Tíminn - 23.09.1922, Blaðsíða 4
126
T 1 M I N N
sumt í málinu, þá er það þakkar-
vert að blaðið sýnir þar augljós-
lega hversu mikill sori fylgir
þessu óheillamáli.
þá er yfirlæknirinn. það er auð-
vitað ofar minni þekkingu að
dæma um starf hans frá sjónar-
miði vísindanna. En sú skoðun rík
ir að hann sé þar framúrskarandi
á sínu sviði. Flestallir læknar og
almannarómur telja hann lang-
færastan berklalæknir hér á landi,
sakir bæði kunnáttu og reynslu
langrar. 1 umgengni við sjúkling-
ana virtist mér hann mjög alúð-
legur, nærgætinn og oft gaman-
samur. Sá eg ekki annað en að áll-
flestir sjúklingar tækju honum
vel. Mér virtist hann umgangast
þá mjög á líkan hátt og t. d.
kennarar mínir við háskólann um-
gangast sína sjúklinga. En hann
virðist maður fáskiftinn og fámáll
við ókunnuga, og ’er honum fund-
ið það til foráttu. Lítið kyntist
eg honum persónulega, en trúað
gæti eg því að þeim, er kyntust
num, myndi hann reynast hald-
betri en margur annar, sem frem-
ur á heima í þessari „mælgu fullu
og málóðu öld“, eins og vitur mað-
ur hefir sagt um vora tíma. Eg
varð var við, að fátt var einstaka
sjúkling til hans. Bar sérstaklega
á því með einn. þótti mér það
ekki mikið af öllum þeim sjúkl-
ingafjölda. Hvaða læknir í veröld-
inni skyldi það vera, sem slíkt
hendir ekki oft og tíðum? Og þó
að teknir væru allra ágætustu
læknar til dæmis, hafa þeir átt
marga sjúklinga, sem ekkert sjá
við þá annað en ilt, og aldrei unna
þeim sannmælis. Að taka sér skoð-
un á læknum eftir slíkra vand-
ræðamanna sögusögn, gera ekki
aðrir en þeir, sem svo hörmulega
eru gerðir, að meta alt það meira
sem miður tekst.
Ráðsmensku hælisins hefir lítið
verið fundð að ennþá, enda mun
hún í besta lagi.
Eins ber að gæta, þegar heimt-
að er mikið af Vífilsstaðahælinu;
þar er legukostnaður mjög lágur.
Á sambýlisstofum aðeins 5 kr. á
dag, og er þar alt innifalið, sjálf
vistin, læknishjálp, umbúðir, lyf
ljóslækningar. Sjálfsagt mætti
hafa þar margt íburðarmeira,
meiri „luxus“. það yrði auðvitað
mikið dýrara, en vafasamt hvort
nokkuð ynnist við, eins myndi
fundið að eftir sem áður, því að
mikið vill altaf meira.
Yfirleitt virtist mér Vífilsstaða-
hælið í góðu lagi, þegar tekið er
tillit til þess, hvernig í haginn er
búið. Mér sýndist sjúklingum líða
þar vel, eftir því sem mannlegur
máttur fær við ráðið, og mikið
fyrir þá gert. Skýrslur af hælinu
sýna líka góðan árangur éftir því
sem tíðkast um hæli eins og þetta,
sem taka verður við hvaða sjúkl-
ing sem því er fenginn, þó að
dauðvona sé. En sjúklingar sem
líða af líkámlegum meinum eru
því miður oft og tíðum ekki full-
heilbrigðir á sálinni. Ógaéfan ger-
ir þeim lífið þungbært og þeim
hættir til svartsýni, önuglyndis og
hótfyndni. Allir, sem umgengist
hafa sjúklinga, kannast við hversu
erfitt er að gera þeim til hæfis..
En því ber auðvitað að taka með
stillingu og skilningi. því fremur
á þetta sér stað sem sjúkdómar
eru langvinnari og lítið hægt að
gera til skjótra lækninga. Menn
geta óhræddir sent vandamenn
sína til Vífilsstaða, ef berklaveik-
ir eru, enda myndu læknar og lög-
gjafar ekki fyrirskipa slíkt ef ekki
væri til góðs.
Eg hefi lýst því, hvernig Vífils-
staðahælið kom mér fyrir sjónir
í ýmsum þeim atriðum, sem nú
er mikið umtalað. Og mér er sagt
að alt hafi þá verið með sama
hætti og endranær. Mér þykja því
mjög ótrúlegar ýmsar sögur, sem
nú ganga staflaust manna á með-
al, og furðar á, að þetta skuli orð-
ið að blaðamáli. Hvað hér á að
gera, veit eg ekki. Frá hendi
þeirra sem byrja, er þetta annað-
hvort gert til að svala hefnigimi
þeirra, og dettur fljótt niður, því
að „skamma stund verður hönd
höggi fegin“, eða þetta er tilraun,
vanhugsuð og vanmáttug, til ein-
hverra byltinga við hælið. Van-
hugsuð virðist mér hún af því að
hér er hafin árás persónuleg, veg-
ið með hinu skammbeittasta
vopni, reynt að rífa niður það sem
standa á, og'ekkert minst á hvern-
ig bæta skyldi gallana. Vanmátt-
ug er þessi tilraun, því að hún
reisir sér sjálf skorður. Hún hleyp
ir illu blóði og stífni í báða aðila.
Hún íjarlægir menn hvor öðrum,
þegar menn ættu að standa sam-
an um endurbætur hælisins. Og
þó að einhverjar breytingar yrðu
nú gerðar, til bóta í sjálfu sér, þá
verða þær með illu gerðar og
rnunu ekki koma að notum. Ekk-
ert hefir enn sést í þessum ádeil-
um, sem sagt er af velvilja né
endurbótalöngun. Hér hafa verið
niðurrifsmenn einir að verki. Hvað
sem skrafað verður og skrifað,
mun þetta mál falla niður. En því
má sjálísagt treysta, að hin
ágæta læknastétt þessa lands sjái
um að heilsuhælið á Vífilsstöðum
verði jafnan í góðu lagi, og hún
getur ráðið mestu um hælið, eins
og vera ber.
Með þessari grein ætla eg mér
ekki að leggjast í deilur um Víf-
ilsstaðahælið. En ef einhver víkur
máli sínu að því, sem hér hefir
verið skrifað, bið eg hann að
leggja ekki annað 1 orð mín en
þau merkja, og reyna fremur að
skilja en misskilja. En því bið eg
þessa, að mér er ekki grunlaust
um að hér kunni ofstopamenn við
að fást.
Skúli V. Guðjónsson.
II.
Ág*p af sögu eins sjúklings.
Frh.
þegar eg kom í fyrsta-sinni í
baðhús þetta, þá studdi eg annari
hendinni athugalaust í gluggakist-
una. Höndin varð svört af gömlu
ryki. Ekki er mér kunnugt um
það, hversu oft baðhús þetta er
þvegið. En hitt var mér kunnugt
um, að gólf leguskálans var þvegið
a. m. k. mánaðarlega og stundum
oftar, og þó sást þar oft ýmislegt
það, sem þar mun ekki vera ætl-
aður staður, svo sem pappírs-
skæklar, mold, möl o. s. frv. Mátti
einkum finna þetta í hornum við
hurðir og dyr inn af leguskálan-
um.
En það er af lýsisnotkuninni að
segja, að eg átti að taka inn 4
matskeiðar á dag. Lýsið var í
tappalausri flösku, er stóð á borði
frammi á gangi, og lyfjaskeiðarn-
ar í skúffu undir þessu sama
borði. En í þeirri skúffu var oft
ýmsa aðra hluti að finna en skeið-
ar, s. s. fataklemmur, bréfa-
klemmur, baðhússlykil, baðseðla,
tvinnakefli o. fl. Framangreinda
hluti mun hafa átt að geyma í
skúffu, er var samhliða skeiða-
skúffunni í sama borði, en' hjúkr-
unarkóhurnar líklega tekið öðru
hvoru misgrip á skúffum,. þegar
þær hafa þurft að flýta sér, og
einkum ef þær hafa þá um leið
heyrt hið rómmikla kall yfirhjúkr-
unarkonunnar hljóma um gang-
ana. En hún mun og einnig sjálf
hafa notað þessar sömu skúffur
daglega. — Eg hafði þegar í stað
orð á því við h j úkrunarkonu
mína, hvort ekki væri betra að
hafa tappa í lýsisflöskunni, en
ekki breytti það neinu. Nokkuð
löngu síðar nefndi eg þetta sama
við yfirlæknirinn. Kvað hann það
lítils vert, en réttara væri þó að
loka flöskunni. Eftir það sá eg
hana aldrei tappalausa.
í svefnstofunum er þrengra en
upphaflega mun hafa verið ætlast
til. Átta manns eru nú í flestum
þeim stofum, sem upphaflega voru
ætlaðar sex mönnum, fjórir í þeim
stofum, sem ætlaðar voru þrem
mönnum, og tveir í þeim, sem
ætlaðar voru einum. Gólfin í stof-
unum eru þvegin einu sinni til
tvisvar á dag, en ofnkrókurinn
vill oft gleymast, og þá safnast
þar saman ló af rúmteppum, ryk
og aðrir smámunir. — Mér er ekki
kunnugt um það, hversu oft gang-
arnir voru þvegnir, en það kom
fyrir, að eg sá þá sópaða. Spurði
eg þá stúlkur þær, er þetta verk
unnu, hvort leyft væri að sópa
gólf á heilsuhælinu. þær kváðu sér
ekki kunnugt um, að það væri
bannað.
í svokölluðum baukhúsum eru
hrákarennui'nar, en í þær er helt
öllum uppgangi frá sjúklingum,
bæði úr vasaglösum þeirra, sem
fótavist hafa, og úr könnum þeim,
er rúmfostir sjúklingar nota.Tveir
vatnshanar eru yfir rennunni. I
einu baukhúsinu kom einhverju
sinni leki að pípu þeirri, sem ligg-
ui' niður frá rennunni. Vatn gaf
niður með vatnshönunum, þó lok-
aðir væru, svo pípan lak án afláts.
Kvað svo mikið að þessum leka,
að vatnið flóði yfir gólf bauk-
hússins. Til þess að komast að
hrákarennunni og hreinsa glös sín
urðu menn því að vaða flóð þetta,
og til þess að komast á salerni
þurfti að fara sömu leið, því að
þau eru inn af baukhúsunum.
Vér sjúklingar, sem áttum við
þetta ástand að búa, undum því
illa — þótti ilt að þurfa ávalt að
setja upp vatnshelda skó ef vér
áttum erindi í baukhúsið, og sum-
ir þóttust ekki vilja bera ábyrgð
á því, er þeir kynnu að bera með
sér þaðan á skóm sínum út um
ganga og inn í stofur.
Kom eg því að máli við hjúkr-
ynarkonu mína, ungfrú Sigríði
Magnúsdóttur, og spurði hana
hvort ekki mundi vera hægt að
ía bót ráðna á þessum leka. Hún
svaraði og kvaðst hafa margbeð-
ið um viðgerð á þessari pípu, þó
það væri ógert ennþá. Leið svo
nálægt vikutíma þar til viðgerð-
in fór fram. Daglega gekk yfir-
hjúkrunarkonan, ungfrú Warncke,
um baukhús þetta, en ókunnugt er
mér um það, hvort yfirlæknirinn,
hr. Sigui'ður Magnússon, hefir
vitað um ástand þetta.
þegar eg var nýkominn á Vífils-
staðahælið, gerði kuldatíð mikla
— stórviðri með allmiklu frosti.
þótti* þá mörgum kalt í leguskál-
anum. Eg var óvanur útilegunum
og þoldi því kuldann illa. Auk
þess hafði eg ekki nægilega hlý
skálaklæði til þess að liggja við.
þegar eg fór að heiman, vissi eg
ekki annað, en að heilsuhælið legði
sjúklingunum til þau klæði, nægi-
lega mikil og nægilega hlý, hafði
eg því engin slík með mér að
heiman. þau skálaklæði, sem eg
fékk til notkunar á hælinu, voru
svo sem þar er venja, legutæki og
2 teppi. En teppin sem ég hlaut
voru íremur þunn og nokkuð slit-
in. Sjúklingar hafa fundið, að
þessi útbúnaður er alls ónógur að
vetrarlagi. Hafa þeir því til upp-
bótar gæruskinn, teppi, segldúka
o. s. frv. Eg, sem hafði ekkert til
uppbótar á hælisklæðunum, var
því dálítið ver staddur en hinir,
sem eldri voru í hettunni og reynd
ari. — þegar eg nú fann, að ég
gat ekki haldið á mér hita, þá bað
eg hjúkrunarkonu Sigríði Magnús-
dóttur um teppi í viðbót eða þá
a. m. k. hlýrri teppi en þau, sem
eg hafði fengið. Kvað hún eigi
liægt að verða við þeirri bón, enda
hefði hún ekki ráð á teppum. Dag-
inn eftir bar eg þessa málaleitun
upp fyrir yfirhj úkrunarkonu D.
Warncke og skýrði henni frá því
að eg gæti ekki haldið á mér hita
í leguskálanum. Svo vildi til, að
eg hélt á öðru skálateppinu á
handleggnum. þegar ég nú bað um
teppi í viðbót, eða önnur hlýrri,
þá svaraði yfirhj úkrunarkonan,
sem er dönsk: „Nej, nej; det er
godt skalateppe“, benti á teppið
sem eg hélt á, og gekk samstund-
is burtu; varð því eigi það sam-
tal lengra. Morguninn eftir, þegar
yfirlæknirinn kom á stofugöngu,
bað eg hann um teppi. Leit hann
þá til yfirhjúkrunarkonunnar og
svaraði síðan að eg gæti ekki
fengið það, sem eg bað um, því að
ekki væri til þess ætlast, að hver
sjúklingur fengi fleiri en 2 teppi
í skála, og á Vífilsstaðaheilsuhæli
væri þó gert meira fyrir sjúkling-
ana en tíðkaðist á öðrum heilsu-
hælum.Eg kvað mér vera kalt í
leguskálanum, þó eg hefði þau
teppi, sem til -var ætlast, og þó
mikið væri fyrir mig gert; hann
(læknirinn) hefði ekki getið þess
við mig, áður en eg kom á hælið,
að eg þyrfti að leggja mér til
nokkur skálaklæði, hefði eg því
ekkert slíkt með mér. Læknir
svaraði þá, að ef eg gæti ekki
haldið á mér hita í skála, þá yrði
eg að kaupa mér teppi. Bað eg
hann þá að selja mér það. Kvaðst
hann ekki geta það, því ekkert
teppi væri til, nema með því móti
að taka það frá öðrum. Og við það
sat. En til þess að íorðast ofkæl-
ingu, lá eg ekki í skála þegar
kaldast var, þar til að eg hafði
fengið betri útbúnað. Löngu síð-
ar, þegar farið var að hlýna í
veðri, spurði læknir mig eftir því,
hvort eg gæti nú haldið á mér
hita. En eg þóttist ekki að þessu
sinni þarfnast læknisumönnunar í
því efni.
í svefnstofunum var mjög kalt
yfir vetrarmánuðina. pá veittist
mörgum það erfiðlega að halda á
sér hita. Eg þurfti að klæða mig
vel undir nóttina þegar kaldast
var, til þess að mér yrði ekki of
kalt á meðan eg svaf.
Ekki hafði eg dvalið nema stutt
an tíma á Vífilsstaðahælinu, þegar
eg sannfærðist um það, að mis-
tök í matreiðslu væri þar alltíð-
ur viðburður. þótti mér sem
bragð og melting, bæði mín og
annara sjúklinga, segja til þess.
Svo ótrúlega sammála voru melt-
ingarfæri manna í þessu efni, að
nóttina eftir annan dag páska
mótmæltu þau, nær því í einu
hljóði, að gegna störfum fyrir þá
menn, sem fótavist höfðu og
neyttu almenns fæðis. Gerðist þá
ókyrleiki mikill meðal manna.
Menn spruttu fram úr rúmum sín-
um og leituðu náðhúsanna af
miklum ákafa. þóttist þá margur
vaskur. drengur ekki hafa komið
öðru sinni í öllu krappari dans.
En aðsóknin var svo mikil, að
sumum entist ekki þolgæði og
máttur til að bíða þess, að röðin
kæmi að þeim, og urðu þá frá
að hverfa við svo búið, og þótti
það hin átakanlegasta fýluför. I
júnímánuði skeði sami leikurinn
í annað sinn og nokkrum dögum
síðar í þriðja sinn, en þá mun
þátttaka hafa verið mun mihni en
áður. Margt starfsfólk hælisins
varð fyrir samskonar ónæði og
vér sjúklingar.
Hæverska mikil var viðhöfð á
Vífilsstöðum í framburði matar,
a. m. k. fyrstu mánuðina sem eg
dvaldi þar. Á átta manna borð
voru oft bornar 1—3 sneiðar af
osti, blóðmör, lifrarpylsu o. s. frv.
og á miðdegisborð var oft borið
grautarfat sem tók tvo diska —
seninlega í þeim tilgangi gert, að
kenna sjúklinguf mannasiði og til
þess að verja þá ofáti. En þess
skal getið, að ávalt gátu menn
fengið nægju sína af einhverjum
mat, ef þeim entisfc þolinmæði til
þess að hringja nægilega oft.
Á borðu voru alloft fágætir
réttir, og vissi eg engan svo vel
lærðan meðal sjúklinga, jafnvel
þó lærður væri úr matreiðslu-
skóla, að hann vissi nöfn á þeim
réttum öllum, og því síður að
hann treystist til þess að búa þá
til. Enda hefir ráðskona hælisins,
ungfrú Fjóla Stefánsdóttir, verið
af sumum kölluð lærðasta mat-
reiðslukona þessa lands. En van-
kunnátta vor sjúklinga var meiri
en þetta. Vér kunnum ekki einu
sinni að borða þessa rétti suma
hverja. pó að vér hefðum í gá-
leysi byrjað að borða einhvern
réttinn, urðum vér stundum að
hætta við það skjótlega, þegar
vér sánnfærðumst um það, að
þetta verk gætum vér ekki unnið.
Tvær síðustu vikur maímánaðar
lá eg rúmfastur; hafði fengið
blóðuppgang, en þó lítinn. Á með-
an eg lá kom það fyrir hvern dag-
inn eftir annan, að inn var borinn
grautur, sem flestir sjúklingar
þeirra, er eg hafði fregnir af,
kunnu ekki að borða. Endursend-
um vér því flestir þann graut.
þegar yfirlæknirinn kom á stofu-
göngu morguninn eftir síðari
grautardaginn, var enginn okkar
stofufélaga farinn að nefna graut-
armálið, þegar yfirlæknir hóf
fyrstur máls á því. Tók hann að
ávíta einn sjúklinginn, er Hjör-
leifur heitir, fyrir það, að hann
hefði ekki borðað grautinn deg-
inum áður. Kvað það engra sið-
aðra manna háttu að borða ekki
þann mat, sem fram væri borinn,
og væri ilt til þess að vita, að
þurfa að kasta grautnum 1 skólp-
íennuna dag eftir dag. Hjörleifur
kvað bragð nokkurt hafa verið
( að grautnum, sem hefði valdið því
að hann tapaði matarlystinni.
Kvaðst heldur vilja vera matar-
laus en neyða ofan í sig slíkum
mat sem grautur þessi hefði ver-
ið. Læknir svaraði að bragð þetta
mundi verið hafa hugarburður
Hjörleifs, og mundi enginn hafa
orðið þess var nema hann, og yrði
því ekki mark á þessu tekið. Lagði
eg þá orð í belg og kvað okkur
sjúklinga, sem hefðum bragðað
grautinn og komist á sömu skoð-
un og Iijörleifur, vera -of marga
til þess að hægt væri að kalla
álit okkar allra hugarburð. Einn
sjúklingur í þessari stofu hafði
kunnað að borða grautinn, og
virtist mér þá, að yfirlæknirinn
rneta hann mest okkar stofubúa,
svo sem von var til. Eftir nokk-
ur frekari orðaskifti gekk læknir
út, og leist mér svo sem honum
hefði runnið í skap.
Laugardagskvöldið þ. 10. júní
var steiktur fiskur á borðum. Tók
eg þá bita af fiskfatinu, lét á disk
og brá á hann matkvíslinni, en
þótti seigur bitinn. Tók eg þá til
hnífsins, en hann vann ekki á
fremur en kvíslin. Gætti eg þá
betur að, hverju þetta sætti, og
íann þegar ástæðuna. Hún var
sú, að fiskurinn var hrár — svo
lrrár sem hann hefði aldrei nærri
eldi komið, að undantekinni ystu
húðinni, sem var brún, svo fisk-
urinn leit út sem steiktur væri.
Datt mér nú í hug að sýna þetta
yfirlækninum, en við nánari at-
hugun sannfærðist eg af reynslu
minni og annara sjúklinga um
það, að sú aðferð myndi reynast
árangurslaus, yfirlæknirinn myndi
ekki sinna þessari umkvörtun
fremur en öðrum. Hafði eg því
aðra aðferð að þessu sinni. Eg tók
að lokinni máltíð bita af þessum
hráa fiski, bjó um vel og sendi
til læknis eins í Reykjavík, sem
eg áleit vera formann læknafélags-
ms. Með sendingu þessari lét eg
fylgja bréf það, er eg mintist á
í upphafi þessa máls. Var það
stílað til formanns Læknafélags-
ins og hafði inni að halda skýr-
ingu á þessari sendingu. Bréf
þetta get eg því miður ekki birt
hér orðrétt sökum þess að mér
hefir ekki ennþá tekist að fá vissu
fyrir því, hvar það er nú niður
komið.*) Viðtakandi læknir af-
hendi svo sendinguna formanni
Læknafélagsins, og þaðan fór hún
til landlæknis, svo sem vera bar.
Frh. Páll Vigfússon.
*) Frá viðtakanda fór það til for-
manns Læknafélagsins óg þaðan til
landlæknis. I-Iérna um daginn hringdi
eg til landlæknis og spurðist fyrir um
þetta bréf. Svaraði landlæknir því, að
liann hefði afhent bréfið yfirlæknin-
um á Vífilsstöðum og myndi það
liggja hjá honum ef hann hefði ekki
cndurscnt það Læknafélaginu. Degin-
um eftir hringdi eg til yfirlæknisins
og spurði hann um bréfið. Kvað hann
það ekki vera hjé sér og hófði hann
aldrei við því tekið. En mér hefir
ekki enn tekist að fá fulla vissu um
það, hvor þeirra segir satt, landlækn-
i: Guðmundur Björnson, eða yfir-
læknir Sigurður Magnússon. P. V.
Ritstjóri Tryggvi pórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.