Tíminn - 16.12.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.12.1922, Blaðsíða 4
170 T í M I N N Notið að eins islenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Hafið þér séð nýju dúkana frá Klæðasrttíðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaurasdúka o. m. fi. til prýðis á íslensku heimili. ÍHfr Islenskir dúkar klæða Islendinga best. Kiæðasmiðjan Alafoss, p. t. Reykjavík:. Ódýrustu gg bestu oliumar eru: Hvítasunna, Mjölnir, Gasolía, Bensín, BP nr. 1, á tunnum og dunkum. Biðjið ætíð um olíu á stáltunnum, sem er hrein- ust, aflmest og rýrnar ekki við geymsluna. Landsverslunín. kona Einars í Saltvík var Kristín, dóttir Vigfúss bónda í Nausta- vík og Kristínar dóttur Sæmund- ar prests á Stað í Kinn, og er ættleggur sá alkunnur, og Gróu konu síra Sæmundar til biskup- anna Guðbrands og Jóns Arason- ar. Var Agata systir Sigríðar konu Bjarnar prófasts Halldórs- sonar í Laufási. — Kristbjörg heitin giftist á unga aldri Helga bónda Pálssyni, bjuggu þau mörg ár nyrðra góðu búi og eru mörg barna þeirra og bamabarna á lífi. Fyrir allmörgum árum fluttust þau suður til Einars sonar síns og þar dó Helgi fyrir fáum ár- um. Kristbjörg heitin var sjald- gæf kona að gáfum og gæðum. -----o---- A víð og dreif. Vosturierðir. Stjómin í Kanada loggur að sögn peninga í málgögn, »em dreift «r ókeypis um ísland, til að lokka menn til vesturferða. Á að nota harðæri það, sem stafar af kreppu íslands- hanka, til að skapa nýja vesturfarar- öldu, eins og milli 1880—90. þetta er ómannlegt verk og vonandi að góðir menn vestra taki í strenginn með Axel Thorsteinsson, sem and- mælti þessari veiðibrellu. þeir sem vestur fara, verða, ef þeir ætla að verða að manni, að ryðja sér braut i ónumdu landi. Hér heima má líka reisa nýbýli. Hér eru lika mörg nátt- úrugæði. Eklci þarf að flýja þess- vegna. þrjú stórmál. þarí að leysa á næstunni: 1. Að lækka liúsaleiguna í Reykjavik níð- ur í það, sem hæfilegt er samkvæmt fasteignamati, því að húsaleigan í Ifeykjavik er einn aðalþútturinn í að balda við dýrtíð i landinu, og óeðli- lega háum framleiðslukostnaði. 2. Að breyta framleiðslu landsins sem mest í ný matvæli, auðseld í Eng- landi á öllum tímum árs. Nýja strandferðaskipið á að gera þessa breytingu kleifa, einkum að því er snertir landvörur. 3. Að laga íslands- þanka. Setja frá þá bankastjóra, sem bera ábyrgð á tapinu, og láta nýja menn korna í stað þeirra, sem hafa hagsmuni landsins, en ekki einstakra kauphéðna fyrir augum. þrýsta nið- ur verði togaranna í sannvirði, svo að reksturinn geti borið sig. Koma skipulagi á togaraveiðarnar, þannig að sérstök flutningaskip annist um flutninginn á nýja fiskmum til Eng- lands. Setja nýtt bankaráð við ís- landsbanka, skipað af kjörnum full- trúum atvinnuveganna. Barnaskóli Reykjavíkur. íhaldsmannafélagið hélt fund um barnaskólamálið. Jón þorláksson og Ólafur Tliors vörðu þar gerðir þeirra, sem vilja liamla nýtilegum framför- um ínngöngu í skólann. þetta er rétt frá sjónarmiði íhaldsmanna. því verri kensla, því minni þjóðarþroski og því auðveldara fyrir „hákarlana" að gleypa minni fiskana. Gunnlaug- ur Claessen, þórður Sveinsson læknir og Jón Ófeigsson héldu uppi svörum fyrir framfarir og þekkingarhlið málsins, og fengu hinir ekki reist við rönd. B. Kr. og SamvnnuskóUnn. Öllum afturhaldsmönnum á íslandi er illa við Samvinnuskólann. það er besti vitnisburðurinn um þýðingu hans. B. Kr. hefir nýlega viljað eanna, að Samvinnuskólinn væri hlut- fallslega dýrari en kaupmannaskól- inn. Hversvegna eru góðar vörur dýrari en lélegar vörur? Af því að meiri og vandaðri vinna er lögð í að íiamleiða þær. Samvinnuskólinn legg- ur nemendum sínum til batri húsa- og bókasafnskost, betri og meiri kenslu. Hefir færri í bekk, til að kenslan verði að betri notum. Til- gangur kaupmannaskólans sýnist vera að draga sem flesta frá fram- leiðslunni í braskið, og hafa •kemmri- skírn á vinnubrögðunum. Tilgangur Samvinnuskólans er að veita viö- töku hæfustu mönnunum og búa þá vel undir alvarlegt lífast&rf. Selfoss'fundurinn. Niðurl. Fyrst á fundinum skýrðu þing- mennimir Eiríkur Einarsson og: jþorleifur Guðmundsson rækileg'a frá störfum þingsins í fyrra. Lýstu hversu stjóm J. M. hafði komið fjárhag landsins í óefni, með óhæfilegri eyðslu, enska lán- inu o. s. frv. þingið hefði því neyðst til að skifta um stjóm, þótt ekki hefði verið samfeldur meiri hluti að baki. Núverandi stjórn væri „tilraun“ til að kom- ast hjá að hafa stjórn, sem bindi hendur eftirkomendanna. — Hvort núverandi stjórn gæti staðist dóm þingsins í vetur, skyldi látið ósagt. p& mintust þeir á aðstöðu þingsins til innanhéraðsmála. p& tók til máls Jónas Jónsson frá Hriflu, um skólamálið aust- anfjalls. Kvað mikla nauðsyn að hrinda héraðsskólamálinu í fram- kvæmd. Hin erlenda menning eða menningarleysi væri að eyða sveitamenningunni. Suðurland væri í mestri hættu, af því það lægi opið fyrir áhrifum Reykja- víkur, sem raunar væri að verða einskonar úthverfi Kaupmanna- hafnar. þetta væri stærsta sveita- hérað landsins. þar yrðu á næstu árum miklar breytingar í búnaði og samgöngum. Samfara atvinnu- breytingunum yrðu að koma breytingar í uppeldi og andlegu lífi. Lagði til að kosin yrði þriggja manna nefnd til að inn- heimta gömul samskotaloforð, safna meii’u fé og vinnuloforð- um, ef unt væri, og komast í samband við samskonar nefndir í Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu. Var máli þessu ágætlega tekið og í nefndina kosnir: Gísli bóndi á Reykjum, síra Kjartan í Hruna og Páll bóndi á Ásólfsstöðum. Um Islands- banka töluðu aðallega: síra Ingi- mar á Mosfelli og Magnús Torfa- son sýslumaður. Víttu þeir harð- lega óhæfilega seðlaútgáfu bank- ans undanfarin ár, sem hefði auk- ið dýrtíð og eyðslu í landinu. Sýnt var fram á, að núverandi stjórn hefði vanrækt að skifta um tvo menn í stjóm bankans, og að óhæfilegt væri að forsætisráð- herra væri í bankaráði erlends hlutafélags. Harðorðar tillögur voru samþyktar um þetta efni, bæði móti stjóm J. M. og Sig. Eggerz, á hendur þeim ráðherr- um, sem ábyrgð bæm á van- rækslu að skifta um stjóm bank- ans, þótt æmar væru sakir. Samþykt var tillaga um að heimta kjöttollinn norska endur- greiddan af almannafé, styrkja ríflega Búnaðarfélagið og jarð- rækt. Styðja laxaklak í ölfusá og útrýmingu sels í ánni. Enn- fremur að breyta sveitarstjómar- lögunum þannig, að dvalarhrepp- ur sjái fyrir sínum ómögum, og að halda áfram rannsókn og und- iibúningi járnbrautar austur yfir Hellisheiði. Enginn maður lagði liðsyrði Mbl. eða stefnu þess og fylgifisk- um. Samkomulag vai’ hið besta nm að starfa í samvinnu að því að verjast skakkaföllum af stjórn- leysi og eyðslu yfirgangsseggja þeirra, sem sett hafa fjárhag landsins í voða, og og freista með vinnu og samheldni að rétta aft- ur við hag þjóðarinnar. Fundannaður.. ---o--- Orðabálkur. heiðinn, 1., heiðinna manna heilsa, stálhreysti: hann hefir heiðinna manna heilsu. Suðursv. bara (-aði, -að), áls.: skóginn ei farið að bara, það er farið að springa út bar á skóginum. Suðursv. brjóst: hann (hún) er ekki nema lifandi brjóstið, hann (hún) er frábærlega góðgerðasamur (-söm) og má ekkert aumt sjá. Suðursv. Nes. gili (-a, -ar), kk., sem er sila- legur, kemst varla úr sporí. Suðursv. ---r*--- Yfir landamærin. Á Selíossfundinum kom sinn bóndi meö sinskonar vantraust á Búnaðar félagið. Vildi láta minka styrk til þess. Tillaga gagnstæðs eðlis var að vísu samþykt með öllum atkvæðum. En skiljanlegt er að slíkar raddir séu til í Árnessýslu. þar þelckja menn félagið af Sigurði ráðunaut. Annars- vegar af gömlu mælingunum. Hins- vegar af öfundarorðum lians um sam- verkamenn sína við félagið, þá sem mikið hafast nýtilegt að. Einhverjir tveir „puðar“ hafa ný- lega spurt hvað liggi eftir Menning- arsjóð samvinnumanna. Að líkindum þykir „Kóplendingum" (spekúlönt- um, bröskurum og gjafaþegjum ís- iandsbanka) nógu mikíð aðgert með styrk sjóðsins. Undirbúin samvinnu- löggjöfin, sem flaug gegnum þingið, og sparar Sís milli 50—100 þús. kr. árlega og einstökum kaupfélögum til samans tugi þúsunda í ranglátum sköttum. Gefið út tímarit um sam- vinnumál, og ritlingur og ritgjörðir móti rógi „Kóplendinga". Árlega nokkrum tugum ungra manna kent hvernig samvinnustefnan getur bjargað fjárhag einstaklinga og þjóða. Skyldi braskliðið óska meiri sigra fyrir menningarsjóð samvinnu- manna? Eitt af ákvæðum samvinnulaganna er stílað á fáránlega óvenju, lem Arnór í Hvammi hafði komið á í Sláturfélagi Skagfirðinga. Upphaflega hafði karll tekist að bola sér í stjórn félagsins, og sat þar ár eftir ár, með því að greiða sjálfur atkvæði (og aðrir í stjórninni), þótt ekki væru þeir fulltrúar. Neytti karl þess, að fulltrúar voru fáir og endurkaus sjálfan sig, hvað sem bændur í hér- aðinu sögðu. Samvinnulögin banna nú stjórnendum í samvinnufélagi að greiða atkvæði á fulltrúafundum, nema þeim, sem eru kosnir fulltrú- ar. Arnór liefir þannig áunnið sér þá einkennilegu frægð, að setja hef- ir orðið sérstök ákvæði i landslög- in móti drjólaskap þeim, sem hann var að reyna að innleiða í þjóðnýt- an félagsskap. X. ---O-- Úr bréfum. Eyjaíirði 1. des. 1922. Afkoma manna má heita góð, þeg- ar tillit er tekið til þeirra miklu örðugleika, sem landbúnaðurinn á við að búa. Er það vafalaust mikið að þakka Kaupfélagi Eyfirðinga, sem gert hefir sitt til að verja bændur álöllum. Enda standa héraðsbúar þétt suman um samvinnufélagsskapinn og láta sér hvergi þoka. Mun ey- firskum samvinnufélagsmönnum yf- irleitt hafa tekist að verjast skuld- um þetta ár. Hefir það þó verið ærin aflraun í svo óhagstæðu árferði. Og meiri sjálfsafneitun, dugriað og þraut- seigju hefir til þess þurft, en sltrif- finsku-burgeisar með ístrumaga hafa vit til að skilja. Ullarverð í Ií. E. ei að minsta kosti kr. 3,25 kg. nr. 1. Er það 50—75 aurum hærra en kaupmenn á Akureyri borguðu síð- astl. sumar. Sitja þeir nú og naga á sér neglurnar, sem kusu heldur þau kjörin. — Eg hefi nýlokið við að lesa ritgerð Páls í Einarsnesi, gegn bæklingi B. Kr. Minnist eg ekki að hafa nokkurntíma séð eins greini- lega gengið milli bols og höfuðs á nokkurri rítsmíð. Bæklingur B. Kr. er svo gersamlega táinn sundur, að ekki er nokkur tuska heil eftir. Væri B Kr. hollast að skríða inn í maura- liolu sína, og stynja þar yfir vonsku mannanna og „gullkrónunum". Hann hefii' hvort sem er ekki haft annað upp úr þessari herför en erfiðið og sltapraunina. Og ekki batnar, ef hann heldur áfram. Annars býst eg við að B. Kr. hafi ekki gert sér ljóst, hvað það var, sem hann tókst á hendur, þegar harin lét leiðast út í þetta. Að hann hefir risið öndverður gegn mannfélagslegri endurbótastarfsemi, umbótahugsjón, sem altaf ryður sér meira og meira til rúms hjá menn- ingarþjóðunum, og borin er uppi af viljasterkum framfara- og framtíðar- mönnum. Hér er um menningarlega framþróun að ræða, sem þeim mönn- um er algjört ofurefli að kveða nið- ur, sem svo er ástatt um, að eiga mislita fortíð og enga framtíð. Ekki skal þvi neitað, að pési B. Kr. hafi haft nokkur áhrif meðal samvinnu- manna hér í Eyjafirði. En ekki hafa þau áhrit' verið í þá átt, sem til var stofnað af höfundinum. pað hefir sem sé ltomið berlega í ljós, að öll skrif B. Kr. hafa þjappað samvinnu- mönnum enn fastar saman, og öll þessi herferð gert samvinnufélags- skapnum stórgagn. Eg vorkenni B. Kr. að hafa lent i þessu á gamals aldri, at' því hann mátti ekkort missa. Eyjafirði 16. nóv. 1922. — — Verslunin sr að vísu okki hagstæð, þó ekki lakari en búast mátti við, eftir því sem i heimspott- inn er búið. Allur verknaður, sem til er stofnað, hefir sínar afleiðing- ar. pegar fjármunum og fólki er lóg- að í miljónum miljóna svona út í Lesið. — Fyrir 1 kr. i peningum, ónotuðum frímerkjum eða 200 ógöll- uð alm. ísl. frímerki notuð, fáið þér scndar yðar að kostnaðarlausu Ðraumaráðningar, ásamt leiðarvísi til að spá í sþii, finna lunderni manna og spá i bolla. Skrifið með fyrstu ferð. — Utanáskrift: Krónuútgáfan, Reykjavik. Nonni er kominn heim. bláinn, liljóta afleiðingarnar að koma óþyrmilega niður og ná til margra, en tíminn er furðu fljótur að lækna alt og laga. Við hér tökum því með knúsandi ró, höfum áður siglt með, fullum seglum, en rifum nú um stund og látum skútuna skríða hægt og rólega í áttina og víkjum hverig af striki, og ekki mun langt urn liða þar til við höfum upp topp og klífur og látum Gamminn geisa og gnoðina bruna fyrir fullum seglum, eins og áður gerðist. Galdurinn er sá, að sigla „flott vekk", þótt byrinn standi ekki beint í seglin. Sumum samvinnumönnum þykir ekki blása byrlega um þessar mundir, og eru nokkuð á báðum áttum, 'livort for- ystusauðirnir muni ná húsum með hjörðina, eftir þeirri stefnu, sem haldið er. pessir tvíátta menn eru nokkrir. peim líður illa, þeir eiga í sífeldu stríði og baráttu, eru sam- vinnumenn í dag en á morgun hitt. pessir menn eru það, sem Björn Kristjánsson, Björn Líndal og allskonar Birnir nota líkt og reyk- vískar dömur nota hljóðfærin sín; þeir spila á þá og spila með þá, en ávinningurinn er enginn og verður enginn. þessir menn, sem voru sam- vinnumenn á daginn en kaupmanna- sinnar á nóttunni, breytast ekki hót. þeir verða sami reykur, svo alt er þetta unnið fyrir gíg, hvað snertir þá beinlausu. En hver einasti hugs- andi og lifandi samvinnumaður gat ekki fengið betri vakningu að þessu sinni en bækling Björns, og það sem hann hefir í eftirdragi. Karlinn var svo mátulega brokkgengur á sann- leikann og rökin, og þekkingin virt- ist alveg sniðin eftir þörfum okkar samvinnumanna, til þess að pésinn gæti komið okkur að fullu liði. Hér sannast liið fornkveðna: „þér ætluð- uð að gera mér ilt“ o. s. frv. það er um að gera að nota þá þessa karla, þtgar þeir draga út, og að þessu sinni hefir það hepnast ágætlega með Björn. Ritgerð Páls er meistara- stykki. Eg efast um, að þlð Víkur- búar skiljið það til fullnustu, hversu mikils virði þessi vígbúnaöur þeirra nú er fyrir samvinnufélagsskapinn úf um land. pað lá i augum uppi, að okkur vantaði eitthvað. Innieign- ir og peningar liefir mikið að segja hér fyrir norðan og heldur mörgum manninum við efnið, á meðan þarf fólkið ekki annað lyf. En þegar tóm- hljóð er komið í skúffurnar, slær deyfð og drunga yfir fólkið, vilji og hugsun lamast, og menn fara að móka, og þeim syndasvefni verður ekki aflétt, nema talað sé til fólks- ins á annarlegum tungum. pessi vakning ltom þvi bæði á mjög hentug- um tíma og var mátulega hávær til þess, að sem flestir gætu haft henn- ar not. Hafi Björn blessaður gert. ----0----- pað mun vera ákveðið að jarð- arför Hannesar Hafstelns fari fram á alþjóðarkostnað. „Kammermúsík“. petta orð er svo ljótt, að það má ekki koma fyrir að það festist í íslensku máli. En það merkir samleik ýmissa hljóðfæra og stofnaði pór- arinn Guðmundsson fiðluleikari til hans nýlega hér í bænum ásamt félögum sínum, og fór vel úr hendi. Látinn er hér í bænum Helgi Helgason tónskáld og trésmiður. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.