Tíminn - 30.09.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.09.1922, Blaðsíða 2
130 T 1 M I N N Samband íslenskra Samvinnufélaga hefir fyi'irligg'jandi og útvegar kaupfélögum alls konar landbúnaðarverkfæri Sláttuvélar, Milwaukee Rakstrarvélar, Milwaukee Snúningsvélar, Milwaukee Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1921. G-arðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, Hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrneíndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Yagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval. o. fl. o. fl. Ennfremur veikfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýning- unni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við Búnaðar- / félag Islands, sem einnig gefur upplýsingar um þau. Garðyrkjan á Reykjum. par hefir verið talsverð garð- rækt undanfarin ár, en aukin á þessu ári að miklum mun. Hinn ungi bóndi á Reykjum, Bjarni Ásgeirsson frá Knararnesi, sem í föðurgarði hafði séð hve vel hirt- ir kartöflugarðar gefa mikið af sér, sá fljótt, að heita jarðveginn á Reykjum mætti nota meir en gert .hefir verið og að í höfuð- staðnum mundi mega fá gott verð fyrir garðávextina. Bjarni var svo heppinn að fá í sína þjónustu danskan mann, Breskov að nafni, sem vanist hafði ýmiskonar jarð- í'ækt og garðrækt í föðurlandi sínu, dugnaðarmann fullan af áhuga á því að vinna gagn og það helst á þessu sviði. I vor var garðræktin aukin á Reykjum. Snemma í sumar var farið að flytja hingað til bæjarins ýmsa garðávexti: næpur, hreðkur, salat, kerfil og spinat. Við þessar teg- undir bættist bráðlega: Péturs- selja, grænkál, gulrófur, karlöfl- ur, blómkál og fleiri káltegundir. Garðræktin á Reykjum hefir gengið svo vel í sumar, að vafa- laust verður hún aukin að mun næsta vor, enda eru nú í undirbún- ingi auknir vermireitir og ýmis- legt fleira. Stormurinn bagar nokk uð, eins og svo víða annarsstaðar, en reynt er á ýmsan hátt að draga úr áhrifum hans, hinum veikbygð- ari plöntum skýlt með sterkbygð- ari gróðri eða skjólgörðum. Jarðhitinn á Reykjum verður óefað að miklum notum framveg- is, garðræktin er þar að komast á hinn rétta rekspöl. Hagnaðarvonin er miklu meiri en annars mundi, /egna þess hve stutt er á markað- inn með garðávextina. Áburðar- skortur hefir tafið fyrir undanfar- ið og gerir vitanlega lengi enn, þótt reynt sé nú að ráða bót á honum eftir megni. Víða hér á landi er hlýr jarð- vegur við hveri og laugar og víða eru kartöflur ræktaðar þar sem svo stendur á, en meira þyrfti þó að því að gera. Fyrir 40—50 ár- um man eg eftir kartöflugarðin- um í Reykhúsum í Eyjafirði. Sá garður vár stærri en gerðist á bæjum þar í grend og kartöflum- ar þóttu betri úr þeim garði en öðrum. Eftir aldamótin var gerður stór garðui^ í Reykjarhól við Víðimýri í Skagafirði og í Reykjahverfi í Suður-þingeyjarsýslu við hverina þar. Gag-nsemi jarðhitans leyndi sér ekki frekar þar en annarsstað- ar. Sprettan varð meiri og viss- ari í þeim görðum en ö^rum. í Árnessýslu og Borgarfjarðar er allvíða heitur jarðvegur, enda töluvert notaður til garðræktar, svo er og í Norður-ísafjarðar- sýslu sumsstaðar og hér og þar víðsvegar um landið. — Við Laug- arnar hér í Reykjavík hagar ekki eins vel til með garðrækt á ber- svæði eins og víða annarsstaðar, en þar ættu innan skamms að rísa upp gróðurskálar. þar mætti rækta margvíslegan gróður undir glerþökum, matjurtir og blóm- jurtir. Olsen kaupmaður er byrj- aður á erfðafestulandi sínu við Laugarnar. Einar Helgason. Steinolían. II. • Niðurl. Árum saman hefir erlent auð- félag, með fáeinum íslenskum að- stoðarmönnum haft olíuverslun- ina. Kaupmenn og Fiskifélagið gátu ekki kept. Allir vissu að landsverslun var eina úrræðið. All- ir flokkar höfðu verið með því í þinginu, að landið hefði einkasölu á olíu. í vetur er hægt að byrja. Lahd- ið getur nú trygt sjómönnunum olíu með lægsta verði sem er á hverjum tíma á heimsmarkaðinum Landið flytur nú inn olíuna í stál- tunnum, sem engin rýrnun fylgir. Og landið getur hvenær sem er komið upp steinolíugeymum í Rvík og víðar í kaupstöðum, svo að hægt sé að flytja olíuna hingað í þar til gerðum skipum, tunnu- laust, og spara þannig svo sem unt er á flutningskostnaði til landsins. Olíuneytendum er þann- ig gefinn kostur á olíunni með hinu lægsta frumverði. Ennfrem- ur er hægt að spara afarmikið fé á því, sem áður var rýrnun, og fJutningskostnað. í stað kúgunar erlendra auðmanna réttir nú þjóð- félagið fiskimönnunum hjálpar- hönd í þessu máli, svo áþreifan- lega, sem mest má verða. Samt láta kaupmannablöðin ófriðlega. Flytja stöðugt fjarstæð- ur og blekkingar um einkasölu- roálið. Ilverjir geta verið á móti lands- verslun með steinolíu? Ekki sjómenn og útgerðar- menn. þeir hafa reynsluna um Standard Oil. Ekki bændur, em- bættismenn og verkamenn. Öllum þessum stéttum er meinfanga- laust þó að vélbátaútgerðin fái ódýra olíu og litla rýrnun. En hverjir geta bá verið óánægðir ? 1. Hinir tiltölulega fáu íslend- ingar, sem eiga hluti í undirdeild olíufélagsins hér og auðgast því meir, sem hringurinn selur dýrar. 2. Menn sem kynnu að vera á leigu hjá hinum áðurnefndu hlut- höfum til að skrifa um; málið, móti landsverslun. 3. Óþjóðræknir menn, sem vilja váxandi fátækt og niðurlægingu landsins og þjóðarinnar. Eins og geta má nærri eru þess- ir þrír síðasttöldu flokkar mjög fámennir. þeir geta um stund gert hávaða í auglýsingablöðunum. En til lengdar tekst málstað þeirra varla að fá meðhaldsmenn, sem geta hjálpað þeim til muna. J. J. ——o---- Landmandsbanken og íslandsbanki. Stærsti banki Dana, Landmands- banken, er í voðalegum kröggum. Búinn að tapa tugum, ef til vill hundruðum miljóna, Ríkisþingið l\efir verið kallað saman, fyrir- varalaust. Og ríkið, þjóðbankinn og ýmsar ríkustu stofnanir lands- ins leggja hinum hjálparvana 100 miljónir króna. En þar fylgir meira með. Banka- ráðið er sett undir rannsókn. Aðal- bankastjórinn segir af sér. Um annan varð snögt í fyrra. Stjómin tilnefnir nýja bankastjóra, til að gæta hins nýsafnaða fjár. Og þetta fé, 100 miljónirnar, er ekki lagt inn upp á óákveðna skilmála, eða sem lán. það er gert að for- gangshlutum. Hér hefir nokkuð svipað komið fyrir. Stærsti banki landsins hefir tápað stórfé og lent í kreppu. Landið hefir hjálpað honum með seðlafúlgu, og miljónaláni. En svo er ekki gert meira. Sama banka- ráðið, sem bar ábyrgð á bankan- um, þegar óhöppin vildu til, situr enn, að miklu leyti óbreytt. í stað þess að vera hegnt, vildu banka- ráðsmennirnir fá mikil laun nú í vor. Tveir sömu framkvæmdar- stjórar eru enn við bankann. Og miljónirnar frá landinu eru ekki sem forgangshlutir, heldur sem lán, trygt með víxlum, og öðrum álíka tryggingum. Fyrverandi stjórn hefði átt að skifta um stjóm í íslandsbanka, um leið og hún lagði inn pening- ana. Hún vanrækti þessa skyldu. Núverandi stjórn hefir fetað í sömu slóð. það er með öllu óaf- sakanlegt að ekki skuli vera bú- ið fyrir löngu að senda trúnaðar- menn frá landsins hálfu inn í ís- landsbanka, sem var bæði bein lagaskylda og óhjákvæmilegt, eins og á stóð. Af fordæmi Dana má sjá hina réttu leið, sem raunar er löngu 1 kunn. það á að gera lánið til ís- landsbanka að forgangshlutum, og það verður að skipa nýja banka- stjóra hið allra fyrsta. Og enn er eitt. Menn vita að nú um langt skeið hefir Landsbankinn viljað lækka forvexti niður í 6%, og sparisjóðsvexti að sama skapi. íslandsbanki hefir aftur á móti ekki viljað lækka, og stjóm hans helst uppi þessi þvermóðska, ofan á alt annað. Hér er líka bein skylda landsstjórnarinnar að ganga hlífðarlaust að verki í réttu máli. Nýja stjórn í íslandsbanka. Og niður með vextina. þetta hlýt- ur að verða alþjóðarkrafa. J. J ——o----- Yflr landamerkin. B. Kr. afneitar dýrtíðaruppbótinni á eftirlaunum sinum. Segir að borga eigi sér 4000 gullkrónur! Allur bærinn hló að fjármálavitinu. þegar Hagalín litli fór austur, var bann glaður i bragði og tók að hæla sér yfir að hafa fengið 7000 kr. hjá „vinum" sínum i Reykjavík (J. M., Jóh. Jóh.). „En hvað lést þú í stað- inn?“ sagði einn farþeginn. þá þagn- aði litla skinnið og rann til rifja ástand sitt. Nýlega vantaði Mbl. 20 þús. kr. í tekjuhallann, og varð að fara að safna hjá kaupmönnum. Ef til vill hefir Lögrétta þess vegna orðið að éta of- an í sig alla sína gömlu dóma frá blómatím'a Heimastjórnarinnar, um B. Kr. B. Kr. telúr samábyrgð kaupfélag- anna stórhættulega. En sem löggjafi samþykti hann samvinnulögin, sem lögfestu samábyrgðina. Sé skoðun hans rétt, hefir liann skemmilega mis- notað þingmannsstöðu sína, með þvi j láta samvinnulögin fara hljóða- laust gegnum efri deild. Páll Vigfússon, sem rekinn var af Vifilsstöðum af því hann dirfðist að senda læknaíélaginu fiskbitann, er nú á spítala i Rvik, og hafa fundist berklar í uppganginum. „Gott er þeg- ar slík æfintýri gerast með þjóð vorri". Jón Magnússon kvað hafa samið við Guðmund Sveinbjörnsson að end- urskoða vinreikninga landsins, fyrir 2500 kr. aukaþóknun. „Dýr myndi Hafliði allur". Kunningjar ,B. Kr. fullyrða að hon- um hafi orðið mjög hverft við, þeg- ar upp komst um laumupésann í Borgarnesi, áður en póstar fóru. Sést á öllu hve mjög hann fyrirverður sig. Og það er réttmæt tilfinning. Ritstjóri Mbl. segir að grein í Tím- anum, sem er eingöngu eftir hann (þ. G.) — úrval úr margra ára dóm- um hans um B. Kr. — sé „ljúsablesa- leg“. Fáir hafa gefið sér betur á munninn. Gamlir Heimastjórnarmenn neita að Komandí ár. iii. Kaupfélögin og Sambandið. Áður hefir verið vikið að verkskiftingu í íslenskri verslun, þegar rætt var um innlendan verslunarhöfuð- stól, og þá jafnframt sýnt fram á þrískiftingu verslunar- innar. þar sem við volduga liringa væri að etja, yrði ríkisvaldið að líoma til sögunnar. Glysvarning og óhófs- vörur stæðu kaupmenn best að vigi með, en kaupfélögin með alla aðra algcnga verslunarvöru. Annars fer skift- ing verslunarinnar milli kaupmanna og kaupfélaga á hverjum stað og tíma, nær því eingöngu eftir mentun almennings. Fáfróðir menn, tortrygnir og síngjarnir geta ekki rekið kaupfélag, svo i lagi sé. þeir verða að versla við kaupmenn, hver í sinu lagi. Hér á landi má af þró- un kaupfélaganna algerlega marka félagsmálaþroska hinna ýmsu héraða. Mörg afskektustu bygðarlögin standa fremst í þcssu efni, en sum sjávarþorp allralægst. Með vaxandi reynslu getur þetta breyst. Og ástæðan til þess að hin þroskameiri héruð leggja stund á að efla sam- vinnumentun í Jandinu er vitanlega sú, að auka liðs- afla og styrk, i baráttunni við keppinauta og and- stæðinga. í öðru lagi hafa nú verið leidd rök að því, hver er eðlismunur kaupmensku og samvinnustefnunnar. Önnur leitast við að auka dýrtíð, og þar með fækka lífsþæg- indum alþjóðar, til liagsbóta fyrir nokkra einstaklinga. Hin miðar að þvi að minka dýrtíðina, og auka lífs- þægindi almennings. Á íslandi hafa áhrif dýrtíðarinn- ar náð því hámarki, að óvíst sýnist um framtíð þjóð- arinnar, nema mjög öflug áhrif samvinnustefnunnar verði til bjargar. Framtíð samvinnunnar á íslandi verður fyrst og fremst bundin við kaupfélögin. þau hljóta hér sem ann- arsstaðar að verða máttarstoð hreyfingarinnar. Aðrar teg- undir samvinnu kvíslast frá þessum stofni eins og grein- ar á tré. Samvinnan byrjaði á verslunarsviðinu. þar hefir hún unnið flesta og stærsta sigra. þar hefir hún mesta reynslu. Samvinna í lcaupskap sýnist afarvel fallin til að láta menn skilja eðli og fjárhagslega yfirburði stefn- unnar, jafnframt þvi að einstaklingarnir læra að sam- eina krafta sína, ótilneyddir, nema áf innri þörf. þar sem kaupfélagsskapurinn er þrautavígi samvinn- unnar, hlýtur um þá starfsemi að verða mestar deilur þar sækja keppinautarnir mest fram, og þar verður vörnin hörðust af hálfu félagsmanna. Gömul og ný reynsla sannar þetta, bæði liér á landi og erlendis. Ekki verður um það deilt, að hér á landi er góður jarðvcgur fyrir samvinnustarfsemi. Örðugleikarnir hafa knúð dáðmesta hluta sveitafólksins til samtaka og smátt og smátt bætist við liðsauki úr bæjunum. Hugur almenn- ings í þesum efnum er nógu ákveðinn til að tryggja sam- vinnunni varanlegt lif á íslandi. Ef um einhverja hættu væri að ræða fyrir stefnuna, og einhverja von fyrir and- stæðingana, samkepnismennina, þá yrði það af því að hinu ytra formi félaganna og vinnubrögðum starfsmann- anna væri til skaða ábótavant. En af ýmsum ytri ástæð- um má marlta að svo er ekki. Kaupfélögin börðust djarflega fyrir tilverunni með- an þau voru sundruð, og meir og minna háð erlendum lánardrotnum. En siðustu 20 árin hafa þau aukið sam- störf og innbyrðis stuðning meir og meir, með myndun og áframlialdandi framförum Sambandsins. Erlend reynsla, i liverju einasta landi álfunnar, þar sem nokk- u r samvinna er, sannar ótvírætt, að samvinnuheildsala, eða yfirsamband hinna einstöku félaga, er sjálfsagt stig á þroskabrautinni. Og ekki er kunnugt um eitt einasta Jand, sem hafi lagt niður sín samvinnusambönd, eða samvinnuheildsölur. Og jaínan verður raunin sú, að því nær öll kaupfélög í liverju landi ganga í slíkt samband, af þvi það er fjárhagslega heppilegt, og andlega til styrktar. íslenska samvinnan hefir stigið annað mest spor til fram- íara, með myndun Sambandsins. I öðru lagi er starf félaganna mikið komið undir heppi iegu formi. Með hinúm nýgerðu samvinnulögum er þetta trygt hér á landi. Sá lagabálkur er bygður á langri inn- lendri reynslu og erlendum fyrirmyndum, sem bestar fengust. Samvinnufélögin skorða félögin í formi, sem reynslan hefir kent að er gott í sjálfu sér. Vitaskuld getur ekkert form bætt úr miklum innri ágöllum. Engin lög eru nægilega sterk til að halda á réttum kili félags- skap spiltra eða óþroskaðra manna. En rétt form getur verið mikill stuðningur fyrir dugandi menn og velvilj- aða. I þessu er fólgin þýðing samvinnulaganna, auk þess sem þau knýja félagsmenn til að safna sér veltufé. Er það áframhald at’ verki Torfa í Ólafsdal, sem efndi fyrst- ur til stofnsjóðanna. Á næstu 20 árum er víst að sam- vinnulögin höggva af íslensku bændastéttinni verslunar- skuldafjöturinn, sem hvorki erlendir eða innlendir kaup- menn hafa borið gæfu til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.