Tíminn - 26.08.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.08.1922, Blaðsíða 2
112 T I M I N N Ymiskonar leður og skinn fyrlr skó-, söðla- og aktýgjasmiði fyrirliggjandi í Söðlasmíðabúðinni Sleipnir, Klapparstíg 6 Reykjavík. Svar til Garðars Gislasonar. n. G. G. dylgir um að Sambandið selji kjöt helmingi dýrara liér inn- anlands en erlendis. Vafalaust veit höf. að þetta er einber uppspuni. Sambandið miðar verð á kjöti, er það selur hér heima, við erlenda verðið á sama tíma. Réttlátari grundvöll er ekki hægt að finna. Sambandið og deildir þess hafa einmitt rutt þessa braut, og leggja erlenda verðið til grundvallar fyrir innanandssölu, og eru þetta því meiriháttar ósannindi. Næst kemur G. G. að ræðu H. Kr. forstjóra á Sambandsfundi í vor. Telc- -ur hann þar sem sneið til sín um- mæli forstjórans um gærukaup ein- hvers heildsala, sem flutt hafi út gærur síðastliðið haust. Fyrst segir höf. frá ferð sinni til Ameríku, með stjórnarpassann, og lætur mikið yfir, hvað sér hafi orðið ágengt við stjórn Bandaríkjanna. Sé það borið saman við vesaldartóninn í skrifum hans um meðferð íslensku stjórnarinnar á sér, sannast á honum, að fáir eru spámenn i sínu föðurlandi. Annars má geta þess að hvergi hefir heyrst getið um almenna ántegju af ferð Garðars, nema í skýrslu hans til Mbl. G. G. segir að fulitrúi Sambands- ins í Leith (hr. Guðm. Vilhjálms- son) hafi fundið sig að máli í Leith og vill auðsjáanlega láta líta svo út, sem hann hafi farið í smiðju til Garðars jtm markaðshorfur í Ame- ríku. þeim sem vita að hr. G. V. er miklu kunnugri markaði og öllum söluhorfum í Ameríku en Garðar sjálfur, mun þykja þessi saga bros- leg. Vantar ekki yfirlætið hjá þessum nýja „legáta“. jþá kemur löng þvæla um gærusölu Sambandsins og tjón það, sem það hafi orðið fyrir, vegna þess að honum voru ekki seldar gærurnar, og er hann allur vísvitandi blekkingar. Gárðar kveðst hafa boðið forstjóra Sambandsins 90 aura (fob) fyrir tví- pundið af gærunum, snemma í októ- ber, en hann getur þess ekki, að þessu skammrifi fylgdi sá böggull, að hann vildi borga hluta af andvirð- inu í vörum (sem liann hafði keypt og verðlagt sjálfur!). Síðar getur G. G. þess, að gæru- . verðið hafi hækkað og hafi hann þá getað gefið hærra verö, en aldrei fengið tilboð, þrátt fyrir itrekaðar fyrirspurnir á skrifstofu Sambandsins hér, en þar gleymist -honum aftur að geta þess, að þegar hann var spurður um, hvaða verð hann gæfi fyrir gærur, kvaðst hann hafa keypt þær fyrir 70 aura tvípundið og þar yfir, án þess að geta um, hvort, það væri í lausri vigt eða ekki. Hafi G. getað keypt gærurnar fyrir 90 aura í október, og verðið að sjálfs hans sögusögn hækkaði seínna a haustinu, hvernig stendur þá á því, að hann ekki borgar Sláturfélagi Suðurlands, sem seldi honum allar sínar gærur seint í nóv., nema 90 aura tvífundið fob.! Orð G. G. má reyndar skilja svo, að hann lia.fi borg- að einhverjum hærra verð en Slát- urfélaginu, því hann segist enga gæru hafa keypt „undir 90 aur. pr. kg.“ Samanburðurinn á gæruverði G. G. og Sambandsins er þá þessi: Sam- bandsfélögin fá að meðaltali 9iy2 au. fyrir tvípundið, eftir innvigt á öllum höfnum kringum land, og er þá búið að draga frá útflutningsgjald og stimpilgjald sem nemur ca. 2 aur. á tvípund. Verðið er þá 93y2 au., eða >jninst 3y2 au, meira fyrir tvipundið en G. G. hefir mest borgað. Ekki er gott að vita hvaðan G. G. ke’mur sú viska, að Sambandið hafi ekki fengið nema kr. 4.95 fyrir -hvern döllara sem það fékk fyrir gærurn- ar, en líklega verður best að láta hann glíma við það reikningsdæmi sjálfan. Annars kemur það kynlega fyrir að G. G. telur sig fremstan i flokki sinna stéttarbræðra. Ilann er mjög frakkur að heimta „vemd“ og „réttindi", en virðist ekki skilja, að réttindum fylgja skyldur. Mun raup hans um eigin mikilleik ekki geta breitt yfir það, að hann er sá kaupsýslumaður hér, sem helst hefir brugðist, þegar mest lá við. þegar verðfallið byrjaði að stríðinu loknu og erfiðleikar verslunarstéttarinar voru- sem mestir, „lá hann niðri“ í hálft annað ár — flutti ekkert inn sem til nauðsynja gat talist, að því sem mælt er, og bendir það ótvirætt á hvaða guði honum er ljúfast að þjóna. J. J. ---0---- Frá útlöndum. Sennilega verður ekkert úr því að flugmennirnir ensku komi hing að, sem ætluðu að fljúga kringum hnöttinn. Einn þeirra veiktist á Indlandi og hinir hafa orðið fyr- ir slysum. — pýsku iðnfélögin og jafnað- armenn á þýskalandi hafa stofn- að til fundahalda til þess að glæða samvinnuna milli Englands og pýskalands. —. Ágreiningurinn helst enn milli þýsku alríkisstjórnarinnar og stjórnarinnar í Bayern. Er það til marks að samhliða því sem þýska stjórnin gerir alt til að vinna á móti keisaraflokknum þýska, hef- ir stjórnin í Bayern nýlega heiðr- að Hindenburg hershöfðingja stór- kostlega, en hann er eitt af helstu átrúnaðargoðum keisaraflokksins. — Stjórn Austurríkis hefir nú látið þá skoðun í ljós að eina ráð- ið til þess að koma í veg fyrir að alt fari í kaldakol í landinu, sé það að Austurríki sameinist ein- hverju öðru ríki, pýskalandi, Ítalíu eða Tékkó-Slavalandi. Eru hafnar samningaumleitanir um þetta. Hefir utanríkisráðherra ítala og komið fram með tillögur um það að Ítalía, Austurríki og Tékkó-Slavaland gangi í sameig- inlegt tollsamband. — þýskur verkfræðingur hefir flogið í tvo klukkutíma á mótor- lausri flugvél. — Mjög ískyggilegar fréttir berast nú síðast frá írlandi. Michael Collins forsætisráðherra íra, foringi meiri hluta flokksins, þess er samþykt hefir sáttmálann við Englendinga, hefir verið myrt- ur. Er það vafalaust ofstækismað- ur einhver úr hinum flokknum, sem engum sáttum vill taka, 'sem valdur er að morðinu. Er nú flokk- ur hinna sáttgjarnari íra eins og höfuðlaus her, því að hinn aðal- foringi hans, Griffith, varð nýlega bráðkvaddur. Hefir morð þetta vit anlega vakið óhug um alt írland og írska þingið hefii- verið kvatt saman. — Einn af helstu rithöf- undum íra, Bernhard Shaw, hefir nýlega látið þau orð falla um for- ingja hinna ósáttgjörnu íra, De Valera, og flokk hans, að hermenn hans væru stigamenn sem væru réttdræpir. — I Bandaríkjunum voru haf- in samskot til . styrktar írsku stjórninni. Hefir nú hæstiréttur þar í landi felt þann úrskurð að banna bönkunum að borga upp- hæð þessa til De Valera, en upp- hæðin er 2J/2 miljón dollara. ----o---- Svar til Kr. S. þar eð grein stendur í síðasta tölu- blaði Tímans, frá Kr. Sigurðssyni, sem mér finst dálítið kynleg og at- bugaverð, vil eg biðja- sanm lilað fyr- ir nokkur orð. Iíristtán Sigurðsson þarf að tala um grein mína sem eg ritaði í 17. tbl. Tímans í vor, með fyrirsögninni „Spunavélin mín“, þar sem eg segi með fullum rétti, að sú handspuna- vél, sem notuð er nú á heimilum, sé mín hugmynd eða fundin upp þannig löguð af mér. þessa vél mina smíð- aði eg fyrir 35 árum, og smíðaði hana alla, en hafði engin útlend stykki. þetta virðist særa Kristján bróður Bórðar mjög. Af hverju það kemur, skal eg ekkert segja. Orsökin til þess að eg ritaði þessa grein í vor, var sú, að mér var sagt, að lcvenmaður norðan úr landi héldi fyrirlestra um sveitir hér sunnanlands og hefði róm- að mjög þessa handspunavél, og nefndi hana Bárðar vélina. Mér fanst að hér vera hallað réttu máli og hér mætti segja sannleikann eins og í öðrum tilfellum, því ekki var hægt að eigna Bárði Sigurðssyni þessa upprunalegu smíði þessarar vélar, þó að hann tæki mína vél og smíðaði nákvæmlega eftir lienni. Aldrei liefi eg annað sagt, en að eg hafi haft mér til stuðnings og fyrirmyndar G0 þráða spunavél, sem Magnús véla- meistari á Ilalldórsstöðum hafði pant- að fyrir sig. En hver maður ætti að geta skilið það, að það kostaði fyrir- höfn að breyyta 60 þráða vél, sem var knúð af vatnskraft,i í 15 þráða liandspunavél, sem ’var haganleg á íslensk hoimili, 'enda verð eg að segja, að það kostaði mig meiri fyrir- höfn heldur en þá bræðurna Bárð og Kristján að smíða hvert stykki nú eftir - mínum vélum. Ekki er það rétt, sem Kr. Sigurðs- son segir, að Magnús á Ilalldórsstöð- um hafi smiðað tvær 15 þráða spuna- vélar. Hann smíðaði alls enga vél, það sem eg vissi til, og var alls ekki þeirri liugmynd hlyntur. Ilann áleit, að ullariðnaður ætti að ganga hér eins og i öðrum löndum fyrir véla- krafti í fullkomnum stíl. Og ekkert var liann mér hjálplegur við þær teikningar, sem eg gerði af hans vél. En það er uppfynding mín, að eg breytti til dálitlu að neðanvc-rðu, svo eg hafði eina snúru á snælduteinun- um, sem annars voru ein snúra fyr- ir hvorn tein, og þetta hafði mikið að segja, og Magnús á Halldórsstöðum notaði þessa uppfynding, og hann sem var vanur tóvinnuáhöldum, sagði að það væri líklega livergi uppfund- ið. Fyrir þetta vildi eg taka einka- leyfi. Eg gerði að vísu fleira en eitt tvinningsáhald, svo það fer fjarri að eg hafi notað það sem Bárður fann upp. En fyrir það að eg ann Bárði fyrir uppfyndingar hans á þessu sem öðru, þá vil eg láta hann fá hjá þjóð sinni dálitla þóknun. Albert Jónsson frá Stóruvöllum, Klapparstíg 6, Reykjavík. ------o---- Sýnir. ,,Paa Ridestellet ,skal Storfolk kendes“.- Svo segir Ibsen gamli þegar hann sér á eftir Per Gynt og þeirri grænklæddu, er þau ríða á grísnum inn í höll Dofrakóngs- ins. Önnur sýn bar fyrir mig ltosningadaginn. Eg sá Jón Magn- ússon ríða á Mogga með stjórn- arráðskvistsréttlætið fyrii aftan og mónópólin, tóbaks-mónópólið korn-mónópólið, vín-mónópólið og steinolíu-mónópólið fyrir framan sig, inn í höll kaupmannanna. Og sjá þeir breiddu út faðminn á móti honum. Og er hann sté af baki grísnum, þá var komið stórt gat á afturhluta hans eftir kvists- réttlætið, en hann var allur svið- inn að framan eftir mónópólin. Og sjá, þá opnuðust augu þeirra kaupmannanna, er þeir sáu hve aumlega grísinn bar sig, og eins og drísildjöflarnir í æfintýrinu, reyndu þeir að klóra augun úr hinum hugum’stóra Magnussen, með föstu hendina, sem heimur- inn verður aldrei þreyttur af að dáðst að. Og sjá þá heyrðist eins óg unaðslegur klukknahljómur af Akranesi frá hinum djúpvitra Finsen og hinum hreinhjartaða Sveini, og hinn hugumstóri hvarf niður í stóra réttlætisgatið á grísnum, og þýtur nú á mónópól- Mogga um allar jarðir og vernd- ar réttlætið fyrir utan stjórnar- ráðskvistinn. — „Paa Ridestellet skal Storfolk kendes“, X. Fréttír. Atvinnumálaráðherrann verður sextugur á morgun. Lögjafnaðarnefndin. Dönsku nefndarmennirnir fóru utan aft- ur um næstsíðustu helgi.Aðalstarf nefndarinnar var að athuga til- högunina á landhelgisgæslunni. Lá fyrir frumvai-p um að Danir skuldbindi sig til, árin 1923—1925, að halda úti á sinn kostnað tveim landhelgisgæsluskipum hér við land, samtals í 15 mánuði á ári. En samkvæmt sáttmálanum eru Danir ekki skyldir til að hafa nema eitt skip í 10 mánuði. þá er og vikið að verksviði hins ís- lenska strandvarnaskips. Dönsku nefndarmennirnir og einn hinna íslensku (Jóh. Jóh.) leggja það til að stjórnir íslands og Dan- merkur samþykki frumvarpið. En tveir íslensku nefndarmannanna (Einar Arn. og Bjarni frá Vogi) vilja helst engan samning gera, en fáist það ekki, þá eigi að gera miklar breytingar á samningnum. — Mál þetta minnir á það hve nefnd þessi er hlægilega skipuð af íslendinga hálfu. Vitanlega á nefndin að vera mynd af stjórn- málaflokkunum á alþingi. En það er langt frá að svo sé. Einar Arn- órsson er einkis manns né flokks fulltrúi í nefndinni og skoðanir Bjarna í málum þessum eru ná- lega eins dæmi. þvergirðingur þeirra félaga í strandvarnamálinu er til lítils sóma og áreiðanlega á hann engu fylgi að fagna. það liggur í augum uppi að sjálfsagt er að taka boði Dana um aukna landhelgisgæslu jafnhliða því að við smáaukum hana sjálfir eftir því sem geta vex og þeim fjölg- ar innlendum mönnum sem geta tekið þátt í henni. „Hinn bersyndugi“. Morgun- blaðsskáldið, J. B., notar tækifær- ið til að kasta hnútum að Jónasi Jónssyni þá er hann var nýlega farinn úr bænum. Kvartar J. B. mjög undan því að Jónas skuli ekki vera hrifinn af kvæðasmíð- inni og sögustarfinu. Vörn J. B. er sú að Jónas hafi ekki sagt ann- að en það sem almenningur segi um þessar ,,bókmentir“. Virðist J. B. hafa gleymt einum gömlum . og góðum málshætti sem segir að „sjaldan lýgur almannarómur“. Er það kátleg vörn ef J. B. ætlar að reisa skáldafrægð sína á því að almenningi finnist fátt um þessar „bókmentir". — Ekki tek- ur betra við fyrir J. B., þegar hann fer að blanda síra Arnóri í Hvammi inn í þessa deilu, og segir hann að Arnór sé einn af eigendum Tímans. Er ekki ólík- legt að Amór bregðist illa við þeim ummælum og biðji að forða sér fyrir vinum sínum. Verður J. B. nú sá þriðji sem verður að „éta ofan í sig“, því að vitanlega hefir Arnór .aldrei átt einn eyri í Tímanum. Sagan um átið ofan í sig er þá sögð í þrem liðum þann- ig: í Morgunblaðinu sem át ofan í sig ummæli um Sambandið, verð- ur J. B. látinn éta ofan í sig um- mæli um síra Arnór, sem át ofan í sig þau ummæli sem hann hafði um Tímann á sambandsfundinum. — Er full von til að eitthvað tak- ist slysalega til fyrir J. B. við Morgunblaðið, meðan Skúli er einn heima til að „passa“ hann. Noregur og ísland. Góðir gestir frá Noregi hafa heimsótt okkur í sumar. Má fyrst- an telja prófessor Fr. Paasche og auk hans má nefna tvo norska blaðamenn. Dvaldist annar þeirra stutta stund en hygst að koma aftur næsta sumar. Hinn dvelst hér enn og dvelur í mánaðartíma. Nafnstimpla, Signet, Dyraspjöld etc. útvegar best og ódýrast St. K. Stefánsson, Þingholtsstr. 16. Grammofónar mjög ódýrir, nýkomnir, Svo og harmoniku- og Hawaiian-Guitar- plötur. Sent gegn eftirkröfu livert á land sem er. Hljóðfærahús Reykjavíkur. €rrímsstaðir í Breiðuvík fást til lífstíðarábúðar eða á erfðafestu. Húsa þarl' bæinn þar. Landskuldin greiðist í jarða- bótum. Ágætis mótak og vatn, reki, fjörubeit (án flæðishættu) og lend- ing.-A sumrin fárra mínútna róður. Lysthafendur semji við Einar Gunnarsson, Gröf. Laugardaginn 5. ágúst tapaðist fataböggull úr bifreið á leiðinni . upp að Kolviðarhóli. Skilist á Bif- reiðastöð Reykj avíkur. Er af þessu og mörgu öðru full- víst að Norðmenn vilja nú, enn meir en áður, treysta vináttu og frændsemisböndin. Öllum Islend- ingum eru það mikil gleðitíðindi. vPrófessor Paasche flutti erindi í Nýja-Bíó, sem hann kallaði: ís- land og Noregur. þó að fátt manna væri í bænum, var »þessi stærsti fundasalur bæjarins troð- iullur og áheyrendurnir tóku er- indinu með mikilli gleði, enda er prófessor Paasche afburða mælskumaður og hugsjónaríkur. En það bar þó einkum af hve hlýlega hann mælti í okkar garð íslendinga og hversu mikill áhugi brann honum í brjósti um að meiri og betri skifti gætu tekist milli landanna. Mun óhætt að fullyrða að öllum áheyrendunum -hafi hitnað um hjartarætur, er hann tjáði íslendingum þakkirnar fyrir að hafa varðveitt sögu Nor- egs, og taldi hann, vafalaust með réttu, að „sagan“ hefði haft úr- slitaáhrif um gefa viðreisnarbar- áttu Noregs á öldinni sem leið byr undir báða vængi. Okkur ísléndingum er það og bæði skylt og ljúft að tjá þess- um kærkomnu norsku gestum, og biðja þá bera þau boð heim til Noregs, að fegnir viljum við auka vináttuna og skiftin við frænd- ui'na í Noregi. Undantekningar- laust mun hver íslendingur, sem komið hefir til Noregs, hafa fund- ið þar meiri hlýju og alúð, en í nokkru erlendu landi. það er sannarlega gott að vera íslend- ingur í Noregi. Hlutabréf Islandsbanka, 100 kr. bréf, éru nú seld á 54 kr. á kaup- höllinni í Kaupmannahöfn. Jónas Jónsson skólastjóri fór norður á Akureyri með Lagarfossi um miðja viku. Dómur er nú fallin í máli þýska skipsins sem flutti áfengis- farminn til Hafnarfjarðar. Játn- ing lá ekki fyrir, en líkur svo sterkar að um væri að ræða til- raun til smyglunar, að íarmur- inn var dæmdur upptækur og skipstjórinn í 600 kr. sekt og fjögra vikna fangelsi. Heíir skip- stjórinn lýst því yfir að, hann muni sætta sig við dóminn og ekki áfrýja til hæstaréttar. Af ástæðum sem síðar verða greindar, telur Tíminn rétt að svara ekki að sinni nýkominni ádeilugrein í Vísi um kjöttolls- málið. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.