Tíminn - 18.11.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.11.1922, Blaðsíða 2
156 T 1 M I N N Notið að eins íslenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Haíið þér sé'ð nýju dúkana írá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili. HMT íslenskir dúkar klæða íslendinga best. Klæðasmiðjan Álafoss, p. t. Reykjavik. Ódýrustu 00 bestu olíumar eru: Hvítasunna, Mjölnír, Gasolía, Bensín, BP nr. 1, á tunnum og dunkum. Biðjið ætíð um olíu á stáltunnum, sem er hrein- ust, aflmest og rýrnar ekki við geymsluna. Landsverslunín. «3 Norsk ASK og furuskíði frá 4 til 7x/2 f- (Þetta er óefað œ mesta skíða val sem hér hefir sést) ö Amerísk HICIÍORT-skíði. S Sportvöruhús Reykjavíkur. oo (Einar Bjömsson) Bankastr. 11. Vífilsstaðapeðin borði. Niðurl. Nú kemur að þeim orðum yfir- læknisins, sem þið teljið að eg hafi algerlega búið til (skrív-, skrívi-). Haldið þið að þetta séu heil orð? Eg skal segja ykkur það, að þetta eru partar af orð- unum skrívelsi og skrívirí. Seinna orðið er prentað í Tíman- um ski-íverí, en í handritinu stóð skrivirí, eins og læknirinn bar það fram, þessvegna skrívi-. það er hugsanlegt að yfirlæknir- inn hafi skift þessum orðum öðru- vísi en eg geri, þegar hann sleit þau í sundur, því oft er afarörð- ugt að greina orðaskil hans, svo sem kunnugir munu kannast við. þó þykist eg muna, að hann skifti á sama hátt og eg tilfæri, og þykir mér það einnig senni- legast. Einnig gæti það verið að eg tilfærði ekki orð þessi og orð- parta alveg nákvæmlega jafn oft og yfirlæknirinn nefndi þau, því eg taldi það ekki. En ef til vill hafið þið talið, og hefðuð þið þá átt að geta þess í „Svari“ ykkar. Næst þessu berið þið fram ill- skiljanlegan hrærigraut um sam- töl okkar yfirlæknisins 1. júlí og 14. júlí. í þessum graut er þetta meðal annars: „Á þeim fundi (þ. e. 1. júlí) segir þú að læknir hafi ausið yfir þig óbótaskömmum. þetta er algerlega rangt, og virð- ist gert til þess að svo líti út sem yfirlæknir hafi ausið yfir þig skömmum, og það upp úr þurru“. Skömm er að þessari framsetn- ingu. Hvemig haldið þið að les- endum Tímans lítist á þennan þvætting? Og hvemig getið þið sagt það „algerlega rangt“, að yfirlæknirinn hafi helt yfir mig skömmum á þessum fundi, þar sem þið voruð ekki viðstaddir og engir aðrir en við læknirinn ein- ir? það er og í meira lagi klaufa- lega komist að orði um frásögn mína, að hún virðist gerð til þess að svo líti út sem yfirlæknir hafi ausið yfir mig skömmum. Eg sem segi frá því með ljósum og skýrum orðum, að læknirinn hafi gert þetta. Ekki veit eg hvort þið hafið nú skilið þetta, en eg læt nú við þetta sitja, hvort sem þið hafið skilið eða ekki. — En viðvíkjandi samtalinu 14. júlí vil eg benda ykkur á það, þó þess ætti ekki að gerast þörf, að eg hefi hvergi sagt það eða látið í veðri vaka, að læknirinn hafi þá ausið yfir mig óbótaskömmum. En enginn þarf að efast um það, að tal læknisins muni þá hafa sótt í svipað horf og 1. júlí, þar sem umtalsefni var það sama að öðni leyti en því, að nú fylgdi ákveðinn brottrekstur talinu, og auk þess var læknirinn reiður, svo sem þú, Yaltýr Albertsson, hefir margviðurkent, og til dæm- is um tal læknisins get eg mint ykkur á, að hann brá mér um það, að eg rægði hælið og starfs- fólk þess. þetta ætti að nægja. Síðast eru spurningar ykkar til lesenda Tímans. Eg get svarað þeim fyrir mitt leyti, þó óþarft sé. Eg mundi telja það rangt og villandi, sem þið spyrjið um, ef það hefði veríð gert, en þó engu fremur fyrir það, þó yfirlæknir eigi í hlut, heldur en t. d. undir- læknir eða læknisfræðisnemi eða jafnvel maður, sem ekkert hefir lesið í læknisfræði. En sökum þes,s, að eg hefi ekkert gert af því, sem þið spyrjið um, svo sem þið sjálfir hafið hjálpað mér til að sanna, þá eru spurningar ykk- ar óviðkomandi þessu máli. Jæja. Veríð þið nú sælir, dreng- ir mínir og farið að mínum ráð- um. Fáið ykkur einhvern betri mann en höfund „Yfiríýsingar“ ykkar og „Svara“ til þess að lesa yfir fyrír ykkur næstu varnar- grein ykkar. Að lokum þetta til lesenda Tímans: Geta Vífilsstaðapeðin talist sæmandi kongspeð á borði? Páll Vigfússon. ----o---- A víð og dreíf. Safamýri í bættu. pverá braut í sumar skarð í hægri bakka sinn og flæddi mestöll yfir Safamýri og engjar þykkbæinga og Holtamanna, sem lönd eiga með ár- ósunum. Talið er að um 40 þús. hesta engi sé i voða, frá um 50 býl- um. Takist ekki að stöðva þetta flóð, myndi mikið af þessum býlum leggj- ast í eyði. Landsstjórnin mun hafa ákveðið að láta undirbúa fyrir- hleðslu, sem reynt verður að ljúka við nú i vor. Listsýningin. Listvinafélagið hefir komið upp myndarlegu húsi austanvert við Skólavörðuna, gegnt myndasafni Ein- ars Jónssonar. Er húsið félaginu til mikils sóma. Hin fyrsta sýning var þar nýlega, og sýndu þar 10—12 lista- menn nokkuð af sumarvinnu sinni. Tvær myndir eftir Ásgrim, frá Hvít- árvatni og úr Kerlingarfjöllum, og ein eftir þórarinn, báru langt af öll- um málverkunum. Ríkarður Jónsson átti þar mannshöfuð. Hét sá „Við- sjáll“, og var sannnefni. Mynd sú var einkar vel gerð. Annars bar mjög mikið á öfgum nýtisku málar- anna. Lítur út fyrir að sú sýki, áð mála illa og ónáttúrlega, muni gera íslenskri málaraiist mikinn skaða um stund. Sum blöðin hjálpa til að auka smekkleysið með þvi að hæla verstu smekkleysunum. Mbl. og stjórnin. Mbl. hefir lieyrt að miðstjórn Framsóknar sé óánægð við Sig. Egg- erz út af íslandsbanka, og bregður samvinnumönnum þar um eigin- girni, að vilja ná tökum á stjórn bankans. Lesendur Tímans vita, að blaðið hefir fyrir sína hönd og flokksins hvað eftir annað vítt stjórn J. M. og S. E. fyrir að hafa ekki framfylgt gildandi lögum að setja trúnaðarmenn landsins til að gæta enska lánsins, þar sem bankanum befir bersýnilega verið slysalega stjórnað. Væntanlega sker reynslan úi því, hvort Mbl. eða Tíminn hafa rétt fyrir sér, og það fyr en varir. „Verslunarólagið11. Kaupmannasinnar finna hvergi neitt að versluninni/ nema að kaup- félögin skuli lifa. En hvar liafa þeir augun viðvíkjandi fiskversluninni? Búið er að gefa stærsta fiskkaup- manninum, Copland, nærri tvær miljónir. Sá næststærsti, Bookless, er nýlega orðinn gjaldþrota, og búist við að bankar tapi miklu á honum. -----0---- Örðabálkur. sval (-s, vantar flt.?), kl., lítið brim: það er dálítið sval. Vestf. sitja: sitja í, sitja í skipi í skipi í róðri (um krakka): „Vet- umn eftir þetta var mér lofað að sitja í fyrsta skifti“. Suðurland. ------------------o----- Eftirlesturinn. Ansi tókst þér illa Björn, aumka eg glópsku þína, að reyndirðu að láta á landsins börn ljós þitt ennþá skína. Illa’ hefir Palli angrað þig, öllu í villu snúið, þjóðinni sýndi hann sjálfan þig, svo var spilið búið. Týran hraut úr hendi þér, hvarf þér allur styrkur, þar sem stóðstu, eftir er auðn og svarta myrkur. Morgunblaðið og Standard Oil. Morgunblaðið tilkynti það nýlega mjög hátíðlega, að forstjóri „ís- lenska“ steinolíufélagsins hér í bænum hefði verið „kvaddur“ til viðtals til Ameríku út af stein- olíueinkasölunni íslensku. Hann á þar að leggja á ráðin með Standard Oil um það ofdirfsku- verk Islendinga að vilja losna úr einokunarklónum amerísku. Er Morgunblaðinu kunnur sá mála- rekstur allur, því að allur bærinn telur víst að steinolíufélagið hafi kostað þá blaðútgáfu undanfarið. Minningamt Jóns Jónssonar prófasts á Stafafelli. Búið til prentunar af Páli Sveinssyni kennara. Austur-Skaftfellingar gáfu út. Verð 6 kr. Aðalútsölu- maður Jón Björnsson kaupmaður í Rvík. Bók þessi er að öllu hin prýði- legasta. Er þar sagt frá æfi og störfum þessa merka manns, blátt áfram og öfgalaust. það má telja víst að hinir fjölmörgu vinir sr. Jóns heitins muni vilja kaupa bókina til minningar um þennan trúa vin íslenskrar tungu og menningar. Fyrir utan þá miklu þýðingu sem sr. Jón á Stafafelli hafði fyrir hérað sitt sem embætt- ismaður og héraðshöfðingi, var hann einn í tölu þeirra manna, sem tekist hefir með góðum árangri að vinna vísindaleg verk í einveru íslenskra sveita. Minn- ingarritið er til sölu hjá einstök- um mönnum í flestum kauptún- um landsins. Gefur aðalútsölu- maður upplýsingar um það. Maimalát. Janus Jónsson præp. hon. andaðist á heimili sínu í Hafnarfirði 7. þ. m. rúmlega sjötugur að aldri. Síra Janus varð fyrst prestur á Hesti 1876, en fluttist þaðan 1884 að Holti í önundarfirði. Hann fékk lausn frá prestskap 1908, fluttist þá til Ilafnarfjarðar og varð kennari við Flensborgarskólann. Síðustu árin var heilsa hans þrotin. Síra Janus var fróður maður, einkum um Islandssögu og liggja eftir liann merkar ritgerðir um þau efni. Hann var kvæntur Sigríði dóttur Halldórs yfirkennara Frið- rikssonar. — I Vesturheimi er nýlega látinn Jón Foss læknir, sonur Ólafs prófasts Ólafssonar í Hjarðarholti. Hér heima hafði hann gegnt læknisstörfum í Borgarfjarðar, Reykhóla og Bol- ungarvíkurhéraði. Lesendur Tím- ans munu minnast greinar hans um Spitsbergen, sem birtist hér í blaðinu. Jón heitinn Foss var á fertugsaldri, röskur maður með afbrigðum, vel gefinn og dreng- ur góður, en ekki reglumaður. Tvær málverkasýningar. Auk Jóns porleifssonar, sem getið var um nýlega, hafa tveir aðrir ungir málarar sýnt myndir sínar, þeir Gunnlaugur Blöndal og Ólafur Túbals. Gunn- laugur nam fyrst tréskurð í Rvík, fór síðan til útlanda á málara- skóla, og hefir einkum dvalið í Kristjaníu og þýskalandi. Hann leggur aðallega stund á andlits- myndir og lætur það mjög vel. Á sýningu hans á dögunum þótti mikið kveða að mynd af L. H. B. og Hermanni Jónassyni. Enginn af hinum eldri málurum hefir komist langt í að mála andlits- myndir. Gunnlaugur á þar engan keppinaut enn, nema Ríkarð, sem sem hefir mótað mörg manns- andlit prýðilega. — ólafur Túbals er alinn upp í Múlakoti í Fljóts- hlíð. par mun hann hafa kynst Ásgrími málara og veitt eftir- tekt vinnubrögðum hans, og ef til vill fengið einhverja tilsögn hjá honum. Annars mun Túbals sjálf- mentaður í málaralist að því leyti, sem Ásgrímur hefir ekki orðið til fyrirmyndar. Á sýningu þessari hafði hann nær eingöngu lands- lagsmyndir úr Fljótshlíð og af Snæfellsnesi. Túbals virðist fara vel með liti og kunna vel að velja sér viðfangsefni. En það mun hverjum manni ofraun að nema málaralist til fullnustu hér á landi. Skilyrðin eru of fábreytt. pví meira sem er spunnið í ungan listamann, því meira tjón er hon- um að því að geta ekki notið hæfi- lega langrar skólagöngu meðan hann er ungur. Úlfar. Póstgöngurnar. Ólag hefir enn orðið töluvert á póstsendingum, sem kemur almenningi bagalega. Hefir Tímanum borist símskeyti frá Akureyri sem kvartar yfir því, að engin blöð né bréf bár- ust þangað úr Reykjavík með síð- asta landpósti. Mun sá póstur hafa verið sendur með Siriusi og verður of seinn að ná í póstferð- ina frá Akureyri, austur. Og nú með síðasta norðanpósti 13. nóv. komu engin bréf né blöð hingað til Reykjavíkur norðan úr Eyja- firði og pingeyjarsýslum. pau bréf eru ókomin enn og koma væntanlega ekki fyr en með Ville- moes. Laugaveg 20 B. Sími 830. Við sendum gegn eftirkröfu: Ljósakrónur og allskonar hengi- lampa, borðlampa, straujárn, suðu- plötur ýmsar stærðir o. fl. Ennfremur allskonar efni til inn- lagninga, svo sem: Pípur, vír, slökkvara tengla og fleira. Adeins fyrsta flokks vörur. Grreið viðskifti. Jörð til ábúðar. Jörðin Suður-Voðmúlastaðahjá- leiga í Austur-Landeyjum er laus til ábúðar í næstkomandi fardög- um. Semja ber við undirritaðan eiganda og ábúanda jarðarinnar. porsteinn Jónsson. DRANGAR á Skagaströnd fást til kaups og ábúðar í næstu far- dögum. Jörðin er með bestu út- beitarjörðum þar um pláss, mik- il og góð bygging. Allar upplýs- ingar gefur eigandi jarðarinnar, sem bjó þar í 19 ár. Eyjólfur Stefánsson Hafnarfirði. L E SIÐ! Nýlega komu út Drauma- ráðningar ásamt leiðarvísi til að spá í spil, finna lunderni manna og spá í kaffikorg (bolla). Yfir 30 þéttprentað- ar siður. Sendið nafn yðar og- heim- ilisfang ásamt 1 kr. í peningum (eða frímerkjum) og þér fáið bókina um hæl. — Upplagið var lítið og vissast að panta sem fyrst. Utanáskrift: Krónuútgáfan, Reykjavík. Úr bréfi úr Vopnafirði, 28. sept. 1922. .. .. pó að tímarnir hafi ver- ið vondir undanfarin ár, keyrir nú úr hófi þetta ár, að minsta kosti hér á Austurlandi. það má segja að nú hjálpist alt að, að gera mönnum lítt fært að bjarg- ast áfram. Fyrst var tíðin í vor dæmalaus, einkum að því leyti, hve seint kom gróður og þar af leiðandi slæm fjárhöld, enda þótt hey væru til, því þau höfðu flest- ir. I fardögum var aðeins farið að votta fyrir gróðri og heyskap- ur byrjaði ekki fyr en eftir helgi í fjórtándu viku sumars, svona alment, og spretta á túnum og úthaga í lakasta lagi; heyfengur því með rírasta móti; og nú viku fyrir göngur gekk í norðankulda- hríðar, svo að lítið var úr því hægt að vinna að heyskap. Allar innlendar vörur í heldur lágu verði, en útlendar vörur þokast hægt niður. Af framansögðu má ráða, að ástandið er alt annað en glæsilegt...... Bookless kaupmaður í Hafnar- firði hefir framselt bú sitt til gjaldþrotaskifta. Hann er næst- stærsti fiskútflytjandinn á land- inu. En stærstur er Copland. Er þess áður getið að íslandsbanki hefir gefið Copland upp nálega 2 miljónir króna. petta heitir ekki „verslunarólag“ á vörum Björns Kristjánssonar og Morgunblaðs- ins. Fisksalan. því miður hefir það farið svo, að fiskurinn hefir lækkað mjög í verði frá því sem var í vor. pó hefir Spánartollur- inn lækkað. Vafalaust hefði Spán- artollinum verið um kent, hefði ekki orðið úr samningunum á síð- asta þingi. En hverju er nú um að kenna? Ekki vantar hana á því sviði hina „frjálsu samkepni". Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.