Tíminn - 26.08.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.08.1922, Blaðsíða 1
(Sjaíbtei oq, afgrei&slumaöiír ÍÉttnans er Sigurgeir ^riörtfsfon, 5amban6sbúsinu, Keyfjatnf. ^ýgteifcsía Címatis er í Sambau6sf/úsinu. ©pin öaglega 9—\2 f. í> Stmi 496. VI. ár. Eeykjavík 26. ágúst 1922 35. blað Llósmyndavélar, efni og áhöld, hefur verið er og mun verða fjölbreyttast og ódýrast í SPORTVÖRU- HÚSI REYKJAVÍKUR. Reynið viðskifti við okkur og þér munuð minnast hagfeldra kaupa eins'og aðrir. Leitið upplýsinga hjá þeim sem hafa skift við SCHWERTER ljósmyndapappír: Bromide, Gasljós og dagsljós. — Gefa haldgóðar og fallegar myndir. — m O H tí o tí ¦4-1 o W I—H £ U E U co t-H Pí P- w <£ ctí H ^cð & Pí CD -o W tí G '£ O ¦4-) o u 0 C/D Byssur og skotfæri af öllum gerðum. Skautar, sleðar, skíði. Sport- og íþróttavörur allskonar. — Biðjið um verðskrá. okkur, — þér munuð fljótt finna einhvern. AGFA-filmur og aðrar ljósmyndavörur, þekkja allir að eru þær ---------------------i--------------- bestu.--------------------------------------- CO D5 < u co AGFA- Plötur. Vi 3 S <S < Þh O < SPORTVÖRUHÚSREYKJAVÍKUR (Einar Björnsson) Símar 1053 & 553. Símnafn: Sportvöruhúsið. Bankastr. 11. Box 384. Reykjavík. Landkjörið. i. Talning atkvæðaseðla við land- kjörið fór fram á lestrarsal al- þingis síðastliðinn mánudag. Var i fyrst hvolft úr atkvæðakössunum úr hverju lögsagnarumdæmi í einn kassa. Lentu Múlasýslur neðstar, þá Skaftafellssýslur og þánnig far in hringferðin kringum landið. Reykjavíkurseðlarnir lentu þannig nálega í miðjum kassanum, en Eyjafjarðar- og þingeyjarsýslur urðu efstar. Nú er svo ráð fyrir gert í kosningalögunum, að eftir að búið er að hella saman atkvæða seðlunum, sé þeim ruglað saman. En vegna þess hve atkvæðin voru mörg, 'og kassi yfirkjörstjórnar- innar lítill og veikbygður, var ná- lega alls ekki hægt að rugla at- kvæðunum. pessvegna var hægt að rekja slóðina um landið þegar talningin fór fram. - þegar búið var að lesa atkvæða- seðlana af Norður- og Vesturlandi og á að giska komið að Reykja- víkurseðlunum, var B-listinn með langhæsta atkvæðatölu allra list- anna, um það bil 500 atkvæðum hærri en D-listinn, sem var þá næst hæstur. það var og greini- legt að kvennalistinn fékk hlut- fallslega flest atkvæði á Vestur- landi, mátti meðal annars sjá það af því að frú Theódóra Thórodd- sen var mjög víða' færð upp á 'þeim listum. Svo komu Reykjavíkuratkvæð- in. þá fær B-listinn nálega engin atkvæði langa hríð. A-listinn óg D-listinn fá nú langflest atkvæð- in. D-listinn nær B-listanum og verður um það bil 400 atkvæðum hærri. þá koma sveitakjördæmin aftur á suður- og austurlandi. B-listinn fær aftur langflest af atkvæðun- um og þegar lokið er upplestri þeirra atkvæða, sem greidd yoru á kjördegi, er B-listinn aftur hæstur, nokkrum atkvæðum hærri en D-listinn. þá voru eftir um það bil 200 atkvæði sem greidd höfðu verið fyrir kjördag, lang- samlega aðallega í Reykjavík. þá komst D-listinn aftur þeim, 62 at- kvæðum á undan sem úrslitin sýna. Atkvæðatala listanna var þessi: Á-listi......2033 atkvæði B-listi......3196 — C-listi . . . . .. 2674 — D-listi .... .. 3258 — E-listi...... 633 — Voru þannig kosnir einn mað- ur af hverjum listanna B-, C- og D. Næsta dag voru athugaðar breytingarnar á listunum. Voru þær hlutfallslega mestar á kvenna listanum. En mikið vantaði á að breytingarnar gætu valdið sæta- skiftum á nokkrum listanna. > Voru þessir kosnir: Jón Magnússon af D-lista með 3139Vg atkv., Jónas Jónsson af B-lista með 2982Vo atkv., og , Ingibjörg H. Bjarnason af C- lista með 2545 Vc atkv. En varamenn eru þessir: Sigurður Sigurðsson 27l84/o atky. Hallgr. Kristinsson 26475/6 atkv. Inga L. Lárusdóttir 21244/e atkv. Enn má geta þess um hina mennina á B-listanum, að ,Sveinn Ólafsson fékk 2150 atkv., Jón Hannesson 16315/6 atkv., Krist- inn Guðlaugsson 1109Vg atkv. og Davíð Jónsson 5722/o atkv. II. Morgunblaðið fór í biðilsbux- urnar þegar daginn eftir að kosn- ingaúrslitin voru kunn. það þótt- ist ekki einu sinni þurfa að fara bónorðsförina. það. lýsti því yfir skilmálalaust að atkvæði C-list- ans bæri að telja með atkvæðum D-listans. En Morgunblaðið var ekki lengi í biðilsbuxunum. Fregn þess um þetta skyndibrullaup reyndist viðlíka áreiðanleg og margt annað sem í því blaði stendur. Daginn eftir neyddist blaðið til að birta hörð mótmæli frá báðum umboðsmönnum C- listans. „Mótmælum við umboðs- menn C-listans því eindregið, að atkvæði þess lista séu talin sam- an við atkvæði D-listans eða nokk- urs annars lista og ennfremur að hinn nýkjörni fulltrúi vor verði að svo stöddu talinn til nokkurs sé'r- staks flokks, sem nú er uppi^í landinu", o. s. frv. stendur þar. — Svo lengi var Adam í Paradís í það sinn. Og nú er hryggurinn boginn og aumur. En sannleikurinn er vitanlega sé, að C-listinn hefir náð atkvæð- um meir og minna frá öllum hin- um listunum. Af upptalningunni var það bersýnilegt að atkvæði hans voru dreifð um alt land og alls ekki tiltölulega fleiri í Reykja- víkur atkvæðunum, þar sem aðal- fylgi D-listans var. það er skiljanlegt að atkvæði B-listans urðu ekki fleiri en þetta. Atkvæðin 'eru nálega öll úr sveitum> frá bændum og sam- vinnumönnum. Kosið á mesta ffiearf ELEPHANT CIGARETTES Sjúffengar og kaldar að reyfeja Smásöluverð ÖO aur, pk. Tást alstaðar, THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. ? T T T T 4 T annatíma. Erfiðleikai'nir eru margfaldir fyrir sveitamenn að sækja kosningar. þar sem svo fáa átti að kjósa, komst ekki neinn verulegur hiti í kosninguna. Margir munu furða sig á hinu að D-listinn skyldi *fá svo mörg atkvæði. En mikill var aðstöðu- munurinn þar. Má fullyrða að a. m. k. 2500 af atkvæðum þess lista séu greidd í kaupstöðunum, þar sem er afarhægt að sækja kjörfund. Og í kaupstöðunum og allra helst í Reykjavík gengu kaupmenn berserksgang til þess að smala. Hundruðum saman voru kjósendurnir fluttir á bílum til og frá kjörstaðnum. Fylgdi ekki önnur kvöð skemtitúrnum, en að setja kross við D-listann. Mun óhætt að fullyrða að kaupmanna- liðið hafi nokkurnveginn skafið pottinn innan eins og hægt var. Tilraun Morgunblaðsliðsins að blekkja bændur til að kjósa kaup- mannalistann, með því að hafa Sigurð ráðunaut fyrir beitu, hefir aftur á móti mjög mistekist. List- inn hefir ekki fengið nema nauða- fá atkvæði í sveitunum ¦— í mesta lagi fáein hundruð. Og þau at- kvæði hefði listinn sennilega feng- ið hvort sem vár: sumpart þá bændur sem ekki hafa getað los- að sig enn undan áhrifum kaup- staðavaldsins og ala meir og minna á tortrygni gegn samtök- um bænda bæði í verslunarmál- um og stjórnmálum, sumpart þá bændur, sem ekki hafa enn áttað sig á hinum nýju straumhvörfum í stjórnmálalífinu og kusu D- listann af því að gamall flokks- maður Heimastjórnarflokksins sál- uga var efstur. J>á hefir B-listinn og haft tjón af því að atkvæðis- rétturinn er bundinn við 35 ár, en ekki 25 eins og við venjuleg- ar kosningar. Atkvæðatala sú er þessir tveir aðalflokkar fengu við landkjörið: Bændaflokkurinn og Kaupmanna- flokkurinn, er því alls ekki rétt mynd af styrkleika þessara flokka við almennar kosningar. Vegna aðstóðunnar hefir ekki nema brot áf þeim kjósendum sem fylgja stjórnmálasamtökumbænda og samvinnumanna, neytt kosn- ingarréttar síns. Langflest sveita- kjördæmin eiga að vera þeim flokki viss og það á'ekki að þurfa að líða á löngu áður en bændur þvertaka fyrir það að fulltrúar þeirra lendi í „bændadeild Morg- unblaðsins". » Morgunblaðið hefir aftur á móti tíundað það sem það átti til í bæjunum, og a. m. k. fimm sjöttupartar af atkvæðum D-list- ans eru þaðan. Hin fáu atkvæði sem sá listi fékk í sveitunum, ganga fljótt úr sér, en þau sem þar bætast ný við, munu fæst hneigjast til stuðnings við kaup- mannaliðið. Framsóknarflokkurinn, flokkur bænda og samvinnumanna, getur því hiklaust kallað sig langstærsta stjórnmálaflokk landsins. Loks er að minnast fleiri kát- legra ummæla Morgunblaðsins um landkjorið. Telur blaðið að kosningin hafi einkum staðið um „frjálsa verslun". Og Jón Magnús- son og Sigurður búfræðingur eru hinir útvöldu fulltrúar „frjálsrar verslunar"! — Er hér ekki um annað en beina blekkingartilraun að ræða, því að blaðinu er full- kunnugt að samvipnustefnan grundvallast beinlínis á „frjálsri verslun". Framsóknarflokkurinn er og eindregið fylgjandi „frjálsri verslun". Einkasölu ríkisins er flokkurinn ekki fylgjandi nema annað tveggja sé fyrir héndi: að raunverulega „frjáls verslun" ein- hverrar vöru sé ekki lengur frjáls, vegna þess að einhver einstakl- ingur eða félag hefir náð einokun- artökum (steinolían), eða að ein- hver vara er sérstaklega fallin til að vera tekjustofn fyrir ríkið (tóbak). pessi verslunarstefna er það sem nú er rekin af hinu op- inbera á íslandi. pað er því ger- samlega rangt að kosið hafi ver- ið um „frjálsa verslun", nema að svo miklu leyti sem jafnaðar- menn, einir allra flokka vilja láta ríkið taka að sér verslunina. Síðast er að minnast þeirra um- mæla Morgunblaðsins að kosn- ingaúrslitin séu „falleg og mak- leg viðurkenning", nokkurskonar uppreisn fyrir Jón Magnússon. Er þar gripið á kýlinu og hef ði Morg- unblaðið helst ekki átt að minn- ast á þessa hlið málsins. Rúman fjórða part atkvæða fær Jón Magnússon, maður sem tók við langstærsta og öflugasta stjórn- málaflokki landsins, Heimastjórn- arflokknum, hefir setið við æðstu völd í landinu í mörg ár, er nú tekinn upp á arma hins harðvít- uga kaupmannaflokks sem • lang- besta aðstöðu hefir til áð smala liði sínu að kjörborðinu og sparar ekki fé fyrir ókeypis bíltúra og „lánar" með sér á listann gamlan mann sem er persónulegur kunn- ingi langflestra bænda landsins. Með alt þetta að baki tekst hon- um að fá fjórða hvert atkvæði. Hvílíkur sigur! — En þessi um- mæli Morgunblaðsin's eru þó enn hlálegri í garð Jóns Magnússon- ar í þeirra eyrum sem vita hví- líkum harmkvælum það var bund- ið að fá kaupmannaflokkirin til að þola það að Jón yrði settur efst- ur á listann. J>eim „óaði við því"! peir sóru við skegg sitt sumir að þeir létu ekki skipa sér að kjósa hann, og urðu svo að gera það. petta er sannleikurinn um hina „fallegu" og „maklegu" viður- kenningu. Siglufjarðarblaðið „Fram" hitti naglann á höfuðið er það skýrði frá hversvegna bæri að kjósa Jón Magnússon. pað var af því að hann væri „minst vond- ur". Kaupmannaliðið kaus hann af þeirri ástæðu.Hann fékk fjórða part atkvæða, og a. m. k. þrjá fjórðu atkvæðanna sem hann fékk, fékk hann af því að hann var álitinn „minst vondur".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.