Tíminn - 24.03.1923, Side 2

Tíminn - 24.03.1923, Side 2
24 T 1 M I N N Kverið. Frh. Hin kristilega kirkja segir Kver- ið að sé ein, heilög og almenn (§ 150). Eftir hina ósönnu lýsingu á hinum fjölmenna flokki heiðingj- anna, og hinn harða dóm um ein- lægni Múhameðs, koma þessi orð eins og hressandi andvari. það virðist opnast útsýni yfir skrúð- grænan almenning, þar sem ríkir heilög eining. En brátt þrengist aftur sjóndeildarhringurinn og himininn lækkar. Hin almenna kirkja er talin að skiftast í fjórar kirk j udeildir, rómversk-katólska, grísk-katólska, lúterska og kal- vinska (§ 154). Kristin kirkja skiftist að vísu í miklu fleiri kirkjudeildir en Kverið greinir, en hvað um það, hún gæti þar fyrir verið ein og almenn. En það er fjarri Kverinu að vilja láta nokk- urt barn, sem á því láni að fagna að vera fætt í þessu lúterska landi, lifa í þeim misskilningi, að þetta beri að skilja bókstaflega. I raun og veru eigi þetta tæplega við aðra en hina lútersku kirkju. Hún ein „kenni hreinan lærdóm guðs orða“ (§ 157). Hún hefir engan ókost sem nefndur sé. En ávirðingar hinna kirkjudeildanna eru taldar án þess að geta að nokkru kosta þeirra. Má vera að það sé góður og gildur kristindómur að geta tal- ið á fingrunum ávirðingar annara trúarfélaga og trúa á óskeikulleik sínnar eigin kirkjudeildar. En þetta hefir þá breyst síðan á tím- um Krists. Rómversk-katólsku kirkjunni er borið það á brýn, að hún meti „ýmsar mannasetningar jafngildar guðs orði, kenni að maðurinn rétt- lætist meðfram af verkunum, ákalli helga menn og trúi því, að páfan- um geti ekki skjátlast í trúarefn- um“ (§ 155). Ekki er tilgreint hver sé munurinn á guðs orði og mannasetningum, en sennilega á það að skiljast svo, að katólsk kn-kja geri erfikenning sína jafna biblíunni. En í því er lúthersk kirkja hinni katólsku systur sinni samsek. Ef það er sannmæli, að trúin sé dauð án verkanna, eins og Kverið bendir á (§ 100), þá er það hártogun ein að nefna það villu- kenning, „að maðurinn réttlætist meðfram af verkunum“. Hér er að- eins munur á orðum en ekki hugs- un. Helga menn ákallar katólsk kirkja með þeim hætti að ávarpa þá með þessum orðum: „Bið fyr- ir oss“, og hefir það jafnan við- gengist í kristinni kirkju, að leita fyrirbæna annara, og skiftir það minnu, hvort þeir eru lífs eða liðn- ir sem leitað er til. óskeikulleik páfans verður að vísu ekki bót mælt, en enn síður þó trúnni á óskeikulleik lúterskrar trúfræði, sem hún kemur bert fram í Kver- inu. Lútersk kirkja „kennir hrein- an lærdóm guðs orða“, segir Kver- ið, eins og bent hefir verið á, og á Kverið þar bersýnilega jafnframt við sjálfs sín kenning. — Við þetta er svo hnýtt þeim ummælum um grísk-katólska kirkju, að hún vaði í hinni sömu villu og hin róm- verska, að undanskildri trúnni á páfann, og mun ófróðum ungling- um þar af skiljast, að hún muni því fegri, að af sé sú táin, eins og fóturinn á þórarni Nefjólfssyni. En það er alkunnugt, hversu fjarri sanni það er. það er talið kirkju Kalvins til ávirðingar, að hún kenni, „að guð hafi fyrinhugað suma menn til vantrúar og eilífrar fordæmingar“, og á sú kenning vissulega síst skil- ið að vera kend við Krist. þráfald- lega hafa lúterskir guðfræðingar talað svo um náð guðs, vanmátt mannsins og eilífa fordæming, að kalla má að þeir hafi tæpt á því sem Kalvin einn, hinn rökvísi mað- ur, þorði að segja skýrt og skorin- ort. Endurbættu kirkjunni er og borið á brýn, að hún neiti „sannri nálægð líkama Krists og blóðs 1 kvöldmáltíðinni", en þar er vikið að máli, sem lúterskri kirkju ferst síst að tala um í ásökunarróm. Fátt er jafn sorglegt í sögu kirkju vorrar og það, þegar Lúther slær hendinni á móti sáttaboðum Zwinglis út af einu orði sem í milli bar. þann atburð má nefna fæð- ingu lúterskrar þröngsýni, þegar neitað var samvinnu við þá, sem á einu atriði höfðu annan skilning. þá klofnaði siðbótin í tvær kirkj- ur, og hefir aldrei um heilt gróið síðan, og er deiluefnið þó úr sög- unni, þvi allir, sem hugsa skoðanir sínar, munu nú viknir til kalvínsks eða katólsks skilnings á kvöldmál- tíðinni, því það er engum lengur ldeift nema svefngöngum að dansa á línu milli bókstafs og anda, eins og gert er í fræðum Lúthers í þessu efni. Svo lyktar þessari fræðslu um deildir kristinnar kirkju á þeim ummælum, að „þar eð lútersk kirkja kennir hreinan lærdóm guðs orða, ber oss að þakka guði það, að vér erum í henni fæddir“. Mér er sem eg sjái hinn rétttrúaða líta öðru auganu til himins en gjóta um leið homauga til annara kirkjudeilda, og þakka guði, að hann sé hvorki fæddur fyrir lút- ersku siðaskiftin né utan endi- marka þeirra, hvorki samtíðarmað- ur Sókratesar eða hins heilaga Fransiskusar, né heldur landi Pas- cals hins katólska eða Carlyles hins skotska kalvínista, heldur uppfræddur í hinni evangelisk- lúthersku þjóðkirkju Islands við hreinan lærdóm guðs orða. Kver- ið hefir þá aðferð, að tilfæra ritn- ingargreinar máli sínu til stuðn- ings, sem fæstar eru þó teknar úr samstofna guðspjöllunum og á stundum lúta að alt öðru en því, sem sanna skal, en hér hefir láðst Kaupið íslenskar vörur! Hreini Blautsápa Hreini Stangasápa HreinS. Handsápur Hrein® K e rt i Hreini Skósverta HreinE Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! að tilfæra bæn úr einni af dæmi- sögum Jesú, er gæti verið góð fyr- irmynd, og byrjar svo: „Guð, eg þakka þér, að eg er ekki eins og aðrir menn o. s. frv., eða þá eins og þessi tollheimtumaður". það er | hinn sami tónn í þeirri bæn og í ummælum Kversins um önnur trú- arfélög og kirkjudeildir. Kverið fer um þá, sem á annan veg hugsa, náköldum höndum seytjándu aldar rétttrúnaðar. það rifjar upp forn deilumál, sem löngu ei*u úr sögunni. það reynir að byggja upp múra • utan um lúterskan rétttrúnað, sem löngu eru hrundir, því þar sem áður voru djúpar grafir og háir múrar, eru nú víða hvar breiðir þjóðvegir milli kirkjudeilda. Deilumál nú- tímans era öll önnur en Kverið getur um. Kristin kirkja skiftist að vísu enn í margar deildir, en á- greiningurinn um trúaratriði er nú orðið ekki fyrst og fremst milli þeirra, heldur milli stórra flokka, sem eiga ítök í öllum kirkjudeild- um, og er þar ærið ófriðarefni, þó ekki sé verið að halda við gömlum skotgröfum, sem allir eru búnir að yfirgefa að einstaka eftirleguklerki undanteknum. Eg hefi þessvegna verið svo lang orður um þetta mál, að ekki verð- ur annað af Kverinu séð en að hjálpræðið sé bundið við kirkjuna, og þá helst við þá kirkjudeildina, sem „kennir hreinan lærdóm guðs orða“. það er andi Kversins, hvað sem um einstök orðatiltæki má segj a, að sáluhjálp manna sé bund- in við skoðanir þeirra; sá guð sem er fús á að fyrirgefa syndir, og það jafnvel hina hryllilegustu glæpi, geti ekki fyrirgefið þeim, sem fari villur vegar í skoðunum. Manni skilst, að sérkreddur kirkj- unnar séu nauðsynlegri til sálu- hjálpar en hreint hjarta og hreinar hendur. Hin ósýnilega kirkja, sam- félag heilagra, nær ekki út fyrir vébönd hinnar sýnilegu kirkju (§ 151). Kirkjan er guðs ríki eða ríki himnanna (§ 148). það er ekki verið að draga dul á það, að utan kirkjunnar sé engi'ar sáluhjálpar að vænta. Kirkjudyrnar eru hlið himnaríkis! Nema þér gangið inn um þær, munu þér alls ekki kom- ast í guðs ríki! Gyðingar töldu sig eina guðs útvöldu þjóð. Kverið fer ekki skemmra í einangruninni fyr- ii' kirkjunnar hönd. Kotrosknir er- um vér lútherstrúarmenn hér út á hala veraldar! Gáum að því, að við erum hér komnir út á hættulega braut. Hvað verður úr bræðralagshugsjón kristninnar með þessu móti? Og hvað verður um trú Krists á ómet- anlegt gildi hverrar mannssálar? Nær þá bræðralagið ekki út fyrir trúarfélagið ? Landi þinn einn er náungi þinn, sögðu Gyðingar. En Samverjinn, rangtrúaður og illa ættaður, getur reynst betri bróð- ir en jafnvel prestar og levítar hinnar rétttrúuðu þjóðar, sagði Kristur. Andi gyðingdómsins, andi þröngsýnis og einokunar, hefir orð- ið yfirsterkari og grúfir enn yfir íslenskri barnafræðslu. En slík einangrunarstefna er hættuleg.það er ekki hægt að byrgja ljósið inni, heldur verður dimt í kirkjunni þegar kreddunum er troðið í glugg- ana. Einangrunarpostulunum fer líks og manninum, sem ætlaði að saga af greinina, sem hann sjálf- ur sat á. Lífstraumar kristinnar kirkju koma úr öllum áttum. Að- alupptökin eru að vísu á Gyðinga- landi. þar spratt upp hin kristal- tæra lind kristindómsins. En marg- ar uppsprettur hafa runnið sam- an við hana, og það sé fjarri mér að kalla það eitt lifandi vatn, sem sprottið er upp á Gyðingalandi. Áhrifin hafa borist austan frá Efrat og Tigris, vestan frá Níl og sunnan frá óösum Arabíu. Móða kristninnar hefir fallið um frum- skóga heiðinnar menningar áður en straumar hennar skullu á ströndum lands vors. Hún hefir aukist, og stundum gruggast af grískri, rómverskri og germanskri heiðni, áður en rétttrúnaðurinn lagði klakabönd sín á hana. En nú er leysing í kirkjunni og þess ekki langt að bíða, að ólgan undir niðri og sólbráðin ofan að sprengi af henni klakaböndin. Ásgeir Ásgeirsson. Alþýðuskóli Þingeyinga. (Fylgiskjal með erindi til Alþingis). þingmaður Suður-þingeyinga hefir tekið að sér að bera fram beiðni um fjárveitingu á fjárlögum 1924 til stofn- unar alþýðuskóla í héraðinu. Er það samkvæmt áskorun þingmálafunda, er hann hélt með kjósendum sínum á Breiðumýri og Skógum, og mjög al- mennum héraðsvilja. í sambandi við þessa fjárbeiðni og í fullu samráði við þingmanninn, leyfum vér undirritaðir oss að leggja fram eftirfarandi skýr- ingar á málinu. Ber það til þess, að vér erum kunnugir málinu frá upp- hafi og höfum unnið að því að hrinda því áleiðis heima í héraði. Málið verður eigi fullljóst., nema saga þess sé lauslega rakin. — Hug- myndin um alþýðuskóla í sveit i þingeyjarsýslu er mjög gömul meðal einstakra manna. En á síðustu árum hefir það orðið aðaláhugamál ungra manna i héraðinu, og hafa ungmenna- félög sýslunnar tekið að sér forgöngu þess. Var það fyrst reifað í félögun- um 1912, en 1914 stofnuðu þau til sam- bands með sér („Samband þingeyskra ungmennafélaga") með þetta mál sem aðalmál. þegar málið hafði tekið fasta stefnu, hófu félögin fjársöfnun með samskotum 1917, en aðallega fór fjár- söfnunin fram á árunum 1918—19, og námu samskotin 21—22 þús. króna. Sumt af þessu fé var greitt um leið og lagt á vöxtu, en meiri hluti þess er / í loforðum, sem eiga að greiðast, þeg- ar til skólastofnunar kemur. Fé þetta er sumt frá einstökum mönnum, sumt frá ungmennafélögunum, sumt frá sveitarfélögunum og sumt frá sýslufé- lögum Suður- og Norður-þingeyjar- sýslu. Síðustu árin hefir fjársöfnun þessari eigi verið haldið áfram, að nokkru leyti vegna fjárhagsörðugleika héraðsins, en mest vegna þess, að tal- ið hefir verið rétt, að það biði þar til málið yrði tekið til framkvæmda. Samhliða þessu hefir alþýðuskóli starfað við smá kjör á Breiðumýri í Suður-þingeyjarsýslu í fjögur ár. Var hann fyrst rekinn á ábyrgð eins ung- mennafélagsins, en siðar á ábyrgð Arnórs Sigurjónssonar, en notið styrks frá ungmennafélögunum . í sýslunni. þessi skóli hefir af forgöngumönnum hans verið skoðaður sem einskonar tilraun um það, hvert stefna skuli í skólamálum héraðsins, og um leið vis- ir til framtíðar alþýðuskóla. Um það, hvernig fyrirkomulag skól- ans er hugsað, skal þetta tekið fram: 1. Skólinn skal reistur í sveit og í sambandi við hann rekinn sveita- búskapur, svo að hann þurfi ekki að kaupa að ísienskar landbúnaðarafurð- ir og geti haft starf handa þjónustu- fólki árið um kring, o. fl. Æskilegt væri, að þetta bú gæti verið fyrirmynd- arbú í kvikfjárrækt og jarðyrkju, auk annars, sem sjálfsagt er. 2. Skólinn á að verða sjálfstæður alþýðuskóli og eigi fastbundinn skóla- Kartaflan. ---- Nið.url. Undirbúningur jarðvegsins. J)að er enn eitt aðalatriði kartöflurækt- arinnar, sem er svo þýðingarmik- ið, að þó að útsæðið væri gott og gnægð áburðar, þá myndi kartöflu- ræktin þó mishepnast, ef jarðveg- urinn væri illa unninn. Best vinst moldin vitanlega, ef vel er stungið upp, með skóflu eða kvísl, þar sem hún er laus í sér. þá getur maður fínmulið hverja skóflustungu, og er það mjög nauðsynlegt þar sem kartöflur á að rækta. En fólkið er fátt og kaupið hátt, og uppstungan dýrari en plæging- in. En plæging getur vel komið að fullu gagni, ef vel er plægt. Eg hefi séð svo illa plægt, að það hefir verið nægileg orsök til þess, að uppskeran yrði léleg. Og víða hér er tilfinnanleg vöntun á góðum plægingamönnum. Áríðandi er að garðurinn sé plægður þegar mold- in er mátulega þur, svo hún molni vel fyrir plógnum. Og plógmaður- inn má ekki taka of breitt fyrir plóginn. Ekki borgar sig að plægja garð sem er minni en 100 fer- faðmar. Hvort sem stungið er upp eða plægt, þarf að raka yfirborð moldarinnar og mylja vel. J>að létt- ir fyrir rótarmyndun plantnanna, moldin þomar ekki eins fljótt og ella, og einnig verður hægara að vinna að hirðingu garðsins, ef yf- irborð moldarinnar er vel jafnað. Hér er siður að moka djúpar göt- ur í görðum. En það á ekki alstað- ar við. Sé nógur halli á garðinum, og hann vel framræstur, þá eru göturnar djúpu ekki aðeins ónauð- synlegar, heldur beint skaðlegar, því þá þornar moldin um of. En séu garðamir rakir, getur verið nauðsynlegt að moka götur, ef ekki er hægt að ræsa garðinn fram á venjulegan hátt. Ekki er hægt að gefa ákveðna reglu fyrir, hvenær skuli moka götur og hvenær ekki; þar verður hver hygginn maður að þýða þá staðhætti, sem fyrir hendi eru. Gróðursetning. Ekki má gróður- setja kartöflur fyr en klaki er far- inn úr mold, og best er að hún sé farin að hlýna áður en sett er. Kartöflumar eru viðkvæmar og þola illa kuldann. Hvort sem sett er í beð eða í raðir, skal umfram alt setja skipulega, hafa raðirnar þráðbeinar og jafnlangt á milli þeirra, og einnig jafnlangt milli plantnanna í röðunum. Móti þess- ari reglu er oft syndgað stórlega hér. En allir hljóta að skilja, að best er, að hver planta hafi sitt ákveðna pláss að vaxa á. Á þann hátt mætti oft koma fleiri plönt- um fyrir í garðinum heldur en þar sem engin nákvæmni er höfð og alt í óreglu. En önnur aðalástæðan fyrir því, að skipulega skal setja, er, að þá er hægt að koma verk- færum að við hirðingu garðsins, og hafa full not af þeim. Sé rað- sett, er mátulegt að hafa 50 cm. milli raða og 25—30 cm. milli plantna í röðunum. (Séu hestverk- færi notuð við hirðingu garðanna, þarf að hafa 60 cm. milli raða, helst.). En sé sett í beð, er heppi- legt að hafa þau 120 cm. á breidd og hafa á þeim 4 raðir. Verða þá 40 cm. milli raða, og þá skal hafa 30 cm. milli plantna í röðum. Göt- ur milli beða hæfilegar 60 cm. Best er að setja kartöflurnar niðui' með skóflu meðfram línu sem er strengd þar sem röðin á að vera. Séu kartöflurnar mátulega spírað- ar, þarf ekki að setja þær dýpra en það, að 5—6 cm. af mold sé ofan á þeim. Njóta þær þá þess að moldin hlýnar fyrst ofarlega, og geta farið að vaxa fyr. Tveir menn þurfa að vinna að niðursetning- unni, eigi verkið að ganga vel. Býr annar til holurnar og rótar yfir þær aftur, en hinn setur kartöfl- urnar niður. Til þess að setja kar- töflurnar í holuna, má nota ein- hvem liðlétting, en athuga verður að snúa kartöflunum rétt og fara varlega með þær, svo spírumar ekki brotni. Vil eg enn einu sinni endurtaka það, að vandvirkni við garðyrkjuna er óvíða nauðsynlegri en einmitt hér á landi. J>á kem eg að aðalatriðinu við hirðingu garði anna, sem er: Eyðing illgresis. Eg vék að því í byrjun greinarinnar, að einmitt við þetta starf þurfa vinnubrögð- in að gerbreytast til þess að fram- farir geti orðið miklar í garðrækt- inni. Ástandið er óþolandi eins og það er. Varla mun sjást ljótara land en illa hirtir matjurtagarðar, og alt of víða hafa þeir sést og sjást enn hér. Oft sjást garðar þar sem grösin varla standa upp úr arfanum. Sé maður á ferð í rign- ingu, mætir manni enn ljótari sjón: kvenfólk, skjálfandi af kulda, lúandi, skríðandi í pokum eftir djúpu götunum. Svo er arfanum fleygt í göturnar, þar rótfestist hann brátt og fer að vaxa, fellir fræ og verður svo jafnmikill að ári. J>etta em skrælingjavinnu- brögð, og með þeim útrýmir mað- ur aldrei arfanum. Gamla aðferð- in, að reita allan arfa með höndun- um, á að bannfærast og við eigum að læra að nota handverkfæri til hjálpar. Ef maður notar þau rétt,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.