Tíminn - 14.04.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.04.1923, Blaðsíða 4
34 T 1 M I N N Orðsendíné tíl kaupmanna og kaupfélaga. Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf- um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af íslenskum niðursuðuvörum frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem: Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum, ----Í v, - - - Í v. - ■ - og Fiskbollur í 1 kgr. dósum. Vörugæðin standast allan samanburð. Gerið svo vel að spyrja um verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar sendar út um land gegn eftirkröfu. Styðjið innlenda framleiðslu. Virðingarfyllst. Sláturfélag Suðurlands. Ráðskonustaða við Mensa academice (mötuneyti stúdenta) er laus frá 1. júlí næstk. Skriflegar umsóknir, ásamt kaupkröfu, meðmælum og öðrum upp- lýsingum um umsækjanda sendist Stúdentaráði Háskólans, Póstbox 223 fyrir 14. maí þ. á. Frh. af 1. síðu. fyrrum lögxáðunaut vatnsráns- manna, til að undirbúa stjómar- frv. á grundvelli eignarréttarins. Kl. Jónsson vítti þá aðgerð, og sannaði, á hve staðlausum grund- velli meiri hlutinn hafði bygt. Út af afskiftum Einars Amórssonar af málinu, kom í ljós og var ber- lega játað, að J. M. taldi lögfræð- ing vel geta samið frv. á gmnd- velli, sem hann sjálfur teldi rang- an. pótti J. J. þetta bera vott um undarlegt hugarfar hjá slíkum mönnum, ef satt væri, að þeir lán- uðu sig fyrir fé til að vinna móti betri vitund. Einar á Eyrarlandi kom fram nokkrum smábreyting- um til bóta við 3. umræðu. J. J. sannaði, hve fáránleg vatnsráns- kenningin væri frá sögulegu og lagalegu sjónarmiði, og hve gagns- laust hefði verið að samþykkja frv. á slíkum grundvelli, í því skyni að koma stóru fossunum undir land- ið. Benti þar á aðra leið ömgga, löglega og sjálfsagða, að leggja verðhækkunarskatt á stórfossa þá, sem leigðir eru eða seldir, en ekki notaðir. Frv. var samþykt með öll- um greiddum atkvæðum. Enginn í efri deild vildi styðja vatnsránið með atkvæði sínu. Við umræður um fjáraukalög fyrir 1922 í efri deild vítti Einar á Eyrarlandi byggingu prestshýbýla á Mælifelli, þar sem eyðst hafa úr Jandssjóði um 30 þús. kr. Kom fram í umræðunum, að verkið var byrjað í tíð J. M. og hans sparsama félaga M. G., og hafði orðið að halda fjarstæðunni áfram. En við- víkjandi Dvergasteini hafði stjórn- in stungið fyrir sig fótum. Sig. Eggerz viðurkendi, að ómögulegt væri fyrir prestinn að borga rentu af 30 þús., en halda hefði orðið áfram verki fyrverandi stjórnar. J. J. vítti, að sendiherranum í Khöfn hefði verið borguð út 12 þús. fyrir 1922 upp á væntanlegt samþykki þingsins. Embættið hefði alt af verið óþarft og dýrt. Mikið ódýrara og hagkvæmara væri að senda menn að heiman til næstu landanna, þegar um sérstök erindi væri að ræða, enda væru ut- anríkismálin hvort sem er í hönd- um annarar þjóðar. Kostnaður við sendiherrastarfið er nú orðinn yfir 40 þús. danskar krónur. þar að auki viðbjúið að kaupa verði hús handa sendiherranum fyrir 70—80 þús. og liggja skjöl fyrir þinginu þar að lútandi. Hið mikla jarðræktarfrumvarp Búnaðarfélagsins er nú komið gegn um 2. umræðu í Nd. Jón þorl. dirfðist við þá umræðu að fara háðulegum orðum um félagið. það væri ekki þeim vanda vaxið, sem lögin gerðu ráð fyrir, að hafa yfir- umsjón með ræktunar- og áveitu- málunum, og ekki einu sinni fært um að velja sér menn til starf- anna. Mætti þó Jón muna, að for- seti Búnaðarfélagsins hefir ekkert verklegt fyrirtæki á sinni sam- visku, eins og mótakan fræga í Rvík liggur á honum, eða hinn bandvitlausi útreikningur Skeiða- áveitunnar á öðrum stéttarbræðr- um hans hér í bænum. Er óhætt fyrir Jón að spara sér slíka drýldni hér eftir. peir tímar eru liðnir, þegar það var til bóta fyrir slíka menn. Er flestöllum hugsandi mönnum nú þegar orðið ljóst, að nýr kraftur er kominn í Búnaðar- félag fslands, sem ekki getur kom- ið til mála að bera saman við sér- fræðingavitið alþekta, sem aldrei hreyfir sig úr sporunum, nema nógu vel sé launað úr opinbenim sjóðum. Reyna átti að tefja jarð- ræktarlögin í neðri deild, með því að vísa þeim til fjárhagsnefndar, eftir að þau voru komin úr land- búnaðarnefnd. Búnaðarfélagið hef- ir breytt lögum sínum þannig, að félagið kýs einn mann í stjórn, en landbúnaðarnefndir þingsins mæla með tveimur, en stjórnin tilnefn- ir. Er eitthvert slíkt fyrirkomulag óhjákvæmilegt, af því að fé félags- ins er nálega alt lagt fram úr landssjóði. Jón Magnússon geymir vandlega í nefnd frv. J. J. um að spara 3 af 6 starfsmönnum í hæstarétti. For- -sætisráðherra hefir ekki svarað enn fyrirspurn J. J. um, hvaða dómarar og þingmenn eigi fslands- banka. Heldur ekki fyrirspurn um tekjur bankaráðsmanna og banka- stjóra síðan 1914, hvað Bjami og B. Kr. háfi fengið fyrir rannsókn- ir sínar, og hver eftirlaun Tofte, Hannes og Sighvatur hafi fengið. Er þessi þögn hin mesta ósvinna. Á eldhúsdegi neðri deildar var Eggerz spurður um laun Tofte. Neitaði hann þá að svara, og taldi þetta leyndarmál bankaráðsins. Nú hafði Sigurður 4 atkvæði af 7, þ. e. sitt eigið og 3 dönsk. þar að auki má gera ráð fyrir, að í svona máli hafi Bjami ekki verið fjar- staddur. þessi 5 „sjálfstæðis“- atkvæði hafa þá bannað forsætis- ráðherra að skýra þinginu frá þessu. Nú kýs þingið alla fjóra ísl. bankaráðsmennina. þeir em þess- vegna í einu þjónar þingsins, og vitanlega skyldir að skýra því út í ystu æsar frá gerðum sínum. Annars ganga hroðalegar sögur um launagreiðslur í íslandsbanka til fyrverandi og núverandi stjórn- enda. Ein hin seinasta er, að í við- bót við þær 70 þús. danskar krón- ur, sem stungið var í vasa Tofte um leið og hann fór, hafi Prívat- bankinn hafi leyfi til að skulda ís- landsbanka fyrir 30 þús. í sama augnamiði, sem síðar eigi að koma í reikningunum. Claessen hefir sín 40 þús., og síðustu fregnir herma, að umboðsmenn landsins, eða að minsta kosti annar þeirra, fái 2500 á mánuði útborgað. Eru það þá 30 þús. Sé bankaráðið haft fyrir rangri sök um þessar ráðstafanir, þá má það sjálfu sér um kenna. það vill ekki skýra umbjóðendum sínum og yfirmönnum frá mála- vöxtum. Og þá myndast óhjá- kvæmilega sögur, sem ef til vill eru ýktar. Fimm Framsóknarþingmenn í efri deild og níu í neðri deild bera fram þingsályktun um skipun nefndar til að athuga fjárhags- aðstöðu íslandsbanka gagnvart landssjóði, einkum tryggingamar fyrir enska láninu. Hefir Fram- sóknarflokkurinn í lengstu lög viljað skin-ast við að gera þessa rannsókn að opinberu máli, viljað fá samkomulag í þinginu og við stjómina um aðrannsóknþessiyrði gerð í kyrþey. það reyndist ómögu- legt. Morgunblaðsflokkurinn og einhverjir úr sjálfstæðinu vilja ekkert vita um ástand bankans, og hafa eyðilagt þá leið. Jón þorl. ber fram breytingartillögu fyrir þenn- an flokk. Vill að stjórnin skýri fjárhagsnefnd frá ástandi bankans. Sama tilraunin að fela skjöl bankans og raunvemlegu ástæður fyrir þinginu. Og þó er þjóðin bú- in að leggja c. 6 miljónir af enska láninu í bankann (miðað við gengi), og hefir að sögn ekki aðra tryggingu en víxla frá skuldunaut- um bankans. það em vitanlega kaupmenn og útgerðarmenn í Rvík. Sumt af því er sjálfsagt ör- ugg trygging. En það er ekki nóg. Tryggingin verður öll að vera ör- ugg. Og um það veit hvorki þjóð eða þing nokkurn skapaðan hlut. Umræður em ekki byrjaðar um þetta mál í þinginu. þær verða sennilega merkilegar. Á þeirri flokkaskiftingu sem verður um þetta mál, byggjast sennilega næstu kosningar. Plúsaleigumálið hefir vakið gríð- areftirtekt og umtal. Allir óhlut- drægir menn sjá, að húsaleigan í kaupstöðunum er ein af undirrót- um dýrtíðarinnar, eftir hið mikla verðfall afraðanna. Allir sjá, að úr þessu getur enginn aðili skorið, svo að gagn sé að, nema þingið. Bæj- arstjóm Reykjavíkur hafði heim- ild til að takmarka húsaleiguna, en hefir gengið afarslælega fram í málínu. Hafa húseigendur haft þau áhrif. Eins og fyr er sagt, kom frv. J. J. um húsaleigu, sem myndi hafa lækkað okrið um helm- ing, í nefnd, sem J. M. er formað- ur í. Jón á sjálfur stórt hús, og leigir landinu töluvert. þar að auki eru flestir af þeim, sem hann mun telja sína stuðningsmenn, húseig- endur. Að vísu fer hann með um- boð margra embættis- og sýslun- armanna, sem em leigjendur, og eru að sligast undir húsaleigunni. En þegar Jón verður að velja milli tveggja deilda af stuðningsmönn- um, lætur hann undan þeim, sem fastar þrýsta á, og það eru vitan- lega húseigendur. Jón ætlaði því í fyrstu að eyða frv. með dagskrá, og vísa til bæjarstjórnar Reykja- víkur. Hún myndi gera eitthvað. Ilinum kaupstöðunum átti að sleppa. J. J. tók málið út af dag- skrá, með því að skamt yrði að bíða úrslita í bæjarstjórn. Jóni þótti þetta óþarfi, en þó varð það úr. þegar til bæjarstjórnar kom, var hún hin þverasta. þar voru menn þrískiftir: Sumir vildu ekkert gera. þar voru flestir Mbl.- menn. Aðrir vildu, að metið yrði hvað kostaði að koma upp hverju húsi nú, og miða leiguna við það. Með þeim hætti yrði leiga í gömlu húsunum 6—40-föld við það sem vera þyrfti. það vildu Zimsen borgarstjóri og verkamannafull- trúarnir. Að lokum komu læknarn- ir Gunnlaugur Claessen og þórður á Kleppi. þeir vildu byggja á fast- eignamatinu. Bára þeir upp tillögu þess efnis, en hún var feld. Sömu- leiðis vora allar aðrar tillögur feld- ar. Bæjarstjómin vildi ekkert gera í málinu, alveg eins og allir, sem til þektu, vissu. Málið var lands- mál en ekki bæjarmál. Fiv. J. J. var á dagskrá í Ed. daginn eftir umræðumar í bæjarstjórnii ni. En er fréttin kom um niðurstöður í bæjarstjórnni, komu vafningar á J, M. og lið hans. Dagskrá hans var nú orðin tóm vitleysa. Sá hann þetta og tók málið af dagskrá. þurfti að efla nýjan seið til að geta bjargað háu húsaleigunni. Eftir liðuga viku var Jón búinn að finna púðrið. Leggur hann til, að húsaleigulögin verði numin úr gildi, ef bæjarstjómin vilji ekki skifta sér af málinu nú í vor. Jóni finst áreiðanlega, að hann hafi þarna verið töluvert klókur. Hann veit, að bæjarstjómin getur illa tekið málið upp. Mestar líkur era tii, að hún geri ekkert. þá falla gömlu húsaleigulögin úr gildi. þau eru að vísu léleg, en hafa þó hald- ið í leiguna í einstöku stað. Og ef bæjarstjórnin gerir eitthvað, þá verður það áreiðanlega svo lítið, að húseigendum má á sama standa. Meðferð Jóns á þessu frv. er táknmynd af öllum starfsháttum hans og flokks hans. Honum dett- ur ekkert í hug sjálfum, hefir eng- in áhugamál, og er í sjálfu sér lík- lega nokkurnveginn sama á hverju gengur. En hann langar til að verða ráðherra, ganga fyrir kon- ung, hengja á sig 5—6 krossa í veislum, hafa skinvöld, ekki til að beita þeim landi og þjóð til við- reisnar, heldur til að leika sér að þeim eins og stálpað barn að leik- fangi. En enginn flokkur hefir viljað taka svona menn að sér nema Moggadótið. það vantar at- kvæði í þingi og stjórn, til að gæta hagsmuna sinna móti almennum hagsmunum. þá vantar menn. Jón vantar vegtyllur. þannig mætast hagsmunir beggja. Húsbændurnir krefjast, að hjúið standi á móti almennum framförum. þessvegna verður að gera það. þar að auki mun Jón og stuðningsmenn hans tæplega sjá, í hvaða gildra þeir eru leiddir. Góð, nytsöm og rétt- lát mál eru borin fram í þinginu. þeir tefja þau eða fella. I bráðina fmst þeim þetta sigur, og era glaðir. En þeim dettur ekki í hug, að þessi mál eru geymd en ekki gleymd. Að ræður þeirra og at- kvæðagreiðslur eru til, og verða smátt og heyrum kunnar þjóð- inni. þeir halda, að þeir sigri við að fella eða flækja nytsemdarmál. En þeir gæta þess ekki, að þeir eru að flækja að fótum sér þann streng, sem fellir þá fyr en var- ir, bæði úr vegtyllum, sem þeir eru ekki færir um að nota, og í almennu áliti. J. J. og S. J. báru fram í Ed. þingsályktun um að stofna skyldi hið fyrsta húsmæðraskólann á Staðarfelli. J. J. sannaði í fram- sögu, að alt væri til, sem skólinn þyrfti: Stór og góð jörð, eitt hið besta íbúðarhús í sveit á íslandi, með 18 herbergjum, sjóður yfir 100 þús. krónur, þar sem verja ætti vöxtunum til að reka skólann, og að lokum vel mentuð forstöðu- kona af Vesturlandi, sem landið hefði kostað til náms erlendis, til að geta veitt forstöðu slíkum skóla. Alt væri til: jörðin, húsið, pening- arnir og hæf forstöðukona. Og kvenfólkið hefði enn enga slíka sérmentastofnun, nema litla deild við kvennaskólann í Reykjavík. Allir bjuggust við, að svo sjálf- sögð tillaga næði hiklaust fram að ganga. En svo varð ekki. Halldór Steinssen þm. Snæfellinga fór úr forsetastól og hélt allmikla ræðu um, hvað Staðarfell yrði dýrt, ef Magnús og kona hans lifðu lengi, um leigumála þar, og um, að ekki mætti byrja skólann nú. En á end- anum yrði hann þó líklega að vera á Staðarfelli. J. M. var heldur minna á móti skólanum en Hall- dór, en taldi þó ófært að byrja húsmæðraskóla fyrir vestan, með- an ekki væri kominn á slíkur skóli nyrðra. þótti þetta spaklega mælt, því að alt er til verka, sem með þarf, en ekkert nyrðra, nema ósk- ir um skólastofnun. Að lokum kom Ingibjörg og taldi sig ekki geta verið tillögunni fylgjandi. þyrfti að undirbúa slíkt mál og rann- saka, en ekki kom ljóslega fram, í hverju slík rannsókn ætti að vera innifalin. J. J. benti Halldóri á, að ef Staðarfell yrði landinu dýrt, mætti hann kenna sjálfum sér um og stjóm Jóns Magnússonar, sem tekið hefði við gjöfinni. Hann hefði setið á þingi þegar landið eignaðist jörðina, og stutt stjórn J. M., sem bæði samdi um eftir- laun gefanda, og gerði hinn hag- felda leigusamning við ábúanda. Sat Halldór þar fastur og mátti sig hvergi hreyfa. Ekki gat hann heldur borið á móti, að hann var að vinna gegn hagsmunum héraðs síns, sem einna best liggur við til að nota skólann. J. J. taldi sér það allmikil vonbrigði, er fulltrúi kven- þjóðarinnar skyldi reynast svo tregur til framgöngu í einu hinu sjálfsagðasta velferðannáli kyn- systra sinna. Málinu var vísað til mentamálanefndar. En litlar líkur eru til, að það nái fram að ganga. Sagt er að bændumir kringum Staðarfell hafi allir fylgt Jóni við kosningarnar í sumar, þar á með- al Magnús Friðriksson. þeir fá nú í kvennaskólamáli sínu laun fyrir stuðninginn, og gefandi Staðar- fells þakklæti, sem hann mun þó ekki hafa búist við frá fulltrúa Snæfellinga, sem í þessu máii greiddi iðgjöldin fyrir liðveisluna í sumar. * ----o--- Yfir landamærin. 1. Moggadótið ætlar nú að ærast, er það sér skuldasúpu sína á prenti. Hún er lika ljót. En því miður er sagan svona, og skuldirnar út á við, heldur of lágar en háar — því miður. Verða fa'rð nánari rök í skuldamáli þessu í næsta blaði. 2. Ólafur Thorlacíus liefir lagt gildru fyrir „dótið", með sögunni um naut- in, sem kom illa santan. Sjá ekki sam- lcepnismenn sig þar í spegli? Hverjir prédika látlaust sundurlyndi inn- byrðis nema samkepnismenn? Og þannig var sagan um nautin. Ef til vill hefir læknirinn séð enn dýprimein ingu í málinu. Gáfnafar hinna ósam- þvkku dýra, og margra af hinum ósamlyndiselsku mönnum, er dálítið skylt. 3. Sérfræðingur Mbl. í fornaldarsög- um Norðurlanda fer enn á stúfana, og skrifar um kaupfélagsmál. Kaupfélag Reykjavfkur borgaði hvern eyri i hin- um fræga stjórnarráðsfiski, og J. J. heimtaði í Tímanum rannsókn í mál- inu, hvort matsmenn hefðu gætt skyldu sinnar. En stjórn J. M. treysti lítt málstað sínum og lét enga rann- sókn fram fara. Satt er hitt, að»kaup- félagið hér í bænum tapaði dálitlu ár- ið sem leið. Félagsmenn borga það, en sníkja ekki eftir uppgjöf í bönkum eins og sumir af „dótinu". En á hitt er að minnast, að þeir sem stýrðu fé- laginu, formaður og framkvæmda- stjóri, voru báðir gallharðir Morgun- blaðsmenn, skiftu lítt við Sambandið, heldur við heildsala, og gekk illa reksturinn. Félagsmenn sáu að hverju fór, ráku báða mennina frá völdum, og síðan hefir fólagið byrjað að rétta við. Svona ganga fyrirtækin, þar sem þess- i.í' góðu samkepnismenn stýra. Voru það ekki Jón og Magnús, sem skiluðu fjáraukalögunum með 5 miljóna halla? Ilvenær á að nota landsdóm, ef ekki við svo liátiðleg tækifæri. ----o---- Esjan mun vera um það leyti að leggja af stað áleiðis hingað. Sagt er að faríð sé að láta út kýr á einstaka bæ austanfjalls. ----o---- Orðabálkur. þuma (-u, -ur), kvk., æs. sem gerð er gegnum efri skolt á há- karli og upp úr hákarlstrj ónunni og bandið er dregið í gegnum, sem hákarlinn er bundinn með við skipið. Suðursv. þuma (-aði, -að), s., gera þumu: Veri þið fljótir að þuma. Suðsv. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðja Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.