Tíminn - 24.03.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.03.1923, Blaðsíða 4
24 T 1 M I N N Notið ad eins islenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Haflð þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili. Islenskir dúkar klæða Xslendinga best. Klaðasmiðjan Alafoss, P. *. Reykjavik Tilbúinn áburður. Þau kaupfélög, sem þurfa að fá tilbúinn áburð til þessa árs not- kunar, ættu að senda oss pantanir sínar fyrir þann 15. apríl n. k. Samband ísl. samvinnufélaga. Líftryggingarfél. ANDVAKA h.f. Kristianiu — Noregi Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur. Xslaixd-sdeilcLizn. |5 Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919. Ábyrgðarskjölin á íslensku! —Varnarþing í Reykjavík! ,, Iðgjöldin lögð inn í Landsbankann og íslenska sparisjóði. Dýrmætasta eignin er starfsþrek þitt og lífið sjálft. Trygðu það! Gefðu barni þínu líftryggingu! Ef til vill verður það einasti arfurinn! Líftrygging er fræðsluatriði, en ekki hrossakaup! Leitaðu þér fræðslu! Liftrygging er sparisjóður! En sparisjóður er engin líftrygging! Hygginn maður tryggir líf sitt! Heimskur lætur það vera! Konur þurfa líftrygging eigi síður en karlar! Með því tryggja þær sjálfstæði sitt. Forstjórí: Helgi Valtýsson, Póstliólf 533 — Reykjavík Heima: Grudarstíg 15 — Sími 1250 Á.V. Þeir sem panta trygging-ar skriflega sendi forstjóra umsókn og láti getið aldurs sins. Það er viðurkent að hér í Reykjavík er besti markaður- inn, bæði að því er snertir innkaup á vörum og sölu á framleiðslu- vörum. Verslun mín hefir ávalt birgðir af leirvörum, glervörum, postu- líni, eldhúsáhöldum og verkfærum. Barnaleikföng mikið úrval. Sömu- leiðis flestar matvörur og nýlenduvörur. Tek að mér sölu á flestum íslenskum vörum, sanngjörn ómaks- laun. Meginregla mín er: Lítill ágóði — fljót skil. Hraðvaxandi við- skifti eru bestu meðmælin. Harm.es vXónsson, Laugav. 28, Reykjavík. Sigurður Magnússon læknir frá Patreksflrði tekur að sór allskonar getur tafiö góð mál um stund, en hver slik töf bitnar að lokum á þeim, sem gera sig að steinum í götu framfara- málanna. Hveravatnið. Nú eru augu manna að opnast fyr- ir því, hvilíkur auður er fólginn í jarð- arhitanum hér á landi. Ætti að taka tillit til þess við byggingu skóla, og við verksmiðjur, sem rísa. kunna í ná- inni íramtíð. Til stendur að reisa hér- aðsskóla á næstu missirum bæði á Suðurlandi og í pingeyjarsýslu. Á báð- um stöðunum má gera ráð fyrir að verði alt að 100 manns í heimili á hverjum vetri. Ef þessir skólar væru bygðir á heppilegum stöðum, við heit- ar laugar, myndi mega minka dvalar- kostnað hvers manns á skólaheimiilnu um þriðjung, og hafa þó mörg þæg- indi að auki, sem erfitt er að meta tii fjár. Með heita vatninu má hita öll húsin, og húsin mega vera ódýrari af því að hitinn er gefinn. Hægt er að spara mikið eldsneyti við matseld og brauðgerð, þvo þvott við hveravatnið og þurka þvott við hverahita. Hafa heit böð kostnaðarlítið, og sundlaug, þar sem synda má allan veturinn, hvernig sem viðrar. Að lokum má hafa garðyrkju með margföldum árangri, bæði til gagns og fyrirmynd- ar. Á Álafossi hefir notkun hveravatns- ins gefist fyrirtaksvel. -----0----- Frh. af 1. síðu. um að hann væri öreigi. En fyrir 30—40 árum hefði B. Kr. fengið mikinn auð í hendur, líklega sem samsvaraði 300—350 þús. í núgild- andi peningaverði. Rekið síðan blómlega verslun fjölda mörg ár. Óhugsandi að gróði þeirrar versl- unar hefði verið minni en 100 þús. árlega sum stríðsárin. B. Kr. hlyti því að vera með ríkustu mönnum á landinu. pá vitnaði J. J. í fræði- fyrirlestur B. Kr. nýskeð, þar sem B. Kr. hafði haldið fram, að eng- in þurftarlaun væru til, að þeir fátæku væru sælir, en hinir ríku vansælir, og að illa fenginn auður hyrfi skjótt. Taldi ræðumaður rangt, að sá maður, sem áliti mikla peninga leiða til óhamingju, væri kvalinn með því að hauga í hann stórfé árlega, fé sem landið mætti illa missa. Eina skýringin á skyndilegri fátækt B. Kr. hlyti að liggja í því, að hann hefði dreg- ið auðinn saman ógætilega. pað væri þó ósennilegt. Hitt líkara, að maðurinn væri stórríkur, og skrökvað hefði verið að þinginu 1918. B. Kr. sat eins og klessa und- ir ræðunni, og var, eftir því sem áhorfendur sögðu, ýmist fölur eða blár og sterkrjóður. Ekkert orð treysti hann sér til að segja til vamar, og enginn af Moggadótinu þorði að verja málstað hans, nema með því að stinga höndunum þegj- andi ofan í sjóð landsins, og moka framvegis tugum þúsunda, sem „öreigastyrk“ til eins auðugasta manns í landinu. J. J. heimtaði nafnakall. Vildu 4 reka ámælið af landinu, Einar á Eyrarlandi, Guðm. í Ási (báðir móti öreigastyrknum í upphafi), J. J. og Sigurður í Ystafelli (til 2. umræðu). Alveg óvenjulegur áhugi var fyrir þessu máli. Allir pallar fullir og flestir þingmenn úr neðri deild flyktust inn í efri deild til að sjá, hversu „öreiginn“ bæri sinn þunga kross, og sannleikanum vitni. — Búist er við að dýrtíðaruppbót B. Kr. komi til umræðu í báðum deildum, við meðferð fjárlaganna. * ---o--- Fyrirlestur Þórðar læknis Sveinssonar. Niðurl. Mikil mótstaða hefir orðið gegn nýjungum þórðar, bæði frá einstöku læknum og ýmsum vankunnandi leik- mönnum. Allskonar kviksögur hafa verið settar af stað til að ófrægja vatnslækningarnar. þórður hefir látið alt slíkt eins og vind um eyrun þjóta, enda vafalaust skilið, að slik mótstaða fylgir hverri nýjung. Og því merkilegri og gagnlegri sem einhver nýjung er, þvi magnaðri verður mótstaðan jafnan. En fyrir skömmu áleit þórður rétt að hefja gagnsókn á hendur hleypi- dómunum móti vatnslækningunum, og hélt fyrirlestur um lækningatilraunir sínar undanfarin 12 ár. Stærsti sam- komusalur bæjarius var troðfullur og fjöldi varð frá að hverfa. Væntanlega gefur læknirinn þessa ræðu út hið bráðasta, því að í henni var sannar- lega margt, sem á erindi til allrar þjóðarinnar. Læknirinn skýrði þar frá tilraunum sínum og árangri við að lækna fjölda sjúkdóma emð vatns- kosti. Fyrst og fremst geðveiki á byrjunarstigi, inflúensu, skarlats- sótt, hálsbólgu, tæringu o. m. fl. Læknirinn lýsti átakanlega hversu hryggilegur sjúkdómur geðveikin er. Ilér á landi eru um 300 manneskjur meira og minna veikar. En hælið rúmar ekki í raun og veru nema Vo þeirra, þó að fleiri séu þar nú, vegna vandræða almennings. Siðan þórður komst á lag með vatnslækningarnar, hefir honum tekist að lækna nálega alla sem komið hafa til hans með geð- veiki á byrjunarstigi. Hinsvegar heíir hælið orðið að taka við mörgum erfið- ustu sjúklingunum, sem lengi eru búnir að vera veikir og lítil von er um að batni. í samhandi við geðveikina skýrði læknirinn frá tilraunum sínum að lækna ofdrykkjumenn á svipaðan hátt. Hafa þær tilraunir gefið mikla von um að ná megi miklum árangri á þeim vegi. Rétt áður en þ. Sv. hélt fyrirlesturinn, hafði hann sýnt land- lækni og öðrum merkum lækni úr bænum ofdrykkjumann, sem búinn var að lifa á vatnskosti í 42 sólar- hringa. Maðurinn bauð landlækni í krók, leit sællega og hraustlega út. Sár, sem hann hafði er hann kom á hælið, voru gróin, og maðurinn var sjálfur þakklátur fyrir það, sem búið var að gera fyrir hann til að losa hann úi klóm áfengisnautnarinnar. Annars var kynleg saga um þennan mann. Hann var mikill fyrir sér, sífelt ölv- aður og átti í höggi við lögregluna. Börn í nágrenninu voru hrædd við hann og fangavörðurinn vildi ekki hafa manninn í sínum húsum. Mann- tetrið var eiginlega utangarðs hjá mannfélaginu. Eitt kvöld er manni þessum hent dauðadi-uknum inn á Litla-Klepp. í fyrstu er hann illur við- ureignar, en sefast brátt við vatns- kostinn. En er sagan berst út um bæ- inn, að maður þessi fái ekki nema vatn svo vikum skiftir, þá fara ótal menn að láta eins og þeir hafi alt af haft mætur á honum. ítrekaðar til- raunir eru gerðar til að láta hann sleppa við vátnskostinn. Læknunum þótti tilraun þessi stórmerkileg, enda er það lengsti vatnskostur, sem þórð- ur hefir látið framkvæma. En nokkr- um ofdrykkjumönnum hefir nú ver- ið bjargað á þennan hátt, og er þó stutt síðan tilraunir þessar byrjuðu. Annars hefir þórður reynt aðferðir sínar við hina margbreytilegustu sjúk- dóma, útvortis og innvortis. Hann hef- ir séð um lækningar á fjölda manns, sem hafa hlýtt fyrirmælum hans, fengnum gegnum síma. Ef læknirinn gefur út lýsingu af öllum þessum til- raunum, og árangur þeirra, þá verð- ur hún áreiðanlega notuð eins og liandhæg lækningabók á mörgum heimilum. Aðalundirstaðan í hinum sérkenni- legu lækningum þórðar er máske það, að verjast sjúlcdómunum með því að lifa einföldu lífi. Eta léttan mat og ekki mikinn, drekka daglega töluvert af heitu, soðnu vatni, neyta ekki æs- andi meðala, t. d. víns og tóbaks. Með þessum hætti verður líkaminn það sem þórður kallar „hreinn". Eiturefni haugast þar eklci saman. Fita afmynd- ar ekki manninn og spillir heilsunni. Liffærin hafa nægilega næringu, en ekki of mikla, og of þunga. í veikind- um er um aö gera að hjálpa líkaman- um til að losna við eitrunina. það gengur best með því að lifa þá dögum saman á heitum vatnskosti. Álieyrendur gerðu hinn besta róm að máli þórðar. Dundi húsið við af lófataki að erindinu loknu. Menn fundu, að hér var á ferðinni merkileg nýung, sem getur snert lif og heilsu þjóðarinnar meir en margan ókunn- ugan grunar. Áheyrandí. ----o----- Enn um nýja flokkinn. Nýlega stóð grein í Morgunblað- inu, sem kölluð var „Tímagrobb- ið“. Greinarhöf. kallar sig bónda. En greinin er svo illa og órökvís- lega skrifuð, að hún mun ekki vera eftir bónda í orðsins venjulegu merkingu. Bóndi konu sinnar er hann ef til vill, hafi honum orðið kvonfangs auðið. Aðalefni greinar- innar eru skammir um Tímann og jafnframt væl um að mynda þurfi nýjan flokk. Er það sama tuggan og Moggi hefir sagt um það mál að undanfömu. Bæði greinarhöf. og Mbl. telja það víst, að í þess- um nýja flokki verði þeir menn, sem nú eru á öndverðum meið við Tímaflokkinn. En úr því þetta á að verða nýr flokkur, hlýtur hann að hafa aðra stefnuskrá og aðrar skoðanir en Morgunblaðsflokkur- inn nú. Samt eiga menn þess flokks að mynda þennan nýja flokk.. Af þessu sést, að blaðið og greinarhöf. telja það víst að menn þessir skifti um skoðun, finst það bara rétt og sjálfsagt, að menn þessir hafi skoðanaskifti eins og skyrtuskifti. Blaðið og greinarhöf. hljóta að þekkja þessa skoðana- bræður sína og hve fastir þeir eru á sannfæringu sinni, ef annars það nafn á við. — En hitt gæti og komið til greina, að um sannfær- ingu sé alls ekki að ræða hjá mönnum þessum, heldur sé það að- eins hagsmunapólitík sem haldi þeim saman. Væri það öllu góð- gjarnari tilgáta til þessara manna að þeir fengjust til að slá einhverju af henni, heldur en sannfæringu, væri hún til. — Iiöf. telur það Framsóknarfl. til lasts, að hann hafi stutt til valda gamlan mann. Höf. má ekki halda, að allir þeir sem teknir eru að eldast, séu ófær- ir til að fylgja með kröfum nú- tímans eða vinna að framförum, og verði því að teljast til Morg- unblaðsflokksins. Nei. Mikill fjöldi af gamla fólkinu er ungt í anda og vill að unga fólkið fái að njóta góðs af mannúðar- og frelsishreyfing- um nútímans, og fyllir því,ekki Mbl.flokkinn. En þetta virðist blaðið ekki geta skilið, af því það samrýmist ekki hagsmunapólitík þess. * Yflr landamærin. Sá maöur, sem B. Kr. vill að verði ritstjóri Mbl., heitir Steinn Emilsson. Fói' hann nýlega með Birni í fyrir- lcstraferð til Ilafnarfjarðar, og deildi einkum á Gyðinga. Einum fundar- manni kom þetta furðulega fyrir. Sagð- ist elcki vita betur en að afi Steins hefði verið Gyðingur, kaupmaður á Austurlandi og valinkunnur sæmdar- maður. Helsta atvinna Jóns Bergsveinssonar á fundum broddanna, er að standa upp á eftir E. Claessen og „vitna", eins og sumar herkerlingar gera á vakningarsamkomum hjálpræðishers- ins, þegar háttsettar persónur í hern- um liafa talað. þegar Sig. Kvaran vildi eyða því, að einhverju af víngróðanum yrði varið til að gefa út ódýrar fræðihækur, skaut ein þingmaður því fram, að ef slik útgáfa stæði í 20 ár, yrði óhugsandi fyrir nokkurn þingmann að vinna þingsæti, ef hann stæði á svipuðu þekkingarstigi og Sigurður. Út af tilraun nokkurra af hinum gömlu samlierjum Hannesar Hafsteins að fá alla þingmenn til að bindast fyrir áskorunum um að safnað yrði fé í líkneski til minningai' um hinn látna, lét einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins þess getið, að meðan tannlækningar og tannsmiði. Til viðtals á Uppsölum lOVá—12 og 4—6. Sími 1097. Hef til sfllu hús og byggingarlóðir hér í Reykjavík og í grendinni, þar á meðal 2 steinhús í miðbænum, með verslunarbúðum og öllum nútím- ans þægindum. Eignaskifti geta komið til greina. Annast kaup og sölu á fasteign- um um alt land. Lítil ómakslaun. Reykjavík, Grettisgötu 2. Stefán Loðmfjörð eími 786. (fasteignasali.) sími 786. málgagn hinna sömu manna, er geng- ust fyrir samskotunum, Mbl., léti of- sóknir sínar gegn samvinnumönnum ná út yfir gröf og dauða, eins og nú hefir nýlega verið sorgleg reynsla um, myndi hann sitja hjá um slíkar áskor- anir. Vel xná vera, að þessi árekstur kenni þeim Mbl.mönnum eitthvað af því marga, sem þeir áttu ónumið. þegar J. J. bar fram spurningu um kostnað við ferðalög ráðherra, greiddu tveir atkvæði móti því, að leyft væri að spyrja, þeir Jóhannes og Hjörtur. ^ Annar hafði ferðast of mikið á landi, hinn of lítið á sjó, þ. e. úr Borgarnesi til Reykjavíkur. ** ---o---- Ársi'it Garðyrkjufélagsins, fyrir yfirstandandi ár er nýkomið út, fjölbreytt að efni eins og áður. Síra Sigtrygg'ur Guðlaugsson á Núpi ritar hvatningarorð um aukna ræktun. Danskur garðyrkju- maður, sem hér dvaldist síðastlið- ið sumar, bendir á og rökstyður að með góðum árangri mætti stofna vermiskála nálægt þvotta- laugunum og rækta hverskonar jurtir og ávexti handa höfuðstaðn- um við heita vatnið. Magnús Krist- jánsson frá Múla ritar um trénun gulrófna og Jóhannes Davíðsson frá Hjarðardal um baráttuna við arfann. En aðalgreinin er eftir Einar Helgason garðyrkjustjóra sjálfan, um garðyrkjuna á Vest- fjörðum, mjög fróðleg og merki- leg. Ekkert svar hefir borist frá hr. Magnúsi Guðmundssyni til rit- stjóra Tímans. það mun vera hyggilegast. Víkingarnir á Hálogalandi. Með- ferð leikfélagsins á þessu leikriti er í alla staði til hins mesta sóma. Mun það ekki ofmælt að aldrei hafi jafnvel verið vandað til und- ii'búnings leiksýningar. Leiktjöld- in eru með afbrigðum góð, enda sum þeirra máluð af helsta leik- tjaldamálara Dana. En óviðkunn- anlegt er það, því að við eigum nú marga málara, að þurfa að sækja leiktjöld til Danmerkur. — pá er mjög' vandað til búninga og fylgt sem næst niðurstöðum sögurann- sóknanna um búninga fornmanna. — Meðferð leikendanna á hlut- verkum sínum er yfirleitt ágæt. -------------0--- Orðabálkur. hákarlaskodda (-u, vantar flt. ?), kvk., hákarlaskúr, skúr, sem menn fá í hákarlalegu. A.- Skaft. (sennilega mjög sjaldg. og ef til vill dautt nú). bal (fleirt. böl), hvk., == bali. Suðursv. steinhalda e-n, knýja e-n til þess að segja það, sem hann vill ekki láta uppskátt. Suðursv. hrakballa (-aði, -ð), ás.: hrak- balla e-ð, dytta að því, sem lélegt er orðið. Suðursv. • Ritstjóri: Tiyggvi pórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðja Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.