Tíminn - 15.07.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.07.1922, Blaðsíða 1
©faíbtó og af(jrciosIuma5ur Cimans er S i g u v 9 e i r ^ r i & r i f £• f o n, Sdmbanosbúsinu, íýfjauíf. ^jgxzvb&ía C í m a n s cr t Sambanösbúsinu. (Dpin öaglega 9—J2 f. í) Sími 496. VI. ár. Reykjayík 15. júlí 1922 29. blað íslensk skjöl og handrít í Kaupmannahöín. Á alþingi 1907 bar Hannes þor- steinsson ritstjóri fram svohljóð- aMi þingsályktunartillögu: „Neðri deild alþingis ályktar að skora á stjórnina að gera ráðstaf- anir til þess, að skilað verði aft- ur landinu öllum þeim skjölum og handritum, sem fyrrum hafa ver- ið léð Árna Magnússyni og eru úr skjalasöfnum biskupa, kirkna, klaustra og annara embætta eða stofnana hér á landi, en hefir ekki verið skilað til þessa". Neðri deild samþykti tillöguna í einú hljóði. 1 flutningsræðu bar Hannes fram rök fyrir tillögunni. Mesti fjöldi merkra skjala og handrita í safni Árna Magnússonar, bæri það beinlínis með sér að Árni hefði fengið þau að láni og hefði ætlað að skila þeim. En hinir dönsku menn, er ráðstöfuðu safn- inu eftir lát Árna, innlimuðu þessi lánuðu handrit og skjöl orðalaust, með þeim skjölum, sem Árni hafði eignast. Til þess höfðu þeir vit- anlega engan rétt. örfá skjalanna hafi fengist aftur, en langsamlega meginhlutinn væri enn í Kaup- mannahöfn. — Á öðrum söfnum í Kaupmannahöfn, t. d. ríkisskjala- safninu, væri og fjölmargt héðan þegar stjórnin fluttist til lands- ins, 1904, hefði íslenska ríkis- skjalasafnið frá 1847 verið flutt heim. Alt sem snerti eldri stjórn landsins væri enn geymt ytra. — Ræðumaður lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Vér viljum ekki beita neinni ósanngirni í þessu, en rétt vorn vil.jum vér hafa óskertan". — Eftir þing fól Hannes Hafstein ráðherra Jóni doktor þorkelssyni skjalaverði að rannsaka málið. í ársbyrjun sendi dr. Jdn stjórn- inni: „Skýrslu um skjöl og hand- rit í safni Árna Magnússonar, sem komin eru úr opinberum skjala- söfnum á Islandi". Skýrslan er prentuð sama ár að tilhlutun stjórnarinnar. Skýrsla þessi er stórmerkileg og samin með vísindalegri ná- kvæmni. Höf. flokkar í fjóra aðal- liðu hin opinberu íslensku skjala- söfn, sem eiga skjöl í Árnasafni: 1. Skjalasafn Skálholtsstóls. 2. Skjalasafn Hólastóls. 3. Skjala- söfn kirkna. 4. Skjalasafn Bessa- .staðamanna, klaustra og veraldar- manna. Hann telur upp hvert eín- stakt skjal og handrit frá hvoru safninu um sig, sem sé „í láni" í Árnasafni. Um langflest sannar hann það með óyggjandi rökum. Eftir þá upptalning verður það fyrst fyllilega ljóst um hve stór- kostlega dýrmæta sögufjársjóðu er að ræða. — Hann bendir á að „ekki virðist mjög sanngjarnt að af hendi Árna Magnússonar safns yrði krafist neins endurgjalds" fyrir þau skjöl sem órækt er um að séu geymslufé. öðru máli geti verið „að gegna um það af opin- berum skjölum og handritum sem Árni hefir safnað saman hér og hvar af refilstigum og ef til vill þægt eitthvað fyrir". Og því næst bætir hann við: „Að öðru leyti kemur það ekki hér til greina að metast um það, hvað Árni hafi frelsað frá glötun af skjölum og handritum, en í hinum opinberu skjalasöfnum hér á landi hefir enginn gert meiri glundroða en hann, og líklega hjá engum meira úr þeim glatast og það voru eng- in bjargráð við þetta land né í þess nauðsyn gert, að hann flutti skjalasafn Hólastóls og klaustr- anna úr landi. þau hefðu verið til eins fyrir því, þó að hann hefði látið það ógert. Munurinn var sá, að þau hefðu þá verið hér á landi nú". Að lokum segir dr. Jón að að vísu megi vænta þess að Dönum muni þykja nokkur söknuður að láta af hendi, það sem fram á er farið. „En hins er þá jafnframt að gæta hversu miklu sárara það má vera fyrir Island að vera — fyrir góðsemd og greiðasemi hinna fyrri yfirvalda hér á landi við Árna Magnússon — án þess, sem það á, en fyrir þá, sem ekki eiga heldur geyma, að skila geymslufénu af höndum sér". — Á næsta alþingi, 1909, kemur málið aftur til umræðu. Benedikt Sveinsson bar þá fram fyrirspurn til ráðherra um árangur þings- ályktunartillögunnar. Hannes Haf- stein svaraði fyrirspurninni. Jafn- framt því að fá samda áður- nefnda skýrslu dr. Jóns þorkels- sonar, hafði hann borið málið fram við dönsku stjórnina og ítrekað beiðni um svar. Kenslu- málaráðherrann danski „virtist vera málinu hlyntur", en endan- leg svör voru ekki komin frá for- stöðumönnum safnanna. Endaði H. H. ræðu sína með þessum orð- um: „Eg get vel ímyndað mér, að hann nýi ráðherra (íslands, Bjöni Jónsson) geti fengið áskorun al- þingis að ntestu framgengt, ef hann f er vel og lipurlega í málið". þær vonir hafa ekki ræst. Eng- inn þeirra íslensku ráðherra sem síðan hafa setið, hefir hreyft við málinu, að því er kunnugt er. Af- sökun er sú, að á styrjaldartíma- bilinu datt engum í hug að flytja dýrmæt skjöl yfir hafið. En vitanlega stendur það óhagg- að sem sagt var við fyrsta flutn- ing þessa máls að „rétt vorn vilj- um vér hafa óskertan", þ. e. Is- lendingar munu ekki láta málið falla fyr en þau skjöl eru komin heim sem að öllum rétti eiga að vera heima. Og nú hefir gefist alveg sér- stakt tilefni til að hreyfa málinu á ný. II. Maður er nefndur H. 0. Lange. Hann er yfirbókavörður við kon- ungsbókhlöðuna í Kaupmanna- höfn. Fyrir nokkrum vikum síðan rit- aði • Lange grein í eitt af merk- ustu blöðum Dana: Berlingske Tidende. Hann segir þar endur- minningar sínar frá fyrstu dögum heimsstyrjaldarinnar. Honum var það ljóst að bókasafnið var í mik- illi hsettu, enda stendur svo á að konungsbókhlaðan' liggur mitt á milli aðalstöðva herráðsins danska og hergagnabúrsins. Honum flaug í hug að flytja dýrmætustu hlut- ina á einhvern öruggan stað. Til þess að leita ráða fór hann á fund eins háttstandandi yfirmanns í danska hernum og urðu ummæli þess manns á þessa leið: „það er ekki hægt að gera neitt. Bókhlaðan er á hinum hættuleg- Yeftiaðarkeiuisla. Undirritaðar halda uppi vefnaðarkennslu næsta vetur. — Byrjar kenslan aftur um miðjan októbermánuð næstkomandi. Umsóknin send- ist sem fyrst á Amtmannsstíg 2; fást þar allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag kenslunnar. Reykjavík 2. júlí 1922. Ásta Sig'hvatsdóttix*, Sigríður Björnsdóttir, - frá Kornsá. asta stað, mitt á milli aðalstöðva hersins: herráðsins og vopna- birgðanna í hergagnabúrinu. Óvinurinn myndi auðvitað beina skotum sínum þangað fyrst og fremst. Herskip, sem hefir fall- byssur er draga langt, getur leg- ið í Kögefirði og skotið þessi hús í rústir. Við getum ekki komið í veg fyrir það. Væntanlegur óvin- ur veit vitanlega hvar helstu stöðvar hersins eru. Hann mun ekki taka neitt tilit til vísinda- legra stofnana. það er ekki hægt að gera neitt fyrir bókhlöðuna. það væri alveg tilgangslaust að flytja eitthvað af því dýrmætasta undir gömlu hvelfingarnar frá dögum Kristjáns IV. og bera að sandsekki. Skipabyssur nútímans skjóta í gegn um það alt. það er ékkert hægt að gera. þeir staðir eru ekki til í bænum sem talist geta Öruggir fyrir nútíma stór- skotahríð, nema á sumum her- stöðvunum. Bókhlaðan getur alls ekki notið góðs af þeim". Svo mörg voru þau orð. Bóka- vörðurinn átti ekki annars úrkosta en að setja safnið „á Guð og gadd- inn", þ. e. það var algerlega und- ir hendingu komið hvort safnið bjargaðist. Ef Danmörk hefði lent í stríðinu mátti telja það alveg víst að safnið yrði gereyðilagt. — Síðar í greininni kemur bóka- vörðurinn að því að þessi sama hætta vofi enn yfir og sé nú orð- in enn meiri vegna hinna miklu framfara lofthernaðarins. III. Hin mörgu og merku skj'öl og handrit sem við íslendingar eig- um „í láni" á söfhunum í Kaup- mannahöfn eru í þessari sömu hættu. Ríkisskjalasafnið danska er alveg við hliðina á konungs- bókhlöðunni. Á þeim stöðum tveim er geymt mikið af þessum skjöl- um. Árna Magnússonar safnið er að vísu geymt í háskólabókhlöð- unni, sem er dálítinn spöl í burtu frá hinu allra hættulegasta svæði. En það hlyti samt að verða í mikilli hættu statt, ef Danir lentu í ófriði. það má því með engú móti frestast lengur að landsstjórnin fslenska hefji mál þetta á ný þar sem Hannes Hafstein hætti. Auk þess sem hér er um ský- lausan rétt okkar að ræða að fá skjölin heim, verður það að telj- ast beinlínis hættulegt að eiga þau geymd í Kaupmannahöfn. Óbætanlegt er tjónið sem við bið- um af skjalabrunanum í Kaup- mannahöfn fyrir tæpum 200 ár- um. Til þess eru vítin að varast þau. þessu máli á landsstjóridn ís- lenska að fylgja fast til sigurs. Frá útlöndum. Saga Alþingis. Finnur Jónsson prófessor hefir ritað glögga og fróðlega yfirlitssögu Alþingis. Dansk-íslenska félagið gefur út. Morð hafa verið óvenjutíð í Danmörku undanfarið, sum alveg óvenjulega hryllileg. — 1 marsmánuði lá enn þriðji hluti franska verslunarflotans að- gerðarlaus í höfnum. — Seint í maí kom upp eldur í einu stærsta sjúkrahúsinu í Róm. Eldurinn magnaðist svo skjótt að ekki varð ráðið við að bjarga sjúklingunum. Fóru sumir þeirra sjálfir á kreik, viltust í reyknum og köfnuðu. Um 40 sjúklingar voru á sérstakri hæð, sem hrundi ofan á 20 sjúklinga sem voru á næstu hæð neðar. Sjúkrahúsið var um 900 ára gamalt. — Englendingarnir sem ætluðu að komast upp á hæsta fjall heimsins, Everest, hafa orðið að hætta við. , — Einn af helstu leiðtogum Bolchewicka, Joffe, flutti ræðu í Moskva rétt eftir Genúafundinn um árangur fundarins. Segir hann meðal annars að fyrirsjáanlegt sé að dagar þjóðbandalagsins séu taldir og þess muni ekki langt að bíða að upp úr slitni með Banda- mönnum. Russar muni enga verslunarsamninga gera nema þeir hafi af þeim mikil þægindi. — Samningar standa yfir milli Rússa og Japana um austurhluta Síberíu. Bera Japanar meðal ann- ars . fram þessar kröfur: Hin forna herskipahöfn Rússa við Kyrrahaf, Vladivostock,á að verða fríhöfn. það á að afnema bannið gegn því að Japanar megi vinna í námum . Síberíu og að japönsk skip megi sigla um fljótin í Síberíu. það á að rífa allar víg- girðingar í Vladiostock og her- skip Rússa í Kyrrahafi. — þjóðverjar búast við óvenju- miklum ferðamannastraum í sumar. Er talið að a. m. k. 300 þús. ferðamenn komi þangað frá Ameríku næstu mánuðina. — Hneikslismál kom upp á Finnlandi í vor í sambandi við stúdentaprófin. það komst upp að nokkrir menn höfðu stolið verk- efnunum við skriflega prófið og höfðu selt afrit af þeim nálega helmingi stúdentanna sem voru að taka prófið. Afrit af þýska stílnum var t. d. selt fyrir 6000 .finsk mörk. — Rússar eru stórreiðir Frökk- um fyrir framkomuna á Genúa- fundinum. Eftir fundinn efndu Rússar til kröftugra mótmæla í Petrograd. Vaxmynd var búin til af Barthou, aðalfulltrúa Frakka í Genúa. Bálköstur var reistur og á honum brend myndin af Barthou. — Kolanám Norðmanna á Spitzbergen er að aukast. Er áætl- að að Norðmenn eigi þar kol sem nemi um 600 smálestum á hvert mannsbarn í Noregi. Sem stend- ur fá Norðmenn um 15% af þeim kolum, sem þeir þurfa frá Spitz- bergen. — Kolaframleiðslan á Englandi er orðin nálega jafnmikil og hún var fyrir stríðið. Mjög mikið af kolunum er flutt til þýskalands. — Mikill viðbúnaður er af hálfu beggja flokka fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna um aðflutn- ingsbann í Svíþjóð. Hafa and- banningar dreift um landið ótal lygasögum um finska bannið, en finsku bannmennirnir svara með því að koma hópum saman til Sví- þjóðar til þess að flytja sannar fréttir og taka beinan þátt í und- irbúningnum. — þjóðverjar eru byrjaðir að gefa út geysimikið rit um forsögu styrjaldarinnar miklu. Á að pretna þar öll skjöl þýska ríkis- ins sem málið snerta frá 1871 til l.-júlí 1914. — Hugmyndinni um sameining Austurríkis og þýskalands, vex stöðugt fylgi. Fyrir rúmum mán- uði síðan dvaldist stór söng- mannahópur frá Vínarborg í Berlín. Söngmönnunum var tekið með geysimiklum fagnaðarlátUm og voru þeim haldnar margar veislur. Ýmsir hinna helstu stjórn- málamánna þýskalands, af öllum flokkum fluttu þar ræður um sam- eining ríkjanna. — Eldur kom upp nýlega í sprengiefnasmiðju skamt frá Vín- arborg. U*ðu sprengingarnar svo miklar, að allar gluggarúður spungu í þriggja kílómetra fjar- lægð. Um 250 menn og konur særðust eða mistu lífið. — Enska stórblaðið „Times" telur að Genúaráðstefnan hafi orðið gersamlega árangurslaus. Viðleitni Lloyd George að brúa gjána milli Rússa og annara Norð- urálfuþjóða geti ekki borið árang- ur — engin brú sé yfirleitt hugs- anleg þeirra í milli eins og stend- ur. Tjónið af ráðstefnunni sé það að samkomulagið hafi mjög spilst milli Englendinga og Frakka, 'en það sé undirstaðan undir friði í Norðurálfunni. — Ráðstjórnin rússheska hefir látið gera upptæka fjölmarga kirkjugripi. Hefir út af því risið deila milli stjórnarinnar og margra yfirmanna kirkjunnar. Margir af biskupunum hafa ver- ið dregnir fyrir lög og dóm fyrir að hafa veitt mótspyrnu. Á víð og dreif. Túnrækt við Rvík. þúfnabaninn hefir aukið túnin við Rvík alveg stórkostlega. í Fossvogi, Vatnsmýrinni, í dalnum inn fra Laugunum eru nú stærðarflæmi af landi að verða hvanngræn. Hafa ver- ið brotin í fyrrasumar og sáð í höfr- um og grasfræi. Á Vifilsstöðum ej porleifur róðsmaður að láta vélina tæta sundur Vetrarmýrina, norðan við hælið, gagnslausan óræktarflóa, sem nú verður eitt hið stærsta tún á ís- landi. Á Kleppi lætur þórður læknir Sveinsson brjóta mýrlendi, alt að 40 dagsláttur, alt úr óræktarlandi. Nokkuð af því er nú komið í fulla rækt. Fyr en varir verða mýrarlönd- in kring um bæinn orðin að sam- feldu ræktarlandi. En til þess þurfti vélavinnu. Lcikhús í Reykjavík. það er minkun og skaði fyrir land- ið, að hér skuli ekki vera til leikhús. Hér er allmargt efnilegra leikenda, en þeir hafa haft hinn versta hús-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.