Tíminn - 02.12.1922, Blaðsíða 1
(ðjaíbfetx
og afgret&sluma&uf Cimans er
Sigurgetr ^ri^rtfsfon^
Sambanösfn'isinu, ReYfjauír.
^fcjteifrsía
í í m a n s er í Sambanösbúsim;
0pin öaglega 9—(2 í. f)
Sími 406.
VI. ár.
Játning'
Björns Kristjánssonar.
1 riti sínu „Verslunarólagið",
bls. 35—36, kemst B. Kr. svo að
orði:
„jþegar nú Sambandið sjálft
skuldar svo miljónum skiftir, þeg-
ar það skuldar minst á árinu, þá
er augljóst, að löglega1) getur
enginn félagsmaður sagt sig úr
Sambandinu né kaupfélögunum".
þessu svara eg í Tímariti ísl.
samvinnufélaga á bls. 47, á þessa
leið:
„Kátleg er sú staðhæfing höf.,
að löglega geti enginn félagsmað-
ur sagt sig úr Sambandinu né
kaupfélögunum. Hefir hann senni-
Jega gleymt, að blað hans tók
aftur samskonar staðhæfingu síð-
astliðið sumar. En til þess að al-
menningur þurfi ekki að vera í
vafa um þetta atriði, birtist um-
sögn tveggja lögfræðinga síðar í
þessu riti“.
Forstjóri Sambandsins lagði
fjórar spurningar fyrir lögfræð-
ingana. Fyrsta spurningin hljóð-
aði svo:
„Hver er réttur félagsmanna í
samvinnufélögum hér á landi til
að segja sig úr félaginu?“ Síðan
fylgja þrjár spurningar um
ábyrgð félagsmanna eftir úrsögn-
ina, og úrsögn félags úr Sam-
bandinu og ábyrgð þess eftir úr-
sögnina.
Annar lögfræðingurinn, Ólafur
Lárusson prófessor, svarar fyrstu
spurningunni á þessa leið:
„Hver félagsmaður getur hve-
nær sem er sagt sig úr félaginu.
Úrsögnin skal vera skrifleg og
send stjórn félagsins, og miðast
hún við næstu áramót þar á
eftir“.
Síðan fylgja svör við hinum
spurningunum.
B. Kr. hefir orðið allhverft við
umsögn lögfræðinganna, en auð-
vitað sér hann sér ekki annað
fært en að viðurkenna hana rétta.
í Morgunblaðinu skrifar hann
grein um þetta, sem hann kallar
Leiðréttingu, en hefði átt að kalla
játningu, því að í henni kemst
hann svo að orði:
„þessum spurningum svara lög-
fræðingarnir alveg á sama hátt
eins og eg mundi hafa svarað
þeim. Svör þeirra eru því alveg
rétt“.
En þegar hann er nú búinn að
gera þessa játningu, að lögfræð-
ingarnir hafi rétt fyrir sér í því,
að hver félagsmaður geti hvenær
sem er sagt sig úr félaginu, og að
úrsögnin gildi frá næstu áramót-
um á eftir, ætlar hann sér samt
að fara að reyna að flækja þetta
mál með því að segja, að spurn-
ing forstjóra Sambandsins til lög-
fræðinganna hafi verið skakt orð-
uð, eins og réttur félagsmanna til
að segja sig úr félögunum breyt-
ist eftir því, hvernig spurningu
er hagað til lögfræðinganna.
Um þetta segir B. Kr.:
„En þegar menn gæta nú nán-
ar að spurningunum, þá eni þær
ekkert annað en blekking, er virð-
ist gerð með yfirlögðu ráði, þar
sem þær koma því alls ekki við,
sem eg segi í hinum tilvitnuðu
orðum“.2)
En til þess að geta tekið svo
til orða, tilfærir hann eftir sjálf-
!) Leturbr. höf.
2) Leturbr. mín.
Reykjavík 2. desember 1922
50. blað
GLASGOW
MIXTURE
er indælt að reykja.
Smásöluverð kr. 3.50
‘h Ibs. baukar.
um sér alt önnur orð en þau, sem
svarað var. Tekur hann upp kafla
úr riti sínu á næstu blaðsíðu á
undan kafla, sem mér datt ekki í
hug að svara, af því að hann var
ekki svaraverður, en nú dregur
hann þennan kafla fram á ný og
vill láta svara honum. Kaflinn er
svohljóðandi:
„Svo er að sjá á lögum kaup-
félaganna, að menn geti sagt sig
lausa við þau, ef þeir óska, með
eins eða tveggja ára fyrirvara,
enda var áformið upphaflega1)
að láta þau versla skuldlaust,
eins og áður er sagt, og þetta
gátu menn gert á meðan skuld-
imar voru litlar eða engar. En
þrátt fyrir þessa heimild geta
menn ekki sagt sig úr félögum
þeim, sem eru stórskuldug, því
itrsegjanda ber að borga skuld-
13 nar, að minsta kosti að sínu
kyti, og það mun hann sjaldnast
geta gert“.
Eins og allir sjá, er þessi grein
annars eðlis að efni og orðfæri
Fyrri greinin er árás á Samband-
ið, og skuldum þess kent um að
menn geti ekki sagt sig úr kaup-
félögunum, sem í því eru. Fell-
ir hann um það almennan dóm,
að enginn félagsmaður geti sagt
sig íöglega úr kaupfélögunum eða
Sambandinu. í seinni greininni er
aftur á móti skuldum kaupfélag-
anna kent um, að menn geti ekki
sagt sig úr félögunum, hvort sem
þau eru í Sambandinu eða ekki.
Spurningar forstjórans eru því
beint sniðnar eftir staðhæfing B.
Kr. í fyrri greininni, og því um
enga blekkingu að ræða. Aftur á
móti gerir B. Kr. sig sekan í
rangri tilvitnun í sitt eigið rit,
sem hann ætlar að nota til blekk-
ingar í málinu. Ætti hann að
varast það í áframhaldi þessarar
ritdeilu, því að hanji bætir ekki
með því málstað sinn eða fyllir
upp í eyður röksemdanna.
það mætti ætla, að B. Kr.
mundi láta sér nægja svör lög-
fræðinganna, sem eru alveg full-
nægjandi, einnig gegn þeim kafla
ritsins, sem B. Kr. tekur upp í
Morgunbl.grein sína. En úr því
að hann finnur það ekki, verður
að leiðbeina honum lítið eitt. En
þá best að byrja á því, sem B.
Kr. segir sjálfur í Morgunbl.grein
sinni um þennan kafla ritsins,
því að skoðun hans er þar breytt
eftir að hann hefir séð umsögn
lögfræðinganna. Hann segir svo:
„Svona er það að minsta kosti
siðferðilega skoðað. En vel má
vera, lagalega séð, að úrsegjandi
geti sagt sig úr félagi, ef hann
aðeins getur borgað sína eigin
skuld“. Étur hann þar með ofan
í sig meira en til hálfs, það sem
hann étur til fulls ofan í sig á
hinum stöðunum í sömu grein-
inni, með því að segja, að lög-
fræðingarnir hafi alveg rétt fyrir
sér í því, að hver félagsmaður
geti sagt sig úr félaginu hvenær
sem er. Er ekki hægt að segja, að
honum sé klýjugjarnt, þar sem
hann veit þó, að Morgunblaðið,
hans eigið blað, er búið að éta
þetta sama ofan í sig á undan
honum. pað verða því heldur ekki
vandræði að hjálpa honum til að
renna niður leyfunum í annað
sinn, og þarf ekki aðstoð lög-
fræðinga til þess, þó að B. Kr.
óski eftir því.
I orðum þeim, er tilfærð voru
hér á undan, viðurkennir B. Kr.,
!) Leturbr. höf.
að allir þeir, er geti borgað sína
eigin slculd í kaupfélögunum,
geti sagt sig úr þeim löglega, en
það er með öðnim orðum allur
þorri samvinnumanna. Eftir eru
þá aðeins öreigarnir og svo hin
siðferðilega hlið málsins. Um ör-
eigana er það að segja fyrst og
fremst, að ábyrgð þeirra er
einskisverð l'yrir félögin, svo að
það verður ekki haldið í þá af fé-
lögunum, ef þeir vilja segja sig
úr þeim. Sjálfum getur þeim ekki
stafað hætta af samábyrgð við
hina, sem geta borgað bæði sín-
ar. skuldir og skuldir öreiganna
með, svo að þeir hafa enga
ástæðu til að segja siff úr félög-
unum vegna ábyrgðarinnar. En ef
þeir samt sem áður vilja segja
sig vir félögunum, fara þeir að
því á sama hátt eins og aðrir fé-
lagsmenn, að þeir senda stjórn-
inni skriflega úrsögn.
En það er annað, sem þeir
ekki geta gert, og sem B. Kr.
blandar saman við þetta mál. Ef
kaupmaðurinn vill hjálpa þessum
mönnum, þá flytja þeir skuld
sína og viðskifti til kaupmanns-
ins um leið og þeir segja sig úr
félaginu, en ef kaupmaðurinn lít-
ur svo á, að varasjóður hans eigi
ekki að vera líftrygging þessara
manna, þá verða þeir að sætta sig
við hjálp samvinnumanna á með-
an samvinnumenn vilja ábyrgjast
skuldir þeirra með þeim. Og
þessu er eins varið, hvort sem
kaupfélagið er í Sambandinu eða
það stendur utan við það. þess
vegna er það líka ein af blekk-
ingum B. Kr. að ætla sér að setja
úrsögn félagsmanna úr kaupfélög-
unum í samband við það, hvort
Samband ísl. samvinnufélaga er
til eða ekki, því að menn verða að
haga sér nákvæmlega eins við úr-
sögn sína úr félögunum, hvort
sem félögin eru í Sambandinu eða
ekki.
Eftir er þá að athuga siðalög-
mál B. Kr. pegar hann finnur, að
búið er að kippa lögfræðislega
grundvellinum undan fótum hans,
sem hann þóttist standa föstum
fótum á áður, segir hann í Lög-
réttugrein sinni: „Svona er það
að minsta kosti siðferðilega skoð-
að“. En kaflann sjálfan í riti
sínu hefir hann orðað nógu loðið
til þess að leggja megi í hann
fleiri merkingar. Hann segir, að
úrsegjanda beri að borga skuldir
félaganna ,,að minsta kosti að
sínu leyti“. Ef hann á hér við
skuld úrsegjandans sjálfs, þá ei
það gefið, að hann getur ekki
sagt sig undan skyldunni til að
greiða sína eigin skuld, en ef
B. Kr. á hér við skuldir kaupfé-
lagsins út á við, eins og orðalag-
ið bendir til, ef ekki er lesið í
málið, þá er staðhæfing hans al-
veg röng, því að um leið og úr-
ségjandi neitar að taka þátt í
ábyrgðinni á starfsemi félagsins
eftir að úrsögn hans gengur í
gildi, afsalar hann sér tilkalli til
eigna þess, svo sem húsa, lóða,
vörubyrgða, sjóðeigna og kröfu-
réttinda. En úrsögn hans er mið-
uð við áramót, af því að þá eru
reikningar félagsins gerðir upp,
eignir þess og skuldir taldai' sam-
an og metnar, og kemur þá í ljós
gróði eða tap af rekstri kaupfé-
lagsins á árinu, sem úrsegjanda
ber að taka þátt í. En um leið og
pví ov inkis, fBiiux niour bæöi hin
lagalega og siðferðislega skylda
úrsegjandans til að taka þátt í
tapi því, sem verður af rekstri
íélagsins þar á eftir, og þó að
úrsegjandinn beri ábyrgð í 2 ár
eftir úrsögn, eru það ósannindi
hjá B. Kr., að hann beri ábyrgð
á öllum skuldum eða skuldbind-
ingum, er til eru orðnar áður en
lýkur því reikningsári, er hann
segir sig úr félaginu. Á skuldum
þeim, er félagið stofnar eftir
næstu áramót frá úrsögn úrsegj-
andans, ber hann ekki ábyrgð í
þessi tvö ár.
Hinn siðferðilegi grundvöllur
B. Kr. dugar ekki betur en hinn
lögfræðislegi og ætti hann því
eftirleiðis að skrifa færri „leið-
réttingar“ en koma með fleiri
játningar og leggja síðan niður
vopnin, því að bardagaaðferð
hans er ekki sigurvænleg á þann
hátt, er hann hefir hafið hið
fyrsta áhlaup.
Einarsnesi 22. nóv. 1922.
Páll Jónsson.
-----o----
60mul rfldella.
Sumir munu enn minnast þess,
að fyrir rúmum fjórum árum var
háð opinber ritdeila út af veiting
póstafgreiðslumannsstöðunnar á
Seyðisfirði. Tilefnið var það, að
Sigurður Jónsson atvinnumálaráð-
herra veitti stöðuna búsettum
manni á Seyðisfirði, sem hafði
ágæt meðmæli manna þar eystra,
en einn umsækj enda var póstþj ónn
úr öðru pósthúsi og hafði hann
meðmæli póstmeistara.
Jón porláksson verkfræðingur
var annar aðili deilunnar 0g hann
„gat eltki komist hjá því“ að
víta þetta harðlega. Veitingin væri
stórhneikslanleg. Póstmeistari
væri lítilsvirtur, póstmannastétt-
inni misboðið, hagsmunir hins op-
inbera virtir að vettugi, ungir
menn fældir frá póststörfum 0.
s. frv.
Ritstjóri Tímans var hinn aðili
deilunnar. Hann hélt því fram, að
aðalatriðið um slíka embættaveit-
ingu sem þessa væri það atriði,
hvort veita ætti þessar stöður
óæðri póstþjónum eða þeim mönn-
um sem búsettir væru á staðn-
um. Með öðrum orðum, hvort gera
ætti þessi póstafgreiðslumanna-
störf í kauptúnum að sjálfstæð-
um embættum, sem hlutaðeigend-
ur þá hefðu að aðalstarfi. — Og
þar sem þessar stöður væru enn
svo illa launaðar, að fjölskyldu-
menn gætu ekki lifað á þeim ein-
göngu, lægi beint við að veita
þær mönnum sem væru búsettir
á staðnum, sem hefðu þessa
stöðu til stuðnings annari at-
vinnu.
Vitanlega breytti deila þessi
engu um veiting stöðunnar. Bú-
setti maðuyinn á Seyðisfirði hélt
póstafgreiðslumannsstöðunni og
heldur henni enn.
En mjög stuttu síðar varð póst-
áfgreiðslumannsstaðan á Patreks-
firði laus. Og nú var valin hin
leiðin. Nú fékk enginn búsettui
maður á Patreksfirði þessa stöðu,
heldur einn af óæðri póstþjón-
unum í Reykjavík. I þetta sinn
var póstmeistari því ekki lítils-
virtur, póstmannastéttinni ekki
misboðið og hagsmunir hins op-
inbera ekki virtir að vettugi —
að dómi Jóns porlákssonar.
Og nú eru liðin fjögur ár. Og
er því fróðlegt að gefa gaum að
hvernig farið hefh’.
Ekki hefir annað heyrst en að
alt sé í besta gengi hjá búsetta
manninum á Seyðisfirði sem fékk
póstafgreiðsluna. pað ber ekki á
öðru en að hagsmunum hins op-
inbera sé vel borgið hjá honum.
En hjá póstafgreiðslumannin-
um á Patreksfirði hefir orðið stór-
kostleg sjóðþurð. Hann getur
ekki staðið í skilum með um 30
þús. kr. af póstfé sem honum var
trúað fyrir. Hann hefir þegar
fengið dóm sinn fyrir það heima
í héraði. Svona var hagsmunum
hins opinbera vel borgið hjá hon-
um. Og einn hinna búsettu manna
á Patreksfirði hefir gegnt þar
póstafgreiðslunni síðan uppvíst
varð um sjóðþurðina.
Hvað segir Jón porláksson hér
um? —
Vitanlega verður engin algild
íegla dregin af einstökum dæm-
um. En sennilega er mönnum það
ljósara nú, en 1918, að þjóðfélag-
ið íslenska hefir ekki ráð á því
að búa til hálaunuð embætti í
kauptúnum landsins úr stöðum
þessum, sem sérstök stétt eigi að
eiga sérstakan aðgang að.
Og nú hefir reynslan sýnt hitt,
sem áður átti að liggja í augum
uppi, að hættulegt er að trúa ung-
um og illa launuðum mönnum
fyrir háum fjárhæðum af opin-
beru fé.
Ritstjóri Tímans verður því enn
að halda fast við þá skoðun sem
hann hafði áður og vitnar nú enn
í það að reynslan er ólygnust.
——0------
Leikfélag Reykjavíkur byrjar
starfsárið með því að leika fjör-
ugan gamanleik eftir sænskan
höfund: Ágústa piltagull. Frú
Guðrún Indriðadóttir leikur aðal-
rlutverkið. Meðferð félagsins er
til sóma. Flestir leikendanna eru
hinir sömu og í fyrra.
----0----