn áætlar, væru nærri sanni, þá væri það eigi nema hverfandi lít- ið > í samanburði við verslunarvelt- una, þvi það væri aðeins um '/2°/o- Getur það eigi talist stórvægilegt, og sé það borið saman við reynslu annara stofnana, þá~_hygg]eg að það þoli vel samanburð og nægir þar að benda til bankanna. Þá skal eg vikja að þeirri nið- urstöðu, sem meirihlutinn kemst að um efnahagsástand verslunar- innar og um það hvort fyrirtækið hafi orðið til gagns eða ógagns. Hinn eiginlegi verzlunararður fyrirtækisins er orðinn yfir 3 mil- jónir króna, og hefir honum að nokkru leyti verið^varið til að greiða skakkaföll, sem stöfuðu af ófyrirs.áanlegum'orsökum, fyrst og fremst af stríðinu og einnig af verkföllum o. fl. Má í því sam- bandi sérstaldega minnast á hið mikla verðfall á kolum, sem öll- öllum ætti að geta komið saman um, að eigi hafi á nokkurn hátt orðið hjá komist. Hefði því þessi sjóður ekki verið til, hefði orðið að greiða þetta úr ríkissjóði. Þá er áhættan, sem mikið er gert úr, auðvitað til að gera fyrirtækið tortryggilegt. En til þess að skýra það betur hversu mikil fjarstæða þetta er, vil eg benda á, að af þeim 10 milj. kr. höfuðstól, sem verslunin hafði mest frá ríkissjóði, er þegar búið að greiða 8 miljónir, syo eftir voru aðeins 2 miljónir um siðustu áramót, og hafa á þessu ári verið greidd 200 þúsund af þeirri upphæð, og verður meira áður en langt um líður. Eg hygg að verslunin geti altaf greitt það af eftirstöðvunum, sem með nokk- urri sanngirni verður heimtað, þeg- ar tillit er tekið til þéss, aðhenni er ætlað að leggja fram rekstursfé til tóbaks- og olíuverslunarinnar. Þetta hjal um áhættuna er því jafn ástæðulaust og það, sem meirihlut- inn vill halda fram um skuldatap- ið. Eg hygg því, að meginstoðirn- ar undir rökfærslu meirihlutans séu fallnar enda voru þær bæði efnisrýrar og illa fúnar. Eg vildi feginn komast hjá því að vekja deilur um þetta mál. En þó verður ekki hjá því komist, að benda á, að ekki verður annað séð, en þeir menn, sem best hafa geng- ið fram í því að koma frám með þessa tillögu, vinni að því ákveðna takmarki, að koma þessari stofnun út úr veröldinni sem allra fyrst án alls tillits til almennings hags- muna. Þeir álíta máske, að hún standi í vegi fyrir þeirra eigin hagsmunum og eru því ekki eins vandir að meðölum sem æskilegt væri. Það mætti undarlegt heita og jafnvel óafsakanlegt, ef margir af fulltrúum þjóðarinnar gleyptu við þessum skoðunum. Það hefir ver- ið margviðurkent, eins og minni- hlutinn heldur fram, að hagsmun- ir einstaklinganna verði að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar, en álit meirihlutans gengur í þver- öfuga átt. Þetta eru þá í stuttu máli' þær athugasemdir, sem eg hefi að gera við nefndarálit meirihlutans, og þykist nú hafa sýnt, að það hafi við mjög lítil rök að styðjast. Þá verður að taka til athugunar ræður nokkurra þingmanna, sem lengst hafa gengið í öfgum og of- stæki. En þó verð eg að hliðra mér hjá, að gera það eins ræki- lega og skyldi vegna þess hversu átakanlega leiðinlegt það er að fylgja þeim mjög svo slitrótta blá- þræði, sem kemur fram í rök- semdafærslu þeirra. Háttv. frsm. (Ó. P.) byrjaði ræðu sína með því að segja, að starf nefndarinnar hefði tæplega náð til- gangi sínum, sökum þess, tíminn hefði verið of stuttur til þess að gera alvaiiega rannsókn. Með þessu virðist gefið í skyn, að ástæða hefði verið til ýtarlegri rannsókn- ar, og þá um leið að eitthvað hefði verið öðruvísi en æskilegt hefði verið. Þessi orð eru vel fallin til að vekja tortryggni. Þá mintist hann á, að endurskoðuninni væri ekki lokið, en það stafar eins og kunnugt er af veikindum annars mannsins, sem á að endurskoða reikninga verslunarinnar. Annars er þetta atriði, sem hefir ekki neina sérstaka þýðingu, því öllum hátt- virtum þingmönnum ætti að vera það kunnugt, að endurskoðunina hafa á hendi þeir menn, sem fær- astir eru til þess starfa hér á landi og hafa unnið að henni með mik- illi nákvæmni og samviskusemi. Þá. hélt hann því fram, að rauði þráðurinn í hugsunarhætti almenn- ings væri sá, að Landsverslunin hefði aldrei átt að vera annað en bráðabirgðaráðstöfun, og álit al- mennings væri því, að nú ætti tafarlaust að leggja hana niður, og því fyr því betra. En þetta er sleggjudómur, sem ekkert er hægt að byggja á. Þá kem eg að nokkrum sundur- lausum atriðum, sem eg verð að fara mjög lauslega yfir vegna naum- leika tímans eins og t. d. það að skuldirnar hefðu hækkað lítillega síðastliðið ár. Það getur eigi talist 'undarlegt þótt svo væri, sem þó ekki er teljandi, þegar litið er á ástæðurnar sem fyrir hendi eru og öllum munu skiljanlegar, nema ef til vill meirihluta nefndarinnar. Þá er annað atriði, sem eg vildi minnast á, og það er, að þessi stofnun hefði ekki reynst sem best þegar kolaverkfallið var í fyrra. Hann tók það að vísu fram, að verslunin hefði fengið kolafarm þegar mest voru vandræðin um útvegun þeirra, en hann hefði reynst svo illa, að hann hefði ver- ið ónothæfur. Eg veit ekki hvort þetta er sagt mót betri vitund, eða af því, að háttvirtur þingmaður hafi fengið rangar upplýsingar. Því það er hægt að sanna það, að kol þessi reyndust ágæt skipakol þö að þau væru nokkuð smá húsa- kol. Einnig átti honum að vera það kunnugt, að kol voru þá ófá- anleg nema í Belgíu, og varð því að kaupa þá einu tegund, sem fá- anleg var, eða engin að öðrum kosti. Þetta sýnir því greinilega hversu langt er gengið í því að snapa alt, sem hugsanlegt er að hægt sé að gera stofnun þessa tortryggilega með. Þá vil eg benda á ósamræmið í stefnu háttvirts framsögumanns. Þegar stríðið stóð sem hæst og að- flutningar allir voru mjög tak- markaðir, sem stafaði af því, að eigi var hægt að fá vörur frá út- löndum, nema að ríkið stæði á bak við. þá var það óspart látið klingja, að eigi væri vandi að versla með vernd ríkisins á bak við. En það væri gaman að sjá Landsverslunina í frjálsri sam- kepni. En bíðum nú við. Þessir tímar komu og hver varð svo niður- staðan? Einmitt sú, að þeir sem mest höfðu hlakkað til að reyna sig við hana í frjálsri samkepni eru nú að gefast upp, sjá ekki önnur ráð en að leita til þingsins í þeirri von, að þingmenn séu þeir aumingjar að láta telja sér hug- hvarf í þessu máli. Nú er svo að sjá sem þeir telji hina frjálsu sam- kepni einskis nýta. Ef þetta er ekki mótsögn, þá veit eg ekki hvað er mótsögn. Ennfremur ætlaði þing- maðurinn að leggjast ákaflega djúpt og koma með það, sem væri alveg rothögg á verslunina, og enginn þyrði í móti að mæla, og það var, að Bretar hefðu, ekki verið lengi að átta sig á því, sem við hefði þurft eftir ófriðinn, sem var að af- nema allar verslunarhömlur. Það væri þó þjóð sem vissi hvað hún gerði. Því væri sjálfsagt, að kot- ríki eins og við fylgdum hennar dæmi. Eg vil nú spyrja þennan hátt- virta þingmann hvort hann haldi að þetta hafi verið einróma álit ensku þjóðarinnar. Ef hann heldur það, get eg frætt hann um að svo var ekki, því að það var auð- valdið, sem þarna réði og tókst að snúa þess«m málstað inn á þá braut, sem það óskaði, þrátt fyrir það þó -að öll alþýðan væri á annari skoðun og sæi að þetta var eigi heppilegasta leiðin þjóðinni til viðreisnar. Það þýðir því ekki að vera að flagga með þessum röksemdum því þær eru einskis virði. Eg verð að biðja háttvirta sam- komu velvirðingar á því þó þetta sé slitrótt og leiðinlegt en eg get eigi að því gert, því eg fylgi al- veg þræðinum hjá háttvirtum- framsögumanní. Þá kom hann næst að því að lítið hefði verið gert í því að tryggja útistandandi skuldir verslunarinnar. Eg veit eigi til að það sé venja að hafa tryggingarbréf fyrir öllum viðskiftum, en eg skal geta þess, að í mörgum tilfellum eru víxlar til sem trygging, og það jafnvel frá sjálfum framsögumanni og hans félögum. Þá kem eg að þeirri ástæðunni, sem sumum þykir nokkru máli skifta, og hún er sú, að verslunin er laus við opinber gjöld samkv. dómsúrskurði. Þetta er eina ástæð- an, sem eg get verið háttvirtum Tramsögumanni að nokkru leyti sammála um, því eg get fallist á, að það sé ekki í alla staði ósann- gjarnt, að verslunin, meðan hún er rekin í frjálsri samkeppni, beri að einhverju leyti opinber gjöld til bæjarþarfa, þar sem hún er rekin. En hinsvegar yrði þá að ákveða upphæðina með samkomu- lagi milli hlutaðeigenda, því eins og kunnugt er, hefir dómur verið uppkveðinn um það, að verslunin sé ekki útsvarsskyld að lögum. Hitt nær aftur engri átt, að þau gjöld geti verið eins há og hann talar um. Hann tók það fram, að það yki mjög óánægju gegn versluninni að þessum gjöldum væri kastað yfir á aðra. En þótt verið sé að flagga með því hér, að efnamennirnir verði því að bera mestan hluta hinna opinberu gjalda, þá er það alls ekki svo, að burgeisar versl- unarstéttarinnar beii mest af þeim, heldur er það alþýðan, því versl- unarstéttin hefir vit á að leggja þessi gjöld á vörurnar, sem alþýðan kaupir, svo enginn skyldi halda að þeir beri meira af þeim en sinn bróðurpart. Það er að mínu áliti ástæðulaust að nota milliliðina í versluninni sem nokkurskonar sáld fyrir hin opinberu gjöld, því ekki er óhugsandi, að eitthvað kynni að loða við og verða eftir í sáld- inu. Einn kafli í ræðu háttvirts fram- sögumanns, sem virtist líkjast mál- færslumanns innleggi eða varnar- ræðu, var sá að lýsa blessun sinni yfir starfsemi Steinolíufélagsins. Var það þó einkum eitt, er hann taldi því til gildis, en það var, að það hefði greitt sem svarar 6 kr. af hverri tunnu steinolíu í opin- ber gjöld. Þetta ofbýður mér nú ekki, því það er vel sannanlegt, að félagið hefir lagt vel á vöru sína. Beynslan sýnir, að það hefir selt sína olíu 10—20 kr. hærra en Landsverslunin, sem að áliti sumra andstæðinga hennar hefir gert sig seka um að selja olíu með óhæfu verði. Annars finst fylgismönnum meirihlutans engin ástæða til að finna að við Steinolíufélagið. En að almennri stofnun sem Lands- versluninni er veist með dylgjum og óhróðri, en stórgróðafélagi þakk- að fyrir útsvar af þeim mikla gróða, er það hefir. Þetta vil eg biðja menn að athuga. — Af einu ákæruefninu virtist háttvirtum framsögumanni meirihlutans vera þungt hiðri fyrir, en það var, að nefndin hafði ekki samstundis fengið svar við kæru er nefndinni hafði borist frá formanni Piskifé- lags íslands, hr. Jóni Bergsveins- syni. En eg vil spyrja: Hversvegna kærir form. Fiskifélagsins eingöngu fyrir olíusölu Landsverslunarinnar, en ekki yfir sölu annara, sem þó hafa selt olíuna til muna dýrari. Og að þetta er framkomið eftir langar blaðadeilur um þetta atriði, bendir á, að þetta sé gert af ill- kvitni gagnvart mér, þar sem eg hefi gefið skýrslu um þetta atriði. Fanst mér þetta bein móðgun og vildi eigi virða hana svars. Eg tel engan hafa rétt til að hefja neina rannsókn um þetta nema lands- stjórnina, hvorki neina nefnd, né formann Fiskifélagsins. Eg ber engan kinnroða fyrir gerðir mínar hvorki í þessu né öðru. Tel því þessa árás formanns Piskifélagsins ekki annað en hlægilega, jafnvel heimskulega árás á mig. Þá skal vikið að orðasveim, sem minst hefir verið á, að Landsversl- unin hafi gert samning við enskt - félag um olíukaup. Eg sé nú ekki neina hættu liggja í því, þó svo væri,. og veit ekki í hvaða til- gangi það er dregið inn í umræð- urnar. Eg get frætt menn á því, að þessir umræddu samningar voru gerðir með ráði og samþykki stjórnarinnar. Venjulega þykir það tryggilegt og hyggilegt, að gera slíka samninga þegar um mikil innkaup er að ræða. Slíkir samn- ingar eru tæplega gerðir munn- lega. Þá hefir verið vikið að sam- bandi milli Landsverslunarinnar og landssjóðsskipanna. Eg skil ekki hvernig hægt er að setja þær stofnanir í samband hvor við aðra, þar sem um tvær sjálfstæðar stofn- anir er að ræða. En jafnvel þótt Landsverslunin hefði haft einhver vildarkjör hjá landssjóðsskipunum, þá væri það aldrei nema vasa- skifti á sömu flíkinni og væri það naumast stórhættulegt. En nú er ekki því til að dreifa, því ekki er mér kunnugt um nein vildarkjör, sem verslunin hafi notið framyfir aðra, sem notað hafa landssjóðs- skipin. . Margt var fleira í ræðu hátt- virts framsögumanns meirihlutans, en eg nenni ekki að svara honum frekar og vil ekki misbjóða þing- inu með því að fara út í allan þann sparðatining, svo auðvirði- legur sem hann var. Astæður þær, sem aðrir þingmenn hafa fært fram fyrir hönd meirihlutans, eru lítið annað en endurtekningar af ræðu framsögumanns og áliti meirihluta- nefndarinnar. Get eg því stiklað ofurlauslega á þeim smávægilegu atriðum, er fram hafa komið. Hátt- virtur þingmaður Snæfellinga (H. St.) viðhafði nokkur glamuryrði. Það er ekki, nýtt, þótt sá háttv. þingmaður geri dálítinn hvell að ástæðulausu. Það fær ekki á mig, enda vita allir að það er græsku- laust gaman. Hann meinar það ekki illa, enda sló hann úr og í. Hann virðist einkum leggja á- herslu á, að stjórn Landsverslunar- innar hefði verið ábótavant, sér- staklega meðan reksturinn var í höndum Stjórnarráðsins sjálfs, eða fyrstu árin. Ekki skal eg dæma um það. Það er ekki nema skiljanlegt, að þessi ásökun kæmi fram frá meirihlut- anum, eftir annari framkomu hans. En sem betur fer er það órökstutt eins og annað og þvi ósannað. Þá talaði sami háttvirti þingmaður um þau hlunnindi, sem Landsverslun- in hefði haft hjá bönkunum. En eg lýsi yfir því, að eg er nú alls eigi ánægður með þau hlunnindi. Það hefði ekki verið nema eðlilegt, að sú stofnun, sem byrgði landið á neyðartímum, hefði verið látin sitja fyrir öðrum um útlendan gjaldeyri, en á það hefir skort hjá bönkunum. Og jafnvel þótt Lands- verslunin hafi átt stórfó inni í þeim, þá hefir stundum gengið treglega að fá smáupphæðir yfirfærðar. Þá voru ýmsar glefsur til Landsvérsl- unarinnar svo sem um „spekúlati- ónir", brask, tap á kolaverslun o. fl. Þetta alt læt eg eiga sig, enda ekkert meint með því. Aðeins sagt til að reyna að vera fyndinn, en sú tilraun mishepnaðist algerlega. Læt eg svo útrætt um þetta við háttvirtan þingmann Snæfellinga. Óska honum svo að endingu, að honum gangi vel að vernda manns- lífin, einnig með sölu á lyfjum sín- um og lífsins-balsami og þá einn_

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.