Tíminn - 01.07.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.07.1922, Blaðsíða 2
96 T 1 M I N N B. Magnús Eiríksson. III. Hástökk; ísl. met var 1,60 metr. 1. Ósvaldur Knudsen, íþróttafél. Rvíkur 1,65,4 m. 2. Kristján Gestsson, Knatt- spymufél. Rvíkur 1,62,9 m. 3. Sigurliði Kristjánsson, 1. R. 1,58,2 m. IV. Boðhlaup 4X400 metrar; ísl. met ekki til. 1. Glímufél. Ármann 3,52 mín. 2. Knattspymufél. Rvíkur 4,2 mín. 3. íþróttafél. Kjósarsýslu. ----o---- Hversvegna styð eg samvinnulistann? þeirri spumingu verður ekki fyllilega svarað í fáum orðum,svo mikilvæg rök eru þar fyrir hendi. Tek aðeins aðaldrættina, læt það nægja að sinni. Eftir að stanslaust stapp hafði staðið árum og áratugum saman um stjórnmál landsins, bæði inn á við og út á við, fjálguðu dag- blöðin mikið um það, fyrir 3—4 árum síðan, að nú væri svo mál- um komið í utanríkisdeilunum, að hægt væri að fara að snúa sér alvarlega að innanlandsmálunum af meira kappi og meiri forsjá og viti, en til þess tíma hefði verið hægt, enda væri þess full þörf, svo lengi hefðu þau verið látin sitja á hakanum. Orðin voru fög- ur og menn væntu einhvers árang- urs, en efndirnar hafa orðið litlar og lélegar,' að minsta kosti fyrir þjóðarheildina. Orðin hafa reynst sem vindbólur uppblásinna lítil- menna. Um líkt leyti var Tíminn stofn- aður. J>að leyndi sér ekki að það blað var talsvert mikið betur skrif að en samtíðarblöð þess, hafði fleiri mál og víðtækari með hönd- um, er að gagni mættu koma fyr- ir alþjóð, en ekki aðeins lítinn hluta hennar eða einstaka menn, er blaðinu stæðu mjög nærri, svo sem raunverulega hefir viljað við brenna hjá hinum blöðunum. All- margir bjuggust þó við, að efnd- imar mundu eigi verða meiri þar en hjá fyrirrennurunum, enda þótt þess yrði strax vart, að þar væri ritað af óvenjumikilli víðsýni og betri skilningi en menn alment áttu að venjast. þrautseigjuna virðist vanta hjá allflestum, þeg- ar við ofurefli skilningssljórra andstæðinga er að etja. Hjá Tím- anum er þessu þó eigi svo farið enn, og fer vonandi aldrei. Óttinn við efndaleysi og andlegt nærsýni er nú að hverfa með öllu. par er sí og æ haldið í áttina til að rétta við þjóðarhaginn, stöðugt bent á nýjar og nýjar framfaraleiðir til að viðhalda þjóðerni, hagsæld og menningu. Oft undanfarið hafa menn orð- ið að ganga til kosninga án þess að vita með vissu um vilja og skoðanir frambjóðendanna. Eng- inn frambjóðandi, fyr né síðar, hefir lýst jafn greinilega stjórn- málaskoðunum sínum, né sýnt svipað því jafnmikið víðsýni og skarpa athugun á framtíðarmögu- leikum landsins, sem efsti maður B-listans hefir gert með skrifum sínum undanfarið í Tímanum, sem heita „Komandi ár“. Eg geri ráð fyrir, að fleiri en eg líti björtum augum til afreka þess manns á komandi árum, og vilji af fremsta megni styðja að því, að hann geti fengið að njóta sín í fylkingarbrjósti vors fá- menna en framfaraleitandi þjóð- félags. Af þessum ástæðum fyrst og fremst styð eg B-listann, þótt fjöldamargt fleira mætti til tína. Iðnaðarmaður í Reykjavík. ----o---- Brot úr þingsögunni 1922. iii. Fluga sú, sem „bændadeild Mbl.“ bafði komið í munn Bjarna, að leggja niður barnafræðslu að miklu, féll við lítinn orðstír. Höfðu þeir þorsteinn M. Jónsson og Sig. Eggerz gengið af henni dauðri. Síðar komu allskonar <ippvakningar, sem stefndu í sömu átt. Einkum var þeim Otte- sen og Jóni á Reynistað mjög hug- að um að minka fræðsluna. Höfðu þeir góðan styrk í öðrum Mbl.mönn- um, t. d. Sig. í Vigur, Einari þorgils- syni o. fl. Varð sá endir á májinu, að samþykt var frumvarp sem spillir mjög hinum gömlu fræðslulögum. En það sem á vanst var að andstæðing- um fræðslunnar tókst ekki að drepa skólakerfið sjálft. Aðalmeinlokan í öllu þessu flani móti barnafræðslu lá í því, að um málið var nefnd sett af stað af mönnum eins og M. G. og hans nánasta fylgdarliði, sem eng- inn hefir neitt kynt sór skóla eða uppeldismál. I stað þess að viður- kenna, að margt fer aflaga í barna- skólunum, eins og vonlegt er, þar sem þeir eru ungir og mjög af van- efnum gerðir, en leggja alla áherslu á að bæta þá, var hér ekki um ann- að liugsað en að brjóta niður og eyðileggja. það tókst að vísu að nokkru en ekki eins og til var stofnað. Vatnamálið er nú orðið einskonar afturganga í þinginu. Kosið var um málið 1919 og urðu hinir svonefndu vatnsránsmenn, þ. e. fylgismenn Mbl., Lögréttu og Vísis, í fullkomnum minni hluta. Samkvæmt því hefði frumvarp Sveins í Firði átt að verða samþykt því nær breytingalaust. En það hefir farið á annan veg. Málið hefir verið til umræðu á hverju þingi siðan, og jafnan í neðri deild aðeins. Er saga þess ætíð á sömu leið. Mál- inu er vísað til sérstakrai1 nefndar, sem í eiga sæti annarsvegar Sveinn í Firði og nokkrir samherjar hans. Hinsvegar Bjarni frá Vogi, Jakob Möller og nú síðustu þingin Jón þor- láksson. Vatnsránsmennirnir reyna að þæfa og teygja málið svo að það nái okki fram að ganga, og umfram alt að fleyga kenningar sínar inn í frumvarpið. Nota þeir félagar þessa aðferð til að tefja fyrir endanlegum ósigri vatnsránskenninganna, sem er fyrirsjáanlegur hvenær sem málið kemur til atkvæða. Vilja bíða og vita hvort aðstaðan batnar ekki við nýjar kosningar. Hinsvegar reynir Sveinn að koma málinu fram. En hingað til hefir málþóf Bjama og Morgunblaðs- mannanna tafið sjálfsagða samþykt frumvarpsins. Ofan á marga tugi þúsunda sem eyddust i hina svoköll- uðu rannsókn, hefir nú eyðst stórfé þing eftir þing í óþarfan þvæling um málið. Ber Morgunblaðsliðið alla ábyrgð á því. Frh. Hvað styður Mbl. og lið þess? Mbl. segist styðja sjávarútveginn. En blaðið og flokkur þess er samt alment í fyrirlitningu hjá sjómönnum alstaðar á landinu. Blaðið barðist eftir megni móti landsverslun stríðs- áranna, sem bjargaði kauptúnunum frá hungursneyð og algérðri efnilegri eyðileggingu. það vann á móti því, að sjómenn hefðu lágmarkssvefntíma. það og J. M. hefir eftir föngum spilt fyrir björgunarskipinu „þór“, sem er eitt hið besta hjálparráð útvegsins. Og að lokum berst blaðið af alefli móti þvi að landsverslun hjálpi út- vegsmönnum með steinolíu, með því að keppa við ameríska hringinn. Mbl. hefir þannig unnið móti helstu áliugamálum og bjargráðum þeirra sem lifa við sjóinn, enda fer álit blaðsins eftir því. Mbl. þykist líka elska landbúnað- inn. ])að hefir barist móti öllum bændafélagsskap, Sláturfélaginu.kaup- félögunum, Sambandinu. það er Tím- inn ,en ekki Mbl. sem beinlínis knúði fram aukið fé til Búnaðarfélagsins, svo að það gæti umbreytt jarðrækt- inni með vélavinnu. Bændur hafa fengið í Mogga virðingarheitið „þrek- laus bændalýður“ og atvinnuvegur þeirra að heita „landsómagi". Nei, Moggi styður hvorki sjávarút- veg eða landbúnað, heldur aðeins kaupmenn og kaupmensku. Enda fjallar blaðið mest um þeirra mál, og Jón Bergsveinsson, Garðar Gísla- son og aðrir fulltrúar kaupmanna fylla blaðið með áhugamálum sínum. þetta er sannleikurinn. Moggi er ekk- ert annað en kaupmannamálgagn og hefir engin áhugamál nema þeirra hagsmuni. M. B. Vélráð gegn Sigurði búfræðingi. Margt bendir á að S. S. hafi með bíekkingum verið gintur inn á kaup- mannalistann. í viðtali við einn B-Iistamann sagði S. S. rétt áður en bann gekk í gildruna: „þeir hafa beðið mig að vera nr. 2, en eg læt aklrei hnýta mér aftan í Jón Magn- ússon“. Við gamlan sjómann sem hann þekti frá því hann var fonnað- ur verkamannafélagsins, og sem undr aði sig yfir að hann slcyldi snúast svona til að hjálpa .1. M„ sagði S. S.: „.Tá, það er nú einmitt fjandinn sem er“. Á leið norður og austur sagði hann við bónda í Mosfellssveit, sem áfeldi hann fyrir að yfirgefa bændastéttina og fara til kaupmanna, að bann hefði leyft að setja nafn sitt hjá Jóni „af bríaríi". Sést af þessu að S. S. hefir fyrir- fram haft mikla óbeit á að gera þetta, og eftir á mjög leiður yfir því, og vafalaust óskað að það væri ógert. En því svívirðilegra er það af kaupmannaflokknum að láta strika S. S. út alstaðar, þar sem þeir ráða við. Úr því þeir gintu hann út í það sem hann vildi ekki og iðrast eftir, mátti ekki minna vera e.n að honum væri.sýndur trúnaður. En í öllu þessu að lokka gamlan fulltrúa sveita- manna á listann með Magurgala, og svikja hann svo, sést hvaða afnot J. M. vill hafa af sveitafólkinu. Halþúr. Eggert Stefánsson söngmaður hefir aldrei fyr getið sér eins mikinn og góðan orðstýr fyrir söng sinn og nú. Var hann svo óheppinn í fyrra, er hann söng, að vera með veikan háls, enda var hann þá nýlega staðinn upp úr langri legu. Nú bar það af hve vel hann söng. Röddin er bæði mikil og sérstaklega þýð og hljómfögur. Enginn íslenskur söngmaður hefir náð slíkri ment sem Eggert í meðferð ítalskrar sönglistar. Virðist svo sem hin glaðværu ítölsku lög falli best við rödd Eggerts, en hann sýndi það og að hann hefir full tök á að syngja hin þróttmiklu þýsku lög. Prestastefnan hefir staðið yfir undanfarna daga. Vígðir voru í fundarbyrjun: Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur í Reykjavík og Björn 0. Björnsson til þykkva- bæjar. Síra Erlendur þórðarson í Sveinabókbandið Laugavegi 17. Sími 286. Ódýrast bókband. Matreiðslukona, hraust, dugleg og hirðusöm getur fengið starf við ungmennaskólaim á Nnpi næsta vetur. Skólastjóri gefur nákvæmari upplýsingar. Um- sóknir séu komnar til hans fyrir 20. ágúst n. k. Odda flutti setningarræðuna og hefir hún vakið mikið umtal, því að í henni hóf hann harða ádeilu á ýmislegt rotið í þjóðfélaginu, bæði hjá æðri sem lægri. þá er og mjög mikið látið af erindi sem síra þorsteinn Briem á Akranesi flutti um starfsemi kirkjunnar. ■■ „Rauður ráðherra“. Lækjartorg ið er aðaltorg höfuðstaðarins. Hef- ir nú verið leyft að reisa á torg- inu eldrauðan bensíngeymi. Frá útnorðurhorni torgsins er útsýn- ið það, að sá eldrauði virðist . standa í miðjum dyrum stjórnar- ráðshússins. Nú er Austurvöllur hættur að „anga lengi á vorin“, síðan tilbúni áburðurinn fór að flytjast, en þá byrjar bæjar- stjórnin að sýna smekkvísi sína á Lækjartorgi. Páll E. Ólason prófessor er ný- farinn utan til Englands og Dan- merkur, til rannsókná á ýmsum skjölum sem varða sögu íslands. Ólafur Rósenkranz leikfimis- kennari og háskólaritari varð sjö- tugur nýlega. Voru honum færð- ar gjafir af lærisveinum og vin- um. Orðan lifir þetta þing, þjóðarsóminn lokkar; þessu gátu þeir komið í kring krossberamir okkar. Prófi í lögum við háskólann hefir lokið Stefán Jóhann Stefáns- son með I. einkunn, 123 stigum. Fyrri hluta læknaprófs hafa lok- ið Ari Jónsson frá Húsavík með I. einkunn, Hannes Guðmundsson með II. einkunn betri og Karl Jónsson með I. einkunn. Próf. Friðrik Björnsson hefir lokið læknaprófi við háskólann með I. einkunn, 170 stigum. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðj an Acta. Komandi ár. IV. Ræktun hafs og vatna. Landbúnaður hefir lengst af síðan land bygðist ver- ið aðalatvinnuvegur íslendinga. En á síðustu mannsaldri hefir sjávarútvegurinn vaxið hraðfara, og er nú að sumu leyti kominn fram úr landbúnaðinum. Veldur því þrent. í fyrsta lagi að enn sem komið er getur rányrkja lánast betur við fiskiveiðar en búnað. í öðru lagi af því að vélavinna eftir erlendum fyrirmyndum hefir verið beitt þar um stund, en ekki til muna við ræktunina. í þriðja lagi af því bankarnir hafa stutt sjávarútveginn allvel, en landbúnaðinn mjög slælega. Sjórinn er þessvegna önnur af tveim auðsuppsprettum landsmanna. Og um hann gilda sömu lög og um landið. Hann h.eíir hingað til verið rændur, en ekki ræktaður. Um stundarsakir má afla fjár á þann hátt. En til lengd- ar er það ekki hægt. Sú hætta, sem vofir yfir sjávar- útvegi landsmanna í framtíðinni, stafar af rányrkjunni. Fjöldi skipa, flest að vísu erlend, en þó mörg íslensk, drepa ár eftir ár miljón á miljón ofan af fiskunum við strendur landsins. En mannshöndin bætir ekki í skarð- ið. Engin ræktun. Ekkert fiskiklalc. Nálega engin vernd fýrir ungviðið. pað er opinbert leyndarmál, að fjöldi botnvörpuskipa skafa ár eftir ár sjávarbotninn upp við landsteina, þar sem ungviðið lifir. Slík veiðiaðferð er jafn hættuleg fyrir framtið fiskiveiðanna, eins og frost- nótt er fyrir veikbygðan vorgróður á landi. Ræktun hafsins er í því fólgin, að vemda ungfiskinn, þ. e. að vemda landhelgina. Sömuleiðis með fiskaklaki, eins og ýmsar erlendar veiðiþjóðir leggja stund á. Yfirleitt má fullyrða, að íslendingar hafi ekki skilið til fulls þýðingu landhelgisvarnanna. Ábyrgðinni og um- sýslunni hefir verið skelt á Dani. Og eins og við er að búast, hefir nábúinn ekki lagt sömu stund á að vinna verkið' verulega vel, eins og ef þjóðin sjálf hefði ann- ast það. Fyrst um sinn má gera ráð fyrir, að ekki verði ráð- ist í fiskaklak, svo að um muni. Sú hlið verndarinnar kemur ekki til greina fyr en þjóðin hefir rekið sig á, að fiskurinn er að ganga til þurðar. En þó kemur þar, ef til vill fyr en varir, að þeir sem eyða dýralífinu í sjónum með hraðvirkum drápstækjum, verða að bæta náttúrunni skaðann að nokkru með klaki. þýðing landhelgisvarnanna er, eins og fyr er á drep- ið, fyrst og fremst fólgin í því, að vernda ungviðið í sjónum frá ótimabærri eyðingu. Síðari hluta vetrar er kölluð vertíð á landinu sqnnan og vestanverðu. þá gengur þorskurinn að landi til að hrygna. Á grunnsævi upp undir landi myndast á þessum stöðvum vegna Golí- straumsins heppileg skilyrði, bæði fyrir þorskinn að hrygna og varaseiðin að lifa hina fyrstu liættulegu mánuði æfinnar. Landhelgin er þess vegna einskonai' vermireitur fyrir það af dýralifi hafsins við ísland, sem mesta fjárhagslega þýðingu hefir fyrir íbúana. Ef ótal innlendum og erlendum veiðiskipum er leyft að fara her- skildi um landhelgina, eru það sviplík spjöll eins og ef sauðuih væri hleypt á beit í hálfþroskaðan vermireit. Framtíð fiskiveiðanna við ísland er að langmestu leyti komin undir því, hvort þjóðinni tekst jnógu fljótt að vernda landhelgina fyrir skaðlegum veiðum og'veiði- aðferðum. Og þetta er ekki einungis þýðingarmikið fyrir íslendinga, hcldur fyrir allar þær þjóðir, sem fiskiveiðai' stunda hér við land. Landhelgin verður ekki varin nema með töluverðum tilkostnaði. Sektarfé fyrir að brjóta frið landhelginnar er sjálffallið til gæslunnar. það er eins- konar æðra réttlæti i því fólgið að fisgiveiðarnar sjálfar beri uppi þessa sjálfsögðu friðun, sem gerð er þeirra vegna. Ekki síst þegar þess er gætt, að einmitt þeir ágjörnustu og umhugsunarminstu uin framtíð, atvinnu- vegarins, eru af innri þörf knúðir til að brjóta lögin, en verða jafnframt óafvitandi til að greiða hin nauðsynlegu iðgjöld fyrir verndun heillar atvinnugreinar. Danir hafa liingað til annast strandvarnir hér, tíma úr árinu, með einu herskipi. það hefir orðið þeim tölu- vert dýrt, en hinsvegar algerlega ófullnægjandi fyrir Is- lendinga. Skipið hefir livergi nærri komist yfir að verja landhelgina og það þvi siður, sem það liggur löngum inni á höfnum, t. d. í Reykjavík, eins og alkunnugt er und- anfarin ár. Danir verja aldrei íslenska landhelgi svo að verulegt gagn verði að. Að krefjast þess, væri bæði ósanngjarnt og óviturlegt. Ef þjóðin hefir nokkra sjálfstilfinningu, verð- ur hún að gæta sjálf sinnar landhelgi. Og ef hún vill vernda fiskiveiðarnar hér við land, getur hún engum trúað fyrir strandvörnunum nema sér einni. Lítil byrjun er þegar hafin. Vestmannaeyingar liafa keypt sér björgunarbátinn „þór“, sem líka er varðskip við Eyjarnar. Skipið er ekki allskostar heppilegt. Ekki nógu hraðskreitt. þar að auki býsna dýrt. Samt hefir það gert Vestmannaeyingum ómetanlegt gagn. Og eyjarbúar vilja með engu móti missa það aftur. Að öllum líkindum verður ekki unt að komast af með minna en þrjú hentug strandgæsluskip. þar kemur tvent til greina: Stofnkostnaður og árlegur rekstur. þar er vitanlega alls ekki unt að miða við tilkostnað Dana, sem hafa mannmörg herskip til strandgæslunnar. I lok stríðsins er fullyrt að íslenska stjórnin hefði getað fengið litla fallbyssubáta hjá stórþjóðunum fyrir næstum því ekkcrt. Tilboð komu um, þetta, en þeim var ekki sint. 1 hernaði eldast skip fljótt og eru talin úrelt, þótt ágæt séu til strandgæslu. Slík skip mun þessvegna jafnan hægt að fá með tækifærisverði. Stofnkostnaðurinn þarf þess- vegna ekki að verða þjóðinni ofraun, og það þvi síður, sem auðvelt er að fara hægt af stað. Byrja með einu skipi, og færa sig upp á skaftið, eftir þvi sem mátturinn leyfir og reynslan kennir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.