Tíminn - 24.02.1923, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1923, Blaðsíða 3
TlMINN 9 sjóð, þá er unnið fyrir gíg og ver farið en heima setið. það má skifta um stjórnir, og- það má skifta um þing, en stefnunni verð- ur að halda, annars snýst það sem rétt hefir verið gert upp í misrétti, og það á það ekki skilið. þegai’ maður athugar „status“ landssjóðs, yfirlit yfir eign- ir og skuldir, eins og hann er í landsreikningnum fyrir 1921, í lck þess árs, sést það fljótt, að „tjáir ei við kreptan hag að búa“. Skuldirnar eru þá 16.385.000 kr. þar eru líka taldar ýmsar eignir þannig, að umfram skuldir eigi ríkið 13.718.000 kr. Eg skal ekki rengja þá skýrslu, en maður sér á augnabliki, að þar eru talhar margar eignir, sem ekki eru sam- bærilegar skuldunum, sem aldrei verður hægt að verja til að borga skuldir með. Vitaniir eru taldir alt að 1 miljón kr. virði, en við hvorki getum né viljum selja þá til þess að borga upp í skuldir. | Símakerfin eru talin upp undir 3 miljónir, en við hvorki getum né viljum selja þau fyrir það, og þau renta heldur ekki þessa upp- hæð. Alveg sama máli er að gegna um eignir til almennrar og naúð- synlegrar notkunar, skólahús, spítala og hæli, kirkjur og prests- setur, og að mínu áliti einnig um þjóðjarðirnar. I eignum.sem hugs- anlegt er og forsvaranlegt að telja upp í greiðslu á skuldum, eigum við í hæsta lagi 6 milj., og eru þá eftir 10 milj. rúmar af skuldunum, sem við að vísu meira en eigum fyrir, en sem við ekki eigum arðberandi eignir fyrir, er geti rentað og afborgað skuldim- ar. þessar 10 miljónir verður því að borga af tekjum komandi ára, ef þeim eru ætluð 20 ár, þá Y> miljón á ári. Eg er ekki að gera ráð fyrir að engin ný lán verði tekin á þessu tímabili, en eg geri ráð fyrir, að það verði aðeins tek- in skynsamleg lán til arðsamra fyrirtækja, sem þá sjálf borga lánin, eða nauðsynlegra fyrir- tækja, og sé þá strax gert fyrir tekjum til rentu og afborgana. En slík lán koma ekkert þessu máli við. þær 10 miljónir, sem eg mintist á, eru tapaðir peningar og verða að borgast af árlegum tekjum. það var það, sem eg átti við áðan, að ekki væri allskostar rétt að telja allar lánaafborganir frá tekjuhalla eða með til tekju- afgangs hvers árs. þessar afb'org- anir eru nauðsynlegar og hagur ríkisins er ekki í réttu horfi, nema tekjur og gjöld standist á, þótt þessar afborganir séu taldar með gjöldum. það hafa heyrst ýmsar skýring- ar á því, hverjar orsakir liggi til þess, að fjárhag landsins er kom- ið sem komið er. Eg skal ekki fara út í það, en aðeins í fáum orðum taka fi’am það, sem lands- reikningar síðari ára segja um þetta. Ef maður tekur eiginlegar (ordinærar) tekjur og gjöld fyrir sig og ekki telur með tekjur af lánum eða eyddum eignum og heldur ekki gjöld sem verðmæti hefir fengist fyrir, sýnir það sig, að árlegar tekjur landssjóðs fyrir stríðið, 1913 og 1914, námu ca. 2 miljónum, 1915 21/2 og 1916 3 miljónum, og gjöldin stóðust nokkurnveginn á við þetta, og skuldirnar voru ríflega á við eins árs tekjur. En svo fer að fara út um þúfur. 1917 og 1918 eru tekj- urnar áfram ca. 3 miljónir, en gjöldin fyrra árið rúmar 5 milj. og síðara árið rúmar 6. þarna fara þá rúmar 5 miljónir. 1919 eru tekjurnar loksins samræmd- ar dýrtíðinni og standast vel á við gjöldin með hérumbil 8 milj. króna. En svo fer strax um þver- bak aftur 1920 og 1921; tekjurn- ar eru þær sömu, rúmar 8 milj., en gjöldin fara, sökum launalaga, dýrtíðaruppbótar o. s. frv. rúm- lega þrjár og tæpar 3 milj. fram úr þeim hvort árið. þarna eru þá komnar þær 10—11 miljón króna skuldir, sem nú þjaka oss, og stafa frá því, að við í hvort- tveggja skiftið vorum tveim ár- um of seint á ferðinni með að samræma tekjur og gjöld. það verðum við að láta okkur að varnaði verða. 1 En það er fleira, sem má lesa út úr reikningum þessara ára, og nú sný eg mér að ástandi lands og þjóðar yfirleitt, og í þvi er hagur landssjóðs ekki nema lítill þáttur, þó harla þýðingarmik- ill sé. Grundvöllurinn til hags- okkar nú er lagður á sti’íðsár- unum, fyrst hægt, en svo með sívaxandi hraða. Landsreikning- arnir, sem eg nefndi, bera það með sér, hvernig dýrtíðin geysaði yfir landið, taumlítið. Af dýrtíð- argróðanum, sem ríkin annars tóku drjúgan skerf af, og stund- um þvi nær allan, og vörðu til viðhalds þeim hluta mannfélags- ins, er fyrir mestum hallanum varð, fékk landssjóður ekki nema líið og of seint, hafði því ekki fé aflögum til verulegra ráðstafana móti dýrleikanum og varð að lána fé til þess að standast þá verðlagshækkun, er beint á hon- um lenti. Dýrtíðin keyrði fram úr öllu; fjölfróðir menn hafa hald- ið því fram, að Reykjavík um það leyti væri dýrasti staðurinn á hnettinum. Féð, sem ekki var hirt hjá stríðsgróðamönnunum, laut hinu forna lögmáli: „illur fengur illa forgengur“. þegar svo hrapið kom, tekjur minkuðu og eignir féllu í verði, en framleiðslukostnaður og skuld- ir héldu fullri hæð, steyptust at- vinnurekendur auðvitað um koll. Með blað og blýant í hendi kon- stateruðu bestu höfuð þjóðarinn- ar, að fiskveiðar og kvikfjárrækt borgaði sig ekki á Islandi. Nú sjá sem betur fer bæði þeir og aðrir, að þetta var of alment til orða tekið. Blessaður þorskurinn og sauðkindin var saklaus í þessu, það var bara svona máti að reka atvinnu upp á, sem ekki borgaði sig. En við stöndum eftir með tvær hendur tómar, og það því minna sem við erum skuldugir. Við erum líkt staddir og Isra- elsbörn í eyðimörkinni forðum. Við höfum dansað kringum gull- kálfinn, erum að súpa seyðið af honum og verðum nú að fara að draga okkur yfir eyðimörkina í áttina til hins fyrirheitna lands. Og við verðum að finna leiðina sjálfir. það er engin von á ský- stólpa eða eldstólpa til að vísa okkur veg, enda gerist þess ekki - þörf, því við höfum næga vís- bendingu í því, sem bæði við sjálfir og aðrar þjóðir hafa gert með góðum árangri, þegar líkt stóð á. Eftir fyrri styrjöldina miklu á fyrstu árum 19. aldarinn- ar, og eftir hrun þjóðbankans danska, þegar við stórtöpuðum og alt fór í kaldakol, eftir því sem farið gat á þeim tímum, ,var þetta unnið upp aftur á nokkr- um árum með atorku, iðju og sparsemi, við lærðum aftur að búa að okkar eigin framleiðslu frekar en áður, við lærðum að hjálpa okkur sjálfir. Sú kynslóð, sem ólst upp í þessum heilsusama skóla, var grundvöllurinn að öll- um þeim framförum, sem við tók- um fram um síðustu aldamót. Líkt stóð á um sama leyti bæði hjá Dönum og Norðmönnum, nema því meira áberandi sem þeir voru komnir lengra á veg, og með líkri aðferð komust lengra í fram- förum. Alveg sama dæmið er til hjá Svíum, og það líkara okkur, sem það er eldra, nefnilega eftir ófarirnar um 1720. Og ef vel er að gætt, sjáum við hvemig allar þjóðir, sem eiga sér viðreisnar von, nú feta þessa erfiðu braut, og atvinnuleysið, sem helst haml- ar öðrum þjóðum, á sér ekki stað hér í sambærilegri mynd. At- vinnuleysið hjá iðnaðarþjóðunum stafar af því, að þættir, sem þær ekki ráða yfir í atvinnurekstrin- um, ei-lendir þættir, hafa bilað eða horfið úr sögunni. Okkar at- vinnuleysi, að svo miklu leyti sem það kemur fyrir, á sér aðeins or- sök í handvömm og skipulagsleysi innanlands. Umfram alt verðum við að vita það, að okkur dugar ekki að hugsa um að hlaupast undan baggan- um, sem við höfum bundið okkur. Við megum ekki hugsa okkur eitt- hvert allsherjar töframeðal, eitt- hvert þjóðráð, sem á ódýran máta og með klókindum geti losað okk- ur við baggann. Slíkt þjóðráð er alveg áreiðanlega ekki til; það er ekki til og það væri alveg óheil- brigt og á móti allri hugmynd um réttlæti hlutanna, ef við gæt- um hegðað okkur eins og við höf- um gert, og losnað við afleiðing- arnar á nokkurn annan hátt en að vinna þær af okkur. því er al- veg eins varið með þjóðir og ein- staka menn, sem hafa lent í braski, skuldavafsi og reiðileysi. Annar tekur sig til með tápi og vinnur sig upp aftur, hinn gríp- ur eitthvert ,,þjóðráð“, skrifar falskan víxil eða eitthvað þvílíkt. Okkur er alveg óhætt að leggja út á hina erfiðu braut í fullu trausti þess, að hún liggur til l'ramtíðarlandsins okkar. Við eig- um atvinnuvegi, arðvænni og tryggari en flestar aðrar þjóðir, og það má bæta við þá því nær ótakmarkað, vinnandi menn okk- ar til lands og sjávar standa ekki öðrum að baki að dugnaði og at- orku, en á sumum sviðum að verklegri þekkingu. það -eru tölu- verðir ágallar á því, hversu af- urðir okkar komast á markað, sem eðlilegt er, því fram að þessu hafa útlendingar séð um það, við höfum ekki' fylgt þeim lengra en að skipshlið, en þetta á fyrir sér að lagfærast. Innflutning höfum við lengur stundað, og fer hann betur úr hendi. Eg held, að við séum mjög skamt komnir í, eða öllu heldur alveg vanti efnalega mentun. 3. flokks vörur renna í okkur eins og nýmjólk fyrir 1. flokks verð. Kaupvilji okkar á útlent skran virðist ekki öðrum takmörkum bundinn en kaupgetunni, og tæp- lega það. þó að starfsemi og framleiðsla sé aðalati’iðið, má heldur ekki vanrækja að geyma fengins fjár. Von mína um efnalega viðreisn þjóðarinnar hefi eg alveg bygt á henni sjálfri, og eg hefi alveg hlaupið yfir öll vanaleg svigur- mæli um þing og stjórn sem leið- toga þjóðarinnar. þesskonar orða- tiltæki eru orðin úrelt og alveg röng. þing, sem byggist á almenn- um kosningum og stjórn, sem byggist á þingræði, eni hvorug svo til komin, eða til þess gerð, að vera leiðtogar. þvert á móti er það almenn reynsla í öllum löndum, að þau fylgja straumn- um sem best þau geta. það er alt önnur og að mínu viti bæði virðu- legri og nytsamari staða, sem Hjartans þakkir fyrir allar hlýj- ar kveðjur frá vinurn og kunn- iugjum heima, á silfurbrúðkaups- degi okkar í dag 10. febrúar. Augusta og Ditlev Tliomseu. snúa við og reyna að halda upp á við aftur, enda verðum við að klífa til þess þrítugan hamarinn að komast upp aftur og út á víð- an völl, þar sem hægt verði að taka til við nauðsynlegustu og vandgeymdustu framkvæmdir. — þessari stefnu verðum við að halda og hún er afmörkuð fyrir yfirstandandi ár og fyrir hið næsta með frv. því, er nú liggur fyrir. Hlutverk þingsins í þessu efni er tiltölulega auðvelt, það tekur að minsta kosti enda, það er aðallega að láta ekki fá sig út úr stefnunni. I framkvæmdinni hvílir þetta mest á fjármálaráð- herra. Hann verður, hver sem hann er og hverjum flokki sem hann fylgir, daglega að hafa þessa stefnu fyrir augum, hann verður að spara bæði krónuna og eyrinn, og þó stöðugt að gera greinarmun á því, sem verulegt er og ekki, því sem til hagsmuna horfir og því sem má bíða. Og hann má umfram alt ekki fara að hugsa um að vinna sér til frægð- ar, með því að fara að leggja fé í einhver, kannske í sjálfu sér glæsileg og góð fyrirtæki, ef þau ekki eru samrýmanleg réttri stefnu í fjárhagsmálinu. Hann verður frá fyrsta degi að gera sér það ljóst, að hann aflar séi ekki vinsælda með starfi sínu, hann verður að ganga að því með opin augun, að hann, ef hann gætir skyldu sinnar, vinnur sér hvorki til frægðar né langlífis, svo eg víki dálítið við orðum - Magnúsar konungs. Hann verður að eiga þá réttu þjónslund, þjónslundina gagnvart réttu mál- efni og hann má engum öðrum herrum þjóna. Enginn skilji orð mín svo, að eg sé að kvarta fyrir mitt leyti yfir aðbúðinni, þvert á móti mega menn hér eiga það, að þeir láta vel að stjóm þegar þeir sjá hvað fara gerir, mér hefir veitt auð- velt að koma mönnum í skiln- ing um hvert stefndi og það var oft auðveldast með þá, sem bág- ast voru staddir. Einstöku menn, sem fullhagvanir voru á þessum slóðum býst eg við að hafi hugg- að sig við það, að „all skammæ mun skúr sjá“, en það er ein- mitt það, sem hún má ekki verða. Ef við ekki höldum stefnunni, með allri skynsemd náttúrlega, þangað til við erum komnir úr kútnum, ef nú eða næsta ár er tekið til aftur að rapla lands- fénu. Erfitt var að verjast því, að þetta -gerði félögin háð lánar- drotni, viðvíkjandi vöraverslun- inni. I öðru lagi var líf og lán félaganna með innkaup og sölu nær því eingöngu komið undir per- sónulegum eiginleikum stórkaup- mannsins í Newcastle, en ekki undir skipulagi sjálfra félaganna. Skipulagið var einskonar lýðveld- isgrunnur, með einveldistumi. Forgöngumenn þingeysku félag- anna fundu vel þessa ágalla. En lánsstofnanir vora þeim sama sem lokaðar, bæði utan lands og innan, og þá vantaði leiðtoga sem gætu gert hugsun þein-a að veru- leika. 1902 stofnuðu þingeyingar Sambandið, bæði til að vera fræðslusamband, og til að annast sameiginleg verslunarskifti. þeim fór eins og Móse, við ferðalokin. þeir sáu inn yfir hið fyriheitna land, en höfðu ekki aðstöðu til að komast þangað. Einar í Nesi hafði 1891 í stuttum bréfkafla til eins af vinum sínum lýst framtíðar- skipulaginu eins og það átti að vera að hans dómi: Kaupfélag við hverja höfn, félögin öll í sam- bandi. pau áttu að hafa erind- reka erlendis, í Englandi, Ham- borg og á Norðurlöndum. pau áttu að hafa skip í förum milli landa, og gefa út blað um samvinnumál, sem Einar vildi að kæmist inn á hvert einasta heimili, eins og Kirkjublaðið. pað varð lífsverk Hallgríms Kristinsson að gera þennan draum að veruleika. En honum fór eins og hinum mikla landfundamanni, sem ætlaði að finna sjóleið til Ind- lands, en fann í þess stað mikla alfu. Hallgrímur tók við litlu, því nær útkulnuðu pöntunarfélagi í Eyjafirði, sem hafði um 8000 kr. í veltu, og skilaði því eftir 10 ár þannig, að það var stærsta versl- un á landinu. Hann flutti fyrstur hingað til lands hið enska versl- unarform kaupfélaganna, að selja með dagsverði á staðnum og borga svo tekjuafgang um áramót. Hann braut hina gömlu reglu, að blanda saman innkaupum og veltufé. Lán- aði veltufé í banka, eftir því sem þurfti, og keypti og seldi vörur þar sem best voru kaup. Starfshættir Hallgi-íms í Kaup- félagi Eyfirðinga lýstu vel skap- ferli hans. Hann gerði ekkert til að ýta undir menn að koma í fé- lagið, og tók ekki nærri alla sem vildu koma. Ef hann hafði grun um að menn sem vora líklegir til vanskila, vildu ganga í félagið, tók hann þvert fyrir bæn þeirra. par sem hættan var minni, veitti hann mönnum leyfið með ábyrgð skilríkra manna. þessi varfærni hefði ekki átt við þar sem versl- unarhættir era eins og víðast hvar í næstu löndum, að hver maður greiðir um leið það sem hann kaupir. par eiga kaupfélögin að vera opin hverjum sem þar vill versla, og ekki er líklegur til að vilja spilla fyrir félaginu. En þar sem staðhættir gera óhjákvæmi- legt, að mönnum sé lánað mikinn hluta ársins, er slík varasemi vit- urlegt uppeldisráð. Til að tryggja skuldalúkningu um áramót, fann Hallgrímur upp nýtt fyrirkomu- lag, hinn svonefnda skuldtrygg- ingarsjóð. Fyrir hverja krónu sem félagsmaður skuldaði um áramót, varð kaupstjórinn að leggja fram nokkra tryg’gingu í sjóðinn. petta hafði æskileg áhrif. Eins og geng- ur hefðu verið til þeir félags- menn, sem gátu sætt sig við að skulda félaginu, en klufu þrítug- an hamarinn til að standa í skil- um, heldur en að kaupstjórinn yrði sektaður þeirra vegna. Síðar, þegar Hallgrímur var orð- inn forstjóri Sambandsins, fylgdi hann nákvæmlega sömu reglu. Hann bað menn hvergi að stofna kaupfélög. Enn síður að hann bæði þau að koma í Sambadið. Menn gætu spurt: Hversvegna gengu þá nálega allir bændur í Eyjafirði í Kaupfélag Eyfirðinga? Hversvegna gengu nálega öll kaupfélög á landinu í Sambandið, meðan hann hafði forustu þess? því er fljótsvarað. Af því að Hall- grímur var mikill leiðtogi. Af því hann stýrði fyrirtækjum sínum ör- ugglega til sigurs. þessvegna safn- aðist úrvalið af starfandi mönn- um í nálega öllum sveitum lands- ins undir merki Sambandsins. það er einkennilegt, að jafnan eru til margir menn, sem era haldnir af óstjórnlega sterkri löngun til að hafa mannafon’áð og virðingarstöður, en er sífelt synjað um uppfylling óska sinna. Yfir höfði þeirra hanga gullin aldini mannvirðinganna, aðeins örlítið hærra en þeir ná til með gómunum. Líf þeirra er samfeld hungurþraut. Aftur era aðrir sem ekki þrá völdin, en fá þau samt, sem eiga alla æfi í vök að verj- ast með að bægja burtu tilboð- > um um forastu, sem þeir ekki geta sint. Einn af þessum sjald- gæfu mönnum hér á landi var Hallgrímur Kristinsson. Hann vildi vera bóndi á lítilli jörð í Eyjafirði. En hann varð að vera kaupstjóra Eyfirðinga á Akur- eyri. Hann vildi halda áfram að vinna fyrir Eyfirðinga. En kröf- ur samvinnumanna í landinu báru hann út yfir hafið, til að vera sameiginlegur trúnaðarmaður þeirra, og á fáum missirum verð- ur Sambandið stærsta verslunar- fyrirtæki landsins, undir stjórn hans. Honum stóð margsinnis til boða að vera þingfulltrúi héraðs síns, bankastjóri, ráðherra 0. m. fl. af því tæi. Einu mannvirðing- armerki sem mér er ekki kunn- ugt um að honum hafi verið boð- in, voru orður og titlar. það sýn- ir góða greind hjá þeim, sem fara með þá hluti, að þeir vita, hverj- um þarf ekki að lyfta með þeim hégóma. Búskapur Hallgríms í Reykhús- um í Eyjafirði átti rót sína að rekja til tveggja þátti í eðli hans. Hann elskaði sveitina, landið, eins og það er hrjóstugt en fagurt. Hann vildi umbreyta moldinni sem verið hafði ói*æktuð, og gera hana að gróðurlendi. Og Reykhús V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.