Tíminn - 22.07.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.07.1922, Blaðsíða 2
100 T 1 M I N N Forstjórastaðan við Kaupfélag Súgfirðinga er laus frá næsta nýári. Umsóknarfrestur er til 1. október n. k. Umsóknir sendist stjórn félagsins, er gefur nauðsynlegar upplýs- ingar. Suðureyri 20. júní 1922. Stjórnin. Ymiskonar leður og' skinu fyrir skó-, söðla- og aktýgjasmiði fyrirliggjandi í Söðlasmíðabúðinni Sleipnir, Klapparstíg 6 Reykjavík. Unglingaskóli Ásgríms Magnússonar, Reykjavík. Þeir sem hafa í hyggju að sækja skólann næsta vetur, sendi skrif- lega umsókn til undirritaðs. I umsókninni sé tekið fram hvað umsækj- andi hafi lært áður. Kensla verður með líku fyrirkomulagi og síðast- liðinn vetur. Inntökuskilyrði í yngri deild eru: að umsækjandi sé heill heilsu, og hafi lokið fullnaðarprófi undir fermingu. Allar nánari upplýsingar gefur ísleifur Jónsson, Bergstaðastræti 3. Allsherjarmót I. S. I. 17.—25. júní 1922. Fimtudaginn 22. júní. I. 10000 metra hlaup; ísl. met 34,13Vio fín. 1. Guðjón Júlíusson, Iþróttafél. Kjósarsýslu 34,19V5 mín. 2. þorkell Sigurðsson, Ármann 35,10 mín. 3. Ólafur þorkelsson, íþróttafél. Kjósarsýslu 35,25. II. Fimtarþi-aut (1. langstökk, 2. spjótkast, 3. 200 metra hlaup, 4. kringlukast, 5. 1500 metra hlaup). 1. Karl Guðmundsson, U. M. F. íslendingur 9 stig. 2. Tryggvi Gunnarsson, Árm., 10 stig. 3. Lúðvík Sigmundsson, íþrótta- fél. Kjósarsýslu 17 stig. Föstudaginn 23. júní. I. Langstökk; ísl. met var 5,97,5 metrar. 1. Kristján Gestsson, Knatt- spyrnufél. Rvíkur 6,20 m. 2. Ósvaldur Knudsen, Iþrótta- fél. Rvíkur 6,17 m. 3. Karl Guðmundsson, U. M. F. íslendingur 5,78 m. JI. Kappganga 5000 metra; ísl. met ekki til. 1. Ottó Marteinsson, Ármann, 29,388/10 mín. 2. Magnús Stefánsson, Ármann, 29,389/10 mín. 3. Ágúst Jónsson, Iþróttaféi. Kjósarsýslu, 30,485/10 mín. III. 400 metra hlaup; ísl. met 568/10 sek. 1. Kristján Gestsson, Knatt- spyrnufél. Rvíkur 56,3 sek. 2. þorkell þorkelsson, Ánnann, 57 sek. 3. Karl Guðmundsson, U. M. F. íslendingur, 578/10 sek. IV. Reipdráttur, 8 manna sveit- ir (4 félög keptu). 1. Glímufél. Ármann 3 vinn. 2. Knattspymufél. Reykjavíkur 2 vinningar. 3. Lögreglulið Reykjavíkur 1 vinningur. Laugardaginn 24. júní. I. 100 metra sund (frjáls að- ferð), ísl. met ekki til. 1. Jón Pálsson sundkennari, Iþróttafél. Gáinn 1,34,5 mín. 2. Ólafur Árnason, íþróttafélag Rvíkur 1,36 mín. 3. Halldór Bergmann, Iþróttafél. Gáinn 1,39,4 mín. II. 200 metra bringusund, ísl. met 3,27 mín. 1. Jóhann þorláksson, Ármann, 3,36,3 mín. 2. Pétur Halldórsson, íþróttafél. Gáinn 3,40 mín. 3. Steingrímur Pálsson 3,48 mín. Íslandsglíman. Keppendur 5. Sigurður Greipsson frá Hauka- goti í Biskupstungum vann Is- landsbelti I. S. I. í þetta sinn, er það því farið burt úr Reykjavík, eftir 10 ára dvöl þar. Yfirlit. Mig langar til að láta nokkur orð fylgja þessu skýrsluágripi. Er þá fyrst að byrja á því, að mótið hófst — líkt og venja er til — með því að „Lúðrafélag Reykja- víkur“ (30 manna flokkur) lék á lúðra á Austurvelli kl. 3 e. h. Var síðan gengið í skruðgöngu undir ísl. fána suður að kirkjugarði. þar flutti Dd. Helgi Péturss ræðu við gröf Jóns Sigurðssonar forseta, og var síðan lagður blómsveigur á gröfina. þaðan var haldið áfram út á Iþróttavöll. Mótið hófst með skrúðgöngu keppenda undir fé- lagsfánum þeirra. Hr. forstjóri A. V. Tulinius setti mótið en hr. alþingismaður Benedikt Sveinsson flutti ræðu fyrir minni íslands. Um 115 manns keptu í íþrótt- um á þessu móti, og er það sú mesta þátttaka sem hefir fengist ennþá. En þessir 115 menn voru aðeins úr 10 félögum og félög öll úr Sunnlendingafjórðungi. Von- andi verður þess ekki langt að bíða að flest íþróttafélög á land- inu geti sent menn á þessi mót, og þá fyrst ná þau tilgangi sín- um. Árangur keppenda í hinum ýmsu íþróttum má teljast góður, og er í mörgu mikil framför. þrent var það sem kept var í á þessu móti, sem ekki hefir verið í seinni tíð og sumt aldrei, t. d. 4X400 metra boðhlaup, reipdráttui’ og kapp- ganga hefir ekki sést hér nýlega. Íslandsglíman fór vel fram að þessu sinni, en of fáir kep'tu þar. Sigurður Greipsson frá Haukadal í Biskupstungum vann „beltið“, og munu flestir unna honum þess vel, því Sigurður er góður glímu- maður. En — íþróttamenn úti um alt land, pið verðið að gera alt sem þið getið til þess að sækja leik- mótin hingað. þið þurfið ekki að hræðast Reykvíkinga; þeir eru ekkert „voðalega“ miklir íþrótta- menn, t. d. sækir nú Sigurður Is- landsbeltið hingað, og hann er þó úr fámennu ungmennafélagi aust- ur í sveitum. Að dómi flesta íþróttamanna held eg megi segja að mótið hafi farið vel fram og alt hafi verið gert som hægt var ti' þess að keppendur næðu sem bestum árangii; annars er mér þetta of skylt mál til þess eg geti um það dæmt. Reykjavík 27. júní. Magnús Stefánsson. ----o--- Til minnis. [Eigendur Mbl. hafa látið blað sitt ílyt.ja endurtekin ósannindi um Sam- bandið og störf þess. Undan hótan um málssókn og stórskaðabætur hafa þeir étið ofan í sig dylgjurnar og neðið fyrirgefningar á framkonm sinni. En þrátt fyrir þetta lialda þeir áfram í sama tón. Af riddaraskap liafa samvinnumenn ekki notað sér þessar verðskulduðu og dæmalausu ófarir andstæðinganna hingað til. Um stund mun Tíminn nú flytja smá- athugasemdir um fjármálin, báðum megin, þar til kaupmenn læra að grafa þau ósannindi, sem þeir hafa tekið aftur með fyrirgefningarbón.] Mbl. kennir H. Kr. og J. J. um að samábyrgð er í kaupfélögunum. En kaupfélögin öll hin helstu höfðu sam- ábyrgð, áður en Jfeir tveir menn höfðu nokkur áhrif á samvinnumál. Síðan H. Kr. tók við stjórn Sam- bandsins hefir engum manni i deild- um þess orðið mein að samábyrgð- inni. Áður en Sambandið tók að annast innkaup og sölu fyrir einstök kaup- félög, hrundu eitt eða tvö þeirra (eystra) og nokkrir einstakir menn biðu töluvert tjón. ’Að kaupmenn eru flæktir í marg- földum ábyrgðum innbyrðis sást greinilega við tvö hin stóru kaup- mannagjaldþrot í fyrra. Mikill hluti kaupmanna, útgerðar- manna, og embættismanna í Reykja- vík eru flæktir í samábyrgð út af „vitlausu" togarakaupunum 1920—21, svo að undarlegt er að sömu menn- irnir skuli sífelt vera að blaðra um liina lágu verslunarsamábyrgð kaup- félaganna. A+B. ----o---- Höf. „hins bersynduga“. Jón Björnsson hefir skrifað undir merkinu „Ferðamaður“, líklega til að þóknast Jóh. Jóh. nokkrar ill- yrðaklausur í Mbl. um Tímann fyrir endurbætur þær, sem blaðið er að beitast fyrir í strandferða- málunum. Ef Jón þykist hafa sagt þar eitthvað af viti, annað en það sem tínt er upp úr greinum sam- vinnumanna um málið, þá væri fróðlegt að hann birti stuttan út- Tapast hefir móbrúnn hestur. Marlc: Sýlt hægra og tveir bitar framan, sneitt aftan vinstra. Þeir, sem kynnu að verða varir við liest þenna eru vinsamlega beðnir að gera viðvart Sigurði Norlimd, Bergþórshvoli, Landeyjum. drátt úr þeim kenningum í Mogga. Líka ætti hann að muna eftir ill- yrðunum til Tímans, fyrir hrað- ferðirnar5 bættu póstgöngurnar o. s. frv. . Reglugerð um Spánarvínin er nýlega komin út. Prentar Morgun- blaðið hana á fyrstu síðu með miklum feginleik. Annars er fátt um reglugerðina að segja. það er bersýnilegt að Spánverjar hafa skipað fyrir um hana. T. d. er það beinlínis skipað að stofna opin- beran veitingastað í fjórum að- alkaupstöðunum, auk opinbers út- sölustaðar á sömu stöðum. Sögulega uppgötvun birtir Morgunblaðið um leið og það fagn ar vínreglugerðinni. Segir blaðið að til forna hafi þingvallavatn heitið Bláskógar. Sennilega reyn- ir blaðið að koma þessari nýju uppgötvun að þegar skráð verður alþingissagan. ----o--- Orðabálkur. annkramaður, 1., sem er svo skaddaður, að hann er ekki sjálf- bjarga (um sauðkind). Árness. ankramalaus, 1., sem er laus við líkamlegan sjúkleika. Rvík. arga neðan, garga, æpa hátt: hvað ertu að arga neðan, strák- ur. Vestf. armóður (-s, vantar flt.), kk„ armæða. Geiradalur. at (-s, vantar flt.), kl„ einskon- ar leðja, sem tekin er upp úr mýrardýjum og höfð til litunar. Árness. ata (-aði, -að), ás„ lita úr ati. Borgf. vestra? á, atvo.: koma á, gera rigningu: hann er kominn á. A.-Skaft. Vestf. á, atvo.: það er á hjá mér, það er fiskur á önglinum mínum. Hvar ? Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. Komandi ár. Pimti kaíli. Hvítu kolin. Atvinnuvegir landsins liafa verið tveir í þúsund ár, búskapur og fiskiveiðar. þetta er fábreytt atvinnu- líf. Til eru þau lönd, t. d. Frakkland og þó einkum Bandarikin, s.em hafa svo fjölbreytt og auðug náttúru- gæði, að þjóðirnar, sem þar búa, þurfa fátt úr landi að sækja. ísland er gagnstætt þessu land fábreytninn- ar og einhæfninnar i atvinnulífinu. þó hafa menn von- uð, að hér kynni að myndast iðnaður, við afl fossanna. Fyrir tæpum mannsaldri byrjuðu jnokkrir innlend- ir og erlendir kaupsýsiumenn að veita eftirtekt vatns- afli landsins. Á síðasta tug 19. aldarinnar var mikið gert að virkjun stærri og minni fallvatna í Noregi. Mikið erlent fjármagn var bundið i þessum fyrirtækj- um, sem aðallega störfuðu að því að vinna áburð úr loftinu. það var ekki sérstaklega erfitt að fá auðmenn stórþjóðanna til að leggja fé í norsk fossafyrirtæki. Noregur var frægt land. Tugir þúsunda af erlendum ferðamönnum streymdu um landið árlega. Hafnir, veg- ir, járnbrautir og önnur samgöngutæki voru fyrir hendi. Iðnaðarfyrirtækin þurftu ekki að leggja fram fé n.ema til sinna eigin mannvirkja. Hugkvæmir og gróðafúsir menn, sem til þektu hér á landi, sáu að vatnsaflið hér var engu síður mikilsvert en í Noregi. þeir byrjuðu að leigja og kaupa fossa á ís- landi. Nálega engir landeigendur höfðu þá hugmynd um að fossarnir hefðu nokkurt verulegt sölugildi. Skifti þeirra sem komu frá öðrum löndum til að reka þessa kaup- sýslu við bændur hér, voru ójafn leikur, eins og ef vel húin lierdeild með nýtisku vígvélum mætti hóp óvopnaðra manna. Endirinn varð sá, að flest hin helstu orkuvötn landsins voru þannig seld og leigð útlendingum fyrir því nær ekkert vcrð. Aðeins einn bóndi sem fékst við þessi mál, var jafnoki kaupendanna að skilningi á þessum hlut- um, og trygði sinni sveit allmikið verð fyrir vatnsafl, sem látið var af hendi. Fallvötnin íslensku lentu þannig á mjög skömmum tima í hendur erlendra manna. Sumir héldu að það væri byrjun að fossanotkuri hér á landi. Félögin sem ættu þessar eignir hér, myndu nota þær, og hefja hvert stór- iðnaðarfyrix'tækið af öðru. En það voru tómar draumsjón- ir. Lágu til þess tvennar orsakir. í fyi’sta iagi vantaði hérundirstöðuskilyrðin: hafnir, járnbrautir, vegi. Ef virkja ætti fossana í Jökulsárgljúfri, yrði að eyða mörgum miljónum í hafnargerð á Húsavík og járnbraut þaðan að Dettifossi. þar að auki gæti slik iiöfn einstaka sinnum vei’ið lokuð svo vikurn skifti sök- um hafísa. þetta voi-u ekki litlar hindranir, og raunar nægar út af fyrir sig til að téfja fyrir virkjun stórvatna hér á landi um óákveðinn tíma. þar við bættist óálit erlcndra manna á landinu, sem lengi verður þröskuldur x vegi þess að auðvelt verði að veita liingað erlendu fjármagni. Hin ástæðan var það, að þeir útlendingar, sem létust girnast vatnsafl á Islandi, voi’u flestir að liugsa um að græða fé á því að leika sér með fossana, en alls ekki í þeim liug að virkja þá. Engin ástæða er til að halda, að nokkurt af þeim útlendu félögum, sem keypt hafa hér fossa, eða leigt þá, hafi nokkurntíma haft mátt að efna til stóriðju. Síðan kreppan byrjaði, hafa félög þessi ekki látið á sér bæra. Fossakaup útlendinganna hafa ekki fært notkun vatnsafls einu liænufeti nær. Hinsvegar eru þær óþægilegu leyfar eftir af eþssai’i frægðarlitlu leigu og söluöld, að því nær öll hin aflmestu, og flest hin feg- urstu fallvötn landsins eru hætt að vera eign íslenskra manna. Síðustu árin hefir nýr þáttur í vatnamálinu vakið eftii'tekt íslendinga. það er hvoi’t rennandi vatn væri og hefði ætið verið almenningseign hér á landi, eða að sá sem ætti árbotn og ái’bakka að læk eða á, ætti líka vatn- ið, sem rynni yfir land lians, út að landamei’kjum næstu jarðeignar. Starf fossanefndarinnar snérist mjög um þetta atriði. Meiri hlutinn taldi svo sem kunnugt er renn- andi vatn almenningseign. Minni hlutinn taldi rennandi vatn fylgja landi því, sem það rann yfir. Ef meiri hlutinn hefði snúið sér hleypidóma og fordildarlaust að því að undirbúa skynsama vatnalöggjöf, hefði þessi deila aldrei orðið nein. Sveini Ólafssyni hefir að vísu tekist að halda óbrjáluðum hugtökum þjóðarinnar uf eignai’réttinn. En vatnalöggjöfin er enn ófengin. Og stóru fallvötnin eru því nær öll undir yfirráðum framandi manna, og ganga þar kaupum og sölum milli mangara, íslandi til lltillar virð- ingar. Lengra fram undan er svo stærsta atriðið: Hvernig á íslenska þjóðin að fá ljós, liita og hreyfiafl úr vatns- föllum landsins? Væntanlega verður þess ekki langt að bíða, að vútna- löggjöf, bygð á skoðunaihætti minni liluta fossanefndar, verði samþykt. þá kemur næst að því að endui’lieimta eignaryfirráð stói’u fossanna úr höndum útlendinga. í fljótu bi’agði mætti virðast að „vatnsránið” svokallaða liafi verið tilraun í þossa átt. En svo er ekki. Bæði lýstu sumir vatnsránsmennirnir því yfir, að þeir vildu á eng- an hátt þrengja kosti fossafélaganna. Og þó að þingið hefði freistað að ná yfirráðum fallvatnanna á þennan liátt, myndi það engan árangur hafa borið. Eigendur fossanna liefðu höfðað skaðabótamál móti laiidinu, og unnið umsvifalaust, þar sem öll eldri og yngri löggjöf landsins byggir á því, að vatn fylgi landi því, e,r það rennur yfir, að því er éign snei’tir. Vatnsránið var þess- vegna aldrei nema fálm út í bláinn, algerlega tilgangs- laust til að afla þjóðinni yfirráða á stórvötnum þeim, sem seld Iiafa verið eða leigð úr landi. En að því marki liggur önnur leið, lögleg og örugg. það er að leggja sérstakan verðhækkunai’skatt á óiiot- uð fallvötn, sem seld hafa verið eða leigð undan jörð- um. Fossafélögin myndu aldrei til lengdar borga slíka skatta, þar sem þau hafa ekkert upp úr fossunum, nema fánýtt brask með gildislaus hlutabréf. Fossarnir féllu þá sjálfkrafa til landsins aftur, og ættu lögum samkvæmt að vera óseljanleg eign þjóðarinnar um alla ókomna framtíð. þessi aðferð snertir aðeins þá, sem braska með stóm fallvötnin. Og enginn dómstóll getur liindrað þjóðfélag- ið frá að fá þá eign til umráða, sem eigandinn eklci greiðir af lögmæt gjöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.