Tíminn - 31.03.1923, Blaðsíða 1
©faíbferi’
03 afarei5síumaí>uv íimans er
5 i ý u r g e i r $ r i 6 r i F s f 0 n,
Sambanösfyúsinu, lxeyf)aDÍf.
i^f^reiböía
ÍL i m a n s er í Sarnbanösbúsimi.
(Dvin öaaleau 9—i- }■ b
Siini 4(*n.
VII. ár.
Reykjavík 31. mars 1923
8. blað
Utan úr heimi.
Sá atburður, sem mesta um-
ræðu vekur um heim allan undan-
farið, er framferði Frakka gagn-
vart þjóðverjum. Iíafa þeir énn
aukið mjög hið hernumda land og
engan bilbug látið á sér finna þó
að þjóðverjar hafi beitt ýmsum
ráðum á móti. Hvarvetna um heim
er mál þetta rætt. Einna næsta at-
hygli vekja greinar þær sem Lloyd
George ritar um málið. Áfellist
hann Frakka þunglega og telur
þetta framferði þeirra bæði óvitur-
legt og í ósamræmi við friðar-
samningana. Og víðast hvar um
heiminn mun nú heyrast ásóknar-
orð í garð Frakka.
En sagan er hálfsögð ef einn
segir frá. Fara því hér á eftir um-
mæli sem birtust nýlega í einu
merkasta blaði Dana. Er höfundur
þeirra sendiherra Frakka í Kaup-
mannahöfn.
það er nauðsynin sem knýr
Frakka til þessa verks — segir
sendiherrann. Frakkar börðust í 4
ár og hafa síðan orðið að bíða í 4
ár eftir skaðabótunum frá þjóð-
verjum. í skaðabætur fyrir hin
eyddu héruð áttu þjóðverjar að
borga 102 miljarða marka. þeir
hafa ekki goldið nema 4 miljarða.
En Frakkar hafa sjálfir lagt fram
47 miljarða til endurreisnar héruð-
unum. Frakkar voru stórskuldug-
ir fyrir. Iivaðan áttu þeir að fá
féð til þessa? þeir geta ekki beðið
lengur. — Fjölmargir ráðast nú að
Frökkum fyrir framkomu þeirra,
en enginn getur bent á heppilegri
aðferð es þá, sein þeir hafa valið.
þeir verða að knýja þjóðverja til
að borga. þessvegna hafa þeir nú
hernumið hluta þýskaland. þjóð-
verjar reyna, eins og þeir eru van-
ir, að losna við skuldbisdingar sín-
ar. þeir reyna að fá önnur ríki til
þess að ganga í málið fyrir sig.
það kemur fyrir ekki. það er ekki
nema ein leið til samkomulagsins.
— þýski kanslarinn hefir látið svo
um mælt, að þýskaland hafi orð-
ið að fórna vinnuþreki heillar kyn-
slóðar, þar eð það hafi orðið að
láta af hendi vélar og föng í svo
ríkum mæli að atvinnurekstur
heima fyrir sé nálega óframkvæm-
anlegur. En hann gleymir því, að
styrjöldin var ekki háð innan
landamæra þýskalands. það var
ekki þýskt land, sem var eyðilagt
né hús og verksmiðjur þar í landi
skotnar í rústir.
Frakkar hafa unnið afburða
stórvirki um að endim’eisa hin
eyddu mannvirki. 741993 hús skutu
þjóðverjar í rústir. Um síðastliðin
áramót höfðu Frakkar endurreist
553997 af þeim. 22 þúsund verk-
smiðjum eyddu þjóðverjar. Nálega
20 þús. af þeim hafa aftur tekið
til starfa. Nálega 2 miljónir hekt-
ara lands voru komnar í auðn og
órækt. Nú hefir plógurinn aftur
farið um nálega 1 milj. og 700
þús. hektara.
Nú heitir kanslarinn þýski á
meðaumkun okkar Frakka. Við
getum ekki sýnt þjóðverjum neina
meðaumkun. Ekki báðu Frakkar
um meðaumkun árið 1871. Bis-
marck krafðist þá ógurlega hárra
skaðabóta, á þeirrar tíðar mæli-
kvarða, af hinu herjaða Frakk-
landi. Áður en tvö ár voru liðin,
fyrir hinn ákveðna dag, voru þær
goldnar og Frakkland laust við
þær skuldir.
En þýskaland biður altaf um
greiðslufrest og uppgjöf og þrauk-
ar hvern alþjóðafundinn af öðrum.
Síðast leitar þýski kanslarinn
milligöngu Bandaríkjanna. ,Hann
hefir gleymt þeim orðum, sem
Wilson forseti mælti um stjómir
miðríkjanna haustið 1918. „þessar
stjórnir“, sagði hann, „hafa enga
sómatilfinningu. þær hafa enga
virðingu fyrir réttlætinu. þær
standa ekki við neina samninga.
þær viðurkenna engan rétt annan
en máttinn".
þjóðverjar mega sjálfum sér um
kenna og engum öðrum að svo er
komið er. Við óskum þess ekki að
þýskaland falli í rústir. En við
segjum, og með réttu, að eigi
franska ríkið að geta staðið, þá
verður það að fá skaðabæturnar
goldnar.
Kröfum okkar, eftir sigurir.n,
fengum við ekki að öllu fullnægt
með Versalafriðnum. Við verðum
að minsta kosti að halda fast við
það sem okkur var þar veitt.
---0---
Mentaskóli
Norður- og Austurlands.
Framsöguræða þorst. M. Jónssonar
við 1. umr.
Eins og kunnugt er, voru tveir
lærðir skólar hér á landi í 7 aldir,
latínuskólarnir í Skálholti og á Hól-
um. Skálholtsskóli var stofnaður
af fsleifi biskupi Gissurarsyni
skömmu eftir að biskupsstóll var
þar á stofn settur, 1056, en Hóla-
skóli var stofnaður af Jóni biskupi
ÖgTnundarsyni um leið og Hólastóll
var settur, 1106. Skólum þessum
var einlægt haldið uppi óslitið í
katólskum sið, nema þegar allra
ónýtustu biskuparnir sátu á stól-
unum. þá lágu þeir stundum niðri
nokkur ár, að mestu eða öllu leyti.
Eítir siðaskiftin stóðu skólarnir
einnig 'óslitið, uns stólarnir vora
sameinaðir og fluttir til Reykja-
víkur. En þangað var Skálholts-
skóli fluttur 1785 og Hólaskóli
1801, og voru þeir þá jafnframt
sameinaðir. En þetta gerðist á
þeim tíma, þegar íslenska þjóðin
var í mestri niðurlægingu, þegar
íslendingar voru nær því komnir
en nokkru sinni fyr eða síðar, að
gefast upp í baráttunni, sem sér-
stök, sjálfstæð þjóð, þegar Danir
ráðgerðu að flytja þá burtu og
setja þá niður á Jótlandsheiði, þeg-
ar fimti hluti landsmanna féll úr
hungri, þegar, eða rétt áður en út-
lendra æfintýramaður gat hrifsað
undir sig alla æðstu stjórn lands-
ins, án þess að honum væri nokk-
ur veruleg mótstaða veitt. þremur
árum áður en Hólaskóli var flutt-
ur til Reykjavíkur, komu lögréttu-
menn í síðasta skifti til Alþingis að
Öxará, og urðu að hverfa þaðan
skömmu síðar, því þeir gáu ekki
hafst við í Lögréttuhúsinu, sem þá
var að falli komið, enda höfðu þá
ekki nema fáir einir af lögréttu-
mönnum haft mannrænu í sér til
þess að sækja þingið. Og tveimur
árurn seinna er Alþingi afnumið
með öllu, og árið eftir er Hólaskóli
sameinaður Reykjavíkurskóla. í
sjö aldirnar á undan höfðu lands-
menn fundið þörfina á því að hafa
tvo lærða skóla, en líkamleg og
andleg eymd og niðurlæging Al-
]?ingis gerir það að verkum, að
svona fór með skólana um 1800.
En skömmu eftir 1800 byrjar
•
NAVY CUT
CIGARETTES
Kaldar og Ijúffengar.
Smásöluverð 65 aura
pakkinn, 10 stykki.
<s>
♦
♦
4- ◄»>
THOMAS BEAR & SONS, LTD.,
LONDON.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
sem kunnugt er viðreisn þjóðarinn-
ar aftur. Smám saman reynir þjóð-
in að fá það aftur í réttindum og
menningu, sem hún hafði glatað á
síðustu öldum. Alþingi er endur-
reist, tungan er hreinsuð, efnahag-
ur þjóðarinnar er réttur við, og nú
erum við fullvalda ríki, sem í
fornöld. Nú siglum við á okkar
eigin skipum, sem á landnáms- og
söguöld. En eitt er þó enn ófeng-
ið, sem þjóðin hefir mist, og það
er lærði skólinn á Norðurlandi.
Langt er síðan að Norðlending-
ar vildu fá hann endurreistan.
þess er krafist kríng um 1850.
þegar rætt var um stofnun Möðru-
vallaskóla, vildi þingskörungurinn
Arnljótur Ólafsson gera hann að
lærðum skóla. En háværar radd-
ir-í þá átt heyrðust'þó ekki fyr en
nokkru eftir síðustu aldamót, eins
og tekið er fram í greinargerðinni
fyrír frv. því, sem hér er rætt um.
Eitt aðaláhugamál hins næst sein-
asta skólameistara gagnfræðaskól-
ans,Stefáns Stefánssonar,var sein-
ustu árin, sem hann lifði, að fá
lærdómsdeild bætt við gagnfræða-
skólann. Núverandi skólameistari
hefir séð þörf til hins sama, og
vill leggja áherslu á að þetta kom-
ist í framkvæmd þegar á næsta
ári. Almennur áhugi er fyrir þessu
á Norðurlandi, sem sjá má af því,
að áskorun til þingsins í þessa átt
var samþykt með öllum greiddum
atkvæðum á afarfjölmennum þing-
málafundi á Akureyri í vetur.
þetta eni nú aðalatriðin, sem eg
hefi viljað taka fram viðvíkjandi
hinni sögulegu hlið þessa máls. En
þá munu ýmsir spyrja. hver sé nú
nauðsyn þess, að mál þetta nái
fram að ganga. Eg vil í fáum orð-
um leitast við að svara því.
í flestum tilfellum er gott, að
hver einstaklingur hafi einhvern
annan eða aðra einstaklinga til að
keppa við. Skólar eru hér engin
undantekning. Ef tveir verða lærð-
ir skólar í landinu, má vænta þess,
að það verði metnaður hvors
þeirra urn :sig, að útskrifa sem
best hæfa stúdenta til háskólans.
þeir munu verða strangari en ella
að útskrifa einungis vel hæfa
menn, menn sem treysta má til að
stunda æðra nám, vísindanám;
menn, sem líklegir eru til að verða
til nytja. það mun verða metnað-
ur þeirra, að láta sem best orð fara
af þeim stúdentum, sem frá þeim
koma. þetta atriði tel eg mikils
virði, en annað má nefna, er sann-
ar nauðsyn þessa máls, sem flestir
munu sjá að er þungt á metunum
málinu til stuðnings. það atriði er,
hve miklu ódýrara er fyrir nem-
endur að stunda nám á Akureyri
en í Reykjavík. Við Akureyrar-
skólann eru heimavistir, og nem-
endur hafa þar matarfélag. Við
Mentaskólann hér í Reykjavík eru
engár heimavistir, og nemendur
verða eins og kunnugt er að hola
sér niður hingað og þangað út um
bæinn. þó að jafndýrt væri að lifa
í þessum tveim bæjum, Reykjavík
og Akureyri, þá geta allir séð,
hve miklu ódýrara væri að stunda
nám í heimavistarskóla á Akur-
eyri, en hér í heimavistarlausum
skóla. En nú bætist það við, að á
Akureyri eru margar lífsnauðsynj-
ar miklu ódýrari en hér, og verða
einlægt, sem er afleiðing af legu
bæjanna. Mjólkin er t. d. seld hér
í Reykjavík á 60—70 aura hver
lítri, en á Akureyri 30—40 aura.
Sömu hlutföll eða lík munu vera
um verðlag á flestum íslenskum af-
urðum, kjöti, fiski 0. s. frv. Slg-
urður skólameistari, sem er ná-
kunnugur því, hvað kostar fyrir
nemendur um skólaárið í bæjum
þessum, telur, að fortakslaúst
megi fullyrða, að það sé 1000 kr.
dýrara í Reykjavík, heldur en á
Akureyri. Heimavistin á Akureyr-
arskóla kostar nú tæpar 75 kr. á
mánuði fyrir hvern nemanda. En
hvað kostar námsdvölin fyrir
hvern nemanda hér í Reykjavík?
Nákvæmar skýrslur um það munu
ekki vera til, en sagt er, að nærri
láti að það kosti um 180 kr. á mán-
uði að meðaltali. Setjum svo, að
fimtán nemendur yrðu að jafnaði
í hverri deild lærdómsdeildar Ak-
ureyrarskóla, þá spöruðu þeir til
samans 45000 kr. um árið við að
nema þai’, heldur en að nema hér
í Reykjavík. þetta er peningaupp-
hæð, sem má gefa gætur að, og
aldrei myndi kostnaðarauki við
stofnun lærdómsdeildar við gagn-
fræðaskólann, nema þessari upp-
hæð, og því síður hærri. óbeint
verður því enginn kostnaður við
stofnun þessarar deildar.
Akureyri má heita sveitaþorp.
Af þein'i ástæðu munu því ýmsir
vilja heldur láta börn sín ganga
þar í skóla, heldur en að senda þau
til Reykjavíkur. Nú senda sumir
Sunnlendingar, jafnvel Reykvík-
ingar, böm sín í gagnfræðaskól á
Akureyri. Að vísu er og hefir
gagnfræðaskólinn þar jafnan ver-
ið mest sóttur af Norðlendingum
og Austfirðingum. Svo myndi og
einnig vei’ða, ef lærdómsdeild
verður bætt við skólann. Akureyri
liggur svo vel við sem miðstöð
Norðurlands, og skamt er þaðan
af Austurlandi. Fargjöld fyrir
Norðlendinga og Austfirðinga eru
ennfremur miklu ódýrari þangað
en til Reykjavíkur, og bætist þar
enn við þann spamað, sem eg taldi
áðan að verða mundi fyrir nem-
edur að sækja frekar skóla á Ak-
ureyri heldur en Mentaskólann hér.
En nú býst eg við, að sumum
finnist ekki komnar nægilega marg
ar röksemdir er réttlæti til fulls
þetta mál. Eg býst við, að sumir
haldi, að hér sé um mikinn auka-
kostnað fyrir ríkissjóð að ræða.
Sumum mun finnast það ærin
djörfung að koma fraf með þetta
mál á þeim tímum, sem þjóðin og
þingið vill spara alt, sem spara
má. Eg væri þessum mönnum sam-
mála, ef eg vissi ekki, að hér er
um lítinn aukakostnað að ræða fyr
ir ríkissjóð, að minsta kosti minni
kostnað en þann, sem óbeint spar-
ast einstaklingum, eins og eg hefi
áður fram tekið.
Nú eru tveir af þremur bekkj-
um Akureyrarskólans tvískiftir.
En ef bætt verður við skólann lær-
dómsdeild, finst mér sjálfsagt, að
ekki séu fleiri nemendur teknir í
skólann en svo, að engri deild þurfi
að tvískifta. Kenslustofur þurfa
því ekki að vera nema aðeins einni
fleiri en þær eru nú, og nemenda-
talan nokkurnveginn hin sama.
Sömuleiðis skal eg geta þess, til
þess að sýna það ennþá betur,
hvað kostnaðaraukinn er lítill, að
skólameistari gagnfræðaskólans
hefir tjáð mér, að þessa einu
kenslustofu, sem á vanti, megi
gera úr því herbergi, þar sem nú
er geymt náttúrugripasafn skól-
ans, en hinsvegar megi fá ágætt
húsrúm fyrir safnið í kjallaranum.
Ennfremur má geta þess í þessu
sambandi, að allmikið rúm er enn
til í skólahúsinu ónotað og óútbú-
ið, í sambandi við heimavistirnar,
og mætti nota það, ef þörf krefði,
til þess að istækka þær.
En þar sem nú ekki, þrátt fyrir
það, þótt lærdómsdeild yrði bætt
við, yrði kent nema í einni stofu
umfram það, sem nú er, og nem-
endafjöldinn því svipaður, þyrfti
heldur ekki að fjölga kennurum,
hema um einn, og jafnvel gæti
komið til mála að fjölga þeim alls
ekkert, heldur bæta við tímakenn-
urum fyrst um sinn. En þótt nú
svo yrði, að bæta þyrfti kennara
við skólann nyrðra, eða gera ein-
hvern annan aukakostnað við
hann, þá ætti það að sparast við
skólann hér, sem verður þá nokk-
uð minni, en ef hann væri einn
lærður skóli í landinu.
Mörgum finst stúdentafram-
leiðslan nóg í landinu, eins og nú
er. Má vera að það sé rétt. Og þó
að lærdómsdeild verði stofnsett við
Akureyrarskólann, þá þarf ekki að
verða meiri stúdentaframleiðsla en
nú er. Með reglugerðum má tak-
marka tölu þeirra eftir vild, sem
ganga í lærdómsdeildir skólanna.
Nú er mentaskólahúsið í Reykja-
vík að verða of lítið. Margir vilja
því stækka það. En getur nú ekki
háttvirt deild orðið mér sammála
um það, að úr því svona er komið
á annað borð hér syðra, en hins-
vegar nóg húsrúm nyrðra, að þá
sé réttara að nota hið ágæta skóla-
hús þar, án nokkurs aukakostnað-
ar, heldur en að ráðast í dýra við-
bótarbyggingu hér?
Mörgum finst líka nóg um það,
hvernig alt dregst hingað til Rvík-
ur. Hér býr V5 hluti allra lands-
manna. Hér eru saman komnir
flestir skólar og söfn landsins.
Enda hefir hingað til verið stuðl-
að til þess af hálfu hins opinbera,
að svona færi. En slíkt mun varla
heppilegt, að alt safnist hingað.
Mörgum mun finnast sem þrælum
Ingólfs, að ilt sé að yfirgefa fagr-
ar gróðurlendur og setjast að á út-
nesi þessu, að minsta kosti ekki