Tíminn - 14.10.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.10.1922, Blaðsíða 3
T I M I N N -139 Samband íslenskra Samvinnufélaga hefir fyrirliggjandi og útvegar kaupfélögum alls konar landbúnaðarverkfæri Sláttuvélar, Milwaukee Rakstrarvélar, Milwaukee Snúningsvélar, Milwaukee Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1921. Grárðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum. Hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Vagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval. o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýning unni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við Búnaðar- féiag íslands, sem einnig gefur upplýsingar um þau. lengi hefir verið á döfinni, og- virðist þó ekki nær nú en fyrir tíu árum, að kverið rými úr skól- unum fyrir ítarlegu ágripi af guð- spj allasögunni. pað eitt er sam- kvæmt sálarlífi barna, að kristin fræðsla sé söguleg, og er það kensluaðferð Jesú sjálfs. Orðrétt á ekki að læra annað en orð Krists og vers úr Passíusálmum og sálmabók. Mun síðar að þessu vikið í greinum þessum. pað sætir undrum að siðbót þessi skuli ekki vera þegar á kom- in. Ágætir menn hafa barist fyrir henni, sumir forsprakkar nýrrar og gamallar trúmálastefnu og mestu uppeldisfæðingar af íslensk- um prestum. Og þó er kverið enn þá páfi og börnin páfagaukar. peir hafa borið sigur úr býtum, sem eru hikandi við að stíga heilt spor fram í tímann.sem eru hrædd ir við allan nýjan sannleik, og halda af skammsýni sinni, að hann muni steypa konungi sann- leikans af stóli. Pað er því ekki vanþörf á að rifja upp kvermálið, ef vera mætti til þess að flýta fyrir þeirri breyting, er bíður við dymar. Mun eg í þeim köflum, er fara hér á eftir, leggja til grundvallar kver Helga Hálfdán- arsonar lektors, því það 'er nú mest notað, og er þá ónothæft,eins og sýnt mun verða. En það ætla eg öllum meðalgreindum mönnum að skilja, að hér er ekki verið að ráðast á höfund kversins, heldur á gamal-lútherskar kensluaðferðir og kenningar, er oss nútímamönn- um, sem betur vitum, er minkun að að nota í skólum vorum. Frh. Ásgeir Ásgeirsson. -----o---- Heilsuhælíð á Vífilsstöðum. II. pegar stíflan bilaði. Rannsókn sú, sem nú stendur yfir á Vífilsstööum, er afleiðing af þeim aðfinslum, sem komið liafa fram í sumar gegn stjórn sjúkrahúss þessa. Fram að þeim tima þegar „Fyrver- andi sjúklingur" ritaði grein sína í Tímanum, var aldrei fundið að stjórn hœlisihs opinberlega, þótt töluvert um- tal hefði lengi verið manna milli um að ekki væri þar alt með feldu. Hin ianga þögn þurfti ekki að vera vottur um að hælið væri i ágætu lagi. Hælið er ekki nema eitt fyrir alt landið. Læknir þess er þar einvald- ur. Bcrklasjúklingar hér á landi eiga livergi annarsstaðar athvarf, nema þeir fáu sem hafa efni á að kosta sig til útlanda. Að finna að hælinu gat verið sama og loka sig úti frá eina veginum til lífsins, fyrir berkla- veika á Islandi. En þegar grein „Fyi’verandi sjúkl- ings“ kom, brotnaði þessi stífla. í marga daga á eftir, og jafnvel í fleiri vikur, var gestkvæmt á afgreiðslu Tímans. Allir vildu fá blaðið með Vifilsstaðagreininni. Til Vifilsstaða komst blaðið nokkuð seint, var víst ekki flýtt fyrir þvi á leiðinni. Að lok- um las einn sjúklingurinn greinina upphátt í leguskálanum. Að loknum lestri var klappað ákaft og hrópað „bravó“ af sumum. Einn maður hafði að sögn fremur látið i ljósi óánægju. Út um land vakti greinin geysilega eftirtekt, einkum af því að gamlir sjúklingar komsut að sögn oft þann- ig að orði, að það væri ekki einungis alt satt, sem í ■ greininni stæði, held- ui mætti segja margt fleira af sama tægi. En hver sem kunna að verða hin endanlegu úrslit Vífilsstaðamáls- ins, þá er það víst, að „stemningin" bæði á hæiinu og alstaðar þar sem til fréttist úti um land, var mjög snúin móti lækni hælisins, og þá ekki síður hinni dönsku hjúkrunar- konu, sem þar liefir verið æðsta ráð um stund. þar við bættist að læknir- inn þáði ekki boð Tímans að svara og skýra málið frá sinni hlið. Morg- unblaðið, sem þó er vant að verja jafnvel hina óvinsælustu og vonlaus- ustu máistaði, eins og t. d. Standard Oil, þagði eins og stungið liefði ver- ið steini upp í það. Öll þessi fyrir- brigði bentu eindregið í þá átt, að hælinu hlyti að vera býsna mikið ábótavant. Að yfirstjórn þess væri srneyk við miklar umræður og rann- sókn, og að heista bjargráðið myndi talið á Vífiisstöðum, að vefja hjúp þagnarinnar um aðfinslur „Fyrver- andi sjúklings". En straumurinn var of sterkur, svo að það gat ekki tekist. Frh. J. J. -----o---- Hugsunarólag B. Kr. Frh. 3. (bls. 6). B. Kr. segir að erlendis séu mestu gáfumennirnir gerðir að kaupmönnum. Miðlungsmenn að em- bættismönnum. Ruslið mun vera þar fyrir neðan að dómi B. Iír., svo sem flestir þeir, er hann sendi pésann. Við þetta er ýmislegt að athuga. a. þetta sýnir afskaplegt ófrelsi, ef rétt er, að gáfumennirnir megi ekki vera frjálsir að þvi að vera annað en kaupmenn. n. Að B. Kr. hefir bx-otið þetta Loð- orð með þvi að vei'a kaupmaður, án þess að hafa mentun fyi'sta, og jafn- vel ekki annars flokksins. c. Fyr á árum, meðan B. Kr. gekk með ráðherrann i maganum, vissu all- ir sem þektu liann að eitt af kæi'ustu umtalsefnum hans var það, hve gáfu- menn væru liættulegir. þeir brytu kærleikslögmálið manna mest. Miðl- ungsmennirnir væru fi’ómari. þess- vegna ættu þeir að ráða. Samkvæmt þessu ættu erlendar þjóðir að gei’a gáfuðustu en jafnfi’amt skaðlegustu mennina að kaupmönnum. d. En auðvitað er öll þessi kenn- ing tómt fáfi’æðishjal. Hitt er al- kunna, að til kaupmensku veljast venjulega grófir og séi’staklega lítið greindir menn, þó að þar séu vita- skuld til undantekningar í jafnstóri’i stétt. En ef borið er saman hvað vis- indamenn, rithöfundar, skáld og lista- menn hafa auðgað heiminn af ódauð- legu verðmæti, við afrek kaupmanna- stéttai-innar, þá vei’ður lítil liennar dýrð. Annars er þessi klausa um gáf- uðu kaupmennina gott sýnishorn af öllum pésanum. það er erfitt að vita, hvort fremur ber að dást að heimsk- unni, bíræfninni, eða þessum sjálf- glaða goi’geir vanþekkingarinnai’. 4. (bls.G—7). B. Kr. segir þar: „En til þess að halda þessurn vitrustu mönnum við eldinn, svo að þeir væru sívakandi að auka vitsmuni sína á þessu sviði, varð verslunin að vera frjáís samkepnisverslun“ Af samhenginu er auðséð að B. Ki’. á við að kaupmannaverslun ein só frjáls, og þessir vitrustu menn kaupmenn. Nú er vitaskuld öll versl- un frjáls nerna þegar „hringar" hafa yfii-ráð á mestöllu magni einnar vöru og skapa óhæfilegt verð, eins og t. d. Standard Oil hefir gert á olíu, eða þegar ríki tekur einkasölu. Engin verslun er frjálsai’i en kaupfélags- verslun. Hver sem vill getur gengið í félagið, og úr þvi aftur, eftir því sem hann sjálfur óskar. Félagsmenn vita ennfi’emur um innkaup og sölu, sem viðskiftamenn kaupmanna fá ekki að vita. Alt tal B. Kr. fyr og siðar um að kaupmenn hafi fi’jálsari verslun en kaupfélögin, er tóm endileysa og blekkingar. 5. (bls. 7). þar talar B. Kr. um að kaupmannastóttin hefði þurft að kom- ast í „nauðsynleg efni“, til að vera einskonar þjóðarbjargvættur. Ilvaðan þessi „efni“ ciga að koma nema fi’á viðskiftamönnunum, er erfitt að segja, enda gengur B. Kr. alt af út frá því, að kaupmenn eigi að verða ríkir. þá er takmarki lxans náð. En hjálpa þeir þá almenningi, sem hefir skapað auð- inn, þegar harðæri ber að höndum? Vill Verslunin Björn Kristjánsson gefa fátæklingum í Reykjavík svo sem liálfan gróða 10 seinustu ár- anna? Á ísafii'ði hefir vei’ið hallæi’i í 1—2 ár, svo að mjólk úr fáeinum kúm á bæjunum ki’ingum þorpið geng ur ekki út. Almenningur kaupir ekki mjólk nema handa ungbörnum og sjúklingum. Ekki af því að fólk vildi ekki kaupa mjólk, lieldur af því að það getur það ekki. En kaupmenn á ísafirði ei’u margir ríkir. þeir liafa ekkei’t hjálpað enn. Vill B. Kr. kúga þá til þess? Eða ef þeir vilja eklci koma út með viðlagasjóðinn í lxinni mestu neyð, fer að verða vafasamt hvoi’t fólkið geymir þar vel sitt geymslufé til hörðu áranna. 6. (bls. 8). B. Kr. segir að kaup- xnenn séu i 3 flokkum: Stóx’kaup- menn, smákaupmenn og þeir sem bæði ei’u stórkaupmenn og smákaup- menn. Síðasta flokkinn mun höf. hafa sett í svona fína umgjörð af þvi að vei’slun hans sjálfs, sem ber fult nafn hans, mun ver‘6 af því tægi. Segir hann að þeir kaupmenn hafi læi’t að vei’sla nxeð séi’stakar vöi'utegundii’, og orðið hæfari að versla en kaupmenn alment, líklega hæfai’i en báðar hin- ai' tegundii’nar. B. Ki’. mun telja sig liafa náð þessai’i yfii’bui’ðaþekkingu með skinnaverslun sinni. Um allar þessar tegundir kaupmanna segir hann að þeir þurfi „að vera fram- sýnir gáfumenn pg að hafa siðferðis- þi’oska í sem ríkustum mæli". það væri sjálfsagt mjög æskilegt, ef þessi hugsjón B. Kr. rættist. En hvenær hefir vei’uleikinn verið svona? Man B. Ki’. hvað mesta skáld landsins sagði um kaupmannslundina í sam- bandi við andvörp föðurleysingjanna? Og alveg vantar lijá B. Kr. lýsingu á þvi, hvað viðskiftamenn eiga að gera við kaupmenn, sem ekki eru vitrir, framsýnir og siðferðislega þroskaðir, heldur heimskir, skammsýnir og spilt- ir. Mega þeir, sem ekki liafa nema þessa tegund kaupmanna í nábýli, mynda kaupfélög, eða á alt af að versla við kaupmenn, hvernig sem þeir eru þessu verður B. Ivr. að svara sem fyrst. Annars er það að segja um vei’kskiftinguna, að hana þekkja sam- vinnumenn alveg eins vel og B. Kr. þeir mynda kaupfélög til að annast verk smákaupmanna á betri og ódýr- ari hátt. Og þeir mynda samvinnu- heildsölur til að gei’a verk stói’kaup- manna. Og þeir mynda séi’vei’slanir með leðui’, skó, pappír, og mai’ga aðra hluti og tekst að gera þau störf alveg eins vel og Birni Kristjánssyni. Öll þessi rekistefna með vei’kskiftinguna er þess vegna óþörf vegna kaupfélag- anna. þau þekkja hana fyllilega Munurinn er aðeins sá, að kaupfé- lagsmenn vilja ekki láta óþarflega mikið af tekjum sínum renna í vasa þessara „sérfróðu" manna. Eitt dæmi skýrir þetta. Fyrir nokkrum árum liafði einn heildsalinn í Rvík 300 þús. kr. í tekjur, milliliðságóða. Næsta ár tapaði hann þessu og miklu meiru til í annarskonar braski. En sama árið og heildsali þessi innleysti eftir „kær- ]eiks“- og „siðgæðislögmáli" B. Kr. 300 þús. kr„ tókst sérfræðingi i versl- un, hjá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga að selja gærur í Vestui’- heimi, svo að vei’ðið hækkaði urn 300 þús. fyrir landið alt. Peningarnir sem heildsalinn gi’æddi, i'unnu úr vösum almennings til hans, og fi’á honum aftur úr landi í síldarbraski. En peningarnir sem sölumaður Sam- handsins dró að, var verðhækkun ei’lendis, fengin fyrir dugnað og kunnugleika mannsins. En vei’ðbat- inn fór ekki til mannsins sjálfs, held- ur til íslensku samvinnubændanna, sömu mannanna, sem B. Kr. er nú að fræða um verslunarmálin, þessara manna, sem hann elskar svo heitt, að hann eyðir alt að 3000 „gullkx’ónum" af lífeyri sínum til að leiða þá i all- an sannleika. Hitt fer líka að sjást, livort verslun hans ætlar að fara að skifta út dýrtíðax’styrk, af geymslufé almennings. Frli. J. J. ----0----- Búnaðarritið 4. hefti 36. árgangs er nýkomið út, fjölbreytilegt að efni að vanda. Fyrst er sagt frá ársfundi félagsins og þvínæst kemur yfirlitsskýrsla forseta um störfin óg reikningar frá gj ald- kera. þá koma skýrslur ráðunaut- anna um störf þeirra. Iiafa þær ekki birst svo rækilega áður, en þetta er sjálfsagður siður og fyrir hvert Búnaðarþing eiga ráðunaut- arnir að afhenda rækilega skýrslu. Jón A. Guðmundsson ostgerðar- maður ritar grein um: Meðferð heimilanna á mjólk til sölu. Metú- salem Stefánsson birtir fyrirlest- ur um: Fóðurræktartilraunir. þá kemur mjög skemtilegt grein eftir Jón bónda Guðmundsson í Ljár- skógum, alkunna grenjaskyttu, um: Melrakka nútímans. Síðan er stutt lýsing á áburðardreifara sem félagið hefir eignast og þar á eftir ársslcýrsla og reikningar Heimilis- ðnaðarfélagsins. Síðast er í ritinu yfirlit yfir „ritgerðir um landbún- að í blöðum og tímaritum“, yfir tvö ár, 1920 og 1921. Er svo kast- að höndum til þessa yfirlits, að verra er en ógert. Annaðhvort er að hafa slíkt yfirlit nokkurnveg- inn tæmandi eða alls ekki. Verst er það ef slíkt yfirlit er hlutdrægt. Og bersýnilegt er að þetta yfirlit er hlutdrægt. Er hægt að finna þeim orðum stað, hvenær sem er. Verður stjórn Búnaðarfélagsins að lagfæra þetta, því að vitanlega ei þetta gert á bak við hana. ----o---- Bréfkafli úr Húnavatnssýslu 14. sept. „. . Fyrir stundu var eg að ljúka við að þekja síðustu hey- tugguna mína á þessu sumri. — Hefir hún sjaldan minni verið en nú, enda var hér grasleysi hið mesta og litlu til kostað um fólks- hald. Kvarta menn alment um grasbrest hér, og sagt er að hin góðu flæðilönd í þingi og Vatnsdal hafi gerbrugðist í sumar. — Hey- fengur bænda mun því alment með langrýrasta móti. Undanfarn- ar þrjár vikur hefir verið megn- asta óþurkatíð, svo að varla hefir tekið af strái eða steini, þangað til nú síðustu dagana. En ekki hef- ir snjóað til muna, fyr en síðast- liðna nótt. I morgun var alhvítt niður í sjó og í dag er norðanbál og éljadrög í lofti. í gærmorgun voru svellaðir gluggar. — þykir okkur skamt milli vors og hausts, því að kominn var júlímánuður áður en vorhretunum létti. — Ek- ur nú fast að bændum á marga lund og þykir mér ósýnt að menn fái haldist á búum sínum, ef þessu fer fram. En hvað tekur við, ef sveitabúskapurinn fer í kalda kol? Ekki tekur kauptúna- mölin við okkur öllum, því að hún er víst fullsetin nú þegar. — því er svo háttað hér um slóðir að minsta kosti, að allur þorri bænda eru fátækir menn. Stríðsgróðinn hefir farið fyrir ofan garð og neð- an hjá þeim, en meðan afurðir búanna voru í sæmilegu verðu, komust þeir af nokkurn veginn án þess að safna skuldum. Síðan ull og kjöt féll í verði hafa skuldirn- ar aukist og meiri en nú hafa þær aldrei verið. — Aðstaðan hefir verið slæm á allar lundir. Menn gátu ekkert selt af stóði sínu í sumar, og nú er sagt að kjöt falli mjög í verði í haust. — Verði nú gengið í'íkt að mönnum um skulda- lúkningar, er ekki annað sjáan- legt en að smábændur margir verði að gjörfella bústofn sinn, og er þá vandalítið að sjá að hverju rekur. Og nú er ýmislegt sem bendir til þess, að kaupmenn ætli sér að verða kröfuharðir í haust. Hér er og hefir lengi verið sel- stöðuverslun dönsk á Blönduósi, Höepfnersverslun. Fyrir henni hefir verið að undanförnu íslensk- ur maður, Eðvald Sæmundsen, ágætur maður á marga grein. Hef- ir hann oft reynst efnalitlum bændum mikill drengur, hjálpfús, en þó við hóf, og eftirlátssamur ef hann sá að þungt var fyrir fæti og afkoman óhæg. Nú er þessi maður látinn fara frá verslun- inni, en við tekur útlendingur, er lengi veitti forstöðu verslun Höepfners á Skagaströnd. Gekk verslun sú mjög saman í höndum hans og lognaðist út af fyrir nokkrum árum. Verslunarstjóri þessi hinn nýi hefir nú tekið rögg á sig og stefnt að sér öllum hin- um minni háttar bændum, er við verslunina hafa skift og skulda henni nú, og knúð þá til að undir- skrifa samninga um skulda- greiðslur. Er mikill hluti skuld- anna heimtaður á þessu hausti, en veð að sögn tekið fyrir hinu, er eftir stendur, og vextir reiknaðir af skuldunum, uns þær eru að fullu greiddar. Mælist þetta til- tæki illa fyrir og þykja mönnum sár launin fyrir langa trygð við verslunina. En svona hefir það ávalt gengið. þegar við bændur eigum sem allra örðugast, þá er gamla kúgunarsvipan reidd til höggs. Eg geri ráð fyrir, að Höepfnersverslun sé búin að hagn- ast svo á verslun okkar Húnvetn- inga síðasta mannsaldurinn, að hún hefði getað staðið sig við að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.