Tíminn - 12.08.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.08.1922, Blaðsíða 2
106 T 1 M I N N Svipaðar tilraunir hafa verið gerðar í pýskalandi, og eru bændur þar famir að nota þessa aðferð“. Bent er á .það í þessu sam- bandi, hve mikilsverð votheys- gerðin er og að sannað sé að bændur þurfi aldrei að óttast slæman heyfeng sakir óþurka. pví væri góðra gjalda vert að reyna þessa aðferð þar sem raforban er við höndina „til þess að votheys- gerðin geti orðið exm auðveldari, betri og hreinlegri, og með því náð almennri útbreiðslu. Gæti það þá um leið greitt fyrir rafveitum um sveitir og sýslur“; Á það vil eg benda, að það má takast illa til með heyþurkunina, ef þetta hey — verkað við raf- magn, á að hafa „tvöfalt næring- argildi á við þurkað hey“. En það munar líka um minná, svo að að- ferðin getur verið fyrirtak, þótt hún hafi ekki svona mikið fram yfir þurheysgerðina, því yfirleitt mun næringarefnatapið við þurk- unina vera kringum 15—20%. Ilér þurfa rafmagnsfræðingarn- ir að koma til sögunnar, og eg veit það af samtali við rafveitustjór- ann, hr. Steingrím Jónsson, að ekki stendur á þeim. þeir Guð- mundur Hlíðdal eru nú að leita sér upplýsinga um þessa heyverk- unaraðferð frá pýskalandi og Sví- þjóð, en þar verður hún reynd í fyrsta sinn í sumar. þeir fréttu það, Svíarnir, að þjóðverjar væru famir að nota raforku við vot- heysgerðina, og fengu sérfræð- inga þaðán til þess að halda fyr- irlestra um hana á landbúnaðar- mótinu („Landbruksveckan“),sem þeir hafa haldið nú árlega í 12 ár. Eftir því sem sagt er frá í „Teknisk Tidskrift" (sjá framar), hefir ekkert vakið aðra eins eft- irtekt á þessu móti, sem þessi nýja votheysgerðaraðferð, og Sví- ar gera sér um hana hinar glæsi- legustu vonir. Forgöngumaður þess, að þetta mál var tekið til meðferðar á mótinu, dr. Alfred Ekström á Alby, reynir hana í sumar, og næsta vor má vænta þess að komnar verði frá honum skýrslur. V. Eg hefi nú getið um þessar tvær nýju leiðir í votheysgerð- inni og virðast mér báðar álitleg- ar. Eftir þeim upplýsingum, sem eg hefi á að byggja, virðist mér sú fyrri álitlegri og hverjum manni í lófa lagið að nota hana, ef hann annars gerir vothey. pó þarf fyrst að reyna hana hér á landi, því að ef til vill þarf sér- stakt lag og sérstakan skamt fyrir okkar gras, svo að ekki er víst að fara megi alveg eftir þeim leiðar- vísi, sem fylgir gerinu. í þessu efni eigum við góðan mann að þar sem er Gísli Guðmundsson gerla- fræðingur — hann er okkar Sopp. Ekki þarf að fá nema einn gerskamt, og hann er líklega fljótfenginn. Gísli tekur hann til athugunar og heldur honum við, rétt eins og góð búkona heldur við þéttanum. Frá honum má svo fá ger framvegis. Og í sumar mætti gera fyrstu tilraun með þetta, ef einhverjir fást til þess. Ef vel gengur, gæti alt verið í fullum gangi næsta sumar, hjá þeim sem hafa góðar gryfjur, — ja, því ekki að kalla það blátt áfram votheyshlöður, — og þá á að vinna að því með ráðum og dáð, að votheyshlaða verði bygð á hverju heimili, sem heyskap hefir, og þessi votheysgerð kend eftir föngum við hvert mögulegt tækifæri. • Jafnframt má reyna raf- straumsaðferðina, þar sem þess er kostur, og reynist hún betur, þá verður að taka tillit til þess við hlöðubyggingarnar, að þær megi nota við rafstraumsaðferðina, þeg- ar rafveitan kemur út um sveit- irnar. En það mun nú dragast fyrst um sinn að hvert heimili fái sína afltaug. þess vegna á að byrja að reyna hina aðferðina, og Atkvæðatalning. Mánudaginn 21. ágúst 1922 kl. 10 f. h. kemur landskjörstjórnin saman í lestrarsal alþingis til þess að opna atkvæðakassa og telja saman atkvæði við landskjör er fram fór 8. júlí s. 1. Landskjörstjórnin 10. ágúst 1922. Maíiiiús Sigiirðsson. Ólafur Lárusson. Björn Þórðarson. Med því að aðalfundur h.f. Breiðafjarðarbáturinn, sem boðaður var 27. maí síðastl., varð ólögmætur, boðast hér með til aðalfundar á ný 15. september næstkomandi á sama stað; hefst hann kl. 2 siðdegis. Tillaga urn breiting á lögum félagsins verður tekin til meðferðar á fundinum. Dagskrá að öðru leyti eftir 13. gr. félagslaganna. Hvammi, 10 júlí 1922. Ásgeir Ásg'eirssnn. formaður. Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti l'yllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. ekki mun standa á Gísla að klekja út, ef þörfin kallar. Metúsalem Stefánsson. -----o----- Akranesvaldið, M. Guðmundsson og Lloyd George. M. G. þm. Skagfirðinga er býsna óheppinn upp á siðkastið, og heldur geðillur. Hann hefir á nokkrum mán- uðum dumpað sem ráðherra, frá að vera lagakennari við háskólann (vildi vera með fullurn launum, en L. H. B. með hálfum), og sem endurskoðandi Islandsbanka. Nú auglýsir M. sig sem „prokurator". Skrifar auk þess í Mbl. undir merkinu „Ego“ (stytt úr „ego- ist“?). Fyrir utan þetta mótlæti er M. kominn Uhina verstu flækju út af drengsmálinu, annarsvegar við Ak- urnesinga, og á hinn bóginn við sjálf- an Lloyd George. M. var dómsmála- ráðlierra part úr degi þegar lögregl- unni var veitt mótstaða út af drengs- málinu. Skilaboð þau, sem M. sendi þá með II. V. og Sigurbirni Gíslasyni telja lögfræðingar alveg einstök í sinni röð. Segja þeir M. heppinn að ekki hafi mikið verið skrifað um þá tegund af dómsmálastjórn. En það getur komið siðar, eins og sagan um viðskifti J. M. við kaupm.liðið, þegar það lieimtaði að Jón Ilermannsson væri rekinn frá sem lögreglustjóri. Ef til vill er þar líka gamla skuld að gjalda fyrir stjórn J. M. Síðar bauð ' M. ferkólfum verka- manna að „agitera" fyrir náðun. Með þvi sýndi liann sina skoðun, hvað hann vildi að stjórnin gerði, og hvað hann vildi að þingmenn bæðu stjórn- ina um. Ilvort sem það var rétt eða rangt að náða, þá batt liann sjálfan sig á höndum og fótum. Ef náðun var rétt, eins og hann taldi í vetur, var þetta honum til sóma. Ef náðun var röng eins og ha*n hallast að, er liann skrifar undir dulnefni í Mbl., var boð hans honum til minkunnar. En hvort sem heldur var gat hann ekki áfelt Sig Eggerz fyrir að gera það, sem hann hafði boðist til að vinna að. Tíminn hefir livorki lofað eða lastað M. G. fyrir þetta. Aðeins bent á að hann hefði bundið lands- stjórnina siðferðislega við þessa lausn málsins. Ef einhverjum á að þakka fyrir að „bolsevikarnir" eru náðaðir, er það M. G. Ef á að áfella fyrir það, er það líka M. G. Meira að segja er M. G. sannanlega „bolseviki" sjálf- ur (þ. e. víðtækur jafnaðarmaður), því að „ego“ í Mbl. virðist telja þá, sem álitu náðun rétta lausn málsins, verða að hafa þann skoðunarhátt. í von um að geta spilt fyrir nú- verandi stjórn og rutt M. G. braut úr „prokurators“-starfinu, hafa hinar trúu sálir hans á Akranesi „vitnað" í Mogga, síst grunandi að höfuð M. G. mundi lenda í þeirri snöru, er þeir ætluðu S. E. Er nú óséð með hvaða skilmálum M. tekst að ná aft- ur ást og virðingu sinna fyrverandi dáta á Akranesi. Líklega verður hann sem fyrst að senda „góð boð“. „Prokuratorinn" ætlaði að sýna lagavisku sína á því, að konungs- valdinu kæmi ekki við náðun, sem það þó framkvæmdi,- og hafði eitt lög- legan rétt til. Litlu áður var Lloyd George búinn að komast að gagn- stæðri skoðun í enska þinginu. Eng- landskonungur hafði útnefnt nýja lá- varða. Stjórnin var áfeld fyrir það. Lloyd G. svaraði að þetta væri árás á konungsvaldið. Hvor skyldi þekkja betur slík mál mesti stjórnmálamað- ur í móðurlandi þingræðis, eða M. G. Annarsvegar maðurinn sem hefir gert sitt land að forgangslandi heims- ins. Hinsvegar maðurinn sem veð- setti telcjur „hins unga ísl. fullvalda ríkis“? Ef sjálfskaparvíti stafa af greindar- leysi, afsaka geðvonsku, þá' hefir M. G. afsökun. Ilann hefir verið óhepp- inn í valda- og metnaðarleit. Ilann af- neitar barni sínu, náðuninni. Hann er flæktur gagnvart Akranesi, kaup- mönnum, Mogga, Jóni og í stjórn- skipulegu lögfræðismáli móti Lloyd George. Magnús á bágt! X. -----o----- Naðimin. pað sem „Tíminn" hefir rætt um mig í sambandi við náðun Ólafs Friðrikssonar og þeirra félaga, virðist mér ekki geta skilist á anan veg en þann, að eg hafi, áður en þeir voru handteknir, samið við verkamenn um náðun þeirra, eftir að áfellisdómur væri genginn. En sannleikurinn er sá, að um náðun var ekki rætt við mig fyr en eftir að dómur var fallinn í undir- rétti, sem eigi var við að búast, þar sem foringjar verkamanna kváðust álita, að refsing gæti ekki orðið hærri en sektir, sem þehn yrði eigi erfitt að inna af hendi. þegar svo dómur var fallinn fyrir undirrétti komu þeir til mín Jón Baldvinsson alþingismað- ur og Iléðinn Valdimarsson skrif- stofustjóri og óskuðu álits míns sem lögfræðings, um hvort réttara væri að una við dóminn eða láta áfrýja honum. Jeg sagði þeim, að ef eg ætti i hlut, mundi eg una við dóm- inn, því að eg teldi ekki líkur á, að dómur hæstaréttar yrði mildari. í þessu sainbandi mintust þeir á náð- un og sagði eg þeim þá, að eg gæti ekki eftir því, sem ,málinu væri kom- ið, ímyndað mér að nokkur stjórn mundi sjá sér fært að gera tillögur um náðun, nema hún hefði að baki sér yfirlýsingu meirihluta þings, um að hann mælti með þeirri ráðstöfun, en hvort þáverandi eða því síður væntanleg stjórn sæi sér fært að gera það, þótt slík yfirlýsing lægi fyrir, gæti eg ekkert um sagt, þar sem cg hvorki væri dómsmálaráðherra né hefði um þetta rætt við liann. Af þessu sést, að eg liefi hvorki gefið loforð eða vilyrði um náðun og er það alveg rangt, að eg hafi lofað að útvega meðmæli þingmanna með henni. Jeg sé ekki ástæðu til að svo stöddu að fara út í ályktanir þess manns, sem um þetta mál ritar i síðasta tölubl. „Tímans", þvi að þær álykt- anir svifa í lausu lofti þegar for- sendurnar, sem þær eru bygðar á, falla burt. þó verð eg að leiða at- liygli að þvi, að þótt alt það, sem greinarhöf. segir um mig í sambandi við þetta mál, væri rétt, er sú álykyt- un hans röng, að núverandi stjórn hafi verið siðferðislega skyld til að náða vegna aðgerða minna, því að hann segir sjálfur, að jeg hafi með meðmælum þings ætlað að „skapa mér stöðu til að koma náðun fram“, en í því liggur það, að „aðstaða“ til þess liafi ekki að mínu áliti verið fyrir hendi að öðrum kosti. Og þar sem núverandi stjórn hefir ekki „skapað sér þessa stöðu", ekki út- vegað sér yfirlýsingu meirihluta þings, er skilyrðinu ekki fullnægt og- þvi engin skylda fyrir liendi, jafnvel þó ekkert tillit sé tekið til þess, sem gerðist í málinu eftir að hæstaréttar- dómur var fallinn. Sami greinarhöf. segir, að eg liafi breytt orðum sinum um, að „sakir falli niður“ í „málssókn félli niður" og nefnir þess vegna yfirlýsingu mina i siðasta tölubl. „Tímans“ „yfirskots- eið“. Til þessa meiðyrðis hefi eg ekki unnið annað en það, að eg gekk út frá, að höf. notaði hugtakið sakar- niðurfelling i mótsetningu við náðun, eins og gert er í almennu máli og lagamáli, t. d. 24. gr. stjórnarskrár- innar og skilst mér, að mér hafi verið það heimilt, fyrst höf. lét þess ekki getið, að hann fylgdi ekki al- mennri málvenju. Annars vil eg benda á, að nefnd yfirlýsing mín náði bæði til náðunar og niðurfellingar sakar, svo að ummælin um yfirskots- eið geta, þegar af þeirri ástæðu, ekki átt sér neinn stað. pessum línum vona eg, að þér, lierra ritstjóri, ljáið rúm í næsta tölublaði blaðs yðar. Reykjavík 10. ágúst 1922 Magnús Guðmundsson. Yíirlýsing. þér liafið, herra ritstjóri, beðið oss að segja í fám orðum afstöðu okkar gagnvart ummælum fyrverandi fjár- málaráðherra Magnúsar Guðmunds- sonar um samninga okkar út úr máli rússneska drengsins, í grein undir yfirskrift „Náðun", sem hann liefir sent yður til birtingai' í Tímanum, og sem þér hafið sýnt okkur. þeð er rangt lijá hr. M. G., að við höfum ekki rætt við liann um náðun Olaís Friðrikssonar ritstjóri fyr ’.'i undirréttardómui' var fallinn. Við höfðum rætt þá leið hvað eftir ann- að við harrn og fengið loforð hans um aðstoð í þeim efnum áður en aðförin síðari var gerð að Ól. Fr. og hann var handtekinn. Álitum við þetta hr. M. G. aðeins til sóma. Siðari hluti greinar hans er okkur óviðkomandi og höfum við þvi enga ástæðu til að blanda okkur í þau mál. Jón Baldvinsson, Héðinn Valdimarsson Aths. Með þessum yfirlýsingum frá báðum málsaðilum álítur Tíminn að málið sé fullskýrt og geti verið lokið. Nú er sannað með framburði tveggja Unglingaskóla hefi eg á n. k. vetri. Námsgreinar: Islenska, enska, danska og stærð- ITæði. Kenslugjald 15 kr. um mán. Umsóknir sendist mér undirrituð- um sem fyrst. Reykjavík, Nönnugötu 5. Pétur Jakohsson. Góð kýr og kvíga, báðar snemmbærar, fást keyptar nú þegar í Lundi í Lundarreykja- dal. Lundi 1. ágúst 1922. Sigurður Jónsson. vitna um afstöðu fyrverandi fjármáa- ráðherra til náðunarmálsins, að hún er nákvæmlega eins og Tímlnn hafði Sfcgt. -----o---- Aðalfundur íslandsbanka var liald- inn 29. f. m. Ágóði bankans á árinu 1921 nam nálega 2i/4 miijón króna. Var deila um það á fundinum liversu þessum ágóða skyldi varið. Eggert Claessen bankastjóri og forsætisráð- herra mæltu íast meö því að enginn arðtn' yrði útborgaður og var sú til- laga samþykt. Er tilgangurinn sá, að ágóði þessi sé liandbær á næsta ári til að mæta tapi því, sem víst er að bankinn muni biða. Verður að ljúka lofsorði á þessa ráðstöfun og þá er fyi'ir henni börðust. En liitt var furðulegra, að tveir þeirra manna er kjörnir eru af alþingi til eftirlits með bankanum, þeir bankaráðsmennirnir Bjarni Jónsson frá Vogi og Guðm. Björnson landlæknir, lögðust á móti því að þessi rétta ráðstöfun ágóðans næði fram að ganga. VífilsstaðahæliS. Ilálfur mánuðui' er liðinn síðan greinin birtist hér i blað- inu, frá fyrverandi sjúkling á Vífils- staðahælinu, sem fann mjög að ástandinu þar. Enn liefir ekkert svar komið til varnar. Er það mjóg óviður- kvæmilegt, þvi að séu slik ummæli látin ómótmælt er mjög liætt víð og nálega víst, að margir telja þögn sama og samþykki, og mun það hafa ill, áhrif. Tíminn væntir þess fastlega að svar birtist í málinu. Jórnbrautarmálið. Nýkominn er til bæjarins norskur verkfræðingur, Sverre Möller, sem á að leysa af hendi endanlegar mælingar og undir- búning járnbrautarinnar. Hann liefir þegar tekið til starfa. Atvinnumálaráðherra fer utan um miðja næstu viku og fer meðal ann- ars til Noregs til þess að leita samn- inga um kjöttoílinn. Ennfremur fer liann til Stokkhólms til þess að koma fram af íslands liálfu og flytja erindi á allshei'jai'fundi Norðurlanda, um embættaskipun landanna o. fl. „Hvað elskar sér likt“. Svo komst merkur maður austan- fjalls að orði á þjórsárfundinum um J. M. og fylliraftana, sem fylgdu hon um þar. Svona má segja um Mbl. og sr. Arnór í Hvammi. Moggi hælir hon- um sem samvinnumanni. En ski'ítið er það að Arnór er eini maður i Sam- bandinu, sem etið hefir ofan i sig eins og Moggi. Á Sambandsfundin- um í vor át hann ofan í sig dylgjur og slettur um nokkra félagsmenn, eft- ir kröfu fundarmanna. En rétt er að láta Arnór njóta þess sem hann á. Hann skildi vel nauðsyn þess, að linekt væri opinberlega rógi og lygum milliliðanna um kaupfé- lögin. Eftir tillögu frá Arnóri á Sam- bandsfundi 1919, má sambandsstjórn- in borga fyrir birtingu slíkra varnar- greina. Hver ósvifni og ósanninda- þvæla í Mogga og fylgiblöðum hans, um samvinnufélögin, skapar þannig Tímanum og Degi vissar tekjur, sam- kvæmt tillögu sr. Arnórs. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.